Sýnir 10349 niðurstöður

Nafnspjald

Þórunn Kristjánsdóttir (1895-1943)

  • HAH03277
  • Einstaklingur
  • 18.4.1895 - 3.9.1943

Elísabet Þórunn Kristjánsdóttir 18. apríl 1895 - 3. september 1943 Verslunarmaður. Húsfreyja í Reykjavík. Var í Kr. Gíslasonarhúsi, Sauðárkrókssókn, Skag. 1901. Píanóleikari, lærði í Kaupmannahöfn, spilaði ma með Stefáni Íslandi

Elli Jónsson (1897)

  • HAH03287
  • Einstaklingur
  • 2.1897 -

Elli Jónsson (Sigmundur Samill Guðmundsson f. í febrúar 1897 í USA) Census Canada 1911

Elsa Halldórsdóttir (1932-2007) Akureyri

  • HAH03291
  • Einstaklingur
  • 3.11.1932 - 13.11.2007

Elsa Halldórsdóttir fæddist á Akureyri hinn 3. nóvember 1932. Hún lést á Öldrunarheimilinu Hlíð þriðjudaginn 13. nóvember 2007.
Elsa bjó alla sína ævi á Akureyri. Elsa verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju í dag og hefst útförin klukkan 13.30.

Elva Guðnadóttir (1963-1979)

  • HAH03304
  • Einstaklingur
  • 26.4.1963 - 22.9.1979

Elva Guðnadóttir 26. apríl 1963 - 22. september 1979 Síðast bús. á Akureyri. Lést af slysförum.

Emelía Jónsdóttir Bergmann (1897-1988) Bentshúsi, Flatey

  • HAH03306
  • Einstaklingur
  • 12.12.1897 - 7.4.1988

Emelía Jónsdóttir Bergmann 12. desember 1897 - 7. apríl 1988 Húsfreyja í Bentshúsi, Flatey, Flateyjarsókn, A-Barð. 1930. Húsfreyja á Flatey á Breiðafirði. Síðast bús. á Seltjarnarnesi.

Emilía Sighvatsdóttir (1887-1967) læknisfrú Breiðabólstað á Skildinganesi

  • HAH03316
  • Einstaklingur
  • 12.10.1887 - 18.11.1967

Emilía Sighvatsdóttir 12. október 1887 - 18. nóvember 1967 Ólst upp í Reykjavík. Gekk í verslunarskóla og nam í Askov í Danmörku. Húsfreyja í Reykjavík. Var í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Breiðabólstað, Skildinganesi, Reykjavíkursókn, Kjós. 1930. Ekkja í Reykjavík 1945.

Engilbert Engilbertsson (1848-1942) Efri-Þverá.

  • HAH03319
  • Einstaklingur
  • 25.1.1848 - 19.8.1942

Engilbert Engilbertsson 25. janúar 1848 - 19. ágúst 1942 Var á Spena, Efranúpssókn, Hún. 1850. Niðurseta á Aðalbreiðu, Efranúpssókn, Hún. 1860. Ómagi á Hvoli, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Bóndi á Efri-Þverá.

Erlendur Björnsson (1911-1980) Orrastöðum

  • HAH03335
  • Einstaklingur
  • 24.9.1911 - 26.11.1980

Erlendur Björnsson 24. september 1911 - 26. nóvember 1980 Lausamaður á Ytri-Löngumýri, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Sýslumaður N-Múl. og bæjarfógeti á Seyðisfirði.

Erlendur Eysteinsson (1932-2020) Stóru Giljá

  • HAH03339
  • Einstaklingur
  • 10.1.1932 - 1.10.2020

Erlendur Guðlaugur Eysteinsson 10. janúar 1932 Var á Beinakeldu í Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Bóndi og oddviti Stóru-Giljá; Blönduósi.

Erlendur Guðmundsson (1863-1949) frá Mörk

  • HAH03340
  • Einstaklingur
  • 25.11.1863 - 1.6.1949

Erlendur Guðmundsson 25. nóvember 1863 [23.11.1863, sk 25.11.1863]- 1. júní 1949 Var í Mörk, Bólstaðarhlíðarsókn, Hún. 1870. Fór til Vesturheims 1899 frá Höskuldsstöðum, Vindhælishreppi, Hún. Fræðimaður mikill á Gimli í Manitoba. „Í minna lagi á velli, grannleitur og frálegur“, segir í Heima og heiman. Lést á Betel.

Erlendur Hallgrímsson (1860-1935) frá Meðalheimi

  • HAH03343
  • Einstaklingur
  • 4.3.1860 - 17.10.1935

Erlendur Hallgrímsson 4. mars 1860 - 17. október 1935 Var á Vatnsskarði, Holtastaðasókn, Hún. 1860. Daglaunamaður Einarsnesi á Blönduósi 1924-1942. Bóndi á Mosfelli.

Erlendur Pálmason (1820-1888) Tungunesi

  • HAH03346
  • Einstaklingur
  • 20.11.1820 - 28.10.1888

Erlendur Pálmason 20. nóvember 1820 [28.11.1820, sk 29.11.1820]- 28. október 1888 Bóndi á Tungunesi, Svínavatnssókn, Hún. frá 1843 til dd. Alþingismaður og bóndi í Tungunesi í Svínavatnshreppi.

Erlingur Ingvarsson (1946-2015) Hamri

  • HAH03347
  • Einstaklingur
  • 13.4.1946 - 3.12.2015

Erlingur Bjartmar Ingvarsson fæddist á Blönduósi 13. apríl 1946. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Blönduósi, 3. desember 2015.
Erlingur ólst upp á Ásum í Langadal. Hann var með fjárbúskap á Hamri frá árinu 1965. Hann keypti Hamar árið 1970, 1976 byggði hann þar íbúðarhús og bjó þar alla sína ævi fyrir utan tvo vetur sem hann varði á höfuðborgarsvæðinu. Erlingur var með fé í 24 ár en sneri sér að skógrækt þegar þeim búskap lauk. Erlingur vann ötullega að skógrækt á Hamri og hlaut viðurkenningu frá Landssamtökum skógareigenda fyrir ötult skógræktarstarf. Erlingur hefur unnið ýmis tilfallandi störf, svo sem vinnu við sláturhús, girðingarvinnu, timburvinnslu, leikskóla og fiskvinnslu svo eitthvað sé upptalið. Erlingur vann í 16 ár á sambýli fyrir fatlaða á Blönduósi. Hann var fyrst og fremst náttúruunnandi og hafði unun af því að umgangast dýr og vera úti í náttúrunni við störf sín.

Útför Erlings fór fram í kyrrþey í Svínavatnskirkju að ósk hans 12. desember 2015.

Erna Edel Leuschner (1893-1974) Königsberg (Kalingrad)

  • HAH03350
  • Einstaklingur
  • 29.6.1893 - 4.1974

Erna Edel Leuschner f. 29.6.1893, d. 22.3.1974. Königsberg (Kalingrad), Lübeck og Blönduósi.
Erna Leuschner fædd Edel, lézt 22. marz að H.A.H. Hún var fædd 29. júlí árið 1893 í Gross Sessau í Lettlandi. Foreldrar hennar voru hjónin Dóróthea og Óttó Edel.
Hún ólst upp í föðurhúsum og gekk ung að árum í unglingaskóla.
Um tvítugsaldur gerðist hún heimiliskennari hjá aðalsfólki nokkru í Rússlandi. Áður hafði hún starfað að skrifstofustörfum í borginni Ríga í Lettlandi. í Rússlandi dvaldi hún allt fram að byltingunni 1918, en þá varð hún að flýja til Königsberg í Austur-Prússlandi. Starfaði hún þar að skrifstofustörfum við Alþjóða-Rauðakrossinn. Þar kynntist hún manni sínum Wilhelm Leuschner, er þar starfaði við sömu stofnun. Stofnuðu þau heimili sitt í Königsberg, en þar var maður hennar lengst af ríkisstarfsmaður. Bjuggu þau þar allt til ársins 1945, er þau urðu að flýja af völdum styrjaldarinnar og settust þá að í Lübeck, en þar lézt maður hennar í október 1964.

Sólveig Sigvaldadóttir (1938-1985) Kúfustöðum

  • HAH03358
  • Einstaklingur
  • 21.6.1938 - 1.2.1985

Erna Sólveig Sigvaldadóttir 21. júní 1938 - 1. febrúar 1985 Halldórsstöðum í Saubæjarhreppi. Hún lést af slysförum við bústörf 1. febrúar 1985 og var jarðsungin frá Bergsstaðakirkju 9. febrúar.

Helgi Tryggvason (1903-1988)

  • HAH01425
  • Einstaklingur
  • 19.3.1903 - 19.8.1988

Á yngri árum átti Helgi við vanheilsu að stríða og hafði það ekki þann árangur sem skyldi þótt leitað væri læknishjálpar. Varð það að ráði að hann var sendur til Arthurs Gook á Akureyri, en hann leysti vanda margra sem við vanheilsu áttu að búa. Helgi fékk bót á heilsu sinni og honum lærðist þá hve mikils virði það er að lifa heilbrigðu lífi, hafa hollt og gott mataræði, hreyfa sig og stunda léttar íþróttir. Alla tíð síðan var hann talsmaður heilbrigðis, vímulauss lífs og lét sig þau mál miklu skipta.
Lífsferill Helga var litríkur. Hann var mjög vinnusamur og honum var margt til lista lagt. Hann vann við hraðritun þingræðna á Alþingi í 26 ár. En lengst af annaðist hann kennslustörf. Hann var um langt árabil kennari í Kennaraskóla Íslands og var þar yfirkennari síðast. Hann lagði mikinn tíma í undirbúning kennslustunda og hafði mikinn áhuga á að nemendur næðu góðum árangri. Hann kenndi hraðritun í einkaskóla í 35 ár. Hann var mikill félagsmaður og tók þátt í stofnun margra félaga en þau voru einkum á sviði líknar- og menningarmála. Átti hann sæti í stjórnum margra þeirra og vann mikið starf. Hann tók mikinn þátt í kristilegu starfi og gegndi prestsþjónustu í Miklabæjarprestakalli í Skagafirði um tíma svo og í Hafnarfirði. Hann átti sæti í stjórn Alþjóðakennarasambandsins í tvö ár og tók mikinn þátt á málefnum kennara. Hann var söngelskur mjög og mat almenna söngkennslu mikils. Hann átti sæti í Fræðsluráði Kópavogs um tíma, í bókasafnsnefnd og var formaður Áfengisvarnanefndar Kópavogs í 15 ár.

Hermann Stefánsson (1934-2013) Haugi Miðfirði

  • HAH01432
  • Einstaklingur
  • 9.12.1934 - 9.11.2013

Gunnar Hermann Stefánsson fæddist á Brunngili [Bryngil skv vegabréfi 1965] í Brunnagili Strandasýslu 9. desember 1934.
Hermann flutti með foreldrum sínum að Geithóli og Reykjum í Hrútafirði, þaðan að Haugi í Miðfirði 1947.
Hann átti lengi heimili á Haugi, síðan í mörg ár á Teigagrund 5 á Laugarbakka.
Hann lést á Landspítalanum Fossvogi 9. nóvember 2013
Útför Hermanns fór fram frá Melstaðarkirkju í Miðfirði 16. nóvember 2013.

Hildur Björnsdóttir Kærnested (1916-2005)

  • HAH01435
  • Einstaklingur
  • 27.11.1916 - 21.1.2005

Hildur Björnsdóttir Kærnested fæddist í Reykjavík 27. nóvember 1916. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 2, 31. janúar síðastliðinn. Hildur hóf ung verslunarstörf hjá Hirti Hjartarsyni mági sínum á Bræðraborgarstíg 1 í Reykjavík og eftir lát eiginmanns síns við Útvegsbanka Íslands, og starfaði þar til sjötugs. Eftir að starfsdegi lauk starfaði hún við bókasafn Rauða krossins á Landspítalanum og fyrir Torvaldsensfélagið, Dómkirkjusöfnuðinn, Sjálfstæðisflokkinn og innan Oddfellowreglunnar.
Hildur verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Hjálmar Húnfjörð Eyþórsson (1917-1999) Blönduósi

  • HAH01440
  • Einstaklingur
  • 4.12.1917 - 21.6.1999

Hjálmar Húnfjörð Eyþórsson fæddist á Blönduósi 4. desember 1917. Hann andaðist að Engimýri í Öxnadal 21. júní síðastliðinn. Hjálmar ólst upp á Blönduósi og í sveitunum í kring. Hann kom til fósturforeldra sinna, Péturs Tímoteussonar og Hólmfríðar Erlendsdóttur í Meðalheimi, átta ára gamall. Hjálmar lauk barnaskólanámi í farskóla Torfalækjarhrepps, var síðan tvo vetur í Reykholtsskóla í Borgarfirði. Hann vann sem verkamaður, bifreiðastjóri og sjómaður í mörg ár. Árið 1958 sótti hann lögreglunámskeið og hóf að starfa sem héraðslögregluþjónn. Árið 1964 var hann settur lögregluþjónn í A- og Vestur-Húnavatnssýslu, síðar varð hann lögregluvarðstjóri. Síðustu starfsár sín vann hann á skrifstofu lögreglunnar eða þar til hann hætti störfum, 31. desember árið 1984. Þau hjónin, Hjálmar og Kristín, fluttust til Keflavíkur 12. maí 1991. Hjálmar starfaði að ýmsum félagsmálum. Hann var meðal annars: formaður Verkalýðsfélags A-Hún., formaður Slysavarnafélagsins á Blönduósi, einn af stofnendum Björgunarsveitarinnar Blöndu, í Leikfélagi Blönduóss, einn af stofnendum karlakórsins Húna. Útför Hjálmars fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Hjörtur Jónsson (1910-2002)

  • HAH01444
  • Einstaklingur
  • 12.11.1910 - 24.9.2002

Hjörtur Jónsson kaupmaður fæddist í Saurbæ í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu 12. nóvember 1910. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 24. september síðastliðinn. Hjörtur ólst upp í Vatnsdalnum fyrstu fjórtán árin en flutti þá til Reykjavíkur og var í foreldrahúsum meðan hann var í skóla. Hann lauk prófi frá Verzlunarskóla Íslands 1929. Að námi loknu hóf Hjörtur skrifstofustörf hjá Eimskipafélagi Íslands, vann þar í bókhaldi 1929-42, og var aðalbókari 1943-44, er hann sneri sér að rekstri eigin fyrirtækja. Hann stofnaði verzlunina Olympíu 1938 og starfrækti ásamt eiginkonu sinni, Þorleifu Sigurðardóttur, Lífstykkjaverksmiðjuna Lady, sem hún stofnaði 1937 og rak í fimmtíu ár. Hann var formaður og framkvæmdastjóri Uppsala hf., verzlunarhúss sem hann reisti að Laugavegi 26 1958-63 og stofnaði Húsgagnahöllina 1964 með syni sínum Jóni.

Hjörtur var hluthafakjörinn endurskoðandi Eimskipafélagsins 1945-58, sat í stjórn og framkvæmdastjórn Verzlunarráðs Íslands 1952-59 og 1970-71, sat í skólanefnd VÍ 1951-55 og formaður hennar 1953-55, sat í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í tuttugu og eitt ár frá stofnun og formaður sjóðsins 1956-77, sat í stjórn Fjárfestingarfélags Íslands frá stofnun sem fulltrúi Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 1971-80, í stjórn Húnvetningafélagsins og formaður þess 1946, í stjórn Félags vefnaðarvörukaupmanna, í stjórn Kaupmannasamtaka Íslands um árabil og formaður þeirra 1970-73, og var þátttakandi í ýmsum öðrum félögum og samtökum. Hjörtur var eindreginn talsmaður frjálsrar verzlunar, athafnafrelsis og óskoraðs kosningaréttar og skrifaði fjölda greina í dagblöð og tímarit um þessi baráttumál. Hann var varaþingmaður Reykvíkinga fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1971-74. Hann var sæmdur heiðursmerki Kaupmannasamtaka Íslands og var heiðursfélagi Húnvetningafélagsins.

Útför Hjartar fer fram frá Dómkirkjunni á morgun, mánudaginn 30. september, og hefst athöfnin klukkan 15

Hólmfríður Einarsdóttir (1925-2002) ljósmóðir

  • HAH01448
  • Einstaklingur
  • 19.5.1925 - 6.3.2002

Hólmfríður Einarsdóttir fæddist í Varmahlíð undir Eyjafjöllum 19. maí 1925.
Hún lést á Sóltúni 6. mars síðastliðinn. Hólmfríður vann á unglingsárum öll almenn störf sem tilheyrðu sveitabúskapnum. Árið 1946-1947 var hún við nám í Húsmæðraskólanum á Varmalandi.
Hólmfríður bjó síðustu árin í íbúð sinni á Sléttuvegi 13 í Reykjavík.
Útför Hólmfríðar fór fram frá Bústaðakirkju 15.3.2002 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Hólmfríður Evaldsdóttir Hemmert (1902-1988) Hemmertshúsi

  • HAH01449
  • Einstaklingur
  • 22.6.1902 - 25.5.1988

Fríða, eins og hún var kölluð, var há og glæsileg og sérstaklega yndisleg kona, höfðingleg og yfirveguð í allri framkomu. Það var hátíð hjá okkur á Karlsskála þegar von var á Fríðu og Möggu Hemmert. Allri fjölskyldunni þótti skemmtilegt að fá þær í heimsókn, jafnt ungum semþeim eldri.

Hólmfríður var kennari að mennt, útskrifuð úr Kennaraskóla Íslands. Hún var farsæl í starfi, fljót að laða að sér unga fólkið og öllum þótti vænt um hana. Þær systur fóru báðar til Danmerkur til framhaldsnáms. Hólmfríður lærði þar talkennslu, en Margrét lærði tannsmíðar.

Hólmfríður Jónasdóttir (1903-1995) Axlarhaga

  • HAH01450
  • Einstaklingur
  • 12.9.1903 - 18.11.1995

Hólmfríður Jónasdóttir fæddist 12. september 1903. Hún lést á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki 18. nóvember síðastliðinn. Hólmfríður starfaði mikið að félagsmálum, var m.a. formaður Verkakvennafélagsins Öldunnar á Sauðárkróki. Þá fékkst hún við ritstörf og hefur gefið út eina ljóðabók. Húsfreyja í Axlarhaga í Blönduhlíð, Skag. 1930.
Útför Hólmfríðar verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.00.

Hólmfríður Jónsdóttir (1915-2002) Úlfsstöðum

  • HAH01452
  • Einstaklingur
  • 3.4.1915 - 16.5.2002

Hólmfríður Jónsdóttir fæddist á Vatni á Höfðaströnd í Skagafirði 3. apríl 1915. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki 16. maí síðastliðinn. Jón, faðir Hólmfríðar, andaðist frá fjórum ungum börnum 1926, en þá voru þau hjón flutt að Víðivöllum í Blönduhlíð í Skagafirði. Árið 1933 giftist Amalía móðir Hólmfríðar Gunnari Valdimarssyni, f. 16. júní 1900, d. 18. okt. 1989, og fluttist Hólmfríður með þeim hjónum á Víðimýri í Skagafirði 1934. Hún stundaði nám í Kvennaskólanum á Blönduósi. Árið 1939 giftist hún Sigurði og fluttist að Úlfsstöðum í Blönduhlíð og bjuggu þau hjón þar og stunduðu búskap til 1972, að þau brugðu búi og fluttu til Sauðárkróks. Eftir að hún flutti til Sauðárkróks starfaði hún allmörg ár í eldhúsinu á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki.

Útför Hólmfríðar verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Hulda Stefánsdóttir (1897-1989) Skólastýra Kvsk

  • HAH01457
  • Einstaklingur
  • 1.1.1897 - 25.3.1989

Skólastjóri Húsmæðraskólans í Reykjavík. Húsfreyja á Þingeyrum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Þingeyrum, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Reykjavík. Hin mæta kona Hulda Árdís Stefánsdóttir fæddist 1. janúar 1897 á Möðruvöllumí Hörgárdal. Voru foreldrar hennar Stefán Jóhann Stefánsson skólameistari sonur Stefáns Stefánssonar á Heiði í Gönguskörðum og konu hans, Guðrúnar Sigurðardóttur. Er margt meðal þeirra Heiðamanna landskunnir. Kona Stefáns, móðir frú Huldu, var Steinunn Frímannsdóttir frá Helgavatni í Vatnsdal. Möðruvellir voru stór staður á uppvaxtarárum frú Huldu, velsóttur skóli í góðu áliti og faðir hennar ekki að eins skólastjóri heldur stór bóndi.

Þau systkini Hulda og Valtýr ólust upp á miklu menningarheimili, ríkum garði. Frú Huldu var hug næmast að ræða um æsku sína frá þessum dögum, þar á meðal heimilið á Hofi yst í Hörgárdal hjá sr. Davíð Guðmundssyni presti er varfrá Vindhæli á Skagaströnd og son hans, Ólaf Davíðsson, er lengi hafði dvalið við nám í Höfn en nú varkominn heim. Hann hafði stundað náttúrufræði í Höfn, einkum grasafræði og nú þjóðsagnasöfnun. Hann kenndi stundum á Möðruvöllum og var barngóður og var mikill vinur þeirra barnanna Valtýs og Huldu. Var tekin mynd af Ólafi og þeim er frú Hulda hafði uppi alla tíð. Þessar æskuminningar frú Huldu voru ríkar í huga hennar oft er við ræddum saman.

Hafði hún mjög hug á að setjast í Menntaskólann í Reykjavíkog ljúka þar stúdentsprófi.- En meðal kvenna var vaknaður áhugi fyrir námi við skólann og má geta þess að vorið 1915 útskrifuðust 7 kvenstúdentar.- Eigi varð úr að Hulda færi í Menntaskólann, en síðar sigldi hún til Hafnar og dvaldi fyrst hjá dr. Valtý Guðmundssyni prófessor. En þeir Stefán skólameistari voru skólabræður úr Latínuskólanum og félagar við nám ytra. Var ávallt mikil vinátta meðþeim.- Hulda gekk á Húsmæðraskólann í Vordenburg, síðan var hún á hljómlistarskóla í Höfn, en hún sem foreldrar hennar unni hljómlist. Um leið gekk hún á Verslunarháskóla í Friðriksbergi og stundaði þar tungumál og bókfærslu.- Hulda hafði notið námsins vel til munns og handa og var há menntuð kona er hún kom heim.

Hún var kennari við Gagnfræðaskólann á Akureyri frá 1921-23 og bjó með móður sinni en Stefán skólameistari andaðist 20. janúar 1921.

Þann 15. júní 1923 giftist Hulda Stefánsdóttir Jóni Sigurði Pálmasyni bónda á stórbýlinu Þingeyrum. Hann var sonur sr. Pálma Þóroddssonar frá Skeggjastöðum í Garði, presti á Höfða á Höfðaströnd, síðar á Hofsósi og konu hans, Önnu Hólmfríði Jónsdóttir Hallssonar prófasts í Glaumbæ.- Jón Pálmason var búfræðingur frá Ólafsdal 1905.

Hann vann að jarðarbótum og sveitastörfum í 2 ár, stundaði verslunarstörf á Sauðárkróki 1907-13 og var verslunarstjóri þar á sinni árin. Þá dvaldi hann eitt ár við landbúnaðarstörf á Sjálandi.- Hann keypti jörðina Þingeyrar í Húnaþingi 1914 og hóf þar búskap 1915. Hann var félagslyndur maður. Hann var oddviti í 30 ár og sýslunefndarmaður frá 1928. Jón Pálmason var kirkjunnar maður. Var í sóknarnefnd frá 1916 enda átti hann guðshúsið og því kirkjubóndi.
Minningarathöfn um frú Huldu fór fram í Dómkirkjunni í Reykjavík, fimmtudaginn 6. apríl, að viðstöddu miklu fjölmenni. Sr. Guðmundur Þorsteinsson frá Steinnesi flutti minningarræðuna.- Hún var lögð til hinstu hvíldar að Þingeyrum við hlið manns síns að lokinni athöfn í Þingeyrakirkju. Á þeim stað sem henni var svo kær.

Hulda Þorsteinsdóttir (1913-1988) frá Eyjólfsstöðum

  • HAH01467
  • Einstaklingur
  • 27.3.1913 - 2.9.1988

Hulda S. Þorsteinsdóttir frá Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, síðast til heimilis að Stóragerði 32 í Reykjavík, lést á Landspítalanum föstudaginn 2. sept. sl. Hún hafði átt við nokkra vanheilsu að stríða um alllangt skeið, en veiktist svo skyndilega og þar með voru endalokin ráðin.
Hulda Sigríður, eins og hún hét fullu nafni, fæddist að Eyjólfsstöðum 27. mars 1913. Það varð hlutskipti þeirra systranna, Huldu og Unnu (hún var alltaf kölluð Unna), að halda heimili með foreldrum sínum, og síðar fyrir þau, er þau voru flutt hingað tilReykjavíkur. Lengst af bjuggu þau á Bergstaðastræti 64 og þar létust þau bæði aldin að árum. Þær systurnar unnu þó lengi við verslunarstörf, jafnframt heimilishaldinu, lengst af hjá Ludvig Storr á Laugavegi 15. Ég kom oft á Bergstaðastrætið og var ætíð vel fagnað. Þorsteinn kallaði mig alltaf nafna sinn og fannst mér mikið til um það.

Eftir fráfall þeirra Þorsteins og Margrétar, keyptu þær systur séríbúð í Stóragerði 32 og bjuggu þar til æviloka. Hjúkrunarstörf Huldu voru þó ekki liðin. Um margra áraskeið annaðist hún Unnu systur sína í veikindum hennar, en hún hafði verið heilsutæp í fjölda ára og lést á síðasta ári, löngu farin að kröftum. Sjálf stóð Hulda sterk þar til hún eins og allir aðrir verða að beygja sig fyrir síðasta kalli lífsins, dauðanum. Lífið gerir oft miklar kröfur og ekki er það allra að geta svarað þeim. Hulda bognaði ekki undan þeim byrðum, semá hana voru lagðar.
Ógift barnlaus.

Ingibjörg Andrésdóttir (1923-2005)

  • HAH01472
  • Einstaklingur
  • 17.4.1923 - 30.5.2005

Ingibjörg Andrésdóttir fæddist í Síðumúla í Hvítársíðu í Mýrasýslu 17. apríl 1923. Hún lést á líknardeild Landakotsspítala 30. maí síðastliðinn. Ingibjörg ólst upp í Síðumúla, fluttist til Reykjavíkur árið 1940 og starfaði við skrifstofustörf hjá Mjólkursamsölunni og Tryggingastofnun ríkisins til 1954. Þá flutti hún aftur í Síðumúla þar sem hún starfaði við bústörf og síðar sá hún um veðurathuganir fyrir Veðurstofu Íslands ásamt því að vera símstöðvarstjóri þar til símstöðin var lögð niður árið 1986. Þá flutti hún í Mosfellsbæ þar sem hún bjó æ síðan í sama húsi og dóttir hennar. Í Mosfellsbæ starfaði hún í samkomuhúsinu Þrúðvangi sem starfsmannafélag Álafoss rak. Síðar við ræstingar í Varmárskóla til 75 ára aldurs.
Árið 1937 hleypti Didda heimdraganum og fór að Gili í Svartárdal til Elísabetar móðursystur sinnar til að læra á orgel hjá Steina tengdasyni Betu. Dvaldi hún þar í eitt ár við gott atlæti, minntist hún þeirrar dvalar ævinlega með mikilli gleði og tengdist Húnavatnssýslunni órjúfandi böndum. Höfum við ættingjar hennar m.a. farið nokkrum sinnum á þessar slóðir í fararstjórn Diddu og er enn talað um "kirkjugarðsferðirnar" norður því fáir lifandi voru heimsóttir en því fleiri í kirkjugörðum víðs vegar um Húnavatnssýslurnar. Tónlist stóð Diddu sem og fleiri listgreinar alla tíð nærri. Árið 1943 fór hún til Reykjavíkur og hóf nám í gítarleik hjá Sigurði Briem, náði hún góðum tökum á því hljóðfæri og spilaði með Mandólínhljómsveit Reykjavíkur og lék sú hljómsveit m.a. með Sinfóníuhljómsveit Íslands í hennar tíð. Í forföllum organista í Síðumúlakirkju hljóp Didda í skarðið og átti séra Einar þá til að segja að rétt væri að taka "Náðina" (Ó þá náð að eiga Jesúm) og tvískipta henni. Var þá fyrri hlutinn tekinn fyrir ræðu og sá seinni á eftir, því sjaldnast hafði gefist mikill tími til æfinga fyrir íhlaupaorganistann.
Útför Ingibjargar verður gerð frá Lágafellskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Ingibjörg Bjarnadóttir (1923-2001) Eyjólfsstöðum

  • HAH01473
  • Einstaklingur
  • 8.6.1923 - 19.11.2001

Ingibjörg Bjarnadóttir fæddist á Breiðabólsstað í Vatnsdal 8. júní 1923. Ingibjörg fluttist með foreldrum sínum að Eyjólfsstöðum í Vatnsdal árið 1938. Hún hóf búskap ásamt eiginmanni sínum á Eyjólfsstöðum árið 1954 og bjuggu þar allt til ársins 1995, er þau fluttu að Mýrarbraut 33 á Blönduósi.
Hún andaðist á Heilbrigðisstofnun Blönduóss 19. nóvember 2001.
Útför Ingibjargar fór fram frá Blönduóskirkju 1.12.2001 og hófst athöfnin klukkan 14.

Ebba Jósafatsdóttir (1919-2008) Hvammstanga

  • HAH01475
  • Einstaklingur
  • 6.12.1919 - 20.3.2008

Ingibjörg Ebba Jósafatsdóttir fæddist í Efra-Vatnshorni í Húnavatnssýslu 6. desember 1919. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 20. mars síðastliðinn. Hún var elsta barn foreldra sinna. Ebba og Halli, eins og flestir töluðu um í samhengi, voru barnlaus samhent hjón og áttu sameiginlegt áhugamál, skógrækt.
Útför Ebbu fer fram frá Blönduósskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Ingibjörg Emma Emelía Indriðadóttir (1910-1995) Eyjarhólum V-Skaft

  • HAH01476
  • Einstaklingur
  • 3.8.1910 - 25.3.1995

Ingibjörg Emma Emilía Indriðadóttir var fædd á Breiðabólstað í Vatnsdal í A- Húnavatnssýslu 3. ágúst 1910. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi 25. mars síðastliðinn. Útför Ingibjargar verður gerð frá Skeiðflatarkirkju í Mýrdal í dag. Hún fluttist ung með foreldrum sínum að Blönduósi þar sem hún ólst upp ásamt fjórum systkinum sínum. Um tvítugt fór Ingibjörg til starfa í Reykjavík og síðar austur í Mýrdal þar sem hún giftist Þorláki Björnssyni, bónda í Eyjarhólum, 1937. Ingibjörg og Þorlákur bjuggu í Eyjarhólum þar til 1974 að þau létu búið í hendur Björns sonar síns. Fluttust þau þá að Selfossi þar sem þau áttu heima að Heiðarvegi 10. Þorlákur lést 1987. Síðustu árin eftir að heilsan hafði bilað var Ingibjörg á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi þar sem hún naut góðrar umönnunar og hlýju góðs starfsfólks.

Ingibjörg Gísladóttir (1915-2006) frá Saurbæ

  • HAH01477
  • Einstaklingur
  • 13.10.1915 - 9.7.2006

Ingibjörg Gísladóttir fæddist í Þórormstungu í Vatnsdal í A-Hún. 13. október 1915. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 9. júlí síðastliðinn. Eftir uppvaxtarár í Saurbæ í Vatnsdal stundaði Ingibjörg nám við Kvennaskólann í Reykjavík og Kvennaskólann á Blönduósi. Hún fluttist síðan til Reykjavíkur og vann lengst af sem matráðskona í stjórnarráðinu í Arnarhvoli þar til hún lét af störfum vegna aldurs árið 1985.
Ingibjörg var virkur félagi í Björkunum, félagi eiginkvenna húsasmíðameistara, allt frá stofnun þess.
Ingibjörg verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Ingibjörg Guðmundsdóttir (1911-1994) úr Kjörvogi

  • HAH01478
  • Einstaklingur
  • 11.6.1926 - 2.10.1994

Ingibjörg Guðmundsdóttir var fædd 11. júní 1926 í Kjörvogi í Strandasýslu. Hún lést á heimili sínu í Hafnarfirði 2. október síðastliðinn. Ingibjörg sinnti ýmsum störfum frá unga aldri en síðustu 17 árin vann hún í eldhúsi St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði á morgun.

Brúarvellir á Svínadal

  • HAH00538
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1955 -

Brúarvellir er nýbýli samþykkt 1955. Það er 43 ha lands úr Grundarlandi næst Svínadalsárbrúar. Einnig beitarréttur í Svínadalsfjalli. 1/13 á móti Grundarbæjum. Ábúendur eru engir en tún og hús notuð af Holti og Geithömrum. Hlaða 1350 m3, hluti hlöðunnar notaður sem fjárhús. Tún 18 ha.

Eigandi; Jakob Björgvin Þorsteinsson 14. okt. 1920 - 23. jan. 2009. Leigubifreiðastjóri á BSR. Var á Geithömrum, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930.

Hnjúkur í Þingi

  • HAH00501
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (880)

Bærinn stendur austan Vatnsdalsvegar vestri sunnan undir Hnjúkahnjúk, beint á móti Jörundarfelli. Gamlatúnið og nokkrar nýræktir eru austan vegar, en aðrar vestan hans, sumar spölkorn vestur í hálsinum. Engjar eru í óshólmum Vatnsdalsár og beitiland víðlent á hálsinum. Ræktunarskilyrði heima við nálega full nýtt. Jörðin er fornbýli getið í Hallfreðarsögu, klausturjörð fyrr meir, nú um skeið bændaeign og ættarból í 5 ættliði [1975]. Íbúðarhús byggt 1951, 716 m3. Fjós fyrir 24 gripi og mjólkurhús. Fjárhús yfir 630 fjár. Hesthús yfir 30 hross. Hlöður 800 m3. Vothey 80 m3 Gömul fjárhús. Tún 64 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Húnstaðir í Torfalækjarhreppi

  • HAH00554
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1300)

Bærinn stendur á brekkubrúninni, sem verður upp af tungunni, þar sem Húnsstaðalækur fellur í Laxá og alllangt suður í flóann og niður að Húnavatni. Landið er mestmegnis mýrar og móar og gott ræktunarland. Niður við vatnið er jarðvegur þurrari, þar er Húnsstaðasandur. Íbúðarhús byggt 1965, 358 m3. Fjós 1958 og 1964 fyrir 40 gripi með mjólkurhúsi og áburðarkjallara. Fjárhús yfir 180 fjár. Tvær hlöður 1095 m3. Votheysturn 48 m3. Geymsla 120 m3. Bílskúr 96 m3. Tún 52 ha. Veiðiréttur í Laxá á Ásum

Kaldrani á Skaga

  • HAH00339
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1850) - 1938

Kaldrani fór í eyði 1938.

Brimnes á Skagaströnd

  • HAH00183
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Brimnes 145 m2 og 600 m2 sjávarlóð.

Skólahús á Móhellu í Vatnsdal

  • HAH00055
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1935 -

Samkomuhús byggt 1935, sem ungmennafélagið á, stendur skammt neðan við Ásbrekku.

Laxabrekka í Torfalækjarhreppi

  • HAH00699
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1965 -

Nýbýli stofnað við skiptingu Sauðaness í fjóra hluta. Lítið timburhús byggt 1965 77 m3, notað sem sumarhús. Stendur það nokkru ofar en bærinn Röðull. Veiðiréttur í Laxá á Ásum og Laxárvatni. Landi er nytjað af Hauki á Röðli.

Mánavík á Skaga

  • HAH00253
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1835-1920

Ábúð Mánavík kemur ekki fyrir nema í einu manntali og það er frá árinu 1835, þar var þá tvíbýlt og fimm skráðir til heimilis. Mánavíkurkot var auk þess komið í eyði töluvert fyrir fyrsta manntalið árið 1703. Mánavík fór í eyði um 1920.

Miðhús í Þingi

  • HAH00505
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1550)

Bærinn stendur á lágum brekkustalli austan í Vatnsdalhálsi lítið eitt ofar en Breiðabólsstaður og samtýnis við þann bæ. Tún liggja liggja aðallega niður til Flóðsins og liggur Vatnsdalsvegur vestari gegnum þau sem og á Breiðabólsstað, beitiland á hálsinum, sem þarna hefur lækkað mikið, ræktunarskilyrði góð. Jörðin er allgamalt býli, er byggð ú r Breiðabólsstaðarlandi, bændaeign nú um skeið, áður klausturjörð. Frá 1850 fram yfir 1880 sameiginlegur þingstaður Ás og Sveinsstaðahrepps. Íbúðarhús byggt 1938 og 1973, 590 m3. Fjós fyrir 29 gripi. Fjárhús yfir 450 fjár. Hlöður 1320 m3. Tún 26 ha. Veiðiréttur í Flóðið.

Keldunúpur á Síðu

  • HAH00348
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1860 -

Fyrir austan Breiðabólstað er Keldunúpur. Eru þar háir hamrar í brúnum. Þar stendur bærinn Keldunúpur vestanhalt við núpshornið. Keldunúpur var áður Kristfjárjörð ,,gefin af Bjarnhéðni og Ögmundi", en óvíst hvenær. Sú kvöð fylgdi búinu, að þar skyldi ávalt vera „kvengildur ómagi, sem kann að fara i föt sín og úr". Er þetta samkvæmt afriti frá 1652 af Kirkjubæjarskjölum. Í Vilkinsmáldaga segir enn fremur: „Þar skal gefa málsverð jóladag, páskadag, Hvítdrottinsdag og nyt fjár þess skal gefa að morgunmáli Pjeturs messu og lamb úr stekk og gefa um haustið ef aftur kemur."

Vestast í Keldunúpi eða rjett vestan við hann, er einstakur klettur, sem Steðji heitir. Ber hann nafn með rentu, því að hann er tilsýndar eins og gríðar mikill steðji, mjög við hæfi vætta þeirra, sem hjer búa. Framan í núpnum, hátt uppi i sljettu bjarginu, er hellir með viðum munna. Er hátt upp í hann og ilt að komast þangað. Í þessum helli er sagt að Gunnar Keldugnúpsfífl hafi haft bækistöð sina. Sagði sagan, að inst í hellinum væri djúp tjörn og í hana hefði Gunnar kastað gullkistum. — Hellirinn er nefndur Gunnarshellir. Það freistaði ungra manna að reyna uppgöngu í hellirinn, að gullið var þar. — En þeir fyrstu, sem þangað komu, gripu í tómt. Þar var hvorki tjörn nje gull að finna. Þegar Árni Gíslason var sýslumaður í Skaftafellssýslu, kleif Þórarinn sonur hans i hellinn, og þótti það frækilega gert. Hann fann þar ekkert heldur. En í vor rjeðust menn þar til uppgöngu og komust í hellinn. Sáu þeir þá að í bergið var markað stórt krossmark. Um uppruna þess og tilgang veit enginn neitt, því að enginn vissi að það er til. En það er svo stórt, að glögt má sjá það af veginum fyrir neðan núpinn.
Vegurinn liggur nú austur fyrir Keldunúp og opnast þar annar dalur, Hörgsdalur. Inni í honum stendur samnefndur bær i grænum hvammi undir háum brúnum. Þarna var einn af fjórum holdsveikraspítölum landsins á sinni tíð, stofnaður árið 1652. En sennilega hefur verið minna um holdsveiki á þessum slóðum en annars staðar, því að árið 1756 voru aðeins 2 sjúklingar í spítalanum. Þegar spítalinn lagðist niður átti afgjald jarðarinnar að samsvara haldi eins kvengilds ómaga. — Utan við bæinn gengur fram hár múli og undir honum stendur bærinn Múlakot. Þar eru háir klettar í hlíðarbrúnum austur með og heitir Háaheiði þar fyrir ofan.

Sandfellsflá á Grímstunguheiði

  • HAH00404
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1900)

Hagar þeir sem Sandfellsflá er nefnd er alllöng leið frá Grímstungu, en talið samt fært að komast fram og til baka einum degi ef hann er vel nýttur og gangfæri gott.

Sagt er að haustið 1918 var nokkurra hrossa saknað úr Vatnsdal sem ekki skiluðu sér í réttir. Farið var þess á leit við Lárus í Grímstungu og Ágúst á Hofi að þeir leituðu hrossanna.

„Lögðu þeir af stað úr byggð 17. febrúar í 17 stiga frosti. Voru þeir gangandi en höfðu föggur sínar á hesti. — Skiptu þeir leit með sér fljótlega eftir að þeir komu suður á heiðina og gengu þann dag allan til kvölcls, án þess að verða hrossanna varir. Var gengið hratt um daginn, því göngufæri var hið ákjósailegasta, en leiðin löng, og voru þeir nær 15 stundir á leiðinni.

Kúlukvíslarskáli átti að verða náttból þeirra þessa nótt. Þegar þangað kom var kofinn nær kaffenntur. Samt tókst að grafa upp dyrnar með skóflu, sem skilin hafði verið eftir á þakinu. Þegar inn kom voru veggir og þak gráhélað og heldur kuldalegt um að litast. Var sezt að snæðingi, en illa gekk að matast þvi maturinn var allur gaddfreðinn nema helzt spikfeitt hangikjöt og varð það helzti rétturinn þeirra um kvöldið. Ekki varð mönnunum svefnsamt sökum kulda, enda þekktust ekki svefnpokar í þá daga, en notast við gæruskinn og ábreiður i þeirra stað. Klukkan 4 um morguninn var lagt af stað að nýju, því löng leið var enn fyrir höndum og. ekki til setunnar boðið. Var hesturinn skilinn eftir í kofanum og ætlunin að gista þar næstu nótt. Gengu þeir félagar allan þennan dag, skiptu með sér leit og fóru hratt, en urðu einskis varir. Undir kvöld komu þeir í Kúlukvíslarskála aftur, göngumóðir af langri- og erfiðri göngu. En þá var greinileg veðurbreyting í aðsigi, hríðarbakki genginn upp í norðri og likur fyrir hríð og ófærð daginn eftir.

Töldu þeir félagar naumast til setunnar boðið og mikiðí húfi að vera langt suður á heiði og fjarri mannabyggðum ef skyndilega brysti á með voðaveður. Var það ákveðið á milli þeirra að taka föggur sínar og hest og halda norður i svokallaðan Öldumóðaskála, en þangað var a. m. k. 7 klst. ferð. Þetta gerðu þeir og komu um klukkan 1 eftir miðnætti í áfangastað. Báðir voru þeir manna öruggastir að rata, enda römmuðu þeir á skálann þrátt fyrir náttmyrkur. Þreyttir munu þeir báðir þá hafa verið orðnir, þótt Ágúst teldi sig ekki hafa séð þreytumerki á félaga sínum. Höfðu þeir gengið þann dag í 21 klukkustund samfleytt að heita mátti og oftast farið hratt, þannig að um fantagang var að ræða frá því eldsnemma um morguninn og fram á nótt.

Báðir voru þeir sveittir, en aðkoman í skálanum köld, því svell var á gólfi en hrím hékk í lofti og veggir hvítir af hélu. Þá var það sem Ágúst taldi sig þreyttastan hafa orðið á ævinni og undraðist er Lárus hafði bæði lyst á mat og drykk en sjálfur kvaðst hann einskis hafa getað neitt sökum örþreytu. Daginn eftir voru þeir báðir hinir hressustu og héldu þá niður til byggða.“

Skútaeyrar á Grímstunguheiði

  • HAH00467
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Skútaeyrar eru dalverpi á Grímstunguheiði, áin rennur eftir því miðju. Hún er nokkuð vatnsmikil og víða straumþung. I ánni eru lygnur á stöku stað. Þar er hún dýpri og straumþunginn minni. Einhvern tíma var hér búið enda landgæði fyrir búsmala sem þá var höfuðkostur hvers býlis. Bærinn hér Skúti og stóð hinum megin árinnar.

Stafnsvötn á Hofsafrétti

  • HAH00461
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

„Stafnsvötn, sem eru 666 m yfir sjó. Sunnan við fremra vatnið var meiri fjöldi nýrra rústa en ég hef séð annars staðar á jafnlitlu svæði, og flestar sprungnar. Fláin er marflöt og virtist vera grunn. Finnbogi Stefánsson, bóndi á Þorsteinsstöðum í Tungusveit, sagði mér, að þarna hefðu verið margar og stórar rústir. Þær hefðu allar horfið, en þessar risið á nýliðnum kuldaárum.“

Steðji / Staupasteinn

  • HAH00475
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Staupasteinn er bikarlaga steinn við gamla þjóðveginn um Hvalfjörð skammt frá Hvammsvík. Þar var áður fyrr vinsæll áningarstaður ferðamanna sökum fagurs útsýnis yfir Hvalfjörðinn. Steinninn sem friðlýstur var 1974, er einnig þekktur undir nöfnunum: Prestasteinn, Steðji, Karlinn í Skeiðhóli og Skeiðhólssteinn. Steinninn er ofan við Skeiðhól, og sést ekki frá núverandi vegi um Hvalfjörð.

Ódáðahraun

  • HAH00603
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1000-2019)

Ódáðahraun er víðáttumikið hraunflæmi í Suður-Þingeyjarsýslu, norðan Vatnajökuls, milli Skjálfandafljóts og Jökulsár á Fjöllum. Norðurmörkin eru skilgreind á mismunandi hátt. Sumir vilja draga þau frá austri til vesturs sunnan við Bláfjall og Sellandafjall, aðrir telja að það nái norður undir Mývatnssveit og að Hringveginum um Mývatnsöræfi, enn aðrir vilja teygja það allt norður að Þeistareykjum. Ódáðahraun er stærsti samfelldi hraunfláki Íslands, um 4400 km² (ef miðað er við fyrst nefndu skilgreininguna). Það er samsett úr fjöldamörgum einstökum hraunum, bæði dyngjuhraunum og hraunum frá sprungum og gígaröðum. Elstu hraunin eru 10-12 þúsund ára en þau yngstu eru frá eldgosinu í Holuhrauni 2014-15. Upp úr hraunaflákum Ódáðahrauns rísa fjöll og fjallaklasar svo sem Herðubreið, Upptyppingar og Dyngjufjöll.

Ekki er vitað hvenær svæðið fékk þetta sitt nafn en það kemur fyrst fyrir í rituðum heimildum í Undur Íslands sem Gísli biskup Oddsson skrifaði á 17. öld. Nafnið er augljóslega tengt útilegumannatrú enda töldu menn á fyrri öldum að í hrauninu leyndust fjölbyggðir og frjósamir útilegumannadalir

Stekkjardalur Svínavatnshreppi

  • HAH00534
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1961 -

Nýbýli byggt á hálfu Stóradalslandi 1961. Býlið er á láglendinu við suðausturenda Svínavatns. Ræktunarland er þar mikið og gott. Beitilandið er tungan milli Stóradals og Litladals. Þótt ættarjörðin Stóridalur hafi verið skert með stofnun þessa nýbýlis er það athyglisvert að hjónin sem byggðu það eru bæði afkomendur Guðmundar ríka er fyrstur bjó þar þeirra ættmenna. Það má því færa rök fyrir því að jörðin sé ættarjörð. Skilarétt upprekstrarfélagsins er í landi jarðarinnar. Íbúðarhús byggt 1961, 428 m3. Fjós fyrir 40 gripi ásamt mjólkurhúsi, áburðar og kjarnfóðurgeymslu. Fjárhús yfir 250 fjár. Véla og verkfærageymsla 291 m3. Geymsla 53 m3. Hlaða 800 m3. Votheyshlaða 170 m3. Tún 40 ha. Veiðiréttur í Svínavatni.

Tungunes í Svínavatnshreppi

  • HAH00541
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [900]

Tungunes er eyðijörð síðan 1959. Það er stór jörð og var talið mikið sómabýli. Lega jarðarinnar er að vísu ekki ákjósanleg. Tún og byggingar lágu hátt í hlíðinni í um 200 metra hæð yfir sjávarmáli og sneru mót norðaustri. Þessvegna var þar næðingssamt, en jarðsælt. Ræktunarland er víðáttumikið. Vegasamband er ekki gott. 2,6 km leið frá Svínvetningabraut, að mestu ruddur vegur. Jörðin er ættar jörð. Hinn kunni félagsmálamaður Erlendur Pálamason frá Sólheimum eignaðist hana 1847, en hafði áður búið þar í nokkur ár. Eftir hann hafa niðjar hans búið þar til 1959 og átt hana til þessa daga [1975]. Hús eru að mestu fallin. Tún 6 ha. Veiðiréttur í Blöndu og Blending.

Uppsalir í Þingi

  • HAH00511
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1550)

Bærinn stendur vestarlega á Vatnsdalshálsi beint vestur af Miðhúsum, en þar verður norðvesturhluti hálsins hæstur, víðsýni mikið. Tún liggja út frá bænum og einnig vestur og fram á hálsinum. Beitiland í allar áttir frá bænum, fjölbreyttur hálsa og mýrargróður. Ræktunarskilyrði sæmileg. Ekki er vitað nær jörðin varð sjálfstætt býli, fyrr klausturjörð, nú um skeið bændaeign. Íbúðarhús byggt 1938 og 1951, 415 m3. Fjós fyrir 11 gripi. Fjárhús yfir 400 fjár. Hesthús yfir 24 hross. Hlöður 576 m3. Vothey 50 m3. Geymslur 95 m3. Tún 38 ha.
Nefnist Umsvalir í öllum manntölum.

Torfalækjarhreppur

  • HAH00566
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1000-2019)

Torfalækjarhreppur. Kolkumýrar

Torfalækjarhrepur hinn forn lá vestan Blöndu frá Svínavatnshreppi allt til sjávar og vestur í Húnavatn. Árið 1914 var Blönduóshreppur stofnaður og urðu þá mörk hreppsins frá Draugagili og austur í Fálkanöf við Blöndu. Árið 1931 keypti Blönduóshreppur Hnjúka og teljast þeir síðan til Blönduóss.
Mörk Torfalækjarhrepps að vestan liggja um Húnavatn og áfram eins og segir í ´lýsingu Sveinsstaðahrepps. Sauðadalur tilheyrir hreppnum, síðan eru mörkin frá vesturenda Svínavatns, eftir vatninu að Fremri Laxá og fylgja henni að landamerkjum Kagaðarhóls og Tinda. Svo um Hafratjörn sunnanverða og Hóladala að Blöndu.

Sæborg Höfðakaupsstað

  • HAH00719
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1915-

Ægisgrund 14. Nýtt dvalarheimili aldraðra, Sæborg, var vígt 22. október 1988 að viðstöddu fjölmenni. Byrjað var að byggja hús þetta árið 1983 og hefur Eðvarð Hallgrímsson trésmíðameistari haft umsjón með smíðinni frá upphafi.

Það er Sýslusjóður A-Hún. sem byggir húsið og er kostnaður um 55 milljónir. Í því eru 4 hjónaíbúðir og 7 einstaklingsherbergi ásamt þjónustukjarna í miðju. Þá er þar sólstofa og setlaug með vatnsnuddi. Arkitektar voru Sigurður Sigurðsson og Sigurður Kristjánsson Reykjavík. Í tilefni vígslunnar gaf Skagstrendingur hf. 1 milljón til hússins en einnig bárust fleiri gjafir. Forstöðumaður Sæborgar er Pétur Eggertsson.

Færeyjar

  • HAH00264
  • Fyrirtæki/stofnun
  • um 800

Færeyjar eru klasi 18 eyja í Atlantshafinu á milli Skotlands og Íslands. Þær eru allar í byggð nema tvær, Koltur og Lítla Dímun, en mjög fámennt er á sumum þeirra. Nafnið þýðir fjáreyjar og eru þær kenndar við sauðfé. Þær byggðust á svipuðum tíma og Ísland og með sama hætti, þ.e. norskir víkingar og sæfarar settust þar að, auk fólks frá Skotlandi og Írlandi, sem margt var af norrænum stofni.
Höfuðstaður Færeyja er Þórshöfn á Straumey en í því sveitarfélagi búa alls um 20 þúsund manns. Heildaríbúafjöldi eyjanna er rúmlega 49.000 (árið 2017). Færeyjar tilheyra Danmörku og njóta umtalsverðra fjárstyrkja þaðan en Færeyingar hafa haft sjálfstjórn frá 1948. Æðsti maður færeysku stjórnarinnar er titlaður lögmaður. Þjóðþing Færeyinga er kallað Lögtingið og er með aðsetur í Þórshöfn en þar sitja 33 þingmenn. Færeyingar eiga jafnframt 2 kjörna fulltrúa á Folketinget, þjóðþingi Dana. Sjálfstæðisbarátta Færeyinga hefur verið eitt helsta deilumálið í Færeyjum frá fyrri hluta 20. aldarinnar en þjóðin virðist ávallt skiptast nokkuð jafnt í þá sem vilja sjálfstæði og þá sem vilja áfram tilheyra Danmörku.
Aðalatvinnuvegir Færeyinga eru fiskveiðar og fiskvinnsla. Miklar olíulindir er að finna undir hafsbotni á milli Færeyja og Bretlands og binda Færeyingar vonir við að hægt verði að vinna umtalsvert magn af olíu þar. Margir Færeyingar fóru til Íslands og unnu á vertíð upp úr miðri 20. öld og settust sumir þeirra að á Íslandi og hafa gerst íslenskir borgarar. Einnig hafa allnokkrir Íslendingar sest að í Færeyjum. Þjóðirnar eru náskyldar, svo og tungumálin færeyska og íslenska.

Talið er að einsetumenn og munkar frá Skotlandi eða Írlandi hafi sest að í Færeyjum á 6. öld og líklega flutt þangað með sér sauðfé og geitur. Norrænir menn komu svo til eyjanna um 800 og settust einhverjir þeirra þar að en samkvæmt því sem segir í Færeyinga sögu fullbyggðust eyjarnar seint á 9. öld þegar norskir menn hröktust þangað undan Haraldi hárfagra. Fyrsti landnámsmaður Færeyja var að sögn Grímur kamban. Hann á að hafa búið í Funningi á Eysturoy. Viðurnefnið er keltneskt og bendir til tengsla við Bretlandseyjar.

Þingeyrarsandur

  • HAH00607
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (880)

Þingeyrarsandur liggur við Húnaflóa.
Í svörtum Þingeyrasandi eru víða gróðurflesjur. Þar eru ýmsar reiðleiðir umhverfis hið forna höfuðból Þingeyrar, eina þekktustu jörð landsins. Þar var öldum saman klaustur og bókagerðarsetur.

Stóra-Vatnsskarð

  • HAH00482
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1000-2019)

Vatnsskarð er fjallaskarð milli Húnavatnssýslu og Skagafjarðarsýslu og liggur þjóðvegur 1 um skarðið.

Á því er vatn sem heitir Vatnshlíðarvatn og eru sýslumörkin skammt austan við það. Lækur rennur í vatnið og er hann á sýslumörkum (Arnarvatnslækur eða Sýslulækur). Er sagt að eitt sinn þegar almennt manntal var tekið hafi förumaður, sem kallaður var Magnús sálarháski og miklar sögur eru til um, lagst þvert yfir lækinn og legið þar allan manntalsdaginn svo að hvorki væri hægt að telja hann til Húnavatns- né Skagafjarðarsýslu.

Norðan við skarðið er Grísafell en sunnan við það Valadalshnúkur. Vatnsskarðsá kemur úr Vatnshlíðarvatni og Valadal og rennur til austurs, og er Gýgjarfoss í ánni austast í skarðinu. Þegar niður í Sæmundarhlíð kemur kallast hún Sæmundará. Fáeinir bæir eru á Vatnsskarði og kallaðist byggðin áður „á Skörðum“.
Í austanverðu skarðinu er hóllinn Arnarstapi. Þar er minnismerki um skáldið Stephan G. Stephansson, sem ólst upp þar rétt hjá. Af Arnarstapa er mjög gott útsýni yfir héraðið og er hringsjá skammt frá minnisvarðanum.

Reykjahlíð við Mývatn

  • HAH00636
  • Einstaklingur
  • (1900)

„Í Reykjahlíð má sjá stórkostlegar og einkennilegar minjar eldsumbrota. Í Leirhnjúks eldgosinu 1729 rann hraun yfir bæinn í Reykjahlíð (7. ágúst), en engum manni varð það að skaða, þvi að alt fólk hafði flúið burt af bænum.

Þá bjó Jón prestur Sæmundsson í Reykjahlíð, og hefur hann ritað lýsingu á þessu eldgosi. 27. ágúst rann hraun nálega umhverfis kirkjuna, en eigi sakaði hana. Trúðu margir því, að annar kraptur máttugri en náttúruöflin hefði verndað kirkjuna. Kirkjan stendur enn á sama stað á litlum grasbletti hrauni luktum. Þá er ég kom þangað, fanst mjer sem þar hlyti að vera mikill griðastaðr, er hraun og eldur hefði eirt þar öllu, en herjað alt og eyðilagt umhverfis. Nú er steinkirkja í Reykjahlíð, er Pjetur bóndi Jónsson (1818-1906) hefur látið gera. Hann er einn hinna nafnkunnu Reykjahlíðarbræðra.“

Fyrsta og eina húsið, er byggt hefir verið af höggnum steini hjer í Þingeyjarsýslu; en jafnframt vil jeg leyfa mjer að vikja, lítið eitt á fleira, er kirkju þessa snertir, heldur enn bygginguna eina.
Kirkjan stendur, og hefir staðið frá ómunatíð á sljettum túnbala 80 faðma norðvestur frá bænum, sem nú er í Reykjahlíð; bali þessi, sem er 3 vallardagsláttur á stærð, er alveg umgirtur hrauni, af hraunflóði því hinu mikla, sem í eldgosunum 1725—1727 rann úr Langa-Leirhnjúk, en er annars optar kennt við Kröflu; hraun það lagði í eyði 4 bæi, þar á meðal bæinn að Reykjahlíð, stóð þar sem nú er hár hraunkambur rjett austan við kirkjuna, og hefir hraunalda lagzt þar á einum stað, fast aðkirkjugarðinum. Það hefir því jafnan þótt íhugunarvert, að sjá kirkjuna standa þarna eina eptir, þeirra húsa, er tilheyrt höfðu þessum 4 býlum, á því nær, þeim eina hólma er finnst eptir af ærið miklu grösugu og góðu landi, er hraunflóð þetta hefir að öðru leyti hulið í nærfellt 20 ár, áður en kirkja þessi var nú rifin, hafði verið í umtali að leggja hana alveg niður, eins og víða hefir átt sjer stað með kirkjur, á seinni árum.

Seltangabúð á Heggstaðanesi

  • HAH00595
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1900)

Sjóbúð á Heggstaðanesi. Miðfjarðarhreppur hinn forni. Ytri- og Fremri-Torfastaðahreppur.

Slökkvistöðin á Blönduósi

  • HAH00469
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1973 -

1973 var steyptur kjallari undir slökkvistöð við Norðurlandsveg. Þar átti að rísa stálgrindahús. Átti það að koma í september—október en seinkaði. Kom það ekki hingað fyrr en eftir áramót. Húsið er 315 m2 að stærð og verður um þriðjungur þess leigður bifreiðaeftirlitinu fyrst um sinn. Heildarkostnaður verður um 7 millj. króna.

Fyrsta Slökkvistöðin var í norður enda Hreppshússins við Koppagötu

Baldursheimur Blönduósi

  • HAH00061
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1918 - 1978

Byggt 1918 af Sigurbirni Jónssyni. Í fasteignamati 1918 segir; Íbúðarhús, nýbyggt 12 x 6 álnir, torfveggir og torfhliðarveggur, en tvöfaldur þilstafn og hlið. Torfþak, sperrureist, alþiljað á 5 álnum, með skilrúmsþili. Útihús, fjárhús yfir 30 fjár. Lóðarstærð ótiltekin.
Sigurður Kár Sigurðsson bjó í Baldursheimi samtímis Sigurbirni.

Halldór Snæhólm keypti Baldursheim 1925 er fyrri íbúar fluttu burt. Halldór sem hafði verið bóndi á eignarjörð sinni Sneis, ætlaði sér að lifa á skipavinnu og þeim störfum sem tilféllu við samvinnufélögin, gafst fljótt upp á fyrirætlan sinni. Vinnan var ekki næg til að framfleyta fjölskyldu. Hann flutti því til Akureyrar og fjölskyldan á eftir honum.
1927-1929 bjó Steingrímur Pálsson í Baldursheimi, en hann hafði áður verið á Oddeyri.
Hannes Sveinbjörnsson flytur næstur í Baldursheim 1929 og kaupir hann. Hannes bjó þar til dauðadags 1942. Hann hafði áður búið á Hafursstöðum ov.
Páll Hjaltalín Jónsson kaupir Baldursheim 1943 og býr þar til dauðadags 1944. Afsalinu er þó ekki þinglýst fyrr en að Páli látnum 23.5.1944. Ingibjörg Þorleifsdóttir ekkja hans bjó í húsinu til hárrar elli, en hún var þó kominn á Héraðshælið áður en hún dó 1980. Hún var síðasti íbúi í Baldursheimi.

Borg utan ár

  • HAH00645
  • Fyrirtæki/stofnun
  • um 1940 - 1962

Bærinn brann 1962. Hann var undir Skúlahorni austanverðu [Betlehem / Borg Davíðs / Dabbakosi].
Davíð átti bát sem hann naustaði í gömlu nausti aðeins norðar en bílavigtin er nú.. Land þetta var ásamt stærrasvæði mælt út fyrir Friðrik Hillebrandt 8.8.1876

Lágafell Blönduósi

  • HAH00116
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1878

Lágafell - Bræðslubúð 1878 - Kristjanía 1916. Konkordíuhús 1933. Lágafell var byggt á grunni Kristjaníu.
Upphaflega var Bræðslubúð í eigu Hólanesverslunar líkt og Hillebrantshúsið. Jóhann Möller kaupir svo bæði húsin 1882 þegar Hólanesverslun hætti starfsem hér.
Húsin standa/stóðu á lóð þeirri sem Bryde fékk útmælda 1876 30 x 30 faðmar [2511 m2].

Fornastaðir Blönduósi

  • HAH00650
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1933 -

Fornastaðir uppi á brekkunni, byggt af Jónasi Illugasyni frá Bröttuhlíð.

Grænamýri 1921

  • HAH00652
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1921 -

Hús þetta var í fyrstu geymsluskúr er tilheyrði Vegamótum, enda stóð það á lóð þess húss. Sumarið 1921 er húsi þessu breytt í íbúðarhús.

Hannahús Blönduósi

  • HAH00657
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1924 -

Byggt 1924 af Jóhanni Kristjánssyni. Húsið stóð á sömulóð Vertshús foreldra hans áður en það brann 1918. Þar sem nú stendur fv útibí KH.

Jónshús Blönduósi

  • HAH00109
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1920 -

Hús Stefáns Stefánssonar skósmiðs 1920 - Jónshús 1930 Blönduósi, rifið. Stóð nokkurnvegin þar sem Hreppshúsið er nú.

Hvassafell Blönduósi

  • HAH00674
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 2.4.1932 -

2.4 1932 úthlutar hreppsnefnd Blönduósbæjar Árna Sigurðssyni bílstjóra 1 ha. Ræktunarlóð í Miðholtsmýrinni sunnan við túnlóðar skurð Þorsteins Bjarnasonar. Að vestan og austan eru holt, en að sunnan óræktuð mýri. Síðar Páll Eyþórsson í Hvassafelli.
Hvassafell Blönduósi. Uppi á Melnum við hliðina á Fornastöðum. Líklega sami bær og Jaðar / Landsendi / Árnabær.

Kristófershús Blönduósi

  • HAH00113
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1907 -

Hús Karls Sæmundsen 1920. Kristófershús 1927 - Helgahús 1907 - Sumarliðahús.

Mosfell Blönduósi

  • HAH00103
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1900 -

Hjálmar Egilsson byggði Mosfell 1900, hann hafði áður búið í skamman tíma á Mosfelli í Svínadal með konu sinni Önnu Þorsteinsdóttur ljósmóður. Í fyrstu byggði Hjálmar bæ á gamla mátan, úr torfi. Sá bær mun hafa staðið aðeins neðar á lóðinni, en steinhúsið sem Hjálmar byggði 1912.

Sumarliðabær Blönduósi

  • HAH00132
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1897 -

Jónshús 1901 - Systrabær (1909) - Sumarliðabær 1919 -Vinaminni. Suðaustur af Ólafshúsi.
26.4.1909 er gerður lóðarsamningur við Herdísi og Ástu um 3750 ferálna lóð [1440 m2]sem er afgirt með skurðum.

Vellir við hreppaveginn

  • HAH00677
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1945 -

Vellir 1945 við hreppaveginn.
Byggt af Rögnvaldi Sumarliðasyni, hann fékk byggingalóð 6.3.1945 (áður hlaða?). Rögnvaldur bjó á Völlum fram á sjöunda áratugin og síðar Bóthildur Halldórsdóttir.

Verslunarhús Blöndubyggð 5 Blönduósi

  • HAH00678
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1920)

Verslunarhús Blöndubyggð 5. Norðan við Shell sjoppu Ágústs G. Jónssonar (1901-1983).
Verslun Halldórs Albertssonar (1886-1961), Halldórsbúð, sjá Halldórshús.
Verslunin Straumur. Halldór (1905-1984) og Hjálmar (1917-1999) Eyþórssynir.
Verslunin Ljósvakinn. Valur (1936-1994) og Sævar (1943) Snorrasynir.

Þorleifsbær Blönduósi 1929

  • HAH00141
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1908 -

Bærinn líklega byggður 1908, en óvíst hver bjó þar fyrstur. Þarna bjó Sveinn Guðmundsson 1911-1920 hann bjó þar fyrst með konu sinni Pálínu Pálsdóttur. Hún dó 26.5.1915. Þá varð ráðskona þar Elínborg Guðmundsdóttir. 1920 flytur Þorleifur Jónsson í Sveinsbæ. 14.6.1929 kaupir Þorleifur svo bæinn og býr þar til æviloka og Alma Ólafsdóttir kona hans eftir það.

Höepfnerverslun Blönduósi

  • HAH00110
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1877 - 1930

Höphnerverslun 1877. Rifið 1930 og endureist á Blöndudalshólum.
Hillebrandt fékk í fyrstu útmælda lóð á sjávarbakkanum skammt innan við Skúlahorn en þar voru þá 3 útmældar verslunarlóðir, auk hans voru það Grafaróskaupmenn og Höephnersverslun á Skagaströnd sem reistu þar söluskúr sem síðar var fluttur inn fyrir á og reistur vestan Pétursborgar fyrstu sölubúð Höephners.

Þessi skúr ásamt skúr Thomsen eru því fyrstu byggingarnar sem reistar voru á Blönduósi

Sandbryggjan og fjaran

  • HAH00098
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1922 - 1941

Þar sem framfarir í samgöngum landleiðina á milli landshluta voru hægfara á síðari hluta 19. aldar og í byrjun 20. aldar byggðust verslun og viðskipti að miklu leyti á sjóflutningum. Því var mikilvægt að uppbyggingu verslunar á nýjum stað eins og Blönduósi fylgdi góð aðstaða til losunar og lestunar skipa en lending og hafnaraðstaða á Blönduósi var frekar varasöm. Bændur í Húnavatnssýslum gerðu sér snemma grein fyrir þessu (Bragi Guðmundsson, 1992, bls. 185) og þar sem bryggjan og hafnaraðstaðan hafa augljóslega haft mikil áhrif á skipulagslega þróun þéttbýlisins á Blönduósi er fjallað nokkuð ítarlega um þau mál hér.

Kaupmenn sunnan árinnar héldu áfram að skipa sínum vörum upp með léttabátum í sandfjörunni sunnan Blöndu eða úr sjálfum ósnum þegar veður leyfði. Þeim fannst dýrt og tafsamt að nota bryggjuna norðan árinnar enda um þriggja kílómetra leið þangað um Blöndubrúna sem var vígð 1897.

Á árunum í kringum 1908 var byrjað að gæta ágreinings um það hvar framtíðar hafnaraðstaða á Blönduósi ætti að vera. Þessi á greiningur kom til kasta sýslunefndarinnar árið 1910 þegar nokkrir kaupmenn óskuðu eftir styrk til bryggju gerðar sunnan árinnar. Einn þessara kaupmanna var Þorsteinn Bjarnason (Bragi Guðmundsson, 1992, bls. 187). Nefndin vísaði málinu frá en 5 árum síðar, 1915, óskaði Blönduóshreppur eftir ríflegum fjárstyrk til fyrirhugaðrar báta bryggju innan Blöndu.

Guðbjartur Oddsson (1925-2009) frá Flateyri

  • HAH04883
  • Einstaklingur
  • 20.3.1925 - 12.8.2009

Guðbjartur Þórir Oddsson fæddist á Flateyri við Önundarfjörð 20. mars 1925. Hann lést á heilbrigðisstofnuninni á Hvammstanga 12. ágúst 2009.

Á 19. aldursári fluttist Guðbjartur til Keflavíkur og stundaði þar sjómennsku þar til hann hóf nám í málaraiðn hjá Magnúsi Sæmundssyni í Reykjavík 1946. Eftir það vann hann allan sinn starfsaldur sem málari víða um land, þótti hann góður fagmaður og var annálaður fyrir snyrtimennsku. Guðbjartur var mjög listfengur og eru til eftir hann mörg málverk og skreytingar. Guðbjartur dvaldist síðustu ellefu ár ævinnar á Heilbrigðisstofnunni á Hvammstanga. Útför Guðbjartar fer fram frá Hvammstangakirkju í dag, 21. ágúst, og hefst athöfnin kl. 14.

Hjörtur Jónasson (1842-1924) Skagfjörðshúsi

  • HAH04890
  • Einstaklingur
  • 2.6.1842 - 25.4.1924

Hjörtur Jónasson 2. júní 1842 - 25. apríl 1924. Var í Melrakkadal, Víðidalstungusókn, Hún. 1845. Húsmaður á Urðarbaki, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1880. Sjómaður á Stóra-Bergi í Höfðakaupstað 1901. Skagfjörðshúsi Blönduósi 1905.

Jakob Sigurðsson (1868) Vegamótum

  • HAH04896
  • Einstaklingur
  • 1.3.1868 -

Jakob Sigurðsson 1. mars 1868. Var á Kistu, Vesturhópshólasókn, Hún. 1870. Vinnumaður á Efri-Þverá, Vesturhópshólasókn, Hún. 1901. Vegamótum 1909-1915.

Jóhanna Þorsteinsdóttir (1894-1968) Efstabæ (Agnarsbæ) Blönduósi

  • HAH04901
  • Einstaklingur
  • 8.4.1894 - 2.1.1968

Jóhanna Þorsteinsdóttir 8. apríl 1894 - 2. jan. 1968. Var á Orrastöðum, Blönduósssókn, A-Hún. 1930. Var í Efstabæ, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Prónakona á Blönduósi. Ógift. Síðast bús. í Reykjavík. Brautarholti 1917.

Jón A Jónsson (1877-1914) Blönduósi

  • HAH04904
  • Einstaklingur
  • 23.9.1877 - 21.5.1914

Jón A. Jónsson f. 23 sept. 1877, d. 21. maí 1914, sýsluskrifari frá Strjúgsstöðum, óg. (A í nafni er fyrir Önnuson þar sem hann kenndi sig einnig við móður sína Önnu Pétursdóttur á Móbergi og Strjúgsstöðum). Templarahúsi 1910. Ókv. barnlaus

Jón Ólafur Benónýsson (1893-1986) Fornastöðum

  • HAH04915
  • Einstaklingur
  • 12.2.1893 - 23.10.1986

Jón Ólafur Benónýsson 12. feb. 1893 - 23. okt. 1986. Útgerðarmaður og bóndi í Skagastrandarkaupstað 1930. Bóndi á Fornastöðum Blönduósi 1940, síðar smiður á Fornastöðum. Síðast bús. í Reykjavík.

Konráð Eggertsson (1911-1995) Haukagili

  • HAH04922
  • Einstaklingur
  • 17.11.1911 - 15.7.1995

Konráð Már Eggertsson 17. nóv. 1911 - 15. júlí 1995. Bóndi á Haukagili í Vatnsdal, A-Hún., síðar á Blönduósi. Vinnumaður í Haukagili, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var í Haukagili, Áshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. Bjargi á Blönduósi.

Kristbjörg Pétursdóttir (1882-1974) Grænumýri Blönduósi

  • HAH04923
  • Einstaklingur
  • 26.6.1882 - 18.10.1974

Kristbjörg Pétursdóttir 26. júní 1882 - 18. okt. 1974. Ráðskona í Grímstungu, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var á Ósi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Ráðskona á Orrastöðum. Síðast bús. í Blönduóshreppi.

Kristján Halldórsson (1855-1926) vert Blönduósi

  • HAH04925
  • Einstaklingur
  • 15.2.1855 - 1.5.1926

Kristján Halldórsson 15. feb. 1855 [7.2.1854]- 1. maí 1926. Veitingamaður í Veitingahúsi, Blönduóssókn, Hún. 1901. Smiður og veitingamaður á Blönduósi.

Kristófer Kristófersson (1885-1964) Kristófershúsi

  • HAH04927
  • Einstaklingur
  • 6.6.1885 - 5.7.1964

Kristófer Kristófersson 6. júní 1885 - 5. júlí 1964 Kaupmaður og bókari á Blönduósi 1930. Var í Kristófershúsi, Blönduóshr., A-Hún. 1957.

Magnús Jóhannsson (1880-1958) Blönduósi

  • HAH04932
  • Einstaklingur
  • 19.10.1880 - 25.4.1958

Magnús Jóhannsson 19. okt. 1880 - 25. apríl 1958. Var í Magnúsarhúsi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Verkamaður. Ókvæntur og barnlaus.

Sigtryggur Benediktsson (1866-1954) veitingamaður á Akureyri

  • HAH04935
  • Einstaklingur
  • 3.12.1866 - 6.2.1954

Sigtryggur Benediktsson 3. des. 1866 - 6. feb. 1954. Bóndi á Tjörnum og Möðruvöllum í Eyjafirði, síðar veitingamaður á Akureyri. Bóndi á Tjörnum 1890. Húsbóndi á Akureyri 1910. Gistihússtjóri á Akureyri 1930.

Niðurstöður 5701 to 5800 of 10349