Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Helgi Tryggvason (1903-1988)
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
19.3.1903 - 19.8.1988
History
Á yngri árum átti Helgi við vanheilsu að stríða og hafði það ekki þann árangur sem skyldi þótt leitað væri læknishjálpar. Varð það að ráði að hann var sendur til Arthurs Gook á Akureyri, en hann leysti vanda margra sem við vanheilsu áttu að búa. Helgi fékk bót á heilsu sinni og honum lærðist þá hve mikils virði það er að lifa heilbrigðu lífi, hafa hollt og gott mataræði, hreyfa sig og stunda léttar íþróttir. Alla tíð síðan var hann talsmaður heilbrigðis, vímulauss lífs og lét sig þau mál miklu skipta.
Lífsferill Helga var litríkur. Hann var mjög vinnusamur og honum var margt til lista lagt. Hann vann við hraðritun þingræðna á Alþingi í 26 ár. En lengst af annaðist hann kennslustörf. Hann var um langt árabil kennari í Kennaraskóla Íslands og var þar yfirkennari síðast. Hann lagði mikinn tíma í undirbúning kennslustunda og hafði mikinn áhuga á að nemendur næðu góðum árangri. Hann kenndi hraðritun í einkaskóla í 35 ár. Hann var mikill félagsmaður og tók þátt í stofnun margra félaga en þau voru einkum á sviði líknar- og menningarmála. Átti hann sæti í stjórnum margra þeirra og vann mikið starf. Hann tók mikinn þátt í kristilegu starfi og gegndi prestsþjónustu í Miklabæjarprestakalli í Skagafirði um tíma svo og í Hafnarfirði. Hann átti sæti í stjórn Alþjóðakennarasambandsins í tvö ár og tók mikinn þátt á málefnum kennara. Hann var söngelskur mjög og mat almenna söngkennslu mikils. Hann átti sæti í Fræðsluráði Kópavogs um tíma, í bókasafnsnefnd og var formaður Áfengisvarnanefndar Kópavogs í 15 ár.
Places
Kothvammur V-Hún.: Akureyri: Reykjavík:
Legal status
Kennarapróf 1929: Stúdent frá MR 1935: Guðfræðipróf við HÍ 1950:
Functions, occupations and activities
Yfirkennari: Prestur:
Mandates/sources of authority
Átti hann sæti í stjórnum margra þeirra og vann mikið starf. Hann tók mikinn þátt í kristilegu starfi og gegndi prestsþjónustu í Miklabæjarprestakalli í Skagafirði um tíma svo og í Hafnarfirði. Hann átti sæti í stjórn Alþjóðakennarasambandsins í tvö ár og tók mikinn þátt á málefnum kennara. Hann var söngelskur mjög og mat almenna söngkennslu mikils. Hann átti sæti í Fræðsluráði Kópavogs um tíma, í bókasafnsnefnd og var formaður Áfengisvarnanefndar Kópavogs í 15 ár.
Internal structures/genealogy
Hann var sonur hjónanna Elísabetar Eggertsdóttur og Tryggva Bjarnasonar bónda og hreppstjóra. Tryggvi var greindur vel og mjög rökfastur enda valdist hann til ýmissa trúnaðarstarfa í byggðarlagi sínu. Börn þeirra hjóna voru sex, þrjár dætur og þrír synir.
Helgi kvongaðist Magneu Hjálmarsdóttur kennara 26. maí 1929. Þau áttu eina kjördóttur Hellen (1937-1953) sem lést af slysförum 16 ára gömul. Það var þungur harmur. Þau hjón slitu samvistum.
Helgi kvongaðist aftur Guðbjörgu Bjarnadóttur 26. febr. 1955 og eignuðust þau þrjú börn, sem öll hafa stofnað sín eigin heimili og eru barnabörnin fimm.
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the grandparent of
Helgi Tryggvason (1903-1988)
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 20.6.2017
Language(s)
- Icelandic