Einar Arnórsson (1880-1955)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Einar Arnórsson (1880-1955)

Parallel form(s) of name

  • Einar Arnórsson

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

27.2.1880 - 29.3.1955

History

Einar Arnórsson 27. febrúar 1880 - 29. mars 1955 Prófessor, ráðherra og hæstaréttardómari í Reykjavík.

Places

Minna-Mosfell; Reykjavík:

Legal status

Stúdentspróf Lsk. 1901. Lagði fyrst stund á norræna málfræði við Hafnarháskóla, en hvarf frá því. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1906. Yfirréttarmálaflutningsmaður 1907. Heiðursdoktor í lögum Háskóla Íslands 1936. Hrl. 1945.

Functions, occupations and activities

Ritstjóri Fjallkonunnar 1907. Kennari við Lagaskólann í Reykjavík 1908–1911. Prófessor í lögum við Háskóla Íslands 1911–1915. Skipaður 4. maí 1915 ráðherra Íslands, lausn 4. janúar 1917. Varð þá að nýju prófessor í lögum og gegndi því embætti til 1932, enda þótt hann fengi lausn í október 1919 og væri stjórnmálaritstjóri Morgunblaðsins og Ísafoldar veturinn 1919–1920. Rektor Háskóla Íslands 1918–1919 og 1929–1930. Jafnframt var hann skattstjóri í Reykjavík 1922–1928 og formaður niðurjöfnunarnefndar, sat í nefndinni til 1932. Hæstaréttardómari 1932–1942. Skipaður 16. desember 1942 dóms- og menntamálaráðherra, lausn 16. september 1944, en falið að gegna störfum áfram um stundarsakir, fékk lausn 21. september. Hæstaréttardómari 1944–1945.
Kosinn í velferðarnefnd 1914. Átti sæti í fullveldisnefnd Alþingis 1917–1918. Átti og sæti í sambandslaganefnd 1918 og síðan dansk-íslenskri ráðgjafarnefnd til 1934. Skipaður 1927 í matsnefnd á Landsbankann. Vann 1925 ásamt Hannesi Þorsteinssyni að rannsókn íslenskra skjala í ríkisskjalasafni Dana og samningum um afhendingu þeirra til Íslands. Í bæjarstjórn Reykjavíkur 1930–1932. Skipaður 1934 í nefnd til þess að undirbúa nýja réttarfarslöggjöf. Forseti Sögufélagsins 1935–1955. Átti sæti í Árnasafnsnefnd 1936–1942.
Alþingismaður Árnesinga 1914–1919 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Sjálfstæðisflokkurinn langsum), alþingismaður Reykvíkinga 1931–1932 (Sjálfstæðisflokkur).
Ráðherra Íslands 1915–1917, dóms- og menntamálaráðherra 1942–1944.

Mandates/sources of authority

Afkastamikill rithöfundur og samdi fjölda rita og greina um lögfræði, sögu Íslendinga o. fl. Heiti nokkurra bókanna eru: Réttarstaða Íslands. Meðferð opinberra mála. Þjóðréttarsamband Íslands og Danmerkur. Réttarsaga Alþingis. Þjóðabandalagið. Alþingi og frelsisbaráttan 1845–1874. Árnesþing á landnáms- og söguöld. Annaðist útgáfu Alþingisbóka og fleiri merkra heimildarrita um íslensk lög og dóma o. fl.
Ritstjóri: Fjallkonan (1907). Ísafold (1919–1920). Morgunblaðið (1919–1920). Skírnir (1930). Blanda (1936–1939). Saga (1950–1954). Tímarit lögfræðinga (1951–1953).

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans; Arnór Jónsson 23. júní 1839 - 14. febrúar 1926 Bóndi á Minna-Mosfelli, Mosfellssókn, Árn. 1890 og kona hans 5.7.1868; Guðrún Þorgilsdóttir 15. maí 1837 - 16. apríl 1897 Húsfreyja á Minna-Mosfelli í Grímsnesi.

Bróðir hans samfeðra;
1) Alexander Arnórsson 2. nóvember 1863 - 5. nóvember 1940 Tökubarn í Minna-Mosfelli, Mosfellssókn, Árn. 1890. Vinnumaður á Stóra-Hrauni, Stokkseyrarsókn, Árn. 1910. Bóndi í Ásakoti, Laugardælasókn, Árn. 1930. Móðir hans; Sigríður Þorkelsdóttir 1826 - 31. desember 1912 Vinnukona í Saurbæ, Villingaholtssókn, Árn. 1845. Vinnukona á Minna-Mosfelli, Mosfellssókn, Árn. 1870. barnsmóðir hans; Helga Tómasdóttir 20. apríl 1866 - 11. janúar 1943Var í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Bræðraborgarstíg 24 a, Reykjavík 1930. Bræðraborgarstíg 24 a, Reykjavík 1930.
2) Guðrún Arnórsdóttir 29. ágúst 1867 - 22. janúar 1955 Húsfreyja á Grettisgötu 22 b, Reykjavík 1930.
3) Guðný Arnórsdóttir 14. júní 1871 - 17. desember 1938 Húsfreyja á Böðmóðsstöðum, Miðdalssókn, Árn. 1901. Var í Efstadal I, Mosfellssókn, Árn. 1930. Húsfreyja í Efstadal. Maður hennar; Jón Grímsson 1868 - 8. apríl 1921 Var í Laugardalshólum, Miðdalssókn, Árn. 1870. Var á Laugardalshólum, Miðdalssókn, Árn. 1880. Húsbóndi á Böðmóðsstöðum, Miðdalssókn, Árn. 1901. Bóndi í Efstadal.
Kona hans 5. október 1907; Sigríður Þorláksdóttir Johnson 22. mars 1877, dáin 11. ágúst 1960 húsmóðir. Foreldrar: Þorlákur Ó. Johnson, sonur Ólafs Johnsens þjóðfundarmanns, og Ingibjörg Bjarnadóttir Johnson.
Barn Sigríðar;
1) Ólafur Haukur Ólafsson 7. febrúar 1900 - 7. nóvember 1970 Var í Reykjavík 1910. Stórkaupmaður á Laufásvegi 25, Reykjavík 1930. Stórkaupmaður í Reykjavík 1945. Faðir hans lézt af slysförum,
Börn Einars og Sigríðar;
2) Ingibjörg Einarsdóttir 3. maí 1908 - 22. janúar 1994 Leikkona. Var í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Laufásvegi 25, Reykjavík 1930.
3) Guðrún Einarsdóttir 25. desember 1909 - 25. febrúar 1928 Var í Reykjavík 1910.
4) Áslaug Einarsdóttir 7. desember 1911 - 31. ágúst 1947 Húsfreyja í Kaupmannahöfn. Var á Laufásvegi 25, Reykjavík 1930. Listmálari
5) Ásgerður Einarsdóttir 30. ágúst 1913 - 8. september 1997 Var á Laufásvegi 25, Reykjavík 1930. Var í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Fyrri maður hennar 1936; Einar Baldvin Sigurðsson 11. september 1911 - 25. júlí 1978 Verslunarmaður, síðast bús. í Reykjavík. Var í Reykjavík 1930. Þau skildu. Seinni maður hennar 1947; Matthías Einars Matthíasson 12. mars 1907 - 28. nóvember 1969 Skrifstofustjóri í Reykjavík. Var í Reykjavík 1910. Stud. med. á Höfða, Reykjavík 1930. Umboðsmaður í Reykjavík 1945.
6) Hrafnhildur Einarsdóttir 11. september 1915 - 1. janúar 1964 Húsfreyja í Stokkhólmi og Nebraska. Var á Laufásvegi 25, Reykjavík 1930. Gjaldkeri í Reykjavík 1945. M1: Einar Karlmann, auglýsingastjóri í Stokkhólmi. M2: Louis D. Sass, kennari í Nebraska.
7) Logi Einarsson 16. október 1917 - 29. nóvember 2000 Hæstaréttardómari í Reykjavík. Var á Laufásvegi 25, Reykjavík 1930. Kona hans 14.11.1953; Oddný Gísladóttir 22. janúar 1922 - 29. nóvember 2006 Var í Hafnarfirði 1930.

4) Jón 13.9.1872.

General context

Relationships area

Related entity

Ólafur Johnson (1881-1958) stórkaupmaður (29.5.1881 - 9.11.1958)

Identifier of related entity

HAH04411

Category of relationship

family

Dates of relationship

5.10.1907

Description of relationship

Kona Einars var Sigríður (1877-1960) systir ÓLafs

Related entity

Halldór Kiljan Laxness (1902-1998) rithöfundur Gljúfrasteini (23.4.1902 - 8.2.1998)

Identifier of related entity

HAH04672

Category of relationship

family

Dates of relationship

24.12.1945

Description of relationship

Auður kona Halldórs var dóttir Einars

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH03093

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 5.3.2018

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

®GPJ ættfræði

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places