Húnstaðir í Torfalækjarhreppi

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Húnstaðir í Torfalækjarhreppi

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

(1300)

History

Bærinn stendur á brekkubrúninni, sem verður upp af tungunni, þar sem Húnsstaðalækur fellur í Laxá og alllangt suður í flóann og niður að Húnavatni. Landið er mestmegnis mýrar og móar og gott ræktunarland. Niður við vatnið er jarðvegur þurrari, þar er Húnsstaðasandur. Íbúðarhús byggt 1965, 358 m3. Fjós 1958 og 1964 fyrir 40 gripi með mjólkurhúsi og áburðarkjallara. Fjárhús yfir 180 fjár. Tvær hlöður 1095 m3. Votheysturn 48 m3. Geymsla 120 m3. Bílskúr 96 m3. Tún 52 ha. Veiðiréttur í Laxá á Ásum

Places

Torfalækjarhreppur; Húnsstaðalækur; Laxá; Húnavatn; Húnsstaðasandur; Prestavað; Brúnalækur; Brúarlækur; Grásteinn; Mógil; Torfalækur [lækurinn]; Holt; Stokkakelda; Fossagil; Langhylur;

Legal status

Jarðardýrleiki x € og so tíundast tveim tíundum. Eigandinn er kóngl. Majestat, og liggur jörðin undir Þíngeyraklaustur. Ábúandi Jón þorláksson. Landskuld lx álnir. Betalast í gildum landaurum, þar í er áskilið fjögra lamba fóður fyrir xx álnir. Leigukúgildi jv. Leigur betalast í smjöri og stundum nokkuð í peníngum heim til klaustursins. En á þessu hausti vildi lögmaðurinn Lauritz ei sljetta penínga í leigur taka. Kvaðir: För til veiða í Lánghyl um sumar um einn dag. Kvikfjenaður iii kýr, xl ær, v sauðir tvævetrir og eldri, xi veturgambr, xxiiii lömb, ii hestar, i hross, i foli veturgamall. Fóðrast kann ii kýr, xii lömb, xl ær, iiii hestar. Torfrista og stúnga mjög lök, valla nýtandi. Rifhrís má hjer ekki telja. Laxveiði og silúngs er fyrir þessari jörðu mikil og góð að vænta, en þó ábúendum örvænt til gagnsmuna, því að Þíngeyraklausturs ábúendur hafa um næstu 30 ár með garði og laxakistu afgirt aðra kvísl árinnar. En síðan þeir af lögmannsins álfu settu þvergarð, í báðar kvíslirnar, og laxakistur í báðar, sem aldrei fyrri var í báðum undir eins en í tíð Lauritz lögmanns, er þessi lax- og silúngsveiði fyrir Húnstöðum örvænt orðin og til öngra gagnsvona. Eggversvon telur ábúandi sjer í einhverjum hólma þeim, sem presturinn að Hjaltabakka eignar sjer til Hjaltabakkastaðar. þau egg kveðst presturinn á Hjaltabakka tekið hafa undir staðinn og aldrei þar fyrir með lögum sóktur nje átalinn verið hafa. því er misgreiníngavon ef Húnstaðamenn vilja þetta sjer eigna, það presturinn að Hjaltabakka kallár sitt. Beit um sumar leigir ábúandinn fyrir málnytu sína af prestinum að Hjaltabakka. þá beit skal ábúandinn á Húnstöðum endurgjalda prestinum með góðum xv álnum, oftast tvævetrum sauð.

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

FRÁ HÚNSSTAÐANYKRI
Jón hét maður er bjó á Húnsstöðum við Húnavatn. Guðný hét kona hans. Áttu þau margt barna. Það var eitt sinn á hausti að þau fóru til kirkju sem oftar en börnin voru heima.

Sögðu foreldrar þeirra krökkunum að kveikja þá dimma tæki og fara ekkert úti við. En litlu síðar en þau höfðu kveikt og léku sér öll á palli upp kom steingrár hestur inn i baðstofuna, ærið spaklegur og lagði kanann á pallstokkinn. Vildu þá yngri börnin óvæg fara á bak honum og ríða og kölluðu: Hestinn! Hestinn! Þeim er eldri voru var allt minna um hann og hálffurðaði á hvernig kominn í baðstofu og vörnuðu þeim yngri á bak að fara. Stóð hesturinn þar um hríð, sneri síðan til dyra og út. Komu þá og hjónin heim og sáu hvar Gráni gekk ofan eftir túninu og stefndi til vatnsins.

Þóttust þau þá vita hvað vera mundi og urðu afar hrædd en fögnuðu mjög og lofuðu guð er þau vissu að ekkert var að orðið. Dóttir ein hjóna þessara var Helga ein með börnunum móðir Sólveigar móður Gisla Jónssonar, Gíslasonar, er nam sögu þessa af móður sinni (og er hann nú á 61. ári 1847).
Úr handritum Gisla Konráðssonar.

Internal structures/genealogy

Ábúendur;

<1890-1892- Gísli Jónsson 24. mars 1821 - 16. okt. 1892. Bóndi og hreppstjóri á Húnstöðum í Torfalækjarhr., A-Hún. Kona hans; Þuríður Andrésdóttir 12. ágúst 1829 - 21. sept. 1899. Sennilega sú sem var vinnuhjú í Kýrholti, Viðvíkursókn, Skag. 1845. Húsfreyja á Húnsstöðum.

1892-1911- Jóhann Sigurður Sigurðsson 29. júlí 1866 - 28. jan. 1911. Bóndi á Húnstöðum í Torfalækjarhr., A-Hún. Kona hans; Sigurbjörg Gísladóttir 30. mars 1873 - 22. júní 1940. Húsfreyja á Húnsstöðum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Húnsstöðum. Hún er svo húsfreyja þar til 1940.

1912-1955- Jón Benediktsson 21. maí 1881 - 14. des. 1977. Var á Húnsstöðum í Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Bóndi þar. Síðast bús. í Torfalækjarhreppi. Kona hans; Sigurbjörg Gísladóttir 30. mars 1873 - 22. júní 1940. Húsfreyja á Húnsstöðum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Húnsstöðum.

1944-1962- Björn Blöndal Kristjánsson 10. nóvember 1916 - 18. júlí 1996 Var á Brúsastöðum, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var á Húnsstöðum í Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Bóndi og kennari þar. Síðast bús. í Blönduóshreppi og kona hans 25.10.1941; María Sigurlaug Þóra Jónsdóttir 1. ágúst 1915 - 12. júní 2012 Var á Húnsstöðum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Húnsstöðum í Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Húsfreyja á Húnsstöðum í Torfalækjarhreppi og fékkst síðar við ýmis störf á Blönduósi.

1962- Kristján Sigfússon 30. september 1934 - 12. júní 2013 Var á Breiðavaði, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957. Bóndi og vörubílstjóri á Húnsstöðum í Torfalækjarhreppi. Kona hans; Gréta Kristín Björnsdóttir 28. júní 1943 Var á Húnsstöðum í Torfalækjahr., A-Hún. 1957.

General context

Landamerkjaskrá fyrir þjóðjörðinni Húnstöðum í Torfalækjarhreppi

Að austanverðu frá grjótvörðu, sem er norður við Laxá, nálægt svonefndu Prestavaði og vestur að fossinum í Brúnalæk, þá frá nefndum fossi eða vörðu skammt fyrir sunnan hann, og suður í stein á núpunum, sem kallaður hefur verið í fornatíð Grásteinn, og nú er hlaðið á grjóti. Að sunnan frá þessum steini og vestur í vörðu, sem er skammt austur af svo nefndu Mógili, frá henni eptir gilinu, og frá því sömu stefnu vestur í Torfalæk, ræður hann þá til vatns. Að vestan og norðan ræður merkjum vatnið og Laxá uppá móts við fyrstnefnda vörðu við Prestavað.
Hvammi, 25. apr. 1884
B.G.Blöndal umboðsmaður Þingeyrarkl.-jarða.
Hinsvegar ritaðri landamerkjaskrá erum við undirritaðir eigendur Torfalækjar samþykkir
Sigríður Jónsdóttir
Sigurlaug Jónsdóttir
Lesið upp fyrir manntalsþingsrjetti Húnavatnssýslu að Torfalæk, 29. maí 1884, og innritað í landamerkjabók sýslunnar No.4, bl.3b.
Í tilefni af landamerkjaskrám fyrir þjóðjörðunum Holti (No. 3) og Húnsstöðum (No. 4), sem gjörðar voru 25. apríl 1884, og þinglesnar að Torfalæk 20. maí s.á. hefur amtmaðurinn yfir norður og austuramtinu, með brjefi, dags. 15. ágúst 1885, skipað svo fyrir, að samin verði
Viðauka-merkjaskrá
Fyrir tjeðum þjóðjörðum, og verður hún á þess leið :
Landamerkjaskrá sú, sem nefnd er í merkjaskránum frá 25. apríl 1884 milli Holts og Húnsstaða, frá fossinum í Brúarlæk norður að vörðu við Laxá nálægt Prestavaði, skal haldast óbreytt, en Holt skal þó eingöngu eiga og nota, eins og að undanförnu hefur verið gjört, laxveiðalagnir niður með Laxá sunnanverðri að svonefndri Stokkakeldu (neðri) hvar tvær vörður skulu hlaðnar til glöggva merkja um það, hvað Holt eigi langt veiðirjett niður með Laxá, og Húnsstaðir uppmeð henni, sem er að eins að greindum merkjum Strokkakeldu (neðri) og vörðunum.
Að öðru en þessu standa fyrrnefndar merkjaskrár frá 1884 jarðanna Holts og Húnsstaða óbreyttar.
Hvammi 13. maí 1886
B.G. Blöndal umboðsmaður Þingeyraklaustursjarða.
Lesið upp fyrir manntalsþingsrjetti Húnavatnssýslu að Torfalæk 26. maí 1886, og innfært í landamerkjabók sýslunnar No. 47. fol. 25b.


Landamerkjaskrá milli jarðanna Holts og Húnstaða í Torfalækjarhreppi.

Vjer undirritaðir, Böðvar Þorláksson og Guðmundur Guðmundsson eigendur og ábúendur Holts og Jón Benediktsson eigandi og ábúandi Húnstaða höfum komið okkur saman um og ákveðið að hjer eftir skulu landamerki milli tjeðra jarða vera eins og hjer segir:
Úr keldu þeirri, sem landamerkjadómurinn dæmdi merki í 1921, þar sem hún liggur að Laxá bein lína í vörðu á ásnum fyrir norðan Brúarlækinn og þaðan sjónhending í krókinn á nefndum læk, þar sem hann byrjar að beygjast til vesturs fyrir ofan fossinn í Fossagili, sem hingað til hefur verið merki milli tjeðra jarða. Veiðirjettur í Laxá milli jarðanna skal vera eins og veiðin eru ákveðin við ána.

Holti og Húnstöðum 21. júní 1923
Jón Benediktsson, Böðvar Þorláksson
Guðm. Guðmundsson

Vitundarvottar:
Sveinn Kristófersson
Páll Jónsson

Lesið fyrir manntalsþingrjetti Húnavatnssýslu að Torfalæk 21. júní 1923 og innf. í landamerkjabók Húnavatnssýslunnar Nr. 313, fol. 169b-170.

Relationships area

Related entity

Kristjana Sigurðardóttir (1872-1958) Kirkjubóli í Skutulsfirði (4.3.1872 - 18.11.1958)

Identifier of related entity

HAH09175

Category of relationship

associative

Dates of relationship

4.3.1872

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Margrét Gísladóttir (1865-1895)-Stóru-Giljá 1890 (29.6.1865 - 1895)

Identifier of related entity

HAH07473

Category of relationship

associative

Dates of relationship

29.6.1865

Description of relationship

fædd þar var þar 1880

Related entity

Uggi Jónsson (1967) Húnstöðum (4.5.1967 -)

Identifier of related entity

HAH06856

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar 1972

Related entity

Jón Björnsson (1947) Húnsstöðum (20.3.1947 -)

Identifier of related entity

HAH05517

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar

Related entity

Holt á Ásum ((1250))

Identifier of related entity

HAH00552

Category of relationship

associative

Dates of relationship

21.6.1923

Description of relationship

Sameiginleg landamörk.

Related entity

Þuríður Sæmundsen (1894-1967) Sæmundsenhúsi (1.5.1894 - 22.5.1967)

Identifier of related entity

HAH06418

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1.5.1894

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Björn Kristjánsson (1963) Húnstöðum (3.5.1963 -)

Identifier of related entity

HAH02913

Category of relationship

associative

Dates of relationship

3.5.1963

Description of relationship

Barn þar

Related entity

Torfalækur í Torfalækjarhrepp ((1050))

Identifier of related entity

HAH00565

Category of relationship

associative

Dates of relationship

26.5.1886

Description of relationship

Sameiginleg landamörk

Related entity

Þingeyrakirkja (1864 -)

Identifier of related entity

HAH00633

Category of relationship

associative

Dates of relationship

29.5.1884

Description of relationship

Sameiginleg landamörk.

Related entity

Torfalækjarhreppur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00566

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Ingibjörg Sigurðardóttir (1859) vk Stóruborg 1910 (16.7.1859 -)

Identifier of related entity

HAH06715

Category of relationship

associative

Type of relationship

Ingibjörg Sigurðardóttir (1859) vk Stóruborg 1910

is the associate of

Húnstaðir í Torfalækjarhreppi

Dates of relationship

Description of relationship

Vinnukona þar 1880 og 1920

Related entity

Sigurbjörg Gísladóttir (1873-1940) Húnsstöðum (30.3.1873 - 22.6.1940)

Identifier of related entity

HAH07375

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Sigurbjörg Gísladóttir (1873-1940) Húnsstöðum

controls

Húnstaðir í Torfalækjarhreppi

Dates of relationship

30.3.1873 - 22.6.1940

Description of relationship

fædd þar og síðar húsfreyja þar ti dd

Related entity

Sigurður Sigurðsson (1866-1911) Húnstöðum (29.7.1866 - 28.1.1911)

Identifier of related entity

HAH05344

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Sigurður Sigurðsson (1866-1911) Húnstöðum

controls

Húnstaðir í Torfalækjarhreppi

Dates of relationship

Description of relationship

Húsbóndi þar 1901 og 1910

Related entity

Gréta Björnsdóttir (1943) Húnsstöðum (28.6.1943 -)

Identifier of related entity

HAH03793

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Gréta Björnsdóttir (1943) Húnsstöðum

controls

Húnstaðir í Torfalækjarhreppi

Dates of relationship

1962

Description of relationship

Related entity

Kristján Sigfússon (1934-2013) Húnsstöðum (30.9.1934 - 12.6.2013)

Identifier of related entity

HAH01689

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Kristján Sigfússon (1934-2013) Húnsstöðum

controls

Húnstaðir í Torfalækjarhreppi

Dates of relationship

1962

Description of relationship

Related entity

María Jónsdóttir (1915-2012) Húnstöðum (1.8.1915 - 12.6.2012)

Identifier of related entity

HAH01766

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

María Jónsdóttir (1915-2012) Húnstöðum

controls

Húnstaðir í Torfalækjarhreppi

Dates of relationship

1944

Description of relationship

1944-1962

Related entity

Björn Blöndal Kristjánsson (1916-1996) Húnstöðum (10.11.1916 - 18.7.1996)

Identifier of related entity

HAH01135

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Björn Blöndal Kristjánsson (1916-1996) Húnstöðum

controls

Húnstaðir í Torfalækjarhreppi

Dates of relationship

1944

Description of relationship

1944-1962

Related entity

Jón Benediktsson (1881-1977) Húnstöðum (21.5.1881 - 14.12.1977)

Identifier of related entity

HAH05519

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Jón Benediktsson (1881-1977) Húnstöðum

is the owner of

Húnstaðir í Torfalækjarhreppi

Dates of relationship

Description of relationship

Bóndi þar

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00554

Institution identifier

IS HAH-Bæ

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 27.3.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Guðmundur Paul
Jarðabók Árna Magnússonar 1706. Bls 311
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf
Landamerkjabók sýslunnar No.4, bl.3b.
Landamerkjabók sýslunnar No. 47. fol. 25b.
Landamerkjabók Húnavatnssýslunnar Nr. 313, fol. 169b-170.
Húnaþing II bls 278
Húnavaka 1982. https://timarit.is/files/35309364

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places