Hjörtur Jónsson (1910-2002)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Hjörtur Jónsson (1910-2002)

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

12.11.1910 - 24.9.2002

History

Hjörtur Jónsson kaupmaður fæddist í Saurbæ í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu 12. nóvember 1910. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 24. september síðastliðinn. Hjörtur ólst upp í Vatnsdalnum fyrstu fjórtán árin en flutti þá til Reykjavíkur og var í foreldrahúsum meðan hann var í skóla. Hann lauk prófi frá Verzlunarskóla Íslands 1929. Að námi loknu hóf Hjörtur skrifstofustörf hjá Eimskipafélagi Íslands, vann þar í bókhaldi 1929-42, og var aðalbókari 1943-44, er hann sneri sér að rekstri eigin fyrirtækja. Hann stofnaði verzlunina Olympíu 1938 og starfrækti ásamt eiginkonu sinni, Þorleifu Sigurðardóttur, Lífstykkjaverksmiðjuna Lady, sem hún stofnaði 1937 og rak í fimmtíu ár. Hann var formaður og framkvæmdastjóri Uppsala hf., verzlunarhúss sem hann reisti að Laugavegi 26 1958-63 og stofnaði Húsgagnahöllina 1964 með syni sínum Jóni.

Hjörtur var hluthafakjörinn endurskoðandi Eimskipafélagsins 1945-58, sat í stjórn og framkvæmdastjórn Verzlunarráðs Íslands 1952-59 og 1970-71, sat í skólanefnd VÍ 1951-55 og formaður hennar 1953-55, sat í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í tuttugu og eitt ár frá stofnun og formaður sjóðsins 1956-77, sat í stjórn Fjárfestingarfélags Íslands frá stofnun sem fulltrúi Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 1971-80, í stjórn Húnvetningafélagsins og formaður þess 1946, í stjórn Félags vefnaðarvörukaupmanna, í stjórn Kaupmannasamtaka Íslands um árabil og formaður þeirra 1970-73, og var þátttakandi í ýmsum öðrum félögum og samtökum. Hjörtur var eindreginn talsmaður frjálsrar verzlunar, athafnafrelsis og óskoraðs kosningaréttar og skrifaði fjölda greina í dagblöð og tímarit um þessi baráttumál. Hann var varaþingmaður Reykvíkinga fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1971-74. Hann var sæmdur heiðursmerki Kaupmannasamtaka Íslands og var heiðursfélagi Húnvetningafélagsins.

Útför Hjartar fer fram frá Dómkirkjunni á morgun, mánudaginn 30. september, og hefst athöfnin klukkan 15

Places

Saurbær í Vatnsdal: Reykjavík:

Legal status

Hann lauk prófi frá Verzlunarskóla Íslands 1929. Hjörtur var hluthafakjörinn endurskoðandi Eimskipafélagsins 1945-58, sat í stjórn og framkvæmdastjórn Verzlunarráðs Íslands 1952-59 og 1970-71, sat í skólanefnd VÍ 1951-55 og formaður hennar 1953-55, sat í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í tuttugu og eitt ár frá stofnun og formaður sjóðsins 1956-77, sat í stjórn Fjárfestingarfélags Íslands frá stofnun sem fulltrúi Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 1971-80, í stjórn Húnvetningafélagsins og formaður þess 1946, í stjórn Félags vefnaðarvörukaupmanna, í stjórn Kaupmannasamtaka Íslands um árabil og formaður þeirra 1970-73, og var þátttakandi í ýmsum öðrum félögum og samtökum.

Functions, occupations and activities

Kaupmaður:

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans voru Jón Hjartarson, f. 5.3. 1879, d. 13.1. 1963, bóndi í Vatnsdal í sautján ár og síðar alþingisvörður í Reykjavík og k.h. Guðrún Friðriksdóttir, f. 28.12. 1874, d. 16.3. 1942, húsfreyja. Þau voru fædd á bökkum Blöndu og voru Húnvetningar í báðar ættir. Hálfsystir Hjartar var Anna Benediktsdóttir, f. 25.2. 1898, d. 30.3. 1985, gift Friðrik H. Lúðvíkssyni, kaupmanni í Reykjavík. Alsystir hans var Helga Jónsdóttir, f. 14.6. 1909, d. 31.5. 1981, gift Árna Steinþórssyni verkstjóra. Kjörsystir hans er Margrét Theodóra Frederiksen, f. 1.3. 1917, en hennar maður var Harry Frederiksen framkvæmdastjóri í Reykjavík.
Hjörtur kvæntist 31.12. 1937 eftirlifandi konu sinni, Þórleifu Sigurðardóttur, f. 8.8. 1916, iðnrekanda. Hún er dóttir Sigurðar Oddssonar skipstjóra og leiðsögumanns á dönsku varðskipunum við Ísland, og k.h., Herdísar Jónsdóttur húsmóður, er bjuggu við Laugaveg.
Synir Hjartar og Þórleifar eru:
1) Jón Hjartarson, f. 26.6. 1938, kaupmaður í Reykjavík, kvæntur Maríu Júlíu Sigurðardóttur húsmóður og eiga þau þrjár dætur, Áslaugu, Herdísi og Guðrúnu Þóru.
2) Sigurður Hjartarson, f. 13.12. 1941, kaupmaður í Reykjavík, kvæntur Eddu Sigríði Sigfúsdóttur kaupkonu og eiga þau tvo syni, Hjört og Birgi, og eina dóttur, Þórleifu.
3) Gunnar Hjartarson, f. 4.1. 1946, framkvæmdastjóri í Garðabæ, kvæntur Sigríði Baldursdóttur íslenskufræðingi og eiga þau tvær dætur, Guðrúnu og Helgu Margréti.

General context

Relationships area

Related entity

Anna Benediktsdóttir (1898-1985) Reykjavík (25.2.1898 - 30.3.1985)

Identifier of related entity

HAH02310

Category of relationship

family

Type of relationship

Anna Benediktsdóttir (1898-1985) Reykjavík

is the sibling of

Hjörtur Jónsson (1910-2002)

Dates of relationship

12.11.1910

Description of relationship

Sammæðra

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01444

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 20.6.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places