Sýnir 10349 niðurstöður

Nafnspjald

Rósa Guðrún Stefánsdóttir (1924-2005) Akureyri

  • HAH01877
  • Einstaklingur
  • 29.12.1924 -23.4.2005

Rósa Guðrún Stefánsdóttir fæddist á Akureyri 29. desember 1924. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn 23. apríl síðastliðinn. Rósa fór ung í Húsmæðraskólann á Blöndósi. Dvaldi frá árinu 1998 á Hrafnistu í Reykjavík.
Rósa verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Matthías Guðmundsson (1895-1970)

  • HAH01772
  • Einstaklingur
  • 3.6.1895 - 12.10.1970

Matthías Guðmundsson fæddist á Bálkastöðum í Hrútafirði 3. júní 1895. Hann dó á Elliheimilinu Grund 12. okt. í haust. Matthías veiktist af heilahimnubólgu á fermingaraldri, og afleiðingar af þeim sjúkdómi bar hann alla ævi. Strax í æsku var hann alvörumaður og eignaðist aldrei þá gleði, sem einkennir þroskaárin. Í framkomu var hann hægur og fáskiptinn og leitaði lítt á aðra, en ef hann var ávarpaður, var hann þægilegur og viðræðugóður. Ef menn beindu gáskafullum orðum til Matta, svo var hann oftast kallaður af kunnugum, þá svaraði hann fljótt og vel þeim, er skeytið sendi og varð sá hinn sami feginn að þagna. Örvarnar hans Matta hittu jafnan í mark og gleymast ekki þeim er heyrðu. Eftir, að foreldrar Matthíasar og systkinanna dóu, bjó Matthías á jörðinni Fallandastöðum á móti Birni bróður sínum. Helga systir hans matreiddi, þjónaði honum og sá um heimilið. Búið var lítið en vel um það hirt og gaf því góðan arð.

Alltaf átti Matti liðleg reiðhross og fóðraði þau og hirti af snilld og nákvæmni. Að loknum önnum dagsins lét Matti það oft eftir sér að bregða sér á hestbak, og á þessum stuttu reiðtúrum tamdi og þjálfaði hann hesta sína. Einn af beztu reiðhestum Matta var jarpur hestur, sem hann nefndi Ófeig. Myndin sem fylgir þessum línum, er af honum og Matta. Það sést glöggt af myndinni að samkomulagið rnilli hests og manns er gott, þar eiga sér ekki stað, átök eða sviftingar.

Meðan Matti var heima, lagði hann mikla alúð í fóður og hirðingu á Ófeigi og það svo, að orð var á gert. Það voru ekki stjúpmóður hendur, sem struku um háls, bak og lendar Ófeigs í þá daga. Nei, það voru hlýjar hendur hans Matta, sem voru að votta gæðingnum þakklæti hans fyrir ógleymanlegan sprett. Oft kom það fyrir, er Matthías var á ferðinni á Ófeigi, að hann tók lagið um leið og hesturinn þaut á sprett. Lund knapans léttist í samskiptum við góðhestinn og hann sjálfur verður stærri og betri maður. En nú eru þeir báðir horfnir og söngur Matthíasar og hófadynur Ófeigs þagnaður á reiðgötum Hrútafjarðar.
Þegar mæðiveikin geysaði um sveitir landsins hjó hún stórt skarð í lítil og stór bú, varð þá margur bóndinn að leita sér atvinnu fjarri heimili sínu, um lengri eða skemmri tíma. Litla búið hans Matta á Fallandastöðum varð fyrir þungum áföllum af fjárpest þessari og varð þess valdandi að Matti varð að leita hingað til Reykjavíkurborgar með atvinnu. Á fyrsta eða öðru ári, sem Matti dvaldist hér syðra, vann hann á Keflavíkurflugvelli og hafði það ár allgóðar tekjur. En næstu árin á eftir var atvinna lítil og tekjur rýrar. En einmitt þá varð Matti að bera há gjöld, hann var annar hæsti gjaldandi Staðarhrepps það ár, og ennfremur átti hann að greiða háar upphæðir til Reykjavíkurborgar. Þegar allar þessar kröfur dundu á Matta, tók einn kunningi hans að sér að fara til borgarstjórans, sem þá var Gunnar Thoroddsen, og skýra fjárhag Matta fyrir honum. Borgarstjórinn gaf verjanda Matta góða áheyrn. Og eftir að hafa hlustað á sögu hans og athugað alla aðstæður, lét hann allar kröfur Reykjavíkurborgar á hendur Matthíasi niður falla. Fyrir þennan mannlega skilning og drengilegan þátt Gunnars Thoroddsen var Matthías honum þakklátur alla ævi. Já, hér var vissulega nóg að gert, þótt Reykjavíkurborg færi ekki að bæta pinklum á Skjónu.
Á næstu árum hnignaði heilsa Matta svo, að hann varð að fara á Elliheimilið Grund. Á fyrstu árum Matta hér í borginni, bjó hann í litlu húsi, sem stóð við hliðina á Hallgrímskirkju, sem þá var að rísa af grunni. Þetta hús var svo lítið, að aðeins einn dívan komst undir hvora hlið og ef setið var á þeim komu hné saman. En þótt húsið væri lítið var hjarta Matthíasar stórt og hlýtt. Þarna inni í litla húsinu á Skólavörðuholtinu fékk margur inni hjá Matthíasi um lengri eða skemmri tíma án endurgjalds.

Magnea Björnsdóttir (1885-1969) þvottatæknir á Héraðshælinu

  • HAH01725
  • Einstaklingur
  • 11.10.1885 - 29.9.1969

Filippía Magnea Björnsdóttir var fædd 11. október árið 1885 að Kambhóli í Eyjafirði. Magnea var dygg og trú í störfum sínum. Barn að aldri fluttist hún með foreldrum sínum til Skagafjarðar. Um fermingaraldur réðist hún í vistir og þótti þegar rösk til verka. Rétt upp úr aldamótunum síðustu, er hún stóð á tvítugu, fluttist hún að Strjúgsstöðum í Langadal og dvaldist þar fram yfir þrítugt, sem hægri hönd roskinnar húsmóður. Eftir 1920 átti Magnea heima í Bólstaðarhlíðarhreppi og dvaldi þá m. a. í Mjóadal hjá Guðmundi Erlendssyni (1847-1922), hreppsstjóra og Ingibjörgu Guðrúnu Sigurðardóttur (1848-1922) konu hans. Stundaði hún þau hjón í banalegu þeirra, en þau létust bæði í sömu vikunni árið 1922. Hún andaðist 29. sept. 1969 á Héraðshælinu.

Kristín Gunnarsdóttir (1890-1969) Auðunnarstöðum I

  • HAH01664
  • Einstaklingur
  • 22.8.1890 -

Kristín fœddist að Skeggjastöðum í Miðfirði 22. ágúst 1890. Skömmu eftir 1940 giftist ein af dætrum þeirra Auðunarstaðahjóna, Kristín að nafni, Sigurði Tryggvasyni, verzlunarmanni á Hvammistanga. Hún lézt eftir stutta sambúð þeirra, frá manni sínum og tveimur ungum sonum þeirra. Þá tóku þau sig upp frá Auðunarstöðum, Kristín og Guðmundur, fluttust til Hvammstanga og voru þar í nokkur ár til að halda uppi heimili fyrir tengdason sinn og annast með honum litlu drengina hans. Það var mikið lán fyrir börnin, að eiga svo góða ömmu, sem Kristín var, og njóta kærleika hennar og umönnunar.
Kristín og Guðmundur fluttust aftur að Auðunarstöðum, er dóttursynir þeirra voru farnir að heiman til náms. Þar fengu þau litla en hentuga íbúð í húsi Erlu dóttur sinnar og Björns Lárussonar manns hennar, og áttu þar rólega og góða daga.

Sigfús Þorsteinsson (1927-2001) Fossgerði Eiðaþinghá, ráðurnautur

  • HAH01884
  • Einstaklingur
  • 20.6.1927 - 26.9.2001

Sigfús Þorsteinsson fæddist á Sandbrekku í Hjaltastaðaþinghá 20. júní 1927. Hann lést á heimili sínu á Brávöllum 1 á Egilsstöðum, 26. september 2001. Árið 1996 flytja þau aftur til Egilsstaða að Brávöllum 1.
Útför Sigfúsar fór fram frá Egilsstaðakirkju 3.10.2001 og hófst athöfnin klukkan 14.

Jónína Ólafsdóttir (1892-1989)

  • HAH01901
  • Einstaklingur
  • 20.8.1892 - 15.5.1989

Jónína fæddist að Urðarbaki í Vestur-Húnavatnssýslu 20. ágúst 1892, hún andaðist 15. maí á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga. Andlát hennar kom ekki ættingjum eða vinum á óvart. Níutíu og sex ára gömul kona með dvínandi lífsþrek sofnaði síðasta blund. Hún bjó þá á Hvammstanga með seinni manni sínum, Guðmundi Gunnarssyni kaupmanni.

Sigríður Kristín Sumarliðadóttir (1916-1997)

  • HAH01903
  • Einstaklingur
  • 8.5.1916 - 17.9.1997

Sigríður Sumarliðadóttir fæddist í Tungugröf í Strandasýslu 8. maí 1916. Hún lést í Keflavík 17. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 26. september. Matráðskona á Súgandafirð, Vinnudagur hennar var óhemjulangur, hún átti einn frídag í viku en alla hina dagana vann hún til 22.30 og stundum lengur. Hún kvartaði samt ekki og virtist aldrei vera þreytt. Vinnan gaf henni mikið og var hennar líf, mötuneytið var í raun heimili hennar. "Kostgangarahópurinn var fjölbreyttur, margt ungt fólk sem var að fara að heiman í fyrsta skipti og kunni misvel fótum sínum forráð. Einnig voru margir eldri í hópnum sem höfðu farið víða og gengið misvel í lífinu. Sigga var alltaf tilbúin að spjalla og reyna að leiðbeina þessu fólki. Hún fylgdist með ástarævintýrum og tók þátt í ástarsorgunum og hafi hún brosað að okkur í laumi tókst henni að halda því vandlega leyndu."

Sigríður Sigfúsdóttir (1921-1998)

  • HAH01907
  • Einstaklingur
  • 9.11.1921 - 24.2.1998

Sigríður Sigfúsdóttir var fædd á Stóru-Hvalsá í Hrútafirði 9. nóvember 1921. Hún lést á Landspítalanum 24. febrúar síðastliðinn. Útför Sigríðar var gerð frá Fossvogskapellu 4. mars, í kyrrþey að ósk hinnar látnu.

Sigrún Jóhannsdóttir (1914-1997) Laugarbrekku Varmahlíð

  • HAH01921
  • Einstaklingur
  • 18.3.1914 - 20.9.1997

Sigrún Jóhannsdóttir var fædd á Úlfsstöðum í Skagafirði 18. mars 1914. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 20. september síðastliðinn. Hún hafði mjög ákveðnar skoðanir á flestum málum. Hún var alin upp við þjóðmálaumræðuna og hafði þar alla tíð mjög fastmótaðar skoðanir. Aðdáunarvert var hversu fljót hún var jafnan að segja sitt álit bæði á mönnum og málefnum og á hversu rökvísan og heilsteyptan hátt hún flutti mál sitt. Hefði hún sómt sér vel á hvaða vettvangi sem var ef því var að skipta. Eftir að Sigurður lést fyrir 19 árum hélt Sigrún áfram heimili á Víðimel 48, en vetursetu höfðu þau haft árum saman í Reykjavík þó starfsvettvangur væri norður í Skagafirði frá vori langt fram á haust. Á þessum árum vann Sigrún við ýmis störf utan heimilis einkum þó við saumaskap og kom þá að góðum notum færni hennar og útsjónarsemi á því sviði.
Útför Sigrúnar fór fram í kyrrþey.

Sigurður Guðmundsson (1927-2012) Fossum

  • HAH01947
  • Einstaklingur
  • 22.2.1927 - 16.3.2012

Sigurður Guðmundsson fæddist að Fossum í Svartárdal 22. febrúar 1927. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 16. mars 2012. Sigurður ólst upp á Fossum við venjuleg landbúnaðarstörf. Hafði snemma áhuga á sauðfé og ræktun þess. Annars átti búskapurinn á Fossum hug hans allan. Hann dvaldi að síðustu í eitt og hálft ár á Heilbrigðistofnuninni á Blönduósi.
Útför Sigurðar fer fram frá Bergstaðakirkju í dag, 31. mars 2012, og hefst athöfnin kl. 14.

Sigurður Magnússon (1920-2002) Skagaströnd

  • HAH01950
  • Einstaklingur
  • 18.11.1920 - 2.8.2002

Sigurður Magnússon fæddist á Herjólfsstöðum í Ytri-Laxárdal 18. nóvember 1920. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Grund 2. ágúst síðastliðinn. Sigurður ólst upp á Herjólfsstöðum. Hann stundaði almenn sveitastörf í sinni heimasveit frá fermingu, flutti til Skagastrandar árið 1943. Var á Sólvöllum, Höfðahr., A-Hún. 1957
Útför Sigurðar fer fram frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Kristinn Bjarnason (1892-1968) Ási í Vatnsdal

  • HAH01654
  • Einstaklingur
  • 19.3.1892 - 12.7.1968

Fósturbarn hjónanna á Ási, Undirfellssókn, Hún. 1901. Bóndi og hagyrðingur á Gafli, Þorkelshólshr. og víðar í Hún. um 1912-24, svo í Vestmannaeyjum lengst af 1924-40 og í Borgarholti, Biskupstungnahr., Árn. til 1951. Eftir það verkamaður í Reykjavík. Bílstjóri og leigjandi á Kirkjuvegi 31, Vestmannaeyjum 1930. Fósturforeldrar: Guðmundur Ólafsson og Sigurlaug Guðmundsdóttir í Ási í Vatnsdal, A-Hún.
Kristinn Bjarnason var fæddur 19. maí 1892 í Sýruparti á Akranesi. Hann var tekinn í fóstur af Guðmundi Ólafssyni í Ási og Sigurlaugu Guðmundsdóttur. Þar ólst Kristinn upp, bjó um tíma á Gafli í Víðidal, síðar í Vestmannaeyjum og í Borgarholti í Biskupstungum. Hann var fyrr kvæntur Kristínu Sölvadóttur og síðar Guðfinnu Á. Árnadóttur. Kristinn lést 12. júlí 1968.

Jón Sigurðsson (1889-1969)

  • HAH01588
  • Einstaklingur
  • 4.6.1889 - 10.2.1969

Sigurður var fæddur á Litluströnd við Mývatn 28. (kirkjubók: 27.) janúar 1852, dáinn 16. janúar 1926. Bóndi og rithöfundur í Ystafelli í Ljósavatnshreppi, S-Þing. lengst af starfsævi sinnar. Fyrstu búskaparár Jóns voru enginn leikur, hvorki honum né öðrum bændum í verðfall eftirstírðsáranna, og því bjó hann við krappan hag með stóra fjölskyldu framan af og gat ekki ráðizt í þær umbætur á jörð sinni, sem hugur stóð til. Þátttaka hans í félagsmálum óx mjög, og hann hlaut að sinna kalli samtíðarmanna sinna um mikil framlög til þeirra. Á því ára tímabili, 1923-33 var hann flesta vetur meira eða minna í fyrirlestraferðum á vegum Sambands ísl. samvinnufélaga, og fór þá um allar sýslur landsims nema Austur-Skaftafellssýslu. Þá voru hvorki flugvélar né bílar til þess að stytta leiðir, og fór Jón oftast gangandi.

Má nærri geta, að stundum hefur verið kappsamlega gengið og ekki ætíð af hlífisemi við sjálfan sig. Jón var hinn snjallasti fyrirlesari, og samvinmumál honum hugleiknari en flestar hugsjónir aðrar, og ósjaldan var slegið á aðra strengi úr sögu lands og þjóðar. Fyrirlestrar hans voru vel sóttir, og umræður oft fjörugar á eftir, því að hann kunni lag á því að örva þær. Er sagt, að hann hafi oft hýrnað á brá, er einhver varð til andmæla, og hann fékk tækifæri til þess að verja garðinn. Var sú vörn oftast af einstakri vígfimi en þó fullri drenglund flutt .

En Jón í Yztafelli var ekki aðeins að kenna í þessum ferðum, heldur einnig að læra, og árangur þess náms bar ríkulega ávexti. Hann skrifaði á þessum árum bók, sem gefin var út undir nafninu Land og Lýður 1933 um það leyti sem Jón hætti fyrirlestrarferðunum landið. Í þessari bók lýsir Jón sveitum og héruðum, fólki og félagsmálum. Lýsingin stuttorð og gagnorð, frábærlega skýr og snjallrituð.
Hann tók nú til óspilltra málanna við rýmkaðan hag, byggði vandað íbúðarhús, var stórtækur í ræktun og öðrum umbótum, svo að þar óx bú og byggð hröðum skrefum. Jörðinni hafði verið skipt, og varð brátt fjölmennt og margbýlt á staðnum, svo að Yztafell er nú raunar mörg býli, -eða sveitaþorp, því að ný kynslóð, börn þeirra Marteins og Jóns, sem uxu upp og reyndust dugmikið fólk tóku einnig til óspilltra mála. Jóni auðnaðist að sjá feðrajörð sína verða ættaróðal í þeim skilningi, að hún óx og margfaldaðist að gæðum, og veitti niðjunum svigrúm og skjól. Var þarna orðinn mikill ættargarður í túni og mörg heimili, þar sem áður var eitt. Jóni auðnaðist einnig að vinna stórvirki í hugsjónamáli, sem hann bar mjög fyrir brjósti, skógræktinni, en þar eiga frændur hans og synir einnig hönd í verki. Þar sem Skjálfandafljót fellur fram af hrauninu og myndar Þingey er dalbotn breiður milli hlíða Kinnarfells og Frjótsheiðar, en norðan Þingeyjar nálgast fellsendarnir nokkuð, og mynda þessir sveigðuarmar nokkurt skjól fyrir norðanáttinni. Verður þarna hliðarskjól ekki með ósvipuðum hætti og hjá fellunum við Lagarfljót, þar sem Hallormsstaðarskógur er. Í hlíðarhvilftunum beggja vegna fijótsins á móts við Þingey höfðu vöxtulegir skógar haldið velli, og þó var skógurinn að vestan, Yztafellsskógur, sýnu vöxtuIegri. Þeir Yztafellsbræður gengu ekki á skóginn, þótt mannfjölgun kallaði á meiri aðdrætti nauðsynja, heldur slógu varnargarð um hann í öndverðu og hófu síðan að auka við hann og rækta nýjan skóg í samvimmu við skógrækt ríkisins að nokkru, en þó er framtak Yztafellsmanna í skógræktimmi stórbrotnara en flestra annarra. Yztafellsskógur hefur tekið miklum stakkaskiptum og gefur nú litið eftir Vaglaskógi, þar sem, hann er vöxtulegastur. Jón í Yztafelli hefur því séð marga æskudrauma sírna rætast og því verið gæfumaður. Hann hefur starfað með stórbrotnum hætti að ræktun lands og lýðs og unnið umtalsverða sigra. Við ævilok var þessi ættleifð í höndum mikilhæfra og rótfastra niðja. Honum hafði enzt aldur og ráðrúm til þess að sinna félagsmálum og ritstörfum og skila framtíðinni ágætum verkum.

Sigurgeir Jónsson (1918-1996)

  • HAH01959
  • Einstaklingur
  • 30.8.1918 - 25.1.1996

Sigurgeir Jónsson fæddist á Sauðárkróki 30. ágúst 1918. Hann lést á sjúkradeild Elliheimilisins Grundar 25. janúar síðastliðinn. Hann gekkst undir læknisaðgerð, starfaði síðan um skeið hjá Skjalasafni Reykjavíkur og eftir það sem vaktmaður hjá Skeljungi en hlaut síðar að láta af því starfi þar sem hann gekk ekki heill til skógar. Sigurgeir verður jarðsunginn frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Sigurgeir Sverrisson (1948-1995)

  • HAH01961
  • Einstaklingur
  • 14.10.1948 - 6.9.1995

Sigurgeir Sverrisson var fæddur á Blönduósi 14. október 1948. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum á Blönduósi, þriðji í röð fimm systkina. Foreldrar og systkini kveðja hann að leiðarlokum og minnast margra góðra daga sem þau áttu saman. Faðir hans gengur ekki heill til skógar og dvelur nú á héraðshælinu á Blönduósi.
Silli, eins og hann var ævinlega kallaður af ættingjum og vinum, var hvers manns hugljúfi. Hann hafði óvanalega létta lundu, var einkar greiðvikinn og alltaf tilbúinn til aðstoðar ef til hans var leitað.
Útför Sigurgeirs fer fram frá Blönduskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.00.

Sigurlaug Þórey Þorsteinsdóttir Johnson (1922-2001) frá Skagaströnd

  • HAH01979
  • Einstaklingur
  • 3.11.1922 - 18.11.2001

Sigurlaug Þórey Þorsteinsdóttir Johnson fæddist í Vestmannaeyjum 3. nóvember 1922. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli sunnudaginn 18. nóvember síðastliðinn. Bergþóra mágkona Sigurlaugar og Kjartan eiginmaður hennar tóku þær mæðgur að sér þegar þær fluttu suður og fól Sigurlaug þeim uppeldi Ragnheiðar. Sigurlaug tengdist þeim Bergþóru og Kjartani órjúfanlegum vináttuböndum og alla tíð ríkti mikil virðing, tryggð og umhyggja á milli þeirra og dvaldi Sigurlaug á heimili þeirra í öllum frístundum sínum. Sigurlaug naut þessarar vináttu á margvíslegan hátt og meðal annars ferðaðist fjölskyldan mikið saman bæði innan lands og utan sér til mikillar ánægju. Samband Sigurlaugar og annarra systkina Hermanns var einnig alla tíð mjög náið. Þegar Sigurlaug lét af störfum árið 1990 hlakkaði hún til þess að fara að njóta lífsins. Hún hóf þá að brydda upp á ýmsu sem hún hafði ekki gert í áratugi eins og að fara í sundlaugarnar og synda sér til heilsubótar. Skemmtilegur tími var framundan. En fljótlega fóru margvísleg einkenni Alzheimersjúkdómsins að gera vart við sig á óvæginn og miskunnarlausan hátt.
Framþróun sjúkdómsins varð afar hröð og innan tíðar neyddist hún til flytja af heimili sínu. Í fyrstu bjó Sigurlaug á stoðbýli fyrir Alzheimersjúklinga í Foldabæ þar sem henni leið mjög vel. En sjúkdómurinn ágerðist og hún varð að flytjast þaðan á öldrunardeild Landakots og síðan á hjúkrunarheimilið Skjól. Þar dvaldi hún í rúm tvö ár. Sigurlaugu virtist líða vel allt til hinstu stundar. Hún tók brosandi á móti starfsfólki, ættingjum og vinum og andlit hennar ljómaði af gleði.
Útför Sigurlaugar fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Sigurlína Högnadóttir (1899-1993)

  • HAH01980
  • Einstaklingur
  • 3.9.1899 - 29.12..1993

Minning Sigurlína Högnadóttir sem lést 29. desember sl. var fædd 3. september 1899 að Fossi í Mýrdal.

Sigurrós Lárusdóttir (1921-2007)

  • HAH01982
  • Einstaklingur
  • 31.5.1921 - 7.3.2007

Sigurrós Lárusdóttir fæddist 31.5. 1921. Hún lést 7. mars síðastliðinn. Sigurrós stundaði ýmsa lausavinnu um ævina en var einkum húsmóðir. Hún var engin hversdagsmanneskja og var alla tíð leitandi sál. Hún var smágerð og hin glæsilegasta á vöxt og ásýnd þegar hún var upp á sitt besta. Hún var stjórnsöm og stríðin. Þegar hún fæddist bjuggu foreldrar hennar á jörðinni Vatnshól í V-Húnavatnssýslu. Sigurrós fæddist í nágrannabænum Hvammstanga. Hún flutti með foreldrum sínum til Reykjavíkur þriggja ára gömul og bjó hjá þeim til tvítugs,
Útför Sigurrósar fer fram frá Grafarholtskirkju í dag, mánudaginn 19. mars, og hefst athöfnin kl. 13.

Fanney Bjarnadóttir (1913-2008) Selfossi

  • HAH03401
  • Einstaklingur
  • 24.1.1913 -17.3.2014

Fanney Bjarnadóttir fæddist 24. janúar, 1913 - 17.3.2014.
Var á Vesturvegi 5 A, Vestmannaeyjum 1930. Húsfreyja á Selfossi.
Útför Fanneyjar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Finnur Eysteinsson (1907-1928)

  • HAH03424
  • Einstaklingur
  • 29.12.1907 - 23.11.1928

Finnur Eysteinsson 29. desember 1907 - 23. nóvember 1928 Var í Litla-Langadal, Breiðabólsstaðarsókn, Snæf. 1920. Ókvæntur.

Fjóla Jónsdóttir (1979)

  • HAH03431
  • Einstaklingur
  • 11.5.1979 -

Fjóla Jónsdóttir 11. maí 1979 Obstetrician / Gynecologist Herlev Hospital. Kaupmannahöfn

Friðrik Brynjólfsson (1923-2008)

  • HAH03453
  • Einstaklingur
  • 24.12.1923 - 18.8.2008

Friðrik Brynjólfsson 24. desember 1923 - 18. ágúst 2008 Var í Laufási, Þingeyri 1930.
Friðrik ólst upp á Þingeyri til 10 ára aldurs er fjölskyldan fluttist að Klukkulandi í Núpsdal í Mýrarhreppi, Vestur-Ísafjarðarsýslu.
Eftir að Friðrik hætti atvinnumennsku í húsasmíðunum og flutti að Austurhlíð átti búskapurinn hug hans allan. Þegar þau Friðrik og Guðríður hættu búskap árið 1988 og seldu jörðina syni sínum tóku þau undan sem séreign um 7 hektara lands. Árið 1992 reistu þau sér notalegt timburhús og stofnuðu löglegt iðnaðarbýli til trjáræktar. Síðustu veturna meðan Friðrik hélt heilsu lærði hann að binda bækur og hafði það áhugamál sér til dægrastyttingar. Heilsu Friðriks hrakaði ört síðasta árið sem hann lifði. Hann lagðist inn á sjúkradeild Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi þann 21. apríl og átti þaðan ekki afturkvæmt. Í veikindunum var áberandi að Friðrik hélt húmornum og glettninni, sem var svo einkennandi fyrir hann, allt fram á síðasta dag.
Útför Friðriks Brynjólfssonar var gerð frá Bergsstaðakirkju 30. ágúst 2008.

Friðrik Ludvigsson (1901-1961) Kaupmaður í Reykjavík

  • HAH03458
  • Einstaklingur
  • 16.9.1901 - 4.10.1961

Friðrik Hafliði Ludvigsson 16. september 1901 - 4. október 1961 Kaupmaður í Reykjavík. Var í Reykjavík 1910. Umsjónarmaður á Vesturgötu 11, Reykjavík 1930.

Ágúst Georg Erlendsson (1907-1988)

  • HAH03498
  • Einstaklingur
  • 22.9.1907 - 13.9.1988

Ágúst Georg Erlendsson 22. september 1907 - 13. september 1988. Málarasveinn á Klapparstíg 44, Reykjavík 1930. Málari, síðast bús. í Reykjavík.

Ágúst Jónsson (1901-1983) bifreiðastjóri Blönduósi

  • HAH03499
  • Einstaklingur
  • 28.9.1901 - 21.7.1983

Ágúst Guðbjörn Jónsson 28. september 1901 - 21. júlí 1983 Var í Ágústshúsi (Breiðaból), Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi.

Ágúst Jakobsson (1902-1989) Blálandi Skagaströnd

  • HAH03500
  • Einstaklingur
  • 11.2.1902 - 1.6.1989

Ágúst Jakobsson 11. febrúar 1902 - 1. júní 1989 Var í Skagastrandarkaupstað 1930. Var á Blálandi, Höfðahr., A-Hún. 1957. Verkamaður. Síðast bús. í Höfðahreppi.

Ámundi Árnason (1867-1928)

  • HAH03515
  • Einstaklingur
  • 3.3.1868 - 5.12.1928

Ámundi Árnason 3. mars 1868 - 5. desember 1928 Húsbóndi í Reykjavík 1910. Kaupmaður í Reykjavík.

Árni Árnason (1844-1928) Hörghóli

  • HAH03520
  • Einstaklingur
  • 13.9.1844 - 10.1.1928

Árni Árnason 13. september 1844 - 10. janúar 1928 Bóndi á Vatnshóli í Línakradal, V-Hún. 1870 og 1880. Bóndi á Hörghóli, Breiðabólstaðarsókn, Hún. Var þar 1901.

Árni Björn Ingvarsson (1948)

  • HAH03533
  • Einstaklingur
  • 7.5.1948 -

Árni Björn Ingvarsson 7. maí 1948 Var í Sólheimum, Höfðahr., A-Hún. 1957.

Árni Knudsen (1867-1891) frá Ytri-Ey

  • HAH03534
  • Einstaklingur
  • 23.8.1869 - 13.6.1981

Árni Björn Knudsen 23.8.1869 - 13. júní 1891 [sagður fæddur 1867 í íslendingabók]. Var í Ytriey, Höskuldsstaðarsókn, Hún. 1870. Sonur hennar á Ytri-Ey, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1880. Verslunarmaður Hemmertshúsi á Blönduósi, Hjaltabakkasókn, Hún. 1890.

Galtarárskáli (1963-)

  • HAH10028
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1963

Galtarárskáli er við Galtará á Eyvindarstaðaheiði.
Skálaverðir Finnbogi og Katrín, sími: 823 5986
Galtará er bergvatnsá á Eyvindarstaðaheiði. Galtará er fremur vatnslítil. Hún kemur upp í Galtarárdrögum og fellur í Blöndu. Fræg verður Galtará vegna kvæðis Jónasar Hallgrímssonar, Ferðaloka. En við ána mun hann og samferðamenn hans hafa haft náttstað. Ekki veður nú sagt með vissu hvar Jónas greiddi ástmey sinni lokka en ætla má að áningarstaðurinn hafi verið þar sem Skagfirðingavegur liggur yfir Galtarárdrög.
En lengi mun það geymast að:
Greiddi eg þér lokka
við Galtará
vel og vandlega.
Brosa blómvarir,
blika sjónstjörnur,
roðnar heitur hlýr.
(Landið þitt Ísland, Þorsteinn Jósepsson Steindór Steindórsson 1980)
Galtarárskáli var færður til og gerður upp af Landsvirkjun 1990, vegna samninga varðandi gerð Blöndulóns, en gamli skálinn hefði lent undir vatnsborðinu. (Sigurjón Guðmundsson frá Fossum Svartárdal)

Árni Hallgrímsson (1863-1954) Sæunnarstöðum

  • HAH03548
  • Einstaklingur
  • 6.11.1863 - 4.5.1954

Árni Hallgrímsson 6. nóvember 1863 - 4. maí 1954. Vinnumaður á Snæringsstöðum, Auðkúlusókn, Hún. 1890. Bóndi á Marðarnúpi, Vatnsdal. Leigjandi í Skagastrandarkaupstað 1930. Bóndi á Sæunnarstöðum og síðar húsmaður í Ásgarði.

Árni Hannesson (1844-1933) vestuheimi, frá Marbæli

  • HAH03550
  • Einstaklingur
  • 6.11.1844 - 22.1.1933

Árni Hannesson 6. nóvember 1844 - 22. janúar 1933 Var í Marbæli, Glaumbæjarsókn, Skag. 1845. Bóndi á Kagaðarhóli og víðar í Hún. Fór til Vesturheims 1888.
11 ára fluttist hann til systur sinnar á Auðunnarstöðum í Húnavatnssýslu og var hjá henni í 5 ár. Þar næst réðist hann til Jóns Ólafssonar söðlasmiðs er lengst bjó í Sveinsstöðum í Húnavatnssýslu. Var hann þar vinnumaður í 10 ár. Frá Sveinsstöðum fluttist hann svo til séra Eiríks Briem, á Steinnesi í Húnavatnssýslu, og var þar ráðsmaður í 8 ár. Svo vel gegndi hann þessari stöðu, að séra Eiríki fórust svo orð, að trúrri né ráðvandari ráðsmann væri ekki unt að fá. Árið 1881 giftist Árni sál. Guðrúnu, dóttur Hallgríms Erlendssonar og Margrétar Magnúsdóttur, er bjuggu á Meðalheiði í Húnavatnssýslu. Margrét móðir Guðrúnar var systurdóttir Jóns Þorsteinssonar landlæknis, en systir Guðmundar Magnússonar 'prófessors á læknaskólanum í Reykjavík.
Árið 1881 giftist Árni sál. Guðrúnu, dóttur Hallgríms Erlendssonar og Margrétar Magnúsdóttur, er bjuggu á Meðalheimi í Húnavatnssýslu. Margrét móðir Guðrúnar var systurdóttir Jóns Þorsteinssonar landlæknis, en systir Guðmundar Magnússonar 'prófessors á læknaskólanum í Reykjavík. Vorið 1882 fluttu þau hjón Árni og Guðrún að Kagarhóli í sömu sýslu og bjuggu þar í eitt ár. Þaðan fóru þau að Þorbrandsstöðum í Langadal. Bjuggu þar 3 ár. Þarnæst að Björnúlfsstöðum, einnig í sömu sýslu, og bjuggu þar 2 ár. Sumarið 1888 íluttust þau hjón til Ameríku. Verður það ár minnistætt mörgum, en ekki sízt þeim er ætluðu til Ameríku, því það vor lá hafís fastur við land fram eftir sumri, lengi. Varð að bíða 7 vikur, þar til loks að skip komst út.

María M. Magnúsdóttir (1916-2017)

  • HAH10039
  • Einstaklingur
  • 1916-2017

Var í Nýpukoti, Þorkelshólshreppi, V-Hún. 1920. Var í Hafnarfirði 1930. Hjúkrunarkona og yfirhjúkrunarfræðingur á National Hospital for Neurology and Neurosurgery í London um áratugaskeið. Síðast bús. á Blönduósi.

Ásgerður Jónsdóttir (1918-1999)

  • HAH03637
  • Einstaklingur
  • 22.6.1918 - 18.12.1999

Ásgerður Jónsdóttir 22. júní 1918 - 18. desember 1999 Var í Haukagili, Gilsbakkasókn, Mýr. 1930. Húsfreyja í Haukagili, Hvítársíðuhr., Mýr.
Útför Ásgerðar fer fram frá Reykholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Jarðsett verður á Gilsbakka.

Ásta Ágústsdóttir (1925-2009) frá Urðarbaki

  • HAH03664
  • Einstaklingur
  • 9.7.1925 - 8.2.2009

Ásta Ágústsdóttir 9. júlí 1925 - 8. febrúar 2009 Var á Urðarbaki, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Reykjavík. Eftir skólavistina á Blönduósi fluttist Ásta til Reykjavíkur, dvaldist fyrst um sinn í vist hjá frænku sinni Ástríði Sigurðardóttur (Ástu frænku) og manni hennar Kristni Guðnasyni og stundaði ýmis störf. Ásta kynntist Eggert nokkrum árum eftir komu sína til Reykjavíkur. Þau bjuggu fyrst í Mávahlíð 14 en byggðu fljótlega hús í Njörvasundi 22, ásamt Jakobi, bróður Eggerts og konu hans, Guðnýju. Árið 1971 fluttu Ásta og Eggert í Ljósaland 5 og bjuggu þar í 30 ár, þar til þau fluttu í Miðleiti 4.
Útför Ástu fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Ásvaldur Bjarnason (1923-2013)

  • HAH03703
  • Einstaklingur
  • 23.6.1923 - 20.8.2013

Ásvaldur Bjarnason 23. júní 1923 - 20. ágúst 2013 Var í Bólheimum, Hvammstangahr., V-Hún. 1957. Verslunarmaður og póstafgreiðslumaður á Hvammstanga, síðar skrifstofumaður í Reykjavík. Hann lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund.
Minningarathöfn um Ásvald verður í Neskirkju 29. ágúst 2013 kl. 13, en útförin verður gerð frá Hvammstangakirkju 30. ágúst 2013 kl. 15. Hann verður jarðsettur í Kirkjuhvammi.

Árný Ólafsdóttir (1978)

  • HAH03582
  • Einstaklingur
  • 11.8.1978 -

Árný Guðrún Ólafsdóttir 11. ágúst 1978 Hafnarfirði

Ásbjörn Árnason (1880-1962) Torfum Eyjafirði

  • HAH03598
  • Einstaklingur
  • 1.5.1880 - 12.4.1962

Ásbjörn Árnason 1. maí 1880 - 12. apríl 1962 Bóndi víða í Eyjafjarðarsveit, m.a. í Stóra-Dal en lengst í Torfum. Var með foreldrum á Melum til um 1883 og síðan á Skuggabjörgum í sömu sveit fram til 1899. Nam smíðar á Akureyri. Flutti að Hvassafelli í Eyjafirði 1900, bóndi þar 1903-06. Bóndi í Miðhúsum, Eyj. 1906-09, Torfum, Eyj. 1909-21, Þverárdal, A-Hún. um 1922-26, Kambfelli, Eyj. um 1927-30. Bóndi í Stóradal, Saurbæjarsókn, Eyj. 1930-36 og á Lækjarbakka við Akureyri 1948-54. Síðast bús. á Akureyri.

Ásta Sigvaldadóttir (1924-2018)

  • HAH03682
  • Einstaklingur
  • 8.3.1924 - 24.4.2018

Ásta Jóhanna Sigvaldadóttir 8. mars 1924 - 24. apríl 2018 Var í Langhúsum, Viðvíkursókn, Skag. 1930. Húsfreyja á Ólafsfirði, Hofsósi og síðar lengsta af í Reykjavík.
Ásta og Pétur bjuggu á Ólafsfirði og Hofsósi fyrstu búskaparár sín en síðan lengst af í Reykjavík.
Hún lést á Droplaugarstöðum, útförin hefur farið fram í kyrrþey.

Kolbrún Ingjaldsdóttir (1938-2016) Blönduósi

  • HAH02458
  • Einstaklingur
  • 31.8.1938 - 9.10.2016

Kolbrún Ingjaldsdóttir fæddist í Eskifirði 31. ágúst 1938. Hún lést á Landspítala Fossvogi 9. október 2016.
Kolbrún bjó fyrstu fimm ár sín á Eskifirði, fluttist þaðan til Akureyrar með foreldrum sínum.
Útförin fór fram frá Bústaðakirkju í dag, 24. október 2016, og hófst athöfnin klukkan 11.

Ásgeir Klemensson (1879-1938) Höfðahólum

  • HAH03617
  • Einstaklingur
  • 15.10.1879 - 4.10.1938

Ásgeir Klemensson 15. október 1879 - 4. október 1938 Bóndi á Höfða-Hólum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var á Geirbjarnarstöðum, Þóroddsstaðasókn, S-Þing. 1880. Bóndi á Höfðahólum.

Ásgeir Jónsson (1871-1923) Sellátrum við Reyðarfjörð

  • HAH03625
  • Einstaklingur
  • 31.1.1871 - 2.12.1923

Ásgeir Magnús Ingólfur Jónsson 31. janúar 1871 - 2. desember 1923 Bóndi á Sellátrum við Reyðarfjörð, S-Múl. Leigjandi á Sellátrum 1901. Síðast smiður á Siglufirði.

Ásgerður Jónsdóttir (1920-1938)

  • HAH03638
  • Einstaklingur
  • 2.8.1920 - 7.3.1938

Ásgerður Jónsdóttir 2. ágúst 1920 - 7. mars 1938 Sjúklingur á St. Jósephsspítala í Hafnarfirði 1930. Heimili: Blönduós.

Ásgerður Gísladóttir (1924-1990)

  • HAH03640
  • Einstaklingur
  • 28.9.1924 - 3.10.1990

Ásgerður Þórey Gísladóttir 28. september 1924 - 3. október 1990 Var á Ísafirði 1930. Síðast bús. í Blönduóshreppi.

Ásgrímur Agnarsson (1912-1984)

  • HAH03641
  • Einstaklingur
  • 15.8.1912 - 4.2.1984

Ásgrímur Agnarsson 15. ágúst 1912 - 4. febrúar 1984 Vetrarmaður á Guðrúnarstöðum, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var í Miðgili, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957. Lausamaður í Grímstungu. Síðast bús. í Reykjavík. Ókvæntur og barnlaus.

Áslaug Björnsdóttir (1914-1929)

  • HAH03649
  • Einstaklingur
  • 14.10.1914 - 15.8.1929

Áslaug Björnsdóttir 14. október 1914 - 15. ágúst 1929 Ungfrú í Reykjavík.

Ásta Fjeldsted (1900-1986) Mýrum í Dýrafirði

  • HAH03666
  • Einstaklingur
  • 16.12.1900 - 21.3.1986

Ásta Eggertsdóttir Fjeldsted 16. desember 1900 - 21. mars 1986 Húsfreyja á Mýrum, Núpssókn, V-Ís. 1930. Húsfreyja, síðast bús. á Ísafirði.

Geir Björnsson (1880-1958)

  • HAH03712
  • Einstaklingur
  • 11.10.1880 - 24.8.1958

Geir Björnsson 11. október 1880 - 24. ágúst 1958 Fór til Vesturheims 1883 frá Grashóli, Presthólahreppi, N-Þing. Þau áttu heima í Selkirk í mörg ár, og hér í Vancouver síðustu 8 árin. Hann lést á heimili yngstu dóttur sinnar í í Fort William, Ontario, þá nýkominn er hann fékk aðsvif og lézt samstundis.
Foreldrar hans námu land í Argyle og nefndu heimili sitt Grashól, og þar ólst Geir upp og bjó þar til hann gifti sig 9. janúar 1914.
Geir og kona hans áttu heima í Selkirk í mörg ár, og hér í Vancouver síðustu 8 árin. Útförin var fjölmenn og fór fram í Vancouver frá útfararstofu Harron Bros.
Í fjarveru sóknarprestsins Séra Eiríks S. Brynjólfssonar, flutti Rev. Clark kveðjumál. Jarðsett var í íslenzka reitnum í Forest Lawn grafreitnum.

Geirlaug Jóhannesdóttir (1892-1932) Sauðárkróki

  • HAH03720
  • Einstaklingur
  • 28.7.1892 - 6.4.1932

Geirlaug Jóhannesdóttir 28. júlí 1892 - 6. apríl 1932 Fósturbarn í Núpufelli, Möðruvallasókn, Eyj. 1901. Húsfreyja á Sauðárkróki 1930. Húsfreyja á Sauðárkróki.

George Daniel Peterson (1890) Pembina Norður Dakota:

  • HAH03722
  • Einstaklingur
  • 1890 -

George Daniel Peterson 1890, 10 ára í US Census 1900. [Aths; gæti verið sá sem var giftur Þóru Bergsdóttur og eignuðust soninn Thomas Leslie 29.6.1902 í Winnipeg.

Gertie Wandel (1894-1988)

  • HAH03730
  • Einstaklingur
  • 1894-1988

Gertie Wandel (1894-1988). Fæddist í Kaupmannahöfn, jarðsettur á Fredriksberg kirkjugarði eldri.

Gisle Johnson (1876-1946)

  • HAH03743
  • Einstaklingur
  • 1876 -1946

Sra Gísli í Budapest missti föður sinn ungur, en ólst upp hjá móður sinni, er var sænsk og hjet Charlotha Dahlgreen. Hann tók guðfræðispróf i Osló árið 1902, dvaldi svo við þýska og enska háskóla til frekari undirbúnings undir æfistarf sitt og fór síðan á vegum norsks Gyðingatrúboðsfjelags til Rúmeníu. Þar var hann í 19 ár, en fluttist fyrir 6 árum til Budapest. Hann er tungumálamaður meiri en alment gerist, les 12—15 tungumál og talar þau flest, t. d. öll Balkanmálin. Hann prjedikar á frönsku einu sinni í mánuði í lítilli kirkju, sem sambyggð er við prestsetur hans í Budapest og hefir auk þess stóran söfnuð „Kristtrúar Gyðinga" í borginni. Á þýsku er sá óskýrði „söfnuður" kallaður „Verein Christusglaubiger Juden".
Sra Gísli bjó með móður sinni mörg ár. Hún andaðist eitt ófriðarárið, er Þjóðverjar sátu um Galatz, hafði borðað fisk úr Dóná, sem eitraður var orðinn.

Gísli Grímsson (1950) Efri-Mýrum

  • HAH03759
  • Einstaklingur
  • 16.7.1950 -

Gísli Jóhannes Grímsson 16. júlí 1950 Var í Saurbæ, Áshr., A-Hún. 1957. Eggjabóndi Efri-Mýrum, bókari Blönduósi

Gísli Jónsson (1878-1959) Saurbæ

  • HAH03773
  • Einstaklingur
  • 18.1.1878 - 18.5.1959

Gísli Jónsson 18. janúar 1878 - 18. maí 1959 Bóndi í Saurbæ í Vatnsdal, Þórormstungu o.v. Flutti til Reykjavíkur 1944.

Gísli Gunnarsson (1971)

  • HAH03780
  • Einstaklingur
  • 16.12.1971 -

Gísli Torfi Gunnarsson 16. desember 1971 Bandaríkjunum.

Gretar Grímsson (1940-2003)

  • HAH03803
  • Einstaklingur
  • 20.6.1940 - 19.9.2003

Gretar Bíldsfells Grímsson 20. júní 1940 - 19. september 2003 Verktaki á Syðri-Reykjum í Biskupstungum 1963-72, síðan bóndi þar, 1972-85 með blandaðan búskap en síðan alfarið í garðyrkju. Síðast bús. í Biskupstungnahreppi. Einkabarn foreldra sinna.

Grétar Guðmundsson (1948) Kópavogi

  • HAH03798
  • Einstaklingur
  • 4.7.1948 -

Grétar Finndal Guðmundsson 4. júlí 1948. Var í Finnstungu, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957.

Grétar Sveinbergsson (1938-1992) Skuld

  • HAH03802
  • Einstaklingur
  • 13.10.1938 - 2.10.1992

Grétar Sveinbergsson 13. október 1938 - bráðkvaddur 2. október 1992 Var í Skuld, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Bifreiðarstjóri, síðast bús. í Blönduóshreppi.

Gróa Bjarnadóttir (1878-1964) Reykjavík

  • HAH03811
  • Einstaklingur
  • 14.8.1878 - 2.6.1964

Gróa Bjarnadóttir 14. ágúst 1878 - 2. júní 1964 Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Skothúsvegi 7, Reykjavík 1930. Móðursystir: Anna Bjarnadóttir.

Gróa Bjarnadóttir Blöndal (1854-1918)

  • HAH03812
  • Einstaklingur
  • 6.3.1854 - 28.2.1918

Guðrún Gróa Bjarnadóttir Blöndal 6. mars 1854 - 28. febrúar 1918 Var á Stað, Staðarsókn, Strand. 1880. Húsfreyja í Steinnesi 1885. Húsfreyja á Breiðabólstað í Neðri Vatnsdal. Húsfreyja á Hvammi, Undirfellssókn, Hún. 1890. Húsmóðir á Brúsastöðum, Undirfellssókn, Hún. 1901.

Jón Kristjánsson (1923-2014) Köldukinn og Blönduósi

  • HAH01579
  • Einstaklingur
  • 5.2.1923 - 20.6.2014

Jón Espólín Kristjánsson 5. febrúar 1923 - 20. júní 2014 Búfræðingur, bóndi og bifreiðastjóri á Köldukinn í Torfalækjarhreppi. Rak vinnuvélafyrirtæki og síðar vörufluttningafyrirtæki. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Síðast bús. á Blönduósi. Jón ólst upp með fjölskyldu sinni í Köldukinn. Þann 27.10. 1951 kvæntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Margréti Ásgerði Björnsdóttur, f. 25.5. 1928, frá Miðhópi í V-Hún. Þau bjuggu lengst af í Köldukinn í Torfalækjarhreppi en árið 1990 fluttu þau á Blönduós og hafa búið þar síðan.
Útför Jóns fer fram frá Blönduóskirkju í dag, 27. júní 2014, kl. 14.

Agnar Guðnason (1966)

  • HAH02252
  • Einstaklingur
  • 16.1.1966 -

Agnar Torfi Guðnason 16. janúar 1966 Mánaskál. Vestmannaeyjar.
Agnar Torfi, ólst upp á Mánaskál frá fjögurra ára aldri þar til hann stofnaði sitt eigið heimili í Vestmannaeyjum.

Anna Gísladóttir (1973)

  • HAH02304
  • Einstaklingur
  • 10.11.1973 -

Anna Gísladóttir 10. nóvember 1973 frá Efri-Mýrum

Gróa Oddsdóttir (1898-1985) Þóroddsstöðum í Hrútafirði

  • HAH03818
  • Einstaklingur
  • 2.9.1898- 29.12.1985

Gróa María Oddsdóttir 2. september 1898 - 29. desember 1985 Húsfreyja á Þóroddsstöðum og Þorvaldsstöðum, síðar í Reykjavík. Var í Teitsbæ, Stykkishólmssókn, Snæf. 1901. Húsfreyja á Þóroddsstöðum, Staðarsókn, V-Hún. 1930. Síðast bús. í Reykjavík.

Guðberg Stefánsson (1909-1991) Rjúpnafelli Skagströnd

  • HAH03822
  • Einstaklingur
  • 27.7.1909 - 15.9.1991

Guðberg Stefánsson, Skagaströnd fœddur 27. júlí 1909 að Mörk á Laxárdal, dáinn 15. september 1991 á Héraðshælinu á Blönduósi. Ókvæntur barnlaus. Var í Rjúpnafelli, Höfðahr., A-Hún. 1957. Verkamaður í Höfðahreppi.

Guðbjörg Jónsdóttir (1864-1959) Björgum

  • HAH03850
  • Einstaklingur
  • 28.6.1864 - 13.9.1959

Guðbjörg Jónsdóttir 28. júní 1864 - 13. september 1959 Tökubarn í Ytrilöngumýri, Svínavatnssókn, Hún. 1870. Húsfreyja á Björgum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Björgum í Skagahreppi. Var á Björgum I, Skagahr., A-Hún. 1957.

Niðurstöður 5401 to 5500 of 10349