Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Sigfús Þorsteinsson (1927-2001) Fossgerði Eiðaþinghá, ráðurnautur
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
20.6.1927 - 26.9.2001
History
Sigfús Þorsteinsson fæddist á Sandbrekku í Hjaltastaðaþinghá 20. júní 1927. Hann lést á heimili sínu á Brávöllum 1 á Egilsstöðum, 26. september 2001. Árið 1996 flytja þau aftur til Egilsstaða að Brávöllum 1.
Útför Sigfúsar fór fram frá Egilsstaðakirkju 3.10.2001 og hófst athöfnin klukkan 14.
Places
Sandbrekka í Hjaltastaðaþinghá: Blönduós 1954: Egilsstaðir 1966 og aftur 1996: Fossgerði 1972:
Legal status
Sigfús gekk í barnaskóla í Hjaltastaðahreppi og var einn vetur í Alþýðuskólanum á Eiðum. Hann varð búfræðingur frá Hvanneyri 1948 og búfræðikandídat frá sama skóla 1951. Einnig fór hann til námsdvalar í eitt ár í Landbúnaðarháskólann að Ásum í Noregi og til Danmerkur 1961, einkum við að kynna sér leiðbeiningarstörf í landbúnaði o.fl.
Að loknu námi frá Hvanneyri starfaði hann sem aðstoðarmaður við búnaðardeild atvinnudeildar Háskóla Íslands og sem umferðarráðunautur Búnaðarfélags Íslands. Tók við starfi héraðsráðunautar í A-Hún. 1954 og flutti með fjölskylduna á Blönduós frá Reykjavík. Árið 1956 var Sigfús kjörinn fyrsti varamaður í hreppsnefnd Blönduósshrepps og tók sæti sem aðalmaður 1959. Gegndi hann því starfi allt þar til þau fluttu til Egilsstaða 1966. Þar starfaði hann sem búnaðarráðunautur hjá Búnaðarsambandi Austurlands til 1968. Þá tók hann við stöðu framkvæmdastjóra hjá Ræktunarsambandi Austurlands. Þau keyptu jörðina Fossgerði í Eiðaþinghá 1968 og hefjast handa við að byggja upp húslausa jörð. Þau flytja að Fossgerði 1972 og hefja þar sauðfjárbúskap þegar hann lætur af störfum sem framkvæmdastjóri. Eftir niðurskurð vegna riðu 1980 hófust þau handa við uppbyggingu á eggja- og kjúklingabúi, og var það sú búgrein sem þau bjuggu sem lengst með.
Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir bændastéttina, m.a. fulltrúi á fundum Stéttarsambands bænda frá 1977-1983 sem aðalmaður og sem varamaður frá 1985-1987. Hann var skipaður ullarmatsmaður á Austurlandi og gegndi hann því starfi í nokkur ár. Hann var einn af stofnendum Lionsklúbbsins Múla og tók sæti í fyrstu stjórn félagsins. Sigfús var virkur félagi í hestamannafélaginu Freyfaxa og sat þar í stjórn um árabil. Einnig var hann einn af stofnendum Bridgefélags Fljótsdalshéraðs.
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Foreldrar Sigfúsar voru hjónin Þorsteinn Sigfússon, bóndi á Sandbrekku, f. 29. sept. 1898, d. 25. febrúar 1986, og Ingibjörg Geirmundsdóttir, f. 26. okt. 1899, d. 10. júní 1990. Sigfús var næstelstur níu systkina. Hin eru: Guðný, f. apríl 1926, d. 26. nóv. 1990; Jóhanna, f. 3. maí 1929; Ragnheiður, f. 23. maí 1931; Geirmundur, f. 23. apríl 1932; Hreinn, f. 19. maí 1935, d. 22. mars 1959; Valur, f. 19. maí 1935, d. 20. ágúst 1967; Hjördís, f. 13. febrúar 1938; og Þorsteinn Þráinn, f. 23. júlí 1941.
Hinn 6. júní 1952 kvæntist Sigfús Auðbjörgu Ámundadóttur frá Dalkoti í Kirkjuhvammshreppi í V-Húnavatnssýslu, f. 25. nóv. 1928, d. 5. jan. 2001. Foreldrar hennar voru hjónin Ámundi Jónsson, f. 26. maí 1885, d. 10. mars 1970, og Ásta Margrét Sigfúsdóttir, f. 6. maí 1890, d. 18. okt. 1960.
Börn Sigfúsar og Auðbjargar eru:
1) Þorsteinn, f. 12. janúar 1949, bóndi að Skálafelli í A-Skaft., kvæntur Þóru Valborgu Jónsdóttur, f. 27. júní 1953. Börn: Sigfús Már, f. 5. nóv. 1973, sambýliskona Svala Hjaltadóttir, f. 7. ágúst 1972; Jón Pálmar, f. 18. sept. 1976; Þorvaldur Heiðar, f. 20 des. 1980; Ingi Steinn, f. 6. mars 1986; Sindri Snær, f. 28. feb. 1989.
2) Ásta Margrét, f. 3. jan. 1951, verslunareigandi, gift Kjartani Reynissyni, f. 4. apríl 1952, verslunareiganda. Börn: Auður Vala Gunnarsdóttir (faðir Gunnar Karlsson, flugstjóri), f. 2. jan. 1971, gift Helga Sigurðssyni, f. 11. júní 1972; Esther, f. 18. sept. 1976; Reynir Helgi, f. 3. okt. 1981.
3) Ingibjörg, f. 17. mars 1952, d. 10. júní 1990, húsfreyja, gift Guðjóni Sveinssyni, f. 27. jan. 1950, verktaka. Barn: Sveinn, f. 17. mars 1974.
4) Ómar Arinbjörn, f. 8. apríl 1956, skipstjóri, sambýliskona Elínborg Bárðardóttir, f. 13. maí 1948, framreiðslukona. Barn: Sigfús Valgeir, f. 7. nóv. 1978.
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the parent of
Sigfús Þorsteinsson (1927-2001) Fossgerði Eiðaþinghá, ráðurnautur
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the spouse of
Sigfús Þorsteinsson (1927-2001) Fossgerði Eiðaþinghá, ráðurnautur
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is controlled by
Sigfús Þorsteinsson (1927-2001) Fossgerði Eiðaþinghá, ráðurnautur
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is controlled by
Sigfús Þorsteinsson (1927-2001) Fossgerði Eiðaþinghá, ráðurnautur
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 17.7.2017
Language(s)
- Icelandic