Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Jóhannes Kjarval (1885-1972) Listmálari
Parallel form(s) of name
- Jóhannes Kjarval Sveinsson (1885-1972) Listmálari
- Jóhannes Kjarval Sveinsson. Listmálari
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
7.11.1885 - 13.4.1972
History
Listmálari. Var í Reykjavík 1910. Kjarval dvaldist fyrstu fjögur árin hjá foreldrum sínum, en Kjarval stundaði sjómennsku á yngri árum. Fyrstu myndlistarsýningu sína hélt hann í Góðtemplarahúsinu í Reykjavík (Gúttó) árið 1908. Hafði hann þá engrar tilsagnar notið. Þann 26. september sama ár birtist einnig fyrsta greinin um Kjarval í Austra, en hana skrifaði Guðbrandur Magnússon. [1] Guðbrandur beitti sér síðan fyrir því að ungmennafélögin héldu myndlistahappadrætti til að safna í ferðasjóð fyrir Kjarval. Söfnuðust þá 800 krónur, og Hannes Hafstein ráðherra bætti síðar við 1000 krónum úr ríkissjóði. Þessir peningar urðu til þess að Kjarval gat farið utan til náms árið 1909. Hann var í fyrstu vetrarlangt í Lundúnum, bjó hjá lögregluþjóni að 40 Liverpool Street Kings Cross og stundaði þar söfn og málaði.
Kjarval fór til Kaupmannahafnar árið 1913. Hann lauk prófi frá Konunglega listaháskólanum þar í borg árið 1917. Síðar dvaldist hann í Rómaborg og víðar á Ítalíu til ársins 1920 og í París dvaldist hann árið 1928. Frá árinu 1922 starfaði svo Kjarval sem listmálari í Reykjavik. Árið 1992 tók Hannes Sigurðsson, listfræðingur, viðtal við Clement Greenberg (1909 - 1994) sem síðar birtist í Lesbók Morgunblaðsins. Clement var frægur bandarískur myndlistargagnrýnandi, sem fékk viðurnefnið „páfi“ sökum þess hversu óvæginn hann var í gagnrýni sinni. Hannes sýndi honum í lok viðtals bók með verkum Kjarvals, og Greenberg leit í hana og sagði: Hann virðist góður...vissulega er hann góður...heyrðu, þessi náungi getur virkilega málað... ég er einstaklega hrifinn af landslaginu hjá honum. Vinsælasti listamaður á Íslandi segirðu? Það kemur mér ekki á óvart. [2]
Matthías Johannessen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, segir svo frá í dagbókum sínum árið 1970 að Eggert Stefánsson hafi sagt við Kristján Albertsson: Hugsaðu þér hvað Kjarval var snjall að fá þessa stórkostlegu ídeu að halda Reykjavík út með því að þykjast vera geðveikur - og leikur Hamlet innan um alla idjótana - en svo kemur hann til Parísar - og geturðu ímyndað þér hvernig mér leið, þegar hann hélt áfram að leika Hamlet í París? Þá stóðst ég ekki mátið en fór á hóruhús til að fixera mig upp!
Places
Efri-Ey Meðallandi: Geitavík í Borgarfirði eystra: Reykjavík: Kaupmannahöfn og víða erlendis:
Legal status
Lauk prófi frá Konunglega listaháskólanum þar í Kaupmannahöfnárið 1917
Functions, occupations and activities
Listmálari:
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Foreldrar hans voru Sveinn Ingimundarson og kona hans Karitas Þorsteinsdóttir Sverrissen. Ólst upp hjá hálfbróður móður sinnar á Borgarfirði eystra. Hann hét Jóhannes Jónsson og var bóndi i Geitavík en kona hans var Guðbjörg Gissurardóttir.
K: Tove Kjarval f. 24.10.1890 í Danmörku, þau skildu. Dóttir þeirra Ása f. 1917 gift Jakob Lökken rithöfundi.
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 26.6.2017
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
®GPJ ættfræði