Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Láretta Eulalía Stefánsdóttir (1891-1959) Sigríðarstöðum og Sólbakka [Lárettuhús] Blönduósi.
Parallel form(s) of name
- Láretta Stefánsdóttir (1891-1959) Sigríðarstöðum og Sólbakka [Lárettuhús] Blönduósi.
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
30.8.1891 - 1.5.1959
History
Hún var bráðger að þroska og kom snemma í ljós að hún var bæði dugleg og kjarkmikil, enda reyndi fljótt á það og æ síðan. Móðir þeirra systkina andaðist er Lára var um fermingu og stóð hún þá fyrir búi föður síns árlangt. Eftir það brá hann búi og kom yngri börnunum í fóstur. En þau eldri sáu um sig sjálf og varð það fyrst fyrir að reyna að afla sér einhverrar menntunar. Fóru þau þrjú í Flensborgarskólann og luku þar prófi, þótt ekki væri farkostur mikill. En þau héldust i hendur og hjálpuðu hvert öðru eftir mætti fjárhagslega. Komst Lára svo að orði síðar, að sjaldan hefði hún gert neitt af slíkum vanefnum, en fáir tímar hefðu orðið sér yndislegri en skólaveran.
Ung giftist hún ágætum manni og duglegum, Pétri Jónssyni frá Vesturhópshólum, Áttu þau hið fyrsta hjúskaparár sitt heima á næsta bæ við mig og þar leit ég Láru í fyrsta sin og verður kynning sú minnisstæð.
Lifsgleði, kjarki og æskuhreysti stafaði frá þessari ungu, glæsilegu konu. Pétur og Lára bjuggu síðan nokkur ár á Sigríðarstöðum í Vesturhópi. Árið 1923 brugðu þau búi og hugðust flytja á Blönduós. Sama ár andaðist Pétur eftir stutta legu en stranga. „En álftin sat eftir hnipin mjög og dapurleg", segir i draumsögu Þorsteins á Borg.
Á Blönduósi vænkaðist hagur hennar svo, að síðustu árin bjó hún í eigin húsi. En árið 1930 breytti hún ráði sínu og flutti til Reykjavíkur. Mun hún hafa haft það fyrir augum að léttara yrði henni þar að setja son sinn til mennta. En það kom snemma í ljós að hann var mjög góðum hæfileikum gæddur og námslöngun eftir því. Virtist nú lífið brosa við að nýju.
En þá dró skjótt fyrir sólu. Einn af vágestum mannkynsins, sem læknavísindin heyja enn stríð við svo að ekki má á milli sjá, lagði þennan efnilega son að velli, fimmtán ára gamlan, eftir harða baráttu.
Places
Litla Ásgeirsá; Dæli; Stórhóll í Víðidal; Sigríðarstaðir í Vesturhópi: Grænamýri Blönduósi 1923: Lárettuhús (Sólbakki) Blönduósi 1928-1931: Reykjavík 1931:
Legal status
Flensborgarskóli:
Functions, occupations and activities
Atvinnu stundaði hún utan heimiils, fyrst í Efnagerð KRON, síðan í Sælgætisgerðinni Amor, og átti hún hvarvetna vinsældir húsbænda og vinnufélaga.
Láretta var ritari í fyrstu stjórn Kvenfélagsins Vöku
Mandates/sources of authority
Lausavísa eftir Lárettu.
Í miðjum hóp hjá meyjunum.
Mátulega glöðum.
Báðum er á buxunum
Björn frá Ánastöðum.
Internal structures/genealogy
Foreldrar hennar; Stefán Þorsteinsson 26. mars 1858 - 29. okt. 1927. Bóndi að Dæli, Víðidalstungusókn, Hún. 1901. Bóndi í Stórhóli í Víðidal 1910, ekkill þar. Húsmaður á Klöpp í Kálfshamarsvík og kona hans 11.9.1886; Ásta Margrét Jónsdóttir 21. sept. 1858 - 16. sept. 1906. Húsfreyja að Dæli, Víðidalstungusókn, Hún. 1901.
Malarlandi 1920, Ráðskona hans Guðrún Tómasdóttir 10.6.1876. Hjú í Höfnum, Spákonufellssókn, Hún. 1901. Fráskilin Malarlandi 1920.
Systkini hennar;
Gunnbjörn Ingvar Stefánsson 27. okt. 1886 - 8. des. 1971. Kennari í Reykjavík. Fór til Vesturheims 1914. Stundaði m.a. landbúnað og húsasmíðar vestanhafs.
Steinunn Soffía Stefánsdóttir 15. apríl 1895 - 8. nóv. 1958. Húsfreyja í Víðimýri, Víðimýrarsókn, Skag. 1930. Hjúkrunakona á Sauðárkróki og Akureyri.
Jón Leví Stefánsson 7. mars 1897 - 18. mars 1936. Var á Dæli, Víðidalstungusókn, Hún. 1901 og 1910. Leigjandi á Vesturgötu 35 A, Reykjavík 1920. Berklasjúklingur á Heisluhælinu í Kristnesi, Grundarsókn, Eyj. 1930.
Tryggvi Stefánsson 30. okt. 1898 - 2. okt. 1982. Vinnumaður í Bygggörðum, Reykjavíkursókn, Kjós. 1930. Var á Barkarstöðum, Melstaðaprestakalli, Hún. 1927. Bóndi í Skrauthólum á Kjalarnesi. Síðast bús. í Kjalarneshreppi.
Pétur Guðni Stefánsson 20. jan. 1901 - 3. nóv. 1967. Lærlingur á Laugavegi 53 b, Reykjavík 1930. Heimili: Ytri-Reykjar, Miðfirði. Var á Reykjum, Ytri-Torfustaðahr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Reykjavík.
Maki I; Pétur Jónsson 23. maí 1883 - 23. mars 1924. Var á Grund, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1890 og 1901. Bóndi á Sigríðarstöðum, Þverárhr., V-Hún. 1920. Þau hjón höfðu ráðgert að flytja á Blönduós, en hann dó áður en til þess kom.
Börn þeirra;
1) Þorbjörn Ástvaldur Pétursson 8. sept. 1917 - 23. júní 1933. Var á Sigríðarstöðum, Þverárhreppi., V-Hún. 1920. Var á Blönduósi 1930. .
2) Hrefna Pétursdóttir 28. nóv. 1919 - 14. okt. 1984. Var í Ásbjarnarnesi, Vesturhópshólasókn, V-Hún. 1930. Fósturfaðir Eggert Jakobsson. Var í Ásbjarnarnesi, Þverárhr., V-Hún. 1957. Húsfreyja, síðast bús. á Sauðárkróki.
3) Jóninna Björk Pétursdóttir 15. mars 1922 - 15. júlí 2012. Täby Svíþjóð. Var á Þorfinnsstöðum, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Fósturforeldrar Guðmundur Guðmundsson og Sigríður Jónsdóttir. Síðast búsett í Svíþjóð. Nefnd Jónína við skírn. Nefndi sig Ninnu í Svíþjóð.
General context
Minningargrein um dóttur hennar
Ninna Björk (f. Jóninna Pétursdóttir) fæddist að Urðarbaki í Þverárhreppi, Vestur-Húnavatnssýslu hinn 28. janúar 1923. Hún lést í Täby í Svíþjóð hinn 14. desember síðastliðinn. Foreldrar: Láretta Stefánsdóttir, f. á Litlu- Ásgeirsá í Víðidal, og maður hennar Pétur Jónsson frá Vesturhópshólum í Þverárhreppi.
Fósturforeldrar: Sigríður Jónsdóttir, systir Péturs, og maður hennar Guðmundur Guðmundsson á Þorfinnsstöðum í sömu sveit.
Systkini: Þorbjörn Ástvaldur, f. 8. september 1917, d. 19. júní 1933, Hrefna, f. 28. nóv. 1919, d. 14. okt. 1984. Fyrri maður Hrefnu: Jón Ólafsson frá Reynisvatni, þau skildu. Þeirra dóttir: Margrét Edda, f. 10. okt. 1949, býr í Noregi, hennar maður er Halvard Arne Fjallheim og eiga þau þrjú börn. Seinni maður Hrefnu: Tryggvi Karlsson frá Stóru- Borg, þeirra sonur er Guðmundur, f. 9. jan. 1966.
Ninna giftist Ingemar Dunér 1947, en hann lést af slysförum 7. nóv. 1948.
Þeirra dóttir:
1) Inger, f. 27. júlí 1949, fulltrúi. Hennar maki: Mats Gullers, forstjóri. Þau búa í Täby í Svíþjóð. Þeirra sonur: Marcus, f. 7. maí 1987.
Seinni maður Ninnu: Gösta Björk, efnaverkfræðingur, f. 9. nóv. 1927.
Þeirra dóttir:
2) Marie Louise, deildarstjóri, f. 21. sept. 1965, maki: Thomas Ericsson dómari. Þau búa í Stokkhólmi. Útför Ninnu fór fram frá Täby-kirkju 2. janúar 1998.
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the friend of
Láretta Eulalía Stefánsdóttir (1891-1959) Sigríðarstöðum og Sólbakka [Lárettuhús] Blönduósi.
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Láretta Eulalía Stefánsdóttir (1891-1959) Sigríðarstöðum og Sólbakka [Lárettuhús] Blönduósi.
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the spouse of
Láretta Eulalía Stefánsdóttir (1891-1959) Sigríðarstöðum og Sólbakka [Lárettuhús] Blönduósi.
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the cousin of
Láretta Eulalía Stefánsdóttir (1891-1959) Sigríðarstöðum og Sólbakka [Lárettuhús] Blönduósi.
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the grandchild of
Láretta Eulalía Stefánsdóttir (1891-1959) Sigríðarstöðum og Sólbakka [Lárettuhús] Blönduósi.
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is controlled by
Láretta Eulalía Stefánsdóttir (1891-1959) Sigríðarstöðum og Sólbakka [Lárettuhús] Blönduósi.
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is owned by
Láretta Eulalía Stefánsdóttir (1891-1959) Sigríðarstöðum og Sólbakka [Lárettuhús] Blönduósi.
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 3.7.2017
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
®GPJ ættfræði