Sigurlaug Þórey Þorsteinsdóttir Johnson (1922-2001) frá Skagaströnd

Original Stafræn eining not accessible

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Sigurlaug Þórey Þorsteinsdóttir Johnson (1922-2001) frá Skagaströnd

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

3.11.1922 - 18.11.2001

Saga

Sigurlaug Þórey Þorsteinsdóttir Johnson fæddist í Vestmannaeyjum 3. nóvember 1922. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli sunnudaginn 18. nóvember síðastliðinn. Bergþóra mágkona Sigurlaugar og Kjartan eiginmaður hennar tóku þær mæðgur að sér þegar þær fluttu suður og fól Sigurlaug þeim uppeldi Ragnheiðar. Sigurlaug tengdist þeim Bergþóru og Kjartani órjúfanlegum vináttuböndum og alla tíð ríkti mikil virðing, tryggð og umhyggja á milli þeirra og dvaldi Sigurlaug á heimili þeirra í öllum frístundum sínum. Sigurlaug naut þessarar vináttu á margvíslegan hátt og meðal annars ferðaðist fjölskyldan mikið saman bæði innan lands og utan sér til mikillar ánægju. Samband Sigurlaugar og annarra systkina Hermanns var einnig alla tíð mjög náið. Þegar Sigurlaug lét af störfum árið 1990 hlakkaði hún til þess að fara að njóta lífsins. Hún hóf þá að brydda upp á ýmsu sem hún hafði ekki gert í áratugi eins og að fara í sundlaugarnar og synda sér til heilsubótar. Skemmtilegur tími var framundan. En fljótlega fóru margvísleg einkenni Alzheimersjúkdómsins að gera vart við sig á óvæginn og miskunnarlausan hátt.
Framþróun sjúkdómsins varð afar hröð og innan tíðar neyddist hún til flytja af heimili sínu. Í fyrstu bjó Sigurlaug á stoðbýli fyrir Alzheimersjúklinga í Foldabæ þar sem henni leið mjög vel. En sjúkdómurinn ágerðist og hún varð að flytjast þaðan á öldrunardeild Landakots og síðan á hjúkrunarheimilið Skjól. Þar dvaldi hún í rúm tvö ár. Sigurlaugu virtist líða vel allt til hinstu stundar. Hún tók brosandi á móti starfsfólki, ættingjum og vinum og andlit hennar ljómaði af gleði.
Útför Sigurlaugar fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Staðir

Vestmannaeyjar: Skútustaðir: Reykjavík 1952:

Réttindi

Sigurlaug lauk námi í hjúkrunarfræðum við Hjúkrunarskóla Íslands 1946 og stundaði framhaldsnám í röntgenhjúkrun við ríkisspítalana í Ósló og Kaupmannahöfn og lauk námi í röntgenhjúkrun á Landspítalanum 1957. Hún starfaði á röntgendeild Landspítalans þar til hún lét af störfum vegna aldurs.

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hennar voru Þorsteinn Johnson kaupmaður í Vestmannaeyjum, f. 10. ágúst 1884, d. 16. júní 1959, og kona hans Sigurlaug Björnsdóttir, f. 3. júní 1896, d. 16. janúar 1923. Hálfsystkini Sigurlaugar samfeðra eru: Óskar, f. 15. júlí 1915, d. 28. júní 1999, og Gréta, f. 1916, Þorsteinn, f. 1918. Þau eru bæði búsett í Kaupmannahöfn.
Hinn 12. júní 1948 kvæntist Sigurlaug séra Jóhanni Hermanni Gunnarssyni frá Fossvöllum í Jökulsárhlíð, f. 30. júní 1920, d. 10. október 1951. Foreldrar hans voru Gunnar Jónsson, f. 8. mars 1871, d. 9. júlí 1957, og Ragnheiður Stefánsdóttir, f. 10. janúar 1876, d. 23. október 1951 af slysförum. Afi hennar í föðurætt var Jón Sighvatsson bóksali í Vestmannaeyjum og afi hennar í móðurætt var Björn Árnason bóndi og hreppstjóri frá Syðri-Ey á Skagaströnd, síðar verslunarstjóri á Hólanesi.
Barn Sigurlaugar og Hermanns er
1) Ragnheiður, kennari, f. 15. maí 1949, maki Magnús Jóhannesson ráðuneytistjóri, f. 23. mars 1949. Börn þeirra eru Bergþóra Svava, nemi við Listaháskóla Íslands, f. 31. maí 1977, og Jóhannes Páll, nemi við Háskóla Íslands, f. 30. september 1978. Fósturforeldrar Ragnheiðar eru Bergþóra Gunnarsdóttir, húsmóðir, f. 27. ágúst 1912, og Kjartan Sveinsson, raftæknifræðingur, f. 30. janúar 1913,
d. 21. febrúar 1998.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Ragnheiður Hermannsdóttir (1949) frá Skútustöðum (15.5.1949 -)

Identifier of related entity

HAH06699

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Ragnheiður Hermannsdóttir (1949) frá Skútustöðum

er barn

Sigurlaug Þórey Þorsteinsdóttir Johnson (1922-2001) frá Skagaströnd

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01979

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 24.7.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir