Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Sigurrós Lárusdóttir (1921-2007)
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
31.5.1921 - 7.3.2007
History
Sigurrós Lárusdóttir fæddist 31.5. 1921. Hún lést 7. mars síðastliðinn. Sigurrós stundaði ýmsa lausavinnu um ævina en var einkum húsmóðir. Hún var engin hversdagsmanneskja og var alla tíð leitandi sál. Hún var smágerð og hin glæsilegasta á vöxt og ásýnd þegar hún var upp á sitt besta. Hún var stjórnsöm og stríðin. Þegar hún fæddist bjuggu foreldrar hennar á jörðinni Vatnshól í V-Húnavatnssýslu. Sigurrós fæddist í nágrannabænum Hvammstanga. Hún flutti með foreldrum sínum til Reykjavíkur þriggja ára gömul og bjó hjá þeim til tvítugs,
Útför Sigurrósar fer fram frá Grafarholtskirkju í dag, mánudaginn 19. mars, og hefst athöfnin kl. 13.
Places
Vatnshóll V-Hvs.: Reykjavík 1924:
Legal status
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Sigurrós Lárusdóttir var dóttir hjónanna Lárusar Finnboga Björnssonar f 16. maí 1894 - 3. nóvember 1981. Ökumaður á Fjölnisvegi 20, Reykjavík 1930. Kaupmaður í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík og Sigurbjargar Sigríðar Sigurvaldadóttur f. 29. nóvember 1895 - 23. desember 1986, konu hans. Eftir komuna suður bjuggu foreldrar Sigurrósar fyrst við Túngötu. Lárus gerðist þá mjólkurpóstur. Hann kom sér upp kúabúi í Vatnsmýrinni og tók að framleiða mjólk í atvinnuskyni. Lárus missti fjósið og hlöðuna í bruna. Í framhaldi af þeim umskiptum eignaðist hann verslun á horni Freyjugötu og Njarðargötu þar sem hann verslaði næstu áratugina með nýlenduvörur eins og það var þá kallað.
Sigurrós var elst fjögurra barna þeirra Sigurbjargar og Lárusar, næst í röðinni var Ingibjörg Kristín, svo Sigurvaldís Guðrún, yngst var Hulda Birna sem búsett var fullorðinsár sín í Los Angeles og átti þar fjölskyldu. Hinar þrjár voru Reykvíkingar. Valdís lifir nú ein systra sinna.
Maður hennar var Anton Bjarnason 11. ágúst 1914 - 16. desember 1992. Málarameistari í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík. Með Antoni eignaðist hún fimm börn á sambúðarárunum,
1) Þorsteinn f. 30. maí 1943, rithöfundur og býr í Hveragerði, fóstraður af Lárusi og Sigurbjörgu móðurforeldrum sínum.
2) Sigríður Eygló, f. 1. janúar 1945, húsfreyju í Reykjavík,
3) Kolbrún Lilja Antonsdóttir, f. 19.1.1949 Myndlistarkona, dóttir Sigurrósar. Anton og Sigurrós slitu samvistum 1948 og skildu lögskilnaði 1949. Nokkrum árum síðar tóku þau saman aftur og eignuðust eftir það synina Grétar Örn og Ívar Hauk. En Sigurrós hafði eignast Kolbrúnu Lilju í millitíðinni. Hún er myndlistarkona. Kjördóttir Antons.:
4) Grétar Örn, f. 14. ágúst 1952, tæknifræðing í Noregi,
5) Ívar Haukur 26. nóvember 1955 - 6. september 2004. Matreiðslumaður, síðast bús. á Reykjavík.
Anton fæddist á heimili foreldra sinna og systkina í Hólkoti í Hegranesi, Skagafirði, árið 1914, en ólst upp hjá föðurbróður sínum, Jóhanni Oddssyni, á Hóli við Siglufjörð vestanverðan frá smábarnsárunum uns hann flutti suður um tvítugt.
Björn, faðir Lárusar, var lengst af bóndi í Hnausum í Húnaþingi. Hann var sonur Kristófers Finnbogasonar á Stóra-Fjalli í Borgarfirði og konu hans Helgu Blöndal. Móðir Lárusar hét Ingibjörg Þorvarðardóttir og var Vestur-Húnvetningur í báðar ættir. Sigurbjörg kona Lárusar og móðir Sigurrósar var Sigurvaldadóttir Þorsteinssonar frá Gauksmýri í Línakradal og Ólafar Sigurðardóttur, húsfreyju þar.
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the spouse of
Sigurrós Lárusdóttir (1921-2007)
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 24.7.2017
Language(s)
- Icelandic