Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Jóhann Ólafur Pétursson (1920-1994) Akranesi
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
29.12.1920 - 20.8.1994
History
Jóhann Ólafur Pétursson, húsasmíðameistari, Skarðsbraut 9, Akranesi, var fæddur á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu þann 29. desember 1920. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness þann 20. ágúst síðastliðinn. Á yngri árum starfaði Jóhann mikið að félagsmálum á Akranesi. Má þar nefna að hann var einn af stofnendum Iðnaðarmannafélags Akraness og var í stjórn þess í mörg ár. Hann var um árabil í stjórn Trésmiðafélags Akraness. Hann var einn af stofnendum Skíðafélags Akraness og í stjórn þess þau ár sem það starfaði. Einnig vann hann að uppbyggingu íþróttamannvirkja bæjarins. Jóhann missti móður sína á fyrsta ári og ólst upp í sinni heimasveit til 17 ára aldurs. Þá fór hann í héraðsskólann að Reykjum í Hrútafirði og lauk þaðan námi eftir einn vetur. Síðan settist hann í Kennaraskóla Íslands. Hálfu ári áður en hann átti að ljúka námi slasaðist hann og tókst ekki að ljúka fyrirhuguðu kennaraprófi. Hann hóf húsasmíðanám á Akranesi 1942 hjá Óskari Sveinssyni og gerðist byggingameistari þar og víðar. Frá árinu 1974 var hann starfsmaður Akranesbæjar til starfsloka, í desember 1990. Í nokkur ár var Jóhann kennari og prófdómari í Iðnskóla Akraness þegar hann var kvöldskóli.
Útför hans fer fram frá Akraneskirkju í dag.
Places
Eyjólfsstaðir í Vatnsdal: Akranes:
Legal status
Kennaraskóli Íslands án lokaprófs: Húsasmíðanám 1942:
Functions, occupations and activities
Húsasmíðameistari:
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Foreldrar hans voru Guðrún Jóhannsdóttir, f. 22. júlí 1896 að Tindum í Svínadal, d. 13. nóvember 1921 og Pjetur Ólafsson, fæddur 15. mars 1902 á Mástöðum í Vatnsdal, dáinn 18. október 1985.
Systkini hans eru Hulda, f. 1929, Kristín, f. 1943, Ingi, f. 1944, dáinn 1988, og Guðrún Pála, f. 1953.
Hinn 8. júní 1946 giftist hann eftirlifandi kona sinni, Kristínu Svafarsdóttur, f. 24. júlí 1924 í Sandgerði á Akranesi, dóttir hjónanna Svafars Þjóðbjörnssonar, f. 14. nóvember 1888, frá Neðra-Skarði í Leirársveit í Borgarfirði, d. 1. maí 1958, og Guðrúnar Finnsdóttur, f. 30. júlí 1885, frá Sýruparti á Akranesi, d. 25. apríl 1942.
Börn Jóhanns og Kristínar eru:
1) Guðrún, f. 16. júlí 1944, gift Guðmundi Samúelssyni og eiga þau þrjá syni og tvö barnabörn,
2) Þuríður, f. 26. febrúar 1946, gift Símoni Aðalsteinssyni og eiga þau fjögur börn og fimm barnabörn,
3) Finnur, f. 20. október 1947, var giftur Hrefnu Ingólfsdóttur, dáin 29. júlí 1988, eignuðust þau þrjá syni og tvö barnabörn, sambýliskona hans er Ragnheiður Sigurðardóttir,
4) Svafar, f. 1. júní 1952, kvæntist Kristínu Snæbjörnsdóttur og eignuðust þau þrjú börn og eitt barnabarn, skildu, er kvæntur Arndísi Birgisdóttur, og
5) Pétur Ármann, f. 28. febrúar 1954, kvæntist Sigrúnu Svansdóttur og eignuðust þau eina dóttur, skildu, er giftur Sigurveigu Kristjánsdóttur og eiga þau tvö börn
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the parent of
Jóhann Ólafur Pétursson (1920-1994) Akranesi
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 26.6.2017
Language(s)
- Icelandic