Jóhann Ólafur Pétursson (1920-1994) Akranesi

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Jóhann Ólafur Pétursson (1920-1994) Akranesi

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

29.12.1920 - 20.8.1994

Saga

Jóhann Ólafur Pétursson, húsasmíðameistari, Skarðsbraut 9, Akranesi, var fæddur á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu þann 29. desember 1920. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness þann 20. ágúst síðastliðinn. Á yngri árum starfaði Jóhann mikið að félagsmálum á Akranesi. Má þar nefna að hann var einn af stofnendum Iðnaðarmannafélags Akraness og var í stjórn þess í mörg ár. Hann var um árabil í stjórn Trésmiðafélags Akraness. Hann var einn af stofnendum Skíðafélags Akraness og í stjórn þess þau ár sem það starfaði. Einnig vann hann að uppbyggingu íþróttamannvirkja bæjarins. Jóhann missti móður sína á fyrsta ári og ólst upp í sinni heimasveit til 17 ára aldurs. Þá fór hann í héraðsskólann að Reykjum í Hrútafirði og lauk þaðan námi eftir einn vetur. Síðan settist hann í Kennaraskóla Íslands. Hálfu ári áður en hann átti að ljúka námi slasaðist hann og tókst ekki að ljúka fyrirhuguðu kennaraprófi. Hann hóf húsasmíðanám á Akranesi 1942 hjá Óskari Sveinssyni og gerðist byggingameistari þar og víðar. Frá árinu 1974 var hann starfsmaður Akranesbæjar til starfsloka, í desember 1990. Í nokkur ár var Jóhann kennari og prófdómari í Iðnskóla Akraness þegar hann var kvöldskóli.
Útför hans fer fram frá Akraneskirkju í dag.

Staðir

Eyjólfsstaðir í Vatnsdal: Akranes:

Réttindi

Kennaraskóli Íslands án lokaprófs: Húsasmíðanám 1942:

Starfssvið

Húsasmíðameistari:

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans voru Guðrún Jóhannsdóttir, f. 22. júlí 1896 að Tindum í Svínadal, d. 13. nóvember 1921 og Pjetur Ólafsson, fæddur 15. mars 1902 á Mástöðum í Vatnsdal, dáinn 18. október 1985.
Systkini hans eru Hulda, f. 1929, Kristín, f. 1943, Ingi, f. 1944, dáinn 1988, og Guðrún Pála, f. 1953.
Hinn 8. júní 1946 giftist hann eftirlifandi kona sinni, Kristínu Svafarsdóttur, f. 24. júlí 1924 í Sandgerði á Akranesi, dóttir hjónanna Svafars Þjóðbjörnssonar, f. 14. nóvember 1888, frá Neðra-Skarði í Leirársveit í Borgarfirði, d. 1. maí 1958, og Guðrúnar Finnsdóttur, f. 30. júlí 1885, frá Sýruparti á Akranesi, d. 25. apríl 1942.
Börn Jóhanns og Kristínar eru:
1) Guðrún, f. 16. júlí 1944, gift Guðmundi Samúelssyni og eiga þau þrjá syni og tvö barnabörn,
2) Þuríður, f. 26. febrúar 1946, gift Símoni Aðalsteinssyni og eiga þau fjögur börn og fimm barnabörn,
3) Finnur, f. 20. október 1947, var giftur Hrefnu Ingólfsdóttur, dáin 29. júlí 1988, eignuðust þau þrjá syni og tvö barnabörn, sambýliskona hans er Ragnheiður Sigurðardóttir,
4) Svafar, f. 1. júní 1952, kvæntist Kristínu Snæbjörnsdóttur og eignuðust þau þrjú börn og eitt barnabarn, skildu, er kvæntur Arndísi Birgisdóttur, og
5) Pétur Ármann, f. 28. febrúar 1954, kvæntist Sigrúnu Svansdóttur og eignuðust þau eina dóttur, skildu, er giftur Sigurveigu Kristjánsdóttur og eiga þau tvö börn

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Guðrún Finnsdóttir (1885-1942) Sandgerði Akranesi (30.7.1885 - 24.4.1942)

Identifier of related entity

HAH04288

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðrún Jóhannsdóttir (1944) Akranesi (16.7.1944 -)

Identifier of related entity

HAH04349

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Guðrún Jóhannsdóttir (1944) Akranesi

er barn

Jóhann Ólafur Pétursson (1920-1994) Akranesi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Pétur Ólafsson (1902-1985) Bóndi á Kötlustöðum, (15.3.1902 - 18.10.1985)

Identifier of related entity

HAH09145

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Pétur Ólafsson (1902-1985) Bóndi á Kötlustöðum,

er foreldri

Jóhann Ólafur Pétursson (1920-1994) Akranesi

Dagsetning tengsla

1920

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01553

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 26.6.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir