Sigurður Guðmundsson (1927-2012) Fossum

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Sigurður Guðmundsson (1927-2012) Fossum

Parallel form(s) of name

  • Sigurður Guðmundsson Fossum

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

22.2.1927 - 16.3.2012

History

Sigurður Guðmundsson fæddist að Fossum í Svartárdal 22. febrúar 1927. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 16. mars 2012. Sigurður ólst upp á Fossum við venjuleg landbúnaðarstörf. Hafði snemma áhuga á sauðfé og ræktun þess. Annars átti búskapurinn á Fossum hug hans allan. Hann dvaldi að síðustu í eitt og hálft ár á Heilbrigðistofnuninni á Blönduósi.
Útför Sigurðar fer fram frá Bergstaðakirkju í dag, 31. mars 2012, og hefst athöfnin kl. 14.

Places

Fossar í Svartárdal:

Legal status

Dvaldi einn vetur á Reykjaskóla í Hrútafirði við nám, og annan vetur á Akureyri við smíðar.

Functions, occupations and activities

Vann mörg haust á Sláturhúsi SAH Blönduósi. Sigurður var gangnastjóri á Eyvindarstaðaheiði í 36 haust, var hann síðasti ættliður þeirra Fossafeðga þriggja er gegndu þessu starfi. Það tímabil varði frá 1883 til 1992, eða í 109 ár. Sigurður sat um skeið í hreppsnefnd Bólstaðarhlíðarhrepps.

Mandates/sources of authority

Dalurinn var dalur þinn,
drjúg var síðsta gangan.
Nú hefur þú í hinsta sinn
hallað þér á vangann.
(Sigurjón Guðmundsson)

Að Fossum inní Fossadal
þar fugla vakir kliður
í laukahlíða lystum sal,
en lækir falla niður
og hraða sér á langri leið
að landsins mararströndum
hvar endurheimtist elfan breið
í unnarfaðmi þöndum.
(Jóhann Magnússon)

Við Haugakvísl áðum við stund og gripum okkur matarbita. Er við höfðum matast man ég að Sigurður stóð upp, gekk fáein skref fram og aftur um grundina, kom svo til mín og mælti eftirfarandi:

„Okkur brestur aðeins víf,
eigum nesti saman.
Þetta lestarmannalíf,
líst mér besta gaman.“

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans voru Guðrún Þorvaldsdóttir, eyfirskrar ættar, f. 21.6. 1901, d. 8.6. 1949 og Guðmundur Guðmundsson bóndi á Fossum, f. 10.8. 1893, d. 29.8. 1976.
Sigurður var elstur þriggja bræðra. Hinir eru Guðmundur Sigurbjörn, f. 20.2. 1930, d. 24.9. 2010 og Sigurjón, f. 30.3. 1935.

General context

Relationships area

Related entity

Guðmundur Guðmundsson (1893-1976) Fossum (10.8.1893 - 29.8.1976)

Identifier of related entity

HAH04034

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðmundur Guðmundsson (1893-1976) Fossum

is the parent of

Sigurður Guðmundsson (1927-2012) Fossum

Dates of relationship

22.2.1927

Description of relationship

Related entity

Guðrún Þorvaldsdóttir (1901-1949) Fossum í Svartárdal (21.6.1901 - 8.6.1949)

Identifier of related entity

HAH04485

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðrún Þorvaldsdóttir (1901-1949) Fossum í Svartárdal

is the parent of

Sigurður Guðmundsson (1927-2012) Fossum

Dates of relationship

22.2.1927

Description of relationship

Related entity

Sigurjón Guðmundsson (1935) frá Fossum í Svartárdal (30.03.1935 -)

Identifier of related entity

HAH3154

Category of relationship

family

Type of relationship

Sigurjón Guðmundsson (1935) frá Fossum í Svartárdal

is the sibling of

Sigurður Guðmundsson (1927-2012) Fossum

Dates of relationship

30.3.1935

Description of relationship

Related entity

Guðmundur Guðmundsson (1930-2010) Fossum (20.2.1930 - 24.9.2010)

Identifier of related entity

HAH01291

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðmundur Guðmundsson (1930-2010) Fossum

is the sibling of

Sigurður Guðmundsson (1927-2012) Fossum

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Fossar í Svartárdal ([1500])

Identifier of related entity

HAH00161

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Fossar í Svartárdal

is controlled by

Sigurður Guðmundsson (1927-2012) Fossum

Dates of relationship

1962

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01947

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 19.7.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places