Showing 10349 results

Authority record

Málfundafélag Nesjamanna (1905)

  • HAH 10120
  • Corporate body
  • 1905

Félagið var stofnað árið 1905 og höfðu frumkvæði að stofnun félagsins þeir Guðmundur Ólafsson kennari, er dvaldi einn vetur við kennslu á Nesjum og Benedikt Benediktsson seinna verslunarstjóri á Kálfshamarsvík. Þann 5. jan. 1913 samþykkti félagið tillögu formanns síns, B. B., að byggja fundarhús á Kálfshamarsnesi. 1 stjórn með Benedikt voru þá: Guðlaugur Eiríksson póstur og Sigurður Jónsson, bóndi, Ósi, síðar bóndi á Mánaskál. Þeir E. Hemmert verzlunarstjóri og Karl Berndsen kaupmaður, báðir á Skagaströnd, afhentu félaginu grunnlóð undir húsið endurgjaldslaust á landi, sem þeir áttu á Kálfshamarsnesi. Hófst stjórn félagsins þegar handa og réði yfirsmið að húsinu, Sigmund Benediktsson, nú bónda að Björgum. 1 september sama ár var húsið fullgert. Var það timburhús á hlöðnum grunni. Vígslufagnaður í Samkomuhúsi Nesjamanna var haldinn 19. sept. 1913. Næsta
vetur, 1913—14, var húsið lánað fyrir barnakennslu og mun barnaskólinn hafa verið þar síðan á hverjum vetri. Þetta litla félagsheimili Nesjamanna var hið fyrsta sinnar tegundar í AusturHúnavatnssýslu. Liðu meira en tveir áratugir, þar til tvö önnur æskulýðsfélög í héraðinu byggðu sín fundahús. Ber þetta framtak þeirra Nesjamanna fagurt vitni um framsýni, einhug og fórnarvilja. Samhliða bættum starfsskilyrðum fyrir félagið var barnaskólanum búinn góður samastaður. Fyrir tólf árum síðan var húsið endurbætt og stækkað verulega.
Málfundafélag Nesjamanna barðist fyrir ýmsum umbótamálum í byggðarlaginu, svo sem samgöngubótum og ræktunarframkvæmdum o. fl., sem til framfara horfði.
En hvað hamlaði því, að svona áhugaríkt og athafnasamt félag tæki þátt í heildarsamtökum æskulýðsfélaganna í héraðinu?
Einfaldlega mikil vegalengd og torsótt. Af félagssvæðinu til höfuðstöðva sambandsins á Blönduósi eru um 60 km, og leiðin ekki bílfær fyrr en á fimmta tugi aldarinnar.
Á síðari árum hafa þeir bræður Sigurður og Ólafur Pálssynir í Króksseli og Friðgeir Eiríksson bóndi, Sviðningi, skipað stjórn félagsins.
Friðgeir hefur verið í stjórninni yfir þrjátíu ár. Nú er félag Nesjamanna fámennt, því að byggðin þarna hefur eyðst mjög á síðari árum.

Málfundafélag Húnavatnssýslu (1905-1911)

  • HAH10090
  • Corporate body
  • 1905-1911

Málfundafélag Húnavatnssýslu var stofnað 28. janúar 1905. Virðist það þó hafa starfað skamma hríð því síðasta fundargerð félagsins er dagsett 7. maí 1907. Árið 1911 er Málfundafélagið Vísir starfandi í Bólstaðarhlíðarhreppi og er Hafsteinn Pétursson ritari í stjórn þess.

Málfríður Gilsdóttir (1881-1956) Hólabaki

  • HAH09149
  • Person
  • 8.10.1881 - 9.8.1956

Málfríður Gilsdóttir 8. okt. 1881 - 9. ágúst 1956. Húsfreyja á Bragagötu 31, Reykjavík 1930. Húsfreyja á Hellissandi, Ingjaldshólssókn, Snæf. 1920. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Þingeyrum 1910.

Málfríður Friðriksdóttir (1896-1970)

  • HAH02479
  • Person
  • 8.2.1896 - 17.10.1970

Málfríður Guðfinna Friðriksdóttir 8. feb. 1896 - 17. okt. 1970. Var í Grænahúsi, Sauðárkrókssókn, Skag. 1901. Húsfreyja á Akureyri og síðar í Reykjavík. Síðast bús. þar.

Magnúsína Magnúsdóttir (1899-1976) Svansgrund

  • HAH04865
  • Person
  • 5.6.1899 - 12.3.1976

Magnúsína Magnúsdóttir 5. júní 1899 - 12. mars 1976. Tökubarn í Hafursstaðakoti, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1901. Húsfreyja í Kollugerði, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var á Grund, Höfðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Reykjavík.

Magnús Vigfússon (1881-1965)

  • HAH01735
  • Person
  • 8.10.1881 - 25.4.1965

Magnús Vigfússon 8. október 1881 - 25. apríl 1965 Bóndi á Breiðabólsstað, Vesturhópshólasókn, V-Hún. 1930. Bóndi á Þingeyrum og Vatnsdalshólum í Sveinsstaðarhr., A-Hún.
Hann fæddist að Vatnsdalshólum 8. okt. 1881. Voru foreldrar hans þau hjónin Vigfús Filippusson og Ingibjörg Björnsdóttir, sem lengi bjuggu þar. Var faðir hans Rangvellingur að ætt alinn upp hjá Magnúsi Stephensen kammerráði í Vatnsdal í Fljótshlíð og bar Magnús nafn hans. Móðir hans Ingibjörg var uppalin hjá Ingiríði Pálmadóttur í Sólheimum hinni mestu merkiskonu, en faðir hennar var Björn I Björnsson frá Valadal í Skagafirði.
Magnús ólst upp í Vatnsdalshólum hjá foreldrum sínum og í efnilegum syskinahópi. Meðal þeirra var Kristján járnsmiður og bóndi í Vatnsdalshólum, en hann andaðist á síðastliðnu hausti níræður að aldri, og Filippus (1875-1955) í Langaskúr 1910, Filippusarbæ (Baldurshaga) 1916-1917 og á Jaðri 1920-1930 á Blönduósi.

Magnús Torfason (1868-1948) sýslumaður Árnesinga og Rangæinga

  • HAH04798
  • Person
  • 12.5.1868 - 14.8.1948

Hans Magnús Torfason 12. maí 1868 - 14. ágúst 1948. Sýslumaður á Hvoli, Eyrarbakkasókn, Árn. 1930. Sýslumaður í Rangárvallasýslu 1894-1904, síðar á Ísafirði og loks í Árnessýslu. Riddari af Dannebrog.

Magnús Tómasson Hallgrímsson (1901-1918) Akranesi

  • HAH07291
  • Person
  • 14.1.1901 - 17.11.1918

Magnús Tómasson Hallgrímsson 14. jan. 1901 - 17. nóv. 1918 í spönskuveikinni. Akranesi. Kjörfor.: Ragnheiður Magnúsdóttir f. 23. des. 1867 - 17. nóv. 1918, móðursystir. Húsfreyja á Syðstu-Söndum á Akranesi og Hallgrímur Guðmundsson 4. des. 1856 - 18. des. 1922. Verslunarmaður og bóndi á Syðstu-Söndum.

Magnús Þórólfsson (1927-2008) Bæ, Árnesssókn

  • HAH07329
  • Person
  • 6.8.1927 - 2.12.2008

Magnús Þórólfsson 6. ágúst 1927 - 2. des. 2008. Var í Bæ, Árnesssókn, Strand. 1930. andaðist á elliheimilinu Grund, hann jarðsunginn frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 11. desember 2008 kl. 13.00.
Fósturforeldrar; Albert Valgeirsson 26. nóv. 1902 - 28. okt. 1983. Var í Norðurfirði II , Árnesssókn, Strand. 1930. Síðast bús. í Árneshreppi og kona hans 1931; Ósk Samúelsdóttir 1. ágúst 1902 [26.7.1902 skv minningargrein] - 27. mars 1954. Húsfreyja í Bæ í Trékyllisvík. Ráðskona í Bæ, Árnesssókn, Strand. 1930. Síðast bús. þar.
Fóstursystkini; Aðalbjörg (1934), Gísli (1936-2009), Kristján (1938) og Jóhanna Sesselía (1939).

Magnús Þórarinn Sigurjónsson (1918-2009) Reykjavík

  • HAH01736
  • Person
  • 31.8.1918 - 21.9.2009

Magnús Þórarinn Sigurjónsson fæddist í Kópavogi 31. ágúst, 1918. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 21. september síðastliðinn. Magnús naut stuttrar skólagöngu en fróðleiksþorsti hans og vilji til mennta var mikill og sérstaklega hugleikin var honum saga þjóðarinnar, ekki síst fyrstu aldir Íslandsbyggðar, og þær bókmenntir sem þá urðu hér til. Framan af ævi gegndi hann ýmsum störfum, var lengi sjómaður, en á sjötta áratugnum hóf hann störf á Keflavíkurvelli og starfaði þar um árabil, síðast sem verktaki. Seinna var hann fisksali í Vesturbæ og afgreiðslumaður í Málningu og járnvörum við Laugaveg. Í Gistiskýlinu við Þingholtsstræti starfaði hann sem umsjónarmaður frá árinu 1969 uns hann lét af störfum fyrir aldurssakir árið 1985. Magnús var áberandi maður í bæjarlífinu og pólitíkinni. Hann var dyggur sjálfstæðismaður og um langt skeið virkur í starfi flokksins, stýrði meðal annars einu af hverfafélögunum og skrifaði fjölda blaðagreina. Árið 1973 gekkst hann ásamt nánum vini sínum, Hreggviði Jónssyni, fyrir undirskriftasöfnun meðal áhrifamanna í sjávarútvegi til stuðnings kröfunni um yfirráðarétt yfir 200 mílna fiskveiðilögsögu. Leiddi sú undirskriftasöfnun til pólitískra átaka og varð Magnús þá um tíma mjög áberandi í þjóðmálaumræðunni. Margir munu minnast Magnúsar vegna vináttu hans við Albert Guðmundsson, en þeir voru í hópi manna sem um árabil komu saman við hringborðið á Hótel Borg og ræddu landsmálin. Margir þeirra eru nú látnir og hópurinn hefur fyrir löngu fært sig á annað kaffihús í grenndinni, en þangað kom Magnús þó enn dag hvern til að hitta félagana þótt kominn væri á tíræðisaldur.
Magnús verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag, 29. september, og hefst athöfnin klukkan 15.

Magnús Sveinbjörnsson (1929-2016) Hrísum í Fitjárdal

  • HAH01733
  • Person
  • 25.11.1929 - 30.4.2016

Magnús Helgi Sveinbjörnsson fæddist á Flögu í Vatnsdal 25. nóvember 1929. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga 30. apríl 2016. Magnús ólst upp á Flögu í Vatnsdal og Hrísum í Fitjárdal. 1954 hóf Magnús búskap að Hrísum í Fitjárdal og bjó þar ásamt konu sinni og börnum. 1992 fluttu Magnús og Vilborg að Norðurbraut 13 á Hvammstanga og bjuggu þar til æviloka.
Útför Magnúsar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.

Magnús Steingrímsson (1881-1951) Bergsstöðum

  • HAH09440
  • Person
  • 3.4.1881 - 25.7.1951

Magnús Bjarni Steingrímsson 3. apríl 1881 - 25. júlí 1951. Bóndi á Bergsstöðum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Bóndi og búfræðingur Þverá og á Sæunnarstöðum á Hallárdal og víðar í Vindhælishr., A-Hún.

Magnús Steindórsson (1841-1915) Gilsstöðum og Hnausum

  • HAH09052
  • Person
  • 2.5.1841 - 21.3.1915

Magnús Bjarni Steindórsson 2. maí 1841 - 21. mars 1915. Bóndi á Gilsstöðum, Undirfellssókn, Hún. 1870. Bóndi á Gilsstöðum í Vatnsdal, síðar hreppstjóri á Hnausum á Þingi. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Tökubarn Gilsstöðum 1845, fósturbarn þar 1850. Vm Þingeyrum 1855. Bókbindari þar 1860.

Magnús Stefánsson (1870-1940) frá Flögu

  • HAH04933
  • Person
  • 12.9.1870 - 20.9.1940

Magnús Stefán Stefánsson 12. sept. 1870 - 20. sept. 1940. Verslunarmaður í Flögu, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Heimili: Blönduós. Búfræðingur og bóndi á Flögu í Vatnsdal. Kaupmaður á Blönduósi. Kjördætur skv. Æ.A-Hún.: Elsa Lyng Magnúsdóttir, f.15.12.1917, og Olga Magnúsdóttir, f.7.2.1921, d.23.8.1977.

Magnús Sigfússon (1871-1920) Bændagerði 1910

  • HAH07972
  • Person
  • 14.5.1871 - 3.10.1920

Magnús Sigfússon 14. maí 1871 - 3. okt. 1920. Var í Ytra-Dalsgerði, Miklagarðssókn, Eyj. 1880. Var á Rangárvöllum, Lögmannshlíðarsókn, Eyj. 1890. Vinnumaður víða. Húsbóndi í Bændagerði í Lögmannshlíðarsókn, Eyj. 1910.

Magnús Pétursson (1881-1959) læknir á Hólmavík

  • HAH07435
  • Person
  • 16.5.1881 - 8.6.1959

Magnús Pétursson f. 16.5.1881 - 8.6.1959. Bæjarlæknir í Hafnarstræti 17, Reykjavík 1930. Héraðslæknir í Strandahéraði og síðar héraðslæknir í Reykjavík. Alþingismaður Strandamanna 1914–1923 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Sjálfstæðisflokkurinn langsum, Utanflokkabandalagið, Sjálfstæðisflokkurinn eldri).

Magnús Magnússon (1856-1909) Hurðarbaki

  • HAH06664
  • Person
  • 3.10.1856 - 11.8.1909

Magnús Magnússon 3. október 1856 - 11. ágúst 1909. Bóndi á Hurðarbaki á Ásum, Torfalækjarhr., A-Hún. Var í Holti, Hjaltabakkasókn, Hún. 1860.

Magnús Kristinsson (1930-2000) Kleifum

  • HAH02075
  • Person
  • 22.5.1930 - 17.11.2000

Sæmundur Magnús Kristinsson fæddist á Blönduósi 22. maí 1930. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni Blönduósi 17. nóvember sl. Magnús bjó á Blönduósi alla ævi, ókvæntur og barnlaus. Hann stundaði búskap á Kleifum þar til heilsan brast.
Magnús verður jarðsunginn frá Blönduóskirkju í dag kl. 14.

Magnús Kristinsson (1852-1925) Hólabaki

  • HAH06669
  • Person
  • 22.9.1852 - 3.10.1925

Magnús Kristinsson 22.9.1852 [22.9.1853] - 3.10.1925. Var á Hólabaki, Þingeyrasókn, Hún. 1870. Húsbóndi, bóndi á Hólabaki, Þingeyrasókn, Hún. 1880. Bóndi Kistu 11890, á Geirastöðum, Þingeyrasókn, Hún. 1901. Bóndi að Ægissíðu á Vatnsnesi, Hún.

Magnús Konráðsson (1898-1986) verkfræðingur Reykjavík

  • HAH09531
  • Person
  • 1.4.1898 - 23.1.1986

Magnús Konráðsson 1.4.1898 - 23.1.1986. Verkfræðingur á Sjafnargötu 8, Reykjavík 1930. Verkfræðingur við Vita- og hafnarmálaskrifstofunaí Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík. Blönduósi 1911 hjá Magnúsi Kaupmanni frá Flögu.

Magnús Jónsson (1927-2000)

  • HAH01734
  • Person
  • 13.10.1927 - 17.6.2000

Magnús Jónsson fæddist 13. október 1927 og lést 17. júní síðastliðinn. Útför Magnúsar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Magnús Jónsson (1894-1985) frá Þingeyrum,

  • HAH09200
  • Person
  • 2.11.1894 - 22.7.1985

Magnús Sigurður Jónsson 2.11.1894 - 22.7.1985. Bókbindari. Var á Laugavegi 56, Reykjavík 1930. Bókbindari í Reykjavík 1945. Tvíburi. Útför hans fór fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 29. júlí kl. 15.00.

Magnús Jónsson (1887-1962) Brekku í Þingi

  • HAH08920
  • Person
  • 18.6.1887 - 17.5.1962

Magnús Bjarni Jónsson 18. júní 1887 - 17. maí 1962. Bóndi á Brekku í Þingi, Hún. Bóndi þar 1930. Var þar 1957.

Magnús Jónsson (1876-1943) Sveinsstöðum

  • HAH08994
  • Person
  • 4.12.1876 - 8.9.1943

Magnús Jónsson 4. desember 1876 - 8. september 1943. Var á Sveinsstöðum, Þingeyrasókn, Hún. 1880 og 1890. Bóndi á Sveinsstöðum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Sveinsstöðum, Sveinsstaðahr., A-Hún.

Magnús Jóhannsson (1880-1958) Blönduósi

  • HAH04932
  • Person
  • 19.10.1880 - 25.4.1958

Magnús Jóhannsson 19. okt. 1880 - 25. apríl 1958. Var í Magnúsarhúsi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Verkamaður. Ókvæntur og barnlaus.

Magnús Gíslason (1881-1969) ljósmyndari Rvk

  • HAH06512
  • Person
  • 29.5.1881 - 26.3.1969

Var í Króki, Úlfljótsvatnssókn, Árn. 1890. Flutti með foreldrum til Reykjavíkur um 1900. Var á Grjótagötu, Reykjavík. 1901. Gekk í Verslunarskólann og nam síðar ljósmyndun. Var í Reykjavík 1910. Var um skeið í Danmörku. Rak ljósmyndastofu í Reykjavík, fékkst við raflagnir og fleira. Seinni hluta ævi vann hann við blaðamennsku og ritstörf. Ekkill á Sjafnargötu 12, Reykjavík 1930. Málari, skáld og rithöfundur. Síðast bús. í Reykjavík.

Magnús Gestsson (1909-2000) frá Ormsstöðum

  • HAH01732
  • Person
  • 29.9.1909 - 29.9.2000

Magnús Gestsson, húsasmiður og kennari, fæddist á Ormsstöðum í Dalasýslu 29. september 1909. Hann andaðist á sjúkrahúsinu á Akranesi 29. september síðastliðinn. Magnús Gestsson var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu 1. janúar 1985.
Útför Magnúsar Gestssonar fer fram frá Staðarfellskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Magnús Danielsson (1909-1993) Syðri-Ey

  • HAH01731
  • Person
  • 28.6.1909 - 1.6.1993

Magnús Daníelsson bóndi í Syðri-Ey fæddur 28. júní 1909 dáinn 1. júní 1993.
Árið 1930 flutti fjölskyldan að Syðri-Ey og bjó Magnús þar alla tíð síðan. Foreldrar hans, afi minn og amma, voru alla tíð þar á heimilinu og þar ólust systkinin upp og fósturbróðir.
Magnús byggði upp öll hús á Syðri-Ey, jók við tún og ræktun og önnur mannvirki.

Magnús Blöndal Bjarnason (1924-2002) læknir Blönduósi 1970-1973

  • HAH01730
  • Person
  • 1.12.1924 - 31.1.2002

Magnús Blöndal Bjarnason fæddist á Borg í Skriðdal 1. desember 1924. Hann andaðist á lungnadeild öldrunarsjúklinga á Landakoti 31. janúar 2002.
Útför Magnúsar fór fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 11. febrúar, og hófst athöfnin klukkan 15.

Magnús Blöndal Benediktsson (1856-1920) frá Hvammi í Vatnsdal

  • HAH09357
  • Person
  • 19.11.1856 - 3.4.1920

Magnús Benedikt Blöndal Benediktsson 19. nóvember 1856 - 3. apríl 1920. Bóndi og kennari í Holtum í Ásum, Torfalækjarhreppi, A-Hún. Bóndi í Mið-Leirárgörðum í Leirársveit, Borg. Var síðar oddviti, sýsluskrifari, hreppstjóri og hafnarstjóri í Stykkishólmi.

Magnús Björnsson (1942-2014) frá Flögu

  • HAH01729
  • Person
  • 1.9.1942 - 26.2.2014

Magnús Björnsson frá Flögu í Vatnsdal fæddist í Reykjavík 1. september 1942. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 26. febrúar 2014. Magnús ólst upp á Flögu í Vatnsdal. Magnús verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju í dag, 11. mars 2014, og hefst athöfnin kl. 11.

Magnús Björnsson (1903-1979) Hnausum, Vatnsdal

  • HAH08815
  • Person
  • 11.6.1903 - 9.6.1979

Magnús Björnsson 11. júní 1903 - 9. júní 1979. Bóndi í Hnausum í Þingi. Kaupamaður á Þingeyrum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Hnausum, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Sveinsstaðahreppi. Hann var fæddur 11. júní 1903 að Sauðanesi á Ásum.
Útför hans fór fram frá Þingeyrakirkju 15. júní

Magnús Bjarni Blöndal (1959-2001)

  • HAH01728
  • Person
  • 12.1.1959 - 7.9.2001

Magnús Bjarni Blöndal fæddist á Skagaströnd 12. janúar 1959. Hann lést í Svíþjóð 7. september síðastliðinn. Maggi var tiltölulega nýbúinn að kaupa sér harmonikku og var búinn að læra á hana og var yndislegt að hlusta og horfa á hann spila. Oftar en ekki spilaði hann lagið Blíðasti blær eftir Óðin G. Þórarinsson, sem var í miklu uppáhaldi hjá honum, enda lagið gullfallegt. Maggi átti eftir að láta nokkra af draumum sínum rætast, þ. á m. að byggja hesthús á Snæringsstöðum í Vatnsdal. Meðan hann lá á sjúkrahúsinu í Svíþjóð teiknaði hann upp draumahesthúsið sitt og hann var búinn að reikna út upp á nagla hvað hann þyrfti mikið efni og hvað allt kostaði. Maggi var mikið náttúrubarn og undi sér vel í Vatnsdalnum, sem hann sagði að væri paradís að sumri til.
Útför Magnúsar fer fram frá Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Magnús Bjarnarson (1861-1949) Prestur á Prestbakka á Síðu

  • HAH09419
  • Person
  • 23.4.1861 - 10.9.1949

Magnús Bjarnarson 23. apríl 1861 - 10. sept. 1949. Var í Hofi, Undirfellssókn, Hún. 1870. Prestur á Hjaltastað í Útmannasveit, Múl. 1888-1896. Prestur á Prestbakka, Prestbakkasókn, Skaft. 1910. Prestur á Prestbakka 1896-1931. Þjónaði samhliða Prestbakka á Sandfelli í Öræfum og í Þykkvabæjarklaustri. Prófastur í Skaftafellsprófastsdæmi 1908-1931.

Magnús Halldórsson (1883-1948) Miðhúsum

  • HAH09177
  • Person
  • 31.10.1883 - 24.3.1948

Magnús Guðmann Halldórsson 31. október 1883 - 24. mars 1948. Var í Miðhúsum, Þingeyrasókn, Hún. 1890. Bóndi í Miðhúsi, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Bóksali í Miðhúsum. Ókvæntur og barnlaus.

Magnea Þorkelsdóttir (1911-2006) biskupsfrú

  • HAH01727
  • Person
  • 1.3.1911 - 10.4.2006

Magnea Þorkelsdóttir fæddist í Reykjavík 1. mars 1911. Hún lést 10. apríl sl., þá stödd í Skálholti. Eftir að Sigurbjörn lét af embætti 1981 áttu þau hjónin heimili í Kópavogi. Hún starfaði í Kvenfélagi Hallgrímskirkju og var formaður þess um tíma. Magnea var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín.
Magnea naut góðrar heilsu fram á síðustu ár. Síðasta árið naut hún umönnunar Rannveigar dóttur sinnar og Bernharðs manns hennar og lést á heimili þeirra.
Útför Magneu verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði.

Magnea Halldórsdóttir (1931-2013)

  • HAH01726
  • Person
  • 22.8.1931 - 23.3.2013

Magnea Halldórsdóttir fæddist 22. ágúst 1931 á Vindheimum í Ölfusi. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 23. mars 2013. Hún kynntist Grími sem kaupakona í Grímstungu. Árið 1964 fluttust þau alflutt til Reykjavíkur á Bragagötu 29. Magnea var húsmóðir fram í fingurgóma og sá til þess að fjölskyldan gæti framfleytt sér á verkamannalaunum. Það var enginn munaður á Bragagötunni en ríkt vinarþel og gestristni. Það var mikill gestagangur á Bragagötunni. Magnea var einlægur náttúruunnandi, las lífið og landið með næmni og hafði ómælda ánægju af gönguferðum, náttúruskoðun og garðrækt. Þegar árin færðust yfir lagðist hún í heimshornaflakk með Jóni Böðvarssyni og fylgdi í fótspor víkinga, landnema og konunga. Magnea bjó ein allt fram að miðjum desember síðastliðnum. Þrátt fyrir Alzheimer-sjúkdóminn tókst henni með reglusemi og líkamsrækt að standa á eigin fótum á eigin heimili. Seinustu vikurnar dvaldi Magna á hjúkrunarheimilinu Grund.
Útför hennar verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag, 27. mars 2013, og hefst athöfnin kl. 15.

Magnea Björnsdóttir (1885-1969) þvottatæknir á Héraðshælinu

  • HAH01725
  • Person
  • 11.10.1885 - 29.9.1969

Filippía Magnea Björnsdóttir var fædd 11. október árið 1885 að Kambhóli í Eyjafirði. Magnea var dygg og trú í störfum sínum. Barn að aldri fluttist hún með foreldrum sínum til Skagafjarðar. Um fermingaraldur réðist hún í vistir og þótti þegar rösk til verka. Rétt upp úr aldamótunum síðustu, er hún stóð á tvítugu, fluttist hún að Strjúgsstöðum í Langadal og dvaldist þar fram yfir þrítugt, sem hægri hönd roskinnar húsmóður. Eftir 1920 átti Magnea heima í Bólstaðarhlíðarhreppi og dvaldi þá m. a. í Mjóadal hjá Guðmundi Erlendssyni (1847-1922), hreppsstjóra og Ingibjörgu Guðrúnu Sigurðardóttur (1848-1922) konu hans. Stundaði hún þau hjón í banalegu þeirra, en þau létust bæði í sömu vikunni árið 1922. Hún andaðist 29. sept. 1969 á Héraðshælinu.

Magnea Árnadóttir (1883-1968) Syðri-Ey

  • HAH08871
  • Person
  • 28.9.1883 - 18.12.1968

Magnea Aðalbjörg Árnadóttir 28. september 1883 - 18. desember 1968. Húsfreyja á Syðri-Ey, Vindhælishr., Hún.

Maggi Júlíus Magnús (1886-1941) læknir

  • HAH09501
  • Person
  • 4.10.1886 - 30.12.1941

Maggi Magnús 4. okt. 1886 - 30. des. 1941. Læknir í Reykjavík frá 1913 til æviloka. Frumkvöðull í ljóslækningum.

Magdalena Tómasdóttir (1817-1903) Tungu á Vatnsnesi

  • HAH09361
  • Person
  • 13.1.1817 - 7.3.1903

Magdalena Tómasdóttir Sigurðardóttir (1817-1903) Tungu á Vatnsnesi
Húsfreyja í Tungu, Tjarnarsókn, Hún. 1845. Húsfreyja á Þorgrímsstöðum, Tjarnarsókn, Hún. 1860. Hún var skráð dóttir Tómasar Jónssonar, vinnumanns í Dæli, en var almennt talin dóttir Sigurðar Ólafssonar í Katadal, en Sigurður þessi var giftur Þorbjörgu, systur Guðrúnar, þannig að það faðerni varðaði við lög. Þannig að hún var hálfsystir Friðriks sem hálshöggvinn var að Þrístöpum. frá Katadal. Ftún bls. 349

Magdalena Sæmundsen Möller (1843-1941) Blönduósi

  • HAH06126
  • Person
  • 31.1.1843 - 28.12.1941

Magdalena Margrét Evaldsdóttir Möller 31. janúar 1843 - 28. desember 1941. Var á Akureyri 1930. Húsfreyja í Sæmundsenshúsi [Hemmertshúsi] Blönduósi.

Magdalena Sæmundsen (1921-1998) Blönduósi

  • HAH01724
  • Person
  • 27.5.1921 - 31.10.1998

Magdalena Margrét Sæmundsen fæddist á Blönduósi 27. maí 1921. Strax eftir lokapróf réðst hún til Stjórnarráðs Íslands og vann þar í sex ár. Útför Magdalenu verður gerð frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Magðalena Jónsdóttir (1892-1972) Sölvabakka

  • HAH04441
  • Person
  • 7.12.1892 - 3.4.1972

Magðalena Karlotta Jónsdóttir, f. 7.12. 1892, d. 3.4. 1972. Húsfreyja á Sölvabakka, Höskuldsstaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Sölvabakka, Engihlíðarhr., A-Hún.

Magdalena Einarsdóttir (1897-1985) frá Síðu

  • HAH07549
  • Person
  • 25.9.1897 - 3.3.1985

Magdalena Sigríður Einarsdóttir 25. september 1897 - 3. mars 1985 Var á Síðu, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Var á Síðu, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Engihlíðarhreppi. Ógift.

Magdalena Björnsdóttir (1921-1986) matráðskona

  • HAH08893
  • Person
  • 15.7.1921 - 6.5.1986

Magðalena Björnsdóttir, fyrrverandi matráðskona á Héraðshæli Húnvetninga [Magdalena Elínborg], f. 15. júlí 1921, d. 6. maí 1986. Var á Blönduósi 1930. Var á Björnshúsi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Matráðskona á Blönduósi. Ógift. lést á heimili sínu á Hnitbjörgum, 7. maí 1986.
.

Mágaberg Blönduósi (1938) Blöndubyggð

  • Corporate body

Fögruvelli endurbyggðu Agnar Guðmundsson og Sigurgeir Magnússon mágur hans og kölluðu nýja húsið Mágaberg (Máfaberg). Húsið stóð autt í mörg ár og endaði lífdaga sína sem brunaæfing Slökkviliðsins sumarið 2014 og rifið í kjölfarið.

Lýður Brynjólfsson (1913-2002)

  • HAH01723
  • Person
  • 25.10.1913 - 12.3.2002

Lýður Brynjólfsson fæddist á Ytri-Ey á Skagaströnd í Austur-Húnavatnssýslu 25. október 1913. Hann lést 12. mars síðastliðinn. Útför Lýðs fór fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 16. mars.

Results 3401 to 3500 of 10349