- HAH00127
- Fyrirtæki/stofnun
- 1878 -
1878 - Ólafshús 1889 - Ingibjargarhús. Hreppshús í mt 1901-1920. Þinghús hreppsins 3.6.1889
1878 - Ólafshús 1889 - Ingibjargarhús. Hreppshús í mt 1901-1920. Þinghús hreppsins 3.6.1889
Ólafur Runebergsson (1926-1993) Káradalstungu
Ólafur ólst upp við mikla vinnu og eljusemi. Jörðin var lítil en
þegar þangað kom var hafist handa við stækkun túna og uppbygg-
ingu bæjarhúsa. Ólafur hélt því áfram eftir að hann tók við búi.
Hann kunni bústörfunum vel en hafði þó ekki síður hug á ýmsu handverki. Á yngri árum hugleiddi hann nám í smíðum eða rafgreinum en honum fannst hann ekki geta farið að heiman. Því var hann að mestu sjálfmenntaður. Góð greind og næmur skilningur skilaði honum líka langt fram. Sjálfur byggði hann upp á sinni tíð öll húsin í Kárdalstungu meðfram búskapnum og ásamt fólki sínu.
Hann var maður duglegur, hjálpsamur og kappsamur, laghentur listasmiður sem átti ekki í vandræðum með verkefni þegar hvarvetna var verið að byggja upp á bæjum eftir kröfum og þörfum nýs tíma. Hann hafði yndi af smíðum, þær voru honum sem listgrein öðrum þræði. Í ætt hans, kenndri við Bólu í Blönduhlíð, er sums staðar slíkan hagleik að fínna. Og vel nýtti Ólafur þá náðargáfu sína. Þá sparaði hann ekki fyrirhöfn að liðsinna sveitungum og samfélagi.
Ólafur reisti verkstæðishús og undi sér þar hið besta við uppáhaldsstörfin, smíðarnar, þegar annað kallaði ekki að. Hann bjó einnig til sum þau verkfæri sem nota þurfti. Og tilfallandi voru alltaf viðgerðir á vélum auk nýsmíðanna.
Sigríður Ólafsdóttir (1886-1960) Forsæludal
Sigríður Indíana O. Ólafsdóttir 22. október 1886 - 9. júlí 1960. Með foreldrum á Sneis til 1890 og síðan á Blönduósi fram undir 1910. Húsfreyja í Forsæludal í Vatnsdal, Áshreppi, A-Hún. Fluttist þangað 1908 og var húsfreyja þar fram undir 1950. Húsfreyja í Forsæludal, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Dvaldi þar síðan með börnum sínum. Frá Ólafshúsi á Blönduósi.
Lárus Ólafsson (1889-1972) Ólafshúsi
Lárus Jón Ólafsson 8. des. 1889 - 21. nóv. 1972. Trésmiður á Blönduósi 1930. Trésmíðameistari á Blönduósi. Ógiftur og barnlaus. Var í Ólafshúsi, Blönduóshr., A-Hún. 1957.
Ólafshúsi 1910, Templarahúsinu 1917-1918.
Ingunn Runólfsdóttir (1921-1990) Kornsá
Ingunn Runólfsdóttir (Inga) 7.9.1921 - 22.5.1990. Fæddist að Kornsá í Vatnsdal, var þar í mt 1930. Síðast bús. í Keflavík. Kvsk á Blönduósi 1940-1941.
Inga fluttist til Keflavíkur árið 1941. Þar kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Kristjáni Oddssyni, hinum mesta sómamanni og var það hennar mesta heillaspor. Þeim Kristjáni varð ekki barna auðið en tóku í fóstur bróðurson okkar, Eirík Jóhannsson, sem lést fyrir aldur fram, ungur maður. Kristjáni og Ingu tengdu traust bönd, sem ekki síst komu í ljós í hennar erfiðu veikindum. En mannkostir Kristjáns, styrkur hans og umhyggja fyrir okkar elskuðu systur reyndust með eindæmum.
Hún var jarðsungin frá Keflavíkurkirkju 30. maí 1990
Ásgerður Runólfsdóttir (1924-1993) Kornsá
Ásgerður Runólfsdóttir [Gerða] 26. júlí 1924 - 15. jan. 1993. Var á Kornsá, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Síðast bús. í Keflavík. Var jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 22. janúar 1993, kl. 14.00.
Guðrún Runólfsdóttir (1950) frá Kornsá
Guðrún Árdís Runólfsdóttir 17. maí 1950 Var á Kornsá, Áshr., A-Hún. 1957. Verslunarmaður Kópavogi. Ógift. Alin upp að hluta hjá Ara Jónssyni í Skuld.
Runólfur Björnsson (1887-1963) Kornsá
Runólfur Björnsson 19. janúar 1887 - 7. ágúst 1963. Bóndi á Kornsá, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Búfræðingur og bóndi á Kornsá í Vatnsdal.
Sigfús Bragason (1953-2019) Sunnuhlíð
Sigfús Indriði Bragason 25. ágúst 1953 - 12.10.2019. Var í Forsæludal, Áshr., A-Hún. 1957.
Jónas Bragason (1958-1991) Sunnuhlíð og Marðarnúpi
Bóndi á Marðarnúpi og síðar í Sunnuhlíð, Áshr., A-Hún. Síðast bús. í Áshreppi.
fæddur á Blönduósi,
Útför hans fór fram frá Undirfellskirkju 8. mars.
Þorbjörg Bjarnadóttir (1873-1960) Saskatchewan og Grand Fork N Dakota
Þorbjörg Bjarnadóttir 10. febrúar 1873 - 6. mars 1960. Fór til Vesturheims 1892 frá Ási, Áshreppi, Hún. Fædd á Hrappsstöðum í Víðidal. Kandahar, Saskatchewan, Kanada.
Byggingar standa ofarlega í allbröttu túni. Bærinn er kendur til gils, ekki mikils, skammt norðan bæjar. Jörðin er ekki landmikil, graslendi frjótt og ræktunarmöguleikar sæmilegir. Um Fremstagil lækkar Langadalsfjall til norðurs. Hvassar klettabrúnir þess og hnjúkar jafnast þaðan út í ávalar bungur og fikrar gróður sig því ofar, sem utar dregur.
Íbúðarhúsbyggt 1914, viðbyggt 1955 og aftur 1973 alls 559 m3. Fjós fyrir 16 gripi. Fjárhús fyrir 220 fjár. Hesthús fyrir 14 hross. Hlöður 740 m3. Votheysgeymslur 110 m3..
Tún 28,2 ha. Veiðiréttur í Blöndu.
Elísabet Jónsdóttir (1865-1920) Hvammi á Laxárdal.
Elísabet Jónsdóttir 9. júlí 1865 - 12. september 1920 Húsfreyja í Hvammi á Laxárdal fremri.
Brynjólfur Þorbjarnarson (1918-1995) frá Geitaskarði
Brynjólfur Þorbjarnarson fæddist á Heiði í Gönguskörðum í Skarðshreppi í Skagafjarðarsýslu 6. janúar 1918. Hann lést á heimili sínu í Hafnarfirði 14. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorbjörn Björnsson, f. 12. jan. 1886, d. 14. maí 1970, bóndi á Heiði í Gönguskörðum og síðar á Geitaskarði í Engihlíðahreppi í A-Húnavatnssýslu, og Sigríður Árnadóttir, f. 4. júlí 1893, d. 27. júní 1967, húsfreyja á fyrrnefndum bæjum. Hann átti fimm systkini. Þau eru Árni Ásgrímur, lögfræðingur, f. 10. júní 1915, Sigurður Örn, bóndi og safnvörður, f. 27. okt. 1916, Stefán Heiðar, f. 7. ágúst 1920, d. 2. des. 1936, Hildur Sólveig, húsfreyja, f. 31. ágúst 1924, og Þorbjörg, húsfreyja, f. 10. sept. 1928. Hinn 2. júlí 1943 kvæntist Brynjólfur Sigríði Sigurðardóttur, f. í Reykjavík 1. júlí 1921, d. 22. sept. 1988. Foreldrar hennar voru Sigurður Kjartansson, kaupmaður í Reykjavík, og Ástríður Jónsdóttir, húsfreyja í Reykjavík. Brynjólfur og Sigríður eignuðust sex syni. Þeir eru: 1) Sigurður Kjartan, forstjóri, f. 5. nóv. 1942, kvæntur Unni Einarsdóttur, skrifstofustjóra, f. 24. mars 1943. Þau eiga tvö börn. 2) Þorbjörn, véltæknifræðingur, f. 15. júlí 1944. 3) Stefán Heiðar, líffræðingur, f. 16. apríl 1947, kvæntur Svövu Þorsteinsdóttur kennara, f. 17. okt. 1947. Þau eiga þrjú börn. 4) Jón, læknir, f. 20. okt. 1949, kvæntur Grétu Have, lækni, f. 31. okt. 1954. Þau eiga þrjú börn. Börn Jóns frá fyrri hjónab. eru tvö. 5) Magnús Björn, lögfræðingur, f. 1. ágúst 1953, kvæntur Sigrúnu Karlsdóttur, lyfjafræðingi, f. 16. nóv. 1955. Þau eiga þrjú börn. 6) Guðmundur, vélvirki, f. 1. okt. 1958. Brynjólfur fluttist fyrst til Hafnarfjarðar 1938. Hann lærði vélsmíði í Iðnskóla Hafnarfjarðar og hjá Vélsmiðju Sig. Sveinbjörnssonar og tók meistarapróf frá Iðnskólanum í Reykjavík 1942. Hann vann tímabundið hjá Steðja hf. við smíðar á vatnstúrbínum og setti upp vatnsaflsstöðvar á ýmsum bæjum í Húnaþingi. Árið 1945 hóf Brynjólfur störf í Rafha hf. í Hafnarfirði sem yfirmaður með mótasmíði og framleiðslu úr ryðfríu stáli. Árið 1951 tók hann við stöðu yfirverkstjóra í Rafha hf. og gegndi því starfi til 1966 þegar hann hóf störf í Vélsmiðjunni Kletti hf. Á tímabili sat hann einnig í stjórn Rafha hf. Frá 1969 til 1976 starfaði hann sem verkstjóri hjá Ofnasmiðjuni hf. en þá hóf hann aftur störf hjá Vélsmiðjunni Kletti hf. og starfaði þar til ársloka 1989, er hann komst á eftirlaunaaldur. Brynjólfur gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í Hafnarfirði. Hann var einn af stofnendum Félags óháðra borgara í Hafnarfirði og var einn þriggja fulltrúa, sem kosnir voru í bæjarstjórn 1966 og mynduðu meirihluta með sjálfstæðismönnum o.fl. flokkum, sem hélst í 20 ár. Brynjólfur var formaður rafveitunefndar um árabil, sat í stjórn Iðnskóla Hafnarfjarðar og var formaður hitaveitunefndar öll þau ár, sem hún starfaði. Um tíma sat Brynjólfur í umferðarnefnd og byggingarnefnd. Hann var formaður Karlakórsins Þrasta 19651967.
Útför Brynjólfs fer fram frá Þjóðkirjunni í Hafnarfirði í dag 24. jan. 1995
Jóhanna Árnadóttir Blöndal (1903-1988) frá Geitaskarði
Jóhanna Árnadóttir Blöndal 18. sept. 1903 - 29. júní 1988. Húsfreyja á Sauðárkróki 1930. Síðast bús. á Sauðárkróki.
Ólafur Sigurður Guðmundsson (1934-2015) Skipasmiður á Skagaströnd
Friðrik Ólafur Sigurður Guðmundsson 19. desember 1934 - 7. apríl 2015 Skipasmiður á Skagaströnd og fékkst við ýmis smíðastörf.
Ólafur Guðmundsson fæddist 19. desember 1934 á Efstabóli í Önundarfirði. Hann andaðist á gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri 7. apríl 2015. Útför Ólafs fór fram 18. apríl 2015.
Útför Ólafs fer fram frá Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag, 18. apríl 2015, kl. 14.
Helga Sigurðardóttir (1854) skipsþerna
Helga Sigurðardóttir 24. feb. 1854. Fædd að Keldum Gufunessókn. Minna Mosfelli 1860. Vilborgarkoti í Kjós 1870. Vinnukona hjá Hilmari Finsen í Reykjavík 1880.
Þorleif Sturlaugsdóttir (1924-2022) Hlíð í Dölum
Þórleif Sturlaugsdóttir 16. sept. 1924 - 5. okt. 2022. Húsfreyja í Reykjavík. Var í Hlíð, Snóksdalssókn, Dal. 1930. Kvsk á Blönduósi 1943-1944.
Karl Ásgeir Sigurgeirsson (1943) Hvammstanga
Var á Bjargi, Fremri-Torfastaðahr., V-Hún. 1957.
Möllubær - Þramarholt Blönduósi
Vinaminni 1906 - 1963. Þorkelshús 1906 - Möllubær 1920 - Þramarholt 1930.
Húsið í tvennulagi eða tvö hús sambyggð. Norðurendi kallaður Vinaminni, en suðurendi Möllubær.
Þar bjó fyrstur Þorkell Helgason.
Bærinn stendur sunnan við Hofsá, nokkru nær sjó en Hof. Þar er grösugt heimaland, en flæðihætta við sjó. Íbúðarhús steypt 1947, 280 m3, fjós steypt 1955 yfir 10 gripi, fjárhús byggð 1935 úr torfi og grjóti yfir 200 fjár, fjárhús steypt 1953 yfir 220 fjár. Hlaða úr blönduðu efni 135 m3, hlaða gyggð 1966 750 m3. Votheysgeymsla 18 m3. Geymsla byggð 1967 250 m3. Tún 34,4 ha.
Björn Björnsson (1884-1970) Þröm í Blöndudal
Björn Björnsson 16. september 1884 - 6. nóvember 1970. Bóndi á Þröm í Blöndudal, Svínavatnshr., Hún. og í Efra-Holti Var í Sauðanesi í Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Orrastöðum Torfalækjarhreppi. Efra-Holti og Hæli.
Ástvaldur Valdemarsson (1913-1973)
Ástvaldur Valdemarsson 4. október 1913 - 8. september 1973 Var á Blönduósi 1930. Verkamaður. Síðast bús. í Reykjavík.
Torfi Sveinsson (1919-2004) Hóli Svartárdal
Torfi Sveinsson fæddist á Hóli í Svartárdal 24. ágúst 1919. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks 13. júlí síðastliðinn. Torfi ólst upphjá foreldrum sínum á Hóli, tók við búi af föður sínum 1950 og bjó með móður sinni þar til hún lést 1959 en flutti þá um vorið til Reykjavíkur. Sama haust kom hann norður aftur og var næstu 10 árin til heimilis á Fjósum. starfaði sem gröfumaður hjá Búnaðarsambandi Austur-Húnvetninga til ársins 1972.
Útför Torfa fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Sólbjörg Björnsdóttir (1882-1949) Þröm og Blönduósi
Sólbjörg Björnsdóttir 12. mars 1882 - 23. apríl 1949. Nefnd Salbjörg í 1910. Þröm og Blönduósi.
Björn Björnsson (1867-1947) Tungu Blönduósi
Björn Björnsson 1. október 1867 - 24. janúar 1947 Bóndi í Tungu, Ysta-Gili í Langadal, A-Hún., síðar verkamaður í Tungu á Blönduósi 1922-1943.
Guðmundur Hjálmarsson (1861-1955) Kagaðarhóli
Guðmundur Hjálmarsson 12. mars 1861 [1.3.1861) - 1. júlí 1955 Bóndi á Kagaðarhóli á Ásum og verkamaður á Brúarlandi Blönduósi.
Gísli Guðmundsson (1868-1953) Sölvabakka
Gísli Guðmundsson 23. ágúst 1868 - 28. september 1953 Bóndi og meðhjálpari. Bóndi á Sölvabakka í Engihlíðarhr., A.-Hún. Verkamaður á Lindargötu 43 b, Reykjavík 1930.
Jónas Jónsson (1848-1936) Finnstungu
Var í Torfalæk, Hjaltabakkasókn, Hún. 1870. Húsbóndi í Finnstungu, Blöndudalshólasókn, Hún. 1880. Var í Finnstungu, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi í Finnstungu.
Kristín Sigvaldadóttir (1900-1976) Skeggstöðum í Svartárdal
Ráðskona á Skeggstöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Skeggsstöðum í Svartárdal, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún.
Blönduós er bæjarfélag á Norðvesturlandi, við ósa Blöndu, eins og nafnið bendir til. Byggðin á Blönduósi stendur í kvos undir bröttum marbökkum, báðum megin Blöndu, og eru bakkarnir víðast um 40 m háir. Bærinn er byggður í landi jarðanna Hjaltabakka og Hnjúka, vestan ár (eða sunnan ár, eins og heimamenn segja) og Ennis austan (norðan) ár. Þjóðvegur 1 liggur í gegnum Blönduós.
Bærinn var upphaflega í tveimur sveitarfélögum, byggðin sunnan ár tilheyrði Torfalækjarhreppi en norðan ár Engihlíðarhreppi, en árið 1914 var Torfalækjarhreppi skipt og byggðin sunnan ár varð að sérstökum hreppi, Blönduóshreppi. Þann 1. febrúar 1936 var byggðin norðan ár svo sameinuð afganginum af kauptúninu. Kaupstaðarréttindi fékk hann 4. júlí 1988 og kallaðist þá Blönduósbær og hélst það nafn áfram við sameiningu við Engihlíðarhrepp 9. júní 2002. Nafnið breyttist í Húnabyggð við sameiningu við Húnavatnshrepp 2022.
Regína Indriðadóttir (1858-1913) Selkirk og Rvk frá Ytri-Ey
Regína Sigríður Indriðadóttir Friðriksson 14.7.1858 [13.7.1858]- 11.10.1913. Fór til Vesturheims 1889 frá Ytri-Ey, Vindhælishr., A-Hún. Húsfreyja í Reykjavík 1910. andaðist 11. okt. að heimili sínu 356 Simcoe stræti. Winnipeg. Hvar fædd 14. júlí 1868 á Marbæli í Óslandshlíð á Höfðaströnd í Skagafirði.
Regina sáluga ólst upp í föðurgarði til 20 ára aldurs, en þá fór hún í vinnumennsku til ýmsra í nokkur ár. Árið 1885 fór hún aftur heim til föður síns, og tókst þá á hendur ráðskonustörf fyrir hann til ársins 1889, að hún fluttist til Vesturheims, ásamt systur sinni, Mrs. Rósu Gíslason, búsett í Grafton, N. D.
Jónína Jónsdóttir (1896-1954) Hafnarfirði
Jónína Ingibjörg Jónsdóttir 23. júlí 1896 - 6. okt. 1954. Tilraun Blönduósi 1920. Húsfreyja. Bús. síðast í Hafnarfirði.
Sigríður Jónsdóttir (1892-1931) frá Skinnastöðum
Halldóra Sigríður Jónsdóttir 14. feb. 1892 - 15. feb. 1931. Fósturdóttir hjónanna á Skinnastöðum, Þingeyrasókn, Hún. 1901. Húsfreyja í Hafnarfirði 1930.
Kristín Guðbrandsdóttir (1857-1919) Efra-Núpi, Kanada
Kristín Guðbrandsdóttir 4.2.1857 [16.2.1858] - 7.1.1919. Var á Vatni, Dal. 1870. Ljósmóðir í Dalasýslu og síðar í Fremri-Torfustaðahreppi, Hún. Fór til Vesturheims 1883 frá Efri Núpi, Torfastaðahreppi, Hún. Akra, Pembina, North Dakota, United States
Jón Bjarni Hinriksson (1880-1911) frá Efra-Núpi
Jón Bjarni Hinriksson 13.11.1880 - 17.5.1911. Fór til Vesturheims 1883 frá Efri Núpi, Torfastaðahreppi, Hún. Vélamaður í Blaine, Whatcom, Washington, Bandaríkjunum 1910.
Kálfshamarsvík / Kálfshamarsnes
Kálfshamars er fyrst getið í Sigurðarregistri frá 1525, þar talin með óbyggðum jörðum í eigu Þingeyrarklausturs. Í reikningum frá 1552 er jörðin í byggð og enn í eigu Þingeyrarklausturs.
Kálfshamarsvík er lítil vík norðarlega á vestanverðum Skaga. Þar var áður lítið þorp og nokkur útgerð en víkin er nú í eyði.
Fyrsta húsið í Kálfshamarsvík var reist rétt eftir aldamótin 1900. Á fyrstu áratugum 20. aldar og fram undir 1940 var mikil útgerð í Kálfshamarsvík og um 1930 var 151 maður heimilsfastur þar. Í þorpinu var samkomuhús og skóli og einhverjar smáverslanir. Fiskleysi og þjóðfélagsbreytingar á stríðsárunum urðu til þess að fólki fækkaði og síðustu íbúarnir fluttu burt veturinn 1947-1948. Fluttist útgerðin og fólkið aðallega til Skagastrandar.
Á Kálfshamarsnesi er viti sem upphaflega var reistur 1913 en endurbyggður 1939. Stuðlaberg setur svip sinn á umhverfið í Kálfshamarsvík.
Rétt norðan við Kálfshamarsvík er eyðibýlið Saurar, sem var mikið í fréttum snemma árs 1964 vegna draugagangs sem þar átti að vera en síðar þótti allt benda til þess að Sauraundrin ættu sér aðrar orsakir.
Sesselja Þórðardóttir (1947) Halldórshúsi utan ár
Skrifuð Þorsteinsson í vegabréfi 1968.
Jóhannes Nordal (1924-2023) seðlabankastjóri
Jóhannes Nordal 11. maí 1924 - 5. mars 2023. Seðlabankastjóri og stjórnarformaður Landsvirkjunar. Var á Baldursgötu 33, Reykjavík 1930. Var í Reykjavík 1945.
Jón Jóhannesson Norland (1887-1939) læknir frá Hindisvík
Jón Jóhannesson Norland 21. des. 1887 - 17. feb. 1939. Læknir í Reykjavík. Var í Reykjavík 1910. Héraðslæknir Haramsöy Noregi
Jóhann Jósefsson (1867-1909) Ósi og Kálfshamarsvík
Jóhann Jósefsson 24. maí 1867 - 15. des. 1909. Var á Ósi, Hofssókn, Hún. 1870 og 1880. Vinnumaður á Höfnum, Hofssókn, Hún. 1890. Bóndi í Ósi, Hofssókn, Hún. 1901.
Páll Hermann Jónsson (1914-1997) Stóruvöllum, Bárðardal
Páll Hermann Jónsson 7.4.1914 - 31.10.1997. Var á Stóruvöllum, Lundarbrekkusókn, S-Þing. 1930. Bóndi á Lækjavöllum í Bárðardal. Síðast bús. í Bárðdælahreppi.
Hann var jarðsunginn frá Lundarbrekkukirkju laugardaginn 8. nóvember 1997 kl. 14.00.
Jóhannes Sveinsson (1860-1935) Litla-Hvammi í Miðfirði
Jóhannes Sveinsson 25. mars 1860 - 22. desember 1935 Var á Svertingsstöðum, Melstaðasókn, Hún. 1860. Bóndi í Litla-Hvammi í Miðfirði, síðar í Hafnarfirði.
Jóhannes Sigurbjörnsson (1956) Blönduósi
Jóhannes Sigurbjörnsson 4. apríl 1956 vélvirki frá Blönduósi.
Ólafur Árnason (1863-1915) kaupmaður Stokkseyri, frá Þverá í Hallárdal
Ólafur Árnason 23. febrúar 1863 - 2. júní 1915 Kaupmaður á Stokkseyri. Var í Reykjavík 1910. Kaupfélagsstjór Kaupfélagsins Ingólfur á Stokkseyri.
Björn Árnason (1870-1932) Syðri-Ey
Björn Árnason 22. desember 1870 - 24. ágúst 1932 Hreppstjóri í Skagastrandarkaupstað 1930. Bóndi og hrepppstjóri á Þverá í Hallárdal, Vindhælishr., A-Hún. og á Syðri-Ey á Skagaströnd og verslunarstjóri á Hólanesi.
Jón Árnason (1864-1944) prestur Otradal
Jón Árnason 4. júní 1864 - 12. apríl 1944. Uppgjafaprestur á Freyjugötu 17 a, Reykjavík 1930. Prestur í Otradal í Suðurfjarðarhr., V.-Barð og á Bíldudal.
Guðrún Einarsdóttir (1900-1994) Zóphoníasarhúsi
Guðrún Einarsdóttir var fædd á Blöndubakka í Engihlíðarhreppi 27. október árið 1900. Hún lést á sjúkradeild Héraðssjúkrahússins á Blönduósi 26. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Einar Jónsson og Margrét Björnsdóttir. Einar var ættaður frá Sandnesi við Steingrímsfjörð, en Margrét var dóttir Sigríðar Ólafsdóttur, sem var dóttir Skáld-Rósu. Guðrún ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst á Blöndubakka, en síðan Óseyri við Skagaströnd. Hún var við nám í kvennaskólanum á Blönduósi 192324. Giftist 23. desember 1928 Zophoníasi Zophoníassyni bifreiðastjóra, f. 6.7. 1906, d. 10.5. 1987. Fyrstu búskaparárin leigðu þau í húsi Lárusar Ólafssonar, þar sem nú er Aðalgata 3 á Blönduósi, en keyptu síðan húseignina og þar stóð heimili þeirra í nær 60 ár, uns Zophonías lést. Börn þeirra á lífi eru: 1) Zophonías, maki Greta Arelíusdóttir, börn: Fanney, Sigrún, Sólveig. 2) Guðrún Sigríður, maki Einar Þ. Þorsteinsson, börn: Zophonías, Guðrún Áslaug, Hildur Margrét. 3) Kolbrún, maki Guðjón Ragnarsson, börn: Kristín, Ragnar Zophonías. Auk þess dvaldi Sigurlaug Ásgrímsdóttir hjá þeim hjónum í marga vetur frá sjö ára aldri, þá hún missti móður sína. Útför Guðrúnar fer fram frá Blönduósskirkju í dag.
Jón Antonsson (1891-1974) kaupmaður Akureyri
Verslunarmaður. Kaupmaður og bílstjóri á Akureyri 1930. Bjó í Mið-Samtúni í Kræklingahlíð 1936-38. Síðast bús. á Akureyri.
Guðmundur Jónsson (1896-1979) Ásbjarnarstöðum
Guðmundur Jónsson 27. desember 1896 - 16. september 1979. Fór 1898 frá Brekku í Þingeyrasókn að Þóreyjarnúpi í Víðidalstungusókn. Lausamaður á Ásbjarnarstöðum, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930. Var á Ásbjarnarstöðum, Kirkjuhvammshr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Kirkjuhvammshreppi. Niðursetningur Gröf 1910.
Þorsteinn Þorsteinsson (1908-1992) Geithömrum
"Nú er hann búinn að fá hvíldina blessaður gamli maðurinn." Svo fórust Jakob á Brúarvöllum orð er hann lát Þorsteins á Geithömrum. Andlát hans kom ekki á óvart. Hann hafði átt við veikindi að stríða síðustu mánuði.
Þorsteinn var annar í röðinni fimm barna hjónanna Halldóru Björnsdóttur frá Marðarnúpi í Vatnsdal og Þorsteins Þorsteinssonar frá Grund í Svínadal. Hann átti einnig einn hálfbróður. Þau bjuggu á Geithömrum allan sinn búskap, yfir 40 ár. Langafi Þorsteins var Þorsteinn Helgason frá Sólheimum í Hrunamannahreppi Eiríkssonar frá Bolholti, en langafi í móðurætt var Helgi Vigfússon í Gröf, sem merk ætt er frá komin.
Á fyrsta og öðrum tug aldarinnar fæddust og ólust upp fimm strákar á bæjunum Grund og Geithömrum og feður þeirra voru feðgar. Auk þess voru fjórar stúlkur og einn strákur nokkuð yngri. Örskammt er milli bæjanna svo þessir eldri strákar mynduðu að kalla mætti á nútímamáli eins konar grúppu.
Jakob Björgvin Þorsteinsson (1920-2009) frá Geithömrum
Jakob Björgvin Þorsteinsson fæddist á Geithömrum í Svínadal í Austur-Húnavatnssýslu 14. október 1920. Hann lést á Líknardeild Landakotsspítala föstudaginn 23. janúar síðastliðinn. Jakob sleit barnsskónum í foreldrahúsum á Geithömrum. Hann lauk hefðbundnu barnaskólanámi, og stundaði síðan nám um tveggja ára skeið við Héraðsskólann í Reykholti á árunum 1939-1941. Að því loknu var haldið suður í atvinnuleit, vann hann þar ýmis verkamannastörf, m.a. í Bretavinnunni svokölluðu um tíma. Árið 1948 byrjaði hann sem leigubifreiðastjóri á BSR, og vann hann við það allan sinn starfsaldur. Jakob var alþýðumaður, mikill búmaður í sér og átti um tíma bæði kindur og hross. Hann átti jörðina Brúarvelli í Svínadal, þar sem hann ræktaði tún og byggði hlöðu. Árið 1980 byggði svo fjölskyldan sumarhús á Brúarvöllum og dvaldi þar löngum stundum. Þar var oft margt um manninn og glatt á hjalla. Jakob hafði mjög gaman af félagsmálum og lagði þar mörgu lið. Hann var félagi í Húnvetningafélaginu í Reykjavík, var þar í stjórn og formaður félagsins um skeið, og heiðursfélagi. Hann sat í stjórn Lánasjóðs bifreiðastjóra á BSR, og var í bridgedeildum bæði BSR og Húnvetningafélagsins. Hann gekk til liðs við Oddfellowstúkuna nr. I Ingólf í Reykjavík 1979, sótti hann þar fundi og átti þar góðan félagsskap alveg fram á síðasta ár þegar heilsu hans tók að hraka. Hann átti gott safn góðra bóka, hafði yndi af rituðu máli og ritaði sjálfur margar greinar í blöð og tímarit, þar á meðal í Húnavöku og Húnvetning.
Útför Jakobs Björgvins fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin kl. 11.
Ósk Ágústsdóttir (1923-2008) Reykjum
Ósk Ágústsdóttir fæddist í Kirkjuhvammi í V-Húnavatnssýslu, 20. febrúar 1923. Ósk ólst upp á Ánastöðum á Vatnsnesi hjá afa sínum og ömmu til 16 ára aldurs en að þeim látnum fluttist hún að Gröf í sömu sveit til foreldra sinna. Fljótlega fór hún að stunda vinnumennsku, meðal annars var hún um tíma á Melstað í Miðfirði og einn vetur starfaði hún á Landakotsspítala. Ósk og Einar hófu búskap á Reykjum árið 1947.
Einar lést árið 1977 og bjó þá Ósk áfram á jörðinni ásamt yngstu dóttur sinni, Huldu. Ósk vann í mörg ár í mötuneyti Reykjaskóla með búskapnum en árið 1987 tóku þau Hulda og Ólafur við búinu. Árið 1997 fluttist Ósk til Hvammstanga, fljótlega fór hún í íbúð fyrir aldraða í Nestúni 2 og þar bjó hún þar til hún lést. Hún naut góðrar samveru við aðra íbúa hússins og var virk í félagsstarfi eldri borgara.
Hún lést á Heilbrigðisstofnun Hvammstanga 8. febrúar 2008.
Útför Óskar fór fram frá Hvammstangakirkju 15.2.2008 og hófst athöfnin klukkan 14.
Jarðsett var í Staðarkirkjugarði í Hrútafirði.
Þóra Ágústsdóttir (1927-2014) Melum í Hrútafirði
Þóra Ágústsdóttir var fædd í Ánastaðaseli á Vatnsnesi 14. október 1927. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Grund 24. janúar 2014.
Jón og Þóra bjuggu á Melum allt til ársins 1994 er þau fluttu til Reykjavíkur en þar áttu þau lengst af heima í Bólstaðarhlíð 45. Síðustu þrjú árin dvaldi Þóra á hjúkrunarheimilinu Grund.
Þóra var jarðsungin frá Grafarvogskirkju 7. febrúar 2014, og hefst athöfnin kl. 13.
Pálína Eggertsdóttir (1882-1963) Hvammstanga
Pálína Eggertsdóttir 11. nóvember 1882 - 21. júní 1963 Húsfreyja á Hvammstanga 1930. Var í Holti, Hvammstangahr., V-Hún. 1957. Ógift Ánastöðum 1920
Anna Sigurbjörg Jónsdóttir Reiners (1901-1981) Héraðshælinu
Anna Sigurbjörg Jónsdóttir Reiners 10. desember 1901 - 15. desember 1981. Var á Sjúkrahúsinu, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Hjúkrunarkona, síðast bús. í Reykjavík.
Jón Árnason (1889-1944) Héraðslæknir Kópaskeri
Jón Árnason 10. sept. 1889 - 10. jan. 1944. Var í Garði, Skútustaðasókn, S-Þing. 1890. Héraðslæknir á Kópaskeri 1930. Fósturmóðir Anna Jónsdóttir. Héraðslæknir í Öxarfjarðarhéraði, var síðast á Kópaskeri.
Ingibjörg Hólmfríður Sigurðardóttir (1880-1969) Steiná
Ingibjörg Hólmfríður Sigurðardóttir 22. desember 1880 - 28. júní 1969 Húsfreyja á Steiná í Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Steiná í Svartárdal í Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. Var á Steiná í Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957.
Jón Eggertsson (1863-1939) Ánastöðum
Jón Eggertsson 2. ágúst 1863 - 14. október 1939. Bóndi á Ánastöðum, Vatnsnesi, V-Hún. Var á Ánastöðum 1930,
Ásrún Árnadóttir (1884-1966) Garði
Ásrún Árnadóttir 7. júlí 1884 - 8. jan. 1966. Búsett í Garði fyrri hluta ævinnar utan það að dvelja af og til í Reykjavík. Var í Reykjavík 1910. Vinnukona í Garði, Skútustaðasókn, S-Þing. 1930. Bústýra á Kálfaströnd við Mývatn lengst af frá 1936.
Sigurbjörg Jónsdóttir (1899-1970) Haga
Fædd á Tindum 1. apríl 1899 - 28. nóv. 1970. Húsfreyja á Gautsdal, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Var í Gautsdal, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Er Sigurbjörg var fjögurra ára gömul fluttust foreldrar hennar að Haga í Þingi, þar sem hún ólst upp.
Árið 1917 innritaðist hún í Kvennaskólann á Blönduósi og dvaldi þar um tveggja vetra skeið. Á þessum árum dvaldi hún m. a. á Sauðárkróki við saumanám.
Suðureyri er sjávarþorp við Súgandafjörð á Vestjörðum, nyrsta fjörðinn af svoköllum Vesturfjörðum. Suðureyri er einn af mörgum stöðum á Vestfjörðum þar sem þéttbýli myndaðist í kringum verslun og útgerð á seinni hluta 19. aldar og í byrjun 20. aldar.
Suðureyri varð löggiltur verslunarstaður árið 1899 en um aldamótin 1900 voru aðeins tvö íbúarhús á eyrinni. Fyrsti vélbáturinn var keyptur til Suðureyrar árið 1906 og árið 1911 voru íbúar orðnir um 200 talsins. Um árabil voru íbúar Suðureyrar á milli 400-500 talsins en staðurinn hefur, eins og Vestfirðir almennt, orðið fyrir mikilli fólksfækkun síðustu tvo til þrjá áratugina og árið 2015 voru íbúar Suðureyrar 278. Árið 1996 sameinaðist Suðureyri fimm öðrum sveitarfélögum á norðanverðum Vestfjörðum undir nafni Ísafjarðarbæjar.
Auður Guðmundsdóttir (1926-2020) Stóru-Borg
Auður Guðmundsdóttir 16. mars 1926 - 4. maí 2020. Húsfreyja í Reykjavík og starfaði jafnframt við ræstingar. Var á Stóru-Borg, Vesturhópshólasókn, V-Hún. 1930. Reykjaskóla 1945-1946.
Jóhann Guðmundsson (1922-1988). Skólahúsi í Sveinstaðahreppi
Jóhann Helgi Guðmundsson fæddur á Litlu-Borg í Vestur-Húnavatnssýslu 5. nóv. 1922 - 28. des. 1988. Var í Skólahúsinu, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Sveinsstaðahreppi. Ingibjörg og Jóhann áttu heimili fyrstu árin á Breiðabólstað hjá foreldrum Ingibjargar, en í ársbyrjun 1953 fluttu þau í Skólahúsið við Sveinsstaði í Austur-Húnavatnssýslu. Þar bjuggu þau meðan Jóhann lifði
Jóna Sigþrúður Stefánsdóttir (1925-2017) Fossum
Jóna Sigþrúður Stefánsdóttir. Var á Ekru, Hjaltastaðarsókn, N-Múl. 1930. Húsfreyja á Fossum í Bólstaðarhlíðarhreppi. Síðast bús. á Blönduósi. Fæddist á Ekru í Hjaltastaðaþinghá 19. desember 1925. Jóna ólst upp á Ekru í Hjaltastaðaþinghá. Þar vann hún við hin hefðbundnu sveitastörf. Hún var mikið náttúrubarn og leið best úti í náttúrunni. Vorið 1959 réð hún sig sem ráðskona að Fossum í Svartárdal til þeirra feðga þar. Jóna og Bjössi fóru fljótlega að búa saman og bjuggu félagsbúi með aðskilið skepnuhald en unnu sameiginlega að heyöflun og öðrum bústörfum með bræðrum hans og föður. Hún var bóndi af lífi og sál. Eftir að Bjössi lést 2010 bjó hún til haustsins 2011 með aðstoð Guðmundar sonar síns. Þá flutti hún til Blönduóss að Hnitbjörgum.
Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 21. janúar 2017. Jóna var jarðsungin frá Bergstaðakirkju 4. febrúar 2017, klukkan 14.
Jóna Tryggvadóttir (1927-2015) Hellu, Fellsströnd
Jóna Tryggvadóttir 8. mars 1927 - 25. mars 2015. Var á Hellu, Staðarfellssókn, Dal. 1930. Húsfreyja í Reykjavík. Kvsk á Blönduósi 1945-1946. Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Útför Jónu fór fram frá Fossvogskapellu 8. apríl 2015. Tvíburi.
Fósturforeldrar: Elín Jóhanna Jóhannsdóttir f.27.4.1888, d.15.4.1970 og Jónas Kristjánsson f.2.4.1879, d.14.12.1955.
Guðmundur Frímann Agnarsson (1898-1969) Mágabergi
Guðmundur Frímann Agnarsson 20. maí 1898 - 11. maí 1969. Verkstjóri á Blönduósi. Var í Mágabergi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi.
Sigþór Guðmundsson (1931-2008) Höfn í Hornafirði
Sigþór Guðmundsson fæddist 17. júlí 1931 á Blönduósi. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut hinn 7. maí 2008. Sigþór var fróður maður sem fylgdist vel með líðandi stundu auk þess sem hann var mikill áhugamaður um ferðalög og ættfræði.
Útför Sigþórs fer fram í dag, 20. maí 2008, frá Hafnarkirkju kl. 14.
Erna Thompson (1917-1999) West Orange í New Jersey
Jóna Erna Sveinbjörnsdóttir Thompson var fædd í Sæmundarhlíð á Holtsgötu 10 í Reykjavík, 8. september 1917. Faðir hennar var lengi fylgdarmaður danskra landmælingamanna. Móðir hennar rak saumastofu á heimilinu og saumaði aðallega íslenska búninginn.
Hún lést í Bandaríkjunum 27. janúar 1999. Útför Ernu fór fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík og hófst athöfnin klukkan 13.30.
Ingibjörg Skúladóttir (1944-2003) Ljótunnarstöðum á Ströndum
Ingibjörg Skúladóttir var fædd á Ljótunnarstöðum í Bæjarhreppi í Strandasýslu 16. maí 1944. Ingibjörg og Sveinbjörn hófu búskap á Ljótunnarstöðum 1972. Árið 1976 fluttu þau að Norðurfirði II í Árneshreppi og bjuggu þar í 19 ár. Árið 1995 brugðu þau búi og fluttu til Ísafjarðar. Ingibjörg sinnti barnauppeldi og bústörfum á Ljótunnarstöðum og í Norðurfirði. Eftir að þau hjón fluttu til Ísafjarðar hóf hún störf á næturvöktum í Bræðratungu, sambýli fyrir fatlaða. Hún hélt áfram vökustörfum á vegum Svæðisskrifstofu Vestfjarða, eftir að einn skjólstæðingur hennar fluttist í eigið húsnæði, meðan hún hafði heilsu til.
Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 25. desember 2004. Útför Ingibjargar fór fram frá Ísafjarðarkirkju 3.1.2004 og hófst athöfnin klukkan 14.
Sigríður Árnadóttir (1870-1958) Ytra-Hóli
Húsfreyja á Fossi, Hvammssókn, Skag. 1910. Var á Bakka, Blönduóshr., A-Hún. 1957.
frá Þverá í Hallárdal, húsfr. á Ytra-Hóli.
Kristín Davíðsdóttir (1867-1966) Gilá
Kristín Davíðsdóttir 11. ágúst 1867 - 4. nóvember 1966. Ógift vk Akureyri 1901. Bústýra í Gerðahreppi, Gull. 1910. Saumakona á Grundarstíg 2, Reykjavík 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Ógift
Þorsteinn Bjarnason (1875-1937) Þorsteinshúsi
Þorsteinn Bjarnason 20. september 1875 - 25. júlí 1937. Verslunarstjóri á Blönduósi 1930. Kaupmaður á Blönduósi,
Abigael Ólafsdóttir (1870-1958) Reykjavík
Níelsína Abigael Ólafsdóttir 28. desember 1870 - 6. september 1958. Húsfreyja í Brautarholti, Kjalarnesi í Kjós., Selfossi og síðar í Reykjavík.
Ingibjörg Kristmundsdóttir (1861-1937) Kötlustöðum
Ingibjörg Kristmundsdóttir 31. des. 1861 - 22. feb. 1937. Vinnukona á Breiðabólstað í Vatnsdal 1893. Húsfreyja á Kötlustöðum. Húsfreyja á Marðarnúpi, Undirfellssókn, A-Hún. 1930.
Eyjarkot stendur á leiti rétt ofan þjóðvegar norðan Syðri-Eyjarlæks. Klettabásar neðar og sunnan bæjar. Íbúðarhús 1932 562 m3. Fjós yfir 10 kýr, fjárhús yfir 210 fjár. Hlöður 540 m3. Votheysgeymslur 95 m3, vélageymsla 160 m3. Tún 11,4 ha. Æðarvarp og hrognkelsaveiði.
Bjarni Jónasson (1848-1930) Hofi í Vatnsdal og Selkirk, Manitoba
Bjarni Jónasson 21. júlí 1848 - 23. nóvember 1930 Bóndi á Hofi í Vatnsdal. Fór til Vesturheims 1883 frá Grímstungu, Áshreppi, Hún. Var í Beaulieu, Pembina, N-Dakota, USA 1900. Bóndi að Hallson, N-Dakota til 1911, tók heimilisréttarland skammt frá Gull Lake, Sask. og fluttist að lokum til Selkirk, Manitoba. Var í Selkirk, Manitoba, Kanada 1921.
Sigríður Bjarnadóttir (1864-1941) Grand Fork N Dakota
Sigríður Bjarnadóttir 23. mars 1864 - 10. apríl 1941. Var í Síðu, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1870. Var á Hrappstöðum, Víðidalstungusókn, Hún. 1880. Fór til Vesturheims 1887 frá Saurbæ í Vatnsdal, Áshreppi, Hún. Var í Thingvalla, Pembina, N-Dakota, USA 1910. Var í Grand Forks, N-Dakota, Bandaríkjunum 1940. Átti 9 börn vestra.
Ludvig Kristján Möller (1876-1951) Útgerðarmaður og kaupmaður á Hjalteyri og í Hrísey
Ludvig Kristján Möller 29. júní 1876 - 3. janúar 1951. Barn hjá foreldrum í Stóra-Bergi, Spákonufellssókn, Hún. 1880. Útgerðarmaður og kaupmaður á Hjalteyri og í Hrísey.
Jóhann Jón Vilhelm Möller (1878-1900) Hjalteyri
Jóhann Jón Vilhelm Möller 29. október 1878 - 1. nóvember 1900. Var í Stóra-Bergi, Spákonufellssókn, Hún. 1880. Var á Neðri-Mýrum, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1890. Drukknaði í skautaferð á Hjalteyrartjörn.
Sigríður Ólína Möller (1885-1907) Hjalteyri
Sigríður Ólína Möller 11. maí 1885 - 1. mars 1907. Var í Möllers Kaupmannshúsi, Möðruvallaklaustursókn, Eyj. 1901.
Anna Lucinda Möller (1892-1908) Hjalteyri
Anna Lucinda Möller 30. janúar 1892 - 11. febrúar 1908. Var í Möllers Kaupmannshúsi, Möðruvallaklaustursókn, Eyj. 1901.
Teitur Teitsson (1855-1923) Víðidalstungu
Teitur Teitsson 19. júlí 1855 - 18. júlí 1923. Bóndi í Víðidalstungu í Þorkelshólshr., V-Hún. Bóndi á Ægissíðu, Vesturhópshólasókn, Hún. 1901
Leifur Guðmundsson (1905-1928) Hannessonar (1866-1946) sjóliðsforingi Kaupmannahöfn
Leifur Guðmundsson f. 28.9.1905 - 13.6.1928. Sjóliðsforingi í Kaupmannahöfn. Lést af slysförum. Var í Reykjavík 1910.
Arnljótína Ingibjörg Olson (Irene) (1891) Thingvalla, Pembina,
Arnljótína Ingibjörg Olson (Irene) (1891)
Guðmundur Pétursson (1897-1987) Blöndubakka
Guðmundur Pétursson 8. febrúar 1897 - 30. júní 1987 Leigjandi á Skólavegi 7, Vestmannaeyjum 1930. Heimili: Björnólfsst., Hún. Var í Höfðakoti, Höfðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Höfðahreppi. Blöndubakki 1930-1944. Karlsminni 1910. Hann var ókvæntur og barnlaus.
Guðmundur Pétursson frá Höfðakoti andaðist 30. júní á Héraðshælinu Blönduósi.
Síðustu árin dvaldi hann á Ellideild Héraðshælisins. Útför Guðmundar fór fram frá Hólaneskirkju 7. júlí og var hann jarðsettur í Spákonufellskirkjugarði.
Soffía Pétursdóttir Líndal (1901-1990) Holtastöðum
Soffía Pétursdóttir Líndal - Minning fædd 9. nóvember 1901 á Tjörn á Skaga dáin 18. apríl 1990. Góð og mikilhæf kona er fallin frá. Í áratugi var hún húsfreyja á höfuðbólinu Holtastöðum í Langadal, mannmörgu menningarheimili, og naut ástar og virðingar allra semþar dvöldust eða heimilinu kynntust. Alltaf var hún í nánum tengslumvið Holtastaði og vorið 1938 urðu þáttaskil í lífi hennar, er hún gekk í hjónaband með Jónatan Líndal bónda og hreppstjóra þar, sem þá var orðinn ekkjumaður. Það voru margir sem töldu, að sæti Guðríðar yrði vandfyllt og höfðu efasemdir um nýju húsfreyjuna. Fljótt kom í ljós að reisn Holtastaðaheimilisins varð ekki minni en áður með Soffíu við stjórnvölinn, og Jónatan naut þess að hafa góða konu sér við hlið á þessu síðara skeiði ævi sinnar. Þau voru einstaklega samstíga í hjónabandi sínu og áttu vel skap saman. Heimilisbragurinn einkenndist annars vegar af reglufestu og hins vegar af glaðværð og mannlyndi. Fólki var haldið að vinnu, en það átti líka sinn fasta frítíma. Aldrei var t.d. unnið á sunnudögum nema brýna nauðsyn bæri til. Matur var alltaf mikill og góður, enda var Soffía mikil matreiðslukona og myndarleg í öllu er laut að heimilisstörfum. Þau báru hag síns fólks mjög fyrir brjósti og þetta kunnu bæði vinnufólk og aðkomubörn vel að meta. Marga hef ég hitt, sem dvöldu á Holtastöðum um lengri eða skemmri tíma, og undantekningarlaust hafa þau lýst virðingu og hlýhug til þeirra hjóna og rómað bæði aðbúnaðinn og ekki síður þau þroskandi áhrif sem þau urðu fyrir á heimilinu.
Bærinn stendur nokkuð langt norðan við þjóðveginn skammt frá Orrastaðabergi. Landið er víðáttumikið, mest mýrlendi eða brokflár, en þó klettar og ásar innan um. Það nær frá Fremri-Laxá og Svínavatni norður i Torfavatn, þaðan í Deildartjörn og að landi Hamrakots. Hér hefur löngum verið talin vera mikil og góð fjárbeit og jarðsælt á vetrum. Íbúðarhús byggt 1948 braggi á steyptum grunni, 225 m3. Fjós úr torfi og grjóti fyrir 9 gripi. Fjárhús yfir 280 fjár. Hlaða bogaskemma 780 m3. Tún 38,2 ha. Veiðiréttur í Fremri-Laxá á og Svínavatni.
Páll Jónsson (1875-1932) Sauðanesi
Páll Jónsson f. 15.3.1875 - 24.10.1932. Bóndi í Sauðanesi í Torfalækjarhr., A-Hún. Bóndi í Sauðanesi, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930,
Íbúðar og peningahús standa ofarlega í flatlendu túni undir vesturöxl Norðurenda Langadalsfjalls sem þar rís allhátt í ávalri bungu sem nefnist Mýrarkúla. Beitiland er óskipt með Sturluhóli byggt út úr Efri-Mýrarlandi 1961. Íbúðarhús byggt 1926-1936 368 m3. Fjós fyrir 11 gripi, fjárhús yfir 390 fjár, hesthús fyrir 8 hross. Hlöður 854 m3. Votheysgeymslur 40 m3. Seinna var þar rekið eggjabú. Tún 43 ha. Veiðiréttur í Ytri Laxá
Árið 1877 þegar Fr. Hillebrandt eldri lét reisa verslunarhús á Blönduósi, stóð verslun hans á Hólanesi fremur höllum fæti. Sonur hans og nafni var þá verslunarstjóri á báðum stöðum. Fr. Hillebrandt eldri hafði upphaflega stofnað verslunina árið 1835 á Hólanesi ásamt Ferdinand Bergmann. Hólanesverslun var fyrsta beina samkeppnisverslunin við Húnaflóa við gömlu Skagastrandarverslunina. Mjög stutt var á milli þeirra, þótt venja hafi verið að tala um „Hólanes og Höfða" sem tvo aðskilda verslunarstaði. Gamli verslunarstaðurinn á Skagaströnd var ýmist nefndur eftir Spákonufellshöfðanum eða sveitinni. Brugðust Skagastrandarmenn þá illa við nágrönnum sínum, en gátu þó ekki hindrað það að þeir fengju verslunarleyfi. Hólanesverslunin þótti ganga vel framan af og þótti jafnvel betri en Skagastrandarverslunin.
Árið 1850 gekk Bergmann út úr fyrirtækinu og Hillebrandt eignaðist það einn. Sama ár þurfti hann að taka lán til að halda verslun sinni gangandi og var þá einnig kominn með útibú í Reykjafirði. Rúmum áratug seinna, veturinn 1862, birtist frétt í Þjóðólfi þess efnis að „Hildebrandt á Skagaströnd" hefði selt bú sitt gjaldþrota í Kaupmannahöfn. Þetta mun þó ekki vera rétt. Þennan vetur varð Skagastrandarverslun aftur á móti gjaldþrota. Það voru „Sören Jacobsens sönner" sem boðnir voru upp, og Gudmann kaupmaður á Akureyri keypti verslun þeirra.
Um þetta leyti þurfti Hillebrandt hins vegar að taka stórt lán í Danmörku til að halda sinni verslun gangandi, og var umboðsaðili lánardrottinsins þar J. Chr. V. Bryde. Þar er kominn sá hinn sami og átti seinna eftir að lána Hillebrandt umtalsverðar fjárhæðir. Þetta er einnig sá sami sem lét honum í té verslunarlóðina á Blönduósi, þar sem Hillebrandtshúsið stendur nú. Kaupmaðurinn Fr. Hillebrandt eldri, bjó alla tíð í Kaupmannahöfn og hafði verslunarstjóra yfir versluninni á Íslandi. Sonur hans og nafni, sá Hillebrandt sem Húnvetningar þekktu, mun fyrst hafa komið til Íslands um 1860. Kom hann oft eftir það, oftast bara yfir sumartímann. Frits Berndsen kaupmaður í Karlsminni, sem var skammt frá verslunarstaðnum á Skagaströnd, þekkti Hillebrandt yngra vel. Frits var beykir hjá Skagastrandarverslun þegar hann dvaldi hér mikið á sumrin og segir að Hillebrandt hafi þar löngum verið „en ugelig gjest".
Árið 1866 hjálpaði faðir hans honum til að koma á fót verslun í Kaupmannahöfn, en hún gekk ekki lengi. Árið 1874 setti Hillebrandt eldri son sinn sem verslunarstjóra Hólanesverslunar sinnar. Þá hafði þáverandi verslunarstjóri látist. En í millitíðinni „lánaði" Bryde kaupmaður einn starfsmanna sinna frá Borðeyri, J.G. Möller, þar til Hillebrandt yngri kom til landsins. Bróðir hans Konráð kom einnig til Hólaness, var þar í tvö ár og stytti sér svo aldur. Þriðji bróðirinn, Julius Hillebrandt, mun einnig hafa komið til landsins. Hann var skipstjóri á einu skipa Hólanesverslunar árið 1878, en það strandaði. Hann var að sögn ólíkur bræðrum sínum og föður, glaðlegur og vingjarnlegur. Hillebrandt þótti fremur sérstakur, og hefur Magnús Björnsson frá Syðra-Hóli skráð lýsingu á honum: Hár maður, grannur, útlimalangur, hendur stórar. Allur hrikalegur. Ljóshærður? Ljóst skegg (alskegg). Stórskorinn í andliti og óaðlaðandi, enda mállaus (talaði dönsku alla tíð). Prúðmenni í framgöngu og mesta góðmenni, en drykkfeldur mjög; drakk oft einn. Mjög illa við, að menn hans drykkju. En er hann trúlofaðist og giftist Lucindu Thomsen hætti hann að drekka og varð sem nýr og betri maður þá tíð sem þau nutust.
Við fráfall hennar hvarf lífshamingja hans á ný; hneigðist hann þá enn meir til drykkjuskapar og lifði ekki glaðan dag úr því. Ári eftir að þau giftu sig lést Lucinda af barnsförum, í janúar 1877. Næsta vor reisti Hillebrandt verslunarhúsið á Blönduósi. En ekki var liðið ár þegar kaupmennirnir Munch og Bryde keyptu Hólanesverslunina með öllu tilheyrandi, bæði á Hólanesi, Blönduósi og Borðeyri, auk tveggja skipa og annarra lausamuna. Er ekki annað að sjá en Hillebrandt hafi skuldað þeim orðið andvirði hluta eigna sinna. Hillebrandt yngri hélt samt starfi sínu áfram sem verslunarstjóri á báðum stöðum, var mest á Blönduósi á sumrin og á Hólanesi á veturna.
Magnús Björnsson á Syðra Hóli segir svo frá þessari sölu: Nú skiftu þeir faðir Hillebrandt's og Bryde á Borðeyri (eigendurnir að versluninni á Hólanesi). Bryde sest á Borðeyri. Munck gyðingur keypti þá verslunina á Hólanesi og jafnframt lét hann byggja á Blönduósi verslunarhús.
Ekki er vel ljóst hvernig skilja ber viðskipti þeirra Hillebrandts og Bryde. Til er þinglýstur sölusamningur, og ekki annað að sjá en að þar sé um sölu á eignum Hólanesverslunar að ræða. Greinilegt er þó að mikil tengsl hafa verið milli Hólanesverslunar og Bryde kaupmanns, og síðan „Munch og Bryde". Ekki er þó ljóst á hvern hátt þau voru. Skulduðu Hillebrandtar þeim e.t.v. stórar fjárhæðir, og hlupu þeir þess vegna undir bagga með þeim með byggingalóðir, starfsmenn og peningalán? Munch og Bryde áttu Hólanesvershmina á Blönduósi ekki lengi. Munch keypti Bryde út árið 1881. Tveimur árum síðar var Tryggvi Gunnarsson eigandi hennar. Árið eftir keypti J. G. Möller húsið til að nota sem pakkhús með verslun sinni. Þar með lauk hlutverki hússins sem krambúðar. Lítum nánar á hina upphaflegu krambúð á verslunarstaðnum á Skagaströnd.
Carl Frederik Berndsen (1874-1954) Póstafgreiðslumaður Skagaströnd
Ernst Carl Frederik Berndsen 11. september 1874 - 15. desember 1954 Póstafgreiðslumaður í Skagastrandarkaupstað 1930. Heimili: Hólanes. Kaupmaður á Skagaströnd. Var á Hólanesi, Spákonufellssókn, Hún. 1890. Var á Blönduósi 1892. Bóndi í Hólanesi, Spákonufellssókn, Hún. 1901.