Regína Indriðadóttir (1858-1913) Selkirk og Rvk frá Ytri-Ey

Original Digital object not accessible

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Regína Indriðadóttir (1858-1913) Selkirk og Rvk frá Ytri-Ey

Parallel form(s) of name

  • Regína Sigríður Indriðadóttir (1858-1913) vesturheimi og Rvk frá Ytri-Ey

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

14.7.1858 - 11.10.1913

History

Regína Sigríður Indriðadóttir Friðriksson 14.7.1858 [13.7.1858]- 11.10.1913. Fór til Vesturheims 1889 frá Ytri-Ey, Vindhælishr., A-Hún. Húsfreyja í Reykjavík 1910. andaðist 11. okt. að heimili sínu 356 Simcoe stræti. Winnipeg. Hvar fædd 14. júlí 1868 á Marbæli í Óslandshlíð á Höfðaströnd í Skagafirði.
Regina sáluga ólst upp í föðurgarði til 20 ára aldurs, en þá fór hún í vinnumennsku til ýmsra í nokkur ár. Árið 1885 fór hún aftur heim til föður síns, og tókst þá á hendur ráðskonustörf fyrir hann til ársins 1889, að hún fluttist til Vesturheims, ásamt systur sinni, Mrs. Rósu Gíslason, búsett í Grafton, N. D.

Places

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hennar; Indriði Jónsson 2. ágúst 1831 - 21. apríl 1921. Var á Núpi, Höskuldsstaðsókn, Hún. 1845. Bóndi í Mánaskál, Höskuldsstaðarsókn, Hún. 1870. Bóndi á Kárastöðum o.v. og kona hans; Súsanna Jóhannsdóttir 18.5.1833 - 17.6.1874. Húsfreyja á Kárastöðum o.v. Húsfreyja í Mánaskál, Höskuldsstaðarsókn, Hún. 1870.

Systkini hennar,
1) Indriði Jón Indriðason 3.6.1857 - 5.7.1904. Var á Marbæli, Miklabæjarsókn, Skag. 1860. Var í Mánaskál, Höskuldsstaðarsókn, Hún. 1870. Vinnumaður á Mánaskál, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1880. Fór til Vesturheims 1888 frá Þverá í Norðurárdal, Vindhælishreppi, Hún. Fór aftur 1895 frá Ytri-Ey, Vindhælishr., Hún. Bjó í Winnipeg. Kona hans; Valgerður Jónsdóttir 1857. Fór til Vesturheims 1895 frá Ytri Ey, Vindhælishreppi, Hún.
2) Gísli Jón Indriðason 13.7.1858 - 15.11.1858
3) Rósa Kristín Indriðadóttir 26.1.1860 - 19.5.1934. Fór til Vesturheims frá Ytri-Ey, Vindhælishr., A-Hún. M, 7.2.1891: Björn Gíslason 1852. Var á Neðri Mýrum, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1870. Sennilega sá sem fór til Vesturheims 1889 frá Neðri Mýrum, Engihlíðarhreppi, Hún. Gimli Manitoba
3) Medonía Indriðadóttir 21.7.1861 - 11.12.1935. Vinnukona á Kirkjubæ, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1880. Fór til Vesturheims 1887 frá Kúskerpi, Engihlíðarhreppi, Hún. Maður hennar 14.8.1880; Sigurður Erlendsson 15.8.1855 - 28.5.1917. Var á Strjúgsstöðum, Holtastaðasókn, Hún. 1860. Léttadrengur í Balaskarði, Höskuldsstaðarsókn, Hún. 1870. Vinnumaður á Kirkjubæ, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1880. Fór til Vesturheims 1887 frá Kúskerpi, Engihlíðarhreppi, Hún. Gimli Manitoba.
4) Sigurður Indriðason 14.7.1863 - 25.11.1949. Fór til Vesturheims 1904 frá Akureyri, Eyj. Smiður í Selkirk, Manitoba, Kanada 1916. Kona hans; Þuríður Sigfúsdóttir 14.1.1877 - 2.4.1905. Fór til Vesturheims 1904 frá Akureyri, Eyj.
5) Ingibjörg Guðríður Indriðadóttir 27.12.1867. Fór til Vesturheims 1905 frá Akureyri, Eyj. Maður hennar; Stefán Thorarensen 3.7.1865. Tökubarn á Ásláksstöðum 2, Lögmannshlíðarsókn, Eyj. 1870. Léttadrengur á Laugalandi ytra, Munkaþverársókn, Eyj. 1880. Bóndi á Stóra-Eyrarlandi á Akureyri. Fór til Vesturheims 1905 frá Akureyri, Eyj. Hermaður í kanadíska hernum í fyrri heimsstyrjöld.
6) Sigurlaug Jakobína Indriðadóttir 21. mars 1871 - 15. maí 1953. Ráðskona í Ytri Ey, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1901. Húsfreyja í Reykjavík 1910 og 1930.
Maður hennar; Jónas Hannes Jónsson 26.2.1875 - 12.12.1941. Húsasmiður og fasteignasali í Reykjavík. Tökubarn í Bakkakoti, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1880. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Fasteignasali á Tjarnargötu 10 a, Reykjavík 1930.
7) Kristín Guðmundína Indriðadóttir 21.2.1873 - 2.5.1941. Var á Efri-Skúf, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1880. Var á Ytri-Ey, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1890. Húsfreyja í Ytri-Ey á Skagaströnd. Húsfreyja á Ytri-Ey, Hofssókn, A-Hún. 1930. Maður hennar 17.10.1896; Brynjólfur Lýðsson 3.11.1875 - 27.4.1970. Bóndi og smiður á Ytri-Ey, Hofssókn, A-Hún. 1930. Bóndi í Ytri-Ey í Vindhælishreppi. Var í Sæbóli, Höfðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Höfðahreppi.

Maður hennar 8.7.1900; Guðjón Sólberg Friðriksson 4. nóv. 1867 - 23. jan. 1954. Fór til Vesturheims 1896 frá Haukadal, Þingeyrarhr., Ís. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Fór til Vesturheims 1911. Hermaður í kanadíska hernum í fyrri heimsstyrjöld. Lést á Betel, jarðsett var þar 26.1.1954,
Seinni kona hans 24.7.1938; Nikólína Jónsdóttir Hólm 29. júlí 1868 - 10. nóv. 1959. Var í vistum á Akureyri, m.a. hjá Páli Briem amtmanni. Fór til Vesturheims 1913 frá Akureyri, Eyj. Bjó fyrst hja Þorláki hálfbróður sínum í N-Dakota, síðan í Selkirk.

General context

Regina sáluga var fríðleikskona, hvar sem á var litið, tígurleg og kurteis í allri framkomu og elskuð og virt af öllum, sem henni kynntust og það að verðleikum, því hún hafði alla þá kosti, er konu geta prýtt, / aðlaðandi viðmót, hjálpfýsi við alla, sem hún vissi að voru hjálparþurfi, hreinhjörtuð og tállaus og trúkona mikil alla æfi. Mun hún hafa komist næst því, eftir því sem mannlegum krafti er hægt, að uppfylla þessi boðorð : “Elska skaltu drottinn guð þinn af öllu hjarta, og náungann eins og sjálfan þig”.

Hvað líkamlega hæfileika snerti, var hún enginn eftirbátur, því hún lagði gjörva hönd á flest, sem kvenfólk tíðkar í þeim efnum, en sérstaklega var henni sýnt um útsaum og hekl, og liggur eftir hana töluvert af því, bæði heima á Fróni og hér. Regina sál. var fremur heilsutæp alla æfi, lá þó sjaldan rúmföst, jafnvel þó hún þyrfti, því viljaþrek og skyldurækt, að standa í stöðu sinni, bægði henni frá því; sérstaklega var það hin síðustu ár, sem hún þjáðist mikið af liðargigt, sem hún gat enga bót fengið á. En svo seint á vetri fann hún fyrst til sjúkdóms þess, er nú varð henni að bana, sem var krabbamein. Byrjaði það fyrst í vinstra brjósti, en var hægfara fyrst í stað, og héldu læknar hérna að það væri ekki hættulegt og vildu ekki skera það. En því miður reyndist það of hættulegt. 1. apríl 1912 byrjaði þó Regina sál. á lækningatilraunum Mrs. F. Russell og dvaldi þar í 16 vikur, og kvað eða hélt Mrs. Russell, að hún væri albata, en því miður var það ekki svo, því síðastliðinn vetur tók meinsemdin sig upp aftur, og frá þeim tíma mátti heita, að fótaferð hennar væri að mestu lokið. Allan þennan sjúkdóm bar Regina sál. með svo framúrskarandi þolinmæði og umburðarlyndi, að fá dæmi munu vera til, og sofnaði að síðustu í fullri trú um eilífa sælu annars heims.

Relationships area

Related entity

Winnipeg Kanada

Identifier of related entity

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1911-1913

Description of relationship

Húsfreyja þar. lést þar

Related entity

Mánaskál á Laxárdal fremri ((1950))

Identifier of related entity

HAH00370

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar 1870

Related entity

Ytri-Ey í Vindhælishreppi ((1950))

Identifier of related entity

HAH00618

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

var þar 1889

Related entity

Selkirk Manitoba Kanada

Identifier of related entity

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

húsfreyja þar

Related entity

Reykjavíkurborg (877)

Identifier of related entity

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Húsfreyja þar 1910

Related entity

Indriði Jónsson (1831-1921) Ytri-Ey (2.8.1931 - 21.4.1921)

Identifier of related entity

HAH06540

Category of relationship

family

Type of relationship

Indriði Jónsson (1831-1921) Ytri-Ey

is the parent of

Regína Indriðadóttir (1858-1913) Selkirk og Rvk frá Ytri-Ey

Dates of relationship

14.7.1858

Description of relationship

Related entity

Kristín Indriðadóttir (1873-1941) Ytri-Ey (21.2.1873 - 2.5.1941)

Identifier of related entity

HAH06620

Category of relationship

family

Type of relationship

Kristín Indriðadóttir (1873-1941) Ytri-Ey

is the sibling of

Regína Indriðadóttir (1858-1913) Selkirk og Rvk frá Ytri-Ey

Dates of relationship

21.2.1873

Description of relationship

Related entity

Sigurlaug Indriðadóttir (1871-1953) frá Ytri-Ey (21.3.1871 - 15.5.1953)

Identifier of related entity

HAH09184

Category of relationship

family

Type of relationship

Sigurlaug Indriðadóttir (1871-1953) frá Ytri-Ey

is the sibling of

Regína Indriðadóttir (1858-1913) Selkirk og Rvk frá Ytri-Ey

Dates of relationship

21.3.1871

Description of relationship

Related entity

Sigurlaug Indriðadóttir (1871-1953) frá Ytri-Ey (21.3.1871 - 15.5.1953)

Identifier of related entity

HAH09184

Category of relationship

family

Type of relationship

Sigurlaug Indriðadóttir (1871-1953) frá Ytri-Ey

is the sibling of

Regína Indriðadóttir (1858-1913) Selkirk og Rvk frá Ytri-Ey

Dates of relationship

21.3.1871

Description of relationship

Related entity

Rósa Indriðadóttir (1860-1934) frá Ytri-Ey. Minnesota (26.1.1860 - 19.5.1934)

Identifier of related entity

HAH06280

Category of relationship

family

Type of relationship

Rósa Indriðadóttir (1860-1934) frá Ytri-Ey. Minnesota

is the sibling of

Regína Indriðadóttir (1858-1913) Selkirk og Rvk frá Ytri-Ey

Dates of relationship

26.1.1860

Description of relationship

Related entity

Kárastaðir Höfðakaupsstað ((1930))

Identifier of related entity

HAH00709

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Kárastaðir Höfðakaupsstað

is controlled by

Regína Indriðadóttir (1858-1913) Selkirk og Rvk frá Ytri-Ey

Dates of relationship

1874

Description of relationship

Bústýra föður síns

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH04768

Institution identifier

IS-HAH

Rules and/or conventions used

Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsingar er þeim bætt við innan hornklofa [ ], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ skráning 4.5.2023

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

®GPJ ættfræði 4.5.2023
Íslendingabók
Heimskringla 13.11.1913. https://timarit.is/page/2154792?iabr=on
Austri 21.11.1899. https://timarit.is/page/2215797?iabr=on

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places