Þórdís Hjálmarsdóttir (1960) skrifstofustjóri Blönduósi
- HAH06213
- Person
- 13.11.1960 -
Þórdís Hjálmarsdóttir (1960) skrifstofustjóri Blönduósi
Þórdís Gunnlaugsdóttir (1841-1917) Þverá V-Hvs
Þórdís Gunnlaugsdóttir 6. júlí 1841 - 17. janúar 1917. Fósturbarn í Huppahlíð, Staðarbakkasókn, Hún. 1845. Húsfreyja í Tjarnarkoti, Melstaðarsókn, Hún. 1870. Húsfreyja á Þverá, Efranúpssókn, Hún. 1880. Húsfreyja á Búrfelli í Miðfirði. Vinnukona í Meli, Melssókn í Miðfirði, Hún. 1901.
Þorbjörg Sveinbjarnardóttir (1946-2006) Reykjavík
Þorbjörg Sveinbjarnardóttir fæddist í Reykjavík 18. ágúst 1946. Þorbjörg ólst upp hjá foreldrum sínum í Sandgerði þar til hún var á fjórða árinu. Þá fór hún í fóstur til frænku sinnar Ólafar Jónsdóttur, f. 1898, d. 1966, sem bjó í Huppahlíð ásamt systkinum sínum, þeim Guðjóni, Jóhannesi, Guðrúnu, Sigurði og Magnúsi, en þau eru nú öll látin og ólst þar upp við venjuleg sveitastörf. Eftir að fóstra hennar lést árið 1966 tók hún við húsmóðurstörfum í Huppahlíð og var það hennar starfsvettvangur upp frá því.
Árið 1968 taka Þorbjörg og sambýlismaður hennar Helgi Björnsson, f. 13. október 1947, við búskap í Huppahlíð.
Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut sunnudaginn 19. febrúar 2006. Útför Þorbjargar var gerð frá Staðarbakkakirkju í Miðfirði 4.3.2006 og hófst athöfnin klukkan 14.
Þorbjörg Snorradóttir (1848-1927) Núpi Dýrafirði frá Klömbrum
Þorbjörg Snorradóttir 22. september 1848 [20.9.1848] - 9. september 1927 Húsfreyja á Núpi í Dýrafirði og víðar. Var í Klömbrum, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1860. Vinnukona í Klömbrum 1870. Var á Söndum, Sandasókn, V-Ís. 1880. Húskona , ekkja, í Meðaldal, Sandasókn, Ís. 1890. Var í Meðaldal, Sandasókn, V-Ís. 1901. Stjúpa húsfreyju. Ekkja 1888. Flutti til Reykjavíkur 1918. Síðast bús. í Reykjavík.
Þorbjörg Sigurðardóttir (1899-1928) Ólafsfirði frá Hvammi á Laxárdal fremri
Þorbjörg Sigurðardóttir 3. september 1899 - 27. desember 1928. Húsfreyja í Enni Blönduósi.
Þorbjörg Kristmundsdóttir (1841-1923) Sveinsstöðum
Þorbjörg Kristmundsdóttir 13. nóvember 1841 - 5. maí 1923. Húsfreyja á Sveinsstöðum í Þingi, A-Hún.
Þorbjörg Jóhannesdóttir (1871-1950) Huppahlíð Miðfirði
Þorbjörg Jóhannesdóttir 8.1.1871 - 20.4.1950. Var í Efranesi, Stafholtssókn, Mýr. 1880. Húsfreyja í Huppahlíð, Staðarbakkasókn, Hún. 1901. Húsfreyja í Huppahlíð, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930.
Þorbjörg Helgadóttir (1839-1929) ljósmóðir Marðarnúpi
Þorbjörg Helgadóttir 6. nóvember 1839 - 28. apríl 1929. Barn í Gröf, Þingeyrarsókn, Hún. 1845. Húsfreyja og ljósmóðir að Marðarnúpi, Áshr., A-Hún. Húsfreyja í Gröf, Þingeyrasókn, Hún. 1870.
Þorbjörg Hallmannsdóttir (1916-2003) Króki í Ölfusi
Húsfreyja á Króki í Ölfusi og síðar á Selfossi. Síðast bús. á Eyrarbakka. Var í Gerðahr., Gull. 1920. Var í Lambhúsum, Útskálasókn, Gull. 1930.
Þorbjörg Hallmannsdóttir fæddist í Lambhúsum í Garði 17. janúar 1916. Þau Þorbjörg og Óskar hófu búskap á Króki í Ölfusi árið 1943 og bjuggu þar til ársins 1977. Þá fluttist hún á Selfoss. Frá árinu 1998 bjó hún á dvalarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka.
Hún andaðist sunnudaginn 14. september 2003 á Hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi á Stokkseyri. Þorbjörg var jarðsett frá Kotstrandarkirkju 22.9.2003 og hófst athöfnin klukkan 14.
Þorbjörg Halldórsdóttir (1885-1970) Réttarholti
Var á Finnstöðum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var í Réttarholti, Höfðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Höfðahreppi.
Þorbjörg Halldórsdóttir (1851-1895) Auðkúlu
Þorbjörg Halldórsdóttir 12. október 1851 - 18. ágúst 1895. Húsfreyja í Auðkúlu. Var í Laxamýri, Húsavíkursókn, S-Þing. 1860.
Þorbjörg Elín Helga Jónsdóttir (1857) Hjallalandi frá Syðriey
Þorbjörg Elín Helga Jónsdóttir 27.7.1857. Var á Syðriey, Höskuldstaðasókn, Hún. 1860. Tökubarn á Hjallalandi, Undirfellssókn, Hún. 1870. Vinnukona á Hvammi, Undirfellssókn, Hún. 1880. Austurstræti 5 Rvk, 1890, Ráðskona Kötlustöðum Vatnsdal 1920
Þorbjörg Árnadóttir (1823-1895) Reykjum við Reykjabraut
Þorbjörg Árnadóttir 30.11.1823 - 12.5.1895. Húsfreyja á Reykjum. Var vinnuhjú í Tindum, Svínavatnssókn, Hún. 1845.
Þórarinn Þorsteinsson (1861-1945) gullsmiður Borðeyri, Ísafirði og vesturheimi
Þórarinn Ágúst Þorsteinsson 1858 [9.8.1859] - 15.12.1945. Var í Vatnsfirði, Vatnsfjarðarsókn, Ís. 1860. Tökubarn í Görðum, Garðasókn, Gull. 1870. Gullsmiður á Borðeyri og Ísafirði. Gullsmiður, fór til Vesturheims 1892 frá Ísafirði, Eyrarhreppi, Ís. Gullsmíðameistari á Ísafirði 1920. Gullsmiður á Ísafirði 1930. Ókv 1920.
Þóra Sigurgeirsdóttir (1913-1999) hótelstýra Blönduósi
Þóra Sigurgeirsdóttir fæddist á Ísafirði 12. september 1913. Hún lézt á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 9. maí síðastliðinn. Þóra Sigurgeirsdóttir, rak lengi hótel á Blönduósi, ásamt manni sínum Snorra heitnum Arnfinnssyni búfræðingi
Útför Þóru Sigurgeirsdóttur fór fram frá Blönduósskirkju laugardaginn 15. maí.
Þóra Ósk Kristófersdóttir ( 1935-2006) Reykjavík
Þóra Ósk Kristófersdóttir 8.8.1935 - 29.4.2006. Reykjavík. Kvsk 1964-1965.
Þóra Jónsdóttir (1953) Hjaltabakka
Þóra Þuríður Jónsdóttir 6. júlí 1953. Var á Hjaltabakka, Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Hjúkrunarkona.
Þóra Jóhannsdóttir (20.10.1887) frá Stafholti.
Þóra Guðjónsdóttir (1867-1947) gestgjafi Borðeyri
Þóra Guðjónsdóttir 5. ágúst 1867 - 31. desember 1947. Ekkja á Frakkastíg 22, Reykjavík 1930. Var á Staðarhóli, Stóraholtssókn, Dal. 1870. Húsfreyja á Borðeyri.
Þóra Bragadóttir (1953-2001) kaupmaður Reykjavík
Þóra Guðlaug Bragadóttir kaupmaður fæddist í Reykjavík 17. ágúst 1953.
Hún lést í Reykjavík 8. ágúst 2001. Útför Þóru fór fram frá Háteigskirkju 17.8.2001 og hófst athöfnin klukkan 13.30.
Þór Jóhannesson (1917-2010) Þórisstöðum, Svalbarðsströnd
Þór Jóhannesson fæddist á Þórisstöðum, Svalbarðsströnd, Suður-Þingeyjarsýslu 6. júlí 1917. Hann lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 3. apríl 2010.
Var á Þórisstöðum, Svalbarðssókn, S-Þing. 1930. Bóndi og búfræðingur á Þórisstöðum, í Þórsmörk og síðar á Hálsi í Fnjóskadal, gerðist þá verslunarmaður á Svalbarðseyri, síðast bús. á Akureyri.
Þór var jarðsunginn frá Akureyrarkirkju, 12. apríl 2010, og hefst athöfnin kl. 13.30.
Theódóra Hjartardóttir (1913-2000) Tannstöðum
Theódóra Hjartardóttir fæddist á Jaðri í Hrútafirði 22. maí 1913. Var á Tannstöðum, Staðarsókn, V-Hún. 1920. Vinnukona á Tannstöðum, Staðarsókn, V-Hún. 1930. Síðast bús. í Hvammstangahreppi.
Hún lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga 21. janúar 2000 og fór útför hennar fram frá Stað í Hrútafirði 27. janúar.
TH Einarsson ljósmyndari Tannstaðabakka 1902-1907
Ljósmyndari Tannstaðabakka frá því skömmu eftir aldamótin 1900 til 1907.
Teitur Teitsson (1855-1923) Víðidalstungu
Teitur Teitsson 19. júlí 1855 - 18. júlí 1923. Bóndi í Víðidalstungu í Þorkelshólshr., V-Hún. Bóndi á Ægissíðu, Vesturhópshólasókn, Hún. 1901
Teitur Björnsson (1915-1998) Brún, Reykjadal
Bóndi á Brún í Reykjadal og sveitarstjórnarmaður í Reykdæla- og Reykjahreppum, Þing. Var á Brún, Einarsstaðasókn, S-Þing. 1930.
Teitur Björnsson var fæddur á Hallbjarnarstöðum í Reykjadal í S-Þingeyjarsýslu 14. október 1915.
Hann andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 26. október 1998. Banamein hans var krabbamein. Útför Teits Björnssonar fór fram frá Einarsstaðakirkju í Reykjadal 31.10.1998 og hófst athöfnin klukkan 14.
Sverrir Sigurðsson (1916-1996) Arnarvatni, Mývatnssveit
Sverrir Sigurðsson, húsasmíðameistari á Akureyri, var fæddur á Arnarvatni í Mývatnssveit 4. febrúar 1916.
Húsasmíðameistari á Bakkagerði í Borgarfirði eystra, N-Múl og síðar á Akureyri. Var á Arnarvatni, Skútustaðasókn, S-Þing. 1930.
Hann lést 5. desember 1996. Útför Sverris fór fram frá Akureyrarkirkju 13.12.1996 og hófst athöfnin klukkan 13.30.
Sveinn Þórarinsson (1945) Blönduósi
Sveinn Þórarinsson f. 22. september 1945. Var í Árbæ, Blönduóshr., A-Hún. 1957.
Sveinn Sveinsson (1890-1932) Tjörn
Sveinn Mikael Sveinsson 29.9.1890 - 6.4.1932. Bóndi á Tjörn, Hofssókn, A-Hún. Bóndi þar 1930.
Sveinn Kristófersson (1844-1911) Enni A-Hvs
Sveinn Kristófersson 5. júní 1844 - 13. júlí 1911. Bóndi í Enni, Höskuldsstaðarsókn, Hún. Var þar 1870. Drukknaði í Blöndu.
Sveinn Kjartansson (1943) fræðslustjóri
Sveinn Jónsson (1872-1963) Grímstungu
Sveinn Jónsson 23.7.1872 - 25.2.1963. Var á Bergstöðum, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930. Heimili: Grímstunga, Vatnsdal Lausamaður í Grímstungu. Ókvæntur og barnlaus.
Sveinn Jónsson (1851-1892) frá Þverá Vesturhópi, fór vestur um haf 1888
Sveinn Jónsson 5.10.1851 - 10.5.1892. Vinnumaður í Gröf, Þingeyrasókn, Hún. 1870. Fór til Vesturheims með skipinu Copeland frá Stykkishólmi 1888 frá Hlíð Kirkjuhvammshreppi, Hún.
Sveinn Jónsson (1845) Viðvík Skagaströnd 1920, frá Hnjúkum
Sveinn Jónsson 22.6.1845. Ráðsmaður Hafursstaðakoti 1890, leigjandi Lækjarbakka 1910 og Viðvík Skagaströnd 1920, frá Hnjúkum. Ókvæntur
Sveinn Jónatansson (1851-1936) Hrauni á Skaga frá Tjörn
Sveinn Jónatansson 4.2.1851 - 14.6.1936. Stenjastöðum [Steinnýjarstöðum] 1855, Víkum 1860, Þangskála 1870 og 1880. Bóndi á Hrauni á Skaga, Skag. Var þar 1890 og 1910. Kelduvík 1920. Bóndi, sjómaður og hákarlaformaður. Var á Tjörn, Hofssókn, A-Hún. 1930.
Sveinfríður Sigurpálsdóttir(1948) hjúkrunarfræðingur MS
Sveinbjörn Jónsson (1894-1979) Snorrastöðum Kolbeinsstaðahreppi
Aðfaranótt 19. janúar lést merkisbóndinn Sveinbjörn á Snorrastöðum i Kolbeinsstaðahreppi. Sveinbjörn fæddist að Snorrastöðum 4. sept. 1894 og var því á 85. aldursári er hann lést. Hann var sonur hjónanna Jóns Guðmundssonar (1835-1916) og konu hans Sólveigar Magnúsdóttur (1850-1922).
Systkin hans voru:
Magnús Jónsson, 4. febr. 1878 - 9. ágúst 1955
Guðrún Elísabet Jónsdóttir, 25 ágúst 1884 - 9. júní 1916
Margrét Jónsdóttir, 4 ágúst 1888 - 21. júní 1968
Stefán Lýður Jónsson, 10 marz 1893, 9. des. 1969
Kristján Jónsson, 24 apríl 1897 - 31. ágúst 1990
Hann ólst upp á Snorrastöðum i hópi margra systkina á miklu menningarheimili. Tvítugur fór hann til náms á Hvitárbakkaskóla til Sigurðar Þórólfssonar og var þar tvo vetur 1914-1916. Að námi loknu sneri hann aftur heim og vann að búi foreldra sinna fyrst i stað. Hann tók að sér barnakennslu i Kolbeinsstaðahreppi haustið 1919 og var kennari i sex vetur samfleytt að mestu og einn vetur jafnframt i Miklaholtshreppi. Síðan varð hlé í fjóra vetur. Þá tók hann við kennslustarfi aftur og hélt því samfellt til 1959 eða í 30 vetur. Hann hóf búskap á Snorrastöðum ásamt Magnúsi bróður sinum 1922 og bjuggu þeir i sambýli til þess að Magnús lést 1955. Í fyrstu stóð Margrét systir þeirra fyrir búi með þeim bræðrum en vorið 1931 kvæntist Sveinbjörn Margréti Jóhanna Sigríður Jóhannesdóttir (1905-1995) frá Haukatungu í Kolbeinsstaðahreppi.
Börn þeirra eru, eftir aldursröð:
Haukur, (6. feb. 1932 - 8. mars 2020) kvæntur Ingibjörgu Jóndóttur. Dóttir þeirra er Branddís Margrét.
Friðjón, (11. mars 1933 - 1. sept. 1990) kvæntur Björk Halldórsdóttur. Dætur þeirra eru Sigríður, Margrét og Halldóra Björk.
Jóhannes Baldur (29. júní 1935 - 23. okt. 2002). Var kvæntur Sigrúnu Ólafsdóttur. Börn þeirra eru Margrét J.S. og Ólafur Daði.
Kristín Sólveig, (17. mars 1941 - 8. mars 1992) gift Grétari Haraldssyni. Börn þeirra eru Margrét, Jóna Björk og Sveinbjörn Snorri.
Helga Steinunn, (20. jan. 1943) gift Indriða Albertssyni. Börn þeirra eru Helga, Margrét Kristín, Sveinbjörn og Magnús.
Elísabet Jóna. (20. des. 1946) Var gift Baldri Gíslasyni. Börn þeirra eru Stefanía og Gísli Marteinn.
Fyrir hjónaband eignaðist Margrét son, Kristján Benjamínsson, (5. okt. 1923 - 23. okt. 2013) sem kvæntur er Huldu Guðmundsdóttur. Börn þeirra eru Kristín Berglind og Broddi.
Sveinbjörn tók ungur mikinn þátt í félagsmálastarfi sveitar sinnar og héraðs og kom víða við í þeim störfum. Hann hóf félagsmálastörfin eins og margir aðrir ungir menn i ungmennafélaginu Eldborg og formaður þess var hann frá 1920-1930. Þá var hann einn af þeim sem gekkst fyrir stofnun héraðssambands ungmennafélaganna á Snæfellsnesi og var kjörinn i fyrstu stjórn héraðssambandsins á stofnfundi þess 1922 og sat i þeirri stjórn til 1939. Hann var kjörinn heiðursfélagi sambandsins á fjörutíu ára afmæli þess 1962. Sveinbjörn var kosinn i hreppsnefnd 1931 og sat samfellt i hreppsnefndinni til 1942 en þá varð hlé á til 1950 að hann var kosinn aftur í hreppsnefndina og sat þá i henni átta ár sem oddviti. En oddviti var hann alls í 12 ár. Sýslunefndarmaður var hann 1946-1950. Hann var kosinn i sóknarnefnd 1929 og jafnframt safnaðarfulltrúi fyrir Kolbeinsstaðakirkju. Hann lét sér mjög annt um málefni kirkjunnar og var mjög lengi i safnaðarstjórn. Sveinbjörn var mjög oft fulltrúi sveitar sinnar á búnaðarsambandsfundum og einnig var hann oftsinnis fulltrúi á fundum Kaupfélags Borgfirðinga. Hann hafði mikinn áhuga á framförum á sviði landbúnaðar og taldi að samvinna bænda gæti leyst ýmis vandamál bændastéttarinnar. Hann sat stofnfund Ræktunarsambands Snæfellinga og studdi þann félagsskap með ráðum og dáð fyrstu bernskusporin. Sveinbjörn var kosinn í nýbýlanefnd Snæfellinga 1946 og átti lengi sæti i henni. Þá átti hann sæti i yfirskattanefnd sýslunnar frá 1951-1962. Og enn fleiri félagsstörfum sinnti hann. T.d. var hann formaður slysavarnarfélags Kolbeinsstaðahrepps. Einnig var hann námsstjóri i þrjú ár i sex hreppum á sunnanverðu Snæfellsnesi og á Mýrum, þ.e. 1931-1933. Það mátti segja að um áratugi væri Sveinbjörn einn mesti félagsmálamaður á Snæfellsnesi og hann kæmi nær alls staðar við sögu i því efni. Hann var skemmtilegur fundarmaður, — gamansamur í ræðuflutningi og talaði gott mál enda fjöllesinn og sérlega næmur á þau efni. A Snorrastöðum var bókleg iðja stundu meir en títt er almennt, og ef gesti bar þar að garði var gjarnan rætt um bókmenntir og félagsmál. Var þá oft glatt á hjalla og stundin fljót að líða. Snorrastaðaheimilið hefur verið menningarsetur og margur hefur komið þangað og notið þess að fræðast og gleðjast af viðræðum við heimilisfólkið. Þjóðleg gestrisnihefur verið rækt þar eins og best verður gert. Snorrastaðir liggja suðaustanvert við Eldborgarhraun. Land jarðarinnar stórt og gott. Ræktunarland er mikið og beitiland er einnig viðáttumikið. Þar ilmar sterkt í gróandanum á vorin. Selveiði er í Kaldárósi og lítils háttar veiði í Kaldá. Skóglendi er i Eldborgarhrauni. Bæjarstæði er fagurt og hlýlegt. Um skeið var Haukur Sveinbjörnsson I félagsbúi með foreldrum sinum uns hann kvæntist og byggði nýbýlið Snorrastaði II 1968-1970. Færðist búskapurinn þá meir á hans hendur. Búskapar umsvif voru lengst af mikil og hefur fjölskyldan verið samhent við dagleg störf og farist farsællega búreksturinn. Sveinbjörn varð fyrir því að veikjast á góðum starfsaldri eða um sextugt. Dró hann þá smám saman úr búskaparumsvifum, þó hann nyti í því efni bróður síns Kristjáns, sem alla tíð hefur verið í búskapnum með honum, auk þess sem börnin voru þá flest uppkomin og aðstoðuðu eftir getu. Þennan sjúkdóm losnaði Sveinbjörn aldrei við og dró hann sig því í hlé bæði í félagsmálum og einnig smám saman í búskapnum líka. En með lítilli áreynslu leið honum miklu betur og var jafnan hress og glaður til hinstu stundar.
Sveinbjörn Ingimundarson (1879-1956) útgerðarmaður Seyðisfirði
Sveinbjörn Árni Ingimundarson 26. des. 1879 - 4. ágúst 1956. Var á Tungubakka, Holtastaðasókn, Hún. 1880. Leigjandi í Erlendshúsi, Seyðisfjarðarkaupstaður, N-Múl. 1901. Útgerðarmaður á Seyðisfirði 1930.
Sveinbjörn Hjálmarsson (1905-1974) Seyðisfirði
Sveinbjörn Jón Hjálmarsson 29.12.1905 - 5.12.1974. Verkamaður. Daglaunamaður á Seyðisfirði 1930. Síðast bús. á Seyðisfirði. Formaður verkamannafélagsins Fram.
Sveinbjörg Gróa Sveinsdóttir (1853-1935) vk Blönduósi 1880
Sveinbjörg Gróa Sveinsdóttir 27.12.1853 - 30.12.1935. Kúskerpi 1855, tökubarn Hólabæ 1860, vinnukona Núpsöxl 1870 [sögð þar heita Sigurbjörg Gróa] í Hvammi, Holtastaðasókn, stödd á Blönduósi, Hjaltabakkasókn, Hún. 1880. Flutti 1881 frá Hvammi að Refsstöðum. Var á Refsstöðum á Laxárdal, A-Hún 1882. Húsfreyja á Laugavegi, Reykjavík. 1901. Húsfreyja í Reykjavík 1910.
Sveinbjörg Brynjólfsdóttir (1883-1966) Stóradal
Sveinbjörg Brynjólfsdóttir 12. október 1883 - 2. maí 1966. Húsfreyja í Stóradal, Svínavatnssókn, A-Hún. Húsfreyja þar 1930. Var í Stóradal, Svínavatnshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Svínavatnshreppi.
Svava Þorleifsdóttir (1886-1978) kennari frá Skinnastöðum Snæf frá E-Núpi
Svava Þorleifsdóttir 20.10.1886 - 7.3.1978. Kennari og skólastjóri, síðast bús. í Reykjavík. Ógift
Svava Sigmundsdóttir (1916-2011) Björgum
Var á Björgum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var á Björgum II, Skagahr., A-Hún. 1957. Húsfreyja á Björgum á Skagaströnd og síðar á Hofsósi. Einkabarn.
Svava Sigmundsdóttir fæddist á Björgum í Skagabyggð 29. júní 1916. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki 30. maí 2011.
Útför Svövu var gerð frá Hofsóskirkju 4. júní 2011 og hófst athöfnin kl. 16
Svava Eggertsdóttir (1918-2012) Haukagili
Svava Eggertsdóttir 11. maí 1918 - 18. febrúar 2012. Var í Haukagili, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Ógift
Svanlaug Björnsdóttir (1834-1916) Þverá Hallárdal
Svanlaug Björnsdóttir 7.10.1834 - 6.1.1916. Var á Syðriey, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1840. Nefnd Sigurlaug í manntali 1840. Húsfreyja á Þverá, Spákonufellssókn, Hún. 1845. Húsfreyja á Þverá, Spákonufellssókn, Hún. 1890.
Svanhildur Eysteinsdóttir (1921-1983) Þorlákshöfn
Svanhildur Eysteinsdóttir 19.11.1921 - 7.12.1983. Fædd í Meðalheimi Ásum 1921-1928, Hafurstöðum, Hofssókn, A-Hún. 1928-1936 og Blönduósi 1936. Var í Miðgili, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957. Húsfreyja. Síðast bús. í Þorlákshöfn.
Svanfríður Bjarnadóttir (1870-1961) Refsstöðum Holtastaðasókn A-Hvs
Svanfríður Bjarnadóttir 20.3.1870 - 25.6.1961. Húsfreyja á Refsstöðum, Holtastaðasókn, Hún. 1901. Síðar á Skógum á Þelamörk.
Svalbarðseyri er þorp á Svalbarðsströnd við austanverðan Eyjafjörð í landi hins forna höfuðbóls Svalbarðs.
Svalbarðsströnd er blómlegt landbúnaðarhérað og á Svalbarseyri er löng hefð fyrir öflugri þjónustu og starfsemi tengdri landbúnaði. Þar er einnig höfn fyrir smábáta.
Íbúar þar voru 246 þann 1. janúar 2012. Á Svalbarðseyri er grunnskóli sem nefnist Valsárskóli, leikskóli, sundlaug, kjötvinnsla Kjarnafæðis og ýmis þjónusta.
Ferðaþjónusta hefur verið í örum vexti á svæðinu og er iðnaður og þjónustustarfsemi nú höfuðatvinnuvegurinn.
Sumarliði Tómasson (1865-1958) Sumarliðabæ Blönduósi
Verkamaður á Blönduósi, verkamaður þar 1930. Var í Sumarliðabæ, Blönduóshr., A-Hún. 1957.
Sumarliði Maríasson (1921-2010) frá Gullhúsá Unaðsdal N Ís.
Sumarliði Maríasson (1921-2010) frá Gullhúsá Unaðsdal N Ís.
Sturla Jónsson (1875-1916) Miðhópi Víðidal
Sturla Jónsson 2. júlí 1875 - 18. desember 1916. Bóndi í Miðhópi.
Þau hjón festu þau kaup á jörðinni Miðhóp, er áður hafði verið landssjóðsjörð og tóku við búsforráðum. Eignuðust þau eina dóttur barna Herdísi Ingibjörgu, er dvelur nú í Miðhópi, en hún var áður húsfreyja á Sólbakka í Víðidal. Árið 1915 tók Sturla sjúkdóm þann er leiddi hann til dauða, en hann andaðist í desember 1916 eftir þunga legu.
Stella Meyvantsdóttir (1955-2010) Reykjavík
Stella Meyvantsdóttir var fædd í Reykjavík 10. desember 1955. Búfræðingur, fékkst við verslunar- og umönnunarstörf í Reykjavík.
Hún andaðist á Landspítala Fossvogi 26. júlí 2010. Útför Stellu var gerð frá Áskirkju í Reykjavík, 6. ágúst 2010, og hófst athöfnin kl. 13.
Steinvör Sigríður Jakobsdóttir (1884-1914) Litluborg
Var á Sigríðarstöðum, Vesturhópshólasókn, Hún. 1901.
Steinvör Helga Benónýsdóttir (1888-1974) Hvammstanga
Steinvör Helga Benónýsdóttir 22. ágúst 1888 - 26. ágúst 1974. Húsfreyja á Hvammstanga frá 1913 til æviloka. Var á Kambhóli í Víðidalstungusókn, V-Hún. 1890.
Steinunn Theodóra Guðmundsdóttir (1835-1907) prestfrú á Sauðafelli.
Steinunn Theodóra Guðmundsdóttir 29.7.1835 - 13.2.1907. Var í Innri Njarðvík, Njarðvíkursókn, Gull. 1845. Prestsfrú.
Steinunn Steinsdóttir (1840-1915) Eyjólfsstöðum
Steinunn Steinsdóttir 30.12.1840 [29.12.1840] - 9.10.1915. Tökubarn á Eyjólfsstöðum, Undirfellssókn, Hún. 1845. Fósturdóttir á Eyjólfsstöðum 1860. Steinunn var talin laundóttir Sigurðar Sigurðssonar bónda á Eyjólfsstöðum skv. Föðurætt.
Steinunn Helga Kristjánsdóttir (1880) vesturheimi frá Hæli
Steinunn Helga Kristjánsdóttir Benson 20.7.1880. Fór til Vesturheims 1896 frá Hæl, Torfalækjarhreppi, Hún.
Steinunn Guðmundsdóttir Blöndal (1908-1996) Blöndubakka
Fæddist á Melum á Kjalarnesi 5. júní 1908. Var í Miðdal, Saurbæjarsókn, Kjós. 1930. Húsfreyja á Blöndubakka við Blönduós.
Hún lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 4. nóvember 1996. Útför Steinunnar G. Blöndal fór fram frá Blönduóskirkju 16.11.1996 og hófst athöfnin klukkan 14.
Steinunn Guðmundsdóttir (1852-1896) Refsstað og Þverárdal á Laxárdal fremri
Steinunn Guðmundsdóttir frá Mörk í Laxárdal, húsfreyja, f. 16. október 1852, d. 25. janúar 1895. Þau Brynjólfur bjuggu í fyrstu á Refsstöðum í Laxárdal í A-Hún., en síðan í Þverárdal þar. Þau bjuggu þar 1890. Hjá þeim var Hildur móðir hans og Páll Vídalín bróðir hans. Húsfreyja á Refsstöðum og í Þverárdal. Húsfreyja í Þverárdal, Bólstaðarhlíðarsókn, Hún. 1890. „Í tæpu meðallagi vexti, rjóð í andliti og skipti vel litum, með mikið og fallegt ljósjarpt hár“, segir í Heima og heiman.
Steinunn Frímannsdóttir (1863-1947) Akureyri frá Helgavatni
Steinunn Frímannsdóttir 12. maí 1863 - 10. júlí 1947. Húsfreyja á Akureyri. Var á Þingeyrum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930
Steinunn Erlendsdóttir (1826-1898) Mörk Laxárdal fremri
Steinunn Erlendsdóttir 21.2.1826 - 23.1.1898. Vinnuhjú í Kolagili, Víðidalstungusókn, Hún. 1845. Húsfreyja í Mörk í Bólstaðarhlíðarsókn, Hún. 1870. „Skarpgreind, ör og kát á heimili og viðræðu, ráðrík og rausnarleg, vinnuhörð og kjarkmikil, útsjónargóð til allrar vinnu og framkvæmda, vefari góður og handlagin til sauma, minnug og snjöll í hugarreikningi og bókhneigð“, segir í Heima og heiman.
Steinunn Bjarnadóttir (1870-1956) Harastöðum Vesturhópi
Steinunn Bjarnadóttir 31.7.1870 - 13.3.1956. Var í Steinnesi, Þingeyrasókn, Hún. 1870. Tökubarn Kornsá 1880, Húsmannsfrú á Hvoli, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1901. Húsfreyja á Harastöðum, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1920 og 1930.
Steinunn Bjarnadóttir (1869) kennari í Chicago
Steinunn Bjarnadóttir 14. nóvember 1869. Var í Þórormstungu, Grímstungusókn, Hún. 1870. Námsmey í Kvennaskólanum, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1890. Kennslukona, fór til Vesturheims 1900 frá Þórormstungu, Áshreppi, Hún. Var í Chicaco, Cook, Illinois, USA 1920. Var í Chicaco, Cook, Illinois, USA 1930. Ekkja í Chicaco, Cook, Illinois, USA 1940.
Steinn Torfason Steinsen (1838-1883) prestur Hjaltabakka 1862-1870
Steinn Torfason Steinsen 4.4.1838 - 27.7.1883. Var í Reykjavík 1845. Aðstoðarprestur á Hofi í Vopnafirði 1862, prestur á Hjaltabakka á Ásum, Hún. 1862-1870. Prestur í Hvammi, Hvammssókn í Hvammssveit, Dal. 1870 og 1880. Prestur í Hvammi 1870-1881. Síðast prestur í Árnesi, Strand. frá 1881 til dauðadags.
Steingrímur Viktorsson (1949) Selfossi
Steingrímur Viktorsson 20. sept. 1949, kjötiðnaðarmaður Selfossi og hestamaður. Hvanneyri 1966.
Steingrímur Helgason (1864-1894) organisti Svínavatni
Steingrímur Helgason 18.12.1864 - 8.5.1894. Var á Svínavatni, Svínavatnssókn, Hún. 1870, 1880 og 1890. Organisti.
Stefanía Guðmundsdóttir (1953) Blönduósi
Stefanía Theodóra Guðmundsdóttir 15. október 1953. Var í Húsi Guðmundar Theodórssonar, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Sérkennari,
Stefanía Andrea Guðmundsdóttir (1873-1918) Djúpavogi, Kvsk Ytri-Ey 1891
Stefanía Andrea Vilhelmína Guðmundsdóttir 28.3.1873 - 6.11.1918. Húsfreyja á Djúpavogi. Námsmey Kvennaskólanum á Ytri Ey 1891, frá Torfastöðum Vopnafirði.
[Maki 1; Björn Árnason (1870-1932) hreppstjóri á S- Ey. (ekki getið sem maka í umfjöllun um Björn í Æ AHún), líklega bull.]
Stefán Sveinsson (1883-1930) sölustjóri Hvammstanga 1910, kennari Siglufirði
Stefán Sveinsson 23.1.1883 - 9.8.1930. Kennari og síðar verkstjóri í Reykjavík. Kennari á Siglufirði 1917. Tökubarn Goðdölum 1890. Vinnumaður Breiðabólsstað í Vesturhópi 1901. Þing og fundarhúsinu Hvammstanga 1910.
Stefán Sveinsson (1842-1934) Dalgeirsstöðum
Var á Syðri-Þverá í Breiðabólstaðarsókn, Hún., 1845. Bóndi á Dalgeirsstöðum, Efri-Núpssókn, Hún. 1901.
Stefán Scheving Thorsteinsson (1931-2011) . Búfjárfræðingur
Stefán Jón Sch. Thorsteinsson fæddist á Blönduósi 22. desember 1931. Hann andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík 20. ágúst 2011.
Stefán ólst upp á Blönduósi fram til 11 ára aldurs en þá flutti fjölskyldan til Reykjavíkur.
Stefán og Erna bjuggu á Hjarðarhaga 52 til ársins 1975 er þau fluttu í Mosfellsdal. Stefán las alla tíð mikið og hafði sérstakan áhuga á Íslendingasögunum, sögulegum skáldsögum, sagnfræði almennt. Einnig hafði hann mikið dálæti á að ferðast um landið og var Barðaströndin í miklu uppáhaldi hjá honum. Stefán var við góða heilsu þar til fyrir fimm árum síðan er hann veiktist alvarlega og náði sér aldrei að fullu eftir það .
Útför Stefáns var gerð frá Mosfellskirkju 30. ágúst 2011 og hófst athöfnin kl. 13.
Stefán Ólafsson (1857-1919) kennari og bóndi Brandagili Hrútafirði og Ísafirði
Stefán Ólafsson 5.6.1857 - 7.1.1919. Fæddur í Reykjavík, Brjánslæk 1880, bóndi Ingunnarstöðum, Geiradalshr., A-Barð. 1883-87, Garpsdal 1890, hreppstjóri í Brandagili í Hrútafirði 1901, kennari á Ísafirði 1910. Bóndi á Ingunnarstöðum, Geiradalshr., A-Barð. 1883-87. Sýslunefndarmaður.
Stefán M Jónsson (1852-1930) prestur Auðkúlu
Stefán Magnús Jónsson 18. janúar 1852 - 17. júní 1930. Prestur á Bergsstöðum í Svartárdal 1876-1885 og síðar á Auðkúlu í Svínadal, Hún. 1885-1920
Stefán Jónsson (1863-1924) Smyrlabergi og Litla-Búrfelli
Stefán Jónsson 20. september 1863 - 29. apríl 1924. Bóndi á Litla-Búrfelli í Svínadal og Smyrlabergi í Torfalækjarhr., A-Hún.
Stefán Helgason (1833-1906) flakkari í V-Hvs
Stefán Helgason 30.8.1833 - 25.5.1906. Var á Saurum, Melstaðarsókn, Hún. 1835. Var á Litlutungu, Staðarbakkasókn, Hún. 1845. Var á Barkastöðum, Staðarbakkasókn, Hún. 1860. Flakkari á Bálkastöðum, Melstaðarsókn, Hún. 1870. Flækingur á Kollafossi, Efranúpssókn, Hún. 1880. Flakkari í Litlutungu, Staðarbakkasókn, Hún. 1901.
Stefán Helgason var sá þeirra farandmanna, sem eg man eftir, er þótti meðal hinna hvimleiðustu. Hann hafði fátt í fari sínu, er til kosta gæti talist, þótt hann hinsvegar væri að mestu láus við þá ókosti, er sumir flakkarar höfðu til að bera. Aldrei heyrði eg hann kendan við óráðvendni, og þótt hann væri flestum illyrtari, er honum mislíkaði, þá var hann laus víð að bera róg og kjaftaslúður milli manna; var venjulega öllu mýkri í umtali en víðiali. Alla jafna var hann mjög hvass í máli; röddin og tónninn eins og hann væri altaf að rífast. En þó var hann kjarklaus gunga, ef á móti var tekið, á. m. k. ef hann hélt að til handalögmáls mundi koma. Hann var þó allmikill vexti og burðalegur. Hefir því tæpast verið mjög ósterkur, ef ekki hefði brostið kjark eða vana til að beita sér við verk eða átök.
Varla mun nokkur þessara flækinga hafa verið jafn óþrifinn og Stefán eða ræfilslegur. Hann át ýmsan óþverra, sem velsæmis vegna er ekki hægt að segja frá eða færa i letur. Einhverju sinni hafði hann stolið ketti, lógað honum og soðið i hvernum á Reykjum í Hrútafirði, og því næst etið með góðri lyst. Sagði hann að
kjötið hefði verið „allra ljómandi besti matur", enda væri það ekki furða, því að kötturinn hefði altaf lifað á úrvalsmat og „ekki gert nokkurt ærlegt handarvik".
Stefán þvoði sér um andlit og hendur úr „eigin vatni", og var þvi oft svell-gljáandi í framan. Rúm þau, er hann svaf í á bæjum, varð jafnan að hreinsa og þrífa á sérstakan hátt og dugði varla, því að alt var krökt og kvikt eftir hann. — Hann var því sjaldan veikominn á bæjum. Og þegar svo ofan á óþrifnaðinn bættist
afskapleg geðvonska, sílfeldar skammir og vanþakklæti fyrir alt, sem honum var gott gert, þá var ekki að undra, þó að hann yrði flestum leiður, enda gekk það oft svo, er hann kom á bæi og baðst gistingar, að hann fékk að vera með því skilyrði, að hann lofaði að koma aldrei oftar á það eða þau heimili, en slík loforð hans gleymdust oftast er frá leið.
Stefán Eiríksson (1872-1907) Refsstöðum Holtastaðasókn A-Hvs
Stefán Halldór Eiríksson 17. apríl 1872 - 21. feb. 1907. Fór 1878 frá Stóraeyrarlandi í Akureyrarsókn að Reykjum í Tungusveit. Var á Reykjum, Reykjasókn, Skag. 1880. Bóndi á Refsstöðum, Holtastaðasókn, Hún. 1901.
Solveig Sigurbjörg Jónsdóttir (1862-1927) fósturd Brún 1870. Syðra-Vatni
Solveig Sigurbjörg Jónsdóttir 27.11.1862 - 4.11.1927. Húsfreyja á Syðra-Vatni og víðar í Skagafirði. Húsfreyja á Syðra-Vatni 1890, Brenniborg 1901, Skóarabæ Sauðárkróki 1910, á sjúklingur á sjúkrahúsi í mt 1920 búsett í Grænahúsi.
Sólveig Fríða Einarsdóttir (1945) Ljósmóðir
fæddist í Vestmannaeyjum 21. ágúst 1945.
Foreldrar hennar voru Einar Guttormsson yfirlæknir, f. 1901, d. 1985 og k.h. Margrét Kristín Pétursdóttir húsmóðir, f. 1914, d. 2001.
Maki (27. des. 1969, skildu): Viðar flugstjóri, f. 20. júní 1945, Hjálmtýs verkstjóra í Keflavík Jónssonar og Guðlaugar dömuklæðskera Jóhannesdóttur frá Seyðisfirði.
Börn: Örlygur, f. 22. febr. 1970; Guttormur Einar, f. 28. marz 1972; Tryggvi, f. 28. apríl 1977; Ingibjörg Elín, f. 14. marz 1985.
Barnsfaðir: Þorsteinn Eyjólfsson rafvirki, f. 29. des. 1937.
Barn: Birgir Eyjólfur, f. 15. apríl 1966.
Fríða stundaði ensku- og ritaranám í Englandi 1961. Hún lauk ljósmæðraprófi við Ljósmæðraskóla Íslands 26. sept. 1969.
Hún var ljósmóðir í Eyjum í 5 mán. 1971 og í 2 mán. 1980; var ljósmóðir við Fæðingaheimili Reykjavíkur 1973 – 1975, við mæðraskoðun í Kópavogi 1977 – 1979; Landspítalann júní 1981 – 1. maí 1982. Hjúkrunarstörf vann hún á Sólvangi í Hafnarfirði 1970-1971 og St. Jósefs spítala í Hafnarfirði 1977-1979; ljósmóðir á Fæðingaheimili Reykjavíkur til 1981, Landspítalanum 1981-1982, Fæðingaheimili Rvk 1983-1984. Hætti þá störfum vegna slyss. Vann síðan á Landspítalanum sumarið 1987.
Solveig Eysteinsdóttir (1862-1914) Tindum
Solveig Eysteinsdóttir 14.3.1862 - 1.1.1914. Var á Orrastöðum, Þingeyrasókn, Hún. 1870. Húsfreyja á Orrastöðum, Þingeyrasókn, Hún. 1890. Húsfreyja í Tindum, Svínavatnssókn, Hún. 1901. Húsfreyja á Sæunnarstöðum, Spákonufellssókn, Hún. 1910.
Solveig Bergljót Stefánsdóttir (1879-1961) vkk Akureyri
Solveig Bergljót Stefánsdóttir 20. febrúar 1879 - 6. júlí 1961. Verkakona á Akureyri. Vinnukona Brandsstöðum 1901, Holti í Svínadal 1910. Ógift bústýra Bjarnastöðum Þingi 1920.
Sölufélag Austur Húnavatnssýslu (1960)
Sölufélag Austur Húnavatnssýslu varð til árið 1960, en hét áður Sláturfélag Austur Húnavatnssýslu og stofnað 27.febrúar 1908.
Sólrún Árnadóttir (1848) Stóra-Ósi Miðfirði
Sólrún Árnadóttir 11.10.1848 - 11.5.1927. Var í Litla-Ósi, Melstaðasókn, Hún. 1860. Bústýra að Stóra Ósi í sömu sveit 1870 og 1927. Tungu 1850. Syðri-Þverá 1855
Sófus Auðunn Blöndal Björnsson (1888-1936) kaupm Siglufirði
Sófus Auðunn Blöndal Björnsson 5.11.1888 - 22.3.1936. Kaupmaður og ræðismaður og síðar skrifstofustjóri á Siglufirði. Skrifstofustjóri á Siglufirði 1930. Raufarhöfn 1890.
Læknishúsinu (síðar Friðfinnshús) Blönduósi 1899-1901.
Soffía Valgerður Ólafsdóttir (1929) Frá Torfustöðum, A-Hún
Soffía Ólafsdóttir (1871-1899) Guðrúnarstöðum Vatnsdal 1890
Soffía 28.8.1871, Guðrúnarstöðum 1880 9 ára og 1890 19 ára
Soffía Guðrún Jónsdóttir (1873-1960) Hvammstanga og Rvk
húsfr. á Hvammstanga. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Baldursgötu 14, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945.
Snorri Þorsteinsson (1930-2014) Fræðslustjóri
Snorri Þorsteinsson fæddist á Hvassafelli í Norðurárdal hinn 31. júlí 1930. Hann lést 9. júlí 2014 á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Foreldrar Snorra voru Þorsteinn Snorrason bóndi, f. 28.8. 1892 á Laxfossi, Stafholtstungum, d. 2.8. 1978, og Sigurlaug Gísladóttir, f. 6.1. 1891 í Hvammi í Norðurárdal, d. 5.6. 1974.
Bróðir Snorra er Gísli Þorsteinsson, f. 15.12. 1935.
Snorri var kvæntur Eygló Guðmundsdóttur, f. 14.12. 1935, d. 1.11. 2012. Foreldrar hennar voru Guðmundur Sölvason verslunarmaður, f. 3.2. 1910, d. 17.6. 1995, og Undína Sigmundsdóttir, f. 6.6. 1912 í Vestmannaeyjum, d. 19.5. 1981. Snorri og Eygló voru barnlaus en Eygló átti dótturina Margréti með fyrri manni sínum Guðjóni Sigurbjörnssyni lækni.
Snorri ólst upp á Hvassafelli og bjó þar þangað til hann tók við starfi fræðslustjóra þá flutti hann í Borgarnes. Hann lauk stúdents prófi frá MR 1952. Hann stundaði nám við Háskóla Íslands í uppeldisfræði, ensku og íslensku og lauk þaðan BA prófi í íslensku og sögu svo og kennsluréttindaprófi í uppeldis- og kennslufræðum. Auk þess sótti hann ýmis námskeið hérlendis og erlendis. Frá 1949 var hann farkennari í Norðurárdal og Þverárhlíð. Þá kennari og síðan yfirkennari við Samvinnuskólann í Bifröst. Hann var lengst af fræðslustjóri Vesturlandsumdæmis og síðar forstöðumaður Skólaskrifstofu Vesturlands. Fyrstu árin sem fræðslustjóri var hann jafnframt framkvæmdastjóri heilsugæslustöðvar Borgarness. Snorri var virkur í félagsmálum og sinnti mörgum árbyrgðarstörfum sem hér verður einungis tæpt á. Hann var í stjórn Ungmennafélagsins Baulu og UMSB á árunum 1949-1958. Hann tók þátt í störfum Framsóknarflokksins á árunum 1949-1971, sat í stjórn FUF í Borgarfirði og var formaður FUF í Mýrasýslu. Hann sat í stjórn SUF og í miðstjórn Framsóknarflokksins og var formaður kjördæmissambands framsóknarmanna í Vesturlandskjördæmi. Hann sat í fyrstu stjórn Kennarasambands Vesturlands og í stjórn Félags fræðslustjóra, hann var einnig fyrsti formaður Sambands verslunarskólakennara. Var formaður Þroskahjálpar á Vesturlandi og í svæðisstjórn um málefni þroskaheftra. Sögufélag Borgarfjarðar var Snorra einkar hugleikið og var hann formaður þess á árunm frá 2000-2014, félagið gaf út Borgfirskar æviskrár ásamt Borgfirðingabók og íbúatali. Snorri var félagi í Rótarý-klúbbi Borgarness og var forseti klúbbsins 2014- 2015. Hann gegndi embætti umdæmisstjóra 1999-2000. Eftir hann liggja bækurnar „Sparisjóður í 90 ár. Saga Sparisjóðs Mýrasýslu 1913-2003“ frá 2004 og „Barna- og unglingafræðsla í Mýrasýslu, 1880-2007“ frá 2009 Snorri skrifaði greinar um bókmenntir og sagnfræði, leikþætti, kennsluefni o.fl.
Snorri Júlíus Bergsson (1881-1922) sjóm Hafnarfirði
Snorri Júlíus Bergsson 20.1.1881 - 11.2.1922. Sjómaður í Hafnarfirði. Söndum, Sandasókn, V-Ís. 1881. Ókvæntur 1920.
Snorri Jónsson (1910-1990) Hléskógum, Höfðahverfi
Snorri Jónsson fæddur 25. febrúar 1910. Verkamaður á Akureyri og í Reykjavík. Vinnumaður á Hóli, Grenivíkursókn, S-Þing. 1930. Síðast bús. í Reykjavík.
Snorri fæddist á Hóli í Höfðahverfi 25. febrúar árið 1910 og hefði hann því orðið áttræður nú í febrúar.
Hann andaðist á Landspítalanum 25. janúar 1990. Jarðsettur föstudaginn 2. febrúar 1990.
Snorri Dalmar Pálsson (1917-2006) Akureyri
Snorri Dalmar Pálsson 28.12.1917 - 2.2.2006. Akureyri. Var á Siglunesi, Siglufirði 1930.
Hildur og Snorri bjuggu á Siglufirði til ársins 1972 þegar þau fluttu til Reykjavíkur.
Slysavarnardeild Þorbjörns Kólka (1951)
Félagið var stofnað 15. desember 1951 og var félagssvæði þess í Skagahreppi. Félagið dró nafn sitt af Þorbirni Kólka hinum nafnkunna sægarpi.
Í fyrstu stjórnina voru kosnir:
Pétur Sveinsson, formaður
Gunnar Lárusson,
Sigurður Pálsson,
Kristinn Lárusson,
Ólafur Pálsson.
Endurskoðendur:
Friðgeir Eiríksson,
Þorgeir Sveinsson.
Skúli Sívertsen (1835-1912) Hrappsey
Skúli Sigurður Þorvaldsson Sívertsen 22.11.1835 - 25.2.1912. Bóndi í Hrappsey á Skarðsströnd, Dal. 1856-90. Var í Reykjavík 1910.
Skátastarf mun hafa hafist á Blönduósi 8. ágúst 1938 og hefur haldist síðan með mislöngum hléum. Síðasti uppgangstíminn hófst 1992 er farið var að þjálfa ungt fólk til foringjastarfa. Stofnaðir voru tveir flokkar á Blönduósi og aðrir tveir á Húnavöllum. Skátarnir störfuðu undir kjörorði skátahreyfingarinnar, „Ávallt viðbúinn".
Starfsemin gekk upp og ofan næstu árin og féllu flokkarnir á Húnavöllum niður svo og allt ylfingastarf. Þegar árið 1996 gekk í garð urðu fundirnir í skátaheimilinu að Blöndubyggð 3 ekki margir því að heimilið skemmdist alvarlega af völdum vatns. Æfðar voru trönubyggingar uppi á Brekku en þar risu margir fínir turnar með rólum og öðru tílheyrandi.
Fermingaskeytasalan hefur verið árlegur viðburður í skátastarfinu og er stærsta fjáröflun félagsins. Í þetta sinn voru umsvifin aðeins minni en oft áður. Skátarnir voru aðeins með skeytasölu er tilheyrði börnum er fermdust í Blönduósskirkju. Eftir fermingar hófst undirbúningur Bjarmafélaga á eitt stærsta skátamót sem haldið hefur verið hér á landi. Um var að ræða Landsmót skáta að Úlfljótsvatni. Landsmótið hófst sunnudaginn 21. júlí með hefðbundnum hætti og stóð yfir í rúma viku. Rammi mótsins var A víkingaslóð og þar var margt gert í anda víkinganna. Sem dæmi má nefna, gönguferðir, vatnasafari og varðeldar. Heimsókn fengum við frá þáverandi forseta, Vigdísi Finnbogadóttur og Landhelgisgæsluþyrlan TF-LÍF sýndi okkur björgunartilþrif. Á mótinu voru um 3.000 skátar, bæði innlendir og erlendir. Reistar voru stórar tjaldbúðir á sex torgum. Þar voru margir háir og stæðilegir turnar er stóðu með blaktandi fánum. Mótinu lauk síðan 28. júlí og héldu Bjarmafélagar heim, sælir og glaðir eftir vel heppnað landsmót. Núverandi stjórn Skátafélagsins Bjarma skipa: Ingvi Þór Guðjónsson félagsforingi, Róbert Lee Evensen sveitaforingi, Kristín Júlíusdóttír gjaldkeri, Charlotta Evensen ritari, Kristján Guðmundsson og Þórmundur Skúlason meðstjórnendur.
Skagstrendingafélagið í Reykjavík (1977-2016)
Átthagafélag brottfluttra Skagstrendinga úr Vindhælishreppi hinum forna. Stofnað 1977 að talið er og hélt dansleiki og átthagamót allt til 2005. Ekki var áhugi fyrir áframhaldandi starfsemi félagsins og var því slitið 2016 og gögnin afhent á Héraðsskjalasafn Austur Húnavatnssýslu 2018.
Skagabyggð er sveitarfélag á vestanverðum Skaga. Það varð til 25. maí 2002 við sameiningu Skagahrepps og Vindhælishrepps. Aðalatvinnuvegir eru sjávarútvegur og landbúnaður. Gildandi aðalskipulag er frá 2010-2030.
Símon Björnsson (1844-1916) Dalaskáld
Símon Björnsson „Dalaskáld“ 2.4.1844 [2.7.1844] - 9.3.1916. Var á Höskuldsstöðum, Miklabæjarsókn, Skag. 1845. Húsmaður á Löngumýri í Vallhólmi, Silfrastöðum í Blönduhlíð og í Gilhaga á Fremribyggð, Skag. Húsmaður í Gilhaga, Goðdalasókn, Skag. 1890. Var „vafalaust eitt afkastamesta alþýðuskáld sinnar samtíðar“ segir í Skagf.1850-1890 III. Orðrómur var um að Símon væri sonur Sigurðar Breiðfjörð skálds, en það er þó alls óvíst.
Sigvaldi Björnsson (1873-1945) Brekkulæk Miðfirði
Sigvaldi Björnsson 16.11.1873 - 13.12.1945. Bóndi og trésmiður á Brekkulæk í Miðfirði, V-Hún. Tökubarn á Efri-Þverá, Vesturhópshólasókn, Hún. 1880. Bóndi og trésmiður á Hvammstanga, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1901. Bóndi á Brekkulæk, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930.
Sigvaldi Björnsson (1858-1947) Skeggstöðum
Jóhannes Sigvaldi Björnsson 9. júlí 1858 - 13. nóvember 1947. Var í Ystagili, Holtastaðasókn, Hún. 1860. Bóndi Brún 1890, á Skeggstöðum 1901 og 1920. Kona hans 26.10.1886; Hólmfríður Bjarnadóttir 25. júlí 1862 - 19. mars 1926 Húsfreyja á Skeggsstöðum. Dóttir þeirra Ólöf (1888-1925) kona Hjálmars á Fjósum.