Ólafía Klemensdóttir (1870-1967) hjúkrunarkona

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Ólafía Klemensdóttir (1870-1967) hjúkrunarkona

Parallel form(s) of name

  • Ólafía Ingibjörg Klemensdóttir (1870-1967)

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

14.11.1870-21.02.1967

History

Ólafía Ingibjörg Klemensdóttir 14. nóv. 1870 - 21. feb. 1967. Var í Austursaltvík, Brautarholtssókn, Kjós. 1880. Vinnukona í Reykjavík 1910. Hjúkrunarkona á Spítalastíg 2 b, Reykjavík 1930. Síðast bús. í Reykjavík.

Places

Kjalarnes
Reykjavík
Danmörk

Legal status

ógift og barnlaus

Functions, occupations and activities

í DAG, fjórða sunnudag í vetri, (14.11.1965) er 95 ára afmæli í Elliheimilinu í Skjaldarvík. Ólafía Klemenzdóttir fyrrverandi hjúkrunarkona í Reykjavík, sem undan farin 9 ár hefur dvalizt á Skjaldarvíkurheimilinu minnist þess nú með vinum sínum þar, að 95 ár eru að baki. Ólafía á ekki börn eða niðja. Í svona hárri elli er tilfinnanlegt, að allt hið fyrra er farið, ættingjar ungu áranna dánir og vinir mið-ævinnar horfnir af vettvangnum. Ólafía Ingibjörg Klemenzdóttir er fædd í Eystri-Saltvík á Kjalarnesi 14. nóv. 1870. Voru foreldrar hennar hjónin Klemenz Björnsson og Ragnheiður Jóhannsdóttir, sem þá bjuggu i Eystri-Saltvík, bæði húnvetnsk að uppruna. Heitir Ólafía eftir langafa sínum Ólafi bónda á Vindihæli Sigurðssyni, föður Guðmundar bónda á Vindhæli föður síra Davíðs á Hofi. — Ólafía var ein 17 systkina, en alsystkyn hennar 8. í þessum stóra hóp ólst Ólafía upp fyrst í Eystri-Saltvík, en síðan í Brautarholti, er faðir hennar fór þangað búnaði sínum. Og í Brautarholtsgarði eru nú óðum að týnast leiði foreldra hennar og margra systkina. Á nítjánda ári réðst Ólafía í hús í Reykjavík. Var þar aldanskt heimili og ekki talað íslenzkt orð. Mun sú reynsla hafa orðið til hagræðis síðar, er leið Ólafíu lá til Danmerkur, en þar stundaði hún hjúkrunarnám, aðallega
í Árósum. Þegar ekki var eftir nema lokaprófið skall styrjöldin á, svo halda varð heim við svo búið. Aftur ætlaði Ólafía að fara utan og ljúka náminu form lega, en læknarnir í Reykjavík
löttu fararinnar og varð ekki af. En eins og aðstæðumar voru mun hafa þótt slæmt að missa Ólafíu burt, jafnvel aðeins um sinn, en allt frá því er hún kom heim frá Danmörku vann hún á vegum Reykjavíkurlæknanna að heimilishjúkrun. Mikil þörf var fyrir sjúkrahjáip í heimahúsum, en erfið skilyrði, ekki sízt hjá Ólafíu Klemenzdóttur, sem alltaf hjúkraði þeim helzt, sem ekki áttu en mest þurftu. Er margs að minnast af löngum starfsferli, þegar hvergi var hlífzt, ein dagur og nótt urðu að einni vöku. Og fyrir alla sína fórnarlund og fátækrahjálp fyrri ára hlýtur Óla fía nú blessun góðrar elli, er hún hefur setzt að í vökulokin, Hún, sem minnist æskunnar á Kjalamesi, dvaldi ung með Dön um og vann sitt mikla ævistarf í Reykjavík, unir vel um' aftaninn norður við Eyjafjörð. Þar hefur húm mætt vináttu framandi fólks og þakkar nærfærni og einstaka velvild Stefáns Jónssonar, forstjóra heimilisins.
Ólafía Klemenzdóttir ber ekki einkenni hins tíuinda áratugs. Erfiði og áreynsla starfsáranna hefur verið henni eðlilegra og kærara en svo, að þess sjái merki eftir á. Hún er há og grannvaxin og ber vel uppi hinn þjóðlega búning. Og hún er svipmikil eins og allir, sem búa yfir miklum gáfum, svipfalleg eins og þeir, sem eru góðir.
Ágúst Slgurðsson,
Möðruvöllum.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar; Klemens Björnsson 25. nóv. 1829 - 22. ágúst 1888. Var á Eyri, Bæjarsókn, Borg. 1835. Bóndi í Saltvík á Kjalarnesi 1870 og 1880og kona hans; Ragnheiður Jóhannsdóttir 1834 - 4. maí 1875. Húsfreyja í Saltvík, Brautarholtssókn, Kjós. 1870. Var í Leirá, Leirársókn, Borg. 1835. Var í Árdal, Hvanneyrarsókn, Borg. 1845.
Seinni kona hans; Hólmfríður Jónsdóttir

Systkini;
1) Halldóra Klemensdóttir 1864. Var í Saltvík, Brautarholtssókn, Kjós. 1870 og 1880.
2) Guðrún Klemensdóttir 30. júlí 1867 - 31. mars 1925. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Guðrún og Björn áttu fleiri börn en Önnu Ragnheiði en þau komust ekki á legg. Eignaðist andvana tvíbura 16.10.1911. Maður hennar; Björn Sveinsson 31. okt. 1864 - 21. júní 1944. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Seglasaumari og um skeið skipstjóri, síðast bús. á Akranesi.
3) Klementína Ragnheiður Klemensdóttir 23. ágúst 1872. Var í Austursaltvík, Brautarholtssókn, Kjós. 1880. Leigjandi í Faktorshúsi í Þingeyrars., V-Ís. 1910.
4) Pétur Klemsensson 4. maí 1874 - 22. jan. 1918. Var í Austursaltvík, Brautarholtssókn, Kjós. 1880. Sjúklingur í Kleppi Reykjavík 1910.
5) Oddrún Klemensdóttir 19. ágúst 1876 - 5. apríl 1963. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Ekkja í Reykjavík 1945. Maður hennar; Jón Lúðvíksson 10. júní 1879 - 23. júlí 1930. Kaupmaður í Reykjavík.
6) Jón Klemensson 10. nóv. 1877 - 21. júlí 1950. Lyftuvörður í Reykjavík. Sambýliskona; Hallgerður Árnadóttir 27. ágúst 1881 - 8. des. 1938. Tökubarn á Grímslæk ytri, Hjallasókn, Árn. 1890. Ráðskona í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Njálsgötu 44, Reykjavík 1930.
7) Ragnheiður Klemensdóttir 28. jan. 1879 - 12. júní 1882.
8) Sigríður Klemensdóttir 17. mars 1880 - 17. okt. 1880.

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH3487

Institution identifier

IS-HAH

Rules and/or conventions used

Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsingar er þeim bætt við innan hornklofa [ ], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation, revision and deletion

MÞ 5.12.2022
GPJ skráning 30.4.2023

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

®GPJ ættfræði 30.4.2023
Íslendingabók

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places