Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Ingibjörg Þórðardóttir (1946-2016) Ölkeldu í Staðarsveit
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
23.11.1946 - 4.10.2016
History
Ingibjörg Þórðardóttir (Inga) fæddist á Ölkeldu í Staðarsveit 23. nóvember 1946. Inga ólst upp á Ölkeldu II í Staðarsveit á Snæfellsnesi og gekk þar í öll störf á búi foreldra sinna eins og tíðkast til sveita. Snæbjörn og Inga kynntust í Staðarsveitinni 1965 þegar Snæbjörn vann þar sem ungur maður við rafmagnsvæðingu sveita landsins og hún sem ráðskona fyrir vinnuflokkinn. Fljótlega hófu þau sambúð í Reykjavík. Einnig bjuggu þau um skeið í Árósum í Danmörku þar sem Snæbjörn var við nám. Eftir það fluttu þau á ný til Reykjavíkur þar sem þau hafa búið síðan. Inga sinnti fyrst og fremst húsmóðurstörfum á heimili þeirra hjóna meðan börnin voru yngri en vann einnig við ýmis störf samhliða. Þegar börnin uxu úr grasi vann Inga m.a. hjá póstinum og síðustu árin starfaði hún í mötuneyti Laugarnesskóla. Inga var mikil hannyrðakona og lék raunar allt annað í tengslum við heimilislífið í höndum hennar. Hún hélt góðum tengslum við sína heimasveit á Snæfellsnesi auk þess sem hún lék lykilhlutverk í æðarbúskap stórfjölskyldunnar á Ásbúðum á Skaga.
Hún varð bráðkvödd á heimili sínu í Reykjavík 4. október 2016. Útför Ingu fór fram frá Laugarneskirkju 12. október 2016, og hófst athöfnin klukkan 13. Jarðsett var í Gufuneskirkjugarði.
Places
Legal status
Hún lagði stund á nám við Húsmæðraskólann á Blönduósi 1964-1965.
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Foreldrar hennar; Þórður Gíslason 15.9.1916 - 29.9.1994. Var á Ölkeldu, Staðastaðarsókn, Snæf. 1930. Bóndi, kennari og skólastjóri á Ölkeldu í Staðarsveit, Snæf. og kona hans; Margrét Jónsdóttir 23. júní 1921 - 1. maí 1994. Var í Vatnsholti, Staðastaðarsókn, Snæf. 1930. Húsfreyja í Ölkeldu í Staðarsveit, Snæf.
Systkini Ingibjargar eru;
1) Gísli Þórðarson f. 1944,
2) Stefán Konráð, f. 1949,
3) Jón Svavar Þórðarson f. 1953,
4) Haukur Þórðarson f. 1954,
5) Signý Þórðardóttir f. 1961,
6) Kristján Þórðarson f. 1963.
Maður hennar 4. maí 1967 Snæbjörn Sveinsson tæknifræðingur, f. 19. september 1946 á Siglufirði.
Börn þeirra eru:
1) Margrét grunnskólakennari, f. 14. febrúar 1967, maki hennar er Axel Sigurjónsson framkvæmdastjóri, f. 10. nóvember 1968. Börn þeirra eru: a) Hrafnhildur Inga, f. 1991, í sambúð með Sigurði Gísla Guðnasyni, f. 1991, b) Snærós, f. 1996, og c) Hrafnkell Snær, f. 2002.
2) Helga grunnskólakennari, f. 11. nóvember 1974, maki hennar er Stefán Eiríksson lögfræðingur, f. 6. júní 1970. Börn þeirra eru: a) Snæbjörn, f. 1998, b) Þorsteinn, f. 2006, og c) Egill, f. 2012. Börn Stefáns af fyrra hjónabandi eru Hlynur Davíð, f. 1989, og Birkir Helgi, f. 1991.
3) Gísli Þórmar verkfræðingur, f. 28. júlí 1977, maki hans er Íris Þórarinsdóttir verkfræðingur, f. 14. desember 1977. Börn þeirra eru: a) Sóley, f. 2003, b) Þórarinn, f. 2008, c) Ingi, f. 2010, og Ægir, f. 2013.
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Maintained by
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ skráning 25.5.2021
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
®GPJ ættfræði 25.5.2021
Íslendingabók
Maintenance notes
Digital object metadata
Access
Filename
Ingibj__rg___rardttir1946-2016lkelduSta__arsveit.jpg
Latitude
Longitude
Media type
Image
Mime-type
image/jpeg