Helga Þorsteinsdóttir (1917-1994) Þorlákshöfn, frá Langholti, Hraungerðissókn

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Helga Þorsteinsdóttir (1917-1994) Þorlákshöfn, frá Langholti, Hraungerðissókn

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

3.11.1917 - 10.2.1994

History

Helga Þorsteinsdóttir 3.11.1917 - 10.2.1994. Var í Langholti, Hraungerðissókn, Árn. 1930. Húsfreyja Þorleifskoti og síðast bús. í Þorlákshöfn.
Hún var fædd í Langholti í Hraungerðishreppi, yngst 14 alsystkina, barna Helgu Einarsdóttur og Þorsteins Sigurðssonar bónda þar. Þrjú barnanna dóu ung að aldri en 11 komust upp.
Móðir Helgu dó í spönsku veikinni, 1918, og var hún því aðeins rúmlega ársgömul þegar móðir hennar lést. Lát góðrar eiginkonu og umhyggjusamrar móður var fjölskyldunni allri mikið áfall en eldri systkinin gengu þeim yngri í móður stað og hvíldi ábyrgðin þá þyngst á herðum Margrétar sem var elst og stóð fyrir heimilishaldinu fyrstu árin eftir lát móður sinnar. Börnin lögðu öll sitt af mörkum þegar þau höfðu aldur til, hjálpuðu til bæði utan húss og innan og unnu baki brotnu að fordæmi föður síns sem var kjarkmikill og atorkusamur.
Fjölskyldan var mjög samhent og hefur verið æ síðan þar eð systkinin vöndust því frá blautu barnsbeini að treysta hvert á annað.
Jarðarförin fór fram frá Þorlákskirkju í Þorlákshöfn 19.2.1994.

Places

Legal status

Kvsk á Blö 1937-1938

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hennar; Þorsteinn Sigurðsson 25.4.1869 - 1.12.1935. Var í Langholti í Flóa, Laugardælasókn 1870. Síðar bóndi þar og kona hans; Helga Einarsdóttir 6.10.1873 - 25.11.1918. Húsfreyja í Langholti í Flóa. Lést í spönsku veikinni.
Seinni kona Þorsteins var; Solveig Jónsdóttir 11.10.1883 - 27.12.1945.

Systkini Helgu
1) Margrét Þorsteinsdóttir 21.8.1896 - 22.3.1987. Síðast bús. í Kópavogi. Húsfreyja á Hallanda, Hraungerðissókn, Árn. 1930.
2) Ingólfur Þorsteinsson 14.2.1899 - 27.8.1980. Bóndi í Langholti, Hraungerðissókn, Árn. 1930. Búfræðingur, bóndi í Langholti og Merkilandi, Hraungerðishr., Árn. framkvæmdastjóri Flóaveitunnar, síðar fulltrúi hjá Búnaðarfélagi Íslands. Síðast bús. í Reykjavík.
3) Sigurður Þorsteinsson 28.8.1901 - 17.8.1993. Var í Langholti, Árn. 1910. Skipstjóri í Grimsby, Englandi.
4) Hermann Þorsteinsson 16.6.1903 - 22.8.1994. Var í Langholti, Hraungerðissókn, Árn. 1930. Bóndi í Langholti í Flóa.
5) Guðmundur Þorsteinsson 25.6.1904 - 20.3.1999. Bifvélavirki, síðast bús. í Reykjavík. Kjörsonur: Guðmundur Þórir Guðmundsson, f. 27.7.1944.
6) Einar Þorsteinsson 27.12.1907 - 12.7.1987. Iðnaðarmaður í Reykjavík. Var í Langholti, Hraungerðissókn, Árn. 1930. Verkstjóri í Reykjavík 1945.
7) Ingibjörg Þorsteinsdóttir 15.9.1909 - 11.7.2004. Var í Langholti, Hraungerðissókn, Árn. 1930. Húsfreyja í Reykjavík.
8) Jóna Þorsteinsdóttir 21.6.1911 - 18.2.2006. Nemandi í Laugarvatnsskóla, Miðdalssókn, Árn. 1930. Síðast bús. í Reykjavík.
9) Rósa Þorsteinsdóttir 14.9.1912 - 12.7.2004. Nemandi í Laugarvatnsskóla, Miðdalssókn, Árn. 1930. Var um tíma með matsölu á vetrum og ráðskona í veiðihúsi við Norðurá á sumrum. forstöðukona Barnaheimilis í Elliðahvammi og síðar Fjölskylduheimilisins Skála og við Steinagerði í Reykjavík. Þar varð hún fósturmóðir 8 barna um lengri eða skemmri tíma.
10) Ólöf Þorsteinsdóttir 11.3.1916 - 25.3.2013. Var í Langholti, Hraungerðissókn, Árn. 1930. Saumakona í Reykjavík.
Samfeðra;
11) Ólafur Þorsteinsson 14.7.1929 - 13.7.2014. Framkvæmdastjóri hjá verktakafyrirtækinu Völ hf. Var í Langholti, Hraungerðissókn, Árn. 1930.

Maður hennar 28.12.1948; Guðni Karlsson 9.5.1920 - 21.3.2008. Var í Kirkjuskarði, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Vélstjóri og verkamaður, lengst af búsettur á Þorlákshöfn.

Þau eignuðust 4 börn, þau eru:
1) Guðrún, f. 16. sept. 1948, gift Jóni Dagbjartssyni, f. 27. júlí 1941, synir þeirra eru a) Guðni, f. 29. júlí 1968, kvæntur Hafrúnu Ástu Grétarsdóttir, börn þeirra: Ingvi Már og Guðrún Petra, og b) Dagbjartur, f. 13. mars 1973.
2) Helga, f. 4. maí 1951, gift Páli Bergssyni, f. 4. júlí 1945, d. 1. maí 1992, synir þeirra eru a) Karl, f. 8. ágúst 1972, sambýliskona Ásrún Björgvinsdóttir; börn Karls eru Aron Páll og Sigrún Þóra og börn Ásrúnar eru Selma og Íris. b) Sveinn, f. 24. mars 1978, sambýliskona Theodóra Friðbjörnsdóttir, dóttir þeirra Birgitta. Sambýlismaður Helgu er Sæmundur Gunnarsson, f. 6. mars 1947.
3) Þorsteinn, f. 21. maí 1953, fyrrum sveitarstjóri Þorlákshöfn. kvæntur Lovísu Rúnu Sigurðardóttur, f. 20. des. 1955, börn þeirra eru a) Sigurður, f. 1. okt. 1975, kvæntur Helgu Helgadóttur, synir þeirra eru Þorsteinn Helgi og Þorkell Hugi. b) Helga Rúna, f. 27. okt. 1982, sambýlismaður Bjarni Gunnarsson.
4) Katrín, f. 17. maí 1959, gift Sigurði Magnússyni, f. 9. nóv. 1955. Dóttir Katrínar er Drífa Heimisdóttir, f. 6. sept. 1974, gift Herði Sigurjónssyni; dóttir Drífu er Þórdís Anna, dóttir Harðar er Hafrún. Börn Drífu og Harðar: Sigurjón Daði og Andrea Katrín. Börn Katrínar og Sigurðar eru a) Magnús, f. 14. feb. 1982, sambýliskona Gerður Skúladóttir, sonur þeirra Sigurður Darri, b) Anna Linda, f. 26. apríl 1988, og c) Eyþór Almar, f. 28. febr. 1989.
5) Drífa Heimisdóttir var alin upp hjá afa sínum og ömmu

General context

Langholtsheimilið var annálað dugnaðar- og rausnarheimili. Máttarstólpar þess voru vinnusemi, gestrisni, gjafmildi og trúrækni. Eins og á flestum íslenskum heimilum hér á árum áður voru húslestrar lesnir mestan hluta ársins og á föstunni Passíusálmar og hugvekja úr Péturspostillu í samræmi við sálminn sem lesinn var. Öll voru systkinin í Langholti gott söngfólk og því mikið sungið. Einn bræðranna, Ingólfur, lék þá undir á orgel og allir tóku hresilega undir. Helga, frænka mín, sem nú er kvödd, hafði fallega sópranrödd og söng hún í kirkjukórum í fjöldamörg ár, m.a. í kirkjukór Þorlákskirkju í Þorlákshöfn.

Relationships area

Related entity

Kvennaskólinn á Blönduósi 1931-1940 (1931-1940)

Identifier of related entity

HAH00115 -31-40

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1937-1938

Description of relationship

Námsmey þar

Related entity

Þorlákshöfn í Ölfusi (1937 -)

Identifier of related entity

HAH00847

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Húsfreyja þar

Related entity

Guðrún Guðnadóttir (1948) (16.9.1948 -)

Identifier of related entity

HAH04307

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðrún Guðnadóttir (1948)

is the child of

Helga Þorsteinsdóttir (1917-1994) Þorlákshöfn, frá Langholti, Hraungerðissókn

Dates of relationship

16.9.1948

Description of relationship

Related entity

Guðni Karlsson (1920-2008) Þorlákshöfn (9.5.1920 - 21.3.2008)

Identifier of related entity

HAH01296

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðni Karlsson (1920-2008) Þorlákshöfn

is the spouse of

Helga Þorsteinsdóttir (1917-1994) Þorlákshöfn, frá Langholti, Hraungerðissókn

Dates of relationship

28.12.1948

Description of relationship

Þau eignuðust 4 börn, þau eru: 1) Guðrún, f. 16. sept. 1948, gift Jóni Dagbjartssyni, f. 27. júlí 1941, 2) Helga, f. 4. maí 1951, gift Páli Bergssyni, f. 4. júlí 1945, d. 1. maí 1992, 3) Þorsteinn, f. 21. maí 1953, fyrrum sveitarstjóri Þorlákshöfn. kvæntur Lovísu Rúnu Sigurðardóttur, f. 20. des. 1955, 4) Katrín, f. 17. maí 1959, gift Sigurði Magnússyni, f. 9. nóv. 1955. Dóttir Katrínar er Drífa Heimisdóttir, f. 6. sept. 1974, 5) Drífa Heimisdóttir var alin upp hjá afa sínum og ömmu. gift Herði Sigurjónssyni;

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH07836

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 26.3.2021

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places