Bjarni Rögnvaldsson fæddist á Bjargi í Miðfirði, V-Húnavatns sýslu, þann 16. september 1904,
Guðrún, móðir Bjarna og Elínar, lést árið 1911, en Rögnvaldur, faðir þeirra, bjó áfram í Hnausakoti og átti fyrst tvö börn utan hjónabands,
Rögnvaldur H. Líndal, faðir Bjarna, lést 27. desember 1920. Tvístraðist þá systkinahópurinn og fór Bjarni fyrst að Haugi í Miðfirði, en síðar til afa síns, Hjartar Líndal að Efra-Núpi. Þegar Bjarni svo varð ferðafær, fór hann aftur norður að Efra-Núpi í Miðfirði til föðurbróður síns, Benedikts og konu hans, Ingibjargar.
Bjarni Rögnvaldsson verður nú í dag lagður til hinstu hvílu sinnar hér á jarðríki, en minning hans lifir um ókomin ár, minningin um íslenskan sjómann sem ekki mátti vamm sitt vita, sannfæringu sinni trúr, vinfastur, traustur og tryggur.