Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Bjarni Sveinsson (1890-1976) Eskiholti
Parallel form(s) of name
- Bjarni Sveinsson Eskiholti
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
18.9.1890 - 24.9.1976
History
Bjarni Sveinsson 18. september 1890 - 24. september 1976 Bóndi í Eskiholti, Borgarhr., Mýr.
Places
Eskiholt á Mýrum.
Legal status
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Bjarni var fæddur að Kvennabrekku í Miðdölum, en þar bjuggu foreldrar hans 1885-91. En þeir voru hjónin Sveinn Finnsson siðar bóndi á Kollstöðum Miðdölum og kona hans Helga Eysteinsdóttir. Frá Kollsstöðum fluttu þau að lokum að Eskiholti i Borgarhreppi. Sveinn Finnsson var Dalamaður langt fram i ættir. Foreldrar Háafelli og kona hans Þórdís Andrésdóttir frá Þórólfsstöðum. Andrés faðir hennar var hálfbróðir Jóns peningasmiðs, sem var slikur snillingur i höndunum að um hann hafa myndazt þjóðsögur. Finnur Sveinsson i Háafelli var sonur Sveins Finnssonar Neðri Hundadal, sá Sveinn var bróðir Ólafs Finnssonar Vifilsdal. En sá ólafur var langafi Halldórs Helgasonar skálds á Asbjarnarstöðum. Þeir voru þvi að 3. og 4. Bjarni og Halldór á Asbjarnarstöðum frá Finni Einarssyni NeðraHundadal og Arndísi Sveinsdóttur konu hans. Helga Eysteinsdóttir var dóttir Eysteins Halldórssonar bónda að Höll i Þverárhlið og konu hans Hallgerðar Jónsdóttur hagyrðings á Veiðilæk Jónssonar. Bæði voru þau Mýramenn að kyni, og eins og snillingar á sviöi smiða voru i föðurætt Bjarna þá var listhneigð og snilld i höndum ekki siður hér. Helga fékk verðlaun fyrir glitvefnað á iðnsýningu 1911 og kunnugir töldu hana ekki hafa þurft að sækja handaverk sin nema til móðurinnar, sem var mjög vel verki farin á þessu sviði. Auðunn Nikulásson bjó að Jafnaskarði i Stafholtstungum d. 1810. Meðal margra barna hans, Var Hallgerður langamma Helgu Eysteinsdóttir og Einar langalangafi sr. Jóns Guðnasonar prests og fræðimanns á Kvennabrekku. Þeir voru þvi að 4. og 5. Bjarni og Jón. Jón Jónsson á Veiðilæk var alþekktur hagyrðingur og greindur maður. Það standa þvi traustir hagleiks og gáfustofnar að Bjarna i Eskiholti, og það er rökrétt að þegar minnstermanns eins og hans þá sé leitað fanga: hvaðan er hagleikur hans, greind og ættrækni komin? Hann ólst upp i föðurhúsum i stórum systkinahóp, þau urðu 11 og urðu langlif öll nema Eysteinn, sem dó ungur, mikið mannsefni, sern Bjarni eins og önnur systkini hans treguðu ávallt. Bjarni mátti unna foreldrum sinum slíkir sem þeir voru, en þó fann maður að hann mat móður sina mest allra, enda var hún slik, þegar hann veiktist hættulega á unga aldrí, að þannig gat engin verið nema góð móðir, og oft fann ég það að hennar var honum kært að minnast, og til hennar sótti hann björtustu æskuminningar sinar. Hann flytur síðan suður i Eskiholt og hóf þar búskap á móti Finni bróður sinum, sem var kvæntur Jóhönnu Kristjánsdóttur, nú fyrir nokkru látin, ein af þeim konum sem eiga fáa sina lika. Bjarni kvæntist 7. júli 1928 Kristinu Guðmundsdóttur hreppstjóra á Skálpastöðum Auðunssonar og konu hans Guðbjargar ljósmóður Aradóttur frá Syðstufossum Jónssonar. Þeir bræður, Bjarni og Finnur, voru báðir eftirsóttir sem smiðir og auk venjulegra smiða var Finnur rokkasmiður en Bjarni steypti beizlisstangir. Eskiholt er mikil jörð og er nú eftir þeirra störf þar upp undir hálfa öld orðin með mikil sléttun og góðar byggingar. Gestrisni var þar og er mikil, frændahringur og vinahringur var stór og hver sem þar kom, fann að hann var velkominn. Bjarni og Kristín eignuðust fjögur börn Guðmund og Svein sem búa á Brennistöðum i Borgarhreppi, Solveigu Helgu sem er gift Ármanni Gunnarssyni vélvirkja á Steinsstöðum við Akranes og Eystein sem býr á Eskiholti kvæntur Katrinu Hjálmarsdóttur húsmæðrakennara. Árin liðu, undirritaður átti oft leið um Eskiholt til frænku minnar og Bjarna, og alltaf var hannn sami hýri glaði maðurinn, ávallt hafði hann nóg umræðuefni, það var gamli timinn, æskuminningar úr Dölum vestur, það var samvinna huga og handa um að rækta hina frjóu íslenzku jörð, það var saga sveitarinnar og landsins, það voru nöfnin sem horfnar kynslóðir höfðu gefið landi sínu, með sögu og sögnum bak við mörg örnefni, það var um álfa og huldufólk sem greint, hreinhjartað fólk allra alda á Íslandi, hefur séð og heyrt. Á öllu þessu kunni Bjarni góð skil og unun að tala við hann um þá hluti. Fyrir allt það flyt ég honum þakkir, og ég veit að það eru margir fleiri sem geta þakkað honum fræðslu og miðlun af sínum andans auði. Aldurinn færðist yfir hann og að lokum kom ellin með sina sjúkdóma hann fór á sjúkrahús sina hinztu för þangað, þar voru llka minningar ræddar, þegar maður kom til hans. Hann ljómaði er talið barst að hestum og fé, mönnum og málefnum sveitarinnar, hann hlustaði á lög i útvarpi sem hann unni. Hann hafði yndi af söng og söng lengi í kirkjukór Stafholtskirkju, og enn gat hann sagt frá, enn var átthagatryggðin og hugurinn heima. Og ég er sannfærður um að síðasta hugsun hans var, heim, heim. Og nú hefur hann verið kvaddur hinztu kveðju. Það er gleðiefni þegar þreyttur maður heilsulaus fær hvíldina. Enda þó allir, sem þekktu sakni hans og viti það rúm sem hann skipaði í huga vina og vandamanna verður aldrei fyllt. Þökk fyrir samveruna, guð fylgi þér. Ari Gíslason.
Internal structures/genealogy
Foreldrar hans; Helga Eysteinsdóttir 10. júlí 1861 - 15. júní 1935 Húsfreyja á Kvennabrekku, Sauðafellssókn, Dal. 1890. Var í Eskiholti, Borgarsókn, Mýr. 1930. Húsfreyja að Kolsstöðum, Miðdalahr., Dal og í Eskiholti Borgarhr. Mýr. Og maður hennar; Sveinn Finnsson 1. mars 1856 - 7. ágúst 1942 Bóndi á Kolsstöðum í Miðdölum, Dal. 1891-1925 og í Eskiholti, Borgarhr., Mýr. „Gildur bóndi“, segir í Dalamönnum.
Systkini hans;
1) Þórdís Sveinsdóttir 24. júní 1884 - 15. júlí 1975. Vinnukona í Eskiholti, Borgarsókn, Mýr. 1930. Saumakona, síðast bús. í Reykjavík. 2) Eysteinn Sveinsson 20. ágúst 1886 - 13. apríl 1915. Kennari og rithöfundur. Ókvæntur. 3) Finnur Sveinsson 1. október 1887 - 12. nóvember 1982. Bóndi í Eskiholti, Borgarhr. Mýr., síðast bús. í Borgarhreppi. 4) Ásmundur Sveinsson 20. maí 1893 - 9. desember 1982. Myndhöggvari í Reykjavík. 5) Ingibjörg Sveinsdóttir 8. september 1895 - 3. nóvember 1989. Húsfreyja í Stapaseli, Stafholtssókn, Mýr. 1930. Húsfreyja að Flóðatanga í Stafholtst., Mýr.,síðast bús. í Stafholtstungnahreppi.
6) Benedikt Sveinsson 19. nóvember 1898 - 14. maí 1967 Kaupfélagsstjóri í Borgarnesi 1930. Var í Garðhúsum í Grindavík 1920. Verslunarmaður, síðast bús. í Borgarnesi. Benedikt kvæntist ekki, en bjó frá 1952 með Jóhönnu Jóhannsdóttur, 13. febrúar 1910 - 29. apríl 2007 Var á Skógum, Staðarfellssókn, Dal. 1930. Ljósmóðir. , frá Skógum á Fellsströnd. Jóhanna reyndist Benedikt mikil tryggðar manneskja, eins og hún á kyn til. Hún annaðist hann ,er heilsa hans var þrotin, og varð þar ekki um betra kosið.
7) Anna Ragnheiður Sveinsdóttir 16. janúar 1901 - 3. nóvember 1994. Konfektgerðarkona í Aðalstræti 8, Reykjavík 1930. 8) Hallsteinn Sveinsson 7. júlí 1903 - 21. nóvember 1995. Smiður, síðast bús. í Borgarnesi. 9) Sigurður Sveinsson 17. október 1904 - 13. júní 2006. Skrifstofumaður á Njálsgötu 4, Reykjavík 1930. Bókari í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. 10) Þorgerður Sveinsdóttir 6. mars 1907 - 19. júlí 2005. Handavinnukennari, síðast bús. í Reykjavík. Nemandi í Aðalstræti 8, Reykjavík 1930.
Bjarni kvæntist 7. júli 1928 Kristín Guðmundsdóttir 19. nóvember 1899 - 24. mars 1978 Húsfreyja í Eskiholti, Borgarsókn, Mýr. 1930. Húsfreyja í Eskiholti, Borgarhr., Mýr., síðast bús. í Borgarhreppi, hreppstjóra á Skálpastöðum Auðunssonar og konu hans Guðbjargar ljósmóður Aradóttur frá Syðstufossum Jónssonar.
Bjarni og Kristin eignuðust fjögur börn
1) Guðmundur Bjarnason 14. maí 1929 - 6. júlí 2016 Bóndi að Brennistöðum, Borgarhr. Mýr. Var í Eskiholti, Borgarsókn, Mýr. 1930.
2) Sveinn Bjarnason 9. október 1930 Bóndi á Brennistöðum, Borgarhr., Mýr., bús. í Borgarhreppi 1994.
3) Solveigu Helgu Bjarnadóttir 13. september 1933, sem er gift Ármanni Gunnarssyni vélvirkja á Steinsstöðum við Akranes
4) Eysteinn Bjarnason 20. september 1943 Bóndi í Eskiholti, Borgarhr., kvæntur Katrinu Hjálmarsdóttur húsmæðrakennara
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the parent of
Bjarni Sveinsson (1890-1976) Eskiholti
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the parent of
Bjarni Sveinsson (1890-1976) Eskiholti
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Bjarni Sveinsson (1890-1976) Eskiholti
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Bjarni Sveinsson (1890-1976) Eskiholti
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Bjarni Sveinsson (1890-1976) Eskiholti
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Bjarni Sveinsson (1890-1976) Eskiholti
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Bjarni Sveinsson (1890-1976) Eskiholti
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Bjarni Sveinsson (1890-1976) Eskiholti
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Bjarni Sveinsson (1890-1976) Eskiholti
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Bjarni Sveinsson (1890-1976) Eskiholti
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Bjarni Sveinsson (1890-1976) Eskiholti
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the cousin of
Bjarni Sveinsson (1890-1976) Eskiholti
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 5.12.2017
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
®GPJ ættfræði http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3574413