Sýnir 10344 niðurstöður

Nafnspjald

Tilraun / Aðalgata 10 Blönduósi 1907

  • HAH00673
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1907 -

Tilraun 1907. Bindindisfélagið Tilraun 1907 – Barnaskóli á efri hæðinni 1908 - Símstöð 1912

Soffía Baldvinsdóttir (1866-1943) Blönduósi

  • HAH04961
  • Einstaklingur
  • 24.8.1866 - 28.11.1943

Soffía Baldvinsdóttir 24. ágúst 1866 - 28. nóv. 1943. Var á Hömrum, Snæf. 1870. Hjú í Neðrifitjum, Víðidalstungusókn, Hún. 1901. Var í Hafnarfirði 1930. Ógift.
Sunnuhvoli 1910 og aftur 1919 og þá í óþökk eiganda, borin út. Bræðslubúð (síðar Lágafell) 1913-1915, fyrsti íbúi þarLangaskúr 1915-1918. Tilraun 1920. Ógift.
Fyrsti íbúinn í Bræðslubúð, skiptir þá á húsnæði við Valdimar Jóhannsson og flytst í Langaskúr.

Hildur Solveig Þorbjarnardóttir (1924-2006) frá Geitaskarði

  • HAH01436
  • Einstaklingur
  • 31.8.1924 - 24.12.2006

Hildur Sólveig Þorbjarnardóttir fæddist á Heiði í Gönguskörðum 31. ágúst 1924 og bjó sín uppvaxtarár á Geitaskarði í Langadal í A-Húnavatnssýslu. Hún andaðist á Droplaugarstöðum 24. desember síðastliðinn. Hildur naut heimakennslu eins og þá var títt og fór síðan í Húsmæðraskólann á Blönduósi (1943-44). Hún kynntist manni sínum í New York og bjó með honum vestan hafs, í Danmörku, Þýskalandi, Kópavogi og síðast í Laufási í Reykjavík. Um árabil vann hún í Skógrækt Reykjavíkur, söng með kirkjukór Kópavogs og vann með öldruðum í Kópavogi á vegum kirkjunnar. Húsmóður- , ræktunar- og kirkjustarfið átti hug hennar allan.
Útför Hildar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Geitaskarð / Skarð Engihlíðarhreppi

  • HAH00210
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [900]

Fornt höfuðból. Fyrst getið í Hallfreðarsögu og fyrstur ábúandi sem frá er greint, Gríss auðgi Semingsson. Byggingar standa vestur undir Skarðskarði og fara vel í umhverfi sínu. Þar sem hæst ber Illveðurshnjúk norðan skarðsins. Til jarðarinnar teljast nú 3 eyðibýli, Þorbrandsstaðir og Buðlunganes að norðan og Tungubakki á Laxárdal fremri. Fyrir landi jarðarinnar er vað á Blöndu, er Strengjavað nefnist. Nyrst í landi Geitaskarðs, vestan vegar, er smá stöðuvatn, er Buðlungatjörn nefnist. Sama ættin hefur búið á jörðinni frá 1886.
Íbúðarhús byggt 1910, endurbætt verulega 1967, kjallari 3 hæðir og ris 814 m3. Fjós fyrir 32 gripi. Fjárhús fyrir 490 fjár. Hesthús fyrir 25 hross. Hlöður 1509 m3. Votheysgeymslur 133 m3. Tún 47 ha. Veiðiréttur í Blöndu, Buðlungatjörn og Ytri-Laxá.
Hálfkirkja var í Geitaskarði

Árni Þorkelsson (1852-1940) Geitaskarði

  • HAH03527
  • Einstaklingur
  • 17.12.11852 - 2.12.1940

Árni Ásgrímur Þorkelsson 17. desember 1852 - 2. desember 1940 Var á Sauðárkróki 1930. Hreppstjóri og bóndi í Geitaskarði í Langadal, Engihlíðarhr., A-Hún.

Hafursstaðir

  • HAH00611
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Bærinn stendur nú á norðurbakka Hafursstaðaár, neðan vegar. Áður var bærinn sunnan ár og ofan þjóðvegar undir skýlli brekku. Í austri gnæfir Hörfell. Jörðin er landmikil og ræktunarskilyrði ágæt. Íbúðarhús byggt 1945 405 m3. Fjós yfir 6 kýr. Fjárhús yfir 370 fjár. Hlöður 653 m3. Geymslur 221 m3. Tún 16,4 ha. veiðiréttur í Hallá einnig hrognkelsaveiði..

Hörghóll í Vesturhópi

  • HAH00810
  • Fyrirtæki/stofnun

Í bókinni Húnaþing 2 segir m.a.: Syðsti bær í Þverárhreppi,vestan Reyðarlækjar,stendur hátt og túnið er brattlent.Útsýni er mest til norðurs yfir Vesturhópshólavatn,og austurs en þar eru björgin mest áberandi.Land jarðarinnar er ekki stórt,og frekar hrjóstrugt eins og nafnið bendir til.Jörðin var lengi í ríkiseign en er nú í eigu ábúenda.
Ábúendur og eigendur árið 1978: Agnar Traustason og móðir hans Sigríður Sigfúsdóttir

Arndís Guðmundsdóttir (1873-1950) Síðu í Hópi

  • HAH02480
  • Einstaklingur
  • 30.10.1873 - 4.9.1950

Arndís Guðmundsdóttir 30. október 1873 - 4. september 1950. Húsfreyja í Gröf, Þingeyrasókn, Hún. 1901. Húsfreyja á Síðu í Vesturhópi um árabil frá 1902. Húsfreyja á Síðu, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930.

Guttormur Stefánsson (1866-1928) Síðu í Vesturhópi

  • HAH04577
  • Einstaklingur
  • 1.9.1866 - 11.11.1928

Guttormur Stefánsson 1. sept. 1866 - 11. nóv. 1928. Ólst upp með foreldrum á Þuríðarstöðum og var síðar á Hallfreðarstöðum í Hróarstungu, N-Múl. Léttadrengur á Arnheiðarstöðum, Valþjófsstaðarsókn, N-Múl. 1880. Var þar 1882. Vinnumaður á Hafursá, Hallormsstaðarsókn, S-Múl. 1890. Flutti 1897 frá Arnheiðarstöðum að Breiðabólstað í Vesturhópi, Hún. Var á Skriðuklaustri vorið 1900. Bóndi í Gröf, Þingeyrasókn, Hún. 1901. Bóndi á Síðu í Vesturhópi, V-Hún. 1902-28.

Guðmundur Sigurðsson (1889-1960) Rútsstöðum

  • HAH04131
  • Einstaklingur
  • 28.9.1889 - 13.11.1960

Guðmundur Sigurðsson [Mundi] 28.9.1889 - 13.11.1960 í British Columbia. Var á Rútsstöðum, Auðkúlusókn, Hún. 1890. Fór til Ameríku

Ágúst Theódór Blöndal (1871-1940) Seyðisfirði

  • HAH03502
  • Einstaklingur
  • 5.7.1871 - 2.11.1940

Ágúst Theódór Lárusson Blöndal 5. júlí 1871 - 2. nóvember 1940 Sýsluskrifari á Seyðisfirði 1930. Bóndi og hreppstjóri á Hlaðhamri í Hrútafirði og síðar sýsluskrifari á Seyðisfirði.

Árni Sigurðsson (1886-1958) Kúskerpi og Hrísey

  • HAH05337
  • Einstaklingur
  • 19.8.1886 - 5.7.1958

Árni Sigurðsson 19. ágúst 1886 - 5. júlí 1958. Bóndi á Kúskerpi, útgerðarmaður og síðar verkamaður á Akri í Hrísey. Búfræðingur frá Ólafsdalsskóla. Smali á Rútstöðum, Auðkúlusókn, Hún. 1901. Útgerðarmaður í Árnahúsi, Hríseyjarsókn, Eyj. 1930.

Ingibjörg Ólafsdóttir (1886-1976) Skeggstöðum í Svartárdal

  • HAH05358
  • Einstaklingur
  • 8.9.1886 - 3.4.1976

Ingibjörg Dagbjört Ólafsdóttir 8. sept. 1886 - 3. apríl 1976. Húsfreyja á Skeggstöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Var á Skeggsstöðum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Tóvinnukona. Ógift og barnlaus.

Bakki á Skaga

  • HAH00060
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1880)

Bærinn stendur örskammt frá sjó, en út og suður og í landátt er allt umvafið grasi og gott til ræktunar: Íbúðarhús steypt 1967 297 m3, fjárhús yfir 400 fjár, 2 hlöður, fjós járnklætt byggt 1972 yfir 15 gripi.

Halldór Ólafsson (1891-1945) Skeggstöðum

  • HAH04651
  • Einstaklingur
  • 21.11.1891 - 3.4.1945

Halldór Guðmundur Ólafsson 21. nóv. 1891 - 3. apríl 1945. Vefari og bókbindari á Skeggstöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Bókbindari á Skeggsstöðum. Ókvæntur barnlaus.

Sigtryggur Benediktsson (1894-1960) Brúsastöðum

  • HAH04947
  • Einstaklingur
  • 3.10.1894 - 27.6.1960

Sigtryggur Benediktsson 3. okt. 1894 - 27. júní 1960. Lausamaður á Eyjólfsstöðum, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var á Brúsastöðum, Áshr., A-Hún. 1957. Bóndi á Brúsastöðum. Sléttur 1925-1926.

Hlöðufell Blönduósi

  • HAH00105
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1916 -

Hlöðufell um 1916. Sjá umfjöllun um Hest og Reynivelli. Jóhannsbær 1910 og 1920.

Hervin Guðmundsson (1907-1979) Siglufirði

  • HAH05435
  • Einstaklingur
  • 15.11.1907 - 4.8.1979

Hervin Hans Guðmundsson 15. nóv. 1907 - 4. ágúst 1979. Lýtingsstöðum 1920. Húsasmíðameistari á Siglufirði. Var á Sauðárkróki 1930. Síðast bús. í Reykjavík.

Anna Guttormsdóttir (1907-1981) Þorkelshóli

  • HAH02433
  • Einstaklingur
  • 22.7.1907 - 13.12.1981

Anna Þórunn Guttormsdóttir 22. júlí 1907 - 13. desember 1981. Var á Þorkelshóli, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Heimili: Síða, Þverárhr. Síðast bús. í Reykjavík.

Leifsstaðir í Svartárdal

  • HAH00169
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1300]

Leifsstaðir I. Bærinn er helmingur tvíbýlishúsa á móti Leifsstöðum II. Tún býlanna er að mestu vallendisræktun og nær sunnan frá brúninni á Svartá gegnt Steiná og samfellt norðan Leifsstaðaklifs allt til merkja við Bergsstaði. Jörðin er flálendi gott á Svartárdalsfjalli. Íbúðarhús byggt 1945 237 m3. Fjós yfir 6 gripi. Fjárhús fyrir 100 fjár. Hesthús yfir 7 hross. Hlöður 320 m3. Tún 14 ha. Veiðiréttur í Svartá.

Leifsstaðir II. Bærinn stendur við þjóðveginn, sem liggur á bakka Svartár. Beint á móti vestan ár er eyðibýlið Steinárgerði, nytjað af eigendum beggja jarðanna. Er þar tún og fjárhús og göngubrú á Svartá. Túnið er bæði á eyri gegnt Leifsstöðum og á stalli ofar í brekkunum. Flálendi er á hálsinum ofan brúna. Á leifsstöðum er landi óskipt milli býlanna. Íbúðarhús byggt 1945 237 m3. Fjós yfir 6 gripi. Fjárhús fyrir 220 fjár. Hesthús yfir 14 hross. Hlöður 520 m3. Tún 18 ha. Veiðiréttur í Svartá.

Sandgerði Blönduósi

  • HAH00131
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1907 -

Sandgerði [ranglega nefnt Sandur í ÆAHún, gæti verið vegna þess að íbúarnir voru nefndir í sandinum]
Byggt 1907 af Þorleifi jarlaskáldi Kristmundssyni.

Friðgeir Ingibjörn Jóhannsson (1920-2007) Dalvík, frá Ósi á Skaga

  • HAH01223
  • Einstaklingur
  • 27.6.1920 - 31.3.2007

Friðgeir Ingibjörn Jóhannsson fæddist á Ósi í Kálfshamarsvík í A-Hún. 27. júní 1920. Hann lést á heimili sínu á Dalvík 31. mars 2007.
Friðgeir og Elíngunnur fluttu í Tungufell í Svarfaðardal 1953 og bjuggu þar til 1967, þá fluttu þau í Hellu á Árskógsströnd, þar sem þau bjuggu til 1970, en þá fluttu þau til Dalvíkur þar sem þau bjuggu til æviloka. Áður en Friðgeir flutti í Tungufell var hann sjómaður og eftir að hann flutti aftur til Dalvíkur vann hann byggingavinnu og síðustu starfsárin við fiskverkun.
Útför Friðgeirs var gerð frá Dalvíkurkirkju 9. apríl 2007, og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Árbraut 19 / Sólbakki utan ár

  • HAH00669
  • Fyrirtæki/stofnun
  • Nóvember 1946 -

Byggt 1946 af Einari Guðmundssyni. Í fyrstu 2 litlar íbúðir. Einar bjó í annari þeirra en legði Þorvaldi Þorlákssyni hina. Síðar keypti Svavar Pálsson hana og stækkaði. Einar stækkaði einnig sína íbúð. Einar bjó í Þórðarhúsi á meðan verið var að byggja Sólbakka. Hann flutti inn í október 1946 og Þorvaldur litlu seinna (í desember). Einar bjó í íbúð sinni til æaviloka og Davia kona hans eftir hann að hún flutti í Flúðabakka Síðan bjó Skúli í íbúðinni og Sigurjón Guðmundsson. Svavar bjó þar þar til hann flutti í Hnitbjörg.

Helga Björnsdóttir (1856-1925) Hindisvík

  • HAH04875
  • Einstaklingur
  • 4.4.1856 - 11.1.1925

Helga Björnsdóttir 4. apríl 1856 - 11. jan. 1925. Fósturdóttir í Grímstungu, Grímstungusókn, Hún. 1860. Haukagili 1880. Húsfreyja í Hindisvik 1890

Jóhannes Þorleifsson (1901-1957) Þröm

  • HAH05483
  • Einstaklingur
  • 15.9.1901 - 28.3.1957

Jóhannes Þorleifsson 15. sept. 1901 - 28. mars 1957. Vinnumaður á Kornsá, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Þröm, Svínavatnshreppi, og Kirkjubæ, Norðurárdal, A-Hún. Ókvæntur og barnlaus.

Hindisvík á Vatnsnesi

  • HAH00291
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1900)-1957

Bæjarstæðið sérkennilegt og fagurt, vestan í klettarima, við litla vík sem skerst inn í Vatnsnesið norðanvert. Jörðin er sögð hálf í sjó að gæðum, svo eru þar hlunnindi mikil ef nýtt væru. Í Hindisvík er löggilt höfn. Þar hefur sami karlleggur búið frá 1830, síðast sra Sigurður Norland. Íbúðarhús það er síðast var var notað reisti Jóhannes Sigurðsson faðir sra Sigurðar. Þar standa auk þess tvö smá íbúðarhús sem sra Sigurður lét byggja. Eigendur Sverrir Norland og Agnar Norland. Íbúðarhús byggt 1953 349 m3. Fjárhús yfir 160 fjár. Hlaða 1313 m3. Tún 18,4 ha. Selveiði, æðavarp og reki.

Möðrudalskirkja á Fjöllum

  • HAH00010
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 4.9.1949 -

Möðrudalur er gamall kirkjustaður og í kaþólskum sið var kirkjan tileinkuð öllum heilögum. Árið 1894[?] var þar byggð timburkirkja í stað torfkirkju með timburstöfnum, en hún stóðst ekki tímans tönn og var aflögð í kjölfar aftakaveðurs árið 1925. 
Eftir seinna stríð hefst Möðrudalsbóndi, Jón Aðalsteinn Stefánsson, einsamall handa við að grafa fyrir kirkju í gamla kirkjugrunninum. Ýmislegt hindraði þó framgang kirkjubyggingarinnar. Árið 1947 hafði Jóni tekist að grafa grunninn og kaupa sement en timbur fékkst ekki til kirkjubyggingar. Ekki fékkst heldur styrkur úr Hinum almenna kirknasjóði þar sem hin aflagða kirkja var ekki formlega aðili að honum (átti enga innistæðu þar). Þrátt fyrir þetta hélt Jón áfram verkinu einn og grjótfyllti vandlega undir kirkjuna. Næsta ár steypti hann veggi og stafna, glerjaði glugga og kom þakinu á svo kirkjan varð nokkurn veginn fokheld. Smíðinni var svo lokið sumarið 1949 (loft þó gert síðar).
Möðrudalskirkja er svipmikil og vönduð. Að innanmáli er hún um 5,3x4,4m. Sterkan svip á kirkjuna setur turnstöpullinn, sem hýsir forkirkju og miðrými í turninum með tveim gluggum að framan og einum á suðurhlið. Inn af þessu rými er loft, fremst í kirkjunni svo hún hýsir furðu marga. Efsta turnrýmið er svo góður útsýnisstaður og nálægt turnspírunni eru gluggar á alla vegu svo minnir á vitaturn. Nokkur munur er á ásýnd norður og suðurhliðar sem hefur tígullaga glugga á forkirkju og mjóan glugga á miðhæð turns, burstlaga. Gluggarnir á kirkjuskipinu, tveir hvoru megin, eru einnig burstlaga að ofan. Krossmark er bæði á turni og upp af austurstafni. Kirkjunni hefur verið vel við haldið í gegnum árin og er söfnuði sínum og kirkjubónda til sóma. Hún er vel búin að gripum og á 60 ára afmæli sínu, haustið 2009, bárust henni margar, góðar gjafir
Möðrudalskirkja er í Valþjófsstaðaprestakalli í Múlaprófastsdæmi. Hún var byggð árið 1949. Jón A. Stefánsson (1880-1971), bóndi, reisti hana til minningar um konu sína, Þórunni Vilhjálmsdóttur, en hún andaðist árið 1944. Kirkjan er byggð á hinum forna grunni Möðrudalskirkju, en þar hafði þá ekki verið kirkja í 22 ár. Kirkjan var vígð 4. september 1949.

Jón smíðaði og skreytti kirkjuna að öllu leyti, þ.m.t. altaristöfluna, sem sýnir fjallræðuna. Fyrrum var prestssetur að Möðrudal en það lagðist niður 1716, þegar staðurinn fór í eyði í nokkur ár.

Stefán Vilhjálmur Jónsson Stórval (1908-1994)

  • HAH02030
  • Einstaklingur
  • 24.6.1908 - 30.7.1994

Stefán Vilhjálmur Jónsson fæddist í Möðrudal 24. júní 1908. Hann lést í Borgarspítalanum 30. júlí síðastliðinn. Stefán og Lára hófu síðan búskap að Möðrudal um 1930 og bjuggu þar fram til 1941 er þau hófu búskap að Einarsstöðum í Vopnafirði. Þau slitu samvistir 1948. Á sjötta áratugnum fluttist Stefán til Reykjavíkur þar sem hann bjó til dauðadags. Útför Stefáns fer fram frá Bústaðakirkju í dag.

Guðrún Jónsdóttir (1854-1918) Grund Eyjafirði

  • HAH04489
  • Einstaklingur
  • 2.2.1854 - 21.12.1918

Guðrún Þórey Jónsdóttir 2. feb. 1854 - 21. des. 1918. Húsfreyja á Grund í Eyjafirði. Húsfreyja á Grund, Grundarsókn, Eyj. 1890.

Björg Guðmundsdóttir (1899-1981) Reykjavík

  • HAH02729
  • Einstaklingur
  • 7.5.1899 - 15.11.1981

Björg Jóna Guðmundsdóttir 7. maí 1899 - 15. nóvember 1981 Var á Lambastöðum, Gerðahr., Gull. 1910. Húsfreyja í Bergstaðastræti 81, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Einkabarn þeirra.

Jón Árnason (1857-1912) Tungu á Vatnsnesi

  • HAH05501
  • Einstaklingur
  • 25.6.1857 - 28.10.1912

Jón Árnason 25. júní 1857 - 28. okt. 1912. Var á Sigríðarstöðum, Vesturhópshólasókn, Hún. 1880. Grashúsmaður á Þorfinnsstöðum, Vesturhópshólasókn, Hún. 1890. Bóndi í Tungu á Vatnsnesi 1894. Ógiftur.

Ragnar Einarsson (1898-1971) Hvammstanga

  • HAH05686
  • Einstaklingur
  • 11.3.1898 - 26.8.1971

Jónas Ragnar Einarsson 11. mars 1898 - 26. ágúst 1971. Var í Hábæ, Hvammstanga, V-Hún. 1957. Múrari á Blönduósi og síðar Hvammstanga.

Jón Ágúst Gunnlaugsson (1949)

  • HAH05499
  • Einstaklingur
  • 19.8.1949 -

Jón Ágúst Gunnlaugsson 19. des. 1949. Bændaskólanum á Hvanneyri 1966.

Leysingjastaðir í Þingi

  • HAH00260
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1000)

Leysingjastaðir I er fornbýli ef dæma má út frá nafninu. Bærinn stendur vestan við örlágan ás sem Hagavegur liggur eftir, stutt frá Hópinu. Tún austur, norður og vestur frá bæ, engjar austan Vatnsdalsár. Beitiland er norður og austur frá túni nálega allt graslendi. Áður mest mýrar, nú svo til allt framræst, ræktunarskilyrði mjög góð. Jörðin hefur lengi verið bændaeign. Sem stendur að mestu nýtt frá Leysingjastöðum II. Íbúðarhúsbyggt 1947 464 m3. Fjós fyrir 24 gripi með mjólkurhúsi og haughúsi. Fjárhús yfir 260 fjár. Hesthús fyrir 10 hross. Hlöður 700 m3. Vothey 85 m3. Geymsla 95 m3. Tún 33 ha. Veiðiréttur í hópinu og Vatnsdalsá.

Leysingjastaðir II. Jörðin er byggð út úr landi Leysingjastaða af Jónasi og Ingibjörgu. Bærinn stendur við sama hlað og Leysingjastaðir. Tún austur, vestur og suður frá bænum. Engjar austan Vatnsdalsár, nú að nokkru ræktaðar. Beitiland suður og austur frá túni að mestu framræst.
Íbúðarhúsbyggt 1965 330 m3. Hlaða 1600m3 að nokkru notað sem fjárhús. Tún 34,3 ha. Veiðiréttur í hópinu og Vatnsdalsá.

Halldóra Björnsdóttir (1878-1961) Geithömrum

  • HAH04703
  • Einstaklingur
  • 24.3.1878 - 10.4.1961

Halldóra Björnsdóttir 24. mars 1878 - 10. apríl 1961. Var á Marðarnúpi, Grímstungusókn, Hún. 1880. Húsfreyja á Geithömrum, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Var á Geithömrum, Svínavatnshr., A-Hún. 1957. Húsfreyja þar.

Þorbjörg Þorsteinsdóttir (1914-2002) Auðkúlu; frá Geithömrum

  • HAH02136
  • Einstaklingur
  • 9.1.1914 - 3.4.2002

Þorbjörg fæddist á Geithömrum í Svínadal 9. janúar 1914. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 3. apríl sl.
Árið 1940 hófu þau hjón Jónmundur og Þorbjörg búskap í Ljótshólum, og bjuggu þar til ársins 1952 er þau fluttu að Auðkúlu og reistu þar nýbýli. Þar bjuggu þau til ársins 1967 er þau fluttu til Reykjavíkur. Þar fluttu þau fljótlega í nýja íbúð í Asparfelli 12. Nokkru eftir lát Jónmundar flutti Þorbjörg á Hrafnistu í Reykjavík þar sem hún dvaldi síðustu árin.
Útför Þorbjargar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Guðmann Helgason (1868-1949) Snæringsstöðum

  • HAH03945
  • Einstaklingur
  • 17.12.1868 - 16.10.1949

Guðmann Helgason 17. desember 1868 - 16. október 1949 Bóndi á Snæringsstöðum, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Bóndi og kennari á Snæringsstöðum, Svínavatnshr., A-Hún., og í Reykjavík.

Ágúst Jakobsson (1895-1984) Gröf og Hamri

  • HAH05200
  • Einstaklingur
  • 10.6.1895 - 30.11.1984

Ágúst Frímann Jakobsson 10. júní 1895 - 30. nóv. 1984. Bóndi í Ánastaðaseli, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930. Bóndi á Ánastaðaseli, Kirkjuhvammshr. og víðar, síðar verkamaður á Hvammstanga. Var á Hamri, Hvammstangahr., V-Hún. 1957.

Jakob Ágústsson (1921-1994) Gröf

  • HAH05189
  • Einstaklingur
  • 6.8.1921 - 20.9.1994

Jakob Gísli Ágústsson f. 6. ágúst 1921 - 20. sept. 1994 drukknaði. Var í Ánastaðaseli, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930. Bóndi í Lindarbergi og Gröf í Kirkjuhvammshr., V-Hún., síðar á Hvammstanga.
Þau hjón reistu sér nýbýli úr landi Grafar að jöfnu og nefnist það Lindarberg. Er það snoturt býli.
Árið 1924 fluttist Jakob með foreldrum sínum að Ánastaðaseli. Eftir sjö ára dvöl þar var flust að Gröf í sömu sveit. Þar ólst Jakob upp til fullorðinsára. Hann vann ýmis störf sem fyrir komu og var lengi stjórnandi stórvirkra vinnuvéla.
Útför Jakobs fór fram frá Hvammstangakirkju 30.9.1994. Jarðsett var í Kirkjuhvammi.

Sigurbjörg Ágústsdóttir (1931-1999) frá Gröf á Vatnsnesi

  • HAH01931
  • Einstaklingur
  • 10.6.1931 - 12.2.1999

Sigurbjörg L. Ágústsdóttir fæddist í Gröf á Vatnsnesi 10. júní 1931. Hún lést í Reykjavík 12 febrúar síðastliðinn. Gogga átti frá unga aldri við erfiðan sjúkdóm að stríða og eftir því sem árin færðust yfir urðu tímabilin þar sem hún var við fulla heilsu stöðugt styttri og færri.
Útför Sigurbjargar fer fram frá Staðarkirkju í Hrútafirði á morgun, sunnudag og hefst athöfnin klukkan 14.

Anna Ágústsdóttir (1936-2018) Hvammstanga

  • HAH05190
  • Einstaklingur
  • 3.6.1936 - 30.8.2018

Anna Ágústsdóttir f. 3. júní 1936 - 30. ágúst 2018. Verslunarstarfsmaður á Hvammstanga. Var á Hamri, Hvammstangahr., V-Hún. 1957. Síðast bús. á Hvammstanga.
Anna er fædd árið 1936 og á tvær dætur, sem báðar búa á Hvammstanga, mörg barnabörn og tvö langömmubörn. „Ég starfaði í kaupfélaginu hérna í 38 ár, var nærri því orðin búðardraugur þar, en svo bilaði á mér bakið og þá gat ég ekki unnið lengur.“
Hún var jarðsungin 14. september 2018.

Árni Árnason (1867-1953) Straumi í Hróarstungu, frá Þverá Hallárdal

  • HAH10011
  • Einstaklingur
  • 9.8.1867 - 22.6.1953

Árni Árnason 9. ágúst 1867 - 22. júní 1953 Bóndi og búfræðingur á Straumi í Hróarstungu. Bóndi í Blöndugerði, Kirkjubæjarsókn, N-Múl. 1930. Hjú Möllershúsi 1890.
Árni varð alblindur. Rúmliggjandi var hann síðustu 2 —3 ár æfinnar. Hann þurfti þá mikla og nákvæma hjúkrun.

Jón Ásgeir Þorsteinsson (1910-1987) Holti

  • HAH05508
  • Einstaklingur
  • 14.06.1910 - 13.5.1987

Jón Ásgeir Þorsteinsson 14. júní 1910 - 13. maí 1987. Var í Holti, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Verkamaður í Reykjavík. [Sagður Ásgeirsson í ÆAHún. bls 823],
Hann ólst upp að miklu leyti hjá móðursystur sinni Fanneyju Jónsdóttur og manni hennar Jóhanni Guðmundssyni, bónda í Holti í Svínavatnshreppi.
Upp úr 1950 flutti Jón til Reykjavíkur og var búsettur þar til æviloka. Hann starfaði lengst af hjá Olíufélagi Íslands hf.

Rútsstaðir Svínavatnshreppi

  • HAH00531
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1300]

Jörðin liggur vestan í Svínadalshálsi næst sunnan Holts. Hún hefur jafnan verið talin góð útbeitar jör, en túnið og megin hluti landsins liggur ofan við 200 mys. Landið er tiltölulega halla lííð og fénaðarferð því auðveld. Íbúðarhús byggt 1952, 423 m3. Fjós fyrir 7 gripi. Fjárhús byggt 1951 yfir 400 fjár og annað yfir 50 fjár. Hesthús yfir 25 hross. Hlaða 690 m3. Véla og verkfærageymsla 180 m3 og önnur 290 m3. Tún 33,6 ha. Veiðiréttur í Svínadalsá.

Björn Jónsson (1887-1966) Ánastöðum á Vatnsnesi

  • HAH02849
  • Einstaklingur
  • 15.11.1887 - 20.7.1966

Björn Jónsson 15. nóvember 1887 - 20. júlí 1966 Bóndi á Litla-Ósi, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930. Bóndi og söðlasmiður á Ánastöðum og á Litla-Ósi í Miðfirði, síðast bús. í Kirkjuhvammshreppi.

Helga Sigurðardóttir (1890-1971) Ánastöðum

  • HAH03786
  • Einstaklingur
  • 14.7.1890 - 24.5.1971

Helga Sigurðardóttir 14. júlí 1890 - 24. maí 1971. Húsfreyja og ljósmóðir á Ytri-Ánastöðum í Kirkjuhvammshreppi. Var í Bakka, Bakkasókn, Eyj. 1901. Húsfreyja á Ánastöðum, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930.

Helga Jónsdóttir (1895-1973) Gröf

  • HAH05192
  • Einstaklingur
  • 6.9.1895 - 26.8.1973

Helga Jónsdóttir 6. sept. 1895 - 26. ágúst 1973. Húsfreyja, var á Hamri, Hvammstangahr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Hvammstangahreppi.

Guðmundur Sigurjónsson (1933) Rútsstöðum

  • HAH04104
  • Einstaklingur
  • 24.2.1933 -

Guðmundur Ólafs Sigurjónsson 24. febrúar 1933 Var á Rútsstöðum, Svínavatnshr., A-Hún. 1957. Húnavöllum, Rútsstöðum

Guðný Blöndal (1865-1902) Hvammi í Vatnsdal

  • HAH04160
  • Einstaklingur
  • 15.9.1865 - 2.1.1902

Guðný Einarsdóttir 15. september 1865 - 2. janúar 1902 Tökubarn í Fljótstungu, Gilsbakkasókn, Mýr. 1870. Húsfreyja í Hvammi í Vatnsdal. Bústýra í Fljótstungu 15 ára 1880. Kennari Hvammi 1890.

Guðmundur Magnússon (1874-1934) Sunnuhlíð

  • HAH04099
  • Einstaklingur
  • 21.7.1874 - 20.9.1934

Guðmundur Magnússon 21. júlí 1874 - 20. september 1934 Bóndi í Torfustaðakoti í Áshr., A-Hún og Sunnuhlíð í Vatnsdal. Bóndi og refaskytta í Koti, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Varð úti.

Helga Jónína Helgadóttir (1880-1964) Flögu

  • HAH09042
  • Einstaklingur
  • 4.10.1880 - 12.7.1964

Helga Jónína Helgadóttir f. 4. okt. 1880, d. 12. júlí 1964, Flögu í Vatnsdal. Magnúsarhúsi 1933, Þau barnlaus.

Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson (1826-1907) skáld

  • HAH02570
  • Einstaklingur
  • 6.10.1826 - 2.8.1907

Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson 6. október 1826 - 2. ágúst 1907 Skáld og kennari, adjúnkt í Reykjavík. Var í Skálanum, Bessastaðasókn, Gull. 1845.
Benedikt var afar fjölhæfur maður. Hann var snilldar teiknari, lagði sig eftir náttúrufræði og tungumálum, var ljóðskáld í rómantískum anda og samdi leikrit og sögur. Hann lést í litlu húsi sem lengi stóð að baki Vesturgötu 16, en þar bjó hann síðustu ár ævi sinnar. Húsið hefur nú verið endurbyggt og flutt að Fischersundi og nefnist Gröndalshús.

Jón Á Egilson (1865-1931) Friðfinnshúsi

  • HAH04906
  • Einstaklingur
  • 7.9.1865 - 16.7.1931

Jón Árnason Egilson 7. sept. 1865 - 16. júlí 1931. Skrifstofumaður í Bergstaðastræti 71, Reykjavík 1930. Kaupmaður í Reykjavík og Stykkishólmi 1909. Bókari Möllers. Friðfinnshúsi 1896, fyrsti íbúinn þar var, nefndist þá Möllershús.
Jón Á. Egilson bókari andaðist um síðustu helgi; var hann þá staddur á skemtiferð í Borgarfirði í sumarleyfi sínu. Jón heitinn var hinn vinsælasti maður og hvers manns- hugljúfi, þeirra er honum kyntust. Hann varð rúmlega hálfsjötugur, fæddur 7. september 1865

Kristjana Konkordía Guðmundsdóttir (1909-2005) Halldórshúsi

  • HAH01682
  • Einstaklingur
  • 1.9.1909 - 4.11.2005

Kristjana Guðmundsdóttir fæddist í 1. september 1909. Hún lést í Seljahlíð, dvalarheimili fyrir aldraða, föstudaginn 4. nóvember síðastliðinn. Kristjana fluttist til Reykjavíkur 1966 og bjó þar síðan utan þrjú ár á Selfossi. Hún var ráðskona hjá Vegagerðinni í yfir 30 ár, fyrst í Austur-Húnavatnssýslu og síðar víða um land í brúar- og malarflokkum. Síðustu tíu árin bjó hún í Seljahlíð, dvalarheimili fyrir aldraða í Reykjavík.
Kristjana var jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 11. nóvember og fór útförin fram í kyrrþey að hennar ósk.

Sigríður Sigurðardóttir (1858-1915) Vertshúsi Blö

  • HAH07470
  • Einstaklingur
  • 26.12.1858 - 7.4.1915

Sigríður Ingibjörg Sigurðardóttir 26. des. 1858 - 7. apríl 1915. Veitingamannsfrú í Veitingahúsi, Blönduóssókn, Hún. 1901. Húsfreyja á Blönduósi.

Jóhannes Jónasson Bergmann (1872) Selkirk, frá Litlutungu

  • HAH05456
  • Einstaklingur
  • 22.9.1872 -

Jóhannes Jónasson (Johannes Bergman) 22. sept. 1872. Sonur þeirra á Litlutungu, Staðarbakkasókn, Hún. 1880. Vinnumaður á Bjarghóli, Staðarbakkasókn, Hún. 1890. Bóndi í Selkirk, Manitoba, Kanada 1916.

Sigurður Erlendsson (1887-1981) Stóru Giljá

  • HAH01943
  • Einstaklingur
  • 28.4.1887 - 28.9.1981

Sigurður Erlendsson bóndi og hreppstjóri á Stóru-Giljá, andaðist 28. september á Héraðshælinu. Hann var fæddur 28. apríl 1887 á Beinakeldu í Torfalækjarhreppi. Ungur að árum vann hann að búi foreldra sinna eins og títt var um sveitir lands vors á þeim tímum. Um skólagöngu var eigi að ræða, vinnan gekk fyrir öllu. Árið 1901 lést faðir hans. Eftir það bjó móðir hans félagsbúi ásamt þeim systkinum næstu átta árin á Beinakeldu, en flyst þá að Stóru-Giljá en Jóhannes sonur hennar hafði flutt þangað nokkru áður. Árið 1916 flytur Sigurður einnig að Stóru-Giljá þar sem hann tók við búi, en eftir það bjuggu þeir bræður félagsbúi allt til ársins 1972. Voru þeir bræður með eindæmum samrýmdir og unnu með einum huga að búi sínu. Upp úr árinu 1916 tóku þeir að byggja upp á jörð sinni. Þá voru hús öll mjög hrörleg orðin á Stóru-Giljá. Reistu þeir eitt mesta íbúðarhús í sveit á Íslandi, á þeim tíma, glæsilega byggingu, sem jafnan var tekið eftir er farið var um garða. Var gestrisni þeirra viðbrugðið, enda jafnan gestkvæmt mjög og mannmargt á heimili þeirra og bærinn frá fornu fari í þjóðbraut. Á þessum fyrstu búskaparárum sínum ræktuðu þeir túnið, græddu upp móa og mela. Jafnan var margt heimilisfólk á Stóru-Giljá, m.a. dvaldi þar löngum fóstursystir þeirra Jóhanna Björnsdóttir, húsmæðrakennari. Hvorugur þeirra bræðra kvæntist og var Sigurbjörg Jónasdóttir frá Litladal ráðskona þeirra um 36 ára skeið. Á heimili þeirra var um langt skeið Sigurður Laxdal Sigurður Laxdal Jónsson 25. apríl 1907 - 10. nóvember 1940 og kona hans Klara Bjarnadóttir 11. ágúst 1911 - 20. janúar 1996 Vinnukona á Torfalæk, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Húskona á Stóru-Giljá, síðast bús. í Blönduóshreppi. í húsmennsku og ólust börn þeirra upp í skjóli bræðranna, ma. a) Bjarni Ragnar Sigurðarson 14. janúar 1934 - 4. nóvember 1954. Vinnumaður á Stóru-Giljá. b) Guðríður Sigurðardóttir 19. júní 1935 Var á Stóru-Giljá í Torfalækjahr., A-Hún. 1957. c) Þorsteinn Helgi Sigurðsson f. 15. júlí 1937 Var á Stóru-Giljá í Torfalækjahr., A-Hún. 1957. d) Guðrún Sigurðardóttir 31. október 1939 - 14. apríl 2015 Var á Litlu-Giljá, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Sjúkrahússtarfsmaður á Blönduósi og í Reykjavík, síðast verslunarmaður í Reykjavík. Síðar var þar og Sigurjón Jónasson 20. júlí 1907 - 25. júní 1969 Fjármaður á Bjarnastöðum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Bjarnastöðum, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Vinnumaður, á Stóru-Giljá, seinni maður Klöru ásamt tveim sonum þeirra Jónasi f. 5.4.1945 og Hávarði f 17.7.1948. Einnig dvöldu um lengri eða skemmri tíma á heimili þeirra börn Jósefínu systur þeirra. Reyndist Sigurður öllu þessu fólki eins og umhyggjusamur faðir.
Eins og áður er sagt brugðu þeir bræður búi 1972 og létu það í hendur bróðursonar þeirra Erlendur Guðlaugur Eysteinsson 10. janúar 1932 Var á Beinakeldu í Torfalækjahr., A-Hún. 1957, og dvöldu þeir síðan í skjóli hans og konu hans, Helgu Búadóttur f. 16.5.1938 og nutu þar umönnunar og umhyggju þeirra. Jóhannes lést á Stóru-Giljá 23. október 1977. Sigurður á Stóru-Giljá unni heimabyggð sinni af alhug, enda dvaldi hann aldrei utan hennar og helgaði henni alla krafta sína.

Ásgerður Guðmundsdóttir (1914-1991) Akureyri

  • HAH07430
  • Einstaklingur
  • 11.5.1914 - 23.12.1991

Ásgerður Guðmundsdóttir [Ása] 11.5.1914 - 23.12.1991. Húsfreyja á Akureyri. Var á Stóru-Giljá, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Einkabarn foreldra sinna. Á Stóru-Giljá ólst Ása upp við fjölbreytt mannlíf. Auk margra heimilismanna var þar mjög gestkvæmt og heimilið rómað fyrir gestrisni og rausnarskap. Ása var í Húsmæðraskólanum á Blönduósi 1933 og 1934. Um 1940 fluttist Ása til Akureyrar og vann fyrst sem ráðskona og síðan lærði hún klæðskerasaum. Á þeim tíma kynntist hún Hallgrími Vilhjálmssyni frá Torfunesi í Köldukinn, síðar tryggingafulltrúa á Akureyri.

Rannveig Stefánsdóttir (1885-1972) Flögu

  • HAH09198
  • Einstaklingur
  • 16.2.1885 - 3.5.1972

Rannveig Margrét Stefánsdóttir 16. feb. 1885 - 3. maí 1972. Lausakona í Flögu, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var hjá foreldrum sínum á Flögu í Vatnsdal 1920. Var hjá Margréti systur sinni á Búðum á Snæfellsnesi 1936. Síðast bús. í Reykjavík. Dó ógift. Bústýra hjá Magnúsi 1901.

Ágúst B. Jónsson (1892-1987) Hofi í Vatnsdal

  • HAH01055
  • Einstaklingur
  • 9.6.1892 -28.9.1987

Ágúst var fæddur á Gilsstöðum í Vatnsdal 9.6.1892, en dó þann 28.9.1987 að Héraðshælinu á Blönduósi.
Ágúst Böðvar var einkabarn foreldra sinna, sem hófu búskap á hluta Gilsstaða vorið 1891, en fluttu þaðan vorið 1896 að Hofi í Vatnsdal. Þau Jón og Valgerður bjuggu á hluta Hofs fyrstu árin, en vorið 1901 fengu þau alla jörðina til ábúðar, en eignuðust hana alla síðar og bjuggu þar æ síðan meðan kraftar entust. Bæði voru þau Jón og Valgerður sterkir persónuleikar, mótuð af harðri lífsbaráttu fólks á síðustu áratugum 19. aldarinnar. Fóru þau vel með efni og búnaðist eftir því. Varð Hofsheimilið fljótt eitt af máttarstólpum vatnsdælsks samfélags á þessum árum. Skipaði Jón á Hofi sér fljótlega í forustusveit Vatnsdælinga, sat í hreppsnefnd, þar sem hann þótti nokkuð íhaldssamur, en mest lét hann til sín taka fjallskilamál upprekstrarfélagsins, þar sem hann hélt mjög um stjórnvölinn um meira en hálfrar aldar skeið. Hannhafði mjög ákveðnar skoðanir í pólitík, var mikill spilamaður og veitti gestum sínum brennivín á góðri stund. Hafði hann mjög í heiðri siði góðbænda um veitingar, en hafði þó hóf á, svo að til gleðiauka var. Varð Hofsheimilið á árum þeirra Jóns og Valgerðar mjög samkomustaður Vatnsdælinga þar sem fólk, bæði eldra og yngra, naut lífsins og gerði sér dagamun.
Í þessu umhverfi ólst Ágúst upp. Sem ungur maður var hann mjög hlutgengur og mótandi í félags- og skemmtanalífi sveitar sinnar og sýslu.

Óskar Jakobsson (1892-1935) Holti á Ásum

  • HAH09236
  • Einstaklingur
  • 24.9.1892 - 28.8.1935

Óskar Jakobsson 24. sept. 1892 - 28. ágúst 1935. Bóndi í Holti á Ásum.
Þau höfðu skamman tíma búið að Efra-Holti þegar Óskar fékk lömunarveiki sem á fáum dögum leiddi hann til dauða.

Hallgrímur Kristjánsson (1901-1990) Kringlu

  • HAH01374
  • Einstaklingur
  • 25.9.1901 - 18.5.1990

Hallgrímur fæddist 25. september 1901 á Hnjúki í Vatnsdal, Fárra mánaða gamall var hann tekinn í fóstur af þeim sæmdarhjónum Valgerði Einarsdóttur og Jóni Jónssyni á Hofi i Vatnsdal og þar ólst hann upp. Minntist hann jafnan fósturforeldra sinna og æskuheimilisins á Hofi með mikilli hlýju og virðingu, einkum mun honum hafa þótt vænt um fóstru sína. Því heimilli vann hann framá fullorðinsár, og án efa að mörgu leyti goldið fósturlaunin. 1935 hefja þau búskap á Kringlu. Þau keyptu jörðina um 1940 og bjuggu þar allan sinn búskap fram um 1980, síðustu 20 árin í félagi við Reyni son sinn og Sigurbjörgu konu hans en Reynir var þá raunar aðalbóndinn. Kringla er miðlungsjörð að stærð, en landið grösugt. Túnið var hins vegar lítið þegar þau hjón fluttu þangað, og þrátt fyrir engja blett á Eylendinu voru heyskapar möguleikar takmarkaðir. Reyndi því mjög á bóndann að sjá fénaði sínum farborða sem honum tókst með prýði. Hallgrímur var afburða fjármaður. Hann stóð yfir fé sínu í haganum og sparaði hey til að mæta misjöfnu tíðafari á vorin, enda var fé hans ávallt vel fram gengið. Hann var veðurglöggur og forsjáll og hýsti féð ævinlega, ef hann taldi von á vondu veðri áðuren féð var að fullu komið á hús. Með nýjum tímum hóf hann og seinna þeir feðgar framkvæmdir á jörðinni í ræktun og húsbyggingum sem gerbreyttu henni til bú skapar og afkomumöguleika, enda fór hagur heimilisins síbatnandi.

Hermína og Hallgrímur fluttu að Hnitbjörgum, heimili fyrir aldraða á Blönduósi, í desember 1981. Hallgrímur lamaðist alvarlega fyrir fimm árum, en hélt þó skýrri hugsun og oftast fótavist að nokkru. Hann hvarf yfir móðuna miklu í vorblíðunni, eins og hún gerist best í maímánuði. Löngum var hann vorsins maður, sú árstíð var honum kærari en aðrar. Hann naut þess að sjá lífið kvikna og endurnýjast í ríki náttúrunnar. Sjálfur var hann náttúrubarn og kunni á ýmsum þáttum hennar betri skil en margur annar. Það fór því vel að þegar hann hafði eigi lengur þrek til að taka á móti töfrum vorsins hefði hann vistaskipti og hyrfi inn í vorblíðu annars heims.

Anna Einarsdóttir (1850-1910) Gunnfríðarstöðum

  • HAH02314
  • Einstaklingur
  • 4.3.1850 - 13.5.1910

Anna Einarsdóttir f. 4.3.1850 - 13.5.1910 Húsfreyja á Gunnfríðarstöðum í Svínavatnshr., A-Hún. Húskona á Breiðavaði, Holtastaðasókn, Hún. 1880. Maður hennar 5.11.1882; Jón Hróbjartsson f. 7.7.1853 - 1.9.1928 bóndi Gunnsteinsstöðum.

Haraldur Eyjólfsson (1896-1979) Gautsdal

  • HAH04825
  • Einstaklingur
  • 11.6.1896 - 31.7.1979

Haraldur Karl Georg Eyjólfsson 11. júní 1896 - 31. júlí 1979. Var í Gautsdal, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Bóndi í Gautsdal. Síðast bús. í Blönduóshreppi. Hlíð á Vatnsnesi, Hagi í Þingi 1926.

Valgerður Jónatansdóttir (1926-1995) Gautsdal

  • HAH03820
  • Einstaklingur
  • 16.6.1926 - 20.10.1995

Elín Valgerður Jónatansdóttir fæddist og ólst upp í Súðavík. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Kristjánsdóttir frá Álftafirði og Jónatan Sigurðsson frá Furufírði á Ströndum.
Elín Valgerður var jarðsungin frá Bólstaðarhlíðarkirkju laugardaginn 28. október. 1995

Jón Ívarsson (1934-2013) skipstjóri Skagaströnd

  • HAH05675
  • Einstaklingur
  • 10.1.1934 - 29.12.2013

Jón Ólafur Ívarsson fæddist á Hjallalandi í Vatnsdal, A-Húnavatnssýslu, 10. janúar 1934. Var í Skála, Höfðahr., A-Hún. 1957. Skipstjóri og útgerðarmaður á Skagaströnd. Listmálari.
Jón Ólafur, eða Daddi eins og hann var alltaf kallaður, ólst upp hjá móður sinni á Skagaströnd. Fyrstu árin bjuggu þau í Holti og síðar í Skála en þar héldu móðir hans og bróðir hennar Ingvar saman heimili.
Hann lést á heimili sínu 29. desember 2013. Útför Jóns Ólafs fór fram frá Hólaneskirkju á Skagaströnd 10. janúar 2014, og hófst hún kl. 14.

Guðný Guðnadóttir (1930-2022) Vatnadal, Súgandafirði

  • HAH08112
  • Einstaklingur
  • 22.7.1930 - 26.11.2022

Guðný Kristín Guðnadóttir (Níní), Suðureyri, Súgandafirði fæddist 22. júlí 1930 í Vatnadal í Súgandafirði. Var í Fremri-Vatnadal, Staðarsókn, V-Ís. 1930. Kvsk á Blönduósi 1950-1951
Níní bjó í Vatnadal til fimm ára aldurs og fluttist þá til Suðureyrar og bjó þar alla tíð eftir það.
Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða 26. nóvember 2022. Útför Níníar var gerð frá Suðureyrarkirkju sunnudaginn 4. desember 2022, klukkan 13. Athöfninni var streymt. Virkan hlekk má finna á: https://www.mbl.is/andlat

Niðurstöður 9901 to 10000 of 10344