Sigurjón Lárusson Rist (1917-1994) vatnamælingamaður

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Sigurjón Lárusson Rist (1917-1994) vatnamælingamaður

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

29.8.1917 - 15.10.1994

History

Sigurjón Rist, vatnamælingamaður, fæddist á Akureyri 29. ágúst 1917. Hann lést í Reykjavík 15. október síðastliðinn. Sigurjón var sæmdur heiðursmerki Jöklarannsóknafélags Íslands 1970, riddarakrossi íslensku fálkaorðunnar 1986 og heiðursmerki Verkfræðingafélags Íslands 1990.
Útför Sigurjóns verður frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag.

Places

Akureyri:

Legal status

Sigurjón lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1938, stundaði nám í heimspeki og haffræði við Kaupmannahafnarháskóla 1938-39, en hvarf heim frá námi vegna stríðsins. Árin 1948-49 stundaði hann nám í vatnafræði hjá Norges Vassdragsvesen og árið 1966 hjá Geological Survey í Bandaríkjunum.

Functions, occupations and activities

Hann var umsjónarmaður með síldveiðiskipum og síldarsöltun hjá Nirði hf. á Akureyri og Siglufirði 1938-41. Árin 1942-46 rak hann bifreiðaviðgerðaverkstæði hjá KEA og Mjölni hf. á Akureyri. Sigurjón var forstöðumaður vatnamælinga á vegum raforkumálastjóra frá 1947 og Orkustofnunar frá 1967 til 1987. Hann annaðist dýptarmælingar stöðuvatna og kom á kerfisbundnum vatnsrennslismælingum og sá um útgáfu árlegra rennslisskýrslna. Hann var í stjórn Ferðafélags Akureyrar um skeið og formaður þess 1946-47. Þá var hann um langt árabil í stjórn Jöklarannsóknafélags Íslands allt frá stofnun þess 1950 og formaður þess um skeið. Formaður Vatnafræðifélags Íslands frá 1979-1985. Vann í frístundum með sjálfboðaliðum að lagningu bifreiðaslóða um hálendi Íslands á árunum 1940-46, einkum upp úr Eyjafirði, um Sprengisand og Ódáðahraun. Hann var þátttakandi í fransk-íslenska Vatnajökulsleiðangrinum 1951.

Mandates/sources of authority

Eftir Sigurjón liggja ýmis rit og tímaritsgreinar um vötn og vatnamælingar meðal annars: Íslensk vötn, útg. 1956, og Vatns er þörf, útg. 1990.
Hermann Sveinbjörnsson skráði æviminningar Sigurjóns í bókinni "Vadd'út í", útg. 1989.

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans voru hjónin Margrét Sigurjónsdóttir, f. 1888, d. 1921, húsmóðir á Akureyri, og Lárus J. Rist, f. 1879, d. 1964, sund- og fimleikakennari á Akureyri og síðar í Hveragerði. Eftir lát móður sinnar var Sigurjón sendur í fóstur til hjónanna Sigtryggs Jóhannessonar, f. 1875, d. 1965, og Jónínu Rannveigar Sigurjónsdóttur, f. 1877, d. 1964, á Torfum í Eyjafirði. Systkini Sigurjóns voru 1) Óttar, f. 1912, d. 1932, 2) Anna, f. 1914, 3) Jóhann, vélstjóri, f. 1916, d. 1951, 4) Regína, f. 1919, 5) Ingibjörg, f. 1920, 6) Páll, f. 1921, fv. lögregluþjónn á Akureyri.
Eftirlifandi eiginkonu sinni, Maríu Sigurðardóttur, viðskiptafræðingi, kvæntist hann 2. ágúst 1962.
Dætur þeirra:
1) Rannveig, f. 9. maí 1961, verkfræðingur, deildarstjóri hjá ÍSAL, gift Jóni Heiðari Ríkharðssyni, f. 9. apríl 1961, verkfræðingi. Dætur þeirra eru Guðbjörg Rist Jónsdóttir, f. 22. júlí 1989, og María Rist Jónsdóttir, f. 25. febrúar 1993.
2) Bergljót, f. 28. febrúar 1966, við nám í dýralækningum í Danmörku.

General context

Relationships area

Related entity

Lárus Rist (1879-1964) íþróttakennari Ak (19.8.1879 - 9.10.1964)

Identifier of related entity

HAH06585

Category of relationship

family

Type of relationship

Lárus Rist (1879-1964) íþróttakennari Ak

is the parent of

Sigurjón Lárusson Rist (1917-1994) vatnamælingamaður

Dates of relationship

29.8.1917

Description of relationship

Related entity

Margrét Sigurjónsdóttir (1888-1921) Akureyri (20.7.1888 - 5.8.1921)

Identifier of related entity

HAH09369

Category of relationship

family

Type of relationship

Margrét Sigurjónsdóttir (1888-1921) Akureyri

is the parent of

Sigurjón Lárusson Rist (1917-1994) vatnamælingamaður

Dates of relationship

29.8.1917

Description of relationship

Related entity

Regína Lárusdóttir Rist (1919-2008) fótsnyrtifræðingur Reykjavík (7.2.1919 - 28.4.2008)

Identifier of related entity

HAH01871

Category of relationship

family

Type of relationship

Regína Lárusdóttir Rist (1919-2008) fótsnyrtifræðingur Reykjavík

is the sibling of

Sigurjón Lárusson Rist (1917-1994) vatnamælingamaður

Dates of relationship

7.2.1919

Description of relationship

Related entity

Anna Lárusdóttir Rist (1914-1999) Akureyri (19.3.1914 -9.3.1999)

Identifier of related entity

HAH02377

Category of relationship

family

Type of relationship

Anna Lárusdóttir Rist (1914-1999) Akureyri

is the sibling of

Sigurjón Lárusson Rist (1917-1994) vatnamælingamaður

Dates of relationship

29.8.1917

Description of relationship

Related entity

Óttar Lárusson Rist (1912-1932) Akureyri (20.7.1912 - 3.4.1932)

Identifier of related entity

HAH09370

Category of relationship

family

Type of relationship

Óttar Lárusson Rist (1912-1932) Akureyri

is the sibling of

Sigurjón Lárusson Rist (1917-1994) vatnamælingamaður

Dates of relationship

29.8.1917

Description of relationship

Related entity

Jóhann Rist (1916-1951) Reykjavík (19.3.1916 - 12.4.1951)

Identifier of related entity

HAH05336

Category of relationship

family

Type of relationship

Jóhann Rist (1916-1951) Reykjavík

is the sibling of

Sigurjón Lárusson Rist (1917-1994) vatnamælingamaður

Dates of relationship

29.8.1917

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01964

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 23.7.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places