Showing 10352 results

Authority record

Kristjana Friðjónsdóttir (1914-1995) Langhúsum Fljótum

  • HAH01681
  • Person
  • 25.7.1914 - 13.10.1995

Kristjana Friðjónsdóttir fæddist í Langhúsum í Fljótum 25. júlí 1914. Hún lést á Borgarspítalanum 13. október síðastliðinn. Útför Kristjönu fór fram í kyrrþey. Var á Siglufirði 1930. Heimili: Langhús, Haganesshr. Síðast bús. í Reykjavík. Kristjana fæddist í Langhúsum í Fljótum 1914 en 1931 flyst fjölskyldan, nema móðir mín sem ólst upp annars staðar, til síldarbæjarins Siglufjarðar þar sem þau bjuggu lengst af síðan. Kristjana og systur hennar lærðu snemma handtökin við síldarvinnsluna og voru alla tíð liðtækar þar sem unnið var að síld. Á Siglufirði kynntist Kristjana manni sínum, Einari Bjarnasyni skipstjóra. Þau bjuggu lengst af í Hafnarfirði, áttu fallegt heimili þar sem alltaf var jafn snyrtilegt. Þar var gaman að koma og njóta einlægrar gestrisni þeirra. Einar lést 1994.

Kristjana Bessadóttir (1867-1949)

  • HAH04924
  • Person
  • 21.6.1867 - 27.4.1949

Kristjana Bessadóttir 21. júní 1867 - 27. apríl 1949 Sigurjónshúsi Blönduósi 1901,

Kristján Vigfússon (1880-1970) Vatnsdalshólum

  • HAH01691
  • Person
  • 10.6.1880 - 3.10.1970

Kristján Vigfússon 10. júní 1880 - 3. október 1970 Bóndi í Vatnsdalshólum í Sveinsstaðahr., A-Hún. Bóndi og járnsmiður í Vatnsdalshólum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Árið 1877 fluttust á þennan friðsæla stað ung hjón, konan tvítug og bóndinn 35 ára, og hófu þar búskap. Þessi hjón voru Vigfús Filippusson 26. febrúar 1843 - 3. desember 1925 Vinnumaður í Vatnsdal, Breiðabólstaðarsókn, Rang. 1860. Bóndi og smiður í Vatnsdalshólum, Sveinsstaðahr., A-Hún. og Ingibjörg Björnsdóttir 4. mars 1857 - 19. ágúst 1943. Þau hjón eignuðust alls 5 börn, sem komust til fullorðinsára.
Árið 1911 tók hann svo sjálfur við búi í Vatnsdalshólum og bjó þar að mestu óslitið í meira en hálfa öld, eða þar til dóttir hans, Margrét, tók við búsforráðnm 1965. Fyrstu búskaparárin voru foreldrar hans hjá honum, faðir hans til ársins 1925, er hann andaðist, og móðir hans til 1943 og annaðist hún lengi, eða meðan heilsa og kraftar entust, innanhússtörf fyrir hann, en síðustu 13 árin lá hún rúmföst og naut þá góðrar umönnnnar sonar síns og vandafólks. Kristján var mesti dugnaðarmaður að hverju sem hann gekk, fjölhæfur og laginn til allra verka. Búskapur hans mátti segja að gengi ágætlega eftir öllum aðstæðum. Hann bjó að vísu aldrei neitt sérlega stórt, en þess bera að gæta, að hann var ókvæntur alla tíð og varð því oft að búa með vandalansum ráðskonum og þótt þær geti verið góðar, þá þykir það naumast eins hagsældarlegt og að njóta samhjálpar og samhugar góðrar eiginkonu. Í annan stað mátti segja, að hann væri ekki mikið meira en hálfur við búskapinn. Járnsmíðina stundaði hann alltaf meira og minna jöfnum höndum. Og þegar þess er gætt, að hann var helzti járnsmiðurinn í héraðinu og ennfremur að hann var sá bónbezti og hjálplegasti maður, sem hugsazt gat, þá er auðvelt að gera sér í hugarlund, hve frátafirnar frá heimilinu og húskapnum voru gífurlega miklar, enda vissu kunnugir vel, að sú var raunin á. Má því í raun og veru undrast hversu vel og snurðulaust búskapurinn gekk hjá honum og hversu mikið hann fékk framkvæmt til umbóta á jörðinni.
Hinn þátturinn í lífsstarfi Kristjáns var handverkið eða járnsmíðin, og ég held að óhætt sé að fullyrða, að hann hafi staðið framarlega í sinni iðngrein. Hann þótti ágætur smiður og var mikið sótt til hans, ekki aðeins úr næsta nágrenni heldur langtum víðar að. Ég tel t. d. víst, að hann hafi ekki haft neina tölu á þeim skeifnagöngum, sem hann smíðaði um ævina, en alveg er víst að þeir hafa verið óhemjumargir líklega enn fleiri en Vatnsdalshólarnir, þótt óteljandi séu sagðir. Hann var hamhleypa við þessar smíðar. Ég man ekki glöggt, hvað hann sagðist venjulega hafa verið Iengi að smíða ganginn og járna hestinn, en mér fannst það ótrúlega stutt. Ég hygg því að segja megi, að eins og Kristján var hlutgengur sem bóndi, hafi hann ef til vill ekki verið síður hlutgengur sem smiður, þrátt fyrir tvískiptingu í störfum.

Tvennt var það einkum, sem mér fannst einkenna Kristján í Hólum, framkomu hans og samskipti við aðra menn. Annars vegar var það óvenju mikið glaðlyndi, gamansemi og æðruleysi í öllum hlutum og hins vegar frábær bóngæði, hjálpsemi og fúsleikur að liðsinna öðrum og það alveg eins, þótt hans eigin störf og þarfir yrðu fyrir það að sitja á hakanum. Fyrstu kynni mín af honum voru þau, að er ég fór suður í skóla í fyrsta sinn, fór ég á hesti ásamt fleira fólki til Borgarness. Var Kristján fylgdarmaður okkar og tók hestana til baka. Mun hann alloft hafa farið slíkar ferðir. Í þetta sinn gerðist ekkert sögulegt, en ég fann samt, að gott og tryggilegt var að njóta fylgdar hans. Næst minnist ég hans á markaði á Sveinsstöðum. Hann var að hjálpa ýmsum við járningu söluhrossa og annað, er með þurfti. Þar heyrði ég markaðshaldarann, sem mun hafa verið Guðmundur Böðvarsson, sem víða fór um í því skyni, lýsa því yfir í viðtali við mann þar, að Kristján í Hólum væri sá allra liðlegasti og greiðviknasti maður, sem hann hefði nokkru sinni kynnzt. Sjálfsagt hefir hann áður notið fyrirgreiðslu hans og hjálpsemi og glöggt er gestsaugað.

Eftir að ég var orðinn svo að segja nágranni hans, furðaði mig ekki á þessum vitnisburði. Þá var oft leitað til hans af mér og mínu heimili og sjaldan án árangurs. Það mátti heita föst venja, ef eitthvað fór aflaga eða bilaði, að leita til Kristjáns í Hólum. Því var fastlega treyst, að hann mundi hjálpa, ef nokkur tök voru á, og einnig, að hann kynni ráð við flestu, sem laga þyrfti. Það var oft minnzt á það, hvernig fara ætti að, ef Kristján væri ekki í nágrenninu. Og þótt við höfum ef til vill meira leitað til hans en ýmsir aðrir, sem meira voru sjálfbjarga, þá hygg ég að margir hafi svipaða sögu að segja um hjálpsemi hans og greiðvikni.
Hitt, sem einkenndi Kristján svo mjög, var að sjaldan hittist svo á að hann væri ekki í góðu skapi, tilbúinn að gera að gamni sínu og sjá alltaf einhverjar bjartar hliðar á hverju einu. Hann var þess vegna góður félagi, gestrisini. og skemmtilegur í allri umgengni. Ekkert var fjær honum en að æðrast, þótt á móti blési og erfitt væri fyrir fæti enda úrræðagóður í hverjum vanda. Hann var mjög vinsæll af öllum, sem kynntust honum, og munu margir minnast hans með hugheilu þakklæti fyrir störf hans í þeirra þágu, fyrir greiðasemi hans og hjálpfýsi.
Kristján hafði verið heilsuhraustur um ævina. Aðeins síðasta áratuginn tók hann að kenna sjúkleika, sem ágerðist og heltók hann loks allan. Hafði hann nú verið 5 ár á sjúkrahúsinu á Blönduósi, þrotinn að kröftum. Andaðist hann þar 3. þ. m. níræður að aldri og var jarðsettur að Þingeyrum 10. sama mánaðar.

Kristján Þorsteinsson (1927-2010) Þorsteinshúsi Blönduósi

  • HAH01692
  • Person
  • 13.3.1927 - 12.8.2010

Kristján Þorsteinsson fæddist á Blönduósi 13. mars 1927. Hann andaðist á hjúkrunarheimilinu Grund 12. ágúst 2010. Kristján ólst upp í Margrétarhúsi á Blönduósi. Síðustu æviárin dvaldi Kristján á hjúkrunarheimilinu Grund við gott atlæti og frábæra þjónustu sem ber að þakka.
Kristján verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu í dag, 19. ágúst 2010, kl. 15.

Kristján Stefán Sigurðsson (1924-1997) Læknir Blönduósi

  • HAH01690
  • Person
  • 14.11.1924 - 9.11.1997

Kristján Stefán Sigurðsson fæddist í Hælavík á Hornströndum 14. nóvember 1924. Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík 9. nóvember 1997.
Útför Kristjáns fór fram frá Hallgrímskirkju 14.11.1997 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Kristján Snorrason (1918-1990) Blönduósi

  • HAH04797
  • Person
  • 26.1.1918 - 15.11.1990

Fæddur á Blönduósi. Var á Blönduósi 1930. Bifreiðastjóri á Blönduósi. Var í Sandgerði, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Lést í Reykjavík 15.11.1990
Útför hans var gerð frá Blönduósskirkju 23. nóvember 1990

Kristján Sigurðsson (1883-1970) kennari Brúsastöðum

  • Person
  • 27. ágúst 1883 - 10. ágúst 1970

Barnakennari á Brúsastöðum, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Kennari og bóndi á Brúsastöðum í Vatnsdal, Áshr., A-Hún. Síðast bús. í Mosfellsbæ.

Kristján Sigurðsson, kennari frá Brúsastöðum í Vatnsdal, lést þ. 10. ágúst s.l. (1970) á Héraðshælinu á Blönduósi, 87 ára að aldri. Útför hans var gerð frá Undirfellskirkju þann 15. ágúst. — Hann var fæddur 27. ágúst 1883 í Pálsgerði í Dalsmynni í Suður-Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Pálsson og kona hans, Kristbjörg Hólmfríður Árnadóttir, Bjarnasonar bónda að Fellsseli í Kinn. Árið 1890, er Kristján var 7 ára gamall, fluttist hann ásamt foreldrum sínum og fimm systkinum að Heiðarhúsum á Flateyjardalsheiði. Árið 1896 hleypti Kristján heimdraganum og fór að Stóruvöllum í Bárðardal til hjónanna Karls Finnbogasonar og konu hans, Pálínu Jónsdóttur. Þar var þá vinnumaður Sveinn, föðurbróðir hans, og mun hann hafa ráðið miklu um vistráðningu Kristjáns að Stóruvöllum. Á Stóruvöllum var þá þríbýlt og mannmargt. Var þar mikið menningarheimili og unglingum góður skóli. Næstu árin dvaldi Kristján á ýmsum bæjum á bernskuslóðum m. a. á Hálsi í Kinn og Garði í Fnjóskadal. Með litlum efnum komst hann í Hólaskóla haustið 1904, en sumarið næsta réðist hann til starfa hjá Jósef Björnssyni, kennara á Hólum, er þá bjó á Vatnsleysu í Viðvíkursveit. Þá um sumarið tók hann lömunarveiki og bar þess merki til æviloka. Þá um haustið hélt hann námi áfram í Hólaskóla með veikum mætti og hjálp góðra manna. Hvarf Kristján um skeið frá landbúnaðarstörfum. En haustið 1906 fór hann til skósmíðanáms til Árna Pálssonar, skósmiðs á Sauðárkróki. Hvarf Kristján síðan frá því námi. Hugur hans hafði jafnan staðið til mennta, en árið 1908 fór hann í Alþýðuskólann á Hvítárbakka í Borgarfirði og dvaldi þar um eins veturs skeið. En árið eftir tók hann inntökupróf í Kennaraskóla íslands og lauk þaðan burtfararprófi með góðum vitnisburði. Á þessum árum tók Kristján virkan þátt í störfum Ungmennafélags Reykjavíkur og voru honum hugsjónir ungmennafélaganna mjög hugstæðar æ síðan. Vorið 1910 var Kristján ráðinn kennari í Vatnsdal og fluttist hann þá sama vor að Brúsastöðum og bjó þar um 40 ára skeið og stundaði jafnframt farkennslu. Hafði hann nokkurn búskap í félagi við mág sinn og sambýlismann, Benedikt Björnsson Blöndal. Þann 4. júlí 1914 gekk hann að eiga Margréti Sigríði Björnsdóttur Blöndal Benediktssonar bónda og umboðsmanns frá Hvammi í Vatnsdal. Eignuðust þau hjón 3 börn, en þau eru: Gróa, kennari í Reykjavík, Björn kennari á Blönduósi og Ingibjörg, húsfreyja, búsett í Hlíðartúni í Mosfellssveit. Eins og áður er sagt var Kristján mikill félagshyggjumaður og samvinnumaður alla ævi. Hann var góður íslenzkumaður, ritaði m. a. æviminningar sínar er hann nefndi: „Þegar veðri slotar.“ Einnig var hann einn af stofnendum sveitarblaðsins „Ingimundur gamli“, er Ungmennafélag Vatnsdæla gaf út og ritaði hann manna mest í blaðið um nokkurra ára skeið. Síðustu æviár sín dvaldi Kristján hjá dóttur sinni, Ingibjörgu, og manni hennar á Akranesi og síðar Álafossi, þangað til hann fór á Héraðshælið á Blönduósi. Kristján var mikill persónuleiki, góður kennari og vinsæll meðal samsveitunga sinna og minnisstæður þeim, er honum kynntust.

Kristján Sigfússon (1934-2013) Húnsstöðum

  • HAH01689
  • Person
  • 30.9.1934 - 12.6.2013

Kristján Sigfússon á Húnsstöðum fæddist á Grýtubakka í Höfðahverfi 30. september 1934. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 12. júní 2013. Kristján flutti frá Grýtubakka að Breiðavaði í Langadal með foreldrum sínum og systkinum árið 1949. Á Breiðavaði vann hann að búskap með foreldrum sínum, var á vertíðum í Sandgerði og vann við tamningar á Blönduósi en hestamennska var alla tíð eitt helsta áhugamál hans. Árið 1963 flutti Kristján að Húnsstöðum þar sem hann bjó til æviloka. Útför Kristjáns fer fram frá Blönduóskirkju í dag, 21. júní 2013, og hefst athöfnin kl. 14.

Kristján Pétur Arngrímsson (1929-2014)

  • HAH01688
  • Person
  • 26.6.1929 - 3.2.2013

Kristján Arngrímsson fæddist 26. júní 1929 á Mýrum í Dýrafirði. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 3. febrúar 2013. Kristján lauk námi við barnaskóla Ísafjarðar og fluttist til Reykjavíkur 16 ára gamall. Útför Kristjáns fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 12. febrúar 2014, og hefst athöfnin kl. 15.

Kristján Pálsson (1864-1943) smiður á Stóra-Bergi Skagaströnd

  • HAH09512
  • Person
  • 5.10.1864 - 27.5.1943

Kristján Pálsson 5. okt. 1864 - 27. maí 1943. Trésmiður á Stóra Bergi á Skagaströnd og síðar bóndi á Ytri-Bakka í Arnarneshreppi, Eyj. Smiður og útgerðarmaður í Sæborg, Möðruvallaklausturssókn, Eyj. 1918-32. Fyrrum bóndi á Hjalteyri

Kristján Kristófersson (1890-1973) Köldukinn

  • HAH04999
  • Person
  • 8.4.1890 - 30.3.1973

Kristján Kristófersson 8. apríl 1890 - 30. mars 1973 Bóndi á Köldukinn, Blönduósssókn, A-Hún. 1930. Bóndi í Köldukinn á Ásum, A-Hún.

Kristján Kristjánsson (1934-2007) Steinnýjarstöðum

  • HAH01687
  • Person
  • 3.8.1934 - 10.10.2007

Kristján Kristjánsson fæddist í Hvammkoti í Skagahreppi hinn 3. ágúst 1934, hann lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi hinn 10. október 2007. Kristján fæddist og ólst upp í Hvammkoti, árið 1949 fluttist fjölskyldan að Steinnýjarstöðum. Hann tók mjög ungur virkan þátt í bústörfunum. Hann gekk í skóla í sveitinni og hafði mjög gaman af því að læra. Kristján og Árný byggðu upp jörðina, bæði húsakost og tún af miklum dugnaði og eljusemi, með hjálp og þátttöku barna sinna. Það var Kristjáni mikið ánægjuefni að Steini og Linda tóku við búinu á Steinnýjarstjöðum.
Kristján verður jarðsunginn frá Hofskirkju í Skagabyggð í dag, laugardaginn 20. október, og hefst athöfnin kl. 14.

Kristján Karlsson Hall (1935-2015) Blönduósi

  • HAH02199
  • Person
  • 2.4.1935 - 16.6.2015

Kristján K. Hall fæddist á Blönduósi þann 2. apríl 1935. Hann lést á deild 11G á Landspítalanum við Hringbraut að kvöldi 16. júní 2015.
Kristján bjó fyrstu æviárin á Blönduósi, en flutti ungur að árum til Reykjavíkur með foreldrum sínum og systur.
Útför Kristjáns fór fram í kyrrþey frá Fossvogskapellu.

Kristján Júlíusson Hall (1851-1881) Borðeyri

  • HAH09345
  • Person
  • 29.12.1851 - 20.6.1881

Kristján Ragnar Júlíusson Hall 29. des. 1851 - 20. júní 1881. Fósturbarn í Hofstaðaseli, Flugumýrarsókn, Skag. 1860. Verslunarþjónn í Hólanesi, Spákonufellssókn, Hún. 1870. Bóndi á Borðeyri 1, Prestbakkasókn, Strand. 1880. Verslunarstjóri á Borðeyri.

Kristján Júlíusson (1933-2013)

  • HAH05136
  • Person
  • 30.7.1933 - 6.8.2013

Kristján Lindberg Júlíusson fæddist á Siglufirði 30.7. 1933.

Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 6.8. 2013.
Útför Kristjáns fór fram frá Fossvogskirkju 19. ágúst 2013, kl. 13.

Kristján Jónsson (1915-1993) Hólmavík

  • HAH01686
  • Person
  • 6.3.1915 - 2.2.1992

Bóksali og Póst- og símstöðvarstjóri á Hólmavík. Kjörforeldrar: Jón Finnsson, f. 12.7.1870 og k.h. Guðný Oddsdóttir, f. 17.11.1874.

Kristján Jónsson (1915-1983) Kambi, Reykhólasveit

  • HAH08751
  • Person
  • 31.7.1915 - 20.6.1983

Kristján Hans Jónsson 31. júlí 1915 - 20. júní 1983. Var á Kambi, Reykhólasókn, A-Barð. 1930. Verslunarmaður. Síðast bús. í Reykjavík. Kristján var fæddur og uppalinn að Kambi í Reykhólasveit,
Laugaskóla 1933-1934.

Kristján Jónsson (1867-1937) kaupmaður Ísafirði.

  • HAH09179
  • Person
  • 17.7.1867 - 20.3.1937

Kristján Jónsson 17. júlí 1867 - 20. mars 1937. Var í Þjóðólfstungu, Hólssókn, Ís. 1870. Bóndi í Miðdal, Hólssókn, N-Ís. 1901. Skrifstofu- og verslunarmaður í Bolungarvík 1930. Síðast í Reykjavík.

Kristján Jónsson (1849) frá Sölvabakka

  • HAH04926
  • Person
  • 14.36.1849 -

Kristján Jónsson 14. mars 1849. Var á Syðrahóli, Höskuldstaðasókn, Hún. 1860. Vinnumaður á Sölvabakka, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1880. Fjarverandi. Lausamaður í Hrólfsskála, Reykjavíkursókn, Gull. 1890. Húsbóndi í Bakkakoti, Reykjavíkursókn, Gull. 1901. Blönduósi í mt 1880.

Kristján Jónsson (1848-1932) Víðidalsstungu

  • HAH06577
  • Person
  • 23.2.1848 - 18.1.1932

Kristján Jónsson 23. feb. 1848 - 18. jan. 1932. Sonur prestsins, bóndi á Breiðabólstað, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1880. Bóndi í Víðidalstungu í Þorkelshólshr., V-Hún. Var á Breiðabólstað, Skildinganesi, Reykjavíkursókn, Kjós. 1930.

Kristján Jónasson (1869-1930) kaupmaður Borgarnesi

  • HAH03662
  • Person
  • 24.6.1869 - 9.12.1930

Kristján Jónasson 24. júní 1869 - 9. des. 1930. Verzlunarmaður í Borgarnesi 1930. Var fyrst í Stóru-Tungu á Fellsströnd, síðan á Ballará og Melum á Skarðsströnd og í Búðardal. Kaupmaður og veitingarmaður í Borgarnesi.

Kristján Hjartarson (1928-2003) Skjaldbreið Skagaströnd

  • HAH01684
  • Person
  • 21.4.1928 - 2.8.2003

Kristján Arinbjörn Hjartarson fæddist á Blönduósi 21. apríl 1928. Hann lést á Skagaströnd 2. ágúst 2003.
Kristján ólst upp að hluta á Finnsstöðum hjá Jósef Jóhannssyni, en einnig hjá foreldrum sínum í Vík. Hann var hjá Gísla Pálmasyni á Bergsstöðum í Svartárdal 1939-1941 og hjá Þorsteini Jónssyni á Gili í sama dal 1941-1943, gekk í Héraðsskólann að Reykjum 1944-1946 og sótti síðar námskeið í orgelleik og kórstjórn. Verkamaður á Skagaströnd 1946-48 og vann þá m.a. við smíðar hjá Sveini Sveinssyni, móðurbróður sínum. Var um tíma til sjós með bræðrum sínum, beitningamaður á Skagaströnd lengst af 1948-1951. Sjómaður á Akranesi 1951-1952, en síðan búsettur á Skagaströnd. Starfaði þar að mestu við beitningar 1952-1964. Starfsmaður á Vélaverkstæði Karls og Þórarins 1964-1975 og 1976-1985.
Kristján bjó á nokkrum stöðum á Skagaströnd fyrstu árin eftir heimilisstofnun, en keypti svo húsið Grund og bjó þar frá 1962 til 1997.

Síðustu árin bjó Kristján í Sæborg, dvalarheimi aldraðra á Skagaströnd, og í íbúðum aldraðra þar hjá á Ægisgrund 6.
Útför Kristjáns var gerð frá Hólaneskirkju 9.8.2003 og hófst athöfnin klukkan 14.

Kristján Hansen (1921-2009) Sauðárkróki

  • HAH01774
  • Person
  • 26.6.1921 - 6.7.2009

Kristján Hansen var fæddur á Sauðárkróki 26. júní 1921. Hann lést á dvalarheimili Sauðárkróks 6. júlí síðastliðinn. Kristján var hraustmenni. Hann var gervilegur maður, hár og herðabreiður, vel limaður, sviphreinn og svipsterkur. Hann var skýr og skemmtilegur. Kristján var geðríkur og lét ógjarnan hlut sinn en óvenju hreinskiptinn og drengur hinn besti. Hann var atorkumaður, víkingur til vinnu og verkséður. Fyrirtæki bræðranna blómgaðist og munu þeir hafa haft ágætan hagnað af.
Útför Kristjáns fer fram í Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.

Kristján Halldórsson (1855-1926) vert Blönduósi

  • HAH04925
  • Person
  • 15.2.1855 - 1.5.1926

Kristján Halldórsson 15. feb. 1855 [7.2.1854]- 1. maí 1926. Veitingamaður í Veitingahúsi, Blönduóssókn, Hún. 1901. Smiður og veitingamaður á Blönduósi.

Kristján Blöndal Jónsson (1977-2018) Blönduósi

  • HAH05204
  • Person
  • 28.8.1977 - 2.7.2018

Kristján Blöndal var fæddur 28. ágúst 1977 á Héraðshælinu Blönduósi.
Hann lést í London 2. júlí 2018. Hann var jarðsunginn frá Blönduóskirkju 13. júlí 2018, klukkan 14.

Kristján Blöndal (1872-1941) Gilsstöðum

  • HAH06580
  • Person
  • 2.7.1872 - 21.11.1941

Kristján Júlíus Blöndal 2. júlí 1872 - 21. nóvember 1941. Bóndi á Gilsstöðum, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Gilsstöðum í Vatnsdal.
Fæddur á Staðarfelli á Fellsströnd , barn í Innri Fagradal

Kristján Björn Þorvaldsson (1921-2003) Hafnarfirði

  • HAH01685
  • Person
  • 30.5.1921 - 11.8.2003

Kristján Björn Þorvaldsson fæddist í Hafnarfirði 30. maí 1921. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík 11. ágúst síðastliðinn. Útför Kristjáns fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Kristján Bessason (1868-1942) Grund Blönduósi

  • HAH04796
  • Person
  • 15.9.1868 - 1942

Hans Kristján Bessason f. 15.9.1868 - 1942. Bóndi á Grund [Klauf] , Engihlíðarhr., Hún. Var á Ökrum, Barðssókn, Skag. 1880. Bóndi á Grund 1901. Fór þaðan til Vesturheims 1904. Landnemi í Geysisbygð.

Kristján Benediktsson (1849-1923) landnámsmaður Point Roberts á Kyrrahafsstönd frá Hrafnabjörgum

  • HAH06582
  • Person
  • 27.11.1849 - 26.9.1923

Kristján Benediktsson 23. nóvember 1849 - 26. september 1923 Var í Mosfelli, Auðkúlusókn, Hún. 1860. Vinnumaður í Stóru-Giljá, Þingeyrasókn, Hún. 1870. Vinnumaður á Beinakeldu, Þingeyrasókn, Hún. 1880. Var á Beinakeldu 1876-83. Bóndi á Rútsstöðum og Hrafnabjörgum. Fór til Vesturheims 1888 frá Hrafnabjörgum, Svínavatnshreppi, Hún. með vesturfararskipinu Laura. Fyrsti íslenski landnámsmaðurinn í Point Roberts um 1891, flutti þangað frá Bellingham. Þar tók hann upp nafnið Benson.

Kristján Arinbjarnar (1892-1947) Læknir Blönduósi

  • HAH06141
  • Person
  • 8.10.1892 - 5.3.1947

Kristján Arinbjarnar f. 8. okt. 1892, d. 5. mars 1947. Var í Reykjavík 1910. Læknir í Hafnarfirði. Kjörbarn: Halldór Arinbjarnar f. 4.9.1926. Skrifaður Kristján Arinbjarnar í Almanaki. Læknir á Blönduósi 1922 - 1931.

Kristján Jónasson (1900-1983) frá Skagaströnd

  • HAH09216
  • Person
  • 1.9.1900 - 19.1.1983

Kristján Björn Jónasson 1. sept. 1900 - 19. jan. 1983. Var á Brekku, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Heimili: Neðri-Mýrar, Engihlíðarhreppi Var á Bjarnastöðum, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Sveinsstaðahreppi. Ókvæntur og barnlaus.
Hann lézt á Héraðshælinu á Blönduósi. Kristján Jónasson var jarðsettur frá Þingeyrakirkju 29. janúar 1983 að viðstöddu fjölmenni.

Kristinn Þorsteinsson (1903-1987) Akureyri

  • HAH05096
  • Person
  • 6.10.1903 - 10.6.1987

Kristinn Stefán Þorsteinsson 6. okt. 1903 - 10. júní 1987. Deildarstjóri KEA á Akureyri. Síðast bús. á Akureyri.

Kristinn Þorleifur Hallsson (1926-2007)

  • HAH01657
  • Person
  • 4.6.1926 - 28.7.2007

Kristinn Þorleifur Hallsson fæddist í Reykjavík 4. júní 1926. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði aðfaranótt hins 28. júlí síðastliðins. Útför Kristins verður gerð frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Kristinn Pálsson (1927-2008), kennari Skagaströnd og Blönduósi.

  • HAH01656
  • Person
  • 22.12.1927 - 12.10.2008

Kristinn Pálsson fæddist á Hofi á Skagaströnd 22. desember 1927. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Blönduóss 21. október síðastliðinn. Kristinn ólst upp á Hofi til 16 ára aldurs, en þá fluttist fjölskyldan til Skagastrandar (Höfðakaupstaðar) þar sem hann stundaði verkamannavinnu, skipavinnu, vegavinnu, hafnarvinnu o.fl. Vann í síldarverksmiðjunni í 3 sumur og var á síld í tvö sumur á Jóni Finnssyni II.
Kristinn var 3 mánuði í unglingaskóla í Steinnesi hjá sr. Þorsteini B. Gíslasyni. Tvo vetur (1944-1946) á Reykjaskóla í Hrútafirði. Kristinn lauk kennaraprófi frá Kennaraskólanum í Reykjavík 1949.
Kristinn og Guðný byggðu sér heimili að Húnabraut 10 á Blönduósi og bjuggu þar í 40 ár.
Útför Kristins fer fram frá Blönduósskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 15.

Kristinn Magnússon (1897-1979) Kleifum

  • HAH01655
  • Person
  • 13.3.1897 - 26.11.1979

Kristinn var fæddur að Ægissíðu á Vatnsnesi 13. marz árið 1897, bóndi að Kleifum við Blönduós Fœddur 13. marz 1897-dáinn 26.nóv.1979 andaðist á sjúkrahúsinu á Blönduósi Kristinn Magnússon bóndi að Kleifum við Blönduós og var hann jarðsunginn frá Blönduóskirkju 1. des. að viðstöddu miklu fjölmenni, er sýndi ótvírætt þau ítök sem hinn látni átti í samferðamönnunum. Flest af fólkinu kom heim að Kleifum að athöfninni lokinni og naut veitinga og heimilishlýju fjölskyldunnar fram eftir kvöldi. Gott var þar að vera, sem jafnan á því ágæta heimili. Andlát Kristins bar ekki óvænt að.
Kristinn Magnússon var bóndi í eðli sínu þótt ekki yrði það hlutskipti hans að reka búskap, fyrr en hann var nokkuð kominn yfir miðjan aldur. Hann fékk 10 ha. lands úr Blönduóslandi árið 1952 og síðar 5 ha. í viðbót. Reistu þau hjónin býlið Kleifar á landinu með hjálp barna sinna. Þarf raunar ekki annað en að líta heim að Kleifum til þess að sjá að þar hefir verið af mikilli alúð og smekkvísi að unnið. Fallegt tún og byggingar blasa við augum vegfarandans og skógarteigar með bæjarlæknum. Býlið hlaut líka 1. verðlaun fyrir snyrtimennsku og umgengni bújarða í fyrsta sinn er slík viðurkenning var veitt í Austur-Húnavatnssýslu, en það var árið 1972 á 20 ára afmæli landnáms á Kleifum.

Kristinn Magnússon (1895-1956) Reykjavík

  • HAH04091
  • Person
  • 2.11.1895 - 15.8.1956

Guðmundur Kristinn Magnússon 2. nóvember 1895 - 15. ágúst 1956 Vinnumaður í Reykjavík 1910. Stýrimaður á Bræðraborgarstíg 41, Reykjavík 1930. Verkamaður í Reykjavík 1945. Stýrimaður, síðar verkstjóri í Reykjavík.

Kristinn Finnbogason (1927-1991) rafvirki Blönduósi

  • HAH07480
  • Person
  • 28.5.1927 - 4.10.1991

Kristinn Finnbogason 28.5.1927 - 4.10.1991. Rafvirki Blönduósi, var á Fálkagötu 6, Reykjavík 1930. Nemi í Reykjavík 1945. Framkvæmdastjóri Tímans í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík.
Jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík 11.10.1991.

Kristinn Bjarnason (1948-2019) Blönduósi

  • HAH07042
  • Person
  • 9.10.1948 - 26.11.2019

Kristinn Bjarnason fæddist í Reykjavík 9. október 1948 og lést á Landspítala Fossvogi gjörgæsludeild 26. nóvember 2019. Kristinn ólst upp í Reykjavík á Barónsstígnum og í Hlíðunum hjá móður sinni og ömmu og afa.
Útför Kristins fór fram frá Blönduóskirkju, 14. desember 2019, klukkan 13.

Kristinn Bjarnason (1892-1968) Ási í Vatnsdal

  • HAH01654
  • Person
  • 19.3.1892 - 12.7.1968

Fósturbarn hjónanna á Ási, Undirfellssókn, Hún. 1901. Bóndi og hagyrðingur á Gafli, Þorkelshólshr. og víðar í Hún. um 1912-24, svo í Vestmannaeyjum lengst af 1924-40 og í Borgarholti, Biskupstungnahr., Árn. til 1951. Eftir það verkamaður í Reykjavík. Bílstjóri og leigjandi á Kirkjuvegi 31, Vestmannaeyjum 1930. Fósturforeldrar: Guðmundur Ólafsson og Sigurlaug Guðmundsdóttir í Ási í Vatnsdal, A-Hún.
Kristinn Bjarnason var fæddur 19. maí 1892 í Sýruparti á Akranesi. Hann var tekinn í fóstur af Guðmundi Ólafssyni í Ási og Sigurlaugu Guðmundsdóttur. Þar ólst Kristinn upp, bjó um tíma á Gafli í Víðidal, síðar í Vestmannaeyjum og í Borgarholti í Biskupstungum. Hann var fyrr kvæntur Kristínu Sölvadóttur og síðar Guðfinnu Á. Árnadóttur. Kristinn lést 12. júlí 1968.

Kristinn Andrésson (1927-1991) Blönduósi

  • HAH06907
  • Person
  • 7.6.1927 - 12.7.1991

Fæddur í Jórvík í Breiðdal. Var á Þverá, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var í Læknishúsinu, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi.
Ársgamall fluttist Kristinn með foreldrum sínum og systur til Skagafjarðar þar sem hann ólst upp næstu árin. En árið 1937, er hann var 10 ára að aldri, fiutti hann til föður síns, er
þá dvaldi á Hróarsstöðum í Skagahreppi, en þá höfðu foreldrar hans slitíð samvistum. Á unglingsárum Kristíns var skólaganga hans lítil, önnur en skólanám með farskóla fyrirkomulagi svo og sjálfsnám er hægt var að afla sér af lestri bóka. Fór Kristínn snemma að vinna. Stundaði hann ýmsa vinnu á unglingsárum sínum, m.a. vinnu er laut að landbúnaði.
Hann var hneigður fyrir skepnur, þótt landbúnaðarstörf yrðu ekki æfistarf hans.
Frá Hróarsstöðum réðist hann vinnumaður tíl Klemenzar Kristjánssonar á Sámsstöðum í Fljótshlíð þar sem hann dvaldi um skeið, svo og á fleiri bæjum þar í sveit. I janúar árið 1952 fór hann utan til Danmerkur og vann þar á búgarði á annað ár. Eftir það lá leið hans heim og réðist þá vinnumaður að Stóru-Mástungu í Gnúpverjahreppi. Um nokkurt skeið vann Kristínn á ýtum hjá Búnaðarsambandi A-Hún. á sumrum en stundaði ýmsa vinnu á vetrum bæði til sjós og lands. Á þessum árum réðist hann einn vetur á togarann Pétur Halldórsson frá Reykjavík, er stundaði togveiðar á Nýfundnalandsmiðum.
Árið 1956 flutti Kristínn tíl Blönduóss
Hann lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 64 ára að aldri.
Útför hans fór fram frá Blönduósskirkju 20. júlí 1991

Kristinn Ágúst Jóhannsson (1922-2002) Héðinshöfða á Skagaströnd

  • HAH01653
  • Person
  • 13.6.1922 - 9.11.2002

Kristinn Ágúst Jóhannsson fæddist á Ósi í Kálfshamarsvík 13. júní 1922. Hann lést á heimili sínu á Skagaströnd hinn 9. nóvember síðastliðinn. Kristinn starfaði sem sjómaður á Skagaströnd til ársins 1959, var á bátum hjá Útgerðarfélagi Höfðahrepps og lengst sem skipstjóri á Ásbjörgu HU og var síðast skipstjóri á Skallarifi HU sem hann og nokkrir félagar höfðu keypt. Hann gekk í stýrimannaskólann veturinn 1957-1958 og lauk skipstjórnarprófi þaðan, áður hafði hann tekið svokallað mótorvélstjórapróf í Reykjavík. Árið 1959 fór hann að vinna í landi og vann sem hafnarvörður um árabil. Hann hóf störf hjá Rarik 1965 og vann þar til sjötugs. Kristinn var einn af 10 stofnendum Rækjuvinnslunnar á Skagaströnd. Hann starfaði mikið að félagsmálum á Skagaströnd alla tíð. Hann var formaður Verkalýðsfélags Skagastrandar frá 1964-1979. Hann var snemma kjörinn í stjórn Skagstrendings hf. Hann var formaður Slysavarnafélags Skagastrandar í nokkur ár og sat í hreppsnefnd í 12 ár 1966-1978. Hann hafði mikinn áhuga á bridge og var mikill keppnismaður. Hann var gerður að heiðursfélaga í Bridgeklúbbi Skagastrandar.
Útför Kristins gerður gerð frá Hólaneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Kristine Þorsteinsson Gladtved (1912-2001)

  • HAH01652
  • Person
  • 26.7.1912 - 7.8.2001

Kristine Þorsteinsson fæddist í Alversund í Noregi 26. júlí 1912. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 7. ágúst síðastliðinn. Kristine stundaði nám í hjúkrunarfræði við Haukeland sjúkrahúsið í Bergen, þar sem hún kynntist Ólafi eiginmanni sínum árið 1933, en hann var þar við framhaldsnám í læknisfræði. Árið 1936 fluttu þau til Íslands og bjuggu fyrst í Reykjavík, en fluttu í ársbyrjun 1942 til Siglufjarðar, þar sem Ólafur var yfirlæknir um áraraðir. Kristine var virk í félags- og góðgerðarmálum á Siglufirði, meðal annars félagi í Kvenfélagi sjúkrahússins og Systrafélagi Siglufjarðarkirkju. Hún sat í sóknarnefnd Siglufjarðarkirkju um árabil og var formaður hennar lengst af. Kristine fluttist til Reykjavíkur haustið 1989.
Útför Kristine fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Kristín Vigfúsdóttir (1891-1946) Vatnsdalshólum

  • HAH07550
  • Person
  • 27.2.1891 - 24.7.1946.

Kristín Vigfúsdóttir 27. febrúar 1891 - 24. júlí 1946. Var í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Marargötu 3, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík.

Kristín Vermundsdóttir (1898-1973) Vatnshlíð á Skörðum

  • Person
  • 20.7.1898 - 11.11.1973

Niðursetningur á Sölvabakka, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1901. Húsfreyja á Varmalandi, Glaumbæjarsókn, Skag. 1930. Var í Vatnshlíð, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Síðast bús. á Sauðárkróki.

Kristín Þorvarðardóttir (1938-2022) Núpsdalstungu

  • HAH08202
  • Person
  • 28.11.1938 - 22.1.2022

Húsfreyja í Núpsdalstungu í Miðfirði um áratugaskeið. Var á Söndum, Ytri-Torfustaðahr., V-Hún. 1957. Síðar bús. í Reykjavík. Gegndi ýmsum félagsstörfum.

Kristín Þorvarðardóttir (1857-1949) Bakka í Vatnsdal

  • HAH09251
  • Person
  • 5.12.1857 - 24.7.1949

Kristín Þorvarðardóttir 5. des. 1857 - 24. júlí 1949. Tökubarn Stóru Ásgeirsá 1870. Vinnukona Víðidalstungu 1880, Húsfreyja Brekku í Þingi 1890, á Bakka í Vatnsdal 1901 og í Reykjavík. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Laufásvegi 2 a, Reykjavík 1930. Vinnuhjú í Lækjamot, Víðidalstungusókn, Hún. 1845. Grashúsmaður í Tungukoti, Víðidalstungusókn, Hún. 1860. Bóndi í Nýpukoti í Víðidal.

Kristín Þorvaldsdóttir (1920-2009) frá Þóroddsstöðum í Hrútafirði

  • HAH01678
  • Person
  • 14.7.1920 - 14.2.2009

Kristín Þorvaldsdóttir fæddist 14. júlí 1920 á Þóroddsstöðum í Hrútafirði. Hún lést á Droplaugarstöðum 14. febrúar síðastliðinn. Kristín og Geirarður fluttu til Reykjavíkur 1951 og bjuggu fyrst á Brávallagötunni, síðan á Ægisíðunni og síðustu árin bjó hún á Grandavegi 47. Þau hjónin ráku Verslunina Eros í Hafnarstræti og Kristín hélt áfram rekstri hennar eftir að Geirarður lést, allt til 70 ára aldurs, en þá gerðist hún Útför Kristínar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Kristín Þorvaldsdóttir (1919-2012) frá Bálkastöðum

  • HAH01677
  • Person
  • 17.1.1919 - 12.7.2012

Kristín Þorvaldsóttir var fædd á Bálkastöðum í Miðfirði 17. janúar 1919. Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 12. júlí síðastliðinn þá 93 ára að aldri. Kristín missti föður sinn sem drukknaði í Miðfirðinum árið 1942. En hann var að koma úr kaupstaðarferð á árabát og með honum í för voru nágrannabóndi og ráðsmaður og um borð voru einnig þrír ungir drengir sem lifðu af slysið. Skömmu eftir slysið flutti Elín móðir Kristínar til Akraness með syni sína og var sá yngri tveggja ára.
Frá fimmtán til átján ára aldurs vann Kristín sem kaupakona fyrst á Reykjum í Hrútafirði og síðar Litladal í Austur-Húnavatnssýslu. Nítján ára hóf hún nám við Kvennaskólann á Blönduósi og lauk því. Tvítug fór hún suður til Reykjavíkur og vann á saumastofu við Þórsgötuna í Reykjavík. Hún festi ráð sitt 23 ára og hóf búskap á Hörpugötu 11 í Skerjafirði. Kristín verður jarðsungin frá Neskirkju í dag, 23. júlí 2012, kl. 13.

Kristín Þorsteinsdóttir (1924-2004) frá Eyjólfsstöðum

  • HAH01676
  • Person
  • 22.9.1924 - 14.1.2004

Kristín Þorsteinsdóttir fæddist á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal 22. september 1924. Hún andaðist á Landspítalanum við Hringbraut 14. janúar síðastliðinn. Þau Guðlaugur og Kristín ráku matvöruverslun í Reykjavík um langt árabil, fyrst á Hofsvallagötu 16 og síðan í Tindaseli 3. Eftir að þau hættu sjálf verslunarrekstri um 1986 vann Kristín áfram við verslunarstörf.
Kristín hafði yndi af ferðalögum innanlands og utan. Útför Kristínar verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Kristín Þórsdóttir (1919-2009)

  • HAH01680
  • Person
  • 30.5.1919 - 1.8.2009

Kristín Þórsdóttir var fædd á Hnjúki í Skíðadal 30. maí 1919. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 1. ágúst sl. Kristín flutti með foreldrum sínum frá Hnjúki að Bakka í Svarfaðardal þegar hún var fjögurra ára og átti þar heimili allt til ársins 1992 að undanskildum tveimur árum sem hún og Þórarinn bjuggu á Böggvisstöðum við Dalvík. Að hausti 1992 flutti hún að Mímisvegi 10 Dalvík og bjó þar með tveimur sonum sínum til dauðadags, að undanskildum nokkrum vikum sem hún dvaldi á Dvalarheimilinu Dalbæ í Dalvík.
Kristín verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju í dag, 14. ágúst, og hefst athöfnin kl. 13.30.
Jarðsett verður að Tjörn.

Kristín Þórhildur Guðbrandsdóttir (1922-2010) frá Lækjarskógi

  • HAH01679
  • Person
  • 15.5.1922 - 30.10.2010

Kristín Þórhildur fæddist í Lækjarskógi, Laxárdal í Dalasýslu 15. maí 1922. Hún lést á Landakotsspítala 30. október sl. Kristín fluttist til Reykjavíkur 1940. Kristín og Jósef fluttu í Mosgerði 14 árið 1954 og Kristín bjó þar til æviloka.
Útför Kristínar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 8. nóvember 2010, og hefst athöfnin kl. 13.

Kristín Thorarensen (1911-2005) Kveingrjóti

  • HAH07670
  • Person
  • 16.8.1911 - 5.3.2005

Kristín Guðrún Borghildur Bogadóttir Thorarensen fæddist í Hvammsdal í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu 16. ágúst 1911. Kristín Borghildur var fædd og uppalin í Hvammsdal í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu. Eftir að hún missti móður sína 14 ára gömul fluttist hún að Kverngrjóti í sömu sveit, til Jóns Guðmundssonar og Guðbjargar Guðmundsdóttur móðursystur sinnar. Þar dvaldi hún í nokkur ár, en hélt síðan til Reykjavíkur þar sem hún vann við ýmis störf, m.a. sem vinnukona á heimilum, á veitingahúsum, við fiskvinnslu og verksmiðjustörf.

Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi, 5. mars 2005. Útför Kristínar Borghildar fór fram í kyrrþey, að hennar ósk.

Kristín Thorarensen (1900-1994) Sigtúni Selfossi

  • HAH01658
  • Person
  • 4.8.1900 - 6.1.1995

KRISTÍN D. THORARENSEN Í dag, föstudaginn 6. janúar 1995, verður jarðsett frá Garðakirkju, Garðabæ, kl. 13.30, Kristín D. Thorarensen, sem andaðist fimmtudaginn 29. desember sl. í Hafnarbúðum. Kristín var fædd í Reykjavík 4. ágúst aldamótaárið 1900 og var því á 95. aldursári er hún lést. Móðurætt Kristínar lá um Hafnarfjörð í Ölfus og er hún í sjötta ættlið frá Guðna Jónssyni, bónda í Reykjakoti, f. 1716. Föðurætt Kristínar má rekja um Húnarvatnssýslu í Eyjaförð og er hún fimmti ættliður frá Andrési Ólafssyni, f. 1749, Sláttu-Andrési, frá Ásgerðarstöðum, héraðsfrægum sláttumanni. Frá Guðna Jónssyni er komin fjölmenn ætt, Reykjakotssætt, um Ölfus og Suðurland. Árið 1917 flytur afi Daníel að Sigtúnum við Ölfusársbrú með fjölskyldu sína og veldur með því straumhvörfum í lífi móður minnar. Þar kynnast þau móðir mín og faðir, Egill Gr. Thorarensen, og ganga í hjónaband vorið 1919. Daníel selur Agli Sigtún og segist leiður orðinn á hóglífi og vilji tilbreytingu. Sennilegra sýnist mér að Daníel hafi með sölunni viljað sýna trú sína á framtíð ungu hjónanna og traust á tengdasyninum, til farsælla verka. Honum varð að trú sinni.
Um árabil rak Egill verslun sína á Selfossi. Bú ungu hjónanna óx og dafnaði og börnin uxu úr grasi. Heimilið að Sigtúnum stóð um þjóðbraut þvera, í orðsins fyllstu merkingu og annir hlóðust á ungu húsfreyjuna. Heimilið var jafnan mannmargt en hjúasæld ungu hjónanna einstök, utan stokks sem innan, og gestir ávallt velkomnir. Heilsuleysi föður míns, á köflum, reyndi á þrek móður minnar, sem unni sér ekki hvíldar í hjúkrun hans, en stóð sem klettur við hlið hans.
Fjölskyldan flutti síðan í nýbyggt íbúðarhús kaupfélagsins og átti þar meiri friðsæld að fagna, en í gömlu Sigtúnum, verslunarmiðstöðinni, með sínum önnum og erli, nótt sem nýtan dag. Grímur frá Kirkjubæ og Jónína frá Múla, afi og amma byggðu sér snoturt íbúðarhús í næsta nágrenni, en Grímur vann síðustu ár sín á kontór K.Á. Þau voru móður minni sem bestu foreldrar, enda öndvegismanneskjur.

Results 3801 to 3900 of 10352