Sýnir 7010 niðurstöður

Nafnspjald
Einstaklingur

Óskar Bergmann Teitsson (1900-1989) Víðidalstungu

  • HAH01814
  • Einstaklingur
  • 28.10.1900 - 8.2.1989

Ráðsmaður í Víðidalstungu, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Var í Víðidalstungu, Þorkelshólshr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Þorkelshólshreppi. Óskar tók ungur við búi sem ráðsmaður að föður sínum látnum, sem var mikið vandaverk. Hann var mikill drengskaparmaður og vel greindur. Af honum lærði ég margt sem hefur komið sér vel fyrir mig í gegnum tíðina. Víðidalstunga er kirkjujörð og séð var um kirkjuna frá húsbændum að öllu leyti í þá daga og þótti þeim vænt um hana.

Vigdís Jónsdóttir (1862) Helguhvammi Vatnsnesi

  • HAH06386
  • Einstaklingur
  • 20.11.1862 -

Vigdís Jónsdóttir 20.11.1862. Var á Ásbjarnarnesi, Vesturhópshólasókn, Hún. 1870. Vinnukona í Garðhúsi, Staðarsókn, Gull. 1880. Var í Helguhvammi, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1901 og 1930.

Baldvin Eggertsson (1857-1942) Helguhvammi á Vatnsnesi

  • HAH02550
  • Einstaklingur
  • 6.12.1857 - 3.10.1942

Baldvin Eggertsson 6. desember 1857 - 3. október 1942 Barnakennari á Valdarási, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Heimili: Helguhvammur. Bóndi og fræðimaður í Helguhvammi á Vatnsnesi.

Ingibjörg Eggertsdóttir Levy (1906-1987) Hvammstanga

  • HAH06924
  • Einstaklingur
  • 2.1.1906 - 18.1.1987

Vetrarstúlka á Blönduósi 1930. Húsfreyja. Var í Valhöll, Hvammstangahr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Hvammstangahreppi. Fullt nafn: Ingibjörg Sigurjóna Ögn.

Alma Ágústsdóttir Levý (1929-2022) Ósum á Vatnsnesi

  • HAH08025
  • Einstaklingur
  • 24.8.1929 - 13.10.2022

Alma Levý Ágústsdóttir f. 24. ágúst 1929 - 13.10.2022. Húsfreyja á Þorfinnsstöðum í Þverárhreppi og síðar á Hvammstanga. Var á Ósum, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Fósturforeldrar Eggert Leví og Ögn G. Leví.

Guðmann Árnason (1825-1904) Ósum

  • HAH03942
  • Einstaklingur
  • 6.5.1825 - 24.6.1904

Guðmann Árnason 6. maí 1825 - 24. júní 1904, fóstursonur Ósum 1835, Harastöðum, Breiðabólsstaðasókn, hún. 1845. Bóndi og hreppstjóri á Ósum í Vatnsnesi og síðar í Krossanesi, Þverárhr., V-Hún.

Lára Guðmannsdóttir (1892-1983) Vesturhópshólum

  • HAH07632
  • Einstaklingur
  • 14.9.1892 - 6.3.1983

Ingibjörg Lára Guðmannsdóttir 14. september 1892 - 6. mars 1983. Húsfreyja á Vesturhópshólum, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Húsfreyja á Versturhópshólum í Þverárhreppi. Síðast bús. í Reykjavík.

Hannes Einarsson (1895-1940) Stýrimaður Reykjavík

  • HAH04785
  • Einstaklingur
  • 19.9.1895 - 18.10.1940

Hannes var fæddur 19.9.1895 [19. september 1896 skv minningargrein] að Höfðahólum á Skagaströnd. Þar ólst hann upp með foreldrum sínum, og lengst af á Blöndubakka í Refasveit, en þar bjuggu þau mörg ár. Snemma mátti sjá góðar gáfur Hannesar, einbeittan vilja og ósjerhlífni. Rækti hann öll störf sín af mesta kappi og skyldurækni, var hann og hinn mesti þrekmaður.

Hann andaðist á Landsspítalanum 18. okt. 1940 eftir margra mánaða legu afar þunga og harða. Jarðarför hans fór fram frá Dómkirkjnnni 2. nóv kl. 11 árd.

Ernst Georg Berndsen (1900-1983) Karlsskála Skagaströnd

  • HAH03361
  • Einstaklingur
  • 2.6.1900 - 21.8.1983

Ernst Georg Berndsen 2. júní 1900 - 21. ágúst 1983 Skipstjóri á m/b í Skagastrandarkaupstað 1930. Var í Karlsskála, Höfðahr., A-Hún. 1957. Hafnarvörður í Karlsskála, Höfðahreppi.

Þórður Guðmundsson (1864-1921) Strjúgsstöðum og Akureyri

  • HAH06484
  • Einstaklingur
  • 7.12.1864 - 16.8.1921

Spítala-Þórður. Var í Sneis, Holtastaðasókn, Hún. 1870 og 1880. Vinnumaður á Geitaskarði, Holtastaðasókn, Hún. 1890. Leigjandi á Móbergi, Holtastaðasókn, Hún. 1901. Aðstoðarmaður á sjúkrahúsinu á Akureyri 1920

Ólafur Johnson (1881-1958) stórkaupmaður

  • HAH04411
  • Einstaklingur
  • 29.5.1881 - 9.11.1958

Ólafur Þorláksson Johnson 29. maí 1881 - 9. nóv. 1958. Stórkaupmaður. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Stórkaupmaður í Reykjavík 1945.

Halldóra Jónasdóttir (1845-1901) Hofi

  • HAH04715
  • Einstaklingur
  • 5.4.1845 - 18.6.1901

Halldóra Jónasdóttir 5. apríl 1845 - 18. júní 1901. Var í Ási, Undirfellssókn, Hún. 1860. Var á Ási, Undirfellssókn, Hún. 1870. Húsfreyja Víðidalstungu 1880 og á Hofi í Vatnsdal. Fór til Vesturheims 1889 frá Ási, Áshreppi, Hún. Var í Winnipeg, Manitoba, Kanada 1901.

Jón Leifs Þorleifsson (1899-1968) tónskáld

  • HAH01581
  • Einstaklingur
  • 1.5.1899 - 30.7.1968

Þorleifur og Ragnheiður, einkum þó hún, hneigðust til spíritisma, og mun dauði Bjarna sonar þeirra hafa átt þar þátt í. Á unglingsárum Jóns sóttu þau miðilsfundi með Jóhönnu Linnet miðli, og einnig héldu þau slíka fundi á heimili sínu. Jón tók þátt í þessum fundum og hreifst hann mjög af því sem hann sá og heyrði. Eftir fyrsta fundinn, sem hann sótti, skrifar hann: „Nú hefi ég kynst merkilegasta málefni heimsins, nei, tilverunnar, merkilegasta málefni alheimstilverunnar, Spiritulismanun." Jón bætir því síðan við, að þetta hafi verið „merkilegasta stund ævi minnar".

En Jón lét ekki við það sitja að sækja miðilsfundi því að hann gerði upp á eigin spýtur ýmsar tilraunir til þess að ná sambandi við „lífið hinumegin" og nefnir Jón þær „Tilraunir til að sanna ódauðleik mannsins". Þá var hann á sextánda aldursári. Vinir Jóns, þeir Skúli V. Guðjónsson, Hendrik J. S. Ottósson og Jón S. Thoroddsen, tóku þátt í þessum tilraunum með honum, auk þess sem móðir hans og systur lögðu hönd á plóginn. Jón skráði niðurstöður tilraunanna með vísindalegri nákvæmni, en ljóst er að þær náðu ekki þeim tilgangi sem þeim upphaflega var ætlað.

Spíritisminn fylgdi Jóni fram eftir aldri þó að dofnað hafi verulega yfir þeirri trú hans, að hægt væri að sanna ódauðleik mannsins með vísindalegum tilraunum. Jón var að ýmsu leyti bráðger unglingur. Hugur hans stóð til hæða og hann velti fyrir sér tilgangi þess að lifa, eigingirni mannsins, og hvernig hægt væri að göfga anda sinn: Við erum hér til að þroskast andlega - andinn er ég - líkaminn er ekki ég - til þess lifum við að við göfgum anda vorn (til þess að við getum svo göfgað anda annara) – til þess og einskis annars lifum við.
Það var að kvöldi 5. mars 1916, að afloknum tónleikum Páls ísólfssonar í Reykjavík, að Jón tilkynnti foreldrum sínum að hann væri hættur í skólanum. Nóttin varð honum erfið, og daginn eftir skrópaði hann í skólanum en sat þess í stað við píanóið heima hjá sér og æfði sig af krafti. Síðar þann sama dag kom móðir hans með þau boð til Jóns, að hún og faðir hans vildu gera við hann samning. Samningurinn fólst í því, að ef Jón myndi ljúka góðu prófi úr 4. bekk frá menntaskólanum þá um vorið fengi hann að fara utan til náms. „Þá var sigurinn unninn."

Jón lauk prófinu um vorið og undirbúningur ferðarinnar út í hinn stóra heim hófst. Jón fýsti að fara til Þýskalands til náms, „í þann mikla helgidóm, listanna land", en þangað var löng leið og ekki auðvelt að komast vegna stríðsins. Páll ísólfsson hafði undanfarna vetur stundað orgelnám hjá Karli Straube við Tómasarkirkjuna í Leipzig, og var hann á leiðinni þangað aftur um haustið. Jón langaði til að verða honum samferða þangað en var hálfragur við að kynnast honum og segja honum frá tilgangi ferðar sinnar til Þýskalands. Svo fór þó, að þeir Jón og Páll ásamt Sigurði Þórðarsyni stigu á skipsfjöl þann 27. september 1916, og sigldu þeir með Botníu frá Reykjavík til Seyðisfjarðar og Leith og þaðan til Kaupmannahafnar. Í Kaupmannahöfn öfluðu þeir félagar sér heimilda til dvalar í Þýskalandi, og til Leipzig komu þeir heilu og höldnu þann 15. október. Nýr kafli var hafinn í lífi Jóns Leifs.

Þegar Jón kom til náms í Þýskalandi var fyrri heimsstyrjöldin í algleymingi. Mikillar ólgu gætti á meðal þjóðarinnar vegna stríðsrekstursins, og uppþot og verkföll voru tíð. Matvæli voru af skornum skammti, einkum fannst Jóni skorta feitmeti og sápu, og það sem fékkst var oft dýrara en svo, að fátækur námsmaður ofan af Íslandi gæti keypt það. Peningasendingarnar frá foreldrum Jóns dugðu honum vart til nauðsynlegustu framfærslu, en matvælasendingar með smjöri, riklingi og ýmsu öðru góðgæti riðu oft baggamuninn.
Draumur Jóns um að fá fast starf á Íslandi rættist ekki fyrr en í febrúar 1935, en þá var hann ráðinn tónlistarstjóri Ríkisútvarpsins. Hann flutti þá heim til móður sinnar, en Annie og dæturnar tvær urðu eftir í Þýskalandi og bjuggu þær í Rehbrücke nálægt Berlín. Jón hafði mjög ákveðnar og skýrar hugmyndir um hlutverk útvarpsins í íslensku þjóðlífi, en honum veittist erfitt að koma þeim hugmyndum í framkvæmd vegna skilningsleysis yfirboðara sinna. Svo fór að lokum, að hann hætti störfum hjá Ríkisútvarpinu 1937 og fluttist þá aftur til fjölskyldu sinnar í Þýskalandi. Þá var svo komið í Þýskalandi, að enginn gyðingur gat talið sig þar óhultan vegna ofsókna nasista en Jón taldi, að þar sem hann væri íslenskur ríkisborgari gæti hann veitt fjölskyldu sinni vernd fyrir þeim ofsóknum. Í október 1938 hertóku nasistar Súdetaland og flýðu þá tengdaforeldrar Jóns til Prag. Eignir þeirra hefðu væntanlega verið gerðar upptækar ef Jóni hefði ekki tekist að fá þær skráðar á sitt nafn.Nokkrum mánuðum síðar hertóku Þjóðverjar Tékkóslóvakíu og voru þá gyðingum þar í landi allar undankomuleiðir lokaðar. Tengdamóðir Jóns lenti í fangabúðum nasista og var myrt þar, en tengdafaðir hans dó náttúrulegum dauðdaga áður en kom til þess að hann væri sendur í útrýmingabúðir.

Jón Leifs lést þann 30. júlí 1968. Hann var þá sextíu og níu ára gamall. Jarðarför hans var gerð frá Dómkirkjunni þann 7. ágúst og voru jarðneskar leifar hans bornar til moldar í Fossvogskirkjugarði

Oddur Björnsson (1865-1945) prentari Akureyri

  • HAH09300
  • Einstaklingur
  • 18.7.1865 - 5.7.1945

Oddur Björnsson 18. júlí 1865 - 5. júlí 1945. Prentsmiðjueigandi á Akureyri 1930. Prentmeistari og prentsmiðjueigandi á Akureyri.

Valtýr Blöndal Guðmundsson (1915-2011) Bröttuhlíð

  • HAH02116
  • Einstaklingur
  • 20.7.1915 - 22.12.2011

Valtýr Blöndal Guðmundsson bóndi í Bröttuhlíð fæddist á Steiná í Svartárdal 20. júlí 1915. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 22. desember 2011. Valtýr ólst upp hjá foreldrum sínum en fór ungur að vinna fyrir sér við almenn sveitastörf, einnig var hann í vegavinnu. Árið 1934 keyptu foreldrar hans jörðina Bröttuhlíð í Svartárdal. Þar byrjaði hann sinn búskap og bjó þar lengst af ævinni. Valtýr var lengst af ævi sinni heilsuhraustur þrátt fyrir að vinna erfiðisvinnu alla tíð. Hann var heimakær og vildi helst vera að störfum á búi sínu. Hann var glöggur á fénað og hirti alla tíð vel um skepnur sínar.
Útför Valtýs fer fram frá Bergsstaðakirkju í dag, 11. janúar 2012, og hefst athöfnin klukkan 14.

Sólrún Árnadóttir (1848) Stóra-Ósi Miðfirði

  • HAH07084
  • Einstaklingur
  • 11.10.1848 - 11.5.1927

Sólrún Árnadóttir 11.10.1848 - 11.5.1927. Var í Litla-Ósi, Melstaðasókn, Hún. 1860. Bústýra að Stóra Ósi í sömu sveit 1870 og 1927. Tungu 1850. Syðri-Þverá 1855

Sigríður Jónasdóttir (1875-1959) Miðhópi

  • HAH09424
  • Einstaklingur
  • 15.12.1875 - 18.4.1959

Sigríður Ingibjörg Jónasdóttir 15.12.1875 -18.4.1959. Ljósmóðir. Var á Miðhópi, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930 og 1957.

Guðrún Eggertsdóttir (1910-1963) Haukagili

  • HAH04401
  • Einstaklingur
  • 9.10.1910 - 18.8.1963

Guðrún Margrét Eggertsdóttir 9. okt. 1910 - 18. ágúst 1963. Vinnukona í Haukagili, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Saumakona í Reykjavík. Ógift.

Anna Magnúsdóttir (1863-1944) Móbergi

  • HAH02385
  • Einstaklingur
  • 16.8.1863 - 22.5.1944

Anna Magnúsdóttir 16. ágúst 1863 - 22. maí 1944. Vinnukona á Móbergi, Holtastaðasókn, Hún. 1920. Lausakona í Steinnesi. Vinnukona á Þorfinnsstöðum, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930.

Stefán Jónsson (1923-2003) frá Fossi í Hrútafirði

  • HAH02028
  • Einstaklingur
  • 14.1.1923 - 3.4.2003

Stefán Jónsson fæddist á Fossi í Hrútafirði 14. janúar 1923. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 3. apríl síðastliðinn.
Stefán ólst upp á Óspaksstöðum til 11 ára aldurs hjá Ingþóri Björnssyni móðurbróður sínum og konu hans Hallberu Þórðardóttur. Vorið 1935 fór hann til foreldra sinna að Fossi og var þar fram að fermingu. Útför Stefáns fer fram frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Hallbera Þórðardóttir (1882-1971) Óspaksstöðum

  • HAH04630
  • Einstaklingur
  • 1.1.1882 - 12.10.1971

Hallbera Þórðardóttir 1. jan. 1882 - 12. okt. 1971. Húsfreyja á Óspakstöðum í Hrútafirði. Tökubarn á Stóra-Fjarðarhorni, Fellssókn, Strand. 1890. Húsfreyja á Óspaksstöðum, Staðarsókn, V-Hún. 1901 og 1930.

Þorleifur Ingvarsson (1900-1982) Sólheimum

  • HAH07437
  • Einstaklingur
  • 9.10.1900 - 27.8.1982

Þorleifur Ingvarsson 9.10.1900 - 27.8.1982. Bóndi á Sólheimum í Svínavatnshr., A-Hún. Bóndi á Sólheimum, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Var á Sólheimum, Svínavatnshr., A-Hún. 1957.
Hann var fæddur 9. október árið 1900 í Sólheimum í Svínavatnshreppi. Tæpra tveggja ára missti Þorleifur móður sína. Var honum þá komið í fóstur til Hannesar Sveinbjörnssonar og konu hans Þorbjargar Jónsdóttur, er þá bjuggu á Geithömrum og síðar í Sólheimum.
Árið 1922 kom hann heim frá Noregi og hóf búskap á hálfum Sólheimum. Hóf hann búskapinn af stórhug og bjartsýni og varð brátt í röð fremstu bænda í sveit sinni. Árið 1927 réðist til hans ráðskona, Sigurlaug Hansdóttir, vestan úr Vatnsdal, hin ágætasta kona er öllum vildi gott gjöra. Varð heimili þeirra þekkt rausnarheimili þar sem m.a. gamalt fólk, er hvergi átti höfði sínu að halla, átti sér athvarf.
Hann andaðist 27. ágúst 1982 á Héraðshælinu. Útför hans var gerð frá Svínavatnskirkju 4. september 1982.

Ingiríður Þorsteinsdóttir (1902-1990) frá Grund

  • HAH01517
  • Einstaklingur
  • 4.10.1902 - 29.10.1990

Ingiríður fæddist á Grund í Svínadal í Austur-Húnvatnssýslu 4. október 1902. Inga ólst upp á Grund hjá for eldrum sínum og vann öll venjuleg heimilisstörf eins og venja var á þeim tímum. Haustið 1921 trúlofaðist Inga Þorsteini Sölvasyni frá Gafli í Svínadal, Þorsteinn var kennari að mennt og kenndi á Hvammstanga á veturna og var svo heima á Grund á sumrin. Þorsteinn var mesti sómamaður vel greindur og hagmæltur. Þau Inga og Þorsteinn tóku að sér lítinn dreng, Pál Eyþórsson, sem dvaldi á Grund. Ólst hann upp á Grund í skjóli Ingu til fullorðinsára og var hún honum ætíð góð. Hamingja Ingu og Þorsteins var mikil en stutt því 27. júní 1924 dó Þorsteinn úr lömunarveiki eftir nokkurra daga legu. Veit ég að Inga vakti yfir honum nótt og dag þá erfiðu sólarhringa og held ég að hún hafi aldrei jafnað sig til fulls af þeirri miklu sorg. Þetta var mikið áfall fyrir Ingu og allt heimilið því eðlilega báru þau öll mikið traust til Þorsteins, þar sem Þorsteinn faðir Ingu og þeirra systkina dó 1921 og var því Þorsteinn Sölvason fyrirvinna heimilisins á sumrin. Ástæðurnar voru því ekki góðar á þessu heimili, en þau gáfust samt ekki upp. Ragnhildur hélt áfram að búa á hluta jarðarinnar með börnum sínum þó erfitt væri, drengirnir innan við fermingu og Þóra mikið fötluð eftir lömunarveiki sem hún fékk um sama leyti og Þorsteinn dó. En það tókst að halda heimilinu saman með miklum dugnaði og sparsemi. Reyndi þá mikið á Ingu og þau systkinin öll við að aðstoða móður sína.
Árið 1934 flutti Inga suður til Reykjavíkur og fór þá að vinna á Landspítalanum og vann þar alveg óslitið til 1982. Hún hélt alltaf mikilli tryggð við sitt æskuheimili því alltaf kom hún norður að Grund á hverju sumri og tók sér yfirleitt lengra frí en hún átti, til að geta hjálpað til við heyskap og önnur verk sem til féllu. Inga var dugleg, vann öll sín verk af alúð og natni, hún var ekki að hugsa um hvort verkin voru hennar verk eða ekki, hún bara gerði þau og dró þau ekki til morguns.

Steinunn Þorsteinsdóttir (1905-1993) Grund í Svínadal

  • HAH02048
  • Einstaklingur
  • 15.8.1905 - 5.10.1993

Steinunn Þorsteinsdóttir frá Grund í Svínadal - Minning Fædd 15. ágúst 1905 Dáin 5. október 1993 Steinunn var fædd 15. ágúst árið 1905 á Grund í Svínadal í Austur-Húnavatnssýslu,

Þorsteinn Þorsteinsson (1842-1921) Grund í Svínadal

  • HAH09432
  • Einstaklingur
  • 4.12.1842 - 1.8.1921

Þorsteinn Þorsteinsson 4. desember 1842 - 1. ágúst 1921. Var í Litladal, Auðkúlusókn, Hún. 1845. Var á Grund, Auðkúlusókn, Hún. 1860. Bóndi á Grund í Auðkúlusókn, Hún.

Agnar Bjarnar Tryggvason (1919-2012) Reykjavík

  • HAH01011
  • Einstaklingur
  • 10.2.1919 - 11.4.2012

Látinn er Agnar (skírður Bjarnar) Tryggvason, fyrrv. framkvæmdastjóri Búvörudeildar SÍS, á 94. aldursári. Hann lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund hinn 11. apríl sl.
Agnar fæddist í Laufási, Reykjavík 10. feb. 1919, sonur hjónanna Önnu Klemensdóttur (1890-1987) húsfreyju og Tryggva Þórhallssonar (1889-1935) prests, ritstjóra, ráðherra og bankastj. Systkini Agnars: Klemens, hagstofustjóri, Valgerður, skrifstofustjóri, Þórhallur, bankastjóri, Þorbjörg, framkvæmdastjóri, Björn aðst.seðlabankastjóri og Anna Guðrún kennari, en hún ein lifir systkini sín.
Eiginkona Agnars var Hildur Sólveig Þorbjarnardóttir húsfreyja. Hún fæddist á Heiði í Gönguskörðum 31. ágúst 1924. Hún lést 2006. Foreldrar hennar voru Sigríður Árnadóttir (1893-1967) frá Geitaskarði í Langadal og Þorbjörn Björnsson (1886-1970) frá Veðramóti í Gönguskörðum. Systkini hennar voru: Árni Ásgrímur lögfræðingur, Sigurður Örn, óðalsbóndi á Geitaskarði, Brynjólfur vélsmiður, Stefán Heiðar og Þorbjörg, húsfreyja í Stóru-Gröf, ein eftirlifandi systkina.
Börn Agnars eru: 1) Guðrún Helga, f. 1948, kennslustjóri við HÍ, móðir Anna Kristinsdóttir (d. 1984), maki Jón Kristjánsson, kaupmaður. Börn þeirra: Ingunn, f. 1976, maki Árni Stefán Leifsson. Dætur þeirra: Guðrún Helga, f. 2007, og Ingibjörg, f. 2009. Anna Helga, f. 1979. Börn Agnars og Hildar Sólveigar: 2) Anna, f. 1949, kennari, maki Konráð Sigurðsson læknir (d. 2003). Börn þeirra: Hildur Rósa, f. 1974, maki Arnar Guðjónsson. Börn þeirra: Konráð, f. 2004, og Svava, f. 2009. Anna, f. 1977 (d. 1979). Anna Guðrún, f. 1980. Dóttir hennar er Anna Hildur Björnsdóttir, f. 2000. Maki er Ingi Freyr Ágústsson. Stjúpbörn Önnu eru: Sigurður, Áslaug, Atli, Sif, Huld, Ari og Andri Konráðsbörn. 3) Björn, f. 1951, tæknifræðingur og trésmiður. 4) Sigríður, f. 1952, hjúkrunarfræðingur. Börn hennar eru: Sólveig Ösp, f. 1977, dóttir Haraldar Ásgeirssonar prentara (d. 1986). Börn hennar eru: Kamilla Rós Guðnadóttir (f. 1997) og Tristan Karel Helgason (f. 2000). Börn Sigríðar og Páls Tómassonar arkitekts: Sigrún, f. 1979, dóttir Sóley Rán Kristjánsdóttir, f. 2001. Maki Lars Hyllested. Anna Sigríður, f. 1988, maki Matei Manolescu. Agnar Páll, f. 1988. 5) Tryggvi, f. 1954, lögmaður. Maki Steingerður Þorgilsdóttir iðnrekstrarfr. Börn Tryggva og Helgu Lilju Björnsdóttur garðyrkjufr. eru: Guðrún Lilja, f. 1983, maki Sigþór Jónsson, barn þeirra Lilja María (f. 2011). Dóttir Sigþórs er Malín Erna (f. 2004). Agnar Björn, f. 1986. Hildur Jakobína, f. 1988, unnusti Darri Egilsson. Uppeldissonur Tryggva er Ólafur Stefánsson, f. 1973, sonur Helgu Lilju. Barn Tryggva og Kristínar Bjargar Knútsdóttur kennara er Tryggvi Klemens, f. 2002.
Agnar vann mestallan starfsaldur sinn fyrir samvinnuhreyfinguna, aðallega við verslun og viðskipti með afurðir landbúnaðarins.
Útför Agnars verður gerð frá Dómkirkjunni föstudaginn 20. apríl 2012 og hefst athöfnin klukkan 13.

Árni Pálsson (1878-1952) prófessor Reykjavík

  • HAH03562
  • Einstaklingur
  • 13.9.1878 - 7.11.1952

Árni Pálsson 13. september 1878 - 7. nóvember 1952 Var í Reykjavík 1910. Prófessor í Reykjavík. Talinn með ritfærustu manna á sinni tíð, en ekki liggur mikið eftir hann á prenti. Var vel skáldmæltur og orðheppinn mjög.

Guðrún Björnsdóttir (1876-1945) Borgarnesi

  • HAH04260
  • Einstaklingur
  • 19.1.1876 - 9.9.1945

Guðrún Björnsdóttir 19. janúar 1876 - 9. september 1945 Ekkja á Tjarnargötu 18, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Borgarnesi.

Tryggvi Gunnarsson (1835-1917) bankastjóri

  • HAH09434
  • Einstaklingur
  • 18.10.1835 - 21.10.1917

Gunnlaugur Tryggvi Gunnarsson, fæddur í Laufási við Eyjafjörð 18. okt. 1835 - 21. okt. 1917. Framkvæmdastjóri Gránufélagsins, bankastjóri og alþingismaður. Húsbóndi í Reykjavík 1910. „Var atorkumaður mikill...“ segir í ÍÆ. Faðir Selfoss.

Björn Jónsson (1846-1912) Ráðherra

  • HAH02844
  • Einstaklingur
  • 8.10.1846 - 24.11.1912

Björn Jónsson 8. október 1846 - 24. nóvember 1912 Ritstjóri og ráðherra í Reykjavík. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Fæddur í Djúpadal í Gufudalssveit.

Finnbogi Jakobsson (1856-1941) Fögrubrekku í Strandasókn

  • HAH03415
  • Einstaklingur
  • 4.8.1856 - 10.11.1941

Finnbogi Jakobsson 4. ágúst 1856 - 10. nóvember 1941 Var á Fögrubrekku, Prestbakkasókn, Strand. 1930. Var á Staðarbakka, Staðarbakkasókn, Hún. 1860. Bóndi á Fögrubrekku í Strandasókn 1901. Ekkill Stóruborg 1890.

Friðrika Margrét Steingrímsdóttir (1877-1960) Sæunnarstöðum

  • HAH03472
  • Einstaklingur
  • 7.5.1877 - 17.7.1960

Friðrika Margrét Steingrímsdóttir 7. maí 1877 - 17. júlí 1960 Var á Kagaðarhóli, Blönduósssókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Sæunnarstöðum í Hallárdal. Var á Kagaðarhól í Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Húskona þar.

Rósmundur Guðmundsson (1866-1929) Urriðaá í Miðfirði

  • HAH09443
  • Einstaklingur
  • 15.7.1866 - 2.7.1929

Rósmundur Guðmundsson 15. júlí 1866 - 2. júlí 1929 [9. júlí, jarðsettur að Mel 17. júlí skv Heimskringlu og Almanaki HÍÞ]. Bóndi á Urriðaá [Aurriðaá]í Miðfirði og Spena 1901. Banamein hans var lungnabólga.

Kristín Jónsdóttir (1845-1931) frá Breiðabólsstað. Winnipeg

  • HAH09447
  • Einstaklingur
  • 16.2.1845 - 8.5.1931

Kristín María Jónína Jónsdóttir 16. febrúar 1845 - 8. maí 1931. Var á Þóroddsstöðum, Þóroddsstaðarsókn, S-Þing. 1845. Söðlasmiðskona, húsfr. í Nr. 7 Aðalstræti, Reykjavík 1880. Húsfreyja í Reykjavík. Fór til Vesturheims 1887. Var í Winnipeg, Manitoba, Kanada 1916.

Guðrún Erlendsdóttir (1886-1966) Tindum

  • HAH04284
  • Einstaklingur
  • 28.5.1886 - 1.7.1966

Guðrún Erlendsdóttir 28. maí 1886 - 1. júlí 1966. Húsfreyja á Tindum í Svínavatnshr., A-Hún., síðast bús. í Reykjavík.

Jón Sveinsson (1830-1894) frá Klömbrum Þing

  • HAH09446
  • Einstaklingur
  • 1.5.1830 - 1.2.1894

Jón Aðalsteinn Sveinsson 1. maí 1830 - 1. feb. 1894. Var á Klömbrum, Grenjaðarstaðarsókn, Þing. 1835. Var á Staðarbakka, Staðarbakkasókn, Hún. 1845. Kennari í Danmörku og við Lærða skólann í Reykjavík 1878 og 1879 en fluttist aftur til Danmerkur. Lést ókvæntur og barnlaus.

Victor Gillies (1890-1894) Winnipeg

  • HAH06801
  • Einstaklingur
  • 2.8.1890 - 28.1.1974

Victor Herbert Gillies 2.8.1890 South Cypres Manitoba – 28.1.1974. Winnipeg.

Helga Gillies (1895-1923) Winnipeg

  • HAH06803
  • Einstaklingur
  • 25.8.1895 - 23.6.1923

Helga Gillies 25.8.1895 South Cypres – 23.6.1923. Port Arthur Tunder Bay Ontario.

Kristján Jónsson (1848-1932) Víðidalsstungu

  • HAH06577
  • Einstaklingur
  • 23.2.1848 - 18.1.1932

Kristján Jónsson 23. feb. 1848 - 18. jan. 1932. Sonur prestsins, bóndi á Breiðabólstað, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1880. Bóndi í Víðidalstungu í Þorkelshólshr., V-Hún. Var á Breiðabólstað, Skildinganesi, Reykjavíkursókn, Kjós. 1930.

Aðalbjörg Þorgrímsdóttir (1918-2007) Holti

  • HAH01001
  • Einstaklingur
  • 20.4.1918 - 22.11.2007

Aðalbjörg Guðrún Þorgrímsdóttir fæddist í Syðra-Tungukoti (nú Brúarhlíð) í Blöndudal í Austur-Húnavatnssýslu 20. apríl 1918. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 22. nóvember 2007.
Aðalbjörg ólst upp í Brúarhlíð. Aðalbjörg var jarðsungin frá Blönduóskirkju 1. des. 2007 og hófst athöfnin klukkan 13.

Sigfús Jónsson (1870) Almenningi Vatnsnesi

  • HAH06786
  • Einstaklingur
  • 7.9.1870 -

Sigfús Jónsson 7.9.1870. Var í Almenningi, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1870. Í mt 1920 er hann sagður fæddur í Geitafelli. Lausamaður Sauðadalsá 1901. Húsbóndi Bergi Hvammstanga 1920. Ókvæntur og barnlaus.

Kristín Thorarensen (1900-1994) Sigtúni Selfossi

  • HAH01658
  • Einstaklingur
  • 4.8.1900 - 6.1.1995

KRISTÍN D. THORARENSEN Í dag, föstudaginn 6. janúar 1995, verður jarðsett frá Garðakirkju, Garðabæ, kl. 13.30, Kristín D. Thorarensen, sem andaðist fimmtudaginn 29. desember sl. í Hafnarbúðum. Kristín var fædd í Reykjavík 4. ágúst aldamótaárið 1900 og var því á 95. aldursári er hún lést. Móðurætt Kristínar lá um Hafnarfjörð í Ölfus og er hún í sjötta ættlið frá Guðna Jónssyni, bónda í Reykjakoti, f. 1716. Föðurætt Kristínar má rekja um Húnarvatnssýslu í Eyjaförð og er hún fimmti ættliður frá Andrési Ólafssyni, f. 1749, Sláttu-Andrési, frá Ásgerðarstöðum, héraðsfrægum sláttumanni. Frá Guðna Jónssyni er komin fjölmenn ætt, Reykjakotssætt, um Ölfus og Suðurland. Árið 1917 flytur afi Daníel að Sigtúnum við Ölfusársbrú með fjölskyldu sína og veldur með því straumhvörfum í lífi móður minnar. Þar kynnast þau móðir mín og faðir, Egill Gr. Thorarensen, og ganga í hjónaband vorið 1919. Daníel selur Agli Sigtún og segist leiður orðinn á hóglífi og vilji tilbreytingu. Sennilegra sýnist mér að Daníel hafi með sölunni viljað sýna trú sína á framtíð ungu hjónanna og traust á tengdasyninum, til farsælla verka. Honum varð að trú sinni.
Um árabil rak Egill verslun sína á Selfossi. Bú ungu hjónanna óx og dafnaði og börnin uxu úr grasi. Heimilið að Sigtúnum stóð um þjóðbraut þvera, í orðsins fyllstu merkingu og annir hlóðust á ungu húsfreyjuna. Heimilið var jafnan mannmargt en hjúasæld ungu hjónanna einstök, utan stokks sem innan, og gestir ávallt velkomnir. Heilsuleysi föður míns, á köflum, reyndi á þrek móður minnar, sem unni sér ekki hvíldar í hjúkrun hans, en stóð sem klettur við hlið hans.
Fjölskyldan flutti síðan í nýbyggt íbúðarhús kaupfélagsins og átti þar meiri friðsæld að fagna, en í gömlu Sigtúnum, verslunarmiðstöðinni, með sínum önnum og erli, nótt sem nýtan dag. Grímur frá Kirkjubæ og Jónína frá Múla, afi og amma byggðu sér snoturt íbúðarhús í næsta nágrenni, en Grímur vann síðustu ár sín á kontór K.Á. Þau voru móður minni sem bestu foreldrar, enda öndvegismanneskjur.

Ingibjörg Lárusdóttir (1860-1949) Ólafshúsi

  • HAH06003
  • Einstaklingur
  • 3.12.1860 - 19.6.1949

Ingibjörg Lárusdóttir 3. des. 1860 - 19. júní 1949. Rithöfundur, síðar kaupmaður, Ólafshúsi á Blönduósi 1889-1949.

Guðrún Steinsdóttir Larusson (1868-1936)

  • HAH04469
  • Einstaklingur
  • 1868 - 26.3.1936

Guðrún Steinsdóttir 1868 - 26. mars 1936. Geitaskarði 1890. Fór til Vesturheims 1893 þá ógift, frá Holtastaðakoti. Gimli Manitoba í mt í Gimli er hún sögð f 1869.

Ósk Guðný Pálmadóttir (1893-1961) Gimli

  • HAH09456
  • Einstaklingur
  • 12.2.1893 - 15.5.1961

Ósk Guðný Pálmadóttir (Ósk Guðný Hjorleifson) 12.2.1893 - 15.5.1961. Riverside Kaliforníu. Fluttist til Vesturheims fjögurra mánaða gömul. Húsfreyja á Gimli og í Riverton, talsímavörður á Gimli, síðar ráðskona í Winnipeg í Manitoba, Kanada. Húsfreyja í Riverton, Selkirk, Manitoba, Kanada 1921.

Sigríður Árnadóttir (1863-1943) Blönduósi

  • HAH09304
  • Einstaklingur
  • 23.1.1863 - 18.2.1943

Jónína Sigríður Árnadóttir, f. 23. jan. 1863 í Vesturhópi d. 18. febr. 1943, sjá Einarsnes [Sigtryggshúsi} 1901, Zóphaníasarbæ 1920. Hún ekkja Zóphóníasarh. (Jónasarhúsi) 1933.

Halldóra Ólafsdóttir (1892-1968) Akureyri

  • HAH04725
  • Einstaklingur
  • 7.4.1892 - 27.1.1968

Halldóra Ólafsdóttir 7. apríl 1892 - 27. jan. 1968. Húsfreyja á Akureyri 1930. Húsfreyja á Akureyri. Síðast bús. í Reykjavík.
Íbúð skólameistarafjölskyldunnar var í skólahúsinu. Heimili foreldra hennar var ákaflega gestkvæmt og þangað komu innlendir og erlendir stjórnmálamenn, skáld og listamenn.

Ólafur Sigurðsson (1915-1999) læknir

  • HAH01798
  • Einstaklingur
  • 4.8.1915 - 13.8.1999

Ólafur Sigurðsson fæddist í Reykjavík 4. ágúst 1915. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 13. ágúst síðastliðinn. Útför Ólafs fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Páll Pétursson (1937-2020) Höllustöðum

  • HAH09482
  • Einstaklingur
  • 17.03.1937-23.11.2020

Fæddur á Höllustöðum í Blöndudal 17. mars 1937, dáinn 23. nóvember 2020. Foreldrar: Pétur Pétursson (fæddur 30. nóvember 1905, dáinn 7. maí 1977) bóndi á Höllustöðum í Blöndudal og kona hans Hulda Pálsdóttir (fædd 21. ágúst 1908, dáin 9. janúar 1995) húsmóðir. Maki 1 (26. júlí 1959): Helga Ólafsdóttir (fædd 30. október 1937, dáin 23. maí 1988) húsmóðir. Foreldrar: Ólafur Þ. Þorsteinsson og kona hans Kristine Glatved-Prahl. Maki 2 (18. ágúst 1990): Sigrún Magnúsdóttir (fædd 15. júní 1944) varaþingmaður, borgarfulltrúi í Reykjavík. Foreldrar: Magnús Jónsson Scheving og kona hans Sólveig Vilhjálmsdóttir. Börn Páls og Helgu: Kristín (1960), Ólafur Pétur (1962), Páll Gunnar (1967).

Stúdentspróf MA 1957.

Bóndi á Höllustöðum síðan 1957. Skipaður 23. apríl 1995 félagsmálaráðherra, lausn 28. maí 1999. Skipaður 28. maí 1999 félagsmálaráðherra, lausn 23. maí 2003.

Formaður FUF í Austur-Húnavatnssýslu 1963–1969. Í hreppsnefnd Svínavatnshrepps 1970–1974. Formaður Veiðifélags Auðkúluheiðar 1972–1977. Fulltrúi Austur-Húnvetninga á fundum Stéttarsambands bænda 1973–1977. Formaður Hrossaræktarsambands Íslands 1974 og 1980. Í Norðurlandaráði 1980–1991, formaður Íslandsdeildar þess 1983–1985. Forseti Norðurlandaráðs 1985 og 1990. Í flugráði 1983–1992. Kjörinn í samstarfsnefnd með Færeyingum og Grænlendingum 1981 um sameiginleg hagsmunamál. Í Rannsóknaráði 1978–1980. Í Vestnorræna þingmannaráðinu 1985–1987, formaður. Í stjórn Landsvirkjunar 1987–1995. Kosinn í Evrópustefnunefnd 1988. Í þingmannanefnd EFTA/EES 1991–1995.

Alþingismaður Norðurlands vestra 1974–2003 (Framsóknarflokkur).

Félagsmálaráðherra 1995–2003.

Formaður þingflokks Framsóknarflokksins 1980–1994.

Utanríkismálanefnd 1991–1995 (varaform. 1994–1995), iðnaðarnefnd 1991–1995, sérnefnd um stjórnarskrármál 1992–1995.

Júlíana Guðmundsdóttir (1852-1914) Glaumbæ í Langadal 1890

  • HAH07413
  • Einstaklingur
  • 19.7.1914

Júlíana Guðmundsdóttir 19.7.1852 - 8.2.1914. Vinnukona í Enni, Höskuldsstaðarsókn, Hún. 1870. Var á Hafursstöðum í Höskuldsstöðum, Hún. 1879. Vinnukona á Balaskarði, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1880. Húsfreyja á Glaumbæ, Holtastaðasókn, Hún. 1890.

Finnur Sveinsson (1887-1982) Eskiholti

  • HAH03430
  • Einstaklingur
  • 1.10.1887 - 12.11.1982

Finnur Sveinsson 1. október 1887 - 12. nóvember 1982 Bóndi í Eskiholti, Borgarhr. Mýr., síðast bús. í Borgarhreppi.

Hallsteinn Sveinsson (1903-1995) smiður frá Eskiholti

  • HAH01376
  • Einstaklingur
  • 7.7.1903 - 21.11.1995

Hallsteinn Sveinsson fæddist á Kolsstöðum í Miðdölum í Dalasýslu 7. júlí 1903. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 21. nóvember 1995, 92 ára að aldri. Hallsteinn flutti 1925 ásamt foreldrum og systkinum frá Kolsstöðum að Eskiholti í Borgarhreppi. Hann stundaði smíðar við húsbyggingar og fleira bæði, í Dölunum og Borgarfirði. Bjó hann í Reykjavík og vann þar við smíðar til 1971. Síðustu ævi árin dvaldi hann á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Útför Hallsteins fer fram frá Borgarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður á Borg.
Hann var sjálflærður smiður og vann lengi við innrömmun málverka í húsi sem hann nefndi Uppland og var við Háaleitisveg. Sem greiðslu tók hann gjarnan málverk af viðskiptavinum sínum, valdi þau af smekkvísi og eignaðist þannig verulega vandað safn nútímalistaverka. Fyrir þetta varð Hallsteinn allþekktur, en um sjötugsaldur afhenti hann Borgarnesbæ málverk sín og flutti á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Þar bjó hann síðan.

Ragnhildur Líndal Hjartardóttir (1891-1966) Rvk, frá Efra-Núpi

  • HAH07465
  • Einstaklingur
  • 1.7.1891 - 3.11.1966

Ragnhildur Hjartardóttir Wiese 1. júlí 1891 - 3. nóvember 1966. Var í Efri-Núpi, Efri-Núpssókn, Hún. 1901. Var í Reykjavík 1910. Nefnd Ragnheiður í 1901.. Jarðsungin frá Fossvogskapellu 10.11.1966 kl 1:30.

Þorsteinn Hjálmarsson (1840-1921) trésm Víðidalstungu

  • HAH07110
  • Einstaklingur
  • 18.9.1840 - 29.9.1921

Þorsteinn Hjálmarsson 18.9.1840 - 29.9.1921. Var á Kolsstöðum, Gilsbakkasókn, Mýr. 1870. Trésmiður í Víðidalstungu, Víðidalstungusókn, Hún. 1880. Húsbóndi Hvarfi 1890. Húsbóndi á Þóreyjarnúpi, Víðidalstungusókn, Hún. 1901 og sagður húsbóndi Galtarnesi 1901. Ekkill Þorsteinshúsi Hvammstanga 1910 og Hlíð 1920.

Björn Leví Guðmundsson (1863-1923) Tilraun

  • HAH02863
  • Einstaklingur
  • 25.9.1863 - 15.2.1923

Björn Leví Guðmundsson 25. september 1863 - 15. febrúar 1923 Skósmiður á Bíldudal og Tilraun á Blönduósi. Símstjóri á Blönduósi.

Jenný Sigfúsdóttir (1895-1983) Barkarstöðum

  • HAH05268
  • Einstaklingur
  • 27.6.1895 - 18.8.1983

Jenný Karólína Sigfúsdóttir 27. júní 1895 - 18. ágúst 1983. Var á Rófu, Staðarbakkasókn, Hún. 1901. Húsfreyja á Barkarstöðum, Efri-Núpssókn, V-Hún. 1930. Síðast bús. í Fremri-Torfustaðahreppi.

Þuríður Guðmundsdóttir Björnsson (1907-1998)

  • HAH02190a
  • Einstaklingur
  • 13.1.1907 - 21.1.1998

Húsfreyja. Var í Borgarnesi 1930. Síðast bús. í Kópavogi. Þuríður Jenný Björnsson fæddist á Patreksfirði 13. janúar 1907. Ung stúlka sigldi hún til Noregs til að gerast húshjálp á heimili í Bergen og þar sinnti hún almennum húsverkum en húsfreyjan drýgði tekjur bónda síns með því að baka kex sem hún seldi í nágrenninu og vann Íða einnig við það. Fjölskyldan vildi allt fyrir þessa íslensku stúlku gera og bauð henni í ýmsar ferðir og sá til þess að menningarviðburðir færu ekki fram hjá henni. Henni líkaði dvölin vel og tók skjótum framförum í norsku og alla ævi bar hún sterkan hlýhug til Noregs og Norðmanna. Um haustið fékk hún pláss í húsmæðraskóla í Svíþjóð og þar lærði hún ekki bara til húsverka heldur einnig ýmislegt til búskapar og bjó að því alla ævi.
Þegar heim kom fór hún fyrst í Borgarnes til foreldra sinna en ákvað svo að reyna fyrir sér á nýjum stað og ásamt Önnu vinkonu sinni frá Noregsárunum flutti hún til Akureyrar. Anna hafði lært körfugerð eins og gerð reyrhúsgagna var kölluð þá og þær stöllur ætluðu að koma á námskeiðahaldi á Akureyri. Þær fengu íbúð og auglýstu með pompi og pragt námskeið í málun eða eins og sagði í auglýsingunni: Kennum brokaðemálningu, olíumálun á flauel og silki, vatnslitamálun á tré. Leðurvinnu. Körfugerð og mottuhnýtingar. Útsaum, margs konar hekl, fíleringu og útprjón. Ekki gekk þetta upp og nemendurnir urðu fáir svo námskeiðshaldið datt upp fyrir. Þær fengu sér þá aðra vinnu og Íða vann við hannyrðir og við afgreiðslu í verslunum á Akureyri og á Siglufirði. Á einum þessara vinnustaða var vond vist, milli þess sem hún afgreiddi sat hún bakatil í búðinni og saumaði og heklaði fyrir viðskiptavini en þarna var mikill gólfkuldi og slæmur aðbúnaður á margan hátt og hún fann að heilsan var að gefa sig.
Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 21. janúar 1998.
Útför Þuríðar fór fram frá Langholtskirkju 30. janúar.

Guðmundur Björnsson (1873-1953) Klömbrum

  • HAH03984
  • Einstaklingur
  • 5.12.1873 - 4.6.1953

Guðmundur Björnsson 5. desember 1873 - 4. júní 1953 Bóndi og skáld á Klömbrum í Húnavatnssýslu, sýslumaður í Eyjafirði, Barðastrandarsýslu og Mýrar- og Borgarfjarðarsýslu. Fluttist til Reykjavíkur og starfaði m.a. sem póstafgreiðslumaður. Sýslumaður í Borgarnesi 1930.

Snæbjörn Kristjánsson (1854-1938) Hergilsey A Barð

  • HAH09499
  • Einstaklingur
  • 14.9.1854 - 15.6.1938

Snæbjörn Kristjánsson 14. sept. 1854 - 15. júní 1938. Bóndi Svefney 1880, Miðvallarbæ 1890, Heimabæ Hergilsey 1901 og hreppstjóri í Efribæ, Hergilsey, Flateyjarsókn, A-Barð. 1930. Bóndi og hreppstjóri í Hergilsey. Einkabarn, [mynd 8465 3ja röð fv 5]

Eiríkur Ólafur Jónsson (1848-1912) Sveðjustöðum

  • HAH03157
  • Einstaklingur
  • 5.10.1848 - 19.12.1912

Eiríkur Ólafur Jónsson 5. október 1848 - 19. desember 1912. Bóndi á Efri-Þverá í Þverárhr. og á Sveðjustöðum í Ytri-Torfustaðahr., Hún.
.

Gizur Bergsteinsson (1902-1997) Hæstaréttardómari

  • HAH09505
  • Einstaklingur
  • 18.04.1902-26.03.1997

Gizur Bergsteinsson:
MINNING
Gizur Bergsteinsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, andaðist hinn 26. mars
1997, tæplega 95 ára að aldri. Með honum er genginn einn þeirra manna, sem
markað hafa hvað dýpst spor í sögu Hæstaréttar íslands og einnig í mótun
réttarþróunarinnar í landinu á þessari öld.
Gizur Bergsteinsson fæddist hinn 18. apríl 1902 að Árgilsstöðum í Hvolhreppi, Rangárvallasýslu, en þar bjuggu foreldrar hans, Bergsteinn Ólafsson,
bóndi og oddviti, og Þórunn ísleifsdóttir, húsfreyja. Hann varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1923 og embættisprófi í lögfræði lauk hann frá
Háskóla íslands í júní 1927. Á árunum 1927 og 1928 stundaði hann framhaldsnám í lögfræði við háskólana í Berlín og Kaupmannahöfn.
Á árinu 1928 hófst starfsferill Gizurar sem lögfræðings. Starfaði hann fyrst
sem endurskoðandi hjá sýslumönnum og bæjarfógetum. Hann var skipaður
fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu í ágúst 1929 og var síðar settur
skrifstofustjóri þar á árunum 1930, 1931 og 1934. Á þessum árum gegndi hann
og nokkrum sinnum setudómarastörfum.
Hinn 24. september 1935 var Gizur skipaður dómari við Hæstarétt íslands
frá 1. október sama ár að telja. Var hann þá aðeins 33 ára að aldri og hefur
enginn yngri en hann verið skipaður dómari við réttinn. Dómaraembættinu
gegndi hann til 1. mars 1972, eða í 36 ár og 5 mánuði, lengur en nokkur annar.
Forseti réttarins var hann samtals í 9 ár á þessu tímabili.
Á starfstíma Gizurar urðu miklar breytingar í hinu íslenska þjóðfélagi frá því
bændasamfélagi, sem hann ólst upp í, til nútímaþjóðfélags með gjörbreyttum
háttum á öllum sviðum. Óhjákvæmilega varð og mikil og ör þróun í íslenskum
rétti á þessum tíma. Þar hafði Gizur mikil áhrif sökum víðtækrar lagaþekkingar
sinnar og atorku. Naut hann mikils álits og trausts í störfum sínum, enda hafði
hann til að bera greind og hæfileika, sem gerðu hann frábærlega hæfan til að
leysa úr hinum flóknustu viðfangsefnum. Hann var víðlesinn á flestum sviðum
lögfræðinnar og gerði sér sérstakt far um að fylgjast með nýjum straumum í
þeim efnum. í Hæstarétti reyndi sífellt á ný og erfið úrlausnarefni, sem tekin
voru föstum og vönduðum tökum. Þar voru á þessum tíma dæmd mál á mörgum
sviðum réttarins, sem voru stefnumarkandi og reyndust traust fordæmi til
framtíðar. Naut hér við staðgóðrar lagaþekkingar, glöggskyggni og mannvits
Gizurar og samdómenda hans. A alllöngu tímabili fyrir og eftir miðja öldina
störfuðu saman í Hæstarétti auk Gizurar dómararnir Þórður Eyjólfsson, Jón
Asbjörnsson, Jónatan Hallvarðsson og Arni Tryggvason. Allir eru þessir hæfu
dómarar nú horfnir af sviðinu, en ég vil leyfa mér að fullyrða að þeir hafi haft
mikil og heillavænleg áhrif á réttarþróunina og stuðlað þar að festu og
stöðugleika.
Ekki einasta nýttist þekking Gizurar Bergsteinssonar og hæfileikar í störfum
hans sem dómari í Hæstarétti, heldur kom hann víða við. Einkum vann hann
mjög að undirbúningi lagasetningar, meðal annars á nýjum sviðum. Þannig átti
hann mjög hlut að mótun löggjafar á sviði samgangna, en óvíða hafa orðið eins
gagngerar breytingar og þar. Hann vann meðal annars að frumvarpi að bifreiðalögum og ekki síður er merkt framlag hans til laga um loftferðir, en hann mun
hafa samið frumvarp að fyrstu lögum um þau efni og skýringar með því. Þá átti
hann hlut að samningu löggjafar um réttarfarsmálefni, bæði um meðferð opinberra mála og einkamála, svo og að löggjöf um Hæstarétt íslands. Til viðbótar
má hér nefna hegningarlög, lög um barnavemd og lög um lax- og silungsveiði.
Um langt árabil var Gizur og formaður í yfirmatsnefnd samkvæmt lögum um
lax- og silungsveiði. Þá ritaði hann einnig greinar um lögfræðileg málefni í
ýmis rit.
Rétt er og að geta þess að Gizur var mikill unnandi íslenskrar tungu og jafnan
var það sameiginlegt kappsmál hans og samdómenda hans að dómar Hæstaréttar
væru ritaðir á góðu íslensku máli eins og dómar réttarins á ofangreindu tímabili
bera glöggt vitni um. Ber að vona að ætíð takist að fylgja því góða fordæmi.
Gizur var gæfumaður í einkalífi. Eiginkona hans, Dagmar Lúðvíksdóttir,
reyndist honum mikil stoð og stytta, en þau gengu að eigast á árinu 1931. Eignuðust þau 4 börn, Lúðvík, hæstaréttarlögmann, Bergstein, verkfræðing og
brunamálastjóra rikisins, Sigurð, sýslumann á Akranesi og Sigríði, meinatækni.
Er þeim öllum, sem og öðrum aðstandendum, vottuð innileg samúð við fráfall
Gizurar.
Hæstiréttur íslands minnist Gizurar Bergsteinssonar með mikilli þökk og
virðingu. Með mikilvirkum störfum sínum átti hann stóran þátt í að leggja
traustan grunn, sem síðan hefur verið byggt á. Sú ósk skal látin hér í ljós, að
Hæstarétti megi auðnast um alla framtíð að starfa af þeirri vandvirkni, hollustu
og trúnaði, sem einkenndu öll hans störf.
Haraldur Henrysson

Fæddur 1902, skipaður hæstaréttardómari frá 1. október 1935.

Lét af störfum 1. mars 1972. Lést 1997.

Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1923.

Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1927.

Framhaldsnám við háskóla í Berlín og Kaupmannahöfn 1927 og 1928.

Endurskoðandi hjá sýslumönnum og bæjarfógetum 1928 – 1929.

Fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 1929 – 1935.

Helstu aukastörf:

Formaður ríkisskattanefndar 1934 – 1935.

Formaður í yfirmatsnefnd samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði 1942 – 1990.

Ásta Sveinbjörnsdóttir (1911-2002) Seyðisfirði

  • HAH01544
  • Einstaklingur
  • 31.10.1911 - 9.6.2002

Guðrún Ásta Sveinbjörnsdóttir fæddist á Vestdalseyri í Seyðisfirði 31. október 1911. Hún lést á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar 9. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Oddfríður Ottadóttir, f. 27.7. 1882, d. 30.9. 1961, og Sveinbjörn Árni Ingimundarson, f. 26.12. 1878, d. 4.5. 1956. Þau bjuggu lengst af á Seyðisfirði. Ásta var næstelst af átta systkinum og eru tvö þeirra á lífi.
Eiginmaður Ástu var Sveinbjörn Jón Hjálmarsson, f. 28.12. 1905, d. 5.12. 1974. Börn þeirra eru: Baldur Guðbjartur, f. 30.1. 1929, kona hans er Helga Hermóðsdóttir. Inga Hrefna, f. 2.1. 1932, hennar maður var Jóhann Jóhannsson sem lést 24.4. 2001. Jóhann Björn, f. 18.2. 1934, kona hans er Svava Sófusdóttir. Fjóla, f. 11.6. 1935, hennar maður er Guðmundur Hannes Sigurjónsson. Ástrún Lilja, f. 14.9. 1951, sambýlismaður hennar er Kjartan Pálsson. Árdís Björg Ísleifsdóttir, f. 24.8. 1951, hennar maður er Stefán Þór Herbertsson. Árdís er dóttir Ingu Hrefnu og fósturdóttir Ástu og Sveinbjarnar. Ömmubörn Ástu eru 15 og langömmubörnin 29.

Ásta gekk í barnaskólann á Vestdalseyri og lauk þaðan fullnaðarprófi.

Ásta og Sveinbjörn bjuggu allan sinn búskap á Seyðisfirði þar sem hún stundaði verkamannastörf alla tíð ásamt heimilisstörfum.

Útför Ástu fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11.

Oddfríður Ottadóttir (1882-1961) Seyðisfirði

  • HAH09511
  • Einstaklingur
  • 27.7.1882 - 30.9.1961

Oddfríður Ottadóttir 27. júlí 1882 - 30. sept. 1961. Þjónustustúlka í Rasmusenshúsi, Seyðisfjarðarkaupstað, N-Múl. 1901. Húsfreyja á Seyðisfirði 1930.

Guðmundur Jóhannesson (1899-1983) Fremri-Fitjum

  • HAH04064
  • Einstaklingur
  • 10.2.1899 - 15.1.1983

Guðmundur Jóhannesson 10. febrúar 1899 - 15. janúar 1983 Var á Fremri-Fitjum, Staðabakkasókn, V-Hún. 1930. Var á Fremri-Fitjum, Fremri-Torfastaðahr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Hvammstangahreppi. Guðmundur kvæntist ekki og eignaðist ekki afkomendur

Jóhannes Kristófersson (1866-1951) Fremri-Fitjum

  • HAH05464
  • Einstaklingur
  • 13.10.1866 - 12.7.1951

Jóhannes Kristófersson 13. október 1866 - 12. júlí 1951. Var á Skeggjastöðum, Efranúpssókn, Hún. 1880. Bóndi í Finnmörk en lengst af á Fremri-Fitjum. Bóndi á Fremri-Fitjum, Staðabakkasókn, V-Hún. 1901 og 1930.

Björn Gíslason (1852) Winnipeg, Neðri-Mýrum

  • HAH02773
  • Einstaklingur
  • 10.6.1852 -

Björn Benedikt Gíslason f. 10.6.1852 Var á Neðrimýrum, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1870. Sennilega sá sem fór til Vesturheims 1889 frá Neðri Mýrum, Engihlíðarhreppi, Hún.

Lárus Gíslason (1864-1950) Grund

  • HAH04929
  • Einstaklingur
  • 21.11.1862 - 27.11.1950

Lárus Gíslason f. 21. nóv. 1862 Neðri-Mýrum, d. 27. nóv. 1950. Var á Neðrimýrum í Höskuldsstaðasókn, Hún. 1870. Bóndi í Skrapatungu á Laxárdal fremri, A-Hún. 1901. Verkamaður á Blönduósi. Grund 1906 - 1950

Ásmundur Jóhannsson (1875-1953) Winnipeg

  • HAH03659
  • Einstaklingur
  • 6.7.1875 - 23.10.1953

Ásmundur Pétur Jóhannsson 6. júlí 1875 - 23. október 1953 Fór til Vesturheims 1900 frá Blönduósi, Torfalækjarhreppi, Hún. Smiður í Winnipeg, Manitoba, Kanada 1916. Byggingameistari í Winnipeg.

Niðurstöður 6801 to 6900 of 7010