Þuríður Guðmundsdóttir Björnsson (1907-1998)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Þuríður Guðmundsdóttir Björnsson (1907-1998)

Parallel form(s) of name

  • Þuríður Jenný Guðmundsdóttir Björnsson (1907-1998) hjónaminning

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Íða.

Description area

Dates of existence

13.1.1907 - 21.1.1998

History

Húsfreyja. Var í Borgarnesi 1930. Síðast bús. í Kópavogi. Þuríður Jenný Björnsson fæddist á Patreksfirði 13. janúar 1907. Ung stúlka sigldi hún til Noregs til að gerast húshjálp á heimili í Bergen og þar sinnti hún almennum húsverkum en húsfreyjan drýgði tekjur bónda síns með því að baka kex sem hún seldi í nágrenninu og vann Íða einnig við það. Fjölskyldan vildi allt fyrir þessa íslensku stúlku gera og bauð henni í ýmsar ferðir og sá til þess að menningarviðburðir færu ekki fram hjá henni. Henni líkaði dvölin vel og tók skjótum framförum í norsku og alla ævi bar hún sterkan hlýhug til Noregs og Norðmanna. Um haustið fékk hún pláss í húsmæðraskóla í Svíþjóð og þar lærði hún ekki bara til húsverka heldur einnig ýmislegt til búskapar og bjó að því alla ævi.
Þegar heim kom fór hún fyrst í Borgarnes til foreldra sinna en ákvað svo að reyna fyrir sér á nýjum stað og ásamt Önnu vinkonu sinni frá Noregsárunum flutti hún til Akureyrar. Anna hafði lært körfugerð eins og gerð reyrhúsgagna var kölluð þá og þær stöllur ætluðu að koma á námskeiðahaldi á Akureyri. Þær fengu íbúð og auglýstu með pompi og pragt námskeið í málun eða eins og sagði í auglýsingunni: Kennum brokaðemálningu, olíumálun á flauel og silki, vatnslitamálun á tré. Leðurvinnu. Körfugerð og mottuhnýtingar. Útsaum, margs konar hekl, fíleringu og útprjón. Ekki gekk þetta upp og nemendurnir urðu fáir svo námskeiðshaldið datt upp fyrir. Þær fengu sér þá aðra vinnu og Íða vann við hannyrðir og við afgreiðslu í verslunum á Akureyri og á Siglufirði. Á einum þessara vinnustaða var vond vist, milli þess sem hún afgreiddi sat hún bakatil í búðinni og saumaði og heklaði fyrir viðskiptavini en þarna var mikill gólfkuldi og slæmur aðbúnaður á margan hátt og hún fann að heilsan var að gefa sig.
Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 21. janúar 1998.
Útför Þuríðar fór fram frá Langholtskirkju 30. janúar.

Places

Patreksfjörður: Borgarnes: Kópavogur:

Legal status

Þuríður var menntuð í hannyrðum og matreiðslu frá húsmæðraskóla í Svíþjóð.

Functions, occupations and activities

Þuríður var menntuð í hannyrðum og matreiðslu frá húsmæðraskóla í Svíþjóð.
Atvinna hennar byggðist á þessu námi, við verslun, sauma og vefnað og matráðskonustarf. Þuríður vann við verslunarstörf á Akureyri, Siglufirði og Reykjavík. Hún var verkstjóri við fatagerðina Herkúles og matráðskona á Sólvangi og Reykjalundi um nokkurra ára skeið.

Mandates/sources of authority

Og þá orti Steinn Steinarr þessa vísu um Íðu:

Ég átti eina mektuga mörsvon
sú mörsvon var blíð og þíð.
Hjá þessari Þuríði Björnsson
er þanki minn alla tíð.

Internal structures/genealogy

Foreldrar: Þóra Leopoldína Júlíusdóttir Björnsson, húsfreyja, og Guðmundur Björnsson, sýslumaður á Patreksfirði og í Borgarnesi.

Systkini hennar eru:
1) Ingibjörg Emma Guðmundsdóttir Björnsson f. 5. júlí 1903 - 27. júní 2001 ritari í Reykjavík. Ingibjörg var ógift og barnlaus.
2) Pétur Emil Júlíus Guðmundsson Björnsson f. 25. júlí 1904 - 26. nóvember 1991. Verkfræðingur og deildarstjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Hann kvæntist 27. desember 1932, Estellu Dagmar, dóttur Ottos Hansens, málarameistara í Kaupmannahöfn. Hún var fædd 27. júlí 1907 og andaðist 2. janúar 1984.
3) Björn Guðmundsson Björnsson f. 7. október 1905 - 18. janúar 1999 verslunarmaður í Borgarnesi, bókari í Kaupmannahöfn. Forstjóri og stórkaupmaður.
Hinn 1.8. 1932 kvæntist Björn Ástu Stefánsdóttur, f.15.7. 1905. Þau skildu.
Seinni kona Björns var Ragnhildur Kristjánsdóttir Björnsson, f. 7.7. 1913, d. 13.3. 1982, húsmóðir og verslunarmaður. Hún var dóttir Kristjáns Jónssonar, netagerðarmanns á Ísafirði, og konu hans, Jóhönnu Benónýsdóttur húsmóður.
4) Karl Leó Guðmundsson Björnsson f. 22. febrúar 1908 - 6. júlí 1941 sýsluskrifari í Borgarnesi, síðar verslunarmaður í Reykjavík.
5) Jórunn Björnsson Bachmann f. 6. september 1913 - 18. ágúst 1998 húsfreyja í Borgarnesi. Maður hennar var Geir Guðjónsson Bachmann 23. september 1908 - 27. desember 1987. Bifreiðaeftirlitsmaður, síðast bús. í Borgarnesi.
6) Anna Guðmundsdóttir Björnsson f. 19. maí 1915 - 29. júní 2006 Var í Borgarnesi 1930. Flutti til Borgarness með foreldrum 1918 og ólst þar upp eftir það. Bókavörður við Bókasafn Hafnarfjarðar um árabil til 1971. Var einnig kennari við Iðnskólann í Hafnarfirði. Bókavörður við Héraðsbókasafn Árnessýslu 1971-78 er hún fluttist til Reykjavíkur. Síðast bús. í Reykjavík. Var aðalhvatamaður að stofnun Bókavarðafélags Íslands, formaður þess um tíma og fyrsti heiðursfélagi. Hún hafði listræna hæfileika, teiknaði plaköt og bókakápur fyrir bókaútgáfuna Helgafell og málaði talsvert af myndum. Á bréfhaus bókasafnsins teiknaði hún vita, og viti var seinna tekinn upp sem einkennismerki Hafnarfjarðar.
Í október 1934 giftist Anna Guðmundi Sigurðssyni bankaendurskoðanda frá Borgarnesi (1912-1972), þau skildu.
7) Margrét Guðmundsdóttir Björnsson f. 14. nóvember 1917 - 2. júlí 1996 Húsfreyja. Síðast bús. í Reykjavík.
Í júní 1940 giftist Margrét fyrri manni sínum, Sveini Viggó Stefánssyni, f. 9.9. 1913, d. 15.8. 1987, þau skildu.
Hinn 10. nóvember 1957 giftist Margrét seinni manni sínum, Hálfdani Eiríkssyni, f. 24.6. 1901, d. 28.5. 1981.

Þuríður og Björn giftu sig árið 1935 og voru í Reykjavík fyrstu búskaparárin en lengst af bjuggu þau í Garði við Vatnsenda. Síðustu árin dvöldu þau á Hrafnistu þar sem þau létust bæði, hann árið 1984 og hún 1998.
Þau áttu eina dóttur:
1) Hulda Björnsdóttir f. 26. júlí 1948 , en hún er gift Jóni Hólm Einarssyni f. 20. maí 1947 eiga þau þrjár dætur: Kolbrúnu, Þuríði og Rakel.

General context

Relationships area

Related entity

Grímur Guðmundsson (1971) frá Kornsá (15.7.1971 -)

Identifier of related entity

HAH03808

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Móðurafi Jóhönnu Stellu konu Gríms var; Pétur Emil Júlíus Guðmundsson Björnsson (1904-1991) bróðir Þuríðar

Related entity

Þóra Júlíusdóttir (1879-1967) Borgarnesi (26.8.1879 - 26.1.1967)

Identifier of related entity

HAH09502

Category of relationship

family

Type of relationship

Þóra Júlíusdóttir (1879-1967) Borgarnesi

is the parent of

Þuríður Guðmundsdóttir Björnsson (1907-1998)

Dates of relationship

13.1.1907

Description of relationship

Related entity

Björn Stefánsson (1903-1984) (15.7.1903 - 21.10.1984)

Identifier of related entity

HAH02190b

Category of relationship

family

Type of relationship

Björn Stefánsson (1903-1984)

is the spouse of

Þuríður Guðmundsdóttir Björnsson (1907-1998)

Dates of relationship

1935

Description of relationship

Dóttir þeirra: 1) Hulda Björnsdóttir f. 26. júlí 1948

Related entity

Hákon Ari Grímsson (1996) (11.5.1996 -)

Identifier of related entity

HAH04850

Category of relationship

family

Type of relationship

Hákon Ari Grímsson (1996)

is the cousin of

Þuríður Guðmundsdóttir Björnsson (1907-1998)

Dates of relationship

11.5.1996

Description of relationship

Þuríður var systir Péturs Emils Júlíusar Guðmundssonar Björnsson, móður afa Hákons

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH02190a

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 24.8.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places