Auðkenni
Tegund einingar
Fyrirtæki/stofnun
Leyfileg nafnaform
Hnausar í Vatnsdal
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
(1950)
Saga
Hnausar I. Bærinn stendur framarlega á láglendinu milli Hnausatjarnar og Vatnsdalsár, á samnefndu landsvæði, litlu sunnar en móts við Skriðuskarð í Vatnsdalsfjalli. Tún hafa verið ræktuð um Hnausana á árökkunum og nú síðast austur við fjallsrætur, engjar norður frá túni og beitiland til fjallsins. Býlið er byggt í landi Skíðastaða hinna fornu sem fóru undir skriðu 1545 og fyrst í ábúð 1711, áður nýtt frá Þingeyrum. Íbúðarhús byggt 1942, 446 m3. Fjós fyrir 10 gripi og mjólkurhús. Fjárhús yfir 350 fjár. Hesthús yfir 10 hross. Hlöður 1160 m3. Votheys 40 m3. Tún 30,6 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá og Hnausatjörn.
Hnausar II. Bærinn stendur samtýnis Hnausum I örskotslengd þaðan, á grunni hins gamla bæjar, sem brann 1942. Tvíbýli hefir verið í Hnausum og sinn eigandi að hvorri hálflendu síðan 1915 og nú er þarna um að ræða tvö sjálfstæð býli með sér skiptum engjum, áveitu og ræktunarlendum en óskiptu beitarlandi. Hálfur Sauðadalur tilheyrir Hnausabæjum keyptur undan Stóru-Giljá í tíð Skaptaen læknis. Íbúðarhús byggt 1942, 287 m3 viðbygging 53 m3. Fjós fyrir 22 gripi. Fjárhús yfir 210 fjár. Hlöður 1010 m3. Tún 42 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá og Hnausatjörn.
Staðir
Sveinsstaðahreppur; Vatnsdalur; Hnausakvísl; Álptatjörn; Markkelda; Þverkvísl; Árfar; Heygarður á Slýjubakkanum; Axlarbalar; Kerling á Axlarhjalla; Bæjargil; Bæjarlækur; Skriðuvað; Austurkvísl; Bjarnastaðir; Lindartjörn; Slýjubakki; Sauðadalur; Beinakelda; Stóragiljá; Sauðadalsá; Skertlur; Reykjanybba; Svínadalsfjall; Snaggi; Hrafnabjargakvísl; Marðarnúpur; Vatnsdalsfjall; Gilár- eður í Marðarnúps-hlíð; Hjálpargili sem einnig er kallað Kötlunúpsgil; Sauðadalsá; Öxl; Másstaðir; Hof; Kötlustaðir; Gilá; Eyjólfsstaðir; Bakki; Grundarkot; Brekka; Þingeyrarklaustur; Hjallaland; Hvammur; Brekkukot; Stóragiljá; Beinakelda; Bjarnastaðir; Snæringsstaðir; Ljótshólar; Grund; Geithamrar; Gafl; Reykir; Mosfell; Hnausatjörn; Vatnsdalsá;
Réttindi
Kristfjárjörð;
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Ábúendur Hnausar I
<1890 og 1901> Magnús Bjarni Steindórsson 2. maí 1841 - 21. mars 1915. Bóndi á Gilsstöðum, Undirfellssókn, Hún. 1870. Bóndi á Gilsstöðum í Vatnsdal, síðar hreppstjóri á Hnausum á Þingi. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Kona hans; Guðrún Jasonardóttir 11. júní 1838 [13.6.1838]- 7. maí 1919. Frá Króki á Skagaströnd. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Hnausum.
<1910> Þorsteinn Hjálmar Sigurðsson 31. jan. 1873 - 31. maí 1949. Bóndi í Stafni í Svartárdal, A-Hún. Söðlasmiður. Kona hans;
<1910> Guðmundur Hjálmarsson 12. mars 1861 [1.3.1861) - 1. júlí 1955. Bóndi á Kagaðarhóli á Ásum og verkamaður á Brúarlandi Blönduósi. Kona hans; Margrét Sigurlaug Eiríksdóttir 1. ágúst 1871 - 4. júlí 1953 Húsfreyja á Blönduósi 1930. Húsfreyja á Kagaðarhóli á Ásum.
1916-1958- Sveinbjörn Jakobsson 20. okt. 1879 - 24. okt. 1958. Var í Reykjavík 1910. Bóndi á sama stað 1930. Var á Hnausum, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Kona hans; Kristín Pálmadóttir 10. apríl 1889 - 31. mars 1985. Vinnukona í Reykjavík 1910. Húsfreyja á sama stað 1930. Var á Hnausum, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957
1958- Leifur Sveinbjörnsson 2. október 1919 - 22. febrúar 2008 Var á Hnausum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Hnausum, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Bóndi á Hnausum í Sveinsstaðahreppi, síðast bús. í Garðabæ. Kona hans; Elna Thomsen fæddist á Siglufirði 11. maí 1936. Elna lést 26. nóvember 2017.
Ábúendur Hnausar II
<1910> Björn Kristófersson 16. janúar 1858 - 28. febrúar 1911 Bóndi að Holti, Hjaltabakkasókn, Hún. 1890. Bóndi að Holti í Ásum og víðar. Varð úti. Seinnikona hans; Sigríður Bjarnadóttir 6. ágúst 1868 - 7. apríl 1949 Ekkja á Vesturgötu 20, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Sauðanesi, á Hnausum í Þingi og víðar.
<1920> Erlendur Erlendsson 20. júní 1874 - 18. desember 1943 Ættaður frá Miklaholti í Biskupstungum. Bóndi í Blöndudalshólum, á Auðólfsstöðum í Langadal og Hnausum í Þingi, A-Hún. Kona hans; Sigurbjörg Þorsteinsdóttir 29. maí 1879 - 4. nóvember 1948 Húsfreyja í Blöndudalshólum og Hnausum. Þau hjón eignuðust 14 börn
Magnús Björnsson 11. júní 1903 - 9. júní 1979. Bóndi í Hnausum í Þingi. Kaupamaður á Þingeyrum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Heimili: Hnausar? Var á Hnausum, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Sveinsstaðahreppi. Kona hans; Hulda Magnúsdóttir 29. apríl 1925 - 6. des. 1963. Var á Leirubakka, Skarðssókn, Rang. 1930. Var á Hnausum, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957.
Almennt samhengi
Landamerki jarðarinnar Hnausa í Sveinstaðahreppi, innan Húnavatnssýslu
Samkvæmt kaupbrjefi og afsalsbrjefi, dagsettu að Kornsá, 1. júní 1883 eru þessi:
Að sunnan og vestan ræður áin eða Kvíslin, norður að skurði þeim, sem liggur úr Álptatjörn og vestur í Kvíslina, og úr Álptatjörn aptur ræður Markkelda norður beint í Þverkvísl, þá Þverkvísl austur í Árfar sem þá ræður suður að syðsta Heygarði á Slýjubakkanum, austan Árfars, þaðan aptur bein stefna í Markstein á Axlarbölum og Kerlingu á Axlarhjalla, að austan ræður sem vötnum hallar í vestur af fjallinu fram til Bæjargils, og þá Bæjargil og Bæjarlækur að sunnan niður í Skriðuvað, og svo sem Austurkvísl ræður. Þó er jörðinni Bjarnastöðum heimilt slægna-ítak í Lindartjörn og Slýjubakka, samkvæmt þinglesnu yfirlýsingarskjali, dags. 3. júní 1880.
Landamerki Sauðadals, sem nú er sameign okkar Erlendar Eysteinssonar á Beinakeldu, eiganda Stórugiljár, eru samkvæmt lögfestu 24. maí 1875, þinglesinni að Tindum sama dag, og Miðhúsum 26. s. mán, þessi, sem nú skal greina: Að norðan og austan Sauðadalsár ráða svo kallaðar Skertlur, er skerast vestur úr Reykjanybbu, þaðan fram og austur á Svínadalsfjall, allt hvað vötn að draga til vesturs, fram móts við svo kallaðan klett Snagga, er stendur við Hrafnabjargakvísl, móts við Marðarnúpsmenn, þaðan rjettsýni vestur á Vatnsdalsfjall móti merkisteini þeim, er stendur í Gilár- eður í Marðarnúps-hlíð, þar vötnum veitir til austurs, þaðan norður háfjallið allt að Hjálpargili sem einnig er kallað Kötlunúpsgil, þaðan austur í Sauðadalsá.
Hnausum, 20. júní 1883.
Þorvaldur Ásgeirsson eigandi Hnausa og hálfs Sauðadals.
Vjer sem erum eigendur og umráðendur jarða þeirra, er lönd eiga að ofannefndri jörð Hnausum, og Sauðadal, ritum nöfn vor hjer undir til samþykkis og staðfestingar framan skrifuðum landamerkjum
Sigurður Hafsteinsson, eigandi að Öxl.
Sem umráðamenn kristfjárjarðanna Másstaða, Hofs, Kötlustaða, Gilár og Marðarnúps: Lárus Blöndal. Hjörl. Einarsson.
Sem eigandi Eyjólfsstaða og Bakka: F. Guðmundsson.
Jósep Einarsson fyrir Grundarkot og Hjallaland.
B.G. Blöndal eigandi að Hvammi og umboðsmaður yfir Þingeyrarklaustursjörðunum: Brekka og Brekkukoti.
Sem eigandi Stórugiljár og Beinakeldu, Erl. Eysteinsson.
Sem eigandi Bjarnastaða. Jórunn Magnúsdóttir (handsalað.)
Kristján Kristjánsson, eigandi Snæringsstaða.
Guðbjörg Pjetursdóttir (handsalað.) eigandi Ljótshóla.
Þorsteinn Þorsteinsson, eigandi Grundar.
Sveinn Pjetursson, eigandi Geithamra.
St.M. Jónsson umráðamaður Gafls í Svínadal.
E. Halldórsson eigandi Reykja og Mosfells.
Þessi landamerkja skrá undirskrifa jeg að Steinnesi, 13. nóv. 1886.
Þorvaldur Ásgeirsson samkvæmt amtsbrjefi 6. marz mán. Þ.á., og brjefi landshöfðingja 10. júní 1884.
Lesið upp á manntalsþingi að Sveinsstöðum, hinn 28.maí 1889, og innfært í landamerkjabók Húnavatnssýslu No. 100, fol. 52b og 53.
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the associate of
Hnausar í Vatnsdal
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH-Bæ
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 26.3.2019
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
Landamerkjabók Húnavatnssýslu No. 100, fol. 52b og 53.
Húnaþing II bls 299 og 300