Sýnir 10412 niðurstöður

Nafnspjald

Surtsey

  • HAH00488
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 14.11.1963

Surtsey er syðsta eyjan í Vestmannaeyjaklasanum, en miðpunktur hennar er 63°18'N, 20°36'V. Hún er jafnframt sú eina þeirra sem hefur myndast á sögulegum tíma, eða í mesta neðansjávareldgosi á sögulegum tíma. Menn urðu gossins varir klukkan 7:15 að morgni þess 14. nóvember 1963, þegar það braust upp úr yfirborði sjávar skammt frá fiskibátnum Ísleifi II frá Vestmannaeyjum. Skipverjar mældu sjávarhita í hálfrar mílu (rúmlega 900m) fjarlægð og reyndist hitastigið vera nálægt 10 °C. Gosið magnaðist hratt og varð hár gosmökkur. Næsta morgun sást í gosmekkinum að eyja hafði myndast. Er því ljóst að gosið hefur hafist einhverjum dögum áður en þess varð vart. Þann 12. nóvember fannst brennisteinslykt í lofti í suðvestanátt í Vík í Mýrdal, en engra jarðhræringa hafði orðið vart dagana fyrir uppkomu gossins. Gosið stóð fram til 5. júní 1967 eða í um það bil þrjú og hálft ár. Síðan hefur flatarmál eyjunnar minnkað úr 2,7 km2 í 1,4 km2 sökum rofs sjávar og vinda.[1] Eyjan er um 20 km suðvestur af Heimaey, eða um 30 km suðvestur af Landeyjasandi á meginlandi Íslands.

Kolkuflói - Blöndulón

  • HAH00502
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1000-2019)

Kolkuflói er á Auðkúluheiði, nú á botni Blöndulóns. í upphafi 20 aldar og framyfir miðja öld voru töluverður fjöldi rústa í Kolkuflóa en þeim fækkaði á síðari hluta aldarinnar. sérstaklega vegna áfoks.

Skrúður í Dýrafirði

  • HAH00600
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 7.8.1909 -

Séra Sigtryggur Guðlaugsson (1862-1959) prófastur og skólastjóri á Núpi, ræktaði garðinn Skrúð í skjólsælum hvammi um 1 km austan við bæinn Núp í Dýrafirði.
Upphafsár framkvæmda við Skrúð er árið 1905 en formlegur vígsludagur er 7. ágúst 1909.

100 ára afmælis garðsins var minnst með hátíð í garðinum 8. ágúst 2009.
Frá upphafi til 1960 gegndi garðurinn kennslu- og tilraunahlutverki þar sem nemendum Núpsskóla var kennd ræktun og notkun matjurta í garði skýldum trjám og skrýddum blómum. Brautryðjandahlutverk sr. Sigtryggs og konu hans Hjaltlínu Guðjónsdóttur í Skrúð er skýrt enda voru Íslendingum lítt kunn önnur ræktuð matvæli en jarðepli og tröllasúra (rabarbari) í upphafi 20. aldar.

Skrúður er ein merkilegasta varðan í garðyrkjusögu Íslendinga og af nafni hans má rekja orðið „skrúðgarður“. Á sjötta til áttunda áratug síðustu aldar varð garðurinn í góðri rækt og þá vel þekktur grasagarður í góðum tengslum við erlenda grasagarða fremur en matjurtagarður, undir umsjón Þorsteins Gunnarssonar og Ingunnar Guðbrandsdóttur.
Undir forustu Garðyrkjuskóla ríkisins var árið 1991 hafist handa við að gera Skrúð upp og síðan 1996 hefur hann þjónað því hlutverki að vera minnismerki um sjálfan sig, upphafsfólkið og ræktunarsögu Íslendinga. Skrúður er rekinn sameiginlega af bæjarfélaginu og sérstökum framkvæmdasjóði og er ætlunin að þar geti gestir fræðst um margt sem snýr að útiræktun matjurta, trjáa og skrautjurta á Íslandi.

Hið fræga hvalbeinshlið sem stóð í Skrúð til haustsins 2009 hefur nú verið tekið niður og verður
varðveitt innanhúss í framtíðinni, enda liðin 118 ár frá því sú stóra skepna (steypireyður) var að velli lögð af einu skipi Kapt. Berg á Framnesi. Kjálkabein úr langreyði verða sett upp í garðinum í stað gömlu beinanna.

Aðkoma að Skrúð hefur verið bætt nokkuð og fyrirhugað er að reisa þar í framtíðinni þjónustuhús fyrir starfsmann garðsins og gesti.

Víkursandur í Ódáðahrauni frá gosinu 1875

  • HAH00629
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 29.3.1875 -

Dyngjufjallagosið virðist hafa átt sér nokkurn aðdraganda. Árið 1874 í febrúar og svo aftur í desember finnast jarðskjálftar á Norðausturlandi. Gos hefst svo 3. janúar 1875. Til að byrja með verða nokkur blandgos , líkast til meinlaus enda langt frá byggð. Kvöldið 28. mars verður svo fjandinn laus ef svo má segja. Þá verður svokallað plínískt sprengigos í Öskju. Gengur það yfir í tveimur stuttum en gífurlega kröftugum lotum, sú fyrri stóð í 1-2 klukkustundir og sú seinni, morguninn eftir, stóð í nokkra tíma og var mun öflugri.

Ógnvænlegur gosmökkur lagðist yfir Austurland frá Héraði og til Berufjarðar. Á Jökuldal mældist vikurlagið allt að 20 cm þykkt eftir lætin. Gekk á með þrumum og eldingum og menn sáu vart handa sinna skil. Vikurmolar á stærð við tennisbolta voru enn heitir þegar þeir féllu, tugum kílómetra frá eldstöðinni. Askja

Menn hafa skírt þessar hamfarir með því að basaltgangur hafi komist í snertingu við svokallaðan súran gúl undir eldstöðinni og það valdið sprengivirkninni. Í nokkrum eldstöðvum hér á landi eru þessar aðstæður taldar vera fyrir hendi, t.d. í Kötlu.

Gosin héldu áfram fram eftir árinu á svæðinu en ollu ekki frekara tjóni en orðið var. Gosið olli miklum búsifjum á því svæði sem askan féll og í kjölfar þess fluttu margir Austfirðingar til Vesturheims.

Víðihlíð

  • HAH00626
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Víðigerði og Víðihlíð eru við þjóðveginn í Víðidal vestanverðum. Dalurinn er á milli Línakradals og Vesturhóps að vestan og Vatnsdals að austan. Víðigerði veitir ferðamönnum margs konar þjónustuog í félagsheimilinu Víðihlíð er hægt að kaupa ullarvöru beint frá framleiðendum. Um Víðidal rennur ein af þekktustu laxveiðiám landsins og einmesta stórlaxaá Íslands. Upptök árinnar er á heiðum frammi. Þar tínast til lækir og lindir og síðan bætist Fitjá í aðalána. Sjóbleikjusvæðiðí Víðidalsá er eitt hið bezta á Norðurlandi.

Bókhlaðan “Pittsburg” Blönduósi

  • HAH00089
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1971-

Rétt við brúna innan Blöndu er stór steinsteypubygging, byggð á árunum 1971—75 og er enn ekki að fullu lokið. Þetta er bókhlaðan. Þar er héraðsbókasafnið til húsa og einnig sýsluskjalasafnið. Á 1. hæð eru sýsluskrifstofurnar, fluttu þangað 1. júlí 1975, eftir að hafa verið lengi í sýslumannsbústöðunum inni á brekku (nú Brekkubyggð). Sýslumaður er Jón Ísberg. Í kjallara bókhlöðunnar er lögreglustöðin, ásamt þremur fangaklefum. Tekin í notkun í sept. 1974.

Í dag er Sýsluskrifstofan einni hæð ofar þar sem bókasafnið var og bæjarskrifstofurnar á fyrstu hæð

Vík Höfðakaupsstað

  • HAH00722
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1930)

Vík er fyrir miðri víkinni. Það var ein hæð en mörgum árum síðar var byggð önnur hæð á húsið og þannig er það í dag.

Svartá - Svartárdalur

  • HAH00493
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1000-2019)

Svartárdalur er dalur í Austur-Húnavatnssýslu og er hann austastur húnvetnsku dalanna, ásamt Laxárdal fremri, sem liggur norður af honum. Dalurinn er fremur grunnur en þröngur og þar er undirlendi lítið. Hann er veðursæll og grösugur og þar eru allnokkrir bæir.

Dalurinn dregur nafn af Svartá, sem rennur eftir honum. Nyrst í dalnum sveigir áin til vesturs og rennur í Blöndu gegnum skarð sem liggur milli Langadalsfjalls að norðan og Tunguhnjúks, sunnan við skarðið, en hann er nyrst á fremur lágum hálsi sem liggur milli Svartárdals og Blöndudals. Skarðið er nú oft talið norðurendi Svartárdals en hét áður Ævarsskarð og er sagt kennt við Ævar gamla Ketilsson landnámsmann. Þar er bærinn Bólstaðarhlíð, sem ýmist hefur verið talinn til Svartárdals eða Langadals. Þjóðvegur 1 liggur um skarðið og síðan um Bólstaðarhlíðarbrekku og upp á Vatnsskarð. Sést vel inn eftir dalnum af veginum.

Svartárdalur er um 25 km langur. Fremst (syðst) í dalnum er bærinn Stafn og þar er Stafnsrétt, ein þekktasta skilarétt landsins. Skammt þar fyrir framan klofnar Svartárdalur í tvo dali. Annar liggur til suðausturs, er nokkuð djúpur og svo þröngur að hann kallast Stafnsgil og endar í gljúfrum sem ná fram undir Buga. Svartá kemur upp í Bugum og rennur um Stafnsgil og liðast síðan um Svartárdal þar til hún fellur í Blöndu.

Hinn dalurinn, Fossárdalur eða Fossadalur, sem er í raun beint framhald af Svartárdal þótt nafnið breytist, gengur til suðsuðvesturs inn í Eyvindarstaðaheiði og endar í Fossadalsdrögum. Hann er einnig djúpur og þröngur, þó ekki eins og Stafnsgil. Á milli dalanna kallast Háutungur. Neðst í dalnum vestanverðum er einn bær, Fossar. Bærinn á Fossum er í 320 m hæð yfir sjávarmáli og í um 60 kílómetra fjarlægð frá Blönduósi. Enn framar er eyðibýli, Kóngsgarður, sem var í byggð fram undir lok 19. aldar.

Kirkja er á Bergsstöðum í Svartárdal og þar var áður prestssetur en það fluttist svo að Æsustöðum í Langadal eftir að Gunnar Árnason varð þar prestur 1925. Síðar var reist prestsetur að Bólstað sunnan við Húnaver, í landi Botnastaða.

Þórsá á Vatnsnesi

  • HAH00639
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1000-2019)

Þórsá er á Vatnsnesi.

Undirfellsrétt

  • HAH00571
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1853-

Elsta Undirfelhréttin var byggð 1853
Haustið 1948, fóru fjárskipti fram í Húnavatnssýslu í kjölfar mæðiveiki faraldurs, fé var keypt af Ströndum. Féð var flutt með skipa frá Hólmavík til Skagastrandar og þaðan með bílum til nýrra heimahaga.

Núveranfi rétt var byggð 1973, hönnuð af Ólafi í Kárdalstungu og Gísla Pálssyni, Unnar Jónsson hjá Teiknistofa Landbúnaðarins teiknaði síðan upp eftir þeirra hugmynd.

Sú hugmynd sem glímt var við var að reyna að létta dráttinn, því að mjög margt fé var í sveitinni þá og í réttina kom margt fé úr nágrannahreppunum. Gamla réttin var ákaflega erfið í umgengni. Dyrnar á dilkunum voru ekki manngengar og sérlega vont að vinna í henni. Fyrir kom að réttin tók þrjá daga. Þess vegna kom sú hugmynd að hafa þennan kjarna, það er hring í miðri réttinni. Kjarninn er til mikils hagræðis við dráttinn, því að fé leitar í hring eftir dyrum sínum, svo að maður þarf miklu minna að ferðast um réttina til að finna kindur. Hvergi hef ég komið í rétt sem betra hefur verið að vinna í.

Einnig var þess gætt að smíða almenninginn þannig að gott væri að opna dilksdyrnar, sem voru úr pípum og krossviði, og sérstaklega að hægt væri með annarri hendinni að opna og loka með góðu móti. Notaðar voru einfaldar smellur, sem sums staðar eru í garðhliðum, ákaflega grannar, fyrirferðarlitlar og ódýrar. Þetta hefur tekist það vel að engin hefur bilað enn á 14 árum. Dilksdyrnar voru látnar opnast inn í almenninginn. Það var reginmunur frá því sem áður var og minni hætta á að missa fé úr réttinni inn í dilkana.

Bali Blönduósi

  • HAH00084
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1901 -

Bali 1901. Siggubær. Sigurðarhús 1920. Hafsteinshús 1933. Viðbygging 1931.
Byggður 1901 af Þorláki Helgasyni. 20.4.1906 fær hann samning um 370 ferfaðma lóð (1312 m2) og ræktunarlóð, sem er þegar byggður bær á. Lóðin er að nokkru afmörkuð með skurðum 36,4 m á norðurhlið, 43,3 m suðurhlið, vesturhlið 25,1 m og austurhlið 46,45 m.

Brekkubær Blönduósi

  • HAH00091
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1920 -

Byggður 1920. Stefán Guðmundsson kaupir 1922 af Evalds Sæmundsen sem stóð 12 metra frá húsi sem hann seldi um sama leyti Kristóferi Kristóferssyni. Og fylgdi því áður. Húsið samanstóð af einu íbúðarherbergi og geymslu.

Hestur (1894) Blönduósi (Guðmundarbær 1901 / Jóhannshús/bær 1908)

  • HAH00731
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1894 -

Bæ þennan byggði Guðmundur Benediktsson 1894. Guðmundur bjó þar í húsinu til 1901 að hann flutti vestur um haf. Hjá honum var um tíma Guðbjörg móðir hans sem lést haustið 1900. Hún er ásamt Birni Erlendssyni, fyrsta manneskjan sem grafin er í kirkjugarðinum.
Eftir brottför Guðmundar eignast Halldór Halldórsson kennari húsið. Hann býr þar til 1908 og var verslunarstjóri fyrir kaupfélagið.
Verslaði hann hann í herbergi er tekið var á leigu í Vertshúsinu. 1908-1909 var Halldór til húsa hjá Þorsteini Bjarnasyni, en söludeildin hafði verið flutt út fyrir á, í skúr er kaupfélagið átti þar.
Halldór byggði sér eigið hús utan ár 1909, þar bæði bjó hann og verslaði til dauðadags.
Halldór seldi Jóhanni Jóhannssyni, Guðmundarbæ 1908.

Hillebrantshús Blönduósi 1877, Blöndubyggð 2

  • HAH00104
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1877 -

Hillebrandtshús 1877. Byggt úr viði úr gömlu verslunarhúsunum á Skagaströnd. Björnsbær 1940. Blönduósbær kaupir húsið 1992.
Yfirsmiður við Hillebrandtshúsið var Sverrir Runólfsson steinsmiður þá hafði hann nýlokið við að hlaða Þingeyrarkirkju, síðar fékk hann útmælda lóð á „Sverrishorni“ (Einarsnesi). Ekki entist honum þó ævin til að reisa sér hús þar. Héðan sigldi hann áleiðis til Borðeyrar með hund sinn, sem hann kallaði Magnús berfætta, en ekkert spurðist til þeirra eftir það. Sagt er, að menn hafi tekið til þess, hvað hundurinn var tregur að fara í bátinn.

Jaðar - Árnabær - Landsendi

  • HAH00732
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1920 -

Jaðar 1920 - Árnabær 1930 - Landsendi 1940
Milli Veðramóta og Fornastaða skv mt 1933. Gæti verið sami bær og Hvassafell

Langiskúr 1891 - íbúðarhús 1911

  • HAH00662
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1891 -

Skúrinn lét Jóhann Möller byggja 1891, til suðurs frá austurenda Möllerspakkhúss (Hillebrantshúss). Þar var upphaflega fiskverkun og saltgeymsla. Skúrinn komst í eigu Jóns Benediktssonar á Húnsstöðum og Guðmundar Guðmundssonar á Torfalæk en síðar Jóns sonar hans. Þeir eignuðust skúrinn þegar Óli Möller fór á hausinn, höfðu gengið í ábyrgð fyrir hann. Íbúðarhús 1910.

Ós á Blönduósi

  • HAH00663
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1920 -

Byggt 1920 af Brynjólfi Vigfússyni. Húsið var upphaflega úr torfi, með hálfþilstafni. 1 hebergi, eldhús og forstofuhús, með áföstum geymslukofa. Fram kemur í skjölum að Friðfinnur hafi átt húsið áður. Því eru líkur á að húsið hafi upphaflega verið útihús, sem Brynjólfur hefur breytt.

Ósland á Blönduósi

  • HAH00664
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1946 -

1946 óskar Eiríkur Guðlaugsson eftir að fá leyfi til að hefja byggingu á lóð milli lóðar Jóns Benónýssonar og Sæmundar klæðskera. Eiríkur byggði annarsstaðar (Ósland) en bjó á meðan í einum hermannbragganum austan við Sæból.

Pétursborg Blönduósi 1878, íbúðarhús 1930

  • HAH00085
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1878 -

Pétursborg Blönduósi. Höepfnerpakkhús 1878. Austurpakkhús. Snorrabúð 1957; Snorrahús; Lárusarhús 1947. Péturshús 1936.

Byggt 1878 af Höepnfersverslun. Var í fyrstu notað bæði sem sölubúð og pakkhús.

Pálmalundur Blönduósi 1919 / Hrafnaflatir Blönduósi 1909

  • HAH00128
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1919 - 1991

Pálmalundur 1919 - Hrafnaflatir 1909 - Steingrímshús 1940.
Byggt 1909 af Hjálmari Lárussyni, sem kallaði bæ sinn Hrafnaflatir. Hjálmar var afar listfengur og góður smiður. Margir af útskurðargripum hans eru á Þjóðminjasafninu.
1919-1929 bjó í Pálmalundi Jón Pálmason [frá Æsustöðum] og eftir hann Steingrímur Davíðsson skólastjóri 1930-1939. Þeir höfðu báðir bóksölu í húsinu. Eftir að Steingrímur flytur út yfir á bjuggu ýmsir í húsinu. Fyrst Sveinberg Jónsson í eitt ár, síðan koma ma. Þorvaldur Þorláksson, Sigfús Valdemarsson ofl.
18.3.1942 kaupir Jónas Vermundsson húsið og býr þar til æviloka 1979. Torfhildur Þorsteinsdóttir, ekkja hans bjó áfram í Pálmalundi. Hún dó 1991. Stóð húsið autt um tíma, en svo var það rifið.

Sólvangur Blönduósi

  • HAH00670
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 20.7.1952 -

20.7.1952 fær Eyþór Guðmundsson 600 m2 lóð undir byggingu. Svínvetningabraut er norðan við lóðina, en á aðrar hliðar er ræktunarlóð Eyþórs. [Ragna Rögnvaldsdóttir ekkja Eyþórs bjó þar áfram þar til hún lést]

Templarahúsið á Blönduósi / Aðalgata 3

  • HAH00672
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1907 - 1918

Templarahús Framtíðarinnar 1907. Hús Jóns A Jónssonar 1910. Reist af IOGT Framtíðinni. Þar sem síðar reis Zophoníasarhús, Aðalgata 3. Rifið 1918

Blanda -Hús

  • HAH00072
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1908 -

Verslanir;
1908- Pétur Sæmundsen
1918-1922 Pétur Pétursson (1850-1922) og Sigurður Helgi Sigurðsson (1873-1948)
1922-1942- Einar Oddur Scheving Thorsteinsson (1898-1974)
1933- Albert Jónsson (1857-1946)
1942-1943- Guðmundur Pálsson Kolka (1917-1957).

Þorsteinshús Aðalgata 11 Blönduósi,

  • HAH00142
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1907 -

Þorsteinshús Blönduósi 1907. Margrétarhús 1940.
Lóðarsamningur dagsettur 31.10.1908 um 125 ferálna lóð. Lóðin er 25 álnir að lengd frá austri til vesturs og 5 álnir [3 metrar] frá norðri til suðurs.
Lóðin afmarkast að vestan af veginum niður í kauptúnið [Aðalgötu], eða skurðinum meðfram honum. Að norðan eru takmörkin, gatan heim að Böðvarshúsi 4 álnir að breidd meðfram girðingu þeirri er Zophonías Hjálmsson hefur gert um sína lóð [Jónasarhús]. að austan girðing um lóð Böðvars og að sunnan hin áður útmælda lóð Þorsteins.

Þórðarhús Blönduósi

  • HAH00143
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1898 -

Helgahús 1898 - Þórðarhús 1915. Lárusarhús 1946. Bíbíarhús.
Byggt 1898 af Helga Gíslasyni, sem bjó í húsinu til 1905. Hann bjó eitt ár úti í Refasveit, en kom aftur á Blönduós og byggði þá annað hús (Kristófershús).

Halldór Sæmundsson (1857-1941) Blaine Washington

  • HAH04884
  • Einstaklingur
  • 12.9.1857 - 10.6.1941

Halldór Sæmundsson 12. sept. 1857 - 10. júní 1941. Fór til Vesturheims 1900 frá Blönduósi, Torfalækjarhr., Hún. Var víða vestra, síðast í Blaine í Washingtonfylki. Niðursetningur Syðri-Löngumýri 1860. Léttadrengur Ásum 1870. Vinnumaður Litla-Búrfelli 1880. Bóndi Kúluseli Svínavatnshreppi 1890. Flutti frá Kanada í apríl 1908 og til Vermont 1924, þá sagður fæddur á Blönduósi, sem er augljóslega rangt

Hannes Guðlaugsson (1955-2002)

  • HAH04885
  • Einstaklingur
  • 6.12.1955 - 23.9.2002

Hannes Einar Guðlaugsson fæddist í Reykjavík 6. desember 1955. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 23. september 2002.

Hannes ólst upp í Reykjavík og lauk landsprófi í Vogaskóla. Hann brautskráðist vélvirki og 2. stigs vélstjóri, nam við Vélskóla Íslands og Iðnskólann í Reykjavík. Hannes var við störf hjá kaupfélaginu á Blönduósi á árunum 1974 til 1987. Hann fluttist aftur til Reykjavíkur 1990. Frá árinu 1987 til ágúst 2002 starfaði hann hjá Vélum og þjónustu í Reykjavík. Frá ágúst 2002 starfaði hann hjá RÁS, bifreiða- og vélaverkstæði í Hafnarfirði.

Hjálmfríð Kristófersdóttir (1901-1981) Mosfelli

  • HAH05000
  • Einstaklingur
  • 26.7.1901 - 26.11.1981

Hjálmfríð Anna Kristófersdóttir 26. júlí 1901 - 26. nóv. 1981. Tökubarn í Hjálmarshúsi [Mosfelli], Blönduóssókn, Hún. 1901. Húsfreyja á Blönduósi 1930. Var á Mosfelli, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi. Nefnd Hjálmfríður í 1901 og 1930.
ATHS; Hér eins og alltaf er farið eftir skráningu í íslendingabók.

Jóhann Jóhannsson (1865-1961) Hlöðufelli

  • HAH04899
  • Einstaklingur
  • 14.9.1865 - 15.1.1961

Jóhann Jóhannsson 14. sept. 1865 - 15. jan. 1961. Var á Fremri-Fitjum, Staðarbakkasókn, Hún. 1870. Bóndi í Bakkakoti í Víðidal, V-Hún. 1897. Var á Hlöðufelli, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Póstþjónn á sama stað.

Jóhannes Jasonarson (1848) Vert

  • HAH04902
  • Einstaklingur
  • 10.10.1848 -

Jóhannes Jasonarson, f 10. okt. 1848. Fósturdrengur í Kistu, Vesturhópshólasókn, Hún. 1860. Vinnumaður í Ósum, Vesturhópshólasókn, Hún. 1870. Greiðasölumaður á Blönduósi, Hjaltabakkasókn, Hún. 1877-1881.

Kristján Kristófersson (1890-1973) Köldukinn

  • HAH04999
  • Einstaklingur
  • 8.4.1890 - 30.3.1973

Kristján Kristófersson 8. apríl 1890 - 30. mars 1973 Bóndi á Köldukinn, Blönduósssókn, A-Hún. 1930. Bóndi í Köldukinn á Ásum, A-Hún.

Margrét Kristjánsdóttir (1887-1964) Þorsteinshúsi

  • HAH04934
  • Einstaklingur
  • 6.10.1887 - 19.5.1964

Margrét Kristjánsdóttir 6. okt. 1887 - 19. maí 1964. Húsfreyja Þorsteinshúsi. Var í Margrétarhúsi [Þorsteinshúsi], Blönduóshr., A-Hún. 1957.

Pétur Guðmundsson (1875-1955) Pétursborg

  • HAH04942
  • Einstaklingur
  • 17.6.1875 - 17.6.1955

Pétur Guðmundsson 17. júní 1875 - 17. júní 1955. Vinnumaður í Holti, Blönduóssókn, Hún. 1901. Bóndi og verkamaður í Pétursborg. Var á Blönduósi 1930.

Pétur Ágústsson (1902-1980) Péturshúsi

  • HAH04944
  • Einstaklingur
  • 25.9.1902 - 22.8.1980

Pétur Sigurður Ágústsson 25. sept. 1902 - 22. ágúst 1980. Bóndi á Kárastöðum, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Verkamaður í Péturshúsi. Síðast bús. í Reykjavík.

Rögnvaldur Sumarliðason (1913-1985) Völlum Blönduósi

  • HAH04946
  • Einstaklingur
  • 20.10.1913 - 9.10.1985

Rögnvaldur Sumarliðason 20. okt. 1913 - 9. okt. 1985. Verkamaður á Blönduósi. Var á Völlum, Blönduóshr., A-Hún. 1946 og 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi. Vegamóturm 1936-1944.

Sigurbjörn Jónsson (1888-1959) Baldursheimi

  • HAH04948
  • Einstaklingur
  • 19.6.1888 - 10.11.1959

Sigurbjörn Jónsson 19. júní 1888 - 10. nóv. 1959. Niðurseta Vindhæli 1890. Smali á Þverá, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1901. Verkamaður á Blönduósi. Verkamaður á Siglunesi, Siglufirði 1930. Verkamaður í Reykjavík 1945. Baldursheimi 1918-1925.

Sigurður Berndsen (1889-1963) fasteignasali Kistu Blönduósi ov

  • HAH04950
  • Einstaklingur
  • 17.12.1889 - 5.3.1963

Sigurður Berndsen 17. des. 1889 - 5. mars 1963. Fasteignasali í Reykjavík. Vikadrengur í Hólanesi, Spákonufellssókn, Hún. 1901. Kaupmaður í Bergstaðastræti 8 a, Reykjavík 1930. Fasteignasali í Reykjavík 1945. Kistu 1916 og 1920, Berndsenhúsi [Zophoníasarhús] 1920-1921.

Sigurður Helgason (1825-1879) snikkari

  • HAH04951
  • Einstaklingur
  • 26.8.1825 - 22.7.1879

Sigurður Helgason snikkari  f. 26. ágúst 1825, d. 22. júlí 1879. Var í Gröf, Þingeyrarsókn, Hún. 1845. Bóndi og smiður á Auðólfsstöðum. Byggði Sigurðarhús á Blönduósi (Ólafshús) en lést uþb sem það var tilbúið.

Skúli Benjamínsson (1875-1963) Skúlahúsi

  • HAH04957
  • Einstaklingur
  • 23.7.1875 - 1.7.1863

Skúli Benjamínsson f. 23. júlí 1875 Skeggstöðum, d. 1. júlí 1963. Járnsmiður á Blönduósi Niðursetningur á Mælifellsá, Mælifellssókn, Skag. 1880. Sennilega sá sem var í Skúlahúsi, Blönduósi, A-Hún. 1957. Vilmundarstöðum (Bjarg) 1911-1922, Reynivöllum, Þuríðarhúsi; Skúlahúsi 1922-1963

Gunnlaugur Guðmundsson (1941-2004) Akureyri

  • HAH04560
  • Einstaklingur
  • 10.5.1941 - 8.6.2004

Gunnlaugur Viðar Guðmundsson 10. maí 1941 - 8. júní 2004. Skrifstofumaður og félagsmálafrömuður á Akureyri.

Snjólaug Baldvinsdóttir (1861-1949) Blönduósi

  • HAH04958
  • Einstaklingur
  • 3.7.1875 - 3.9.1960

Lilja Snjólaug Baldvinsdóttir f. 3. sept. 1875 Hálsi í Svarfaðardal, d. 3. sept. 1960. Tökubarn Hæringsstöðum 1880. Húsfreyja á Blönduósi. Verkakona á Blönduósi 1930.
Kristinshúsi 1920 [Sólheimar]. Ekkja Snjólaugarhúsi 1933-41.

Snorri Kristjánsson (1885-1966) Snorrahúsi Blönduósi

  • HAH04960
  • Einstaklingur
  • 12.6.1885 - 7.2.1966

Snorri Kristjánsson 12. júní 1885 - 7. feb. 1966. Með foreldrum í Hraungerði um 1887-88 og 1893-1900. Einnig með foreldrum á Höskuldsstöðum og Hömrum í Reykjadal, S-Þing. 1889-92. Var svo í vinnumennsku í S-Þing., meðal annars á Laxamýri. Um 1914 fluttu þau vestur í Húnavatnssýslu og bjuggu lengst af á Blönduósi. Hestkeyrslumaður á Blönduósi 1930. Var í Pétursborg (Snorrabær), Blönduóshr., A-Hún. 1957. Tilraun 1947.

Stefán Guðmundsson (1860-1952) Brekkubæ

  • HAH04962
  • Einstaklingur
  • 13.10.1860 - 16.2.1952

Stefán Guðmundsson 13. okt. 1860 - 16. feb. 1952. Verkamaður á Brekku (Brekkubæ) Blönduósi. Hjú Hemmertshúsi 1920.

Una Gísladóttir (1854-1924) í Unuhúsi

  • HAH04972
  • Einstaklingur
  • 30.10.1854 - 7.12.1924

Una Gísladóttir 30. okt. 1854 - 7. des. 1924. Fósturbarn á Bjarnastöðum, Undirfellssókn, Hún. 1855 og 1860. Frá Giljárseli í Þingi. Húsfreyja í Unuhúsi við Garðastræti í Reykjavík 1910. Schjötshúsi Stykkishólmi 1880, Guðmundarhús borgara Blönduósi 1881 - 1883.

Vigdís Björnsdóttir (1896-1979) Bjargi Blönduósi

  • HAH04975
  • Einstaklingur
  • 21.8.1896 - 14.3.1979

Vigdís Björnsdóttir 21. ágúst 1896 - 14. mars 1979. Var í Grímstungu, Undirfellssókn, Hún. 1901. Kennari á Hólabaki, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Bjargi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Kennari og skólastjóri. Síðast bús. í Blönduóshreppi.

Gunnar Sigurðsson (1885-1956) Sauðárkróki

  • HAH04535
  • Einstaklingur
  • 2.2.1885 - 2.2.1956

Gunnar Sigurðsson 2. feb. 1885 - 2. feb. 1956. Trésmiður á Sauðárkróki, síðar kaupmaður í Von í Reykjavík. Var á Fossi á Skaga, Skag. 1901.

Málfríður Friðriksdóttir (1896-1970)

  • HAH02479
  • Einstaklingur
  • 8.2.1896 - 17.10.1970

Málfríður Guðfinna Friðriksdóttir 8. feb. 1896 - 17. okt. 1970. Var í Grænahúsi, Sauðárkrókssókn, Skag. 1901. Húsfreyja á Akureyri og síðar í Reykjavík. Síðast bús. þar.

Páll Finnbogason (1919-2001) Prentmyndasmiður í Reykjavík

  • HAH03522
  • Einstaklingur
  • 12.5.1919-9.6.2001

Páll Ágúst Finnbogason 12. maí 1919 - 9. júní 2001. Hann fæddist á Velli í Hvolhreppi 12. maí 1919, og lést á líknardeild Landspítalans, Landakoti, laugardaginn 9. júní 2001. Prentmyndasmiður í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík.
Ungur flutti Páll ásamt fjölskyldu sinni til Reykjavíkur og bjó þar síðan.
Útför Páls fór fram frá Háteigskirkju föstudaginn 15. júní 2001.

Þorsteinn Jónsson (1904-1958) Fornastöðum

  • HAH02481
  • Einstaklingur
  • 14.8.1904 - 15.7.1958

Þorsteinn Jónsson 14. ágúst 1904 - 15. júlí 1958 Lausamaður á Eyvindarstöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Var á Fornastöðum, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Búfræðingur og bóndi á Gili í Svartárdal og síðar sýsluskrifari og organisti Fornastöðum 1946 og 1956, Blönduósi.

Halldór Þorgrímsson (1933-2001) rafvirki Blönduósi

  • HAH04654
  • Einstaklingur
  • 7.9.1933 - 14.2.2001

Halldór H. Þorgrímsson fæddist í Reykjavík 7. september 1933. Hann lést á heimili sínu 14. febrúar 2001.
Útför Halldórs var gerð frá Fossvogskirkju 22.2.2001 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Guðrún Blöndal (1898-1903) Hnausum

  • HAH04388
  • Einstaklingur
  • 17.6.1898 - 1903

Guðrún Kristjánsdóttir Blöndal 17. júní 1898 - 1903, jarðsett 7.4.1903. Var í Hnausum, Þingeyrasókn, Hún. 1901.

Guðrún Berndsen (1903-1987) Karlsskála

  • HAH04392
  • Einstaklingur
  • 6.11.1903 - 15.4.1987

Guðrún Laufey Helgadóttir Berndsen 6. nóv. 1903 - 15. apríl 1987. Húsfreyja í Skagastrandarkaupstað 1930. Var í Karlsskála, Höfðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Höfðahreppi.

Guðrún Thordarson (1902-2001) Pembina N-Dakota

  • HAH04395
  • Einstaklingur
  • 24.9.1902 -10.7.2001

Guðrún Magndís Thordarson 24.9.1902. Gardar Po. Pembina North Dakota USA. Montrose Cavalier ND 1910. Nefndist síðar Gertrude M Thordarson, dáin 10.7.2001, dánartilkynning byrtist í Grand Forks Herald 12.7.2001 og er hún þá sögð fædd 24.10.1902. Hjúkrunarforstjóri [Director Of Nursing] Mountain ND.
Myndin send til H Líndal.

Guðrún Andrésdóttir (1896-1991) Eskifirði

  • HAH04399
  • Einstaklingur
  • 17.1.1896 - 25.3.1991

Guðrún Margrét Andrésdóttir 17. jan. 1896 - 25. mars 1991. Ráðskona á Eskifirði 1930. Síðast bús. í Reykjavík. vk Flatatungu 1910. Frá Grundargerði í Blönduhlíð, ógift og barnlaus.

Kristófer Kristjánsson (1929-2017) Köldukinn

  • HAH02394
  • Einstaklingur
  • 23.1.1929 - 27.2.2017

Kristófer Björgvin Kristjánsson fæddist 23. janúar 1929 í Köldukinn. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi 27. febrúar 2017.
Útför Kristófers fór fram frá Blönduóskirkju 4. mars 2017, klukkan 14.

Guðrún Ólafsdóttir (1866-1922) Keldulandi.

  • HAH04414
  • Einstaklingur
  • 23.8.1866 - 10.7.1922

Guðrún Ólafsdóttir 23. ágúst 1866 - 10. júlí 1922. Húsfreyja á Keldulandi í Vindhælishreppi, A-Hún. Syðra Mallandi 1870.

Guðrún Sigurðardóttir (1883-1979) Kirkjuskarði ov

  • HAH04416
  • Einstaklingur
  • 4.11.1883 - 9.5.1979

Guðrún Pálína Sigurðardóttir 4. nóv. 1883 - 9. maí 1979. Húsfreyja í Kirkjuskarði, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Gunnfríðarstöðum. Var á Sléttu, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi.

Guðrún Benediktsdóttir Blöndal (1865-1949)

  • HAH04421
  • Einstaklingur
  • 1.3.1865 - 18.5.1949

Guðrún Ragnheiður Benediktsdóttir 1. mars 1865 - 18. maí 1949 Húsfreyja í Bergstaðastræti 71, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík.

Guðrún Guðmundsdóttir Sæmundsen (1926)

  • HAH04427
  • Einstaklingur
  • 1.8.1926 -

Foreldrar hennar; Sigurjóna Guðmundína Jónasdóttir 14. jan. 1903 - 9. sept. 1954. Húsfreyja á Ísafirði 1930. Húsfreyja á Ísafirði. og maður hennar; Guðmundur Kristján Guðmundsson 15. ágúst 1897 - 12. jan. 1961. Skipstjóri á Ísafirði 1930. Skipstjóri á Ísafirði.

Sigríður Vernharðsdóttir (1906-1997)

  • HAH04438
  • Einstaklingur
  • 24.5.1906 - 25.12.1997

Guðrún Sigríður Vernharðsdóttir 24. maí 1906 - 25. des. 1997. Vinnukona á Marargötu 3, Reykjavík 1930. Síðast bús. í Reykjavík 1994. Kjólameistari. Óg. bl.

Guðrún Sigurðardóttir (1868-1941) Reykjavík

  • HAH04445
  • Einstaklingur
  • 6.4.1868 - 9.10.1941

Guðrún Sigurðardóttir 6. apríl 1868 - 9. okt. 1941. Var á Akureyri 39a, Hrafnagilssókn, Eyj. 1870. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Ekkja á Hallveigarstíg 6 a, Reykjavík 1930.

Guðrún Sigurðardóttir (1875-1964) Syðri-Ey

  • HAH04446
  • Einstaklingur
  • 1.6.1875 - 9.11.1964

Guðrún Sigurðardóttir 1. júní 1875 - 9. nóv. 1964. Húsfreyja í Skagastrandarkaupstað 1930. Húsfreyja á Syðri-Ey og síðar á Brimnesi. Var í Ásgarði, Blönduóshr., A-Hún. 1957.

Guðrún Stefánsdóttir (1887-1970) Kistu Vesturhópi

  • HAH04454
  • Einstaklingur
  • 5.1.1887 - 23.5.1970

Guðrún Sigurlaug Stefánsdóttir 5. jan. 1887 - 23. maí 1970. Húsfreyja í Kistu, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Húsfeyja á Sigríðarstöðum í Vesturhópi, V-Hún., síðast bús. í Reykjavík.

Guðrún Pétursdóttir (1956) Blönduósi

  • HAH04462
  • Einstaklingur
  • 14.6.1956 -

Guðrún Soffía Pétursdóttir 14. júní 1956. Var í Húsi Péturs Péturssonar, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Skagaströnd:

Guðrún Jónsdóttir (1878-1960)

  • HAH04466
  • Einstaklingur
  • 6.1.1878 - 9.8.1960

Guðrún Stefanía Jónsdóttir 6. jan. 1878 - 9. ágúst 1960. Var á Laugavegi 44, Reykjavík. 1901. Var í Reykjavík 1910. Saumakona á Laugavegi 37 b, Reykjavík 1930. ógift.

Guðrún Stefánsdóttir (1919-2009) frá Höskuldsstöðum

  • HAH04467
  • Einstaklingur
  • 12.4.1919 - 20.1.2009

Guðrún Skagfjörð Stefánsdóttir 12. apríl 1919 - 20. jan. 2009. Var í Glaumbæ, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Var í Matarbragga, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Ógift.

Guðrún Steingrímsdóttir (1932-2018) Bollastöðum

  • HAH04490
  • Einstaklingur
  • 9.10.1932 - 4.9.2018

Guðrún Þórunn Steingrímsdóttir 9. okt. 1932 - 4. sept. 2018. Húsfreyja á Bollastöðum í Bólstaðarhlíðarhreppi. Var á Bollastöðum í Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957.

Guðrún Steindórsdóttir (1901-1999) Forsæludal

  • HAH04492
  • Einstaklingur
  • 25.7.1901 - 26.2.1999

Guðrún Þuríður Steindórsdóttir 25. júlí 1901 - 26. feb. 1999. Var í Forsæludal, Undirfellssókn, Hún. 1901. Saumakona Langaskúr á Blönduósi 1933. Verkakona. Síðast bús. í Kópavogi.
Útför hennar fór fram frá Fossvogskapellu þann 8. mars 1999..

Albert Johnson (1858-1908) Winnipeg

  • HAH04498-01
  • Einstaklingur
  • 7.5.1858 - 8.4.1908

Albert Jónsson Johnson, Winnipeg - 7. maí 1858 - 8. apríl 1908 úr gaseitrun þegar hann var að bjarga samstarfsmönnum. Fór til Vesturheims 1887 frá Kollafjarðarnesi, Kirkjubólshreppi, Strand.

Gunnar Ellertssonar (1965-2010) Bjarnastöðum

  • HAH04530
  • Einstaklingur
  • 24.1.1965 - 23.12.2010

Gunnar Ellertsson 24. jan. 1965 - 23. des. 2010. Bóndi og hreppsnefndarmaður á Bjarnastöðum í Vatnsdal.
Hann lést umvafinn fjölskyldu sinni á heimili sínu, Bjarnastöðum í Vatnsdal, að kvöldi Þorláksmessu 23. desember 2010.
Gunnar verður jarðsunginn frá Þingeyrakirkju í dag, 8. janúar 2011, og hefst athöfnin kl. 14.

Gunnar Sigtryggsson (1921-1946) frá Brandsstöðum

  • HAH04512
  • Einstaklingur
  • 21.11.1921 - 9.10.1946

Gunnar Emil Sigtryggsson 21. nóv. 1921 - 9. okt. 1946. Var á Brandsstöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Afgreiðslumaður í Reykjavík.

Gunnar Ríkharðsson (1956)

  • HAH04533
  • Einstaklingur
  • 24.12.1956 -

Gunnar Ríkharðsson 24. des. 1956, ráðunautur Þingeyrum.

Gunnar Svanur Hafdal (1954)

  • HAH04536
  • Einstaklingur
  • 9.4.1954 -

Gunnar Svanur Hafdal 9. apríl 1954 Torfærubílakeppandi Skagaströnd, Íslandsmeistari 1987

Gunnlaug Gestsdóttir (1894-1981) Þverárdal

  • HAH04552
  • Einstaklingur
  • 26.11.1894 - 19.11.1981

Gunnlaug Gestsdóttir 26. nóv. 1894 - 19. nóv. 1981. Húsfreyja í Þverárdal, A-Hún. um 1922-26, Kambfelli, Eyj. 1927-30. Húsfreyja í Stóradal, Saurbæjarsókn, Eyj. 1930-36. Nefnd Gunnlaug Gertsdóttir. Húsfreyja á Lækjarbakka við Akureyri 1948-54 og síðan á Akureyri.

Gunnbjörn Berndsen (1952)

  • HAH04545
  • Einstaklingur
  • 23.11.1952

Gunnbjörn Valur Berndsen 23.11.1952 [Gummi]. Var í Ásgarði, Blönduóshr., A-Hún. 1957.

Niðurstöður 8601 to 8700 of 10412