Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Vigdís Björnsdóttir (1896-1979) Bjargi Blönduósi
Parallel form(s) of name
- Vigdís Björnsdóttir Bjargi Blönduósi
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
21.8.1896 - 14.3.1979
History
Vigdís Björnsdóttir 21. ágúst 1896 - 14. mars 1979. Var í Grímstungu, Undirfellssókn, Hún. 1901. Kennari á Hólabaki, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Bjargi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Kennari og skólastjóri. Síðast bús. í Blönduóshreppi.
Places
Skárastaðir; Grímstunga; Hólabak; Bjarg:
Legal status
Kvsk á Blönduósi 1912-1914; Kennarapróf 1917;
Functions, occupations and activities
Kennari Torfalækjarhreppi 1917-1920 og Engihlíðarhreppi 1920-1921; Heimiliskennari 1921-1922; Sveinsstaðarhreppi 1922-1926 og 1928-1954 [og Torfalækjarhreppi frá 1945 og Áshreppi frá 1951]. Féhirðir Kvf Sveinsstaðarhrepps í á annan tug ára.
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Foreldrar hennar; Björn Eysteinsson 1. janúar 1849 - 23. nóvember 1939 Bóndi á Hurðarbaki á Ásum, síðar á ýmsum stöðum; í Svínadal, Vatnsdal og Víðidal og á Réttarhóli frá 1886-1891. Lengst af bóndi í Grímstungu í Vatnsdal. „Alkunnur dugnaðar- og atgervismaður, allra manna úrræðabeztur; hófst úr fátækt til góðra efna, rausnarmaður“ segir í ÍÆ. og seinni kona Björns 20.11.1885; Helga Sigríður Sigurgeirsdóttir 25. maí 1860 - 14. október 1906 Var í Svartárkoti, Lundarbrekkusókn, S-Þing. 1860. Húsfreyja í Grímstungu.
Systkini Vigdísar;
Samfeðra með fyrri konu Guðbjörg Jónasdóttir 17. maí 1853 - 26. mars 1916 Var á Orrastöðum, Þingeyrarsókn, Hún. 1860. Var á Tindum, Svínavatnssókn, Hún. 1870. Vinnukona á Tindum, Svínavatnssókn, Hún. 1880, var þar einnig 1882. Húsfreyja á Hurðarbaki á Ásum. Fór til Vesturheims 1888 frá Tindum, Svínavatnshr., Hún. þau skildu.
1) Jónas Björnsson 23. desember 1873 - 16. október 1957 Lausamaður á Hólabaki, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Hólabaki, síðar lausamaður á Þingeyrum. Kona hans 14.5.1898; Gróa Sigurðardóttir 13. maí 1873 - 22. nóvember 1950 Húsfreyja á Hólabaki.
2) Guðrún Björnsdóttir 10. mars 1875 - 1. apríl 1955 Húsfreyja á Guðlaugsstöðum, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Guðlaugsstöðum í Blöndudal, A-Hún.. Maður hennar 13.5.1897; Páll Hannesson 3. janúar 1869 - 14. febrúar 1960 Bóndi á Snæringsstöðum í Svínadal, síðar á Guðlaugsstöðum í Blöndudal. Var þar 1957.
Alsystkini;
3) Eysteinn Björnsson 24. október 1883 - 1. júní 1884
4) Sigurgeir Björnsson 7. október 1885 - 28. júní 1936 Bóndi á Orrastöðum í Torfalækjarhr., A-Hún. Kona hans 2.9.1916; Torfhildur Þorsteinsdóttir 13. júlí 1897 - 3. janúar 1991 Húsfreyja á Orrastöðum, Blönduósssókn, A-Hún. 1930. Var í Pálmaundi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Húsfreyja á Orrastöðum og á Blönduósi. Síðast bús. í Blönduóshreppi. Seinnimaður Torfhildar 4.5.1939; Jónas Vermundsson 15. júní 1905 - 25. ágúst 1979 Var í Pálmalundi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Veghefilsstjóri hjá Vegagerð ríkisins, síðast bús. í Blönduóshreppi.
5) Þorsteinn Björnsson 11. desember 1886 - 27. maí 1973 Var á Réttarhóli, Undirfellssókn, Hún. 1890. Kaupmaður á Hellu, Oddasókn, Rang. 1927-1935, síðar bóndi í Selsundi á Rangárvöllum. Síðast bús. í Hafnarfirði. M1; Þuríður Þorvaldsdóttir 25. maí 1892 - 9. október 1945 Kennari. Var í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Bessastöðum, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930. Þau skildu. M2; Ólöf Kristjánsdóttir 4. júní 1892 - 9. október 1981 Bústýra á Hellu, Oddasókn, Rang. 1930. Síðast bús. í Kópavogi.
6) Lárus Björnsson 10. desember 1889 - 27. maí 1987. Bóndi í Grímstungu í Vatnsdal, Hún. Bóndi í Grímstungu, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Kona hans 13.5.1915; Péturína Björg Jóhannsdóttir 22. ágúst 1896 - 23. júlí 1985 Húsfreyja í Grímstungu, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Síðast bús. í Áshreppi.
7) Karl Björnsson 16. júní 1892 - 21. apríl 1896
8) Eysteinn Björnsson 17. júlí 1895 - 2. maí 1978 Bóndi í Meðalheimi á Ásum, á Hafursstöðum í Vindhælishr., og síðan á Guðrúnarstöðum í Vatnsdal. Bóndi á Hafurstöðum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var á Guðrúnarstöðum, Áshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Áshreppi. Kona hans 20.9.1915; Guðrún Gestsdóttir 11. desember 1892 - 30. ágúst 1970 Húsfreyja í Meðalheimi og á Hafursstöðum, síðar í Reykjavík. Húsfreyja á Hafursstöðum 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Þau skildu.
Samfeðra með sambýliskonu; Kristbjörg Pétursdóttir 26. júní 1882 - 18. október 1974 Ráðskona í Grímstungu, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var á Ósi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Ráðskona á Orrastöðum. Grænumýri á Blönduósi.
9) Erlendur Björnsson 24. september 1911 - 26. nóvember 1980 Lausamaður á Ytri-Löngumýri, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Sýslumaður N-Múl. og bæjarfógeti á Seyðisfirði. Kona hans 22.12.1939; Katrín Jónsdóttir 20. apríl 1913 - 2. apríl 2003 Var á Seyðisfirði 1930. Lærði píanóleik. Húsfreyja á Seyðisfirði um árabil.
10) Marteinn Björnsson 28. febrúar 1913 - 22. október 1999 Lausamaður á Ytri-Löngumýri, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Verkfræðingur, starfaði í Danmörku um skeið en síðan í Reykjavík. Byggingarfulltrúi á Selfossi 1958-83. Síðast bús. þar. Kona hans var; Arndís Þorbjörnsdóttir 26. mars 1910 - 16. apríl 2004. Kennari í Bíldudal 1930. Húsfreyja, hreppsnefndarmaður og félagsmálafrömuður á Selfossi.
Maður hennar 24.5.1922; Eiríkur Halldórsson 29. febrúar 1892 - 26. ágúst 1971 Bóndi á Hólabaki, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Bjargi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi.
Börn þeirra;
1) Ingibjörg Theodóra Eiríksdóttir 28. maí 1926 - 12. ágúst 1926
2) Björn Eiríksson 24. maí 1927 - 4. jan. 2008. Var á Hólabaki, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Bjargi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Bifvélavirki á Blönduósi. Kona hans; Alda Sigurlaug Theódórsdóttir 17. júlí 1932. Var á Bjargi, Blönduóshr., A-Hún. 1957.
General context
Vigdís er fædd 21. ágúst 1896 að Skárastöðum í Miðfirði. Faðir hennar var Björn Eysteinsson, er lengst af bjó í Grímstungu í Vatnsdal og andaðist þar háaldraður maður. Móðir hennar var Helga Sigurgeirsdóttir frá Stóruvöllum í Bárðardal, fædd í Svartárkoti.
Þegar Vigdís var á þriðja ári fluttu foreldrar hennar að Grímstungu og þar ólst hún upp til fermingaraldurs, en þá, árið 1911, fóru þau að Orrastöðum, svo að Auðunnarstöðum, einn vetur, og síðan aftur að Grímstungu. Þrjá vetur stundaði Vigdís nám við Kvennaskólann á Blönduósi. Tvo vetur sem reglulegur nemandi og svo síðasta veturinn sem undirbúning undir frekara nám, því þá þegar hafði hún ákveðið að stíga stærra spor á námsbraut sinni. Þau ár, sem Vigdís var í kvennaskólanum, var þar skólastýra frú Elín Briem. Veturinn áður en Vigdís kom þangað hafði skólinn haft aðsetur í Möllershúsi vestan Blöndu, vegna þess að gamla skólahúsið brann, en nú var risið nýtt hús frá grunni og var fyrsti skólavetur Vigdísar því fyrsta ár skólans í nýjum húsakynnum. Það segir ef til vill meira en flest annað um hugsunarhátt og hugðarefni Vigdísar, að hún skyldi velja sér Kennaraskólann sem vettvang til áframhaldandi náms. Sá skóli var þá þjóðkunnur fyrir tvennt. Sterkan aga og kröfur til nemenda um ástundun og háttvísi, undir stjórn hins þekkta menntafrömuðar séra Magnúsar Helgasonar frá Birtingaholti — og úrvals kennara, þá dr. Olaf Daníelsson, Sigurð Guðmundsson síðar skólameistara á Akureyri og Jónas Jónsson frá Hriflu. Það hlaut því að vera hverjum ljóst, er þangað lagði leið sína, að til nokkurs þyrfti hann að duga. En ég hygg að allt frá æsku hafi Vigdís ekki gengið þess dulin, að lífið mundi nokkurs af henni krefjast og ekki viljað standa vanbúin að uppfylla þær kröfur. Haustið 1915 sezt hún svo í II. bekk Kennaraskólans „skreið inn" eins og hún orðar það.
Veturinn 1918 hóf Vigdís Björnsdóttir sitt kennslustarf sem heimiliskennari að Björnólfsstöðum í Langadal. Þennan sama vetur réðist hún einnig um tíma farkennari í Torfalækjarhreppi. Fyrsti bær sem hún kenndi þar á var Hjaltabakki.
Þegar ég hætti störfum sem fastur kennari voru liðin 35 ár frá því ég hóf starf mitt.
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the associate of
Vigdís Björnsdóttir (1896-1979) Bjargi Blönduósi
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the parent of
Vigdís Björnsdóttir (1896-1979) Bjargi Blönduósi
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the parent of
Vigdís Björnsdóttir (1896-1979) Bjargi Blönduósi
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Vigdís Björnsdóttir (1896-1979) Bjargi Blönduósi
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Vigdís Björnsdóttir (1896-1979) Bjargi Blönduósi
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Vigdís Björnsdóttir (1896-1979) Bjargi Blönduósi
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Vigdís Björnsdóttir (1896-1979) Bjargi Blönduósi
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Vigdís Björnsdóttir (1896-1979) Bjargi Blönduósi
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Vigdís Björnsdóttir (1896-1979) Bjargi Blönduósi
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Vigdís Björnsdóttir (1896-1979) Bjargi Blönduósi
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the spouse of
Vigdís Björnsdóttir (1896-1979) Bjargi Blönduósi
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ ættfræði
ÆAHún bls 1088
Svo mæltist Vigdísi. – Húnavaka, 1. tölublað (01.05.1965), Bls. 30-37. http://timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=000586910
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
®GPJ ættfræði