Showing 10349 results

Authority record

Fagurhólsmýri í Öræfum

  • HAH00237
  • Corporate body
  • (1950)

Fagurhólsmýri er bær í Öræfum. Þar er flugvöllur og leið út í Ingólfshöfða. Þar hefur verið mönnuð veðurathugunarstöð frá árinu 1903.

Í upphafi hétu Öræfi “Héraðið milli sanda” og vitnar heitið um stærð og auðsæld. Talið erað hún hafi verið með blómlegustu svæðum landsins þegar IngólfurArnarson tók land við Ingólfshöfða um árið 874, skammt frá Skafatafelli. Fyrsti landnámsmaður í héraðinu milli sanda var Þorgerður sem nam land allt frá Kvíá að Jökulfelli við Bæjarstaðaskóg. Öræfi skarta mörgum perlum, m.a. Skaftafelli en þjóðgarðurinn var stofnaður 23. ágúst 1968.

Sérstaða hans er ósnortin náttúra og sérkenni hennar var talin forsenda fyrir stofnun þjóðgarðs.
Í gegnum aldirnar hafa jöklar gengið fram eða hopað og við það hefur gróðurlendi rýrnað og verulega verið sorfið að byggðinni. Hesturinn var eina farartækiðyfir óbrúaðan sandinn en árnar á Skeiðarársandi voru helsti farartálminn allt þar til Skeiðarárbrú var vígð árið 1974 en þar með lauk tímabilieinangrunar.

Í Byggðasögu Austur–Skafftafellssýslu segir að elstu rituðu heimildir um Fagurhólsmýri munu vera sveitarlýsing sr. Gísla Finnbogasonar frá því um 1700 og jarðabók Ísleifs Einarssonar frá 1709. Þar kemur fram að Fagurhólsmýri sé hjáleiga byggð úr Hnappavallaheimalandi. Eins er sagt frá því að sveitin Öræfi liggi í boga undir hæstafjalli landsins; Öræfajökli og að hann skýli sveitinni fyrir norðanátt. Árið 1362 gaus Öræfajökull, sem þá var nefndur Knappafellsjökull,og lagði gosið byggðina í eyði.
(Sjá “Hérað milli sanda og eyðing þess” eftir dr. Sigurð Þórarinsson, Andvari 1957, bls. 35-47). Öræfajökull er megineldstöð með lögun eldkeilu og langstærsta virka eldfjallið hér á landi. Talið er að undanfari gossins hafi verið snarpur jaðrskjálfti, bæir hafi hrunið og manntjón orðið mikið. Jökulhlaup kom æðandi niður snarbrattar hlíðar fjallsins með vikri, stórgrýti, jökum og mikilli eðju sem sópaði bæjum í burtu. Var eldgos þetta með þeim mestu, sem sögur fara af, og má enn sjá stórar vikurdyngjur frá því gosi víða í Öræfum. Engar öruggar heimildir eru fyrir hendi umhversu mikið tjón varð áfólki eða búpeningi af völdum þessa eldgoss nema annálar, sem færðir voru í letur öldum seinna. Þó eru til heimildir er greina frá því að búpeningi var bjargað og eru því líkur á að eitthvað af fólki hafi einnig bjargast.

Fagranes í Langadal

  • HAH00208
  • Corporate body
  • 1937-

Fagranes í Langadal. Nýbýli úr Holtastaðalandi árið 1937. Býlið er landlítið. Lögferja var á Blöndu þar sem heitir Mjósund og var henni sinnt frá Holtastöðum. Íbúðarhús byggt 1936, endurbætt 1970 29 m3. Fjárhús fyrir 110 fjár, litlu austan vegar. Hlaða 140 m3. Veiðiréttur í Blöndu. Tún 15,3 ha.

Færeyjar

  • HAH00264
  • Corporate body
  • um 800

Færeyjar eru klasi 18 eyja í Atlantshafinu á milli Skotlands og Íslands. Þær eru allar í byggð nema tvær, Koltur og Lítla Dímun, en mjög fámennt er á sumum þeirra. Nafnið þýðir fjáreyjar og eru þær kenndar við sauðfé. Þær byggðust á svipuðum tíma og Ísland og með sama hætti, þ.e. norskir víkingar og sæfarar settust þar að, auk fólks frá Skotlandi og Írlandi, sem margt var af norrænum stofni.
Höfuðstaður Færeyja er Þórshöfn á Straumey en í því sveitarfélagi búa alls um 20 þúsund manns. Heildaríbúafjöldi eyjanna er rúmlega 49.000 (árið 2017). Færeyjar tilheyra Danmörku og njóta umtalsverðra fjárstyrkja þaðan en Færeyingar hafa haft sjálfstjórn frá 1948. Æðsti maður færeysku stjórnarinnar er titlaður lögmaður. Þjóðþing Færeyinga er kallað Lögtingið og er með aðsetur í Þórshöfn en þar sitja 33 þingmenn. Færeyingar eiga jafnframt 2 kjörna fulltrúa á Folketinget, þjóðþingi Dana. Sjálfstæðisbarátta Færeyinga hefur verið eitt helsta deilumálið í Færeyjum frá fyrri hluta 20. aldarinnar en þjóðin virðist ávallt skiptast nokkuð jafnt í þá sem vilja sjálfstæði og þá sem vilja áfram tilheyra Danmörku.
Aðalatvinnuvegir Færeyinga eru fiskveiðar og fiskvinnsla. Miklar olíulindir er að finna undir hafsbotni á milli Færeyja og Bretlands og binda Færeyingar vonir við að hægt verði að vinna umtalsvert magn af olíu þar. Margir Færeyingar fóru til Íslands og unnu á vertíð upp úr miðri 20. öld og settust sumir þeirra að á Íslandi og hafa gerst íslenskir borgarar. Einnig hafa allnokkrir Íslendingar sest að í Færeyjum. Þjóðirnar eru náskyldar, svo og tungumálin færeyska og íslenska.

Talið er að einsetumenn og munkar frá Skotlandi eða Írlandi hafi sest að í Færeyjum á 6. öld og líklega flutt þangað með sér sauðfé og geitur. Norrænir menn komu svo til eyjanna um 800 og settust einhverjir þeirra þar að en samkvæmt því sem segir í Færeyinga sögu fullbyggðust eyjarnar seint á 9. öld þegar norskir menn hröktust þangað undan Haraldi hárfagra. Fyrsti landnámsmaður Færeyja var að sögn Grímur kamban. Hann á að hafa búið í Funningi á Eysturoy. Viðurnefnið er keltneskt og bendir til tengsla við Bretlandseyjar.

Eyvindarstaðir í Blöndudal

  • HAH00078
  • Corporate body
  • [1300]

Eyvindarstaðir er landnámsjörð Eyvindar sörkvis og stendur á háum bakka Blöndu andspænis hinu klettótta Gilsárgili, alllanga bæjarleið norðan Bollastaða. Tún er þar gott og samfellt út og suður frá bænum, að mestu ræktun af framframræslu. Landgott er á Eyvindarstaðahálsi og landið ágætlega gróið. Fyrrum fylgdi Eyvindarstaðaheiði jörðinni og greiddu menn Eyvindarstaðabónda lambtolla fyrir afnotin. Íbúðarhús byggt 1950, 570 m3. Fjós fyri 7 gripi. Fjárhús yfir 280 fjár. Hesthús yfir 10 hross. Hlaða 300 m3. Tún 24 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Eyvindarstaðaheiði

  • HAH00018
  • Corporate body
  • (1950)

Í frumriti er til bréf gert "í Blöndudal 3. apríl 1380 (Islandske originaldiplomer. nr. 57). Þar stendur m.a. (stafsetning samræmd): "Gaf fyrrnefndur Bessi Þórði syni sínum heiman jörð á Eyvindarstöðum fyrir níu tigi hundraða með þeim jarðarspott er fylgt hafði áður Bollastöðum, og öllum skógi í Blöndugili með ummerkjum, er Brekkur heita fyrir ofan Þvergeil, og afrétt er heita Guðlaugstungur, og önnur afrétt í milli Kvísla. Eyvindarstaðir eru geysilega hátt metnir, en ekki er annað sjáanlegt en sama gildi um eign á jörðinni og afréttunum.

Eyvindarstaðaheiði er heiðaflæmi og afréttarland sem liggur á milli Blöndu í Austur-Húnavatnssýslu og Vestari-Jökulsár í Skagafjarðarsýslu og nær frá Hofsjökli niður að heimalöndum jarða í Skagafirði og Húnavatnssýslu.
Eyvindarstaðaheiði er austust heiðanna sem ná yfir hásléttuna norður af Langjökli og Kili og liggur Auðkúluheiði vestan hennar en austan hennar er Hofsafrétt. Heiðin tilheyrði jörðinni Eyvindarstöðum í Blöndudal og dregur nafn af henni. Hún er sameiginlegt upprekstrarland þeirra sveita í Húnavatnssýslu og Skagafirði sem að henni liggja.
Landslag á heiðinni vestanverðri er mótað af jöklum og víða hulið þykkum jökulruðningi og setlögum. Þar er heiðin flatlend og sléttlend og víða ágætlega gróin. Þar er hún víðast í 400-500 metra hæð yfir sjávarmáli. Vesturhluti heiðarinnar liggur norður með Blöndudal og Svartárdal í Húnavatnssýslu og endar í hálsinum sem skilur dalina að. Austurhluti heiðarinnar er hálendur að mestu, grýttur og gróðurlítill, en inn í hann skerast nokkrir dalir.
Allmargar ár og lækir renna um heiðina. Austast er Vestari-Jökulsá, sem kemur upp í nokkrum kvíslum við Hofsjökul og rennur í djúpu gili um Goðdaladal niður í Vesturdal. Svartá í Skagafirði kemur upp í Svartárpollum og rennur niður í botn Svartárdals. Svartá í Húnavatnssýslu kemur upp í svonefndum Bugum og heitir ýmsum nöfnum framan af en eftir að hún kemur niður í Svartárdal kallast hún Svartá. Hún fellur í Blöndu þar sem Svartárdalur og Blöndudalur mætast. Á vesturmörkum heiðarinnar er Blanda. Hún kemur upp í mörgum kvíslum og einnig falla í hana margar þverár, svo sem Strangakvísl, Haugakvísl og Galtará.
Hluti Eyvindarstaðaheiðar og Auðkúluheiðar fór undir Blöndulón sumarið 1991. Lónið er 57 ferkílómetrar að stærð og er yfirborð þess í 500 metra hæð yfir sjávarmáli.
Um Eyvindarstaðaheiði lágu löngum fjölfarnar leiðir úr Skagafirði, Svartárdal og Blöndudal, bæði suður Kjalveg og vestur Stórasand.

Frá Goðdalafjalli í Skagafirði að Ingólfsskála norðan Hofsjökuls.
Byrjum á þjóðvegi 752 í 220 metra hæð fyrir norðan Goðdalakistu hjá eyðibýlinu Hálsakoti. Förum jeppaslóð upp Goðdalafjall í 560 metra hæð og suður eftir fjallinu endilöngu. Förum austan Leirtjarnar og vestan við Melrakkadal og Hofsdal. Slóðin liggur um einn kílómetra vestan við fjallaskálann Hraunlæk norðan við Þröngagil. Áfram förum við beint suður heiðina, austan við Fremri-Hraunkúlu að fjallaskálanum Skiptabakka við Vestari-Jökulsá. Síðan förum við suður á bóginn, alltaf nokkru vestan við Jökulsá unz við komum á leið vestan úr Skiptamel. Hún er nokkru norðan við hinn gamla Eyfirðingaveg norðan Hofsjökuls. Við beygjum þvert til austurs og förum slóðina að fjallaskálanum Ingólfsskála, sem er í 830 metra hæð á Eyfirðingavegi.

Eyþór Guðmundsson (1896-1956) Lágafell

  • HAH03399
  • Person
  • 19.3.1896 - 3.6.1956

Eyþór Jósep Guðmundsson 19. mars 1896 - 3. júní 1956 Vinnumaður á Auðkúlu, Svínavatnssókn, Hún. 1920. Bóndi. Nefndur Jósef Eyþór í Æ.A-Hún. Bræðslubúð / Kristjanía á Blönduósi [síðar Lágafell]

Eyþór Felixson (1830-1890)

  • HAH03396
  • Person
  • 26.5.1830 - 26.10.1900

Eyþór Felixson 26. maí 1830 - 26. október 1900 Vesturlandspóstur og bóndi í Búðarnesi, Helgafellssókn, Snæf. 1860. Síðar kaupmaður í Reykjavík.

Eyþór Eyþórsson (1955) Sólvangi

  • HAH03400
  • Person
  • 26.12.1955 -

Eyþór Stanley Eyþórsson 26. desember 1955 Var á Vangi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Vaktmaður Akranesi.

Eyþór Árni Benediktsson (1868-1959) Hamri á Bakásum

  • HAH03393
  • Person
  • 23.6.1868 - 31.5.1959

Eyþór Árni Benediktsson 23. júní 1868 - 31. maí 1959 Var í Vatnahverfi, Höskuldsstaðarsókn, Hún. 1870. Fór um 1877 til ömmu sinnar Bjargar Jónsdóttur, var tökubarn hjá henni á Bjarnastöðum, Undirfellssókn, Hún. við manntal 1880. Lausamaður á Bráðræði, Spákonufellssókn, Hún. 1890. Bóndi á Þingeyrum í Þingeyrasókn, A-Hún. um fá ár og síðan nálægt 30 ár á Hamri á bak Ásum, A-Hún. fram til um 1928. Ráðsmaður á Svalbarði á Svalbarðsströnd um 1928-30, síðan í Reykjavík. Fyrrverandi bóndi á Marargötu 3, Reykjavík 1930. Fósturbarn: Guðmunda Ágústsdóttir, f. 12.4.1908, d. 23.7.1999.

Eysteinn Jóhannsson (1953) Beinakeldu

  • HAH03391
  • Person
  • 1.11.1953 -

Eysteinn Jóhannsson 1. nóvember 1953 Var á Beinakeldu í Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Bifvélavirki Blönduósi;

Eysteinn Jóhannesson (1883-1969) Hrísum í Víðidal

  • HAH03390
  • Person
  • 31.7.1883 - 17.10.1969

Eysteinn Jóhannesson 31. júlí 1883 - 17. október 1969 Bóndi á Hrísum, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Bóndi á Hrísum í Víðidal og á Stórhóli í Þorkelshólshr., V-Hún. Var í Kaldrana, Hvammstangahr., V-Hún. 1957. Síðast bús. á Hvammstanga.

Eysteinn Erlendsson (1889-1969) Beinakeldu

  • HAH03389
  • Person
  • 28.8.1889 - 27.10.1969

Eysteinn Erlendsson 28. ágúst 1889 - 27. október 1969 Bóndi á Beinakeldu, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Beinakeldu í Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Bóndi þar. Síðast bús. í Torfalækjarhreppi.

Eysteinn Björnsson (1895-1978) Guðrúnarstöðum í Vatnsdal

  • HAH03388
  • Person
  • 17.7.1895 - 2.5.1978

Eysteinn Björnsson 17. júlí 1895 - 2. maí 1978 Bóndi í Meðalheimi á Ásum, á Hafursstöðum í Vindhælishr., og síðan á Guðrúnarstöðum í Vatnsdal. Bóndi á Hafurstöðum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var á Guðrúnarstöðum, Áshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Áshreppi.

Eyrarbakki

  • HAH00868
  • Corporate body
  • 985-

Eyrarbakki er lítið sjávarþorp á suðurströnd Íslands. Það tilheyrir sveitarfélaginu Árborg og íbúafjöldi var þar 540 manns árið 2019.

Á Eyrarbakka var mikil verslun og sóttu bændur á Suðurlandi til Eyrarbakka á meðan á einokun danska kóngsins stóð. Eyrarbakki varð einn stærsti bær á Íslandi og var á þeim tíma mun stærri en t.d. Reykjavík og leit lengi út fyrir að Eyrarbakki yrði höfuðborgin. Á Eyrarbakka hefur verið mönnuð veðurathugunarstöð síðan 1923. (Veður var þó athugað og skráð mun lengur á Eyrarbakka eða frá árinu 1880, en þá var P. Nielsen faktor með veðurathuganir fyrir dönsku veðurstofuna).

  1. janúar 1990 gekk mikill sjór inn á suðurströndina í kjölfar ofsaveðurs sem þá gekk yfir landið og urðu þorpin Eyrarbakki og Stokkseyri verst úti í þessum hamförum veðurofsans þegar ein dýpsta lægð sem mælst hefur á síðustu áratugum rann upp að suðurströndinni. Þjórsárhraunið mikla myndar ströndina við Eyrarbakka og skerin þar úti fyrir og nær mörg hundruð metra út.

Í byrjun síðustu aldar hófst tímabil útgerðar og fiskvinnslu á Eyrarbakka og störfuðu þar þrjú fiskvinnslufyrirtæki fram undir síðustu aldamót. Hafnleysi stóð útgerð þó alltaf fyrir þrifum og með tilkomu brúar yfir Ölfusárósa lagðist útgerð smám saman af. Eyrarbakki er nú vaxandi ferðamannastaður og gömlu húsin gjarnan nýtt sem sumarbústaðir.

Árið 985 sigldi Bjarni Herjólfsson, frá Eyrum, sem nú heita Eyrarbakki, áleiðis til Grænlands en villtist í þoku og norrænu þar til hann sá land sem við nú köllum Norður-Ameríku. Hann tók ekki land en snéri til Grænlands og seldi Leifi Eiríkssyni skip sitt.

Elsta hús í bænum er Húsið frá 1765, sem er elsta varðveitta timburhús á Íslandi. Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri var stofnaður 1852 og mun vera sá elsti í landinu. Kirkjan á Eyrarbakka var reist 1890

Altaristöflu kirkjunnar málaði Louisa Danadrottning, eiginkona Kristjáns 9, konungs. Louisa var langalangamma Margrétar 2. Danadrottningar.

Eyrabakkakirkja

  • HAH00866
  • Corporate body
  • 12.1890 -

Eyrarbakkakirkja var vígð í desember 1890, en fram að því áttu Eyrbekkingar kirkjusókn í nágrannaþorpið Stokkseyri. Íbúar á Eyrarbakka voru 702 árið 1890 og var fólksfjölgunin ástæðan fyrir því að Stokkseyrarsókn var skipt í tvennt og ný kirkja reist á Eyrarbakka. Hún tekur 230 til 240 manns í sæti.

Kirkjan er teiknuð af Jóhanni Fr. Jónssyni, en hann var helsti trésmiður á Eyrarbakka á áratugnum 1880–90, en lést á meðan á byggingu kirkjunnar stóð.

Sögufrægasti gripur kirkjunnar er altaristaflan. Er það mynd af Jesú á tali við Samversku konuna við Jakobsbrunninn (Jóh. 4, 13-14) og stendur undir töflunni: „Hver sem drekkur af því vatni, sem ég mun gefa honum, hann mun aldrei að eilífu þyrsta.“ Tilurð hennar á sér sérstaka sögu. Séra Jón Björnsson sigldi m.a. í erindum kirkjubyggingarinnar til Kaupmannahafnar til þess að útvega kirkjuviðinn. Gekk hann þá einnig á fund konungs og drottningar. Hlaut hann þar svo góðar viðtökur, að Louise, drottning Kristjáns konungs IX., gaf kirkjunni altaristöflu, sem hún hafði sjálf málað og er nafn drottningar á töflunni og ártalið 1891. Drottning var listfeng í besta lagi og er kunnugt um altaristöflur eftir hana í þremur kirkjum í Danmörku; í kirkjunum í Gentofte, Klitmøller og Lundø.

Af öðrum merkum kirkjugripum má nefna kertastjaka úr Kaldaðarneskirkju, en kirkja þar var lögð niður árið 1902. Á þeim er ártalið 1780 og stafirnir E.S.S. Stjakarnir eru greinilega íslensk smíð og að öllu handunnir. Einnig er úr Kaldaðarneskirkju ljósakróna í kór kirkjunnar. Árið 1918 var sett upp stundaklukka í turn kirkjunnar sem slær á heilum og hálfum tíma. Hún var gjöf frá danska kaupmanninum Jakob A. Lefolii til minningar um margra áratuga verslun Lefolii-fjölskyldunnar á Eyrarbakka.

Skírnarfonturinn er gjöf safnaðarins á 60 ára afmæli kirkjunnar árið 1950. Hann gerði listamaðurinn Ríkharður Jónsson. Skírnarskálin sem Leifur Kaldal gullsmiður gerði var gefin kirkjunni til minningar um Þórdísi Símonardóttur ljósmóður á 100 ára fæðingarafmæli hennar.

Viðamiklar endurbætur og lagfæringar á Eyrarbakkakirkju hófust árið 1977 og var þeim lokið í árslok 1979. Nýtt íslenskt 11 radda pípuorgel eftir Björgvin Tómasson var tekið í notkun í kirkjunni á jólum 1995.

Eylendi í Þingi

  • HAH00632
  • Corporate body
  • (1930)

Hnausaengjar þar hafði löngum verið mikil og góð grasspretta. 1922 var gerð þar áveita.
Engjarnar voru blautar fyrir, en grasið afar þétt og hátt, en eftir að áveitan kom þá var grasið miklu gisnara og lægra. Gamall maður sem var kunnugur Hnausaengjum, Jón Hjaltalín, sagði okkur að áveita passaði ekki fyrir þessar engjar, sökum mikils raka fyrir og flatlendis.

Seinna voru svo grafnir margir skurðir í engjarnar, til þess að þurrka þær upp, og hefði sennilega þeim kostnaði sem í þetta fór verið betur varið í túnrækt. Nú er svo komið að þessar fallegu engjar, sem heita Eylendi, og voru taldar með þeim bestu og stærstu á landinu, eru ekki slegnar lengur að heitið geti, en skurðirnir ógna skepnum sem á þeim ganga vor og haust.

Viðtal við Kristínu Pálmadóttur og Sveinbjörn Jakobsson á Hnausum

Eyjólfur Sigurður Guðjón Bjarnason (1868-1904)

  • HAH03386
  • Person
  • 28.8.1868 - 9.5.1904

Eyjólfur Sigurður Guðjón Bjarnason 28. ágúst 1868 - 9. maí 1904 Var í Kirkjubóli 2, Holtssókn, V-Ís. 1870. Var á Kirkjubóli, Holtssókn, V-Ís. 1880. Var á Kroppstöðum, Holtssókn, Ís. 1890. Ógiftur Þórustöðum í Önundarfirði 1901.

Eyjólfur Magnússon ljóstollur (1841-1911)

  • HAH03385
  • Person
  • 6.6.1841 - 31.8.1911

Eyjólfur Magnússon 6. júní 1841 - 31. ágúst 1911 Tökubarn á Kaldárbakka, Kolbeinsstaðarsókn, Hnapp. 1845. Við barnakennslu í Krossnesi, Setbergssókn, Snæf. 1890. Fékkst við barnakennslu í Borgarfirði. Var kallaður „ljóstollur“. Ókvæntur og barnlaus.
Fæddur á Hraunhöfn í Staðarsveit, Snæf. Foreldrar Magnús Gíslason sýslumaður og k.h. Steinunn Gísladóttir. Lærði bókband en stundaði eitthvað barnakennslu á Snæfellsnesi. Drykkfelldur mjög og auðnulítill af þeim sökum en hraðkvæður hagyrðingur. Fékk viðurnefnið af því að innheimta reikninga fyrir dómkirkjuna í Reykjavík, m.a. ljóstolla.

Eyjólfur Konráð Jónsson (1928-1997)

  • HAH01217
  • Person
  • 13.6.1928 - 6.3.1997

Eyjólfur Konráð Jónsson var alþingismaður Norðurlandskjördæmis vestra 1974­ 1979 og 1983­1987, landskjörinn fyrir Norðurlandskjördæmi vestra 1979 til 1983 og þingmaður Reykvíkinga 1987-1995 (Sjálfstfl.). Landskjörinn varaþingmaður (Norðurl.v.) jan.­ febr., apríl og des. 1968, apríl­ maí 1969 og nóv.­des. 1970, vþm. Norðurl.v. marz­apríl og okt. 1968, okt.­nóv. og des. 1969, jan. 1970, okt. og des. 1971, maí og okt.­nóv. 1972, febr. og okt. 1973, jan.­febr. og marz­apríl 1974. 2. varaforseti Ed. 1979.

Fæddur í Stykkishólmi 13. júní 1928. Foreldrar Jón Ólafur Guðsteinn Eyjólfsson, fæddur 27. júlí 1891, d. 15. janúar 1968, kaupmaður þar og kona hans Sesselja Konráðsdóttir, fædd 31. janúar 1896, d. 22. apríl 1987, skólastjóri, dótturdóttir Hjálms Péturssonar alþingismanns.

Eyjólfur kvæntist 9. nóvember 1956 Guðbjörgu Benediktsdóttur, f. 17. marz 1929, húsmóður. Foreldrar hennar voru Benedikt Ögmundsson og kona hans Guðrún Eiríksdóttir.

Börn: Benedikt (1957) kvæntur Margréti Betu Gunnarsdóttur; Sesselja Auður (1958) gift Guðmundi Ágústi Péturssyni; Jón Einar (1965) kvæntur Herbjörgu Öldu Sigurðardóttur.

Eyjólfur Konráð lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands 1949 og lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1955. Hdl. varð hann 1956 og hrl. 1962. Hann var framkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins frá 1955 til 1960 og ritstjóri Morgunblaðsins frá 1960 til 1974. Rak málflutningsskrifstofu frá því í september 1956. Í sendinefnd Íslands á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 1976 til 1982. Kosinn í Evrópustefnunefnd 1988 og formaður hennar frá 1989. Í þingmannanefnd EFTA/EES 1991-1995.
Eyjólfur Konráð Jónsson lézt í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 6. marz síðastliðinn og verður útför hans gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, föstudaginn 14. marz 1997, klukkan 13:30.

Eyjólfur Guðmundsson (1829-1913) Geitafelli

  • HAH03381
  • Person
  • 11.10.1829 - 19.10.1913

Eyjólfur Guðmundsson 11. október 1829 - 19. október 1913 Var á Illugastöðum, Tjarnarsókn, Hún. 1835 og 1845. Bóndi á Eyjarbakka, Tjarnarsókn, Hún. 1860 og 1870. Húsbóndi, bóndi á Geitafelli, Tjarnarsókn, Hún. 1880. Varð þjóðkunnur fyrir æðarvarp og oft nefndur „Varp-Eyjólfur“. Fór til Vesturheims 1883 frá Geitafelli, Kirkjuhvammshreppi, Hún. Bús. í Spanish Fork, Utah, Bandaríkjunum.

Eyjólfur Bjarnason (1837-1916) Múla í Gilsfirði A-Barð

  • HAH03380
  • Person
  • 7.6.1837 -22.5.1916

Eyjólfur Bjarnason 7. júní 1837 - 22. maí 1916 Var í Garpsdal, Garpsdalssókn, Barð.1845. Bóndi á Múla í Gilsfirði, Geiradalshr. A-Barð. 1863-1894 u.þ.b. en fluttist síðar að Kleifum til sonar síns.

Eyjólfsstaðir í Vatnsdal

  • HAH00039
  • Corporate body
  • (950)

Fornt býli og klausturjörð fyrrum. Túnið er ræktað á sléttri grun við rætur Vatnsdalsfjalls og hallar því lítið eitt mót vestri. Bærinn steindur því sem næst í miðju túni í mjög fögru umhverfi. Votlendi talsvert neðan túns og norður um merki. Síðan taka við breiðir, þurrir og sléttir bakkar Vatnsdalsár, mikið og gott heyskaparland. Lögferja var hér áður á Vatnsdalsá til skamms tíma. Hér ólst upp Sigurður Nordal prófessor. Íbúðarhús byggt 1914, 512 m3. Fjós fyrir 20 gripi. Fjárhús yfir 400 fjár. Hesthús yfir 24 hross. Hlöður 820 m3. Votheysgeymsla 40 m3. Mjólkurhús, fóðurbætisgeymsla, smiðja og verkfærageymsla. Tún 45,4 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Eyjarkot Vindhælishreppi

  • HAH00227
  • Corporate body
  • (1950)

Eyjarkot stendur á leiti rétt ofan þjóðvegar norðan Syðri-Eyjarlæks. Klettabásar neðar og sunnan bæjar. Íbúðarhús 1932 562 m3. Fjós yfir 10 kýr, fjárhús yfir 210 fjár. Hlöður 540 m3. Votheysgeymslur 95 m3, vélageymsla 160 m3. Tún 11,4 ha. Æðarvarp og hrognkelsaveiði.

Eyjarey Vindhælishreppi

  • HAH00226
  • Corporate body
  • (1950)

Eyjarey sem er varphólmi liggur mitt á milli Skagastrandar og Blönduóss út frá Ytri Ey, þar sem selirnir liggja makindalega ásamt kópum sínum. Lundinn er þar einnig í stórum stíl og í hömrunum eru híbýli fugla; máva, fýls, ritu og æðarfugls. Eyjarnes er litlu sunnar.
Eyjarey var eign Hafstaða. Æðavarp þar er friðlýst frá 1.1.2008.

Iðjuver; Gerir svæðisskipulagsáætlunin ráð fyrir um 50 ha iðnaðarsvæði við Eyjarey, sem er miðja vegu milli Skagastrandar og Blönduóss og í 40 km fjarlægð frá Sauðárkróki. Möguleikar eru taldir á uppbyggingu hafnar þar og er styrkur svæðisins m.a. talinn felast í greiðum samgöngum, góðu náttúrufari, nálægð við verslunar- og þjónustukjarna og er landrými mikið. Jafnframt er vakin athygli á nálægð þessa staðar við Blönduvirkjun.

Eyjafjörður

  • HAH00887
  • Corporate body
  • 874 -

Fjörðurinn er langur og mjór, 60 km frá mynni að botni. Mesta breidd hans er 25 km á milli Sigluness og Gjögurtáar í mynni fjarðarins en yfirleitt er fjörðurinn á bilinu 6-10 km breiður. Tveir minni firðir ganga út úr Eyjafirði vestan megin, Ólafsfjörður og Héðinsfjörður.

Fjörðurinn er umkringdur fjöllum á báða vegu, þó nokkuð hærri að vestanverðu í fjallgarði Tröllaskaga. Það er nánast ekkert undirlendi meðfram ströndum í utanverðum firðinum en þegar sunnar dregur breikkar láglendið, þó meira að vestanverðu.

Nokkrir dalir ganga inn frá Eyjafirði. Að vestan eru Svarfaðardalur, Þorvaldsdalur og Hörgárdalur þeirra mestir en að austan Dalsmynni. Stærsti dalurinn sem gengur út frá Eyjafirði er þó sá sem gengur beint inn af firðinum og ber hann einnig nafnið Eyjafjörður (sem á ekki að rugla saman við Eyjafjarðardal). Sá dalur er bæði langur og breiður og hýsir eina þéttbýlustu og grösugustu sveit landsins.

Nokkrar ár renna í Eyjafjörð, þeirra stærstar eru Eyjafjarðará, Fnjóská og Hörgá en einnig Svarfaðardalsá.

Eyjafjallajökull

  • HAH00850
  • Corporate body
  • 874-

Eyjafjallajökull er sjötti stærsti jökull Íslands. Undir jöklinum er eldkeila sem hefur gosið fjórum sinnum síðan land byggðist, fyrst árið 920, þá 1612, 1821 og 2010. Öll þessi gos hafa verið frekar lítil. Þegar gaus árið 1821 stóð gosið til ársins 1823. Gos hófst svo á Fimmvörðuhálsi þann 20. mars 2010 austan við Eyjafjallajökul. Þann 14. apríl 2010 hófst gos undir jökulhettunni.

Eyjafjallajökull er einn af hæstu tindum Íslands, fjallið er 1.651 m hátt og jökullinn 1.666 m hár.[1] Úr jöklinum renna 2 skriðjöklar sem heita Steinsholtsjökull og Gígjökull en þeir skríða báðir til norðurs í átt að Þórsmörk. Hafa þeir á síðustu árum hörfað mikið og er Gígjökull nánast að hverfa.

Eyjafjallajökull og Mýrdalsjökull eru næst hvor öðrum á Fimmvörðuhálsi. Þar reka Ferðafélag Íslands og Útivist 2 gistiskála sem heita Baldvinsskáli og Fimmvörðuskáli. Eyjafjallajökull er mjög varasamur til ferðalaga vegna jökulsprungna en jökullinn er mjög brattur og sprunginn.

Lítið eldgos varð 2010 á Fimmvörðuhálsi, austan Eyjafjallajökuls, og stóð frá 21. mars til 13. apríl það ár. Fyrstu merki um gosið sáust kl. 23:58 20. mars og voru talin vera í Eyjafjallajökli.[2] Síðar kom í ljós að gossprungan var á Fimmvörðuhálsi.

Eygló Thorarensen (1935-1994) Reykjavík

  • HAH05120
  • Person
  • 11.6.1935 - 5.12.1994

Eygló Margrét Thorarensen 11. júní 1935 - 5. des. 1994. Var í Reykjavík 1945. Húsfreyja. Síðast bús. í Kópavogi. Kvsk á Blönduósi 1955.

Ewald Jakob Hemmert (1866-1943) Hemmertshúsi Blönduósi

  • HAH03374
  • Person
  • 25.11.1866 - 15.7.1943

Ewald Jakob Hemmert 25. nóvember 1866 - 15. júlí 1943 Verslunarstjóri á Skagaströnd, Spákonufellssókn, Hún. 1901. Kaupmaður á Blönduósi. Kaupmaður á Blönduósi 1930. Flutti þaðan 1939.

Even Neuhaus (1863-1946) Amagertorv 19, Köbenhavn

  • HAH09269
  • Corporate body
  • 6.2.1863 - 20.4.1946

ljósmyndari frá 29.4.1888-ca. 1902: Amagertorv 19 og ca. 1902-1938: Amagertorv 25.
þegar hann hætti störfum 1938, fluttist hann í Ljósmyndarahúsið í Rysgade

Evald Eilert Pétursson Sæmundsen (1878-1926) Sæmundsenhúsi Blönduósi

  • HAH03372
  • Person
  • 20.8.1878 - 19.9.1926

Evald Eilert Pétursson Sæmundsen 20. ágúst 1878 - 19. september 1926 Var í Stóru Strandgötu, Akureyrarsókn, Eyj. 1880. Var á Blönduósi, Hjaltabakkasókn, Hún. 1890. Verslunarstjóri á Blönduósi. Nefndur Edvald Sæmundsen í Almanaki 1928. Í manntali 1910 er hann sagður f 20.4.1878 sem stemmir við mt 1880, 1890 og 1901

Eva Þórsdóttir (1923-2011) frá Bakka í Svarfaðardal

  • HAH01216
  • Person
  • 10.6.1923 - 28.11.2011

Eva Þórsdóttir var fædd á Bakka í Svarfaðardal 10. júní 1923. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 28. nóvember 2011.
Eva ólst upp á Bakka, stundaði hefðbundið skólanám og var á Húsmæðraskólanum á Blönduósi.
Eva og Daníel bjuggu öll sín búskaparár í Reykjavík og nánast allan tímann í Laugarneshverfinu. Eva var fyrst og fremst húsmóðir en starfaði á ýmsum stöðum við umönnunarstörf, eldhússtörf og þrif. Eva var áhugasöm um listir og handverk og sótti fjölda námskeiða í ýmsum listgreinum. Hún sinnti einnig félagsmálum aðallega fyrir Styrktarfélag vangefinna og var einnig um tíma í kvenfélagi Laugarneskirkju.

Útför Evu fór fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 13. desember 2011, og hófst kl. 13.

Eva Þórarinsdóttir (1912-2007)

  • HAH02204
  • Person
  • 18.2.1912 - 19.7.2007

Eva Liljan Þórarinsdóttir frá Varmadal í Vestmannaeyjum fæddist á Sunnuhvoli á Blönduósi 18. febrúar 1912. Eva ólst upp í Katadal á Vatnsnesi og á Hvammstanga fram undir tvítugt en eftir það var hún í vinnumennsku á Akureyri og einnig á Hæli í Hreppum. Um miðjan fjórða áratug síðustu aldar kynntist hún verðandi eiginmanni sínum í Hrísey í Eyjafirði en þar voru þau bæði við störf. Hún við beitningar og hann sem sjómaður.
Eva og Elías hófu búskap í Langa Hvammi við Kirkjuveg árið 1935 og gengu í hjónaband árið 1942 en lengst af bjuggu þau í Varmadal við Skólaveg og voru jafnan kennd við hann. Hún var heimavinnandi húsmóðir nánast alla tíð, enda barnmargt heimili til að sjá um og húsbóndinn oft sumarlangt að heiman. Eftir að Elías lést þá bjó hún áfram í Varmadal en síðustu 12 árin bjó hún á dvalarheimili aldraðra í Vestmannaeyjum, Hraunbúðum, og líkaði dvölin þar vel. Hún lést á heimili sínu, dvalarheimilinu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 19. júlí 2007.
Útför Evu verður frá Landakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Jarðsett verður í Landakirkjugarði.

Eva Kristinsdóttir (1931-2006) sjúkraliði

  • HAH03371
  • Person
  • 19.5.1931 - 6.11.2006

Eva Kristinsdóttir 19. maí 1931 - 6. nóvember 2006 Sjúkraliði, síðast bús. á Seltjarnarnesi.
Útför Evu verður gerð frá Kristskirkju í Landakoti í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Eva Karlsdóttir (1913-2004) Brekku í Þingi

  • HAH01215
  • Person
  • 31.10.1913 - 8.2.2004

Eva Karlsdóttir fæddist á Efri-Þverá í Vestur-Húnavatnssýslu 31. október 1913. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 8. febrúar 2004.
Eva réð sig í kaupavinnu og vistir í upphafi starfsævi sinnar, einnig vann hún á vefstofu í Reykjavík. Þau hjónin hófu búskap stuttu eftir að þau giftu sig á hluta jarðarinnar Brekku en stofnuðu nýbýlið Syðri-Brekku um 1960. Ævistarf hennar var í sveit þar sem hún var húsmóðir og vann jöfnum höndum að heimilishaldi og bústörfum. Eva tók virkan þátt í starfi Kvenfélags Sveinsstaðahrepps um áratuga skeið.
Útför Evu var gerð frá Þingeyrakirkju í dag 20. febrúar 2004 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Eufemía Ólafsdóttir (1909-1981) Akureyri

  • HAH03368
  • Person
  • 1.10.1909 - 5.7.1981

Eufemía Ólafsdóttir f. 1. október 1909 - 5. júlí 1981 Var á Akureyri 1930. Frænka Önnu Lýðsdóttur. Síðast bús. á Akureyri.

Esther Matthildur Kristinsdóttir (1932-2017)

  • HAH03366
  • Person
  • 22.2.1932 - 30.9.2017

Esther Matthildur Kristinsdóttir 22. febrúar 1932 - 30. september 2017 Var í Reykjavík 1945. Húsfreyja og íþróttakennari á Laugarvatni. Síðar bús. í Reykjavík.

Eskifjörður

  • HAH00222
  • Corporate body
  • (1950)

Eskifjörður er bær á norðurströnd samnefnds fjarðar sem liggur út frá Reyðarfirði norðanverðum. Íbúar Eskifjarðar voru 1026 þann 1. janúar 2015 og hefur íbúatalan haldist nokkuð stöðug síðustu árin.

Eskifjörður var verslunarstaður fyrr á öldum og var einn hinna sex staða á Íslandi, sem fengu kaupstaðarréttindi árið 1786 við afnám einokunarverslunarinnar, en missti þau aftur síðar.

Árið 1798 reisti danska verslunarfyrirtækið Örum og Wulff verslunarhús í Útkaupstað, sem svo er kallaður, og hóf þar verslun. Það var þó ekki fyrr en Norðmenn hófu síldveiðar við Ísland á síðari hluta 19. aldar sem íbúum tók að fjölga verulega og árið 1902 voru íbúarnir orðnir 228.

Aðalatvinnuvegur íbúa Eskifjarðar er sjávarútvegur og fiskvinnsla en verslun og þjónusta eru einnig mikilvægar atvinnugreinar. Á Eskifirði er Sjóminjasafn Austurlands í gömlu húsi sem Örum og Wulff byggðu um 1816 og þar má sjá minjar um sjósókn á Austfjörðum og byggðasögu og atvinnulíf á Eskifirði. Aðsetur sýslumannsembættis Suður-Múlasýslu var flutt til Eskifjarðar 1853 og þar er miðstöð löggæslu á Austurlandi.

Byggðin var gerð að sérstökum hreppi, Eskifjarðarhreppi, árið 1907 en hafði fram að því tilheyrt Reyðarfjarðarhreppi. Hreppurinn fékk kaupstaðarréttindi á ný 22. apríl 1974. Hinn 1. janúar 1988 sameinaðist Helgustaðahreppur Eskifirði. Hinn 7. júní 1998 sameinaðist Eskifjarðarkaupstaður Reyðarfjarðarhreppi á ný og Neskaupstað að auki undir nafninu Fjarðabyggð.
Á Eskifirði er Steinasafn Sigurborgar og Sörens.

Esja

Ernst Georg Berndsen (1900-1983) Karlsskála Skagaströnd

  • HAH03361
  • Person
  • 2.6.1900 - 21.8.1983

Ernst Georg Berndsen 2. júní 1900 - 21. ágúst 1983 Skipstjóri á m/b í Skagastrandarkaupstað 1930. Var í Karlsskála, Höfðahr., A-Hún. 1957. Hafnarvörður í Karlsskála, Höfðahreppi.

Erna Thompson (1917-1999) West Orange í New Jersey

  • HAH01214
  • Person
  • 8.9.1917 - 27.1.1999

Jóna Erna Sveinbjörnsdóttir Thompson var fædd í Sæmundarhlíð á Holtsgötu 10 í Reykjavík, 8. september 1917. Faðir hennar var lengi fylgdarmaður danskra landmælingamanna. Móðir hennar rak saumastofu á heimilinu og saumaði aðallega íslenska búninginn.
Hún lést í Bandaríkjunum 27. janúar 1999. Útför Ernu fór fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Erna Svavarsdóttir (1945-2017) Þórðarhúsi Blönduósi

  • HAH03359
  • Person
  • 27.10.1945 - 29.4.2017

Erna Svavarsdóttir 27. október 1945 - 29. apríl 2017 Var í Þórðarhúsi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Starfaði við þjónstu- og skrifstofustörf, stofnaði síðar og rak blómabúð á Blönduósi, síðar saumakona í Reykjavík.
Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ 29. apríl 2017.

Erna Kristinsdóttir (1942-2022) Hafnarfirði

  • HAH03355
  • Person
  • 18.3.1942 - 13.3.2022

Erna Sigurþóra Kristinsdóttir 18. mars 1942 - 13.3.2022, fulltrúi hjá sýslumanninum í Hafnarfirði, einkabarn foreldra sinna.

Erna Hreinsdóttir (1928-2013)

  • HAH05090
  • Person
  • 8.7.1928 - 30.11.2011

Erna Hreinsdóttir fæddist 8. júlí 1928 á Eskifirði. Hún lést á Droplaugarstöðum 30. nóvember 2013.
Var í Syðstabæ, Hríseyjarsókn, Eyj. 1930. Húsfreyja í Reykjavík.
Tvítug að aldri veiktist Erna af lömunarveiki og var alla tíð síðan bundin hjólastól. Hún var víkingur til allra verka, snjöll og nýjungagjörn í eldhúsinu og mikil hannyrðakona. Hún hafði yndi af garðrækt og bóklestri. Hún var afar fróðleiksfús og sótti af og til námskeið í kvöldskólum. Hún naut þess alla tíð að ferðast, jafnt innan lands sem utan. Þau Svan hófu búskap við Hrísateig en reistu sér fljótlega hús í Langagerði, og síðar annað í Grundarlandi.
Erna var jörðuð í kyrrþey þann 6. desember 2013 að eigin ósk.

Erna Edel Leuschner (1893-1974) Königsberg (Kalingrad)

  • HAH03350
  • Person
  • 29.6.1893 - 4.1974

Erna Edel Leuschner f. 29.6.1893, d. 22.3.1974. Königsberg (Kalingrad), Lübeck og Blönduósi.
Erna Leuschner fædd Edel, lézt 22. marz að H.A.H. Hún var fædd 29. júlí árið 1893 í Gross Sessau í Lettlandi. Foreldrar hennar voru hjónin Dóróthea og Óttó Edel.
Hún ólst upp í föðurhúsum og gekk ung að árum í unglingaskóla.
Um tvítugsaldur gerðist hún heimiliskennari hjá aðalsfólki nokkru í Rússlandi. Áður hafði hún starfað að skrifstofustörfum í borginni Ríga í Lettlandi. í Rússlandi dvaldi hún allt fram að byltingunni 1918, en þá varð hún að flýja til Königsberg í Austur-Prússlandi. Starfaði hún þar að skrifstofustörfum við Alþjóða-Rauðakrossinn. Þar kynntist hún manni sínum Wilhelm Leuschner, er þar starfaði við sömu stofnun. Stofnuðu þau heimili sitt í Königsberg, en þar var maður hennar lengst af ríkisstarfsmaður. Bjuggu þau þar allt til ársins 1945, er þau urðu að flýja af völdum styrjaldarinnar og settust þá að í Lübeck, en þar lézt maður hennar í október 1964.

Erlingur Magnússon (1931-2001) frá Bæ í Króksfirði

  • HAH07486
  • Person
  • 7.10.1931 - 20.10.2001

Erlingur Bjarni Magnússon fæddist á Miðjanesi í Reykhólasveit 7.10.1931 - 20.10.2001. Bifreiðarstjóri, bóndi í Melbæ í Reykhólsveit 1959-1974. Síðast bús. í Garðabæ.
Útför Erlings fór fram frá Fossvogskirkju 26.3.2001 og hófst athöfnin klukkan 15.

Erlingur Ingvarsson (1946-2015) Hamri

  • HAH03347
  • Person
  • 13.4.1946 - 3.12.2015

Erlingur Bjartmar Ingvarsson fæddist á Blönduósi 13. apríl 1946. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Blönduósi, 3. desember 2015.
Erlingur ólst upp á Ásum í Langadal. Hann var með fjárbúskap á Hamri frá árinu 1965. Hann keypti Hamar árið 1970, 1976 byggði hann þar íbúðarhús og bjó þar alla sína ævi fyrir utan tvo vetur sem hann varði á höfuðborgarsvæðinu. Erlingur var með fé í 24 ár en sneri sér að skógrækt þegar þeim búskap lauk. Erlingur vann ötullega að skógrækt á Hamri og hlaut viðurkenningu frá Landssamtökum skógareigenda fyrir ötult skógræktarstarf. Erlingur hefur unnið ýmis tilfallandi störf, svo sem vinnu við sláturhús, girðingarvinnu, timburvinnslu, leikskóla og fiskvinnslu svo eitthvað sé upptalið. Erlingur vann í 16 ár á sambýli fyrir fatlaða á Blönduósi. Hann var fyrst og fremst náttúruunnandi og hafði unun af því að umgangast dýr og vera úti í náttúrunni við störf sín.

Útför Erlings fór fram í kyrrþey í Svínavatnskirkju að ósk hans 12. desember 2015.

Erlendur Pálmason (1820-1888) Tungunesi

  • HAH03346
  • Person
  • 20.11.1820 - 28.10.1888

Erlendur Pálmason 20. nóvember 1820 [28.11.1820, sk 29.11.1820]- 28. október 1888 Bóndi á Tungunesi, Svínavatnssókn, Hún. frá 1843 til dd. Alþingismaður og bóndi í Tungunesi í Svínavatnshreppi.

Erlendur Klemensson (1922-1987) Bólstaðarhlíð

  • HAH01213
  • Person
  • 24.6.1922 -4.8.1987

Erlendur var fæddur í Bólstaðarhlið 24. júní 1922, sonur hjónanna Elísabetar Magnúsdóttur frá Kjartansstöðum í Skagafirði og Klemensar Guðmundssonar óðalsbónda í Bólstaðarhlíð. Þar ólst hann upp ásamt bræðrum sínum, Guðmundi og Ævari, og fósturbróður þeirra og frænda, Herbert Sigurðssyni. Uppvaxtarár þeirra munu hafa liðið við bústörfin og einhverja upplyftingu ef svo bar undir eins og títt varum börn og unglinga á þeim árum. Erlendur þótti nokkuð skapstór og óstýrilátur sem barn og unglingur en stilltist með árunum. Var fríður sýnum og framkoman einörð og geðfelld. Hafði gaman af að hreifa víni á góðum stundum og kunni vel með að fara. Hann leitaði sér ekki menntunar utan skyldunáms í barnaskóla. Gæddur var hann farsælum og hagnýtum gáfum og skrifaði fallega rithönd. Langar fjarverur frá heimaslóðum voru honum ekki að skapi. Bar órofatryggð til Bólstaðarhlíðar og sveitar sinnar. Það mun vart hafa hvarflað að honum að leita eftir öðru lífsstarfi en því sem jörðin og sveitin veitti og bjó sig undir það. Keypti hálfa Bólstaðarhlíð af föður sínum og fjölgaði skepnum. Erlendur kvæntist Þórönnu Kristjánsdóttur ættaðri úr Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði 3. okt. 1947 og hófu búskap á hálflendunni það sama ár. Þeim búnaðist strax vel. Byggðu íbúðarhús og skömmu síðar hlöðu við fjárhús þar upp á túninu. Bú skapur þeirra einkenndist af varfærnu öryggi í fjármálum og snyrtimennsku úti og inni svo á orði var haft. Skepnur voru ávallt vel fóðraðar og skiluðu góðum arði enda umgengnar af alúð og nærfærni manns, sem vel kunni til verka. Erlendur var víða kunnurfyrir hestamennsku og átti alltaf góða og fallega reiðhesta. Hann tók oft galdna fola af mönnum í tamningu og mun oftar en hitt hafa tekist að gera úr þeim meðfærilega reiðskjóta. Hestamennskan var hans líf og yndi. Félagsmálum sinnti hann lítt svo mér sé kunnugt. Starfaði þó af áhuga í Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps meðan heilsan entist. Hann hafði sterka og bjarta tenórrödd. Þau eignuðust tvo syni, Kolbein, sem nú er bóndi í Bólstaðarhlíð, kvæntur Sólveigu Friðriksdóttur frá Laugahvammi í Skagafirði, og Kjartan, bifvélavirkja á Sauðárkróki, kvæntur Stefaníu Stefánsdóttur frá Skriðu í Breiðdal. Erlendur og Þóranna slitu samvistir 1967 og fengu sonum sínum jörðina og búið í hendur.

Erlendur Hallgrímsson (1860-1935) frá Meðalheimi

  • HAH03343
  • Person
  • 4.3.1860 - 17.10.1935

Erlendur Hallgrímsson 4. mars 1860 - 17. október 1935 Var á Vatnsskarði, Holtastaðasókn, Hún. 1860. Daglaunamaður Einarsnesi á Blönduósi 1924-1942. Bóndi á Mosfelli.

Results 7901 to 8000 of 10349