Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Eyborg Guðmundsdóttir (1924-1977) Listmálari í Reykjavík.
Parallel form(s) of name
- Eyborg Guðmundsdóttir
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
17.11.1924 - 20.6.1977
History
Eyborg Guðmundsdóttir 17. nóvember 1924 - 20. júní 1977 Var á Eyri, Árnesssókn, Strand. 1930. Listmálari í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík.
Places
Legal status
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Eyborg var fyrsti íslendingurinn sem sýndi „op- list“ [Objects = málverk og hlutir] hér.
Snemma tók hún ástfóstri við hið hreina og tæra myndmál geometríunnar og hélt tryggð við það í umróti og eyrðarleysi tímanna, sem við lifum.
Internal structures/genealogy
Foreldrar hennar; Hólmfríður Guðmundsdóttir 26. júlí 1895 - 6. mars 1927 Húsfreyja á Ísafirði og maður hennar; Guðmundur Jón Eggert Rögnvaldsson 26. júlí 1892 - 5. febrúar 1934 Skipasmiður í Hafnarfirði 1930. Heimili: Óðinsgata 24a, Reykjavík. Trésmiður á Ísafirði, síðar skipasmiður í Reykjavík. Norðmannahúsi í Ingólfsfirði á Ströndum 1920.
Systkini Eyborgar;
1) Haukur Guðmundsson 14. apríl 1919 - 23. maí 1924
2) Guðrún Jónsdóttir Möller 12. júlí 1926 - 13. júní 2005 Var í Aðalstræti 8, Reykjavík 1930. Var í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Kjörforeldrar: Jón Guðmundsson f. 17.8.1896 og Valfríður Guðmundsdóttir f. 8.1.1894. Maður hennar 14.1.1956; Sigurður Jóhannsson Möller 10. desember 1915 - 11. október 1970 Vélstjóri í Reykjavík 1945. Foreldrar hans voru; Jóhann Georg Jóhannsson Möller (1883-1926) sonur Möllers kaupmanns og Þorbjörg Pálmadóttir (1884-1944) systir Jóns S Pálmasonar á Þingeyrum.
Maður hennar: Reynir Þórðarson 28. febrúar 1931 bankastarfsmaður. Var í Óslandi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Foreldrar hans; Kristín Gróa Þorfinnsdóttir 20. desember 1892 - 22. ágúst 1977 Húsfreyja í Yzta-Gili, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Var í Óslandi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Húsfreyja á Ystagili í Langadal. Síðast bús. í Reykjavík og maður hennar; Þórður Jósefsson 20. febrúar 1882 - 18. mars 1965 Var á Litla-Búrfelli, Svínavatnssókn, Hún. 1890. Bóndi í Yzta-Gili, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Ystagili í Langadal og síðar verslunarmaður á Blönduósi. Var í Óslandi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Seinni kona hans; Margrét Ragnhildur Sveinsína Hagalínsdóttir 12. febrúar 1927 ljósmóðir. ÆAHún bls 660. Afi Þórðar var Jóhann hnútur Guðmundsson (1821-1895) í Kóngsgarði.
Dóttir þeirra;
1) Gunnhildur Eyborg Reynisdóttir 21. desember 1968
General context
Það var í byrjun vetrar 1942. Tún voru gulnuð og hraunið svart en lyngið bar enn eldliti haustsins. Þá sá ég Eyborgu fyrst. Unga stúlkan frá Stiöndum, sem fagnandi hafði farið að heiman til náms að Laugarvatni þetta haust, lá nú föl á hvítum kodda, borin af sterkum höndum inn á sjúkrastofu á Vífilsstöðum og skilin þar eftir um ófyrirsjáanlega langan tíma. Naktir veggir, hvítt lín og karbóllykt umlykti hana, rúm við rúm og ótal ókunn andlit hvert sem litið var og flest ungt fólk. Eyborg hafði þráð að ganga menntaveginn. Af brennandi áhuga og einbeitni hafði hún notfært sér tungumálakennslu útvarpsins og gat snemma lesið bæði dönsku og ensku sér til gagns, og móðurmálið skrifaði og talaði hún fallega. Og nú var stundin runnin upp, hin langþráða stund: Hún átti að fá að fara í skóla til framhaldsnáms. Það er þung lífsreynsla unglingi að vera hrifinn á brott frá óskaiðju og fögrum framtíðardraumum um lærdóm og þekkingu og vera skákað þangað sem síst skyldi, dæmdur úr leik. Mikil lífsreynsla að sönnu, en Eyborg lét ekki dæma sig úr leik. Að lunderni var hún bæði ljúf og hress, gáfur hennar og dómgreind svo sem best verður á kosið og lífsþoisti og lífsást hennar heillandi. Eyborg hélt áfram að lesa og læra á Vífilsstöðum eftir því sem hún hafði þrek til og eftir að hún útskrifaðist þaðan að Reykjalundi hélt hún enn áfram að mennta sig og nú markvisst með það í huga að hún yrði að kunna það sem dygði henni til lífsframfæris þegar hún loksins kæmist út í h'fið aftur. Setti Eyborg sér mark, hvikaði hún ekki frá uns því var náð. Hún gerði strangar kröfur til sjálfrar sín og var vönduð til orðs og æðis. Hún leitaði í livívetna fegurðar og fullkomleika. Hún vissi vel hvað og hvernig hún óskaði að vera, og hafði tilhneigingu til að vera, en henni voru líka jafn ljósir vankantar sínir og beitti sig oft hörðum aga til þess að sigrast á sjálfri sér. Hún elskaði mikið. Hún umvafði samferðafólk sitt kærleika og hlýju. Hún átti þann eiginleika í ríkum mæli að geta sameinað ólíkasta fólk, sem af tilviljun hittist heima hjá henni, og átti raunar ekkert sameiginlegt annað en að þekkja hana og gat gefið þessum oft sundurleita hópi, ógleymanlega glaða og efnisríka samverustund. Líf Eyborgar var viðburða- oe litríkt, því hún var leitandi persónuleiki og áhugamál hennar margvísleg en alltaf tengd hinu lifandi lífi, fólki, menntun og menningu. Lífsorka hennar var mikil þrátt fyrir heilsuleysi, sem hún átti alltaf við að stríða, með löngu eða skömmu millibili frá því hún veiktist fyrst af berklum. Ég minnist þess að þegar hún tók þann sjúkdóm, sem varð hennar banamein, þá varð henni að orði. „Þeir, sem aldrei hafa verið veikir, kynnu að láta hugfallast, en ég er í svo góðri þjálfun. Ég hef svo oft orðið að taka því að vera veik. Ég vona að mér takist að bera þetta með sóma og ég gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana, en þá vona ég að ég kveðji sátt." Eyborg bjó yfir þeim sálarstyrk að til síðustu stundar var hún gefandi af auðlegð hjarta síns og hugar. Af hennar fundi fór ég alltaf ríkari. I list sinni var Eyborg heil og hrein. í list sinni hefur hún reist sér óbrotgjarnan minnisvarða. Eyborg lætur eftir sig unga dóttur, Gunnhildi, og eiginmann, Reyni Þórðarson, sem reyndist eiginkonu sinni umhyggjusamleg stoð og stytta, og þau hvort öðru, uns yfir lauk. Ég votta ástvinum Eyborgar dýpstu samúð. Með söknuði og virðingu kveð ég göfuga konu og góðan vin.
Rannveig Löve.
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 10.4.2018
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
®GPJ ættfræði
ÆAHún bls 660.
http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=6341565