Eyjólfur Magnússon ljóstollur (1841-1911)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Eyjólfur Magnússon ljóstollur (1841-1911)

Parallel form(s) of name

  • Eyjólfur Magnússon (1841-1911)
  • Eyjólfur Magnússon ljóstollur

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

6.6.1841 - 31.8.1911

History

Eyjólfur Magnússon 6. júní 1841 - 31. ágúst 1911 Tökubarn á Kaldárbakka, Kolbeinsstaðarsókn, Hnapp. 1845. Við barnakennslu í Krossnesi, Setbergssókn, Snæf. 1890. Fékkst við barnakennslu í Borgarfirði. Var kallaður „ljóstollur“. Ókvæntur og barnlaus.
Fæddur á Hraunhöfn í Staðarsveit, Snæf. Foreldrar Magnús Gíslason sýslumaður og k.h. Steinunn Gísladóttir. Lærði bókband en stundaði eitthvað barnakennslu á Snæfellsnesi. Drykkfelldur mjög og auðnulítill af þeim sökum en hraðkvæður hagyrðingur. Fékk viðurnefnið af því að innheimta reikninga fyrir dómkirkjuna í Reykjavík, m.a. ljóstolla.

Places

Hraunhöfn í Staðarsveit, Snæf.; Reykjavík:

Legal status

Eyjólfur varð stúdent úr Bessastaðaskóla með mjög góðum vitnisburði. Hann þótti skarpgáfaður og vel að sér, skáldmæltur, skörulegur og varð m.a. barnakennari í Borgarfirði.

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Eyjólfur þótti bráðgáfaður efnismaður í æsku, en hann var ekki á tímabili heill á geðsmunum og sneið það lífsláni hans þröngan stakk upp frá því. Ekki var það heldur til að bæta um fyrir honum, að hann var drykkfelldur um of. Á efri árum ferðaðist hann mikið um byggðir, var óeirinn við verk, orti lausavísur um menn og málefni, sem ekki varð til, að afla lund hans né skáldskap, vinsælda. Samt var það svo, að þeir sem lítið höfðu iðkað skrift, fengu Eyjólf til þess að skrifa fyrir sig bréf, og iðulega var hann beðinn að lesa á köldvökum fyrir heimilisfólk, þar sem hann gisti.
Þegar Eyjólfur kom til Reykjavíkur undi hann sér með höfðingjum m.a. landshöfðinganum.
Séra Árni Þórarinsson segir frá því að Eyjólfur ljóstollur hafi verið systursonur konu Þórðar alþingismanns Þórðarsonar:
„Eyjólfur var bráðgáfaður, það svín.“ Einhverju sinni var hann að tala við Magnús Stephensen landshöfðingja úti á Lækjartorgi. Þá kemur þar að Þorvaldur pólití og heyrir á samtal þeirra og hreytir til Eyjólfs: „Þú þúar landshöfðingjann.“„Já,“ svarar Eyjólfur. „Ég þúa Guð og góða menn, en þéra Andskotann og þig, og vertu sæll!
Þótt Eyjólfur væri ekki við eina fjölina felldur með dvalarstaði, mun ekki rétt að hann hafi verið flakkari; hann sníkti aldrei.
Eyjólfur átti það til, að vera tölvert á lofti, og þorðu strákar þá ekki að bekkjast til við hann. Þrátt fyrir að vera "góður með sig" og þá aðallega, þegar hann var með víni hann var það sem kallast "túramaður", var illmennsku ekki til að dreifa hjá karli og var hann all tíð, hið mesta góðmenni og öðlingsmaður.
Um fyrstu stjórnarskránna 1874 orti hann;

Stirð er þessi stjórnarskrá,
stendur lítt til bóta,
konungshollir ofan á
ístrubelgir fljóta.


Standslaust flaug um fold og laug
frekur kjaftastraumur,
orðinn að draug á öskuhaug
eldhúsrafta flaumur.

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans; Magnús Gíslason 9. júní 1814 - 5. júní 1867 Sýslumaður í Dala - Mýra- og Ísafjarðarsýslum. Bóndi og sýslumaður á Ytri-Hrafnabjörgum í Hörðudal, Dal. Þjóðfundarmaður 1851 og bústýra hans; Steinunn Gísladóttir 1822 - 8. júlí 1865 Húsfreyja á Brúarfossi, Borg. Var á Hraunhöfn í Staðastaðarsókn, Snæf. 1835. Bústýra Magnúsar.
Kona Magnúsar 4.10.1855; Helga Ámundadóttir 1. mars 1833 - 15. maí 1912 Var á Kirkjubóli, Kirkjubólssókn, N Ís. 1845. Sýslumannsfrú á Hrafnabjörgum. Maður Steinunnar 27.10.1854; Helgi Sveinbjörnsson 6. janúar 1831 - 30. mars 1889 Bóndi á Brúarfossi, síðar á Hlíðarfæti í Hvalfjarðarstrandarhr., Borg. Var á Indriðastöðum, Hvanneyrarsókn, Borg. 1835.
Alsystir Eyjólfs;
1) Charlotta Elín Magnúsdóttir 28. september 1848 - 29. júní 1850
Samfeðra;
2) Ásgeir Helgi Magnússon 31. október 1858 - 6. júlí 1931 Fór ungur utan. Líklega sá er lést í Kaupmannahöfn árið 1931.
3) Þorbjörn Magnússon 28. desember 1859 - 1. október 1887 „Fór austur í Múlasýslu“, segir í Dalamönnum. Ógiftur og barnlaus. Var í Álptártungu, Álptártungusókn, Mýr. 1860. Fósturbarn í Melstað, Melstaðarsókn, Hún. 1870. Fósturbarn hjónanna á Hrafnagili, Akureyrarsókn, Eyj. 1880. Stud. real. í Saurbæ 1887.
4) Magnús Húnbogi Magnússon 23. september 1861 - 1887 Tökudrengur á Velli, Breiðabólstaðarsókn, Rang. 1870. Ógiftur og barnlaus.
5) Rögnvaldur Magnússon 24. október 1866 - 10. nóvember 1888 Búfræðingur frá Ólafsdalsskóla. Lést af slysförum. Ógiftur og barnlaus. Var á Geirum, Mýr. 1870.
Sammæðra,
6) Rannveig Helgadóttir 7. ágúst 1855 - 16. febrúar 1934 Húsfreyja á Kotströnd í Ölfushreppi. Maður hennar 17.7.1885; Einar Eyjólfsson 12. júní 1853 - 21. júní 1921 Bóndi á Kotströnd í Ölfushreppi.
7) Ingibjörg Helgadóttir 11. september 1858 Húsfreyja á Suðurvöllum á Akranesi. Fluttist síðar til Englands. Var í Hlíðarfæti í Saurbæjarsókn, Borg. 1870.
8) Helgi Helgason 17. september 1859 - 9. júní 1934 Bóndi í Hlíðarfæti í Hvalfjarðarstrandarhr. og Tungu. http://bragi.info/skag/hofundur.php?ID=15685

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH03385

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 11.4.2018

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

®GPJ ættfræði

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places