Sýnir 10349 niðurstöður

Nafnspjald

Guðmundur Ingi Jónatansson (1950-2015) Sauðárkróki

  • HAH09543
  • Einstaklingur
  • 17. maí 1950 - 4. des. 2015

Guðmundur Ingi Jónatansson fæddist 17. maí 1950 á Sauðárkróki. Hann lést 4. desember 2015. Foreldrar hans voru Jónatan Jónsson og Þorgerður Guðmundsdóttir. Seinni maður Þorgerðar var Björgvin Theodór Jónsson. Bræður Guðmundar Inga eru Helgi, Örn Berg og Jón Geir.

Guðmundur Ingi sleit barnsskónum á Sauðárkróki og í Reykjavík. Hann flutti með móður sinni, systkinum og fósturföður 11 ára gamall til Skagastrandar, þar sem hann bjó til tvítugs.

Guðmundur giftist þann 17. júní 1972 Guðrúnu Katrínu Konráðsdóttur, dóttur hjónanna Lilju Halldórsdóttur Steinsen og Konráðs Más Eggertssonar sem bjuggu á Haukagili í Vatnsdal. Guðmundur og Guðrún eiga þrjú börn: Evu Björgu, Þorgerði Kristínu og Hannes Inga.

Eva Björg giftist Erni Heiðari Sveinssyni, sem lést árið 2001. Börn þeirra eru tvö; Alexandra og Björgvin Theodór. Sambýlismaður Alexöndru er Aðalsteinn Hugi Gíslason. Sambýliskona Björgvins er Karen Júlía Fossberg.

Sambýlismaður Evu Bjargar er Sigurður Páll Gunnarsson og eiga þau Vigdísi Önnu, Vigni og Hannes Inga.

Þorgerður Kristín er gift Garðari Guðmundssyni og eru börn þeirra þrjú; Salka Björk, Guðmundur Orri og Þuríður Lilja.

Hannes Ingi er giftur Þóru Björk Eiríksdóttir og eiga þau þrjú börn, Önnu Isabellu, Sebastian Víking og Amelíu Arneyju.

Guðmundur útskrifaðist úr MA 1972. Hann lauk kennaraháskólaprófi 1976 og húsasmíðanámi 1977. Guðmundur kenndi á Húnavöllum einn vetur en flutti með fjölskyldu sinni til Dalvíkur árið 1977 þar sem hann starfaði sem kennari við Dalvíkurskóla í átta ár. Árið 1985 stofnaði hann með Sigmari Sævaldssyni prentsmiðjuna Fjölrita, sem seinna varð Víkurprent. Þar starfaði hann til síðasta dags. Árið 2008 tók Guðmundur til við kennslu á ný, nú við Grunnskóla Fjallabyggðar, þar sem hann var smíðakennari þar til í sumar er barátta við krabbamein hófst.

Guðmundur Ingi vann ötult starf í félagsstörfum, var lengst af í Kiwanisklúbbnum á Dalvík og JC hreyfingunni.

Guðmundur Ingi var einn af stofnendum Golfklúbbsins Hamars Dalvík og var þar í stjórn og sjálfboðaliðastörfum.

Guðmundur Ingi tók þátt í Bjarmanum, félagsskap um andleg málefni, og starfaði sem miðill síðustu ár.

Siglufjörður

  • HAH00917
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1614 -

Hinn forni Sigluneshreppur náði yfir bæði Siglufjörð og Héðinsfjörð og samsvaraði landnámi Þormóðs ramma. Var hann kenndur við bæinn Siglunes, sem framan af var höfuðból sveitarinnar og síðar kirkjustaður og mikil verstöð. Árið 1614 var ný kirkja reist á Hvanneyri við Siglufjörð, en nafnið Hvanneyrarhreppur mun ekki hafa verið tekið upp fyrr en á 18. öld. Verslun hófst í hreppnum 1788 og Siglufjörður varð að löggiltum verslunarstað árið 1818. Þá var 161 íbúi í hreppnum, þar af 8 í kaupstaðnum. Einni öld síðar, árið 1918, fékk Hvanneyrarhreppur kaupstaðarréttindi og hét eftir það Siglufjarðarkaupstaður.

Fjörðurinn er lítill og þröngur, umlukinn háum og bröttum fjöllum. Þar er mjög góð höfn frá náttúrunnar hendi en undirlendi lítið, nema inn af botni fjarðarins og á Hvanneyrinni vestan hans, og þrengdist því fljótt að byggðinni þegar fólki fjölgaði. Snjóflóðahætta er víða mikil í firðinum og 12. apríl 1919 fórust 9 manns í snjóflóði í ofurlitlu þorpi sem þá var risið austan fjarðarins og um sama leyti 7 í Engidal, sem er vestan Siglufjarðar en í Hvanneyrarhreppi, og 2 í Héðinsfirði, auk þess sem mörg mannvirki eyðilögðust, þar á meðal fyrsta stóra fiskimjölsverksmiðja á Íslandi. Alls fórust því 18 manns í hreppnum í þessari snjóflóðahrinu.

Í bænum bjuggu 1219 manns árið 2015, sem er mikil fækkun frá blómaskeiði bæjarins á fjórða og fimmta áratugnum. Árið 1950 bjuggu 3100 manns á Siglufirði og var það þá fimmti stærsti kaupstaður landsins, auk þess sem fjöldi aðkomumanna kom þangað til vinnu um stundarsakir og í brælum þegar ekki gaf til veiða lágu tugir eða jafnvel hundruð skipa á firðinum. Þetta blómaskeið Siglufjarðar var afleiðing mikilla síldveiða fyrir Norðurlandi sem hófust árið 1903. Það voru Norðmenn sem hófu veiðarnar en fljótlega fóru Íslendingar sjálfir að veiða síldina og þá varð Siglufjörður helsti síldarbærinn vegna góðrar hafnaraðstöðu og nálægðar við miðin. Þar voru nokkrar síldarbræðslur, þar á meðal sú stærsta á landinu, og yfir 20 söltunarstöðvar þegar best lét.

Herring2.jpg

Á síldarárunum, eins og þau urðu síðar kölluð, var mikið um að vera á Siglufirði og oft mikið um farandverkafólk sem vann í törnum og fékk vel greitt fyrir miðað við það sem annars staðar fékkst, sem varð til þess að Siglufjörður var stundum kallaður Klondike Íslands. Sum árin var verðmæti síldarútflutnings frá Siglufirði yfir 20% af öllum útflutningi Íslendinga. Siglfirðingar minnast þessa tímabils enn í dag, því í bænum er starfandi Síldarminjasafn og árlega er haldin „Síldarævintýrið á Sigló“ um verslunarmannahelgi. Áður en síldin kom til sögunnar hafði Siglufjörður einkum verið þekktur fyrir hákarlaveiðar en þar var mikil hákarlaútgerð.

Halla fór undan fæti á sjötta áratugnum, þegar síldin brást mörg ár í röð og íbúum fækkaði. Afli jókst aftur en árið 1964 hvarf síldin af norðlenskum miðum og 1968 alveg af Íslandsmiðum. Allöflug togaraútgerð hófst frá Siglufirði upp úr 1970, auk þess sem loðnubræðsla var stunduð í gömlu síldarbræðslunni og seinna kom rækjuvinnsla til sögunnar. Þó hefur íbúum fækkað jafnt og þétt en heldur hefur hægt á fækkuninni á síðustu árum.

Í janúar 2006 samþykktu Siglfirðingar og Ólafsfirðingar í kosningum að sameina bæjarfélögin tvö. Sameiningin gekk í gildi 11. júní 2006 að afloknum sveitarstjórnarkosningum 27. maí. Í kosningu um nafn á sameinað sveitarfélag varð tillagan „Fjallabyggð“ ofan á.

Sigurlaug Sigrún Björnsdóttir (1908-2008) Deildartungu

  • HAH07666
  • Einstaklingur
  • 27.8.1908 - 15.3.2008

Sigurlaug Sigrún Björnsdóttir fæddist á Brekku í Seyluhreppi í Skagafirði 27. ágúst 1908. Sigurlaug ólst upp í Skagafirði til 9 ára aldurs, en þá fór hún til Sigurbjargar systur sinnar í Deildartungu í Reykholtsdal.
Vinnukona í Deildartungu í Reykholtssókn, Borg. 1930. Húsfreyja í Borgarnesi, síðar verslunarstarfsmaður í Reykjavík. Síðast bús. í Borgarnesi.
Hún lést á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi 15. mars 2008. Útför Sigurlaugar fór fram frá Bústaðakirkju 27.3.2008 og hófst athöfnin klukkan 13.

Áslaug Finndal (1951) Finnstungu

  • HAH03650
  • Einstaklingur
  • 5.1.1951 -

Áslaug Finndal Guðmundsdóttir 5. janúar 1951 Var í Finnstungu, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957.

Kristín Thorarensen (1911-2005) Kveingrjóti

  • HAH07670
  • Einstaklingur
  • 16.8.1911 - 5.3.2005

Kristín Guðrún Borghildur Bogadóttir Thorarensen fæddist í Hvammsdal í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu 16. ágúst 1911. Kristín Borghildur var fædd og uppalin í Hvammsdal í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu. Eftir að hún missti móður sína 14 ára gömul fluttist hún að Kverngrjóti í sömu sveit, til Jóns Guðmundssonar og Guðbjargar Guðmundsdóttur móðursystur sinnar. Þar dvaldi hún í nokkur ár, en hélt síðan til Reykjavíkur þar sem hún vann við ýmis störf, m.a. sem vinnukona á heimilum, á veitingahúsum, við fiskvinnslu og verksmiðjustörf.

Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi, 5. mars 2005. Útför Kristínar Borghildar fór fram í kyrrþey, að hennar ósk.

Guðrún Runólfsson (1921-2008) fædd í Kaupmannahöfn

  • HAH07895
  • Einstaklingur
  • 25.6.1921 - 31.8.2008

Guðrún Runólfsson 25. júní 1921 - 31. ágúst 2008. Guðrún Runólfsson fæddist í Kaupmannahöfn 25. júní 1921. Var á Bræðraborgarstíg 21 c, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Kvsk á Blönduósi 1942-1943. Umsjónamaður leiðarljósa í Fossvogs og Hafnarfjarðarkirkjugarði.

Steinunn Sveinsdóttir (1934-2019) Siglufirði

  • HAH06273
  • Einstaklingur
  • 6.1.1934 - 3.2.2019

Steinunn Sveinsdóttir fæddist á Siglufirði 6. janúar 1934. Steinunn ólst upp á Siglufirði og gekk þar í skóla. Síðast bús. á Húsavík.
Hún lést á dvalarheimilinu Hvammi 3. febrúar 2019. Útför Steinunnar fór fram frá Húsavíkurkirkju 9. febrúar 2019, klukkan 14.

Stóra-Giljá Torfalækjarhreppi

  • HAH00479
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (950)

Norðurmörk Stóru-Giljár eru við Þúfnalæk og síðan eftir krókaleiðum í Torfavatn og Reykjanibbu. Sauðadal er ekki skipt, en Giljá á 7/16, Öxl 1/16 og Hnausar 8/16 hans. Merkin eru fram Svínadalsfjall sem vötnin ráða í Gaflstjörn, út Vatnsdalsfjall að Hjálpargili. Þaðan ræður Giljá niður fyrir bæinn sem stendur örskammt neðan við þjóðveginn, þaðan er bein lína í Kænuvik í Vatnsdalsárkvísl. Neðantil er landið votlent, en hið efra eru ásar og lyngivaxnir móar. Íbúðarhús byggt 1926, endurbætt og stækkað 1973, 1022 m3. Rafstöð byggð 1930. Fjós fyrir 10 gripi. Fjárhús yfir 1100 fjár. Hesthús yfir 13 hross. Hlöður 3687 m3. Geymsla 169 m3. Tún 46,6 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá

Hávarður Sigurjónsson (1948) Blönduósi

  • HAH04854
  • Einstaklingur
  • 17.7.1948 -

Hávarður Sigurjónsson 17. júlí 1948. Var á Stóru-Giljá í Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Verslunarmaður Blönduósi.

Indriði Jónsson (1831-1921) Ytri-Ey

  • HAH06540
  • Einstaklingur
  • 2.8.1931 - 21.4.1921

Var á Núpi, Höskuldsstaðsókn, Hún. 1845. Bóndi í Mánaskál, Höskuldsstaðarsókn, Hún. 1870. Bóndi á Kárastöðum og Ytriey o.v.

Sigurlaug Indriðadóttir (1871-1953) frá Ytri-Ey

  • HAH09184
  • Einstaklingur
  • 21.3.1871 - 15.5.1953

Sigurlaug Jakobína Indriðadóttir 21. mars 1871 - 15. maí 1953. Ráðskona í Ytri Ey, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1901. Húsfreyja í Reykjavík 1910 og 1930.

Jón Gíslason Gillies (1852-1940) Vertshúsi

  • HAH04908
  • Einstaklingur
  • 19.9.1852 - 14.1.1940

Jón Gíslason Gillies 19. september 1852 - 14. janúar 1940 Var í Ásum, Svínavatnssókn, Hún. 1860. Var á Eyvindarstöðum, Blöndudalshólasókn, Hún. 1870. Verzlunarþjónn í Hólanesi, Spákonufellssókn, Hún. 1880. Veitingamaður Vertshúsinu á Blönduósi 1881-1882. Barnakennari og gestgjafi, fór til Vesturheims 1883 frá Sauðanesi, Torfalækjarhreppi, Hún. Var í Winnipeg, Manitoba, Kanada 1911. Tók upp ættarnafnið Gillies í Vesturheimi.

Axel Johnson Gillies (1883-1965) Winnipeg

  • HAH02531
  • Einstaklingur
  • 11.1.1883 - 2.5.1965

Axel Valdimar Karl Jónsson / Axel Valdimar Karl Gillies [Charles Alexander Walter Gillies] f. 11.1.1883 - 2.5.1965, Fór til Vesturheims 1883 frá Blönduósi, Torfalækjarhreppi, Hún.

Eskifjörður

  • HAH00222
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Eskifjörður er bær á norðurströnd samnefnds fjarðar sem liggur út frá Reyðarfirði norðanverðum. Íbúar Eskifjarðar voru 1026 þann 1. janúar 2015 og hefur íbúatalan haldist nokkuð stöðug síðustu árin.

Eskifjörður var verslunarstaður fyrr á öldum og var einn hinna sex staða á Íslandi, sem fengu kaupstaðarréttindi árið 1786 við afnám einokunarverslunarinnar, en missti þau aftur síðar.

Árið 1798 reisti danska verslunarfyrirtækið Örum og Wulff verslunarhús í Útkaupstað, sem svo er kallaður, og hóf þar verslun. Það var þó ekki fyrr en Norðmenn hófu síldveiðar við Ísland á síðari hluta 19. aldar sem íbúum tók að fjölga verulega og árið 1902 voru íbúarnir orðnir 228.

Aðalatvinnuvegur íbúa Eskifjarðar er sjávarútvegur og fiskvinnsla en verslun og þjónusta eru einnig mikilvægar atvinnugreinar. Á Eskifirði er Sjóminjasafn Austurlands í gömlu húsi sem Örum og Wulff byggðu um 1816 og þar má sjá minjar um sjósókn á Austfjörðum og byggðasögu og atvinnulíf á Eskifirði. Aðsetur sýslumannsembættis Suður-Múlasýslu var flutt til Eskifjarðar 1853 og þar er miðstöð löggæslu á Austurlandi.

Byggðin var gerð að sérstökum hreppi, Eskifjarðarhreppi, árið 1907 en hafði fram að því tilheyrt Reyðarfjarðarhreppi. Hreppurinn fékk kaupstaðarréttindi á ný 22. apríl 1974. Hinn 1. janúar 1988 sameinaðist Helgustaðahreppur Eskifirði. Hinn 7. júní 1998 sameinaðist Eskifjarðarkaupstaður Reyðarfjarðarhreppi á ný og Neskaupstað að auki undir nafninu Fjarðabyggð.
Á Eskifirði er Steinasafn Sigurborgar og Sörens.

Einar Bragi (1921-2005) rithöfundur

  • HAH06295
  • Einstaklingur
  • 7.4.1921 - 26.3.2005

Einar Bragi fæddist á Eskifirði 7. apríl 1921.
Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 26. mars 2005. Útför Einars Braga var gerð frá Dómkirkjunni 4.4.2005 og hófst athöfnin klukkan 15.

Alfred Gillies (1886-1919) Winnipeg

  • HAH02280
  • Einstaklingur
  • 9.1886 - 25.10.1919

Tók þátt í styrjöldinni miklu, særðist í Frakkland, kom aftur til Kanada 1919 og dó stuttu síðar á sóttarsæng. Winnipeg, fæddur í Manitoba

Þórarinn Jónsson (1870-1944) Hjaltabakka

  • HAH09305
  • Einstaklingur
  • 6.2.1870 - 5.9.1944

Þórarinn Jónsson 6. feb. 1870 - 5. sept. 1944. Fæddur í Geitagerði í Skagafirði. Bóndi á Hjaltabakka, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Bóndi, hreppstjóri og alþingismaður á Hjaltabakka á Ásum, A-Hún.

Þórey Jónsdóttir (1900-1966) Skála á Skagaströnd og á Blönduósi

  • HAH04994
  • Einstaklingur
  • 22.6.1900 - 29.12.1966

Þórey Jónsdóttir 22. júní 1900 - 29. des. 1966. Frá Glaskow á Skagaströnd. Tökubarn Svangrund 1901, Sólheinum Blönduósi 1910, vk Læknabústaðnum og Miðsvæði 1920, Reynivöllum 1928, ráðskona í Hjallalandi, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Skála á Skagaströnd. Ógift.

Ásgeir Þorvaldsson (1944)

  • HAH03631
  • Einstaklingur
  • 6.5.1944 -

Ásgeir Þorvaldsson 6. maí 1944 Var í Böðvarshúsi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Tannsmiður Reykjavík.

Ingibjörg Þórarinsdóttir (1903-1994) Holtum Ásum

  • HAH01487
  • Einstaklingur
  • 17.10.1903 - 7.11.1994

Ingibjörg Jóninna Þórarinsdóttir fæddist á Hjaltabakka í Torfalækjarhreppi hinn 17. október 1903. Hún lést í Hátúni 10b hinn 7. nóv. Útför Ingibjargar var gerð frá Árbæjarkirkju.

Brynhildur Þórarinsdóttir (1905-1994) Reykjavík

  • HAH01156
  • Einstaklingur
  • 14.5.1905 - 29.8.1994

Brynhildur Þórarinsdóttir, Miðleiti 5, Reykjavík, fæddist á Hjaltabakka í Austur-Húnavatnssýslu 14. maí 1905. Hún lést í Borgarspítalanum 29. ágúst 1994.
Afkomendur Brynhildar og Jóns eru alls 35.
Að loknu námi í Kvennaskólanum á Blönduósi flutti Brynhildur til Reykjavíkur þar sem hún starfaði hjá tveimur fjölskyldum þar til hún giftist árið 1930. Frá þeim tíma var heimilið hennar vinnustaður. Útför Brynhildar fer fram frá Dómkirkjunni í dag 6. des 1994.

Jón Þórarinsson (1911-1999) Hjaltabakka

  • HAH01596
  • Einstaklingur
  • 6.8.1911 - 3.3.1999

Jón Þórarinsson fæddist á Hjaltabakka í Austur-Húnavatnssýslu 6. ágúst 1911. Hann lést á Vífilsstöðum 3. mars síðastliðinn. Eftir að Jón lauk barnaskólaprófi hóf hann nám við Bændaskólann á Hvanneyri og útskrifaðist þaðan sem búfræðingur árið 1931. Þá hófst starfsferill hans á jörðinni Hjaltabakka, fyrst með foreldrum sínum en hann tók síðan við búinu á Hjaltabakka sem hann byggði upp er árin liðu, m.a. 35 hektara nýrækt, 1000 hesta hlöðu, 240 kinda fjárhús o.fl. Auk þess var hann með veðurlýsingar fyrir Veðurstofu Íslands í 13 ár. Árið 1981 hætti Jón sveitastörfum og fluttist til Reykjavíkur og starfaði við bókband fram á síðasta ár. Jón sinnti ýmsum félagsstörfum í sínu sveitarfélagi, var m.a. gjaldkeri slysavarnadeildarinnar Ása í Torfalækjarhreppi 1954-72, gjaldkeri sjúkrasamlagsins 1945-70, í skattanefnd 1955-61 og í hreppsnefnd 1951-62.
Útför Jóns fer fram frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Samkomuhúsið Aðalgötu 1 Blönduósi

  • HAH00403
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1927 -

Samkomuhúsið (nú Aðalgata 1), sem byggt var á árunum 1925— '27, var lengi helzta funda- og samkomuhús sýslunnar.
Þar stóð áður verslunarhús Möllers og Thomasar Jerovsky

Aðalheiður Guðmundsdóttir (1929-2017) Ólafsfirði

  • HAH07975
  • Einstaklingur
  • 10.5.1929 - 18.12.2017

Anna Aðalheiður Guðmundsdóttir fæddist 10. maí 1929 á Efri-Ási í Hjaltadal. Fyrstu fjögur æviár hennar bjó fjölskyldan á Efra-Ási í Hjaltadal en 1933 fluttust þau að Reykjum í Ólafsfirði þar sem þau bjuggu næstu sex árin. Þaðan fluttust þau í Ólafsfjarðarkaupstað. Var á Efriási, Hólasókn, Skag. 1930. Húsfreyja og símstöðvarstarfsmaður á Munkaþverá í Eyjafjarðarsveit. Kvsk 1945-1946
Hún lést 18. desember 2017. Útför hennar fór fram frá Munkaþverárkirkju 5. janúar 2018, og hófst hún klukkan 13.30.

Salóme Jónsdóttir (1926-2015) Hvammi í Vatnsdal

  • HAH07970
  • Einstaklingur
  • 31.3.1926 - 5.3.2015

Salóme Jónsdóttir fæddist á Akri í Húnaþingi 31. mars 1926. Eftir að Reynir lést flutti hún til Reykjavíkur og bjó í Eskihlíð 24. Frá 2010 dvaldi hún á Hrafnistu í Kópavogi.
Var á Akri, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Hofi, Áshr., A-Hún. 1957. Húsfreyja í Hvammi í Vatnsdal, síðar bús. í Reykjavík.
Hún lést á Hrafnistu í Kópavogi 5. mars 2015. Útför hennar fór fram frá Háteigskirkju 19. mars 2015, kl. 13. Jarðsett var á Undirfelli í Vatnsdal.

Kvenfélag Vatnsdæla (1927-)

  • HAH10052
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1927-

Kvenfélagið var stofnað 21.september 1927 að Hofi í Vatnsdal og voru félagar um 25 talsins. Fyrsta stjórn félagsins var skipuð þannig: Rannveig Stefánsdóttir Flögu, formaður, Theódóra Hallgrímsdóttir Hvammi, gjaldkeri og Kristín Vilhjálmsdóttir Blöndal Kötlustöðum, ritari. Hlaut félagið nafnið Kvenfélag Vatnsdæla og hét um nokkurra ára bil. Seinna var það skírt upp og hét þá Kvenfélagið Björk fram til ársins 1962 að aftur var skipt yfir í upprunalega nafnið, það er Kvenfélag Vatnsdæla og heitir svo enn í dag. Ekki hefur félagið verið formlega lagt niður en engin starfsemi hefur verið síðan árið 1998. Formenn hafa verið:
Rannveig Stefánsdóttir, Flögu
Helga Helgadóttir, Flögu
Theódóra Hallgrímsdóttir, Hvammi
Ágústína Grímsdóttir, Haukagili
Lilja Halldórsdóttir, Haukagili
Sesselja Svavarsdóttir, Saurbæ
Elín Sigurtryggvadóttir, Kornsá
Guðlaug Ólafsdóttir, Snæringsstöðum
Sóley Jónsdóttir, Haukagili
Sigrún Grímsdóttir, Saurbæ
Harpa Eggertsdóttir, Haukagili
Heiðursfélagar:
Péturína Jóhannssdóttir, Grímstungu
Margrét Björnsdóttir, Brúsastöðum
Sigurlaug Jónasdóttir, Ási
Rósa Ívarsdóttir, Marðarnúpi
Jakobína Þorsteinsdóttir, Vöglum
Ágústína Grímsdóttir, Haukagili

Kambakot

  • HAH00340
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Kambakotsbærinn stendur í lægð milli Hafursstaðakjöls og Kamba. Hann er í hvarfi frá þjóðvegi að mestu. Þröngt er um ræktanlegt land. Sumarhagar eru góðir á Brunnársal, sem er austur frá bænum. 2 eyðijarðir Kjalarland og Kirkjubær eru nytjaðar með Kambakoti.
Íbúðarhús byggt 1952 434 m3. Fjós yfir 14 kýr, fjárhús yfir 250 fjár. Hlöður 894 m3. geymsla 144 m3. Tún 16,2 ha.

Ólafur Ólafsson (1905-2001) Kambakoti

  • HAH01795
  • Einstaklingur
  • 24.5.1905 - 4.8.2001

Ólafur Ólafsson fæddist í Háagerði á Skagaströnd 24. maí 1905. Hann lést á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 4. ágúst síðastliðinn. Ólafur og Sveinfríður hófu búskap á Borgarlæk á Skaga árið 1933, síðan fluttu þau að Álfhóli í Skagahreppi. Þaðan fluttu þau að Kleif á Skaga árið 1935 og bjuggu þar í 13 ár, er þau fluttu að Kambakoti í Vindhælishreppi, þar sem þau bjuggu til ársins 1967 er Sveinfríður lést. Jónmundur sonur þeirra tók þá við búinu. Eftir að Ólafur brá búi dvaldist hann mest í Kambakoti, að undanskildum nokkrum árum sem hann dvaldist í Grindavík og Kópavogi hjá dóttur sinni Olgu. Frá 1990 dvaldi hann síðan á Gauksstöðum á Skaga hjá dóttur sinni Eiðnýju og tengdasyni sínum Jóni.
Útför Ólafs fer fram frá Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Fjóla Ólafsdóttir (1941) Kambakoti

  • HAH04202
  • Einstaklingur
  • 19.1.1941 -

Guðríður Fjóla Ólafsdóttir 19. janúar 1941 Var í Kambakoti, Vindhælishr., A-Hún. 1957. Hveragerði.

Sigþrúður Sigurðardóttir (1934-2015) Gýgjarhóll, Skag.

  • HAH08146
  • Einstaklingur
  • 1.6.1934 - 12.10.2015

Sigþrúður Sigurðardóttir fæddist á Litlu-Giljá í Sveinsstaðahreppi í Austur-Húnavatnssýslu 1. júní 1934. Sigþrúður var alin upp í foreldrahúsum á Litlu-Giljá í Húnaþingi. Hún stundaði nám í Kvennaskólanum á Blönduósi og dvaldi um tíma í Reykjavík, þar sem hún vann við ýmis störf.

Hún andaðist á heimili sínu, Kvistahlíð 7 á Sauðárkróki, 12. október 2015. Sigþrúður var jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju 24. október, klukkan 14.

Litla-Giljá í Þingi

  • HAH00503
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Bærinn stendur undir brattri brekku vestan þjóðvegar, skammt suður frá Giljánni. Vestur frá bænum var áður engið, mest votlendi, en nú nálega allt orðið að túni. Til austurs með ánni er beitilandið, það er að stofni til melöldur meða flóasundum og móum á milli og hvammar að ánni, nokkuð ræst síðustu árin. Jörðin hefir lengi verið bænsaeign, þar hefur jafnan verið töluverð garðrækt. Íbúðarhús byggt 1952, 539 m3. Fjós fyrir 18 gripi. Fjárhús yfir 300 fjár. Hesthús yfir 9 hross. Hlöður 1100 m3. Gömul fjárhús. Geymsla.Tún 42,3 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá og Giljá.

Álfhildur Steinbjörnsdóttir (1933-2014) Syðri-Völlum V-Hún.

  • HAH08142
  • Einstaklingur
  • 11.4.1933 - 17.4.2014

Álfhildur Steinbjörnsdóttir fæddist að Reykjum í Húnaþingi vestra 11. apríl 1933.
Hún lést á Ljósheimum, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi 17. apríl 2014. Útför Álfhildar fór fram frá Þorlákskirkju, Þorlákshöfn 30. apríl 2014, og hófst athöfnin kl. 14.

Guðbjörg Sigurðardóttir (1933-2020) Reykjavík

  • HAH03845
  • Einstaklingur
  • 14.1.1933 - 22.5.2020

Guðbjörg Jóna Sigurðardóttir 14. janúar 1933 Reykjavík, Kvsk á Blönduósi 1950-1951. Starfaði lengst af hjá Blindravinafélagi Íslands.

Glaumbær í Skagafirði

  • HAH00415
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Bærinn í Glaumbæ er samstæða þrettán húsa. Níu þeirra opnast inn í göng sem svo eru kölluð og eru mjór gangur, sem liggur frá bæjardyrum til baðstofu, sem er aftasta húsið í húsaþyrpingunni. Sex húsanna snúa gafli/burstum að hlaði og hægt að ganga inn um þau þaðan. Þetta eru kölluð framhúsin. Inn í eitt bakhúsanna, sem svo eru kölluð, er hægt aða ganga og eru það bakdyr bæjarins þar sem heimilsifólk gekk vanalega um.
Fyrsta sýning safnsins var opnuð þar þann 15. júní árið 1952 og fjallaði hún, þá sem nú, um mannlíf í torfbæjum. Glaumbær er í húsasafni Þjóðminjasafns Íslands. Starfssvæði Byggðasafns Skagfirðinga, sem er elsta byggðasafn landsins, er allur Skagafjörður og í dag er safnið með bækisstöðvar á nokkrum öðrum stöðum í héraðinu.

Á bæjarhólnum, þar sem bærinn stendur, hafa hús staðið í mörg hundruð ár. Bæjarhúsin hafa breyst að stærð og gerð og færst til á hólnum, eftir efnum og ástæðum húsbænda á hverjum tíma. Árið 2002 fundust leifar húsa frá 11. öld, í túninu austur af bæjarhólnum og virðist sem bæjarhúsin hafi verið flutt um set um eða fyrir 1100, um mannsaldri eftir að sagnir herma að Snorri Þorfinnsson, sonur Þorfinns karlsefnis og Guðríðar Þorbjarnardóttur, hafi byggt fyrstu kirkjuna í Glaumbæ. Snorri var fyrsta evrópska barnið, sem sögur fara af, fætt á meginlandi Ameríku.

Glaumbær er torfríkasti bær landsins. Skýringin er sú að grjót í veggjahleðslu er vart að finna í Glaumbæjarlandi, en torfrista er góð. Það má sennilega fullyrða að hvergi í veröldinni sé torf notað í jafnmiklum mæli í jafn stóra byggingu eins og í Glaumbæ. Veggirnir eru hlaðnir úr klömbrum, sniddu og streng. Rekaviður og innfluttur viður eru í grindum og þiljum. Bæjarhúsin eru misgömul að efni og gerð því menn byggðu húsin eftir því hvort þörf var á stærri eða minni húsum er kom að endurnýjun.
Það sem skipti sköpum um varðveislu Glaumbæjar að breski Íslandsvinurinn Mark Watson (1906-1979) gaf 200 sterlingspund til varðveislu bæjarins árið 1938.
Bærinn var friðlýstur árið 1947. Sama ár fluttu síðustu íbúarnir burtu úr bænum. Árið 1948 er Byggðasafn Skagfirðinga var stofnað og fékk safnið bæinn fyrir starfsemi sína, samkvæmt samningi við Þjóðminjasafn Íslands. Sá samningur var síðast endurnýjaður árið 2002.
Ýmsar getgátur eru um bæjarnafnið Glaumbær. Hvort það hafi verið dregið af hávaða eins og fossheitið Glaumur, hávaða af gleðskap, glymjanda í járnsmiðju eða klukknahljómi. Hvort hér hafi einhvern tíma heitið Gamlibær og við brottfall og hljóðvíxl hafi nafnið breyst í Glaumbær. Kenningin er þá sú að bærinn hafi flust til, jafnvel farið í eyði um tíma og byggst aftur í þá tíð er menn voru að þreifa fyrir sér með heppilegt bæjarstæði.28 Hugmynd er einnig um að nafnið geti verið dregið af orðinu glám, sem getur þýtt að vera áberandi, glóa29, glámbær, sem hafi í tímans rás breyst í Glaumbær. Þá hefur sú tilgáta verið orðuð að nafnið gæti verið dregið af járnvinnslu. Í Glaumbæ hafa löngum verið góðir járnsmiðir og jörðin er rauðarík. Kenningin byggir á því að rauðinn hafi verið kallaður gláma. Höfund brestur heimildir um þá orðnotkun. Hæglega gæti gjallandinn frá járnvinnslunni verið glaumurinn sem nafnið var dregið af, alveg eins og efnið sjálft, en allt eru þetta athygliverðar tilgátur.

Glaumbæjarkirkja var vígð 1926. Henni hafa þjónað 7 prestar, sem er merkilegt ef horft er til þess að frá siðbreytingu 1550 til 1925 höfðu samtals, á því tímabili, 14 prestar þjónað kirkjum Glaumbæjar.

Ísafjörður

  • HAH00332
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Ísafjörður er þéttbýlisstaður á Eyri við Skutulsfjörð í Ísafjarðardjúpi. Hann er þjónustumiðstöð sveitarfélagsins Ísafjarðarbæjar og er stærsti byggðakjarninn innan þess. Íbúar voru 2.525 árið 2015.
Ísafjörður var einn þeirra 6 verslunarstaða á Íslandi sem fengu kaupstaðarréttindi árið 1786 (hinir voru Reykjavík, Akureyri, Eskifjörður, Grundarfjörður og Vestmannaeyjar) en missti þau árið 1816 til Grundarfjarðar (sem hafði verið sviptur þeim árið 1807). Bærinn endurheimti kaupstaðarréttindin árið 1866. Þá náði land kaupstaðarins yfir Eyrina og stóran hluta Eyrarhlíðar. Áður hafði það heyrt undir Eyrarhrepp. Kaupstaðurinn og hreppurinn sameinuðust aftur 3. október 1971, þá undir nafni Ísafjarðarkaupstaðar.
Árið 1994 bættist Snæfjallahreppur við sveitarfélagið og Sléttuhreppur árið eftir en hann hafði þá verið í eyði í meira en fjóra áratugi.
Hinn 1. júní 1996 sameinaðist Ísafjarðarkaupstaður 5 öðrum sveitarfélögum á Vestfjörðum: Flateyrarhreppi, Mosvallahreppi, Mýrahreppi, Suðureyrarhreppi og Þingeyrarhreppi, undir nafninu Ísafjarðarbær.

Nafnið Ísafjörður átti forðum við um allt Ísafjarðardjúpið en festist síðan við eyrina í Skutulsfirði sem var helsti verslunarstaðurinn á þessu svæði. Innst í Ísafjarðardjúpi er hins vegar fjörður sem ber nafnið Ísafjörður og veldur þetta gjarnan nokkrum heilabrotum hjá erlendu ferðafólki.
Eyri í Skutulsfirði - Ísafjörður - er forn verslunarstaður, höfuðstaður Vestfjarða og tilheyrir nú hinu sameinaða sveitarfélagi Ísafjarðarbæ. Þar hefur verið stunduð verslun öldum saman en strax á 16. öld komu kaupmenn frá Hamborg sér upp aðstöðu á eyrinni. Með tilkomu dönsku einokunarverslunarinnar var eyrin svo fest enn frekar í sessi sem miðstöð fiskveiða og verslunar.
Eftir að einokuninni var aflétt störfuðu mörg gróskumikil útgerðar- og verslunarfélög á Ísafirði. Þeirra þekktast er án efa Ásgeirsverslunsem var lang öflugasta einkafyrirtæki landsins á sínum tíma. Fyrirtækið var með umsvifamikla útgerð, keypti fyrstu gufuskip sem Íslendingar eignuðust, hélt uppi farþega- og vörusiglingum um Ísafjarðardjúp og sigldi með afurðir sínar beint frá Ísafirði til markaðslandanna við Miðjarðarhaf. Ásgeirsverslun stóð fyrir ýmsum öðrum nýjungum svo sem fyrsta talsíma á milli húsa á Íslandi.
Saltfiskur varð verðmætasta útflutningsafurð Íslendinga á 19. öld og vinnsla hans varð undistaða atvinnulífs á Ísafirði. Um aldamótin 1900 var Ísafjörður næst stærsti bær landsins og í fararbroddi í mörgu er sneri að útgerð og sjávarútvegi. Til Ísafjarðar má m.a. rekja upphaf vélvæðingar fiskiskipaflotans sem og upphaf rækjuveiða við Ísland.
Samhliða atvinnulífinu blómstraði einnig menningin í bænum. Tónlistin á sér þar ríka hefð og var Tónlistarskóli Ísafjarðar fyrsti tónlistarskóli landsins. Bókasafn var stofnað þegar árið 1889 og um tíma áttu Ísfirðingar eitt allra glæsilegasta leikhús landsins, Templarahúsið, sem brann árið 1930.
Ísafjörður hefur ótal margt að bjóða ferðafólki. Sjóminjasafnið í Neðstakaupstað, í húsum einokunarverslunarinnar frá 18. öld, þykir eitt af skemmtilegustu söfnum landsins en þar er einnig til húsa Harmonikusafn Ásgeirs Sigurðssonar. Í Gamla sjúkrahúsinu á Eyrartúni er bókasafn, skjalasafn, ljósmyndasafn og metnaðarfullt listasafn. Ganga um gamla bæinn er líka á við bestu heimsókn á safn ekki síst ef hið ágæta húsakort er með í för.
Náttúran í kringum Ísafjörð er einstök og býður upp á fjölmargar frábærar gönguleiðir við allra hæfi og ekki er verra að líða um kyrran hafflötinn á kajak. Í Tungudal er golfvöllur og fyrir þá sem leggja leið sína til Ísafjarðar að vetri er rétt að benda á skíðasvæðin í Tungudal og á Seljalandsdal. Sundhöllin á Ísafirði er gömul en vinaleg innilaug með heitum potti og gufubaði. Frá Ísafirði eru reglulegar áætlunarferðir báta yfir í Hornstrandafriðlandið, til eyjarinnar Vigur og víðar. Snæfjallaströnd tilheyrir einnig Ísafjarðarbæ en þar er rekin eina ferðaþjónustan við norðanvert Djúp, í Dalbæ og þar er Snjáfjallasetur með sögusýningar.
Á hverju ári fara fram metnaðarfullar menningarhátíðir á Ísafirði. Þar ber hæst klassísku tónlistarhátíðina Við Djúpið, leiklistarhátíðina Act Alone og sjálfa rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður. Unnendur íþrótta og útivistar fá líka sitt á Skíðavikunni, Fossavatnsgöngunni og Mýrarboltanum ásamt Hlaupahátíð á Vestfjörðum sem fram fer á Ísafirði, Bolungarvík og í Dýrafirði.

Laugar í Reykjadal

  • HAH00367
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Laugar í Reykjadal er þéttbýliskjarni í Þingeyjarsveit á Norðurlandi eystra. Þar er stjórnsýsla Þingeyjarsveitar og þar er aðalútibú Sparisjóður Suður-Þingeyinga. Á Laugum starfar fiskvinnslufyrirtækið Laugafiskur og hefur lengi verið rekin verslun. Íbúar voru 128 árið 2015.

Á Laugum starfa 4 skólar, leikskólinn Krílabær, Litlulaugaskóli sem er grunnskóli, Framhaldsskólinn á Laugum og Tónlistarskólinn á Laugum.

Á Laugum er glæsileg 25 m laug með tveimur rúmgóðum heitum pottum og vaðlaug. Sundlaugin er í sama húsnæði og íþróttahöllin.

Frá upphafi skólahalds á Laugum árið 1925 hafa um 7000 manns stundað nám, fyrst í lýðsskóla, síðan alþýðuskóla, þá héraðsskóla og loks í Framhaldsskólanum á Laugum eins og hann heitir nú. Framhaldsskólinn á Laugum er heimavistarskóli og þangað koma nemendur alls staðar að af landinu.
Tildrög stofnunar Laugaskóla má rekja til hinnar svokölluðu Þingeysku menningarbyltingar sem stóð frá sjöunda áratug 19. aldar til þriðja áratugs 20. aldar, en þá var skólinn stofnaður. Segja má að forverar skólans hafi verið fjórir. Fyrstur var stofnaður Hléskógaskóli en hann starfaði ekki lengi og kenndu margir slæmri staðsetningu um. Seinna var skólahúsið fært að Ljósavatni og var þá stofnaður Ljósavatnsskóli og starfaði hann í 11 ár. Unglingaskólinn á Breiðumýri var svo stofnaður árið 1918 og Lýðsskólinn á Laugum var arftaki hans.
Á fundi hjá Sambandi Þingeyskra ungmennafélaga (síðar HSÞ), 24. apríl 1915, var samþykkt tillaga þess efnis að allar deildir sambandsins innu að stofnun héraðsskóla. Í framhaldi af því var farið að huga að stað fyrir skólann. Upphaflega var horft til Grenjaðarstaðar, en á endanum var ákveðið að hinn nýi skóli skyldi rísa á Laugum í Reykjadal. Á Laugum var nægilegt heitt vatn og Sigurjón Friðjónsson á Litlu-Laugum gaf land undir skólann. Var Arnór Friðjónsson, sonur Sigurjóns, fyrsti skólastjóri þess skóla.
Skólinn er nú með heimavistir fyrir 150 nemendur.

Gagnfræðaskólinn á Akureyri

  • HAH00008
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1902 -

Menntaskólinn á Akureyri (latína Schola Akureyrensis) er íslenskur framhaldsskóli sem er á Brekkunni á Akureyri. Skólinn á sér langa sögu og hafa margir frægir Íslendingar haft viðkomu þar í gegnum tíðina. Í dag er skólinn bóknámsskóli sem býður upp á fjögurra ára nám til stúdentsprófs.

Upphaf Menntaskólans á Akureyri er yfirleitt rakið til stofnunar Möðruvallaskóla á Möðruvöllum í Hörgárdal 1880. Þó má líta á skólann sem beint framhald af því skólahaldi sem fór fram á Hólum í Hjaltadal allt frá biskupstíð Jóns Ögmundssonar um 1106 og stóð til 1802 þegar Hólaskóli var lagður niður með konungsbréfi. Um leið og Hólaskóli hafði verið lagður niður hófst barátta norðlendinga fyrir því að „norðlenski skólinn“ yrði endurreistur. Stofnun Gagnfræðaskólans á Möðruvöllum 1880 var sigur í þeirri baráttu.

1902 brann skólahúsið á Möðruvöllum og var skólinn þá fluttur um set til Akureyrar og var þá kallaður Gagnfræðaskólinn á Akureyri. Fyrstu tvö árin á Akureyri hafði hann aðsetur í Hafnarstræti 53 en fluttist svo inn í hið nýja Gagnfræðaskólahús við Eyrarlandsveg haustið 1904 þegar bygging þess var langt komin, húsið er enn í notkun og kallast nú Gamli skóli. 1905 var skólinn tengdur Menntaskólanum í Reykjavík þannig að nemendur gátu tekið fyrstu þrjú ár hans á Akureyri og sest svo beint í fjórða bekk í Reykjavík.
Gamli skóli er elsta hús skólans, hann var byggður sumarið 1904. Framkvæmdir hófust í maí og hófst kennsla í húsinu í október sama ár en þá var húsið að mestu tilbúið. Á efri hæð hússins er að finna sal sem var samkomusalur skólans allt fram til 1968. Í dag hýsir gamli skóli kennarastofu og skrifstofur stjórnenda skólans auk þess sem kennsla í erlendum tungumálum fer að mestu fram þar.

Á árunum 1924-1927 fór svo fram menntaskólakennsla í fyrsta sinn í skólanum þ.e. seinni þrjú árin til viðbótar við þau þrjú sem áður hafði verið boðið uppá. Þeir nemendur sem luku því námi fengu svo utanskóla stúdentspróf frá MR vorið 1927. Á árunum 1927-1930 var mikil togstreita um það á alþingi og í ráðuneytum hvort leyfa ætti skólanum að braustskrá stúdenta. Þeirri baráttu lauk ekki fyrr en 1930 þegar skólinn var gerður að fullkomnum menntaskóla og tók sér núverandi nafn. Síðan 1930 hefur skólinn stækkað mjög við sig í nemendafjölda og húsakosti og nú stunda þar um 750 manns nám og skólinn útskrifar rúmlega 150 stúdenta á ári hverju.

Ásta Ólafsdóttir (1936-2019) Þórustöðum, Bitrufirði

  • HAH08154
  • Einstaklingur
  • 24.8.1916 - 3.6.2019

Ásta Kristjana Ólafsdóttir fæddist að Þórustöðum í Bitrufirði 24. ágúst 1936.
Hún lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut 3. júní 2019. Útförin fór fram frá Fossvogskirkju 14. júní 2019, klukkan 13.

Ingibjörg Ágústsdóttir (1934-2005) Akranesi

  • HAH08150
  • Einstaklingur
  • 7.1.1934 - 21.9.2005

Ingibjörg Ágústsdóttir fæddist á Akranesi 7. janúar 1934. Ingibjörg ólst upp á Akranesi og bjó þar til ársins 1959, flutti þá ásamt manni sínum að Borgarholti í Miklaholtshreppi, þar sem þau stunduðu búskap. Árið 1996 hættu þau búskap og fluttu á Akranes þar sem Ingibjörg bjó til dauðadags.
Hún andaðist á sjúkrahúsi Akraness aðfaranótt miðvikudagsins 21. september 2005. Útför Ingibjargar var gerð frá Akraneskirkju 28.9.2005 og hófst athöfnin klukkan 14.

Ragnhildur Björgvinsdóttir (1932-2007) frá Úlfsstöðum í Hálsasveit Borgarfirði

  • HAH08174
  • Einstaklingur
  • 3.12.1932 - 27.5.2007

Ragnhildur Björgvinsdóttir [Lilla] fæddist á Úlfsstöðum í Hálsasveit í Borgarfjarðarsýslu 3. desember 1932. Ragnhildur starfaði við ýmis þjónustustörf og síðustu 20 starfsárin í mötuneyti Tryggingastofnunar ríkisins.
Hún lést á líknardeild Landspítalans sunnudaginn 27. maí 2007. Útför Ragnhildar var gerð frá Hallgrímskirkju 5.6.2007 og hófst athöfnin klukkan 13.

Kolbrún Björnsdóttir (1939-2006) Reykjavík

  • HAH08306
  • Einstaklingur
  • 5.6.1939 - 27.11.2006

Kolbrún Björnsdóttir fæddist í Reykjavík 5. júní 1939.
Hún lést 27. nóvember 2006. Kolbrún var jarðsungin frá Garðakirkju 8.12.2006 og hófst athöfnin klukkan 13.

Ingibjörg Jóhannsdóttir (1947-2016) Sólheimum, Sæmundarhlíð

  • HAH08497
  • Einstaklingur
  • 10.4.1947 - 7.7.2016

Ingibjörg M. Jóhannsdóttir fæddist 10. apríl 1947 í Sólheimum í Sæmundarhlíð. Inga ólst upp í Sólheimum við hin ýmsu sveitastörf sem tíðkuðust á þessum árum. Inga og Siggi bjuggu í Reykjavík þar til þau fluttu í Holtsmúla í Skagafirði vorið 2009.
Inga lést 7. júlí 2016 í Reykjavík. Útför Ingu fór fram frá Sauðárkrókskirkju 21. júlí 2016, kl. 14.

Jón Þórðarson (1826-1885) Prestur í Auðkúlu,

  • HAH05767
  • Einstaklingur
  • 3.10.1826 - 13.6.1885

Prestur í Auðkúlu, Auðkúlusókn, Hún. 1860. Prestur á Auðkúlu frá 1856 til dauðadags. Prófastur á Auðkúlu í Húnavatnsprófastsdæmi 1862-1872 og frá 1880 til dauðadags.

Guðbjörg Guðmundsdóttir (1945-2011) Keflavík

  • HAH08473
  • Einstaklingur
  • 25.2.1945 - 9.11.2011

Guðbjörg Sigrún Guðmundsdóttir fæddist í Keflavík 25. febrúar 1945. Guðbjörg átti heima í Keflavík meiri hluta ævinnar fyrir utan tvö ár í Bandaríkjunum.
Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 9. nóvember 2011. Útför Guðbjargar fór fram í kyrrþey frá Keflavíkurkirkju 22. nóvember 2011.

Árdís Björnsdóttir (1876-1956) Vatnsenda

  • HAH09247
  • Einstaklingur
  • 4.2.1876 - 17.1.1956

Ingigerður Árdís Björnsdóttir 4. febrúar 1876 - 17. janúar 1956. Var á Vatnsenda, Vesturhópshólasókn, Hún. 1901. Þorfinnsstöðum 1910.

Kristján Hjartarson (1928-2003) Skjaldbreið Skagaströnd

  • HAH01684
  • Einstaklingur
  • 21.4.1928 - 2.8.2003

Kristján Arinbjörn Hjartarson fæddist á Blönduósi 21. apríl 1928. Hann lést á Skagaströnd 2. ágúst 2003.
Kristján ólst upp að hluta á Finnsstöðum hjá Jósef Jóhannssyni, en einnig hjá foreldrum sínum í Vík. Hann var hjá Gísla Pálmasyni á Bergsstöðum í Svartárdal 1939-1941 og hjá Þorsteini Jónssyni á Gili í sama dal 1941-1943, gekk í Héraðsskólann að Reykjum 1944-1946 og sótti síðar námskeið í orgelleik og kórstjórn. Verkamaður á Skagaströnd 1946-48 og vann þá m.a. við smíðar hjá Sveini Sveinssyni, móðurbróður sínum. Var um tíma til sjós með bræðrum sínum, beitningamaður á Skagaströnd lengst af 1948-1951. Sjómaður á Akranesi 1951-1952, en síðan búsettur á Skagaströnd. Starfaði þar að mestu við beitningar 1952-1964. Starfsmaður á Vélaverkstæði Karls og Þórarins 1964-1975 og 1976-1985.
Kristján bjó á nokkrum stöðum á Skagaströnd fyrstu árin eftir heimilisstofnun, en keypti svo húsið Grund og bjó þar frá 1962 til 1997.

Síðustu árin bjó Kristján í Sæborg, dvalarheimi aldraðra á Skagaströnd, og í íbúðum aldraðra þar hjá á Ægisgrund 6.
Útför Kristjáns var gerð frá Hólaneskirkju 9.8.2003 og hófst athöfnin klukkan 14.

Hvammur í Svartárdal

  • HAH00168
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1300]

Bærinn Hvammur stendur skammt neðan vegar, norðan Hvammsár. Fellur hún austan Hvammsdal um stórgrýtta skriðu í Svartá við tún í Hvammi. Jörðin á land beggjamegin Svartár og er að vestan gamalt eyðibýli, Teigakot. Ræktun er bæði austan og vestan ár, sum í brattlendi við erfiðar aðstæður. Landrými er í Hvammi og landgott til fjalls. Íbúðarhús byggt 1954, 200 m3. Fjós fyrir 4 gripi. Fjárhús yfir 200 fjár. Hesthús yfir 30 hross. Hlaða 150 m3. Tún 15 ha. Veiðiréttur í Svartá, Hvammsá og Hvammstjörn.

Árni Arinbjarnarson (1934-2015) Fiðluleikari

  • HAH03519
  • Einstaklingur
  • 8.9.1934 - 1.3.2015

Árni Arinbjarnarson 8. september 1934 - 1. mars 2015 Var í Reykjavík 1945. Fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands, fiðlukennari, orgelleikari og söngstjóri í Reykjavík.
Árni fluttist ársgamall með foreldrum sínum til Reykjavíkur og bjó þar alla tíð. Hann ólst upp í foreldrahúsum öll æskuárin en dvaldist oft yfir sumartímann í sveit hjá frændfólki sínu á Bjargi í Miðfirði.
Útför Árna fer fram frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu í dag, 11. mars 2015, kl. 15.

Gunnlaugur Briem (1847-1897) Kaupmaður

  • HAH09113
  • Einstaklingur
  • 18.8.1847 - 24.8.1897

Gunnlaugur Eggertsson Briem 18. ágúst 1847 - 24. ágúst 1897. Var á Espihóli, Hrafnagilssókn, Eyj. 1860. Sýslufullmektugur á Reynistað, Reynistaðarsókn, Skag. 1880. Verslunarstjóri og alþingismaður í Hafnarfirði.

Fæddur á Melgraseyri á Langadalsströnd. Ráðsmaður á búi föður síns á annan tug ára. Alþingismaður Skagfirðinga 1883–1885.
Verslunarmaður í Reykjavík 1882–1885. Verslunarstjóri í Hafnarfirði frá 1885 til æviloka.

Guðrún Þorkelsdóttir (1886-1973) Bröttuhlíð

  • HAH04481
  • Einstaklingur
  • 22.11.1886 - 16.4.1973

Guðrún Þorkelsdóttir 22. nóv. 1886 - 16. apríl 1973. Var á Barkarstöðum, Bergstaðasókn, Hún. 1890. Var hjá móðurbróður sínum á Brún, Bergstaðasókn, Hún. 1901. Ráðskona í Bröttuhlíð, Bergsstaðasókn, A-Hún. 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Var í Brún, Bergstaðasókn, Hún. 1901 og Fornastöðum Blönduósi 1940.

Svavar Pálsson (1898-1921) Hrísey

  • HAH09041
  • Einstaklingur
  • 6.4.1898 - 6.6.1921

Svavar Pálsson 6. apríl 1898 - 6. júní 1921 [8.6.1920 skv minningargrein um Guðrúnu] Hrísey. Pálshúsi Ólafsfirði 1901 og 1910. Finnst ekki í manntali 1920

Indíana Sigfúsdóttir (1927-2008) Forsæludal

  • HAH06010
  • Einstaklingur
  • 16.6.1927 - 18.10.2008

Indiana var fædd að bænum Forsæludal og stendur bærinn þar fremst og austan Vatnsdalsár. 16. júní 1927 - 18. okt. 2008. Var á Forsæludal, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var í Forsæludal, Áshr., A-Hún. 1957. Í Forsæludal byrjaði Indiana síðan búskap með Braga Haraldssyni en þau fluttu sig síðan á næsta bæ, Sunnuhlíð, árið 1962. Í Sunnuhlíð voru þau búandi, fyrst sem leiguliðar en keyptu seinna jörðina og bjuggu þar síðan.
Í Forsæludal og Sunnuhlíð bjó Indiana alla ævi, fyrir utan síðustu tvö árin. Þann tíma var hún á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi, þar andaðist hún og var útför hennar gerð frá Undirfellskirkju 25. október 2008.

„Ferðaþrá í brjósti brann burt um víða geyma.
En allt það sem ég fegurst fann, fann ég hérna heima“.

Skuld Blönduósi 1916, Hafnarbraut 1-3 Blönduósi

  • HAH00667
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1917 - 1954

Skuld 1916. Timburhús byggt 1939, rifið 1980, gamli torfbærinn rifinn 1954.
Byggt 1916 af Jóni Helgasyni. Jón hafði búið á Svangrund árið áður. Þar voru hús hin lélegustu um þær mundir og leist Jóni ekki á að búa þar lengur. Hann fékk leyfi hjá tengdamóður sinni að byggja í landi Ennis yfir sig og sína. Björn Einarsson frá Bólu var ráðinn til að sjá um hleðslu hússins, sem var úr torfi. Á meðan hafðist Jón við í gömlu nausti norðan við lóðina og tjaldaði þar yfir.

Hjálmar Jónsson (1876-1943) Fjósum

  • HAH05183
  • Einstaklingur
  • 8.12.1876 - 29.11.1943

Hjálmar Jónsson 8. des. 1876 - 29. nóv. 1943. Bóndi á Fjósum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Fjósum í Bólstaðarhlíðarhr.

Ólafur Sigfússon (1920-1986) Forsæludal

  • HAH09062
  • Einstaklingur
  • 26.1.1920 - 6.7.1986

Var á Forsæludal, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Bóndi og smiður í Forsæludal. Síðast bús. í Blönduóshreppi. Ókvæntur. Drukknaði. Skáldmæltur og voru ljóð hans gefin út.

Ólöf Sigvaldadóttir (1888-1925) Fjósum

  • HAH09061
  • Einstaklingur
  • 27.5.1888 - 28.7.1925

Ólöf Sigvaldadóttir 27. maí 1888 - 28. júlí 1925. Var á Brún, Bergstaðasókn, Hún. 1890. Húsfreyja á Fjósum í Svartárdal.

Guðmundur Benediktsson (1901-1987) prestur á Barði í Fljótum

  • HAH01275
  • Einstaklingur
  • 6.4.1901 - 25.10.1987

Guðfræðinemi á Ási, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Prestur á Barði í Fljótum, síðast á Akranesi.
Í dag verður til moldar borinn frá Barðskirkju í Fljótum móðurbróðir minn, sr. Guðmundur Benediktsson, er varð bráðkvaddur sunnudaginn 25. október 1987 á heimili sonar síns og tengdadóttur á Vogabraut 32 á Akranesi. Guðmundur Benediktsson var Húnvetningur að ætt og uppruna. Hann fæddist hinn 6. apríl árið 1901 á Hrafnabjörgum í Svínadal í Austur-Húnavatnssýslu og var því á 87. aldursárinu er hann lést.
Árið 1966 um vorið, lét sr. Guðmundur af prestsstörfum, þá 65 ára að aldri og fluttist suður til Reykjavíkur um haustið. Hefur hann síðan verið heimilisfastur hjá dr. Guðmundi, syni sínum, og fjölskyldu hans, fyrst í Hraunbænum í Árbæjarhverfi en síðan á Akranesi. Aukþess hefur hann um lengri eða skemmri tíma heimsótt börn sín önnur og fjölskyldur þeirra og dvalist hjá þeim og hvarvetna var hann aufúsugestur.

Jósef Davíðsson (1832) Eiðsstöðum

  • HAH09332
  • Einstaklingur
  • 3.5.1832 -

Jósef Davíðsson 3.5.1832. Var á Giljá, Grímstungusókn, Hún. 1845. Vinnumaður á Hjallalandi, Undirfellssókn, Hún. 1870. Ekkill Grund 1880 og Syðri-Löngumýri 1890. Eiðsstöðum

Hallgrímur Sigurðsson (1865-1911) Þröm í Langholti

  • HAH04753
  • Einstaklingur
  • 26.10.1865 - 19.12.1911

Hallgrímur Sigurðsson 26.10.1865 - 19.12.1911. Bóndi á Þröm í Langholti, Skag. Varð úti. Niðursetningu Flatartungu 1870. Smali Lóni 1880. Vinnumaður Hofsstaðaseli 1890. Húsmaður Sólheimum 1910.

Birgir Þór Ingólfsson (1951)

  • HAH02618
  • Einstaklingur
  • 14.7.1951 -

Birgir Þór Ingólfsson 14. júlí 1951 Var á Bollastöðum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957.

Grund / Syðri-Grund í Svínavatnshreppi

  • HAH00525
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1300]

Grund er ættarjörð, Þorteinn Helgason og Sigurbjörg Helgadóttir kona hans fluttu þangað 1846 við skiptin 1950 þegar nýbýlið Syðri-Grund var stofnað, hélt gamla jörðin efti flatlendinu norðan þjóðvegarins, allt norður að Svínavatni. Mikill hluti þess er ákjósanlegt ræktunarland. Gamlatúnið og og byggingarnar eru uppvið fjallsræturnar. Svínadalsfjallið er þarna hátt og bratt, en gott til beitar neðan til. Miðhlíðis er stallur eða skálar. Þar eru tvær tjarnir [Grundartjarnir] og í þeim talsverð silungaveiði. Úr norðari tjörninni fellur lækur niður hlíðina og við hann reist heimilisrafstöð fyrir grundarbæina 1953. Hún framleiðir enn rafmagn til húshitunnar. Íbúðarhús byggt 1937 og 1959, 485 m3. Fjós fyrir 16 gripi með mjólkurhúsi og og áburðargeymslu. Fjárhús yfir 240 fjár. Hesthús yfir 16 hross. Hlöður 2020 m3. Tún 23 ha. Veiðiréttur í Svínavatni, Grundartjörnum og Svínadalsá.

Syðri-Grund var skipt út úr Grund 1950. Nýbýlið hlaut land sunnan þjóðvegarins sem liggur þvert yfir dalinn. Þetta land er jafnlent mýrlendi, með góðum halla til uppþurrkunar. Auk þess er notagott beitiland í fjallinu. Íbúðarhús byggt 1950, 469 m3. Fjós fyrir 12 gripi með áburðargeymslu og mjólkurhúsi. Fjárhús yfir 200 fjár og önnur yfir 200 fjár. Gömul torfhús yfir 20 hross. Hlöður 800 m3. Tún 27 ha. Veiðiréttur í Svínavatni, Grundartjörnum og Svínadalsá..

Soffía Lárusdóttir (1858-1923) Vindhæli

  • HAH09337
  • Einstaklingur
  • 27.2.1858 - 10.6.1923

Steinunn Soffía Lárusdóttir 27. feb. 1858 [19.2.1857] - 10. júní 1923. Húsfreyja á Vindhæli, Spákonufellssókn, A-Hún. 1910.

Guðný Pálsdóttir (1866-1942) Balaskarði

  • HAH04173
  • Einstaklingur
  • 11.9.1866 - 13.6.1942

Guðný Málfríður Pálsdóttir 11. september 1866 - 13. júní 1942 Var á Hofi, Hofssókn, A-Hún. 1930. Lengst af húsfreyja á Balaskarði í Laxárdal.

Guðmundur Björnsson (1864-1937) Landlæknir

  • HAH03982
  • Einstaklingur
  • 12.10.1864 - 7.5.1937

Guðmundur Björnsson 12. október 1864 - 7. maí 1937 Húsbóndi í Reykjavík 1910. Landlæknir á Amtmannsstíg 1, Reykjavík 1930. Landlæknir og alþingismaður í Reykjavík.

Kristján Júlíusson Hall (1851-1881) Borðeyri

  • HAH09345
  • Einstaklingur
  • 29.12.1851 - 20.6.1881

Kristján Ragnar Júlíusson Hall 29. des. 1851 - 20. júní 1881. Fósturbarn í Hofstaðaseli, Flugumýrarsókn, Skag. 1860. Verslunarþjónn í Hólanesi, Spákonufellssókn, Hún. 1870. Bóndi á Borðeyri 1, Prestbakkasókn, Strand. 1880. Verslunarstjóri á Borðeyri.

Ólafur Guðmundsson (1832-1889) Bessastöðum Melstaðarsókn

  • HAH09348
  • Einstaklingur
  • 8.8.1832 - 22.10.1889

Ólafur Guðmundsson 8. ágúst 1832 - 22. okt. 1889. Var á Brandagili í Staðarsókn, Hún. 1845. Vinnumaður á Dalgeirsstöðum í Efranúpssókn, Hún. 1860. Bóndi á Bessastöðum, Melstaðarsókn, Hún. 1870 og 1880.

Jón Sigurðsson (1855-1946) Balaskarði

  • HAH09349
  • Einstaklingur
  • 30.4.1855 - 2.6.1946

Jón Sigurðsson 30. apríl 1855 - 2. júní 1946. Var á Hofi, Hofssókn, A-Hún. 1930. Lengst af bóndi á Balaskarði í Laxárdal

Svertingsstaðir í Miðfirði, Efri og Neðri

  • HAH00988
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (880)

Efri-Svertingsstaðir, sem nú eru sérstakt býli, voru áður Svertingsstaðasel og hétu Hakastaðir.
Selkeldan fellur sunnan og austan við gamla túngarðinn kringum Svertingsstaðaselið. Selsrústir held ég séu ekki sjáanlegar nú og ekki veit ég heldur nákvæmlega hvar selið var, en tel líklegt að það hafi verið þar sem útihús standa nú, eða hafa staðið, eða á sama grunni og bæjarhúsin á Efri-Svertingsstöðum eru byggð á.

Aðfararnótt 30.12.1882; Bærinn Svertingsstaðir í Miðfirði er sagt að hafi brunniö til kaldra kola. Mönnum öllum varð bjargað, en nokkuð af skepnum btann inni.

"Jeg get ekki skilið svo við æskustöðvar mínar í Miðfirði, að jeg ekki minnist hjer á tvö forn eyðibýli, er voru í Svertingsstaðalandi. Þau hjetu á Hakastöðum og Hankastöðum. Á Hankastöðum voru beitarhús þegar jeg var í æsku; var þó í daglegu tali kallað »uppi á selinu«, því að áður fyr var þar höfð selstöð. Þar var stórt og fallegt tún, sljettir hólar. Varið var það og slegið árlega að miklu leyti; sáust þar fornar túngarðsleifar. Fornar rústir voru þar ekki; mun selið og svo fjárhúsin hafa verið bygð ofan í þær. Hakastaðir voru vestar
og fjær uppi á hálsinum, á hól einum. Var þar minna túnstæði. Sást þar líka fyrir túngarðsleifum og húsarústum uppi á hólnum, sem allur var grasi gróinn.
Þessum fornbýlum, ásamt Svertingsstöðum, fylgdi sú munnmælasaga, að þeir hefðu allir þrír verið bræður: Haki, Hanki og Svertingur, verið landnámsmenn og búið á þessum stöðum, eins og bæjanöfnin benda til. Mætti geta þess til, að þeir hafi verið skipverjar Skinna-Bjarnar og hann hafi gefið þeim land þar út frá sjer, fyrir ofan Svertingsstaðaá og vestur á hálsinn (Hrútafjarðarháls). Hins sama get jeg til um Stein, er bygt hefur Steinsstaði hjá Hofi. Eftir öllum þessum fornu eyðibýlum man jeg glögt, því að jeg hafði
þá — þótt ungur væri — eins konar ánægju af að skoða þau. En nú eru liðnir 50 vetur síðan jeg fluttist frá Svertingsstöðum; en þá var jeg 15 vetra.
Stykkishólmi, á síðasta vetrardag 1926. Jósafat S. Hjaltalin. "

Brandsstaðir í Blöndudal

  • HAH00076
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1300]

Brandsstaðir eru við Brekkurætur stutta bæjarleið norðan Austurhlíðar og liggur vegurinn um hlaðið. Sniðskornar reiðgötur liggja þar uppá hálsinn til Brúnarskarðs, með Járnhrygg að sunnan og Skeggjastaðafell að norðan. Jörðin er ekki víðlend en ræktunarskilyrði ágæt, einkum á samfelldu framræstu mýrlendi neðan vegar. Íbúðarhús byggt 1959, 680 m3. Fjós fyrir 12 gripi. Fjárhús yfir 570 fjár. Hlöður 1460 m3. Tún 29 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Niðurstöður 7601 to 7700 of 10349