Sýnir 10353 niðurstöður

Nafnspjald

Helga Jónsdóttir (1896-1969) Akureyri, frá Öxl

  • HAH06155
  • Einstaklingur
  • 10.2.1896 - 20.7.1969

Helga Jónsdóttir 10. feb. 1896 - 20. júlí 1969. Verkakona á Akureyri 1930. Vinnukona í Bjarnarhöfn, Helgafellssókn, Snæf. 1920. Síðast bús. á Akureyri.

Davíð Björnsson (1890-1981) sjómaður og bóksali 763 Banning Str, Winnipeg

  • HAH03015
  • Einstaklingur
  • 7.7.1890 - 30.9.1981

Davíð Björnsson 7. júlí 1890 - 30. september 1981 Útskrifaðist úr búnaðarskólanum á Hólum 1914. Fluttist vestur um haf 1924. Stundaði fiskveiðar þar fyrst um sinn, en gerðist síðan bóksali. Var skrifari Íslendingadagsins í 18 ár. KII. 4.8.1945: Hallgerður Róslaug Jónsdóttir, f. 12.4.1893.

Guðrún Jónsdóttir (1915-1946) Litla-Enni

  • HAH04375
  • Einstaklingur
  • 1.12.1946 - 12.11.1946

Guðrún Jónsdóttir 1. des. 1915 - 12. nóv. 1946. Var á Ásum, Svínavatnssókn, A-Hún. 1930. Ljósmóðir og húsfreyja í Litla-Enni og á Syðri-Löngumýri, A-Hún.

Guðrún Hallgrímsdóttir (1885-1956) Neðri-Mýrum

  • HAH04402
  • Einstaklingur
  • 15.10.1885 - 14.9.1956

Guðrún Margrét Hallgrímsdóttir 15. okt. 1885 - 14. sept. 1956. Húsfreyja á Neðri-Mýrum, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Neðri-Mýrum.

Margrét Leifsdóttir (1938)

  • HAH04405
  • Einstaklingur
  • 12.2.1938

Guðrún Margrét Leifsdóttir 12. feb. 1938. Ljósmóðir frá Vindfelli í Vopnafirði.

Guðrún Benónýsdóttir (1896-1972) Þóreyjanúpi

  • HAH04408
  • Einstaklingur
  • 24.1.1896 - 28.5.1972

Guðrún María Benónýsdóttir 24. jan. 1896 - 28. maí 1972. Sveitarómagi í Fosskoti, Efri-Núpssókn, Hún. 1901. Ráðskona á Þóreyjarnúpi, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Var í Fífusundi, Hvammstangahr., V-Hún. 1957. Skáldkona. Síðast bús. í Hvammstangahreppi.

Guðrún Kristjánsdóttir (1892-1928) frá Garpsdal

  • HAH04409
  • Einstaklingur
  • 17.11.1892 - 25.12.1928

Guðrún Medonía Kristjánsdóttir 17. nóv. 1892 - 28. des. 1928. Var á Bakka, Garpsdalssókn, Barð. 1901. Flutti til Reykjavíkur 1905. Var í Reykjavík 1910. Ógift.

Guðrún Jónsdóttir (1935-2016) arkitekt frá Þingeyrum

  • HAH04413
  • Einstaklingur
  • 20.3.1935 - 2.9.2016

Guðrún Ólafía Jónsdóttir 20. mars 1935 á Blönduósi - 2. sept. 2016 á Land­spít­al­an­um við Hring­braut 2. sept­em­ber 2016, 81 árs að aldri.
Arkitekt í Reykjavík. Gegndi margvíslegum félags- og trúnaðarstörfum.
Útför Guðrún­ar fór fram í Dóm­kirkj­unni 16. sept­em­ber 2016. og hófst kl. 13.

Guðrún Pálsdóttir (1839-1927) Syðri Reystará

  • HAH04417
  • Einstaklingur
  • 19.9.1839 - 17.11.1927

Guðrún Pálsdóttir 19. sept. 1839 - 17. nóv. 1927. Húsfreyja á Syðri-Reistará á Galmaströnd 1873. Húsfreyja í Reykjavík 1910.

Guðrún Pálsdóttir (1943-2019) Blönduósi

  • HAH04418
  • Einstaklingur
  • 15.9.1943 -14.9.2019

Guðrún Pálsdóttir 15. sept. 1943. Starfaði um árabil hjá Pósti og síma, síðar bankastarsfmaður á Blönduósi.

Guðrún Pétursdóttir (1866-1951)

  • HAH04419
  • Einstaklingur
  • 28.10.1866 - 24.7.1951

Guðrún Pétursdóttir 28.10.1866-24.7.1951. Var í Þorsteinskoti, Reykjavík 1870. Húsfreyja á Njálsgötu 40 b, Reykjavík 1930.

Guðrún Sigurðardóttir (1883-1968) Litlaseli

  • HAH04449
  • Einstaklingur
  • 13.6.1883 - 23.7.1968

Guðrún Sigurðardóttir 13. júní 1883 - 23. júlí 1968. Litlaseli 1901. Húsfreyja í Kaupmannahöfn og síðar í Reykjavík. Foreldrar hennar;

Guðrún Sigurjónsdóttir (1956) Auðkúlu

  • HAH04453
  • Einstaklingur
  • 22.4.1956 -

Guðrún Sigurjónsdóttir 22. apríl 1956. Var á Brandsstöðum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Auðkúlu. Einkabarn.

Guðrún Bogadóttir (1876-1938) Blönduósi

  • HAH04459
  • Einstaklingur
  • 3.10.1876 - 23.12.1938

Guðrún Soffía Bogadóttir 3. okt. 1876 - 23. des. 1938. Var á Vigdísarstöðum, Melstaðarsókn, Hún. 1880. Húsfreyja í Pétursborg 1930.

Guðrún Sólmundardóttir Olson (1877-1950) Lisgar Gimli Manitoba

  • HAH04465
  • Einstaklingur
  • 6.10.1875 - 1.8.1950

Guðrún Sólmundardóttir Simonson Olson 1877 [6.10.1875]- 1. ágúst 1950. Fór til Vesturheims 1888 frá Reykjavík. 4 ára 1880 og 2 árum eldri en Margrét. Þjónustustúlka Lisgar Gimli Manitoba Census 1891.

Guðrún Sveinsdóttir (1922-1981) Sauðárkróki

  • HAH04493
  • Einstaklingur
  • 30.3.1922 - 24.1.1981

Guðrún Sveinsdóttir 30. mars 1922 - 24. júlí 1981. Húsfreyja og afgreiðslukona á Sauðárkróki. Var í Kálfholti, Oddasókn, Rang. 1930. Síðast bús. á Sauðárkróki.

Guðrún Þorsteinsdóttir (1832-1900) Grund

  • HAH04483
  • Einstaklingur
  • 23.2.1832 - 18.2.1900

Guðrún Þorsteinsdóttir 23. feb. 1832 [29.5.1833] - 18. feb. 1900. Var í Sprænu, Hofssókn, Skag. 1845. Húsfreyja á Grund í Svínadal. Seinni kona Péturs. Ekkja á Hólabæ, Holtastaðasókn, Hún. 1890.

Guðrún Árnadóttir (1924-2004) hjúkrunarkona

  • HAH04233
  • Einstaklingur
  • 14.12.1924 - 30.10.2004

Guðrún Árnadóttir 14. des. 1924 - 30. okt. 2004, [Guðrún Árdal]. Yfirhjúkrunarkona Blönduósi. Var á Þverá, Munkaþverársókn, Eyj. 1930. Síðast bús. á Akureyri.

Guðrún Hannesdóttir (1881-1963) Hvanneyri

  • HAH04491
  • Einstaklingur
  • 11.5.1881 - 11.11.1963

Guðrún Þuríður Hannesdóttir 11. maí 1881 - 11. nóv. 1963. Húsfreyja á Ránargötu 6 a, Reykjavík 1930. Húsfreyja á Hvanneyri. Húsfreyja í Reykjavík 1945.

Guðsteinn Einarsson (1954)

  • HAH04494
  • Einstaklingur
  • 5.6.1954 -

Guðsteinn Einarsson 5. júní 1954. Kaupfélagsstjóri Blönduósi og Borgarnesi.

Guðsteinn Kristinsson (1932-2002) Skriðulandi

  • HAH04495
  • Einstaklingur
  • 16.6.1932 - 26.2.2002

Guðsteinn Kristinsson 16. júní 1932 - 26. feb. 2002. Skriðulandi.
Guðsteinn andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi þar sem hann hafði dvalið um skeið. Útför hans var gerð frá Blönduósskirkju 9. mars.

Ármann Bjarnason (1856)

  • HAH04498-02
  • Einstaklingur
  • 6.12.1856 -

Ármann Bjarnason 6. des. 1856. Með foreldrum og síðar móður á Sandhólum, Tjörnesi til 1883. Fór þaðan til Vesturheims 1883.

Gunnar Albertsson (1933) Höfðabergi

  • HAH04504
  • Einstaklingur
  • 7.11.1933 -

Gunnar Albertsson 7. nóv. 1933. Vélstjóri á Húna II Skagaströnd. Var í Höfðabergi, Höfðahr., A-Hún. 1957.

Gunnar „tónari“ Gunnarsson (1845-1913) Torfustöðum í Svartárdal

  • HAH04538
  • Einstaklingur
  • 10.7.1845 - 22.11.1913

Gunnar „tónari“ Gunnarsson 10. júlí 1845 - 22. nóv. 1913. Var á Hafsteinsstöðum, Reynistaðarsókn, Skag. 1845. Síðast búsettur á Torfustöðum í Svartárdal. Einnig nefndur Gunnar langi.
Gunnar langi, sem sumstaðar bar viðurnefnið tónari, klifraði uppá kassa á bæjum í Húnavatnssýslu og tónaði eftir prestum.

Gunnar Pálmason (1944)

  • HAH04529
  • Einstaklingur
  • 26.6.1944 -

Gunnar Birkir Sigurgeir Pálmason 26. júní 1944. Byggingameistari Garðabæ.

Gunnar Halldórsson Melsted (1919-2014) Reykjavík

  • HAH04518
  • Einstaklingur
  • 13.2.1919 - 17.11.2014

Gunnar Halldórsson Melsted fæddist á Patreksfirði 13. febrúar 1919. Hann lést í Seljahlíð 17. nóvember 2014. Bifvélavirki í Reykjavík.
Gunnar fluttist tveggja ára til Reykjavíkur þar sem hann bjó alla tíð síðan. Vann ýmis störf, s.s. við sjómennsku, þar til hann nam bifvélavirkjun hjá Ræsi. Starfaði hann hjá H. Ben., Sveini Björnssyni og síðast hjá Gunnari Ásgeirssyni og Velti.
Útför Gunnars fór fram frá Bústaðakirkju í dag, 2. desember 2014, og hefst athöfnin kl. 13.

Gunnar Jóhannesson (1904-1965) prestur Skarði Gnúp.

  • HAH04528
  • Einstaklingur
  • 7.6.1904 - 14.2.1965

Gunnar Kristján Jóhannesson 7. júní 1904 - 14. feb. 1965. Námsmaður á Hverfisgötu 98, Reykjavík 1930. Með foreldrum í Fagradal á Hólsfjöllum, N-Þing. um tíma. Prestur í Stóra-Núpsprestakalli en sat á Skarði í Gnúpverjahreppi. Prófastur í Árnesprófastsdæmi.

Gunnar Jónsson (1882-1924) Botnastöðum

  • HAH04534
  • Einstaklingur
  • 16.11.1882 - 4.4.1924

Gunnar Sigurjón Jónsson 16. nóv. 1882 - 4. apríl 1924. Bóndi á Fjósum og Botnastöðum í Svartárdal, A-Hún.

Gunnar Ragnars (1938)

  • HAH04537
  • Einstaklingur
  • 25.4.1938 -

Gunnar Sverrir Ólafsson Ragnars 25. apríl 1938. fyrrv. forstjóri Útgerðarfélags Akureyringa hf.
Gunnar var sæmdur riddarakrossi norsku St. Olavsorðunnar 1990 og riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu 1992.

Gunnar Gunnarsson (1962) Skagaströnd

  • HAH04541
  • Einstaklingur
  • 20.2.1962 -

Gunnar Þór Gunnarsson 20. feb. 1962. Hreppsnefndarmaður Skagaströnd, framkvstj Norðuróss.

Gunnfríður Jónsdóttir (1889-1968) frá Ytra-Hóli á Skagaströnd

  • HAH04546
  • Einstaklingur
  • 26.12.1889 - 28.6.1968

Gunnfríður Matthildur Jónsdóttir 26. des. 1889 - 28. júní 1968. Var á Ytra-Hóli, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1890. Húsfreyja á Lauganesspítala, Reykjavík 1930. Síðast bús. í Reykjavík.
Gunnfríður Jónsdóttir lézt í Reykjavík 28. júlí 1968. Að eigin ósk var hún jarðsett hjá Strandakirkju í Selvogi.

Guttormur Vigfússon (1850-1928) alþm Geitagerði

  • HAH04578
  • Einstaklingur
  • 8.8.1850 - 26.12.1928

Guttormur Vigfússon 8. ágúst 1850 - 26. des. 1928. Bóndi í Geitagerði í Fljótsdal, aþingismaður, kennari og skólastjóri búnaðarskólans að Eiðum. Kenndi um tíma við Möðruvallaskólann í Hörgárdal.

Gústav Adolf Halldórsson (1898-1988) Stuðlum Hvammstanga

  • HAH04579
  • Einstaklingur
  • 18.4.1898 - 28.9.1988

Gústav Adolf Halldórsson 18. apríl 1898 - 28. sept. 1988. Var á Stuðlum í Hvammstangahr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Hvammstangahreppi. Bóndi Bálkastöðum 1920.
Tökubarn hjá Birni Eysteinssyni í Grímstungu 1901.

Askja

  • HAH00386
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1875 - 1961

Askja er megineldstöð norðan Vatnajökuls, í Ódáðahrauni á hálendi Íslands. Umhverfis Öskju eru Dyngjufjöll, en skarð er í gegnum fjöllin til austurs, sem kallast Öskjuop.
Gífurlegt eldgos hófst þar 29. mars 1875. Gos þetta nefnist Öskjugosið 1875, eða Dyngjufjallagos. Öskufall frá gosinu hafði mikil áhrif á Austurlandi og átti sinn þátt í því að stór hópur fólks flutti þaðan til Vesturheims.

Eftir að gosinu lauk varð mikið landsig í Öskju, og myndaðist þá Öskjuvatn. Á austurbakka Öskjuvatns er gígurinn Víti, og er talið að askan í gosinu 1875 hafi komið þar upp.
Í tengslum við Öskjugosið 1875 varð einnig hraungos í Sveinagjá á Mývatnsöræfum, og rann þá Nýjahraun. Askja gaus síðast árið 1961.

Árbakki Blönduósi 1914

  • HAH00023
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1914 -

Var upphaflega fjós Magnúsar kaupmanns og nefndist þá Fjósabakki. Ástbjargarbær 1917. Þorláksbær/hús 1920

1914-1917- Indriði Jósefsson f. 30. ágúst 1877, d. 13. ágúst 1935 frá Vesturhópshólum. Sjá Baldurshaga. Tökubarn á Helgavatni, Undirfellssókn, Hún. 1880. Lausamaður í Breiðabólstað, Þingeyrasókn, Hún. 1901. Verkamaður á Blönduósi.

1917- Ástbjörg Ketilríður Júlíusdóttir f. 27.okt. 1889, d. 21. ágúst 1972, frá Þverá í Norðurárdal. Óg bl. Ástbjargarhúsi 1941 (utan ár). Matvinnungur á Hróarsstöðum, Spákonufellssókn, Hún. 1901. Síðast bús. í Vestmannaeyjum. Ógift og barnlaus. Nefnd Keltilríður Ástbjörg í Æ.A-Hún.

Árbakka 1917- Þorlákur Helgason, f.  16. jan. 1862 d. 24. okt. 1958, maki ógift; Jóhanna Pálsdóttir 5. maí 1854 d. 4. nóv. 1923, Þorlákshús 1901, Hnjúkum 1910, Þorláksbæ 1920 og 1933, Langaskúr 1946.

Kaupir 1942- Helgi Guðmundur Benediktsson f. 12. jan. 1914, d. 29. des. 1982, sjá Agnarsbæ. Vinnumaður á Svínavatni, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Var í Hvammi, Hvammstangahr., V-Hún. 1957. Bóndi, síðast bús. í Hvammstangahreppi.
Kaupir 1944- Haraldur Jónsson f. 20. febr. 1907 - d. 8. des. 1981, sjá Baldurshaga. Daglaunamaður á Hvammstanga 1930. Var á Efri Jaðri, Höfðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Hvammstangahreppi. F.28.2.1907 skv. kb.

Guðmundur Jónsson f. 25. júlí 1883, d 28. nóv. 1945, Nefndur Gúmmí-Gvendur.

Árbakka 1947- Jósef Jón Indriðason f. 26. júlí 1904 Litlu Ásgeirsá, d. 27. júní 1991, sjá Baldurshaga, Bala 1957. Maki (sambýlisk); Soffía Guðrún Stefánsdóttir f. 15. sept. 1913 Hringveri, d. 14. nóv. 2005.

Ásholt Höfðakaupsstað

  • HAH00440
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1937 -

Nýbýli úr Spákonufellslandi er Andrés Guðjónsson fra Harrastöðum byggði 1937. Býlið stendur nú í útjaðri Höfðakaupsstaðar. Býlið er landlítið, grasgefið og ágæt fjörubeit.
Íbúðarhús steinseypt 1937 60 m3, hæð með kjallara. Fjós fyrir 6 kýr, fjárhús yfir 100 fjár. Hlöður og verkfærageymsla. Tún 15 ha.

Bakkakot á Refasveit

  • HAH00201
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1947 -

Bærinn stendur á brún langrar og allbrattrar brekku sem nær að kalla um þvert land jarðarinnar. Bakkakot mun vera byggt úr landi Blöndubakka og hafa býlin enn óskipta beit og er hlutur Bakkakots 1/3. 1947 var Svangrund lögð undir býlið. Norðan við Bakkakot niður við sjó er vík sem nefnist Selvík, skjólrík og tilvalin til garðræktar. Íbúðarhús byggt 1959, 265 m3, fjárhús fyrir 130 fjár, hesthús fyrir 5 hross og hlöður 1350 m3. Tún 40,1 ha. Veiðiréttur í Hómavatni.

Ábúendur;

Guðmann Valdimarsson 2. apríl 1906 - 5. júní 1988. Bóndi í Bakkakoti, Höskuldsstaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi í Bakkakoti, Engihlíðarhr., A-Hún. Kona hans; Laufey Sigurrós Jónsdóttir 25. apríl 1911 - 23. júlí 1981. Lausakona í Flögu, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var í Bakkakoti, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Engihlíðarhreppi.

1969- Valdimar Jón Guðmannsson 29. apríl 1952. Var í Bakkakoti, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957. Kona hans; Ólöf Stefana Pálmadóttir 24. feb. 1956. Var í Holti,Torfalækjahr., A-Hún. 1957.

Aðalbjörg Valdimarsdóttir (1973) dóttir þeirra.

Bergstaðakirkja í Svartárdal

  • HAH00065
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1883 -

Bergsstaðir eru bær í Svartárdal, kirkjustaður og prestssetur fram á 20.öld .

Á Bergsstöðum var kirkja helguð Ólafi helga Noregskonungi og Þorláki biskupi Þórhallssyni í kaþólskum sið. Útkirkja var í Bólsstaðarhlíð og frá 1907 á Holtastöðum.

Bergsstaðakirkja er timburhús, 9,34 m að lengd og 6,17 m á breidd. Þakið er krossreist, klætt bárujárni og á því hálfvalmi upp af kórbaki. Upp af vesturstafni en hár og breiður stallur með ferstrent þak upp að turni með píramítaþak. Turnþök eru klædd sléttu járni. Kirkjan er klædd listaþili og stendur á steinhlöðnum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru þrír gluggar, tveir sömu stærðar á kórbaki en minni gluggi ofarlega á hvorum stafni og lítill gluggi á framhlið turnstalls. Í þeim er miðpóstur og tveir fjögurra rúðu rammar. Hljómop með hlera og skásettum litlum glugga er á hverri hlið turns. Fyrir kirkjudyrum eru tvöfaldar spjaldsettar vængjahurðir, hálfsúlur hvorum megin og bjór yfir.

Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Kirkjan, sem nú stendur á staðnum, var byggð sumarið 1883. Helstir ráðamenn byggingar voru þeir Stefán M. Jónsson Bergsstöðum og Guðmundur Gíslason Bollastöðum. Umsjón með smíðinni sjálfri hafði Þorsteinn kirkjusmiður Sigurðsson en honum helst til aðstoðar var Eiríkur Jónsson, er síðar bjó að Djúpadal í Skagafirði. - M. a. er tóku til máls var prófasturinn Þorsteinn B. Gíslason Steinnesi. Milli ræðna var kórsöngur, svo og almennur söngur. Í tilefni afmælisins bárust kirkjunni ýmsar góðar gjafir.
Eins og áður er sagt, sá sóknarnefndin um undirbúning allan að hátíðinni. Var það almanna rómur, að henni hefði vel tekist að gera stundirnar hátíðlegar og eftirminnilegar.

Í sóknarnefndinni eru nú þeir Guðmundur Jósafatsson ráðunautur Austurhlíð, form., Sigvaldi Halldórsson bóndi að Stafni og Stefán Sigurðsson bóndi að Steiná B. Sn.
Birgir Snæbjörnsson mun hafa skráð þennan texta, en hann hóf prestsskap sinn þar í dölunum seint í febrúar á þessu sama ári.

Blöndubrú

  • HAH00026
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 25.8.1897 -

Blöndu er fyrst getið í Landnámsbók; „Ævar kom skipi sínu í Blönduós; þá voru numin lönd fyrir vestan Blöndu. Ævar fór upp með Blöndu að leita sér landnáms, en er hann kom þar sem heita Móbergsbrekkur, setti hann þar niður stöng háva og kveðst þar taka Véfröði syni sínum bústað. Síðan nam hann Langadal allan upp þaðan og svo þar fyrir norðan háls; þar skipti hann löndum með skipverjum sínum. Ævar bjó í Ævarsskarði.
1836 var sett upp dráttarvað sem menn gátu handstyrkt sig yfir. Kláfur var síðar settur upp milli Blöndudalshóla og Brandsstaða um 70 metra haf milli klettasnasa. Lögferja var á Blöndu eftir að byggð hófst þar og var framan af í hendi Möllers kaupmanns en síðar Kristjáns verts þar til brúin var byggð.
Á síðustu áratugum 19. aldar voru upp stór áform um að brúa allar helstu ár landsins og bæta jafnframt aðrar samgöngur á landi, enda vegir nánast ekki til og þá helst slóðar fyrir ríðandi og gangandi. Stórfljót landsins tóku sinn toll af ferðamönnum sem reyndu að komast yfir á misgóðum vöðum. Um 50-60 manns drukknuðu í Blöndu á árunum frá 1600 til 1900 og svipuð tollheimta var víðast um landið.

Í vegalögum frá 1887 var gert ráð fyrir miklum umbótum í samgöngumálum, og vegakerfinu þrískipt í byggð, milli ríkissjóðs, sýslna og hreppa. Því var það fjárhagslega mikilvægt fyrir hreppana að fá annaðhvort ríkisveg eða sýsluveg í sinn hrepp. Eins og við var að búast ríkti ekki einning í austursýslunni um brúarstæði og þar með lagningu ríkisvegs. Deildu menn hart í blöðum og fóru þar fremstir í flokki Auðkúluklerkur Sr Stefán sem vildi veginn um sitt bæjarstæði og Pétur Pétursson á Gunnsteinsstöðum. Magnús Stephensen landshöfðingi sá enga aðra lausn en að fresta veglagningu við Stóru Giljá og svo var í nokkur ár þar til Benedikt Blöndal í Hvammi, sem var amtráðsmaður Húnvetninga tók af skarið. Brú skyldi byggð yfir Neðra Klif (Neppe et kvartes gang fra handelstedet Blönduós)
„Broens spændvidde har jeg sat til 38 meter, denne spændvidde bliver for stor til en træbro, hvorfor en fast jernbro tænkes bygget“ sagði Sigurður Thoroddsen landsverkfræðingur. Í upphafi var ráðgert að skipta við sömu járnhöndlara og gert var á Ölfusá og á Þjórsá, en niðurstaðan var að járnið yrði keypt af „Vulkan jærnstöberi“ á Kristjánssandi í Noregi. Yfirbrúarsmiðir voru bræðurnir Magnús og Jónas Guðbrandssynir sem áður höfðu komið að hinum 2 stórbrúunum, einnig voru ráðnir 7 aðrir vanir brúarsmiðir að sunnan og einnig 3 að norðan. Heimamenn fengu vinnu við vegalagningu að og frá brúarstæðinu og einnig við uppskipun brúarhlutanna sem gekk mjög brösulega vegna hafnarskorts en einnig vegna veðurs og var þeim hlutum því skipað upp á Akureyri en sent síðan á Blönduós um vorið 1897.
Brúin á Blöndu var vígð miðvikudaginn 25. ágúst. Veður var ljómandi gott, logn og blíða. Fjöldi fólks kom um morguninn úr öllum áttum. Aðalhátíðarhaldið fór fram að norðanverðu við ána. Var þar reistur skrautklæddur ræðustóll, danspallur og veitingaskáli. Kl. 12 á hádegi kom Páll Briem amtmaður, Jóh. Jóhannesson sýslumaður, Sig. Thoroddsen verkfræðingur og nokkrir heldri menn sýslunnar.
GPJ saga Blönduós

Blöndubrúin vígð
Brúin á Blöndu var vígð miðvikudaginn 25. ágúst. Veður var ljómandi gott, logn og blíða. Fjöldi fólks kom um morguninn úr öllum áttum. Aðalhátíðarhaldið fór fram að norðanverðu við ána. Var þar reistur skrautklæddur ræðustóll, danspallur og veitingaskáli. Kl. 12 á hádegi kom Páll Briem amtmaður, Jóh. Jóhannesson sýslumaður, Sig. Thoroddsen verkfræðingur og nokkrir heldri menn sýslunnar.
Hátíðin hófst með því, að söngflokkur, er Böðvar Þorláksson organisti stýrði, söng vígslukvæði, er Páll bóndi Ólafsson á Akri hafði ort. Þá steig amtmaður í stólinn og hélt vígsluræðuna. Þegar hann hafði lokið máli sínu, var gengið í prósessíu til brúarinnar. Amtmannsfrúin klippti í sundur silkiband, er bundið var yfir brúna. Og svo gekk allur flokkurinn suður yfir ána, rúm 600 manns. Söngflokkurinn skemmti við og við um daginn með söng. Svo var dansað. Síðara hlutu dagsins fór fram fjörugt samsæti, er um 40 helstu Húnvetningar héldu amtmanni, frú hans og Sig. Thoroddsen. Sýslumaðurinn mælti fyrir minni Húnvetninga, og ýms fleiri minni voru drukkin. Fór samsæti þetta hið besta fram.
Brúin var skreytt blómsveigum og flöggum. Aðalbrúin er úr járni og um 60 álnir á lengd. Auk þess er tré- og grjótbrú að norðanverðu, og mun vera um 30-40 álnir. Allt verkið virðist vera vel og vandlega af hendi leyst. Nú er byrjað að leggja nýjan veg frá syðri enda brúarinnar yfir Blönduósmýrina og vestur á aðalveginn.
Ísafold, 11. sept. 1897, 24. árg., 65. tbl., forsíða

Borgarvirki

  • HAH00574
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1880)

Borgarvirki er klettaborg á ásunum milli Vesturhóps og Víðidals, og er 177 metra yfir sjávarmáli. Borgarvirki er gosstapi með 10–15 metra háu stuðlabergslagi efst. Það myndaðist við eldgos á hlýskeiði ísaldar en þá rann grágrýtislag út Víðidal.

Efst í virkinu er skeifulaga dæld, um 5–6 metra djúp og er eitt skarð út úr því að austanverðu. Þar er grjótveggur mikill en víðar á virkinu eru hlaðnir grjótveggir sem margir voru fallnir. Á árunum 1940–1950 voru þessar hleðslur lagaðar.

Inni í virkinu eru rústir af tveimur skálum og skammt frá þeim samanhruninn brunnur sem í eina tíð hefur verið nothæfur.

Ekki er vitað hver byggði í Borgarvirki en hugsanlega hefur það verið Barði Guðmundsson frá Ásbjarnarnesi sem átti í deilum við Borgfirðinga og frá er sagt í Heiðarvíga sögu. Önnur tilgáta er sú að virkið hafi verið héraðsvígi á landnámsöld og að það hafi verið notað sem slíkt eitthvað fram eftir.

Borgarvirki er klettaborg á ásunum milli Vesturhóps og Víðidals, og er 177 metra yfir sjávarmáli. Borgarvirki er gosstapi með 10–15 metra háu stuðlabergslagi efst. Það myndaðist við eldgos á hlýskeiði ísaldar en þá rann grágrýtislag út Víðidal.

Efst í virkinu er skeifulaga dæld, um 5–6 metra djúp og er eitt skarð út úr því að austanverðu. Þar er grjótveggur mikill en víðar á virkinu eru hlaðnir grjótveggir sem margir voru fallnir. Á árunum 1940–1950 voru þessar hleðslur lagaðar.

Inni í virkinu eru rústir af tveimur skálum og skammt frá þeim samanhruninn brunnur sem í eina tíð hefur verið nothæfur.

Ekki er vitað hver byggði í Borgarvirki en hugsanlega hefur það verið Barði Guðmundsson frá Ásbjarnarnesi sem átti í deilum við Borgfirðinga og frá er sagt í Heiðarvíga sögu. Önnur tilgáta er sú að virkið hafi verið héraðsvígi á landnámsöld og að það hafi verið notað sem slíkt eitthvað fram eftir.

Borgarvirki er klettaborg er stendur á ásnum milli Vesturhóps og Víðidals og er um 177 metra yfir sjávarmáli. Talið er að Borgarvirki sé gosstapi sem myndaðist við eldgos á hlýskeiði ísaldar. Efst í virkinu er 5-6 metra djúp skeifulaga dæld með skarð er snýr til austurs. Þar er hlaðinni grjótveggur frá fornu en hann var endurhlaðinn á árunum 1940-50 og víðar á Borgavirki má sjá hleðslur. Borgarvirki er friðað vegna minja, en inn í virkinu eru rústir af tveimur skálum og skammt frá þeim hruninn brunnur.

Samkvæmt sögnum var Borgarvirki nýtt sem virki á þjóðveldisöld. Og segir sagan að þar hafi Víga-Barði Guðmundsson í Ásbjarnarnesi verið á ferð. Hann deildi við Borgfirðinga eins og segir frá í Heiðarvíga sögu. Sagt er að óvinir hans hafi komið að sunnan með óvígan her. En Barði barst af því njósnir og kom sér og sínum mönnum fyrir í Borgarvirki, þar sem ómögulegt reyndist að sækja að honum. Tóku Borgfirðingar á það ráð að ætla að svelta Barða og hans menn inni. Þegar matinn þraut tóku virkisbúar sig til og hentu síðasta mörsiðrinu (sláturkeppnum) út úr virkinu. Voru þá Borgfirðingar vissir um að Barði hefði nægar vistir og héldu heim á leið. Frábært útsýni er úr Borgarvirki og þar hefur verið sett upp útsýnisskífa. Í tengslum við unglistahátíðina Eldur í Húnaþingi er haldnir einstakir tónleikar í Borgarvirki í júlí hvert ár.

Bólstaðarhlíðarkirkja

  • HAH00147
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1889 -

Kirkjan er í Bólstaðarhlíðarprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi. Bólstaðarhlíð er gamalt höfuðból og kirkjustaður í Avarsskarði, ysta hluta Svartárdals. Þar var fyrrum útkirkja frá Bergsstöðum.

Kaþólskar kirkjur voru helgaðar Mikael erkiengli. Prestakallið var stofnað 1970 og undir það heyra kirkjur í Bólstaðahlíð, á Bergsstöðum, í Auðkúlu, á Svínavatni og Holtastöðum.

Bólstaðarhlíðarkirkja er timburhús, 7,62 m að lengd og 6,37 m á breidd, með kór, 3,09 m að lengd og 3,31 m á breidd, og tvískiptan turn við vesturstafn, 2,22 m að lengd og 2,30 m á breidd. Þök eru krossreist og klædd bárujárni. Kirkjan er klædd listaþili og stendur á steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru tveir gluggar, einn á hvorri kórhlið og einn heldur minni á framhlið stöpuls. Í þeim er krosspóstur og fjórar rúður. Stöpull nær upp yfir mæni kirkju og á honum er áttstrent þak og á því áttstrendur turn með lágt áttstrent þak. Hljómop með hlera fyrir er á fjórum turnhliðum. Turnþök eru klædd sléttu járni Efst á þremur hliðum stöpuls er lítill gluggi. Fyrir forkirkju eru spjaldsettar vængjahurðir og þvergluggi yfir.

Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Bóndaklettur við Sölvabakka

  • HAH00393
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1880)

Bóndaklettur er stór klettur í fjörunni, vestan við bæ. Rekamark milli Sölvabakka og Svansgrundar er lækur fyrir sunnan Bóndaklett í fjörunni, en að öðru leyti er útjörð óskipt

Saga um foreldra Rakelar Bessadóttur á Þverá [þau bjuggu á Sölvabakka}. Klettur er fyrir neðan að nafni Bóndaklettur. Um háfjöru er þurrt fyrir framan hann. Heimildarmaður fór niður í fjöru ásamt fleirum og þeir senda steina í Bóndaklettinn. Þá kom Guðrún og skipaði þeim að hætta. Krakkarnir hennar höfðu gert þetta áður, en þá kom til hennar kona í draumi sem bað hana að láta krakkana sína hætta þessu. Heimildarmaður hafði kastað fimm steinum og seinna meir þegar hann var að reka kindur vantaði hann fimm ær. En þær fundust seinna. https://www.ismus.is/i/audio/id-1005061 hægt að hlusta á frásögnina.

Handgerðar sápur eru framleiddar undir nafni Bóndakletts.

Breiðabólsstaðarkirkja

  • HAH00575
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1893 -

Breiðabólsstaðarkirkja er kirkja að Breiðabólsstað í Vesturhópi. Núverandi kirkja þar var reist árið 1893 úr timbri. Í henni er altaristafla eftir Anker Lund frá árinu 1920 en hún sýnir Jesú blessa börnin.

Um 1100 bjó á Breiðabólsstað Hafliði Másson sem sá um að íslensk landslög yrðu færð í letur árið 1117. Um hann var reistur minnisvarði árið 1974 af Lögmannafélagi Íslands. Þá var þar starfrækt prentsmiðja frá 1535 til 1572. Það var Jón Arason Hólabiskup sem lét flytja prentsmiðjuna inn. Með henni kom séra Jón Matthíasson (d. 1567) og fékk hann Breiðabólsstað árið 1535. Vitað er um 3 bækur sem prentaðar voru á staðnum en ein þeirra er með öllu glötuð.

Breiðabólsstaður er mikill sögustaður og nægir í því sambandi að geta fyrstu lagaritunar í tíð Hafliða Mássonar veturinn 1117­18 og þátt hans að því er Hólar í Hjaltadal urðu staðurinn undir biskupsstóli á Norðurlandi. Merkilegasti kafli í sögu Breiðabólsstaðar er þó án efa saga prentverksins í tíð Jóns sænska Matthíassonar en þar var prentuð elsta bók sem enn er til, á íslensku, Passio, eftir A. Corvinus árið 1559.

Breiðabólstaður er kirkjustaður og prestsetur í Vesturhópi. Katólskarkirkjur voru helgaðar Ólafi helga, Noregskonungi. Kirkjurnar aðVesturhópshólum, Tjörn og Víðidalstungu voru útkirkjur. Kirkjan, sem nústendur, var vígð árið 1893.

Hafliði Másson deildi við Þorgisl Oddason á Staðarhóli í Saurbæ. Þessar deilurleiddu til þess, að Þorgils hjó þrjá fingur af Hafliða, þar sem þeir voru staddir á Alþingi, og Hafliði krafðist mjög hárra bóta. Þá hafði Skafti Þórarinsson, prestur að Mosfelli, á orði að: Dýr mundi Hafliði allur, ef svo skyldi hver limur.

Landamerkjaskrá fyrir jörðinni Breiðabólstað, í Þverárhreppi, sem er eign Breiðabólstaðarkirkju, ásamt hjáleigum hennar:
Fossi og Bjarghúsum.

Að sunnan ræður merkjum Grundará upp eptir Heydal, vestur á fjall, eins og vötn að draga og ofan í Reiðarlæk, þaðan (frá ármótunum) ræður Reiðarlækur suður eptir að syðra Mómelahorni, þaðan bein lína austur í Óspakshelli vesta í Bjarghúsabjörgum, að austan ræður merkjum norður eptir brún þessara bjarga og, er þeim sleppir, þá bein lína úr hæstum björgum norðaustur á mel þann á Síðutagli er Nýpukotsvegurinn liggur um, og þaðan hæst taglið út í Faxalækjarós. Að norðan ræður merkjum Vesturhópsvatn, og upp frá því neðri Kýrlág, en er henni sleppir, þá bein lína frá vörðu, er stendur efst í láginni upp í vörðu, er stendur sunnaní Lágabergi, úr þessari vörðu aftur bein lína í efri Kýrlág og upp úr henni bein lína í Sótafellskúlu norðanverða, frá kúlunni ræður há fellið vestur í Þröskuld milli Heydals og Ormsdals, og úr vestanverðum Þröskuldinum bein lína í vörðu vestanvert á Þrælfellshala. Að vestan ræður Þrælfellshali og hæst fjall.

Breiðabólstað, 30. maí 1892.
G.J. Halldórsson prestur Breiðabólstað.
P.J. Halldórsson eigandi að Klömbrum og ábúandi.
Bjarni Bjarnason eigandi og ábúandi.

Lesið upp á manntalsþingi að Stóruborg, hinn 31. maí 1892, og innfært í
landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 289, fol. 154.

Byggðasafnið á Reykjum

  • HAH00186
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1955 -

Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna
Frumkvæði að stofnun Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna átti Húnvetningafélagið í Reykjavík, félag brottfluttra Húnvetninga sem búsettir voru í Reykjavík. Á aðalfundi félagsins þann 28. október 1955 var sett fram tillaga um að hefja söfnun menningarlegra muna sem tengingu höfðu við héraðið og var sett á fót nefnd til að sinna því máli með því lokatakmarki að stofnað yrði byggðasafn fyrir héraðið. Með stofnun byggðasafns vildi Húnvetningafélagið leggja sitt af mörkum við að sameina fólk héraðsins og reyna að skapa vitund um sameiginlega sögu og uppruna. Í nefndinni voru þau Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Jakob Þorsteinsson og Baldur Pálmason. Húnvetningafélagið sýndi heimahögunum mikinn áhuga og var í rauninni mjög ötult við að stuðla að menningar- og uppbyggingarstarfsemi í Húnaþingi. Ásamt því að standa fyrir stofnun Byggðasafns Húnvetninga og
Strandamanna stóð það meðal annars fyrir uppbyggingu Borgarvirkis, skógrækt í AusturHúnavatnssýslu og útgáfu tímarits þar sem saga og menning heimahaganna voru í brennidepli.
Félagsmenn höfðu mikinn áhuga á sögu þeirra heimahéraða og fékk Pál V.G. Kolka héraðslækni á Blönduósi til þess að skrifa sögu og ábúendatal héraðsins. Bók Páls, Föðurtún, kom út árið 1950 og er þar farið yfir sögu sýslnanna tveggja. Bókin kom út fyrir tilstuðlan Húnvetningafélagsins í Reykjavík og þakkar höfundur félaginu forgöngu þess við útgáfur bókarinnar. Eitthvað virðist þó hafa kastast í kekki á milli Páls og Húnvetningafélagsins. Páll ákvað að allur hagnaður bókarinnar skyldu ganga til nýbyggðs sjúkrahúss á Blönduósi. „Þess vegna hef ég ekki afhent Húnvetningafélaginu í Reykjavík handritið að þessari bók minni til eigna og umráða, þótt svo hafi lengst af verið ráð fyrir gert, og vona eg, að sá augnablikságreiningur, sem varð út af því milli stjórnar þess og mín, verði hjaðnaður áður en prentsvertan á bókinni er þornuð.

Héraðslæknirinn hefur haft mikinn áhuga á sögu héraðanna, bæði skrifaði hann fyrrnefnda bók en einnig átti hann sæti í fyrstu byggðasafnsnefnd Austur-Húnavatnssýslu ásamt því að veita Húnvetningafélagi Reykjavíkur tímabundna geymslu í Héraðshælinu á Blönduósi á meðan söfnun gripa stóð. Árið 1955, stuttu eftir aðalfund Húnvetningafélagsins, var kosið í byggðasafnsnefndir í Húnavatnssýslunum tveimur. Þær voru skipaðar vegna þess áhuga, frumkvæðis og stuðnings sem Húnvetningafélagið í Reykjavík sýndi safnamálum í heimahéraði sínu. Fengnar voru þrjár manneskjur úr hvorri sýslu til að sitja í nefndunum. Í byggðasafnsnefnd fyrir Austur-Húnavatnssýslu voru þau Páll Kolka, Hulda Á. Stefánsdóttir og Jón Ísberg. Þau þrjú voru áberandi máttarstólpar í sínu nærsamfélagi. Líkt og fyrr segir var Páll Kolka héraðslæknir Austur-Húnavatnssýslu, Hulda Á.
Stefánsdóttir var skólastjóri Kvennaskólans á Blönduósi á árunum 1953 til 1967 og Jón Ísberg var sýslumaður Húnvetninga frá 1960-1994. Fyrir Vestur-Húnavatnssýslu voru þau Jósefína Helgadóttir sem þá var formaður SKVH (Sambands kvenfélaga í Vestur-Húnavatnssýslu), Kristín Gunnarsdóttir og Gísli Kolbeins. Byggðasafnsnefndirnar þrjár, þ.e. fyrir Húnavatnssýslurnar tvær og Húnvetningafélagið í Reykjavík, birtu árið 1955 ávarp til Húnvetninga í dagblaðinu Tímanum.

Dimmuborgir

  • HAH00190
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1880)

Dimmuborgir eru einstæðar hraunmyndanir við austanvert Mývatn. Mikill fjöldi ferðamanna heimsækir Dimmuborgir á ári hverju.
Hraunið sem rann þegar Dimmuborgir mynduðust kom frá eldgosi í Lúdentsborgum og Þrengslaborgum fyrir um 2000 árum og er það mesta hraungos sem orðið hefur á Mývatnssvæðinu eftir ísöld. Dimmuborgir eru staðsettar í lægð og er talið að þegar þær mynduðust hafi hraun frá fyrrnefndu gosi streymt í þessa lægð og smám saman fyllt hana af bráðnu hrauni. Á meðan á þessu stóð tók yfirborð hraunsins að storkna og sumstaðar storknaði það til botns og myndaði þá hraunstólpa sem fólk sér þegar það gengur um svæðið í dag. Storkið hraunið myndaði nokkurskonar þak ofan á bráðinni kvikunni en á endanum braust hraunið fram og tæmdist undan þakinu. Við þetta veiktist þakið svo að það hrundi niður og eftir varð það einstæða landslag sem flestir þekkja í dag sem Dimmuborgir.
Sumar hraunmyndanir í Dimmuborgum eru þekktari en aðrar. Þeirra þekktust er tvímælalaust Kirkjan, hraunhvelfing sem opin er í báða enda og heitir svo vegna þess að lögun hennar minnir á kirkju.

Dómkirkjan í Reykjavík

  • HAH00192
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1796 -

Dómkirkjan í Reykjavík er embættiskirkja biskups Íslands og þar með höfuðkirkja hinnar Lúthersku þjóðkirkju Íslands sem og sóknarkirkja nokkurra elstu hverfa Reykjavíkur. Hún er staðsett við Austurvöll, og við hlið hennar er Alþingishúsið. Frá endurreisn Alþingis 1845 hefur sú hefð haldist að þingsetning hefst með messu í Dómkirkjunni og þaðan leiðir dómkirkjuprestur svo þingmenn til Alþingis.

Upphaflega var ákveðið að reist skyldi dómkirkja í Reykjavík árið 1785 í kjölfar suðurlandsskjálfta sem ollu mjög miklum skemmdum í Skálholti. Þá var einnig ákveðið að hún skyldi einnig vera sóknarkirkja Reykvíkinga og koma í stað Víkurkirkju, sem þá var orðin of lítil og illa farin.

Upphaflega átti að reisa hina nýju kirkju utan um þá gömlu, en árið 1787, þegar átti að fara að hefja þá vinnu kom í ljós að það var ekki hægt af ýmsum ástæðum og henni var því valinn staður örstutt frá þar sem nú er Austurvöllur. Alls kyns vandræði komu upp, og það var ekki fyrr en árið 1796 að hin nýja Dómkirkja í Reykjavík var vígð. Kirkjan dugði þó ekki vel, árið 1815 var hún ekki talin hæf til messuhalds og hún var tekin algjörlega í gegn árið 1817. Tveimur árum síðar var svo byggt við kirkjuna, bæði skrúðhús og líkhús. Svo var það 1846-1848 að aftur var kirkjan stækkuð. Hún var bæði hækkuð og byggt við hana. Lítið var gert í henni þangað til árið 1878, en þá var hún í algjörri niðurníðslu. Upp úr því var hún algjörlega tekin í gegn á ný og endurvígð á næsta ári.

Skírnarfonti Bertels Thorvaldsens var komið fyrir í kirkjunni árið 1839 og árið eftir eignaðist hún orgel. Kirkjan var endurbyggð og stækkuð á árunum 1847-1848 og sandurinn í múrverkið var fluttur hingað frá Danmörku. Teikningar að endurbyggingunni gerði L. A. Winstrup og danskir iðnaðarmenn voru fengnir til verksins. Kirkjan var að mestu viðhaldslaus næstu árin, þannig að ráðast þurfti að nýju í miklar endurbætur árið 1879 (Jakob Sveinsson, snikkari) og þá var kirkjunni komið í það horf, sem hún er í nú og tekur rúmlega 600 manns í sæti.

Þakið var upprunalega skífuklætt en núverandi koparþak var sett á kirkjuna um miðja 20. öldina. Kirkjan var friðuð 1973 og var gerð upp í áföngum árin 1977, 1985 og 1999 undir stjórn Þorsteins Gunnarssonar arkitekts.

Dyngjufjöll

  • HAH00235
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Dyngjufjöll er fjallaþyrping mikil í Ódáðahrauni, 15 km norður af Vatnajökli, hér um bil mitt á milli Skjálfandafljóts að vestan og Jökulsár á Fjöllum að austan. Þar er eldvirkni og megineldstöðin Askja og Öskjuvatn. Dyngjufjöll ytri eru vestasti hluti Dyngjufjalla og aðskilin frá aðal fjallaþyrpingunni af Dyngjufjalladal. Hæsti tindurinn er Þorvaldstindur; 1510 metrar á hæð.

Sæluhús Ferðafélags Íslands í Drekagili eru við Öskjuop austast í Dyngjufjöllum. Annað sæluhús er í Dyngjufjalladal.

Einbúi Skagaströnd

  • HAH00198
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1900)

Um 12 m hár og álíka að þvermáli, mjókkandi upp með grasi þöktum fleti efst og einstigi upp, aðeins að vestanverðu.

Landslagið umhverfis Einbúann hefur tekið miklum breytingum en hann er enn á sínum stað óhreyfður.
Aðrar upplýsingar í örnefnaskrá Ingibergs segir ennfremur: Nú er búið að fylla upp fyrir framan hann og standa þar hús SR. Áður á landamerkjum Höfðahóla og Spákonufells.
Þar var álfabyggð.“ (ÖIG: 4).

Eyjarey Vindhælishreppi

  • HAH00226
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Eyjarey sem er varphólmi liggur mitt á milli Skagastrandar og Blönduóss út frá Ytri Ey, þar sem selirnir liggja makindalega ásamt kópum sínum. Lundinn er þar einnig í stórum stíl og í hömrunum eru híbýli fugla; máva, fýls, ritu og æðarfugls. Eyjarnes er litlu sunnar.
Eyjarey var eign Hafstaða. Æðavarp þar er friðlýst frá 1.1.2008.

Iðjuver; Gerir svæðisskipulagsáætlunin ráð fyrir um 50 ha iðnaðarsvæði við Eyjarey, sem er miðja vegu milli Skagastrandar og Blönduóss og í 40 km fjarlægð frá Sauðárkróki. Möguleikar eru taldir á uppbyggingu hafnar þar og er styrkur svæðisins m.a. talinn felast í greiðum samgöngum, góðu náttúrufari, nálægð við verslunar- og þjónustukjarna og er landrými mikið. Jafnframt er vakin athygli á nálægð þessa staðar við Blönduvirkjun.

Fellsborg samkomuhús

  • HAH00443
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1965 -

Félagsheimilið Fellsborg var byggt árið 1965. Í húsinu eru 3 misstórir salir, sem nýttir hafa verið til dansleikjahalds, bíósýninga, leiksýninga, ættarmóta, afmæla, fatamarkaða og fl.
Öll íþróttaiðkun var þar til húsa, bæði á vegum skólans og ungmennafélagsins, áður en íþróttahúsið kom til sögunnar.
Bókasafn Sveitarfélagsins hefur verið þar frá því húsið var byggt.
Félagsstarf aldraðra, kvenfélagið Eining, Sjónvarpsfélaga Skagastrandar og UMF Fram hafa þar einnig aðsetur sitt.

Sími félagsheimilisins 4522720
Umsjónarmaður gsm 771-1220
Netfang: fellsborg@fellsborg.is

Finnstaðir á Skagaströnd

  • HAH00271
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1920)

Finnstaðir og Háagerði eru samliggjandi jarðir. Þetta eru grasgefnar jarðir sem eiga land að sjó með góðri fjörubeit. Í landi þeirra er Finnstaðanes. Háagerði stendur í klettaás, sem mjög víðsýnt er af en Finnstaðir sunnar á skjólríkum stað. Núverandi (1975) eigandi Finnstaða er Höfðahreppur en Háagerði er í eigu Magnúsar Hjaltasonar á Bakka í Skagahreppi.

Skrá um landamerki Háagerðis og Finnsstaða.

Að norðan byrja merki á Gullhellisnöf við sjó, og er þar grjótvarða hlaðin á bakkanum, þaðan liggja merki beina sjónhending fyrir sunnan Hólkot, til vörðu, sem hlaðin er uppá Hólkotsbrekku, þaðan beina stefnu til vörðu á Hrossamýrarhrygg, þaðan ganga merki beina stefnu austur Brandaskarð, sunnan við Háagerðissel til vörðu á Selhrygg, þaðan liggja merki í Brandaskarðsgilbotn, þá ganga merki til vesturs norðan í fjallsbrúnum til klettastrýtu fyrir norðan Leynidali, fyrir norðan Borgarhaus, þaðan liggja merki beina stefnu yfir norðurenda Grenjadals, til Landamerkjagils, og þar sem það endar, sjer fyrir garði til sjóar, er stefnir norðanvert í Sandlækjarós. Í Finnstaðalandi á Spákonufell þrjá teiga fyrir utan Sandlæk út að Sandenda, og upp í flóann, eptir sem vörður vísa, ásamt öllum reka fyrir teigunum. Spákonuarfur er að nokkru leyti fyrir landi jarðanna, að undanteknum þeim hluta, sem liggur fyrir áður nefndum teigum, er heyra Spákonufelli til.

Árbakka í maí 1890.
J. Jósefsson, meðeigandi og í umboði meðeiganda minna að Háagerði
J. Jósefsson, Jens Jósefsson, Jóhann Jósefsson eigendur Spákonufells.
Árni Jónsson í umboði meðeiganda Harastaða.
Fyrir hönd ¾ Harastaða: Andrjes Árnason.
Jónann Jósefsson eigandi Finnsstaða.

Lesið upp á manntalsþingi að Viðvíki, hinn 23. maí 1891, og innfært í landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 252 fol. 131b.

Hafís

  • HAH00282
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Hafís við Ísland.
Á hafinu flýtur tvenns konar ís, hafís sem er frosinn sjór, og borgarís sem myndast þegar brotnar úr jöklum sem skríða í sjó fram eða liggja meðfram strönd, eða á henni.
Hafís getur myndast í fjörðum hér við land á köldum vetri. Hann kallast lagnaðarís og er orðið dregið af því að sagt er að fjörðinn leggi.

Aldrei er svo kalt á sumrum að lagnaðarísinn haldist þegar sól hækkar á lofti með vorinu. Hann bráðnar og sömu sögu er reyndar að segja af ís sem leggur að vetrarlagi á stöðuvötnum. Þegar hlýnar með vorinu hverfur lagnaðarísinn.

En hafís við strendur Íslands er að langmestu leyti kominn langt að. Hann berst hingað vestan úr Grænlandssundi. Einnig kemur fyrir að hann komi beint úr norðri að norðausturhorni landsins, en allur er ísinn úr Austur-Grænlandsstraumi.

Það er ískaldur hafstraumur í orðsins fyllstu merkingu. Hann liggur úr Norður-Íshafi suður með endilöngu Austur-Grænlandi.

Þessi mikli og kaldi straumur í grennd við Ísland flytur mikinn ís suður á bóginn, bæði hafís, sem myndast á sjónum og borgarís úr jöklum Grænlands.

Síðla vetrar þekur ísinn fiskimið norðvestur af landinu og oft berst ís austur á bóginn, inn á siglingaleiðir meðfram Íslandi og stundum inn á firði og flóa. Tignarlegur borgarís berst einnig til landsins og er einkum áberandi á haustin.

Hafískoma við Ísland fer í fyrsta lagi eftir ísmagni í Grænlandssundi; í öðru lagi eftir ástandi sjávar í Íslandshafi, hita, seltu og lagskiptingu efst í sjónum; í þriðja lagi eftir almennri lofthringrás yfir norðurhveli, þ.e.a.s. þrýstifari, lægðagangi, veldi Grænlandshæðar eða myndun kyrrstöðuhæðar yfir Atlantshafi. Tiltekin skilyrði í þessum þremur flokkum meginorsaka verða að vera uppfyllt svo að hafís verði við strendur Íslands.

Hafís á Íslandsmiðum er hins vegar býsna algengur, einkum á hafsvæðinu norðvestur af landinu, enda skiptir þá ísmagnið í Grænlandssundi nær eingöngu máli.

Hamarsrétt á Vatnsnesi

  • HAH00285
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Hamarsrétt stendur á einstökum stað í fjörukambinum á vestanverðu Vatnsnesi. Réttin er notuð á haustin þegar bændur á Vatnsnesi rétta fé sitt sem þeir smala saman úr fjallinu. Sunnan við Hamarsrétt er Hamarinn, klettaberg sem fengið hefur nafnið Kallhamar, tilkomið vegna þess að á árum áður var mikið útræði frá Vatnsnesi og þegar koma þurfti boðum til báta á sjó var farið fram á hamarinn og gefið merki eða kallað til nærliggjandi báta. Sunnan við Hamarinn má enn finna rústir frá sjóbúðum og útræði sem þar var mikið. Litlu norðan við fjárréttina stendur Hamarsbúð, félagsheimili húsfreyjanna á Vatnsnesi. Þar halda þær sína árlegu sumarhátíð, Bjartar nætur og bjóða uppá mikið Fjöruhlaðborð sem svignar af fjölda kræsinga og sjaldséðum mat, sem byggir á gömlum hefðum og hráefni úr sjó og af landi á Vatnsnesi.

Hjarðartunga í Vatnsdal

  • HAH00047
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1962

Nýbýli úr Grímstungu stofnað 1962 úr 1/3 jarðarinnar. Bærinn stendur á þurru sléttlendi spöl frá brekkurótum nærri þeim stað sem er gamli bærinní Grímstungu stóð, sem var rifinn 1921.

Holtastaðakirkja í Langadal

  • HAH00621
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1930)

Á Holtastöðum var kirkja helguð heilögum Nikulási í kaþólskum sið. Þar var útkirkja frá Blöndudalshólum en 1880 var sóknin lögð til Hjaltabakka og til Höskuldsstaða 1881, síðan til Bergsstaða 1907 en heyrir nú til Bólstaðarhlíðar.
Núverandi kirkja var vígð 1893. Hún er úr timbri, járnvarin, og byggð að tilhlutan kirkjueigenda, Jósafats Jónatanssonar, bónda á Holtastöðum, og Stefáns Jónssonar, bónda á Kagaðarhóli. Yfirsmiður var Þorsteinn Sigurðsson á Sauðárkróki. Altaristafla er gömul, eftirmynd af kvöldmáltíðarmynd Leonardo da Vinci. Prédikunarstóll er gerður af dönskum manni, Simon Reifeldt, árið 1792. Á honum eru málaðar myndir.
Merkilegur gripur, sem fyrrum var í Holtastaðakirkju en er nú í Þjóðminjasafni Íslands, er svokallað vatnsdýr, vatnskanna í ljónslíki sem notuð var undir skírnarvatn. Er hún frá miðöldum.

Annexían var Holtastaðir í Holtum, segir í Pétursmáldaga). Á Holtastöðum var kirkja hins heilaga Nikulásar. Þar var þá „tveggja presta skyld", og fylgdi hálfkirkja að (Geita-) Skarði og tvö bænhús. 2. janúar 1360 selur Jón Eiriksson skalli biskup á Hólum Brandi bónda Ásgrímssyni og Guðnýju Sólmundardóttur konu hans jörðina Holtastaði fyrir jörðina Flugumýri. — 1. nóvember 1397 selur Einar prestur Þorvarðsson Ingiríði Þórðardóttur jörðina Holtastaði í Langadal „með gögnum og gæðum" fyrir lausafé. — Holtastaðir hafa aldrei verið „staður" að því er bezt er vitað, heldur jafnan bændaeign.

Hópið

  • HAH00300
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (880)

Hróarsstaðir á Skaga

  • HAH00305
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1900)

Hróarsstaðir eru nyrsti bær í byggð undir Brekknabrekku. Bærinn stendur skammt frá Brekkunni, þar er því skjóllegt. Þar er skammt til sjávar og er þar lending einna skást undir Brekku sem heitir á Naustavöllum. Íbúðarhúsi steypt 1930 373 m3. Fjós byggt 1935 fyrir 5 gripi, fjárhús 1961 og 1973 fyrir 356 fjár. Hlaða steypt 1972 694 m3. Votheysgeymsla steypt 1940 22 m3. Hesthús 1940 úr torfi og grjóti fyrir 5 hross. Geymsla, blikkhús á steyptum grunni 50 m3. Tún 23,6 ha.

Húsavíkurkirkja

  • HAH00689
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 2.6.1907-

Húsavíkurkirkja núverandi var vígð 2. júní 1907. Rögnvaldur Ólafsson arkitekt teiknaði kirkjuna sem er krosskirkja, byggð úr norskum við. Rögnvaldur var fyrsti Íslendingurinn sem nam byggingarlist og raunar fyrsti nútíma húsameistarinn sem Íslendingar eignuðust.
Turn kirkjunnar er 26 m hár. Hún er frábrugðin öðrum kirkjum að því leyti, að enginn venjulegur predikunarstóll er í henni. Freymóður Jóhannesson, listmálari, málaði og skreytti kirkjuna að innan árið 1924.

Sveinn Þórarinsson, listmálari frá Kílakoti, Kelduhverfi, málaði altaristöfluna 1930-31. Hún sýnir upprisu Lazarusar. Jóhann Björnsson, útskurðarmeistari á Húsavík, gerði skírnarsáinn og aðra útskorna gripi kirkjunnar. Pípuorgelið var vígt 8. nóvember 1964. Elstu gripir kirkjunnar eru tveir kertastjakar úr tini, sem danskur kaupmaður, Peter Hansen, gaf kirkjunni 1640. Pípuorgelið var vígt 8. nóvember 1964.

Hvammstangakirkja

  • HAH00578
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 21.7.1957 -

Hvammstangakirkja er sóknarkirkja Hvammstangasóknar og er í Breiðabólstaðarprestakalli. Kirkjan var vígð 21. júlí 1957, er úr steinsteypu og rúmar 160 manns í sæti. Kirkjan var hönnuð af Guðjóni Samúelssyni. Kirkjusmiður var Snorri Jóhannesson smiður á Hvammstanga. Kirkjan stendur ofarlega í þorpinu við Kirkjuveg, sunnan kirkjunar liðast Syðri-Hvammsá í gegnum þorpið.

Byggt var safnaðheimili við kirkjuna og var það vígt árið 2007 á 50 ára afmæli kirkjunar, en safnaðarheimilið er hannað af Haraldi V Haraldssyni arkitekti.

Grettishellir í Kjalhrauni

  • HAH00352
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Kjalvegirnir voru tveir, annar lá um miðjan Kjöl og yfir Kjalhraun, en hinn um Þjófadali og suður með Fúlukvísl. Um síðustu aldamót var vegurinn yfir Mið-Kjöl leitaður uppi og varðaður fyrir atbeina danska höfuðsmannsíns Daniels Bruun. Hann varð þó aldrei fjölfarinn. Vestari leiðin var vörðuð sumarið 1920.

Kunn er harmsaga Reynistaðarbræðra og förunauta þeirra. Þeir urðu úti á Kjalvegi árið 1780. Beinhóll er kenndur við beinaleifar af sauðfé og hestum þeirra. Á hólnum er minnisvarði um þá. Látið beinaleifarnar liggja óhreyfðar. Grettishellir er 2 km sunnan Rjúpnafells, stór hraunhóll með mörgum vörðum. Í honum er hellir, opinn í báða enda, nefndur Grettishellir. Ekki er vitað, hvort Grettir var þar.
Förum frá hestarétt hjá Múla við Fúlukvísl í norðausturátt, austur fyrir Kjalfell, þaðan sem leiðin er vörðuð. Síðan með fellinu að austanverðu og áfram norður um Beinhól og Grettishelli og vestan við Rjúpnafell. Á veg 35 sunnan við Þúfunefsfell, með honum vestur að Hveravöllum.

Grjótá á Kjalvegi

  • HAH00279
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Vegagerð ríkisins lét smíðabrú yfir Grjótá sumarið 1992 yfir Grjótá á Kjalvegi undir Bláfelli . Grjótá er að jafnaði vatnslítil en varð gjarnan örðugur farartálmi í vatnavöxtum vor og haust. Smíði 23 metra langrar brúar yfir ána hófst í lok júlí og lauk framkvæmdum á þriðjudaginn þegar lokið var tengingu vegar beggja vegna árinnar við brúna. Yfirsmiður við brúarsmíðina á Grjótá var Jón Valmundsson.

Fyrrum var Kjölur afréttur og eign Auðkúlu í Austur-Húnavatnssýslu en núna er hann afréttur Biskupstungna. Sundurdráttur fjár fór fram í Gránunesi, þegar svæðið tilheyrði Auðkúlu, en eftir að mæðiveikisgirðingin var sett upp norðan Hveravalla hefur slíkt verið óþarft. Önnur (Jón Eyþórsson) byggir á landslaginu í Kjalhrauni, sem lítur út eins og bátur á hvolfi séð sunnanfrá.Tvær kenningar eru uppi um tilurð nafns svæðisins, Kjölur. Hin (Guðmundur Kjartansson) gerir ráð fyrir að norska nafnið hafi verið yfirfært. Þetta örnefni er víða notað á landinu, þar sem eru vatnaskil, s.s. á Vestfjörðum. Kjalvegur er u.þ.b. 200 km langur á milli Gullfoss og Blöndudals. Eftir að Grjótá, Sandá og Seyðisá voru brúaðar er vegurinn orðinn fær öllum bílum á sumrin. SBA-Norðurleið hf. heldur uppi áætlunarferðum um Kjalveg á sumrin.

Flosagjá á Þingvöllum

  • HAH00254
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Flosagjá er gjá á Þingvöllum sem rennur saman við Nikulásargjá fyrir enda hraunrima sem nefnist Spöngin. Flosagjá og Nikulásargjá eru því samtengdar.
Í Nikúlásargjá mun Nikulás Magnússon sýslumaður hafa drekkt sér 24. júlí 1742 en Nikulásargjá er líka stundum nefnd Nikulásarpyttur.

Eftir að menn tóku að kasta skildingum í Nikulásargjá af brúnni, sem er hluti af veginum að Þingvallabænum, kalla menn nú staðinn Peningagjá. Margir kannast aðeins við gjána undir því nafni en það er þó ekki eiginlegt nafn hennar.

Héraðsskólinn á Laugarvatni og Laugarvatn

  • HAH00028
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1928-

Ketilbjörn gamli Ketilsson nam Grímsnes frá Höskuldslæk, Laugardal og Biskupstungur til Stakksár. Hann bjó á Mosfelli.
Ketilbjörn Ketilsson hinn gamli, landnámsmaðurá Mosfelli var tvímælalaust fulltrúi heiðins siðar og fornra gilda. En Mosfellingar og Haukdælir, afkomendur hans og Helgu konu hans, voru fyrstu menntamenn íslendinga, vel á undan samtíð sinni og báru af flestum íslendingum á þjóðveldisöld.

Skólaþorpið Laugarvatn hefur verið vagga menntunar á svæðinu allt frá 1928, þar eru nú öll skólastig frá leikskóla til háskóla. Við Laugarvatn er Vígða laug, en margir trúa á lækningarmátt vatnsins. Við kristnitökuna árið 1000 voru heiðingjar skírðir í þessari volgu laug. Fjölbreytt þjónusta er í boði á Laugarvatni og nágrenni og ýmsir afþreyingarmöguleikar. Tjaldsvæði, farfuglaheimili, bændagisting, hótel og veitingastaðir. Hægt að leigja bát og sigla á vatninu, veiða í ám og vötnum eða bregða sér í golf eða sund. Fallegar gönguleiðir eru í nágrenninu og boðið er upp á hellaskoðun, kanóferðir og útiafþreyingu fyrir hópa. Fjölbreytt fuglalíf er í skóginum og við vatnið og fallegar gönguleiðir. Laugarvatnsfjall býður upp á víðáttumikið útsýni. Upp frá Miðdal, um 3 km frá Laugarvatni, er vinsæl gönguleið upp að Gullkistu þar sem fjársjóður Ketilbjarnar á að hafa verið grafinn..

Héraðskólinn á Laugarvatni var héraðsskóli sem var stofnaður 1.nóvember árið 1928 í skólahúsi sem Guðjón Samúelsson teiknaði. Hús héraðsskólans var friðað árið 2003 og tekur friðunin til ytra útlits og stigagangs.

Við setningu fræðslulaga árið 1946 tók héraðsskólinn upp kennslu til landsprófs. Haustið 1947 tók til starfa við héraðsskólann framhaldsdeild sem kenndi námsefni fyrsta árs menntaskóla og var hún nefnd Skálholtsdeild. Menntaskólinn að Laugarvatni var svo stofnaður árið 1953.

Árið 1932 var Íþróttakennaraskóli Íslands stofnaður og var hann í húsakynnum héraðsskólans, bókasafni, sundlaug og íþróttahúsi.

Hús gamla héraðsskólans stóð autt um nokkuð skeið eftir að skólahald fluttist í aðrar byggingar á Laugavatni. Listahátíðin Gullkistan var haldin í héraðsskólanum sumarið 2005. Gamli héraðsskólinn hefur nú verið gerður upp og mun Háskóli Íslands fá hluta gamla héraðsskólans fyrir starfsemi sína á Laugarvatni en þar er íþróttafræðanám innan Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.

Árið 1928 létu Laugarvatnshjónin, Ingunn Eyjólfsdóttir (1873 – 1969) og Böðvar Magnússon (1877 – 1966) ættaróðal sitt af hendi til að veita stofnun Héraðsskóla á Laugarvatni brautargengi. Þau hjónin tóku við búi á Laugarvatni 1907 og bjuggu á Laugarvatni alla tíð.

Fagurhólsmýri í Öræfum

  • HAH00237
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Fagurhólsmýri er bær í Öræfum. Þar er flugvöllur og leið út í Ingólfshöfða. Þar hefur verið mönnuð veðurathugunarstöð frá árinu 1903.

Í upphafi hétu Öræfi “Héraðið milli sanda” og vitnar heitið um stærð og auðsæld. Talið erað hún hafi verið með blómlegustu svæðum landsins þegar IngólfurArnarson tók land við Ingólfshöfða um árið 874, skammt frá Skafatafelli. Fyrsti landnámsmaður í héraðinu milli sanda var Þorgerður sem nam land allt frá Kvíá að Jökulfelli við Bæjarstaðaskóg. Öræfi skarta mörgum perlum, m.a. Skaftafelli en þjóðgarðurinn var stofnaður 23. ágúst 1968.

Sérstaða hans er ósnortin náttúra og sérkenni hennar var talin forsenda fyrir stofnun þjóðgarðs.
Í gegnum aldirnar hafa jöklar gengið fram eða hopað og við það hefur gróðurlendi rýrnað og verulega verið sorfið að byggðinni. Hesturinn var eina farartækiðyfir óbrúaðan sandinn en árnar á Skeiðarársandi voru helsti farartálminn allt þar til Skeiðarárbrú var vígð árið 1974 en þar með lauk tímabilieinangrunar.

Í Byggðasögu Austur–Skafftafellssýslu segir að elstu rituðu heimildir um Fagurhólsmýri munu vera sveitarlýsing sr. Gísla Finnbogasonar frá því um 1700 og jarðabók Ísleifs Einarssonar frá 1709. Þar kemur fram að Fagurhólsmýri sé hjáleiga byggð úr Hnappavallaheimalandi. Eins er sagt frá því að sveitin Öræfi liggi í boga undir hæstafjalli landsins; Öræfajökli og að hann skýli sveitinni fyrir norðanátt. Árið 1362 gaus Öræfajökull, sem þá var nefndur Knappafellsjökull,og lagði gosið byggðina í eyði.
(Sjá “Hérað milli sanda og eyðing þess” eftir dr. Sigurð Þórarinsson, Andvari 1957, bls. 35-47). Öræfajökull er megineldstöð með lögun eldkeilu og langstærsta virka eldfjallið hér á landi. Talið er að undanfari gossins hafi verið snarpur jaðrskjálfti, bæir hafi hrunið og manntjón orðið mikið. Jökulhlaup kom æðandi niður snarbrattar hlíðar fjallsins með vikri, stórgrýti, jökum og mikilli eðju sem sópaði bæjum í burtu. Var eldgos þetta með þeim mestu, sem sögur fara af, og má enn sjá stórar vikurdyngjur frá því gosi víða í Öræfum. Engar öruggar heimildir eru fyrir hendi umhversu mikið tjón varð áfólki eða búpeningi af völdum þessa eldgoss nema annálar, sem færðir voru í letur öldum seinna. Þó eru til heimildir er greina frá því að búpeningi var bjargað og eru því líkur á að eitthvað af fólki hafi einnig bjargast.

Fáskrúðsfjörður

  • HAH00229
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Fáskrúðsfjörður (áður nefnt Búðir eða Búðakauptún) er þorp á Austfjörðum og stendur við samnefndan fjörð. Íbúar þar voru 671 1. janúar 2015.

Verslun hófst á Búðum upp úr 1880 og tók fljótlega að myndast kauptún sem byggt er í landi jarðarinnar Búða. Fyrsti kaupmaður sem verslaði hér, hét Friðrik Wathne, en árið 1888 setti Carl D. C. Tulinius, kaupmaður á Eskifirði, upp útibú á staðnum.

Fyrir aldamótin 1900 og fram undir 1935 voru Búðir helsta bækistöð franskrar skútuútgerðar á Austfjörðum. Þar var franskur konsúll, franskt sjúkrahús og frönsk kapella. Franskur grafreitur er út með ströndinni norðanverðri, nokkru utan við bæinn, hjá Hölknalækjum.

  1. september 2005 var lokið við gerð jarðganga milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Þetta hefur orðið til þess að mikið af nýjum húsum hefur verið reist í bænum og mætti helst rekja það við álversframkvæmdir Alcoa hinum megin fjalls.

Hornafjarðarfljót

  • HAH00241
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Hornafjarðarfljót er stutt og vatnsmikið og fær mestan hluta vatnsins frá Suðurfljóti,sem kemur úr Viðborðsdal og undan Heiðnabergsjökli í Svínafellsjökli, og Austurfljóti,sem kemur undan Hoffellsjökli. Yfir að sjá er fljótið eins og fjörður, sem var erfiðuryfirferðar áður en brýr voru byggðar. Þá var fljótið riðið á allt að 5 km breiðu vaði og ekin,þegar bílar voru komnir til sögunnar.

Brúin var byggð árið 1961 og var þá önnur lengsta brú landsins, 255 m. Hún er talsvert missigin og það verður að aka hægt yfir hana. Hreppamörk Mýra og Nesja liggja um fljótið.

Hornafjarðarfljót ber fram möl og leir í ósinn og úthafsaldan brotnar á töngunum, Suðurfjöru- og Austurfjörutanga, sem gera Hornafjarðarhöfn að einhverri skjólbestu höfn hér á landi.
Brúin er 254 metrar.

Núverandi þjóðvegur um Hornafjörð liggur meðfram fjöllunum í talsverðum hlykk. Með nýju brúarstæði er hægt að taka hann af og ná þannig 11,8 kílómetra styttingu með því að leggja veginn sunnar. 

Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra með nýrri brú yfir Hornafjarðarfljót, sem áætlað er að kosti yfir fjóra milljarða króna. (2015)

Hvalfjörður

  • HAH00315
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Hvalfjörður er mjór og djúpur fjörður inn af Faxaflóa á Vesturlandi, norðan við Kollafjörð og sunnan við Borgarfjörð. Norðan megin við fjörðinn er Akranes og sunnan megin er Kjalarnes. Hann er um það bil 30 km að lengd.
Um miðjan fjörðinn að norðanverðu er Grundartangi þar sem rekin er járnblendiverksmiðja og álver. Þar er nú ein stærsta höfn landsins. Gegnt Grundartanga er Maríuhöfn á Hálsnesi sem var ein aðalhöfn landsins á síðmiðöldum. Botnsdalur, í botni Hvalfjarðar, er vinsælt útivistarsvæði og þar er hæsti foss landsins, Glymur. Innarlega í firðinum eru víða leirur og þar er fjölbreytt fuglalíf og mikið um krækling.
Á árunum 1996-1998 voru gerð göng, Hvalfjarðargöngin, undir utanverðan Hvalfjörð og styttu þau hringveginn um eina 55 km þar sem ekki var lengur þörf á að fara fyrir fjörðinn, 62 km leið. Enn er þó hægt að aka fyrir Hvalfjörð eftir þjóðveg 47.

Í síðari heimsstyrjöld gegndi Hvalfjörður mjög mikilvægu hlutverki. Flotastöð bandamanna var innst í Hvalfirði þar sem Hvalstöðin er. Þar var skipalægi og viðkomustaður skipalesta á leið milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna og oft voru mörg skip á firðinum. Bækistöðvar voru reistar í landi Litlasands og Miðsands og þar má enn sjá minjar frá stríðsárunum, meðal annars bragga sem hafa verið gerðir upp.

Hvalfjörður er sögustaður Harðar sögu og Hólmverja. Innarlega á firðinum er lítil eyja sem heitir Geirshólmi en er oft ranglega kölluð Harðarhólmi. Þar á útlaginn Hörður Grímkelsson að hafa hafst við með fjölmennan flokk en þegar hann og menn hans höfðu verið felldir í landi er sagt að Helga kona Harðar hafi synt í land með syni þeirra tvo. Á Sturlungaöld var aftur flokkur manna í Geirshólma um tíma, þegar Svarthöfði Dufgusson hafðist þar við með flokk manna Sturlu Sighvatssonar og fór ránshendi um sveitirnar.

Jökulsá í Lóni

  • HAH00245
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Jökulsá í Lóni er jökulsá á Suðausturlandi. Hún á upptök sín í Austur-Vatnajökli, nánar tiltekið Vesturdalsjökli. Hún rennur í gegnum hrikalegt landslag Lónsöræfa áður en hún kemur niður á flæðurnar í Lóni og lýkur sinni ferð í Lónsvík. Árið 2004 var opnuð göngubrú, sú stærsta á landinu, þar sem áin kemur niður að að Eskifelli. Áður hafði verið gerð göngubrú árið 1953 í Nesi nálægt Illakambi.

Jökulsá í Lóni var brúuð 1951-1952 og var þá ein lengsta brú landsins um 247 m.

Löðmundarvatn

  • HAH00377
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Löðmundarvatn er tæpur km2 að stærð á fallegum og gróðursælum stað, rétt austan Landmannahellis. Vatnið er í 590 metra hæð og nýtur skjóls af Löðmundi sem gnæfir yfir því í norðri. Ásarnir vestan og austan við vatnið leggja sitt að mörkum til að skýla veiðimönnum fyrir golu úr þeim áttum þannig að oft er veðursælt við vatnið. Akfært er að því að vestan, næstum alveg inn að Löðmundi.
Í vatninu er nær eingöngu bleikja, oft frekar smá en hefur verið að koma til hin síðari ár. Þessu vatni eins og öðrum á svæðinu hættir til að vera ofsetið bleikju og nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til að grisja það með misjöfnum árangri. Reynt hefur verið að sleppa urriðaseiðum í það og fyrir kemur að einn og einn slíkur slæðist á land en urriðinn hefur átt afar erfitt í samkeppninni við bleikjuna. 2014 voru færðir til bókar 3 urriðar á móti 97 bleikjum. Vísast eru urriðarnir í vatninu stórir og stæðilegir, í það minnsta hef ég gengið fram á einn slíkan í flæðarmálinu sem væntanlega hefur ekki lifað af tilraun til sleppingar eða drepist úr ofáti.

Melstaðakirkja í Miðfirði

  • HAH00378
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 8.6.1947 -

Saga kirkjunnar

Melstaðarkirkja er í Melstaðarprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi. Melstaður er bær og prestssetur í Miðfirði og um aldir talinn meðal bestu og eftirsóknarverðustu brauða landsins.
Kirkja var byggð þar skömmu eftir kristnitökuna og helguð heilögum Stefáni í kaþólskum sið. Steinkirkjan, sem nú stendur, var vígð 8. júní 1947 og tekur 150 manns í sæti. Altaristaflan sýnir skírn Krists, eftir Magnús Jónsson, prófessor, og Ríkharður Jónsson skar út prédikunarstólinn.
Í skrúðhúsinu eru tvær grafskriftir, önnur um séra Arngrím Jónsson lærða og séra Halldór Ámundason (1773-1843) á Melstað.

Talið er að kirkja hafi staðið á Melstað allt frá því um 1050. Þó var engin kirkja þar frá árinu 1942 til 1947 eftir að þáverandi kirkja fauk. Ný kirkja var tekin í notkun fimm árum seinna og stendur þar enn.

Í fornöld nefndist staðurinn Melur en eftir að kirkja var reist þar eftir kristnitökuna afbakaðist nafnið í Staður og síðar Melstaður. Bærinn stendur á mel einum vestan við Miðfjarðará og sér þaðan vel yfir fremri hlut sveitarinnar sem og að Laugarbakka. Arngrímur Jónsson hinn lærði bjó að Melstað á 17. öld og var lengi vel prestur á staðnum. Skammt frá kirkjustaðnum er kuml; svokallaður Kormákshaugur. Þjóðsaga segir að álög séu á honum svo að ef grafið verði í hann komi kirkjan til með að standa í björtu báli.

Sr. Guðmundur Vigfússon hóf þjónustu sína á Mel 1859 og þótti honum þá gamla torfkirkjan (byggð 1810) orðin hrörleg og gömul. Gamla kirkjan var „ekki fokheld á vetrardag“ og stóð á lægsta stað í gamla kirkjugarðinum. Það var þá þannig að „flöturinn umhverfis kirkjugarðinn er meira en hálfri annarri alin hærri en grundvöllur kirkjurnnar“ og þar af leiðandi rann vatn að kirkjunni en ekki frá henni. Vildi hann láta færa kirkjuna á ávalan hól, Hjallhól, nokkuð hærri en bæjarstæðið sjálft. Þetta skrifar sr. Guðmundur í bréfi til prófasts; dagsett 14. október 1861. Samþykki fékkst meðal íbúa sveitarinnar að færa kirkjuna. Kirkjan var svo tekin í notkun 2. desember 1865 eftir 376 dagsverka vinnu.

Haustið 1941 dreymir Björn G. Bergmanns, sóknarnefndarformaður og bóndi á Svarðbæli í Miðfirði, nokkru vestan við Melstað, að hann heyri í fimm prestum sem ganga til kirkju á Melstað. Aðfaranótt fokdags, 15. janúar 1942, dreymir hann sama draum en þá eru einungis sumir prestanna hempuklæddir og aðrir ekki. Veit Björn þá um morguninn að draumurinn viti ekki á gott. Eftir gegningar hringir séra Jóhann Kr. Briem, sem þá þjónaði að Melstað, og segir að kirkjan hafi fokið þá um morguninn. Brotnaði hún í spón. Brak kirkjunnar var boðið upp 12. maí sama ár og voru tekjur af því rúmar 6 milljónir krónur. Þá fundu nokkrir menn brak um allann norðurhluta Melstaðarlands og í skurði einum fannst altarið lítið skemmt.

Núverandi kirkja var vígð 8. júní 1947. Hún er úr steinsteypu og rúmar tæplega 100 manns í sæti. Við kirkjuna stendur safnaðarheimilið sem var byggt árið 1911. Predikunarstóll kirkjunnar er eftir Ríkarð Jónsson myndlistarmann (myndskera). Einn af fáum minjunum sem glötuðust ekki úr gömlu kirkjunni er altaristaflan. Hún skiptist í miðhluta, þar sem segir frá Jesú á fjallinu, og hliðarvængi, þar sem sagt er frá þeim Móses og Aron. Taflan var þó mikið skemmd og var gerð upp fyrir 50 ára afmæli kirkjunar. Hún hefur verið til sýnis í kirkjunni eftir það. Núverandi altaristafla er eftir Magnús Jónsson og er af skírn Jesú.

Árið 2008 fór fram fyrsta kristilega gifting samkynhneigðra á Íslandi fram í Melstaðarkirkju.

Laxárvatnsvirkjun

  • HAH00374
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1953 -

Laxárvatnsvirkjun er vatnsaflsvirkjun sem var stofnuð árið 1953 og afl hennar er 480 kw. Eigandi virkjunarinnar er Rafmagnsveitur ríkisins.
Laxárvatn er 16.4 km á lengd, Laxá á Ásum rennur úr því.

Laxárdalur fremri

  • HAH00694
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Laxárdalur er dalur í Austur-Húnavatnssýslu sem oft er kallaður Laxárdalur fremri til aðgreiningar frá Laxárdal í Skagafjarðarsýslu, sem er handan við fjallgarðinn milli Skagafjarðar og Húnavatnssýslu og er stundum kallaður Laxárdalur ytri.
Laxárdalur fremri liggur samsíða Langadal, frá Refasveit og næstum fram að Bólstaðarhlíð og Vatnsskarði. Þar var áður allmikil byggð, um tuttugu bæir, en nú er aðeins einn eftir í byggð. Dalurinn er grösugur og nokkuð búsældarlegur en mjög snjóþungur.

Norður eftir dalnum rennur Laxá á Laxárdal, sem kallast Laxá á Refasveit eftir að hún kemur fram úr dalnum og sameinast Norðurá. Vatnaskil eru nokkuð sunnan við miðjan dal, á móts við Litla-Vatnsskarð og rennur Auðólfsstaðaá þaðan til suðurs og síðan til vesturs um Auðólfsstaðaskarð í Blöndu.

New York City

  • HAH00384
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

New York eða Nýja-Jórvík (enska: New York City, gjarnan skammstafað NYC) er fjölmennasta borg New York-fylkis, og jafnframt Bandaríkjanna, með ríflega 8,3 milljónir íbúa (2012) af ýmsum þjóðernum. Borgin er 800 ferkílómetrar að stærð og hefur hlotið viðurnefnið „stóra eplið“ (ensku the Big Apple, sjá listann yfir gælunöfn).

New York-borg er miðstöð viðskipta, stjórnmála, samskipta, tónlistar, tísku og menningar og í henni eru einnig aðalstöðvar Sameinuðu þjóðanna.

Borginni er stjórnsýslulega skipt í fimm hluta: Brooklyn, Bronx, Manhattan, Queens og Staten Island.

Áður en Evrópubúar settust að á svæðinu bjuggu Lenape-indíánar þar. Fyrsti Evrópumaðurinn sem kom til New York var ítalinn Giovanni da Verrazzano en hann kom þangað árið 1525. Hins vegar yfirgaf hann staðinn strax og skildi ekkert eftir sig. Það var ekki fyrr en árið 1609 að Hollendingar sendu Englendinginn Henry Hudson, sem Hudsonfljótið er nefnt eftir, og byggð Evrópumanna var stofnuð þar árið 1613.

Á meðan Hollendingar réðu yfir borginni kallaðist hún Nýja-Amsterdam en 1664 náðu Bretar borginni á sitt vald og endurnefndu hana New York (sem stundum hefur verið þýtt Nýja-Jórvík á íslensku) til heiðurs Hertoganum af Jórvík. Jórvík eða York á Englandi er aftur leitt af keltneska staðarheitinu Caer Ebroc.

1673 náðu Hollendingar aftur stjórn yfir borginni og kölluðu hana Nieuw-Oranje („Nýju-Óraníu“) en gáfu hana endanlega frá sér árið 1674.

Wall Street dregur nafn sitt af borgarmúrnum.

Norðurárdalur í Skagafirði

  • HAH00230
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Norðurárdalur er dalur í austanverðum Skagafirði og tilheyrir Akrahreppi en mörkin milli Blönduhlíðar og Norðurárdals eru um Bóluá. Um dalinn liggur Þjóðvegur 1 upp á Öxnadalsheiði.

Dalurinn liggur fyrst til austsuðausturs en sveigir fljótlega til norðausturs. Norðurhlíð hans frá Bólugili kallast fyrst Silfrastaðafjall en síðan tekur Kotaheiði við og nær fram að Valagilsá. Þar tekur Silfrastaðaafrétt við. Hann tilheyrði áður Silfrastöðum en er nú eign hreppsins. Sunnan dalsins er Krókárgerðisfjall og síðan Borgargerðisfjall og fremst Virkishnjúkur. Vestan við Virkishnjúk gengur inn djúpur þverdalur og kallast norðurhlíð hans Egilsdalur en suðurhlíðin Tungudalur og er þá komið yfir á Kjálka.

Nokkurt undirlendi er í dalnum, þó minnst um miðbik hans, og þar fellur Norðurá um víðáttumiklar eyrar og hefur flæmst víða um þær í áranna rás. Í hana falla ýmsar þverár, þar á meðal Kotaá, Valagilsá, Króká og Egilsá. Sumar ánna gátu verið miklir farartálmar áður en þær voru brúaðar, einkum þó Valagilsá. Dalurinn er veðursæll og víða ágætlega gróinn og nú er hafin mikil skógrækt í Silfrastaðafjalli. Þar hafa á síðustu árum verið gróðursettar yfir milljón trjáplöntur.

Mikil skriðuföll urðu í Norðurárdal 6. júlí 1954 eftir stórrigningar sem gengið höfðu yfir sólarhringinn á undan og ollu þau miklum skemmdum, einkum á Fremri-Kotum, þar sem skriða staðnæmdist rétt ofan við íbúðarhúsið, en einnig á Ytri-Kotum, sem þá voru farin í eyði.

Lengst af voru 7 bæir í byggð í Norðurárdal en aðeins þrír eru eftir, Fremri-Kot, Egilsá og Silfrastaðir. Egilsá fór í eyði 2009 en var aftur komin í byggð 2010. Þar var lengi rekið sumardvalarheimili fyrir börn og síðar skólaheimili fyrir seinfæra og þroskahefta unglinga.

Reykjavíkurtjörn

  • HAH00400
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Tjörnin eða Reykjavíkurtjörn er grunnt stöðuvatn í miðbæ Reykjavíkur. Vatnið í Tjörnina kemur úr Vatnsmýrinni sunnan við hana og rennur úr henni um Lækinn sem rennur undir Lækjargötu til sjávar í víkinni. Við Tjörnina standa margar merkilegar byggingar, þar á meðal Ráðhús Reykjavíkur, Iðnaðarmannahúsið, Tjarnarskóli, Listasafn Íslands og Fríkirkjan í Reykjavík. Við Tjörnina er einnig Hljómskálagarðurinn, eini lystigarðurinn í miðborg Reykjavíkur. Í og við Tjörnina er mikið fuglalíf. Vinsæl afþreying hjá foreldrum með ung börn er að fara niður að Tjörn og „gefa öndunum“ (þ.e. brauðmola).

Tjörnin er dæmi um sjávarlón þar sem sandur og möl hefur myndað malarrif sem lokar smám saman af lónið. Gamli miðbærinn í Reykjavík stendur á rifinu. Rifið var ekki fullmyndað fyrr en fyrir um það bil 1200 árum og þá hófst lífræn setmyndun í Tjörninni en undir þeim setlögum eru sand- og malarlög. Þegar lífræn efni tóku að safnast saman á botni Tjarnarinnar gætti lítilla seltuáhrifa og grunnvatn hefur streymt þangað frá Vatnsmýrinni og holtunum í kring. Tjarnarbakkarnir voru grónir gulstör (carex lyngbyei) og öðrum tegundum af hálfgrasaætt en svo komu tímabil þegar seltan verður meiri þá hörfuðu háplöntur. Um 1900 mun engum fugli hafa verið vært á Tjörninni, allir fuglar voru drepnir. Andaveiðar voru eitthvað stundaðar á Tjörninni allt fram á annan áratug síðustu aldar. Með lögreglusamþykkt frá 19. apríl 1919 var bannað að skjóta í borgarlandinu. Um sama leyti var sett siglingabann en áður höfðu margir átt báta og vegna umferðar þreifst ekkert kríuvarp í Tjarnarhólmanum fyrir 1919. Með skotveiðibanninu og siglingabanninu fjölgaði mikið stokköndum og kríum.

Tveir hólmar eru í Tjörninni. Annar þeirra er í suðurenda tjarnarinnar, en hinn, sem er í norðurhlutanum, og mest ber á frá miðborginni séð, gengur venjulega undir nafninu Tjarnarhólminn. Í Tjarnarhólmanum hefur löngum verið varp, en um miðja 19. öld var hólminn notaður sem miðpunktur í hringekju sem svo var kölluð. Segir svo frá henni í Lesbók Morgunblaðsins 1933:
„Hólminn í Tjöminni var þá aðeins lítil grjóthrúga og má nokkuð ráða um stærð hans af því, að menn notuðu hann til þess að hafa í honum nokkurs konar hringekju (Karusel). Hann hafði því að þessu leyti allmikla þýðingu fyrir bæjarbúa, vegna þess, að þar fór fram ein af aðalskemtunum þeirra að vetrinum til, einkum á kvöldum, þegar ísar voru á tjörninni. Hringekjunni hafa menn lýst þannig: Stöng ein var reist í miðjum hólminum; efst á henni var þverslá ein og náði hún á báða vegu 3—4 álnir út yfir flatarmál hólmans; niður úr öðrum enda slárinnar hékk reipi og var sleði bundinn við það; tjald var yfir sleðanum og logaði ljós á lampa þar inni. Á sleðanum sátu börn og unglingar, enda oft eldra fólk, sem lét aka sér hringinn í kringum hólmann með því að rammefldir karlmenn gengu á hinn enda slárinnar og ýttu sleðanum þannig áfram. Fargjaldið var 2 skildingar fyrir börn og 4 skildingar fyrir hvern fullorðinn farþega nokkrar hringferðir í senn, uns um var skift og ný áhöfn kom í stað þeirrar er áður var.
— Lesbók Morgunblaðsins,
Seinna var borið grjót í hólmann og hann stækkaður og lagðist þá hringekjan af. Hann var síðan tyrfður um 1870 og hafði Jakob Sveinsson og fleiri Reykvíkingar endur sínar þar á sumrin, svo að þær hefðu betra næði til að verpa eggjum sínum. Viltar endur eða aðrir fuglar sáust þá sjaldan eða aldrei við tjörnina.

Árið 1942 kom til tals að reisa hús undir Rauða krossinn á vegum Bandaríkjamanna í Tjörninni. Vigfús Guðmundsson taldi þetta fráleita hugmynd og skrifaði í Morgunblaðið sama ár:
Fráleit er sú tillaga, að setja nokkurt hús út í tjörn bæjarins, hvar sem það væri. Og því verra, sem húsið væri stærra, og nær miðju tjarnar. Hyrfi þá meginhluti þessarar bæjarprýði - sem á að vera - og hollustusvæðis. Hyrfi í bikaða möl og ofaníborna vegi umhverfis stórbygginguna og út frá henni til lands á tvo (minnst) eða fleiri vegu. Kæmi þar svo ein nýmóðins kuldaklöpp tilbreytingarsnauð og fegurðarlaus, væri það hnífstunga og holundarsár í hjarta bæjarins.
Af byggingu hússins varð ekki.

Sagt er að einu sinni hafi tvær kerlingar búið sín hvoru megin við Reykjavíkurjörn. Hittist svo á, að þær voru eitt sinn báðar að skola úr sokkunum sínum, og fóru þá að rífast út af veiðinnni í tjörninni, sem báðar vildu eiga. Endaði það með heitingum, og því fór svo, að allur silungur í tjörninni varð að pöddum og hornsílum, og hefur aldrei verið veiði þar síðan.

Skaftafell í Öræfum

  • HAH00249
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Skaftafell í Öræfum er 4.807 km2 þjóðgarður stofnaður 15. september 1967. Þar vex gróskumikil gróður milli sands og jökla. Þjóðgarðurinn var stækkaður 1984 og svo aftur 2004 og eru nú um tveir þriðju hlutar af Vatnajökli innan þjóðgarðsins. Við stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs 8. júní 2008 varð Skaftafell hluti hans.
Áhugaverðir staðir innan svæðis Skaftafells eru t.d. Svartifoss, Kristínartindar, Skaftafellsjökull, Morsárdalur og Bæjarstaðarskógur.

Skaftafell var áður stórbýli og þingstaður, en fór í eyði ásamt allri nærliggjandi byggð þegar Öræfajökull gaus miklu vikurgosi 1362. Skaftafell og fleiri bæir byggðust fljótt aftur. Búskilyrði fóru þó sífellt versnandi vegna langvarandi kuldaskeiðs sem þá var hafið. Við það bættust tíð eldgos í Grímsvötnum og jökulhlaup sem eyddu túnum á láglendi neðan Skaftafellsheiðar. Neyddust Skaftafellsbændur um miðja 19. öld til að flytja byggð ofar í Skaftafellsheiðina og urðu úr því þrjú nýbýli: Hæðir, Bölti og Sel.

Árið 1953 týndust tveir leiðangursmanna á leið frá tjaldbúðunum á jöklinum á Hvannadalshnúk og er ekki vitað um afdrif þeirra né hvað gerðist. Sumarið 2006 fundust leifar af búnaði þeirra á Skaftafellsjökli. Í bókinni er áhrifamikil frásögn af þessum atburðum.

Skagastrandarkirkja / Hólaneskirkja

  • HAH00437
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Hólaneskirkja á Skagaströnd var vígð 20. október árið 1991 og tekur hún um 200 manns í sæti. Aðalheiður Þorleifsdóttir, búsett á Akureyri, gaf kirkjunni ljósritaða útgáfu biblíu Guðbrands Þorlákssonar. Hún er ljósrit frumútgáfunnar, sem biskup gaf Knappastaðakirkju í Fljótum skömmu eftir prentun hennar 1584 (500 eintök voru prentuð). Guðbrandur stóð að prentun hennar á biskupsárum sínum (1571-1627). Hann þýddi m.a. stóran hluta gamla testamentisins, en notaði þýðingu Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu. Hann keypti prentsmiðju frá Breiðabólstað í Vesturhópi og flutti heim að Hólastað.

Kirkja hefur líklega verið á Skagaströnd frá því um 1200. Hún stóð við rætur Spákonufells ofan kauptúnsins og nefndist Spákonufellskirkja. Staðurinn er kenndur við Þórdísi spákonu sem þar bjó til forna og getið er um í nokkrum Íslendingasögum. Kirkjan var bændakirkja allt til ársins 1919 er hún komst í eigu safnaðarins. Síðasta kirkjan á Spákonufelli var timburkirkja sem byggð var 1852 og stóð til 1928. Kirkjugarður hefur frá upphafi kirkuhalds verið á Spákonufelli.

Árið 1928 var ný kirkja vígð í kauptúninu sjálfu og nefndist hún Hólaneskirkja og dregur nafn af nesi því sem hún stendur rétt ofan við. Þessi kirkja var steinkirkja og teiknuð af Guðjóni Samúelssyni og var sóknarkirkja Skagstrendinga til 1991 er ný kirkja hafði verið reist rétt framan við þá gömlu sem var þá rifin.

Móðir með barn eftir Guðmund frá Miðfelli

  • HAH00381
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1961 -

Á SUNNUDAGINN var, þ. 19. ágúst, voru við hátíðlega athöfn, sem fram fór í Héraðsspítalanum á Blönduósi, afhjúpaðar brjóstmyndir úr eir af Páli Kolka, fyrrverandi héraðslækni, og konu hans, frú Guðbjörgu G. Kolka. Jón Ísberg, sýslumaður, setti athöfnina og hélt aðalræðuna, en í henni minntist hann starfs Kolka sem héraðslæknis Austur-Húnvetninga í 26 ár og þeirrar forustu, sem hann hafði veitt í því að koma í framkvæmd smíði Héraðshælisins á Blönduósi, en jafnframt rakti hann þann þátt, sem frú Guðbjörg hefði átt í störfum manns síns, og lýsti þeim vinsældum, sem hún hefði unnið sér sem húsmóðir á þessum stað. Kvað hann ýmsa vini þeirra hjóna hafa ákveðið það á sextugsafmæli læknisins að láta gera þessar myndir og setja þær upp í Héraðshælinu, þótt dregizt hefði þar til nú að fá myndirnar fullgerðar og uppsettar. Þorsteinn B. Gíslason prófastur og Guðbrandur ísberg, fyrrverandi sýslumaður, fluttu þarna einnig ræður og tóku mjög í sama streng, en Páll Kolka þakkaði fyrir hönd þeirra hjónanna. Allmargt manna var við athöfnina og var þeim öllum boðið á eftir til kaffidrykkju í baðstofu eða samkomusal Héraðshælisins. — Myndirnar hafði gert Ríkarður Jónsson og er það flestra mál, að þær séu mjög vel gerðar. Það þótti á sínum tíma í allmikið ráðizt, þegar AusturHúnvetningar hófu smíði Héraðshælisins, en það hefur sjúkradeild með 30 rúmum, elli- og hjúkrunardeild nokkru minni, húsnæði fyrir alla lækningastarfsemi héraðsins, og að auki íbúðir fyrir yfirlækni, aðstoðarlækni og annað starfsfólk. Undirbúningur verksins tók sex ár, enda gekk smíði hússins fljótt og vel, svo að með eindæmum þótti með opinbera framkvæmd og varð mjög ódýr, miðað við stærð hússins og það, hve vel var til þess vandað. —• Mátti einkum þakka það dugnaði yfirsmiðsins, Sveins Ásmundssonar, og framkvæmdastjóra verksins, Jóns Ísberg, þáverandi lögreglufulltrúa. Teikningar að húsinu gerði á sínum tíma Halldór Halldórsson arkitekt, en um stærð þess og alla innri tilhögun réði Páll Kolka héraðslæknir mestu.

Í fyrrasumar var sett upp í garði Héraðshælisins myndastytta af móður með barn, eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal, og var fé til hennar fengið með frjálsum samskotum. Nú er i ráði að setja upp í sjúkrabiðstofu stofnunarinnar eirmynd af < Jósep Skaftasyni, fyrsta héraðslækni Húnvetninga, en hann var læknir þeirra 1837—1875, karlmenni mikið og héraðshöfðingi, auk þess sem hann var mestur, skurðlæknir á Íslandi á sinni í tíð.

Staðarkirkja í Hrútafirði

  • HAH00582
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1886 -

Talið er að fyrsta kirkjan hafi verið reist í Staðardal um 1100. Síðasti presturinn, sem sat Stað, var Jóhannes Pálmason (1914-1978). Hann hvarf til Reykholts 1972. Kirkjan, sem var byggð 1886, stendur enn þá.
Staðarkirkja er kirkja að Stað í austanverðum Hrútafirði. Kirkjan á Stað var reist árið 1884 úr timbri og tekur alls um 80 manns í sæti. Hún var endurbyggð á árunum 1983 til '86 sem næst að upprunalegri gerð. Yfir altarinu er tréskurðarskreyting. Forn altaristafla kirkjunnar sýnir heilaga kvöldmáltíð en hún er máluð á tré.
Staður var viðkomustaður landspóstsins áður en bílaumferð hófst yfir Holtavörðuheiði. Vestan Hrútafjarðarár á móts við Stað er verslunarstaðurinn Staðarskáli.

Stafn í Svartárdal

  • HAH00172
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1300]

Bærinn Stafn er hinn fremsti í Svartárdal að austan, byggður skammt ofan vegar. Túnið er ræktað upp úr samfelldum vallendismóum norðan Stafnsklifs. Brú á Svartá syðst í túninu. Sunnan þess er Stafnsrétt á Löngueyri, síðan Stafnsgil með Háutungur og Stafnsfell á hvora hönd. Svartárdalsfjall rís í austri og þar liggur vegur um Kiðaskarð til Skagafjarðar. Jörðin á einnig land í Teigum vestan Svartár. Beitiland afar víðáttumikið og kjarngott. Íbúðarhús byggt 1950, 384 m3. Fjós yfir 6 gripi. Fjárhús yfir 510 fjár. Hesthús yfir 18 hross. Hlaða 200 m3. Verkfærageymsla 264 m3. Tún 19 ha. Veiðiréttur í Svartá.

Tröllagil

  • HAH00567
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Tröllagil 20,2 km í Fljótsdrögum við Djöflasand á Grímstunguheiði

Veiðisel í Svartárdal

  • HAH00496
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1300]

Húsið er byggt á melhól ofan Svartárvegar skamt utan við Skeggstaðabrú. Það er eign veiðifélags Blöndu og er leigt til afnota fyrir laxveiðimenn í Svartá um veiðitímann. Húsið er timburhús byggt í tvennulagi með timbursvölum á milli og eru 370 m3. Það var byggt á árunum 1970-1972 á 4000 fermetra spildu sem veiðifélagið keypti úr Fjósalandi.

Víðidalstungukirkja

  • HAH00586
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1889 -

Víðidalstungukirkja er kirkja í Víðidalstungu í Víðidal. Bærinn stendur á tungunni milli Víðidalsár og Fitjár. Mestu kostir jarðarinnar til fornar voru uppgripaheyskapur og laxveiði í ánum.

Kirkja staðarins var byggð árið 1889 en hún er úr timbri. Hún var gerð upp á árunum 1960-1961. Alls komast 100 manns á kirkjubekkina. Ásgrímur Jónsson málaði altaristöfluna árið 1916 en hún sýnir fjallræðuna. Forn kaleikur og patina frá Víðidalstungu eru varðveitt í Þjóðminjasafni.

Víðimýrarkirkja í Skagafirði

  • HAH00417
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1834 -

Á Víðimýri hefur verið bændakirkja frá fornu fari og hafa margir merkir klerkar þjónað staðnum, þ.á.m. Guðmundur góði Arason, sem varð síðar biskup á Hólum 1203 - 1237. Fyrstu heimildir eru frá því fljótlega eftir kristnitöku árið 1000, en hún var ekki talin sóknarkirkja fyrr en árið 1096. Það er ekki vitað hver lét reisa kirkjuna. Hún hefur verið nokkuð rúm, því að í henni voru sögð vera 4 ölturu, eitt háaltari og þrjú utar í kirkjunni. Víðimýrarkirkja var helguð Maríu mey og Pétri postula. Á Víðimýri var að fornu höfuðból og á Sturlungaöld sat þar höfðinginn Kolbeinn Tumason.

Núverandi kirkja var byggð 1834-35. Jón Samsonarson, alþingismaður og bóndi í Keldudal, var yfirsmiður. Hann reisti einnig Silfrastaðakirkju árið 1842 (hún stendur nú í Árbæjarsafni í Reykjavík). Byggingarefni var rekaviður utan af Skaga og torf úr landi Víðimýrar. Innviðir kirkjunnar eru að mestu leyti hinir upprunalegu, en torf hefur verið endurnýjað. Kirkjan er með spjaldþiljum í trégrind og reisifjöl á þeskju en það varð ríkjandi trésmíð á húsum hérlendis upp úr miðri 18. öld. Á stöfnum og yfir prédikunarstól eru gluggar. Kirkjugarður er ferhyrndur, var áður sporöskjulaga, hlaðinn úr torfi og grjóti. Sáluhliðið er á upprunalegum stað og í því hanga klukkurnar. Ýmsir gamlir munir eru í kirkjunni úr eldri kirkjum á staðnum, t.d. prédikunarstóllinn, sem er mjög gamall. Altaristaflan er dönsk frá árinu 1616.
Víðimýrarkirkja er ein örfárra torfkirkna sem varðveist hafa á landinu og er meðal gersema í Húsasafni Þjóðminjasafns Íslands.

Í upphafi 20. aldar var tvísýnt um afdrif Víðimýrarkirkju en Matthías Þórðarson sem þá var þjóðminjavörður hafði forgöngu um varðveislu hennar og sá til þess að hún komst í umsjá Þjóðminjasafnsins. Gagngerar endurbætur hófust á kirkjunni árið 1936 á vegum safnsins sem á umliðnum áratugum hefur staðið fyrir margháttuðum viðgerðum á henni, þeim stærstu árin 1976 og 1997 til 1998.

Víðimýrarkirkja er „einn stílhreinasti og fegursti minjagripur íslenzkrar gamallar byggingarlistar, sem til er”, sagði Kristján Eldjárn, fyrrum þjóðminjavörður og forseti Íslands.

Ásar í Svínavatnshreppi

  • HAH00698
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [900]

Ásar er stór og mikil jörð en hefur verið talin erfið til fullra nota. Þar er mikið og gott ræktarland á flatlendi meðfram Blöndu, sem áður var talið engjaland. Byggingar og gamla túnið er þar aftur á móti miðhlíðis og er því talsvert erfiður heyfluttningur þangað heim. Nú hafa verið byggð fjárhús og hlaða niður á flatlendinu og léttir það störfin. Sæmilegt ræktunarland er einnig út frá gamla túninu. Íbúðarhús byggt 1967, 447 m3. Fjós fyrir 10 gripi torf og grjót. Fjárhús yfir 200 fjár og gömul torfhús yfir 260 fjár. Hesthús yfir 9 hross. Hlaða 400 m3. Hlaðan og járnklæddu fjárhúsin sambyggð. Tún 23,8 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Ásbúðir á Skaga

  • HAH00035
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Nyrsti bærinn í Skagahreppi. Bærinn stendur á ás milli Ásbúðavatns og tjarnar andspænis vatninu. Knappt er um graslendi, Fjörubeit góð..
Tún 6,8 ha, æðarvarp og reki.

Bláland Vindhælishreppi

  • HAH00686
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1900)

Eyðijörð frá 1933. Eigandi 1975; Elínborg Margrét Kristmundsdóttir 10. okt. 1909 - 15. jan. 1996. Starfsmaður hjá Pósi og síma. Síðast bús. í Vindhælishreppi. Ógift.

Ingibjörg Steinþórsdóttir (1926-2012) Breiðabólsstað

  • HAH01480
  • Einstaklingur
  • 5.5.1926 - 1.5.2012

Ingibjörg Steinþórsdóttir fæddist 5. maí 1926. Hún lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 1. maí 2012. Ingibjörg og Jóhann áttu heimili fyrstu árin á Breiðabólstað hjá foreldrum Ingibjargar, en í ársbyrjun 1953 fluttu þau í Skólahúsið við Sveinsstaði í Austur-Húnavatnssýslu. Þar bjuggu þau meðan Jóhann lifði en Ingibjörg flutti til Blönduóss árið 1990 og átti heima þar til æviloka. Jóhann vann utan heimilis meðan heilsa hans leyfði en haustið 1963 veiktist hann af berklum og var að mestu óvinnufær eftir það. Meðan þau hjón áttu heima í Skólahúsinu var Ingibjörg ætíð með nokkrar kindur og fáein hross. Hún var natin við dýrin og ferhyrndu kindurnar hennar, flekkóttu, og snyrtilegu taðhlaðarnir vöktu athygli ferðamanna og oft stönsuðu langferðabílar á hlaðinu við Skólahúsið erlendum ferðamönnum til ánægju. Saumastofa var sett á fót á efri hæðinni í Skólahúsinu árið 1979 og vann Ingibjörg þar.

Útför Ingibjargar verður gerð frá Þingeyrakirkju í dag, 12. maí 2012, og hefst athöfnin kl. 15.

Ingibjörg Jónsdóttir (1914-2009) frá Tungukoti

  • HAH01490
  • Einstaklingur
  • 31.3.1914 - 5.4.2009

Ingibjörg Jónsdóttir var fædd 31. mars 1914 í Tungukoti í Kirkjuhvammshreppi í V-Húnavatnssýslu. Hún lést á Dvalarheimilinu Grund 5. apríl 2009. Ingibjörg ólst upp hjá foreldrum sínum í Tungukoti og síðar að Garðsvík á Vatnsnesi. Síðan fluttist hún að Svalbarði og þaðan til Reykjavíkur 1949.

Ingibjörg var við nám við Húsmæðraskólann á Blönduósi veturinn 1935-1936. Einnig var hún nemandi við Reykjaskóla í Hrútafirði og síðan starfsmaður skólans í einn vetur.

Ingibjörg vann fulla vinnu ásamt húsmóðurstörfum og barnauppeldi. Hún starfaði m.a. í áratugi á næturvöktum á Kleppsspítala.

Barnabörn Ingibjargar eru 14, langömmubörnin 22 og langalangömmubarnið er eitt

Útför Ingibjargar fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin kl 15.

Ingibjörg Jónsdóttir (1922-2006)

  • HAH01491
  • Einstaklingur
  • 31.12.1922 - 18.11.2006

Ingibjörg Jónsdóttir ljósmóðir fæddist á Gemlufalli í Dýrafirði hinn 31. desember 1922. Hún andaðist á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund hinn 18. nóvember síðastliðinn.

Niðurstöður 2601 to 2700 of 10353