Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Guðrún Benónýsdóttir (1896-1972) Þóreyjanúpi
Parallel form(s) of name
- Guðrún María Benónýsdóttir (1896-1972) Þóreyjanúpi
- Guðrún María Benónýsdóttir (1896-1972)
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
24.1.1896 - 28.5.1972
History
Guðrún María Benónýsdóttir 24. jan. 1896 - 28. maí 1972. Sveitarómagi í Fosskoti, Efri-Núpssókn, Hún. 1901. Ráðskona á Þóreyjarnúpi, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Var í Fífusundi, Hvammstangahr., V-Hún. 1957. Skáldkona. Síðast bús. í Hvammstangahreppi.
Places
Torfustaðir; Fosskot; Þóreyjarnúpur; Fífusund Hvammstanga:
Legal status
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Sól á græðis gengur vit,
gulli klæðist ögur.
Ber frá glæðum bjartan lit brúðarslæða fögur.
Guðrún María Benónýsdóttir (1896-1972)
Þóreyjarnúpi.
Internal structures/genealogy
Foreldrar hennar; Benóný Jónsson 13. mars 1833 - 26. okt. 1898. Var á Brekkulæk, Staðarbakkasókn, Hún. 1845. Húsmaður á Staðarbakka, Staðarbakkasókn, Hún. 1860. Bóndi á Torfustöðum, Efrinúpssókn, Hún. 1870. Bóndi, lifir á fjárrækt á Bjargshóli, Staðarbakkasókn, Hún. 1880. Bóndi og smiður á Kambhóli, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1890 og kona hans 10.8.1879; Jóhanna Guðmundsdóttir 24. ágúst 1856 - 20. júlí 1906. Var í Staðarbakkasókn, V-Hún. 1856. Niðurseta á Þverá, Efranúpssókn, Hún. 1860. Niðursetningur á Barkarstöðum, Staðarbakkasókn, Hún. 1870. Búandi, lifir á fjárrækt á Torfastöðum, Efranúpssókn, Hún. 1880. Húsfreyja á Kambhóli, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1890. Leigjandi á Torfustöðum, Staðarbakkasókn, Hún. 1901.
Fyrri kona Benónýs 16.11.1866: Ragnhildur Þorsteinsdóttir 21. mars 1843 - 13. maí 1875. Kom 1843 frá Þverá í Vesturhópshólasókn að Ytri--Kárastöðum í Kirkjuhvammssókn. Var á Ytri-Kárastöðum, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1845. Húsfreyja á Torfustöðum, Efrinúpssókn, Hún. 1870. Systir hennar; Guðrún Margrét Þorsteinsdóttir (1848-1917) Haukagili.
Systkini Guðrúnar Maríu samfeðra;
1) Elísabet Þórunn Benónýsdóttir 14. júní 1867 - 8. janúar 1940 Var á Torfastöðum, Efranúpssókn, Hún. 1880. Vinnukona á Urriðaá, Staðarbakkasókn, Hún. 1890. Ráðskona í Fosskoti, Staðabakkasókn, V-Hún. 1930. Maður hennar; Jón Jónsson 7. maí 1863 - í júlí 1943. Var í Búrfelli, Staðarbakkasókn, Hún. 1870. Var á Kollafossi, Efranúpssókn, Hún. 1880. Húsbóndi í Huppahlíð, Staðarbakkasókn, Hún. 1890. Bóndi í Huppahlíð í Miðfirði. Var þar 1901. Fyrri kona Jóns; Þorbjörg Jóhannesdóttir 8. jan. 1871 - 20. apríl 1950
2) Sveinn Benónísson 1868 - 1899 Var á Torfastöðum, Efranúpssókn, Hún. 1880. Vinnumaður á Haukagili, Undirfellssókn, Hún. 1890.
3) Guðrún Benónísdóttir 16. júní 1873 - 14. desember 1928 Var á Torfastöðum, Efranúpssókn, Hún. 1880. Vinnukona í Víðidalstungu, Víðidalstungusókn, Hún. 1890. Vinnukona á Grjótagötu, Reykjavík. 1901. Saumakona í Reykjavík 1910 og 1920. Uppeldisdóttir: Jakobína Thorarensen f. 25.1.1905, d. 23.7.1981.
Alsystkini
4) Benedikt Pétur Benónýsson 4. nóvember 1878 - 7. mars 1943. Barn hennar á Torfastöðum, Efranúpssókn, Hún. 1880. Bóndi á Kambhóli í Þorkelshólshr., Hún. Bóndi á Kambshóli, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Kona hans 21.1.1911; Sigríður Friðriksdóttir 12. nóvember 1877 - 4. júlí 1944 Barn þeirra í Melrakkadal, Víðidalstungusókn, Hún. 1880. Húsfreyja á Kambshóli, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Kennari og húsfreyja á Kambhóli í Þorkelshólshr., Hún.
5) Sigríður Benónýsdóttir 3. júlí 1880 - 1917 Var á Torfastöðum, Efranúpssókn, Hún. 1880. Hjú í Hnausum, Þingeyrasókn, Hún. 1901. Fór til Vesturheims 1902 frá Hnausum, Sveinsstaðahreppi, Hún. Húsfreyja í Gimli, Manitoba, Kanada. hún var gift Jóni Jónssyni frá Hrísum í Víðidal, fluttust vestur um haf árið 1901 og áttu heima á ýmsum stöðum í NorðurDakota og Manitoba, hún dó vestan hafs árið 1917, en Jón lézt í Selkirk-bæ 22. marz 1960;
6) Valdimar Kamillus Benónýsson 28. janúar 1884 - 29. október 1968 Bóndi á Ægissíðu á Vatnsnesi. Bóndi á Vatnshóli, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Síðast bús. í Reykjavík.
7) Steinvör Helga Benónýsdóttir 22. ágúst 1888 - 26. ágúst 1974 Húsfreyja á Hvammstanga frá 1913 til æviloka. Var á Kambhóli í Víðidalstungusókn, V-Hún. 1890. Maður hennar; Sigurður Pálmason 21. feb. 1884 - 7. mars 1972.
8) Ragnhildur Benónísdóttir Stevens 17. maí 1891 - 5. jan. 1961. Léttingur í Hnausum, Þingeyrasókn, Hún. 1901. Fór til Vesturheims 1903 frá Hnausum, Sveinsstaðahreppi, Hún. Húsfreyja í Gimli, Manitoba, Kanada 1921. Maður hennar 14.4.1912; Jón Hans Stevens Fjóni Manitoba, faðir hans; kapteinn Jón Stevens. Þau eiga 5 synir
(Nafnið Fjón var landinu gefið árið 1876 af Magnúsi Jónssyni frá Silfrastöðum í Skagafriði, sem fyrstur nam það land, en fluttist þaðan snemma á árum til Dakota.)
Börn þeirra;
a) William, búsettur í Richmond, B.C., kvæntur Margaret Thorsteinsson,
b) Laurence, kvæntur Guðrúnu Johnson, Gimlibæ
c) Franklin, kvæntur Emily Magnússon, Gimlibæ
d) Ellert, kvæntur Önnu Árnason, Gimlibæ
e) Walter, kvæntur Betty Thornton, Gimlibæ
f) Violet, Mrs. Kris. Benedictson, búsett í Winnipegborg,
g) Ruby, Mrs. Norman Albertson, Gimlibæ
h) Flora, Mrs. Tryggvi Erickson, Gimlibæ
i) Esther, Mrs. Guðni Magnússon, Gimlibæ.
Lögberg-Heimskringla, 20. tölublað (18.05.1961), Blaðsíða 2. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2227023
9) Torfhildur Benónísdóttir Crout 27. okt. 1894. Á sveit á Dalgeirsstöðum, Efri-Núpssókn, Hún. 1901. Hún er búsett í McCreary, Manitoba. Maður hennar Jim Crout.
General context
Ragnhildur Stevens var fædd 17. maí 1891 að Kambshóli í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hennar voru hjónin Benóný Jónsson og Jóhanna Guðmundsdóttir. Faðir hennar var tvíkvæntur. Af fyrra hjónabandi hans voru þrjú hálfsystkini hennar, Guðrún, Sveinn Ágúst og Elízabet Þórunn. Elízabet giftist Jóni Jónssyni í Huppahlíð í Miðfirði í Húnavatnssýslu. Var hún mesta myndarkona. Þessi þrjú hálfsystkini dóu öll á Islandi. Alsystkini Ragnhildar eru: Valdimar K. Benónýsson skáld — hann bjó lengst að Ægissíðu á Vatnsnesi, V.-Húnavatnssöslu, en dvelst nú í Reykjavík; Sveinbjörn Ágúst Benónýsson skáld, er múrari að iðn, átti heima á ýmsum stöðum í V.Húnavatnssýslu til þrítugsaldurs, en flutti þá til Vestmannaeyja og hefir átt þar heima síðan; Guðrún María Benónýsdóttir skáldkona, hún býr að Hvammstanga, VesturHúnavatnss.; Steinvör Benónýsdóttir, hún er gift Sigurði Pálmasyni kaupmanni á Hvammstanga; Ólafía, systir þeirra, er dó á íslandi; Sigríður Benónýsdóttir, hún var gift Jóni Jónssyni frá Hrísum í Víðidal, fluttust vestur um haf árið 1901 og áttu heima á ýmsum stöðum í NorðurDakota og Manitoba, hún dó vestan hafs árið 1917, en Jón lézt í Selkirk-bæ 22. marz 1960; Torfhildur Benónýsdóttir, Mrs. Jim Crout — hún er búsett í McCreary, Manitoba.
Foreldrar þessara systkina voru bæði hagmælt og gekk sú gáfa í ættir. Benóný Jónsson var smiður góður, og hafa dóttursynir hans hér á Gimli fiestir orðið góðir smiðir. Tólf ára gömul kom Ragnhildur frá íslandi til Winnipeg og hélt til hjá Jóhannesi Bergmann og konu hans, sem höfðu þar gistihús, þangað til hún fékk ferð til Norður-Dakota. Vann hún þar í góðum vistum í nokkur ár, þaðan kom hún til Gimli.
Þann 14. apríl 1912 giftist hún Jóni Hans Stevens. Jón keypti landlð Fjón af föður sínum, kapteini Jóni Stevens. (Nafnið Fjón var landinu gefið árið 1876 af Magnúsi Jónssyni frá Silfrastöðum í Skagafirði, sem fyrstur nam það land, en fluttist þaðan snemma á árum til Dakota.) Á Fjóni reistu ungu hjónin bú, bjuggu þar í þrjátíu og fimm ár og eignuðust níu mannvænleg börn. Árið 1947 brugðu þau búi og fluttu til Gimli-bæjar, og áttu þar heimili ætíð síðan. Ragnhildur Stevens var og var í þeirri nefnd til æviloka. Ragnhildar Stevens er sárt saknað af öllum vinum og samferðafólki, sem þekktu hennar trausta og trúa þrek. Öllum vildi hún rétta hjálparhönd í erfiðleikum. Hún mátti ekkert aumt sjá, svo að hún ekki reyndi að bæta böl þess. Ragnhildur lézt á Johnson Memorial sjúkrahúsinu á Gimli 5. janúar 1961 af afleiðingum hjartabilunar. Útför hennar fór fram frá lútersku kirkjunni á Gimli 7. janúar, að miklum mannfjölda viðstöddum. Séra L. I. Nadiger flutti kveðjumál. Hana syrgja eiginmaður hennar, John; fimm synir: William, búsettur í Richmond, B.C., kvæntur Margaret Thorsteinsson, Laurence, kvæntur Guðrúnu Johnson, Franklin, kvæntur Emily Magnússon, EUert, kvæntur önnu Árnason, Walter, kvæntur Betty Thornton, allir búsettir í Gimlibæ; einnig fjórar dætur: Violet, Mrs. Kris. Benedictson, búsett í Winnipegborg, Ruby, Mrs. Norman Albertson, Flora, Mrs. Tryggvi Erickson, Esther, Mrs. Guðni Magnússon, búsettar í Gimlibæ. Tuttugu og sjö barnabörn sakna ástríkrar ömmu. Hjartans þakklæti frá eiginmanni og börnum fyrir alla ástúð og umönnun á liðinni tíð fylgir þessari minning. Guð blessi minningu hennar. Kristín Thorsteinsson
Lögberg-Heimskringla, 20. tölublað (18.05.1961), Blaðsíða 2. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2227023
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Guðrún Benónýsdóttir (1896-1972) Þóreyjanúpi
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Guðrún Benónýsdóttir (1896-1972) Þóreyjanúpi
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Guðrún Benónýsdóttir (1896-1972) Þóreyjanúpi
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the cousin of
Guðrún Benónýsdóttir (1896-1972) Þóreyjanúpi
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 11.12.2018
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
®GPJ ættfræði
Íslendingabók