Guðmundur Þorsteinsson fæddist að Grund í Svínadal, Austur-Húnavatnssýslu, 11. október 1910. Hann lést á Sjúkrahúsi Blönduóss 6. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Þorsteinn Þorsteinsson, f. 4.12. 1842, d. 1.8. 1921 og Ragnhildur Sveinsdóttir, f. 27.7. 1871, d. 24.2. 1951, bændur á Grund. Alsystkini Guðmundar voru: Ingríður, starfsmaður á Landspítalanum, f. 4.10. 1902, d. 29.10. 1990, unnusti hennar var Þorsteinn Sölvason, hann dó úr lömunarveiki 1942; Steinunn, f. 15.8. 1905, d. 5.10. 1993, verkakona í Alþýðubrauðgerðinni og Rúgbrauðsgerðinni, hennar dóttir Ásta Sigfúsdóttir; Þóra, talsímavörður í Reykjavík, f. 19.9. 1908, d. 16.8. 2000 og Þórður, f. 27.6. 1913, d. 8.8. 2000, bóndi á Grund, kona Guðrún Jakobsdóttir. Þeirra börn eru Lárus, Valdís, Ragnhildur og Þorsteinn Trausti. Hálfsystkini Guðmundar samfeðra voru stúlka, f. 9.7. 1867, d. 9.7. 1867; Oddný, húsfrú í Reykjavík, f. 31.8. 1868, d. 24.11. 1934; Ingiríður, ógift, f. 3.2. 1871, d. 11. júní 1894; Þorsteinn, bóndi á Geithömrum, f. 12.3. 1873, d. 27.1. 1944; Jakobína, húsfrú í Hnausum, f. 3.5. 1876, d. 3.5. 1948; Jóhanna, kennslukona í Reykjavík, f. 29.5. 1879, d. 13.7. 1957 og Sigurbjörg, húsfrú í Hnausum, f. 29.5. 1879, d. 4.11. 1948. Þeirra móðir var Guðbjörg Sigurðardóttir.
Hinn 1. apríl 1944 gekk Guðmundur að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Guðrúnu Sigurjónsdóttur frá Rútsstöðum í Svínadal, f. 16. júlí 1922. Foreldar Guðrúnar voru Sigurjón Oddsson, bóndi að Rútsstöðum og Guðrún Jóhannsdóttir húsfrú. Guðrún og Guðmundur eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) drengur, f. 12. júní 1944, d. 12. júní 1944. 2) Valgerður, f. 18. desember 1945. 3) Sigrún, f. 18. september 1947, maki Finnur Eiríksson, þau skildu, þeirra börn eru a) Guðrún Birna, f. 1970, maki Snorri Sturluson, f. 1969, dóttir þeirra er Sif, f. 1996, b) Þórir, f. 1972, maki hans er Jóhanna Kristín, f. 1970, þeirra barn er Arndís Þóra, f. 1998. c)Una Eydís, f. 1975 og d)Ragnhildur Lára, f. 1981. Núverandi maki Sigrúnar er Einar Sigurðsson, f. 8. júlí 1944. 4) Þorsteinn, f. 27. nóvember 1952, maki hans er Sigrún Jónsdóttir, f. 21. nóvember 1958, sonur þeirra er Máni Sveinn, f. 1998. 5) Sveinn Helgi, f. 17. janúar 1956, búsettur í Noregi, kvæntur Karin Roland, f. 25. mars 1960. Þeirra börn eru a) Silja, f. 1983. b) Guðrún, f. 1985. c) Ingunn Valdís, f.1989. d)Gunnar Arvid, f. 1992.
Guðmundur var bóndi á Grund í Svínadal ásamt Þórði, bróður sínum, en síðan skiptu þeir jörðinni á milli sín og Guðmundur reisti nýbýlið Syðri-Grund og þar bjó hann alla sína búskapartíð. Frá árinu 1994 bjó hann á Hnitbjörgum á Blönduósi.
Útför Guðmundar fer fram frá Blönduósskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Blönduósskirkjugarði.