Sýnir 10349 niðurstöður

Nafnspjald

Jóhanna Björnsdóttir (1940-2015) Blönduósi

  • HAH05373
  • Einstaklingur
  • 26.5.1940 - 16.7.2015

Jóhanna Björnsdóttir fæddist á Valabjörgum 26. maí 1940. Var á Gili, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Verslunarstarfsmaður á Blönduósi.
Fór suður í Reykjavík í einn vetur en kom svo aftur heim. Jóhanna var húsvörður í Húnaveri ásamt eiginmanni sínum í nokkur ár. Síðan flytja hjónin á Blönduós. Jóhanna vann í Kaupfélaginu í mörg ár eða þar til hún hætti að vinna.
Einnig voru þau hjónin skálaverðir á sumrin í Ströngukvíslar- og Galtarárskála á Eyvindastaðaheiði í 20 ár.
Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 16. júlí 2015. Útför Jóhönnu fór fram frá Blönduóskirkju 25. júlí 2015, kl. 14.

Móberg í Langadal

  • HAH00215
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1000]

Móberg er fremsta býlið í Langadal sem tilheyrir Engihlíðarhreppi. Jörðin er landnámsjörð, þar bjó Véfröður sonur Ævars gamla. Bærinn stendur á brún brattrar brekku, er veit mót suðri, og er bæjarstæðið fagurt. Í fjallinu ofan bæjar, gnæfa tignarlegir og víða ókleifir klettar. Undirlendi, sem þarna er nokkurt, er að kalla allt ræktað. Landið er að öðruleiti bratt fjalllendi með valllendisgeirum og bollum á mill grýttra hóla og mela. Jörðin hefur verið í eigu og ábúð sömu ættar frá 1880. Íbúðarhús byggt 1927 264 m3, kjallari hæð og ris. Fjós fyrir 20 gripi. Fjárhús fyri 140 fjár. Hesthús fyrir 15 hross. Hlöður 610 m3 og votheysgeymslur 26 m3. Tún 20,1 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Guðmundur Þorsteinsson (1910-2000) Grund

  • HAH01295
  • Einstaklingur
  • 11.10.1910 - 6.11.2000

Guðmundur Þorsteinsson fæddist að Grund í Svínadal, Austur-Húnavatnssýslu, 11. október 1910. Hann lést á Sjúkrahúsi Blönduóss 6. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Þorsteinn Þorsteinsson, f. 4.12. 1842, d. 1.8. 1921 og Ragnhildur Sveinsdóttir, f. 27.7. 1871, d. 24.2. 1951, bændur á Grund. Alsystkini Guðmundar voru: Ingríður, starfsmaður á Landspítalanum, f. 4.10. 1902, d. 29.10. 1990, unnusti hennar var Þorsteinn Sölvason, hann dó úr lömunarveiki 1942; Steinunn, f. 15.8. 1905, d. 5.10. 1993, verkakona í Alþýðubrauðgerðinni og Rúgbrauðsgerðinni, hennar dóttir Ásta Sigfúsdóttir; Þóra, talsímavörður í Reykjavík, f. 19.9. 1908, d. 16.8. 2000 og Þórður, f. 27.6. 1913, d. 8.8. 2000, bóndi á Grund, kona Guðrún Jakobsdóttir. Þeirra börn eru Lárus, Valdís, Ragnhildur og Þorsteinn Trausti. Hálfsystkini Guðmundar samfeðra voru stúlka, f. 9.7. 1867, d. 9.7. 1867; Oddný, húsfrú í Reykjavík, f. 31.8. 1868, d. 24.11. 1934; Ingiríður, ógift, f. 3.2. 1871, d. 11. júní 1894; Þorsteinn, bóndi á Geithömrum, f. 12.3. 1873, d. 27.1. 1944; Jakobína, húsfrú í Hnausum, f. 3.5. 1876, d. 3.5. 1948; Jóhanna, kennslukona í Reykjavík, f. 29.5. 1879, d. 13.7. 1957 og Sigurbjörg, húsfrú í Hnausum, f. 29.5. 1879, d. 4.11. 1948. Þeirra móðir var Guðbjörg Sigurðardóttir.
Hinn 1. apríl 1944 gekk Guðmundur að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Guðrúnu Sigurjónsdóttur frá Rútsstöðum í Svínadal, f. 16. júlí 1922. Foreldar Guðrúnar voru Sigurjón Oddsson, bóndi að Rútsstöðum og Guðrún Jóhannsdóttir húsfrú. Guðrún og Guðmundur eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) drengur, f. 12. júní 1944, d. 12. júní 1944. 2) Valgerður, f. 18. desember 1945. 3) Sigrún, f. 18. september 1947, maki Finnur Eiríksson, þau skildu, þeirra börn eru a) Guðrún Birna, f. 1970, maki Snorri Sturluson, f. 1969, dóttir þeirra er Sif, f. 1996, b) Þórir, f. 1972, maki hans er Jóhanna Kristín, f. 1970, þeirra barn er Arndís Þóra, f. 1998. c)Una Eydís, f. 1975 og d)Ragnhildur Lára, f. 1981. Núverandi maki Sigrúnar er Einar Sigurðsson, f. 8. júlí 1944. 4) Þorsteinn, f. 27. nóvember 1952, maki hans er Sigrún Jónsdóttir, f. 21. nóvember 1958, sonur þeirra er Máni Sveinn, f. 1998. 5) Sveinn Helgi, f. 17. janúar 1956, búsettur í Noregi, kvæntur Karin Roland, f. 25. mars 1960. Þeirra börn eru a) Silja, f. 1983. b) Guðrún, f. 1985. c) Ingunn Valdís, f.1989. d)Gunnar Arvid, f. 1992.

Guðmundur var bóndi á Grund í Svínadal ásamt Þórði, bróður sínum, en síðan skiptu þeir jörðinni á milli sín og Guðmundur reisti nýbýlið Syðri-Grund og þar bjó hann alla sína búskapartíð. Frá árinu 1994 bjó hann á Hnitbjörgum á Blönduósi.

Útför Guðmundar fer fram frá Blönduósskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Blönduósskirkjugarði.

Ingþór Björnsson (1878-1934) Óspaksstöðum

  • HAH09429
  • Einstaklingur
  • 9.5.1878 - 18.11.1934

Ingþór Björnsson 9. maí 1878 - 18. nóv. 1934. Bóndi á Óspaksstöðum, Staðarsókn, V-Hún. 1930. Bóndi á Óspaksstöðum í Hrútafirði.

Sesselja Stefánsdóttir (1849-1924) ljósmóðir Óspaksstöðum

  • HAH06760
  • Einstaklingur
  • 15.11.1849 - 8.11.1924

Sesselja Stefánsdóttir 15.11.1849 - 8.11.1924. Fædd að Húki í V-Hvs. Var á Litlabakka, Staðarbakkasókn, Hún. 1860. Ráskona á Óspaksstöðum, Staðarsókn, Hún. 1870. Ljósmóðir. Er á Óspaksstöðum hjá syni sínum 1901 og 1920. Dáin að Kolviðarhóli í Svínahrauni Ölfusi, stödd þar á ferðalagi er hún varð bráðkvödd..

Aðalheiður Sigrún Þórarinsdóttir (1907-1999) Reykjavík

  • HAH01008
  • Einstaklingur
  • 17.8.1907 - 23.2.1999

Aðalheiður bjó með eiginmanni sínum að Heiðvangi við Sogaveg í 30 ár og vann þar við heimilisstörf og búskap. Síðar vann hún hjá efnagerð Rekord og Múlalundi. Síðasta árið sem hún lifði bjó hún á Droplaugarstöðum.

Útför Aðalheiðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag 26. febr. 1999 og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Sigurður Pálsson (1869-1910) Héraðslæknir

  • HAH04954
  • Einstaklingur
  • 24.5.1869 - 13.10.1910

Sigurður Pálsson 24. maí 1869 - 13. okt. 1910. Var í Miðdal, Miðdalssókn, Árn. 1870. Héraðslæknir á Sauðárkróki. Læknir Læknahúsinu (Friðfinnshús) Blönduósi 1897-1899. Drukknaði í læknisferð í Ytri-Laxá á Skagaströnd;

Anna Pálsdóttir (1882-1959) Vestmannaeyjum

  • HAH04228
  • Einstaklingur
  • 16.8.1882 - 24.9.1959

Guðrún Anna Pálsdóttir 16. ágúst 1882 - 24. september 1959 Húsfreyja á Vestmannabraut 24, Vestmannaeyjum 1930. Arnarholti (Stakkahlíð] Vestmannaeyjum

Hæli / Hæll í Torfalækjarhreppi

  • HAH00555
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1300]

Hæli er því sem næst í miðri sveit og er ásamt Meðalheimi og Hurðarbaki á því svæði er nefnast Miðásar. Landið er fremu lítið, en nær allt grasi vaxið og ræktanlegt, mýrlendi og lágir ásar. Byggingarnar standa á lægri hæð vestan lækjar, sem á upptök sín skammt norðan við Reyki og rennur til norðurs og norðvesturs. Lækur þessi nefnist Hælislækur ofantil en Torfalækur hið neðra. Tún og beitiland jarðarinnar er beggja vegna lækjar, en þó meiri að vestan. Íbúðarhús byggt 1934, viðbygging 1954, 262 m3, nýtt hús byggt 1972 480 m3. Fjós 1961 fyrir 30 gripi ásamt mjólkurhúsi og áburðarkjallara. Fjárhús yfir 400 fjár. Hlöður 1884 m3. Votheysturn 84 m3. Geymsla 42 m3. Tún 51,6 ha.

Sverrir Björnsson Fossdal (1924-1997) Skagaströnd

  • HAH02003
  • Einstaklingur
  • 12.6.1924 - 7.10.1997

Sverrir Björnsson var fæddur á Spákonufelli á Skagaströnd 12. júní 1924. Hann ólst upp á Óseyri í Höfðakaupstað. Hann lést að heimili sínu, Sólvallagötu 39, 7. október síðastliðinn.

"Hann var hrifinn af sólinni, minna hrifinn af snjónum. Hafði fengið nóg af honum fyrir lífstíð sagði hann þegar hann var ungur á Skagaströnd. Og í vor byggði hann sér sólstofu á svölunum. Kallaði hana Andalúsíu. Hann átti gott sumar í Andalúsíu.

Útför Sverris fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin kl. 15. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði.

Ingibjörg Sigurðardóttir (1861-1944) Walsh, N-Dakota

  • HAH09438
  • Einstaklingur
  • 3.7.1861 - 20.6.1944

Ingibjörg [Margrét] Sigurðardóttir (Ingibjörg Walter) 3. júlí 1861 - 20. júní 1944. Var í Þernumýri, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1870. Fór til Vesturheims 1874 frá Þernumýri, Þverárhreppi, Hún. Var í Gardar, Pembina, N-Dakota, USA 1900. Var í Edinburg, Walsh, N-Dakota, Bandaríkjunum 1920.

Dóra Þórhallsdóttir (1893-1964) forsetafrú

  • HAH03031
  • Einstaklingur
  • 23.2.1893 - 10.9.1964

Dóra Þórhallsdóttir 23. febrúar 1893 - 10. september 1964. Var í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Laufásvegi , Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Forsetafrú á Bessastöðum.

Sigurður Guðmundsson (1878-1949) skólameistari Akureyri

  • HAH06788
  • Einstaklingur
  • 3.9.1878 - 10.11.1949

Sigurður Guðmundsson 3. sept. 1878 - 10. nóv. 1949. Var á Æsustöðum, Bólstaðarhlíðarsókn, Hún. 1880. Skólameistari á Akureyri 1930. Skólameistari á Akureyri.

Sigurrós Hjálmarsdóttir (1834-1924) Marðarnúpi

  • HAH04359
  • Einstaklingur
  • 13.10.1834 - 24.12.1924

Sigurrós Hjálmarsdóttir 13. okt. 1834 - 24. des. 1924. Var á Sigríðarstöðum, Vesturhópshólasókn, Hún. 1845. Húsfreyja á Marðarnúpi, Grímstungusókn, Hún. 1870. Fór til Vesturheims 1888 frá Neðstabæ, Vindhælishr., Hún. Spanish Fork, Utah, Utah, USA.

Magnús Steingrímsson (1881-1951) Bergsstöðum

  • HAH09440
  • Einstaklingur
  • 3.4.1881 - 25.7.1951

Magnús Bjarni Steingrímsson 3. apríl 1881 - 25. júlí 1951. Bóndi á Bergsstöðum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Bóndi og búfræðingur Þverá og á Sæunnarstöðum á Hallárdal og víðar í Vindhælishr., A-Hún.

Páll Sigurðsson Steingrímsson (1887-1964) Njálsstöðum

  • HAH09441
  • Einstaklingur
  • 25.7.1887 - 18.7.1964

Páll Sigurðsson Steingrímsson 25. júlí 1887 - 18. júlí 1964. Bóndi á Njálsstöðum, Vindhælishreppi, Bjargi Blönduósi 1940, síðar verkamaður í Reykjavík.

Njálsstaðir

  • HAH00385
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Sunnan undir Núpum stendur bærinn Njálsstaðir og er af sumum talinn innsti bær á Skagaströnd þetta er landmikil jörð og grasgefin. Íbúðarhús byggt 1946, 390 m3. Fjós yfir 10 kýr. Fjárhús yfir 600 fjár og 20 hross. Hesthús yfir 20 hross. Hlöður 1270 m3. Votheysgeymsla 40 m3. Vélageymsla 40 m3. Tún 45,2 ha. Veiðiréttur í Ytri-Laxá.

Theódóra Hjartardóttir (1913-2000) Tannstöðum

  • HAH07809
  • Einstaklingur
  • 22.5.1913 - 21.1.2000

Theódóra Hjartardóttir fæddist á Jaðri í Hrútafirði 22. maí 1913. Var á Tannstöðum, Staðarsókn, V-Hún. 1920. Vinnukona á Tannstöðum, Staðarsókn, V-Hún. 1930. Síðast bús. í Hvammstangahreppi.
Hún lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga 21. janúar 2000 og fór útför hennar fram frá Stað í Hrútafirði 27. janúar.

Ingibjörg Sigurjónsdóttir (1921-1977) Tindum

  • HAH06135
  • Einstaklingur
  • 22.5.1921 - 19.7.1977

Ingibjörg Sigurjónsdóttir 22. maí 1921 - 19. júlí 1977. Húsfreyja á Bjarnarnesi í Bjarnarfirði, Strand. 1939-47, fluttist þá til Drangsness, síðan húsfreyja þar, vann hjá Pósti og síma og fleira. Síðast bús. í Kaldrananeshreppi. Kvsk á Blönduósi 1939-1940.

Guðmundur Rósmundsson (1894-1960) Urriðaá í Miðfirði

  • HAH04120
  • Einstaklingur
  • 4.5.1894 - 29.1.1960

Guðmundur Rósmundsson 4. maí 1894 - 29. janúar 1960 Bóndi á Urriðaá, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930. Hann fæddist að Spena í Miðfirði. Búfræðingur og bóndi á Urriðaá í Miðfirði, síðar kennari í Landeyjum og næturvörður í Reykjavík.
Útför Guðmundar; sál. fer fram í dag frá Fossvogskirkju í Reykjavík.

Ástríður Sigurjónsdóttir (1909-1997) Þórormstungu og Selfossi

  • HAH01096
  • Einstaklingur
  • 10.7.1909 - 25.6.1996

Ástríður Helga Sigurjónsdóttir fæddist á Tindum í Svínavatnshreppi 10. júlí 1909, og ólst þar upp. Hún lést á Ljósheimum, Selfossi, 25. júní 1996. Ástríður var húsfreyja í Þórormstungu í Vatnsdal 1943-1959 en þá brugðu þau hjón búi og fluttust til Selfoss.

Sigurður Davíðsson (1863-1934) Bala

  • HAH04949
  • Einstaklingur
  • 17.12.1863 - 10.12.1934

Sigurður Árni Davíðsson 17. des. 1863 - 10. des. 1934. Bóndi í Kambakoti á Skagaströnd. Síðar verkamaður á Blönduósi. Bala 1914-1926.

Sigurrós Lilja Einarsdóttir (1837-1918) Urriðaá

  • HAH06750
  • Einstaklingur
  • 10.6.1837 - 1918

Sigurrós Lilja Einarsdóttir 10.6.1837 - 1918. Var á Urriðaá, Staðarbakkasókn, Hún. 1845. Var á Urriðaá, Staðarbakkasókn, Hún. 1860. Húsfreyja á Urriðaá.

Sveinsstaðir í Þingi

  • HAH00509
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1450)

Fornt býli og þingstaður sveitarinnar öldum saman. Bærinn stendur norðan þjóðvegar við norðurjaðar Vatnsdalshóla spölkorn vestur frá Vatnsdalsá. Tún aðallega í norður frá bænum, en engi austar við ána, nú að nokkruleiti ræktað. Beitiland allstórt til vesturs. Mýrlendi og ásar svo og norðurhluti Hólanna allt til Skriðuvaðs. Landið er fjölgrösugt, ræktunarskilyrði góð. Jörðin var fyrr klausturjörð, síðar bændaeign, nú ættarjörð frá 1844. Íbúðarhús byggt 1929, 612 m3. Fjós fyrir 14 gripi og mjólkurhús. Fjárhús yfir 500 fjár. Hlöður 768 m3. Vothey 520 m3. Geymsla 90 m3. Tún 46 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Ólafur Ólafsson (1841-1897) frá Sveinsstöðum í Þingi

  • HAH09448
  • Einstaklingur
  • 20.9.1841 - 25.7.1897

Ólafur Ólafsson 20. september 1841 - 25. júlí 1897. Söðlasmiður í Reykjavík. Fór til Vesturheims 1887. Var á Sveinsstöðum, Þingeyrasókn, Hún. 1845 og 1860. Söðlasmiður í Aðalstræti 7, Reykjavík, Gull. 1880

Benedikt Ólafsson (1878-1947) ljósmyndari Edmond í Alberta Kanada

  • HAH02578
  • Einstaklingur
  • 4.8.1878 - 13.12.1947

Benedikt „Percy“ Ólafsson 4. apríl 1878 - 13. desember 1947 [12.12.1947]. Fór til Vesturheims 1887. Var alllengi í Winnipeg, Manitoba, síðan í Edmonton, Alberta frá 1907 og seinast í Lloydminister frá því um 1932. Starfaði sem ljósmyndari í Edmonton um tíma, lærði ljósmyndun í Winnipeg á yngri árum (1893-1907). Var ,,hornleikari„ og lék með ,,hornleikaraflokki“ í Edmonton. Sagður í manntali 1891 vera fæddur á Írlandi.

Holt á Ásum

  • HAH00552
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1250)

Bærinn stendur á bakkanum sunnan við Laxá á Ásum. Landareignin takmarkast að norðan af Laxá og nær suður að Húnsstaðalæk eða Jarðbrúarlæk. Holtsbungan er mest áberandi í landinu og er þaðan víðsýni mikið. Annars er landið mýrar, flóar og holt vaxin hrísi, allt mjög grasgefið. Holt er líklega landnámsjörð, þar bjó Máni sem frægur var fyrir veiðisæld. Mánakot er á merkjum Holts og Laxholts, þar etu einhverjar rústir. Mánafoss er svo við Laxárvatn. Íbúðarhús byggt 1936 og viðbygging 1964, 460 m3. Fjós 1965 fyrir 35 gripi með áburðarkjallara og mjólkurhúsi. Fjárhús yfir 300 fjár. Hesthús yfir 13 hross. Hlöður 955 m3. Votheysturn 80 m3. Geymsla 160 m3. Tún 34,7 ha. Veiðiréttur í Laxá á Ásum.

Margrét Magnúsdóttir (1850-1945) Gilsstöðum

  • HAH06138
  • Einstaklingur
  • 30.6.1850 - 9.5.1945

Margrét Magnúsdóttir 30. júní 1850 - 4. maí 1945 Húsfreyja á Gilsstöðum. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Skólavörðustíg 25, Reykjavík 1930. Ekkja

Guðmundur Jósafatsson (1894-1982) Austurhlíð

  • HAH04086
  • Einstaklingur
  • 30.10.1894 - 16.6.1982

Guðmundur Sigurjón Jósafatsson 30. október 1894 - 16. júní 1982 Lausamaður á Brandsstöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Var í Austurhlíð, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi.

Guðný Jónsdóttir (1894-1938) Breiðabólsstað Hópi

  • HAH07601
  • Einstaklingur
  • 22.1.1894 - 2.8.1938

Guðný Jónsdóttir 22. jan. 1894 - 2. ágúst 1938. Hjúkrunarkona á Seyðisfirði 1930. Hjúkrunarkona í Reykjavík. Ógift og barnlaus. Frá Umsvölum í Þingi.

Örlygur Sigurðsson (1920-2002) listmálari

  • HAH09461
  • Einstaklingur
  • 13.2.1920 - 24.10.2002

Örlygur Sigurðsson listmálari fæddist í Reykjavík 13. febrúar 1920. Listmálari, síðast bús. í Reykjavík. Var á Akureyri 1930. Hann lést á Droplaugarstöðum 24. október 2002.
Í Bandaríkjunum bauðst honum að verða teiknari hjá Walt Disney, en hann afþakkaði og sneri aftur til Íslands. Árin 1948-1949 dvaldi Örlygur í París.
Útför Örlygs var gerð frá Langholtskirkju 1.11.2002 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Oddný Pétursdóttir (1870-1949) frá Gili Sjávarborgarsókn

  • HAH09484
  • Einstaklingur
  • 28.7.1872 - 1.3.1949

Oddný Pétursdóttir 1870 [28.7.1872 mt 1910 og gardur.is] - 1.3.1949 [jarðsett 11.3.1949]. Var í Gili í Sjávarborgarsókn, Skag. 1870. Var á Saurbæ, Víðimýrarsókn, Skag. 1880 og 1890. Bústýra í Tungukoti í Silfrastaðasókn, Skag. 1901. Kvennaskólanum Ytri-Ey 1894-1895. Mælifelli 1910 [stödd í Víkarkoti í Blönduhlíð]. Síðast í Reykjavík.

Rannveig Jónsdóttir Raschhofer (1941-2007) hjúkrunarkona

  • HAH09483
  • Einstaklingur
  • 4.09.1941-01.11.2007

Rannveig Jónsdóttir fæddist á Syðri-Hofdölum í Skagafirði 4. september 1941. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 1. nóvember 2007.
Rannveig lauk gagnfræðaprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík árið 1958 og hjúkrunarfræðinámi frá Hjúkrunarskóla Íslands í október 1962.

Helga Eysteinsdóttir (1861-1935) Kvennabrekku og Eskiholti

  • HAH06711
  • Einstaklingur
  • 10.7.1861 - 15.6.1935

Húsfreyja á Kvennabrekku, Sauðafellssókn, Dal. 1890. Var í Eskiholti, Borgarsókn, Mýr. 1930. Húsfreyja að Kolsstöðum, Miðdalahr., Dal og í Eskiholti Borgarhr. Mýr.

Benedikt Sveinsson (1898-1967) verslunarmaður Borgarnesi

  • HAH02586
  • Einstaklingur
  • 19.11.1898 - 14.5.1967

Benedikt Sveinsson 19. nóvember 1898 - 14. maí 1967 Kaupfélagsstjóri í Borgarnesi 1930. Var í Garðhúsum í Grindavík 1920. Verslunarmaður, síðast bús. í Borgarnesi.

Björn Leví Guðmundsson (1834-1927) Marðarnúpi

  • HAH02862
  • Einstaklingur
  • 14.2.1834 - 23.9.1927

Björn Leví Guðmundsson 14. febrúar 1834 - 23. september 1927 Bóndi að Marðarnúpi, Áshr., A-Hún. Bóndi í Gröf, Þingeyrasókn, Hún. 1870.

Jón Vídalín Pálsson (1857-1907) frá Víðidalstungu

  • HAH05543
  • Einstaklingur
  • 6.9.1857 - 20.8.1907

Jón Friðrik Vídalín Pálsson 6.9.1857 - 20.8.1907. Var í Víðidalstungu, Víðidalstungusókn, Hún. 1860. Dvaldist ýmist á Íslandi eða í Kaupmannahöfn. Kaupmaður og ræðismaður. Barnlaus.

Víðidalstunga í Víðidal

  • HAH00625
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1300)

Land jarðarinnar liggur í Tungunni sem myndast á milli Víðidalsár og Fitjár að vestan. Einnig fylgir jörðinni allmikið engjaland austan Víðidalsár. Víðidalstunga er kirkjustaður sveitarinnar og höfuðból fyrr og síðar. Jörðin var í eigu sömu ættar frá því í byrjun 15. aldar og þar til um aldamótin 1900 eða um 5 aldir. Sátu þar ýmsir af mestu valdamönnum þjóðarinnar. Á 14. öld bjuggu þar stórmenni, Gissur galli og hans afkomendur. Fráþeim tíma mun sögu Víðidalstungu ávallt bera hátt en undir lok þeirrar aldar lét Jón Hákonarson rita þar Flateyjarbók og Vatnshyrnu, sem sýðar glataðist. Víðidalsá og Fitjá. byggt 1946, 390 m3. Fjós fyrir 18 gripi. Fjárhús yfir 410 fjár. Hlöður 1430 m3. Votheysgryfja 108 m3. Haughús 72 m3. Verkfærageymsla 244 m3. Tún 24 ha. Veiðiréttur í Víðidalsá og Fitjá.
Víðidalstunga II var skipt úr jörðinni 1946, henni fylgir vesturhluti jarðarinnar, áður fyrr fylgdu jörðinni 9 jarðir í Þorkelshólshreppi, auk þess Víðidalstunguheiði. Stóð svo fram um aldamótin 1900. Auk þess að hafa leigutekjur af jarðeignum fékk heimajörðin lambtoll fyrir upprekstur á heiðina.

Niðurstöður 2001 to 2100 of 10349