Guðmundur Jósafatsson (1894-1982) Austurhlíð

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Guðmundur Jósafatsson (1894-1982) Austurhlíð

Parallel form(s) of name

  • Guðmundur Jósafatsson Austurhlíð
  • Guðmundur Jósafatsson Austurhlíð
  • Guðmundur Sigurjón Jósafatsson Austurhlíð

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

30.10.1894 - 16.6.1982

History

Guðmundur Sigurjón Jósafatsson 30. október 1894 - 16. júní 1982 Lausamaður á Brandsstöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Var í Austurhlíð, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi.

Places

Brandsstaðir; Austurhlíð; Blönduós:

Legal status

Functions, occupations and activities

Ævistarf Guðmundar Jósafatssonar var við landbúnað. Fyrst hjá föður sínum, síðar sem sjálfseignarbóndi, en jafnframt trúnaðarmaður Búnaðarfélags Islands og héraðsráðunautur um skeið og loks síðasta tímabil starfsævinnar sem starfsmaður Búnaðarfélags Islands. Hann lauk búfræðiprófi frá Hólum árið 1917 og hugði á framhaldsnám í landbúnaði erlendis, þó atvikin höguðu því á annan veg.
Guðmundur bjó mannsaldur á eignarjörð sinni, Austurhlíð í Blöndudal, ásamt lífsförunaut sínum, Sigurlaugu Þorláksdóttur. Þau eignuðust einn son, Auðunn Jósafat, sem búsettur er í Keflavík. Þeirri jörð breyttu þau úr kotbýli i góðbýli með þrotlausri elju og dugnaði. Áður en það yrði hafði Guðmundur ásamt með föður sínum breytt Brandsstöðum í stórbýli.
Guðmundi voru falin ýmis trúnaðarstörf fyrir byggð sína og samfélag, enda var hann bæði ötull og velvirkur og samviskusamur. Hann var formaður safnaðarstjórnar Bergsstaðakirkju 1920-1961. Endurskoðandi sveitarsjóðs Bólstaðarhlíðarhrepps 1920-1954. Trúnaðarmaður Búnaðarfélags Islands í A-Hún. 1940-1954 og einnig í V-Hún. 1946-1952. Héraðsráðunautur í A-Hún. 1953. Hjá Búnaðarfélagi Islands vann hann á veturna 1953-1960 en var við búskap á sumrin. Guðmundur brá búi 1961 er kona hans lést og seldi þá jörðina, en því fór fjarri að hann settist í helgan stein því eftir það var hann starfsmaður Búnaðarfélags Islands í 20 ár við ýmis störf, en síðustu 12 árin yfirmaður Ráðningarstofu landbúnaðarins.
Guðmundur var á yngri árum knár íþróttamaður, einkum sundmaður góður. Neytti hann þeirrar íþróttar á efri árum og hélt líkama sínum i þjálfun með tíðum sundiðkunum. Guðmundur var einn af frumherjum Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps, þess merka félagsskapar, og var áhugasamur félagi þar alla tíð síðan, meðan hann bjó í Blöndudal.

Mandates/sources of authority

Af ritverkum Guðmundar munu vera veigamest Afmælisrit Búnaðarsambands Kjalarnesþings 50 ára, verðlaunaritgerð í ritinu Milliþinganefnd Búnaðarþings 1943/Rvík 1947, ritgerð í Göngum og réttum, og ritgerð um íslenskan landbúnað í sýningarskrá Þróunarsýningar á 1100 ára afmæli Islandsbyggðar 1974, og merkar greinar í bókinni Húnaþing II og Húnavöku.
Síst má þó gleyma starfi Guðmundar til hins íslenska hluta Orðabókar landbúnaðarins, er hann vann að með Gísla Kristjánssyni ritstjóra og fleirum í sjálfboðavinnu í frístundum um þriggja ára skeið. Sú bókkom út í Osló 1979 á sjötungumálum,en lykilorð eru ánorsku.

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans; Jósafat Jónsson 9. ágúst 1871 - 17. apríl 1964 Var í Kvennaskólanum, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Bóndi á Brandsstöðum og barnsmóðir hans; Sæunn Jónsdóttir 29. ágúst 1861 - 10. mars 1946 Var á Lýtingsstöðum, Mælifellssókn, Skag. 1930. Vinnukona á Nautabúi. Síðast til heimilis í Gilhaga á Fremribyggð, Skag.
Ráðskona Jósafats 1920; Guðrún Helga Þorfinnsdóttir 8. september 1881 - 12. ágúst 1966 Ráðskona á Brandsstöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Ráðskona á Brandsstöðum. Síðast bús. í Reykjavík.

Kona Guðmundar var; Sigurlaug Þorláksdóttir 15. janúar 1895 - 15. janúar 1961 Var í Austurhlíð, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957.
Sonur þeirra;
1) Auðunn Jósafat Guðmundsson 13. júní 1935 Var í Austurhlíð, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Keflavík.

General context

Hann var vel heima í atvinnu- og menningarsögu þjóðarinnar og fylgdist vel með framförum í atvinnumálum.
Hann fór snemma að taka virkan þátt í menningarlífi samtíðar sinnar. í Frey, frá þvi á árunum um og eftir 1920, má sjá að Guðmundur er þá þegar farinn að taka þátt í umræðum á aðalfundum og bændanámskeiðum Ræktunarfélags Norðurlands. Hafði hann þá nokkru áður lokið námi við Bændaskólann á Hólum. Það síðasta, sem ég hef séð á prenti eftir Guðmund er grein í 24. tbl. Freys í vetur er leið. Segir hann þar frá ferð til Grænlands er hann fór í fyrra sumar, þá tæpra 87 ára gamall.

Relationships area

Related entity

Gunnar Sigtryggsson (1921-1946) frá Brandsstöðum (21.11.1921 - 9.10.1946)

Identifier of related entity

HAH04512

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Guðmundur í Austurhlíð var sm Sigurlaugar móður Gunnars

Related entity

Sigtryggur Benediktsson (1894-1960) Brúsastöðum (3.10.1894 - 27.6.1960)

Identifier of related entity

HAH04947

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Guðmundur var sambýlismaður Sigurlaugar móður Sigtryggs

Related entity

Agnarsbær Blönduósi - Efstibær (1920 -)

Identifier of related entity

HAH00145

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Jósafat faðir hans bjó í Efstabæ 1946

Related entity

Jökull Sigtryggsson (1926-2016) Núpi (18.4.1926 - 16.6.2016)

Identifier of related entity

HAH05205

Category of relationship

family

Type of relationship

Jökull Sigtryggsson (1926-2016) Núpi

is the child of

Guðmundur Jósafatsson (1894-1982) Austurhlíð

Dates of relationship

Description of relationship

Guðmundur var stjúpfaðir Jökuls, sambýlismaður Sigurlaugar móður Jökuls

Related entity

Auðunn Jósafat Guðmundsson (1935) Austurhlíð (13.6.1935 -)

Identifier of related entity

HAH02521

Category of relationship

family

Type of relationship

Auðunn Jósafat Guðmundsson (1935) Austurhlíð

is the child of

Guðmundur Jósafatsson (1894-1982) Austurhlíð

Dates of relationship

13.6.1935

Description of relationship

Related entity

Guðrún Þorfinnsdóttir (1881-1961) Brandsstöðum (8.9.1881 - 12.8.1966)

Identifier of related entity

HAH04318

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðrún Þorfinnsdóttir (1881-1961) Brandsstöðum

is the parent of

Guðmundur Jósafatsson (1894-1982) Austurhlíð

Dates of relationship

30.10.1894

Description of relationship

Related entity

Brandsstaðir í Blöndudal ([1300])

Identifier of related entity

HAH00076

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Brandsstaðir í Blöndudal

is controlled by

Guðmundur Jósafatsson (1894-1982) Austurhlíð

Dates of relationship

Description of relationship

Húsbóndi þar

Related entity

Austurhlíð -Eyvindarstaðagerði ((1950))

Identifier of related entity

HAH00151

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Austurhlíð -Eyvindarstaðagerði

is controlled by

Guðmundur Jósafatsson (1894-1982) Austurhlíð

Dates of relationship

Description of relationship

Húsbóndi þar

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH04086

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 19.9.2018

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

®GPJ ættfræði
Íslendingabók
Föðurtún bls. 132
Húnavaka 1983. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=6347582

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places