Haraldur Jóhannesson (1898-1990)
- HAH01385
- Person
- 1.9.1898 - 31.12.1990
Hjónaminning: Ásdís Baldvinsdóttir Haraldur Jóhannesson Fædd 30. október 1902 Dáin 27. júlí 1989 Fæddur 1. júlí 1898 Dáinn 31. desember 1990 Nú hafa þau bæði kvatt þennan heim, með aðeins eins og hálfs árs millibili.
Haraldur Jóhannesson Fædd 30. október 1902 Dáin 27. júlí 1989 Fæddur 1. júlí 1898 Dáinn 31. desember 1990.
Árið 1925 fluttu þau frá Klambraseli í Héðinsvík á Tjörnesi og bjuggu þar í eitt ár, en bjuggu svo í leiguhúsnæði á Húsavík, þar til þau byggðu húsið Bjarg við Garðarsbraut árið 1939 og þar bjuggu þau það sem eftir var af þeirra búskap. Haraldur vann við hin ýmsu verkamannastörf, en lengst af hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur. Samhliða vinnu sinni hafði hann 1 kú, kindur og hænur, sér til búdrýginda í fyrstu, en seinna meir til ánægju. Hann var góður fiðluleikari og lék oft á böllum í gamla daga. Ásdís var húsmóðir og sá um heimilið, og var þar í mörg horn að líta. Það var ávallt mjög gestkvæmt á Bjargi, því að marga áttu þau ættingja í sveitunum sem litu gjarnan inn að lokinni bæjarferð. Það var líka oft sem barnabörnin komum á Bjarg til afa og ömmu, og má segja að þar hafi verið okkar samkomustaður. Ógleymanlegir eru laufabrauðsdagarnir, þar sem við mættum öll með okkar bretti og hnífa og skárum út kökur af hjartans list og ekki var hún amma að amast yfir því þótt nokkrar kökur eyðilegðust eða hveiti sullaðist út um stofuna hennar, það mátti alltaf gera meira deig, gleði barnanna var fyrir mestu. Það var líka gott eftir fjörugan leik að skreppa inn á Bjarg til ömmu-Dísu og fá sér kökur og mjólkurglas, því hún var oftast heima og átti alltaf nóg handa svöngu barnabarni og ekkert gerði til þótt nokkrir leikfélagar slægjust í hópinn, amma átti alltaf nóg handa öllum. Það má því segja að þau hafi haft tíma og rúm fyrir alla sem til þeirra komu.