Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Haraldur Hjálmsson (1900-1936) Kanada frá Snæringsstöðum
Parallel form(s) of name
- Haraldur Hjálmsson Kanada frá Snæringsstöðum
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
19.12.1900 - 1936
History
Haraldur Hjálmsson 19. des. 1900 - 1936. Tökubarn á Snæringsstöðum, Undirfellssókn, Hún. 1901. Var Hjálpræðismaður, fluttist til Ameríku. Drukknaði í Manitobavatni.
Places
Snæringsstaðir í Vatnsdal; Kanada:
Legal status
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Slys vildi til hér nýlega, er tveir menn Skúla Sigfússonar, voru að líta eftir fiskimiðum úti á Manitobavatni, og féllu í vatnið, í nýskænda vök; annar þeirra, Berg að nafni, íslenzkur maður, gat bjargað sér upp úr með harðræði, en hinn var drukknaður áður en hjálp kom. Maðurinn hét Haraldur Hjálmsson, nýlega kominn af íslandi í æfintýraleit, viðfeldinn maður og greindur, um þrítugsaldur. Við söknum hans allir, sem þekktum hann, því hann var mannvænlegur. En ekki verður feigum forðað — kemur í huga manns, er maður sér menn ganga út i auðar vakir eða nýskændar, á glóbjörtum degi, og geta hvorki dregist upp úr né haldið sér uppi dálitla stund, með langa stöng í hendi.
Internal structures/genealogy
Foreldrar hans; Hjálmur Hjálmsson 4. jan. 1874 - 13. nóv. 1928. Sjómaður Skagaströnd 1901 til heimilis í Saurbæ í Vatnsdal. Bóndi á Syðra-Lágafelli og Laxárbakka í Miklaholtshr.,þá fráskilinn 1901, síðar vinnumaður og húsmaður í Borgarfirði og farandbóksali í Reykjavík. Í Borgf. er um Hjálm mikill texti, þar segir m.a.: „Mun hafa verið greindur að mörgu leyti, m.a. hagmæltur, en líklega lengst af á flótta frá sjálfum sér“ og barnsmóðir hans; Steinunn Sigurðardóttir 5. feb. 1871 - 19. des. 1952. Tökubarn í Koti, Grímstungusókn, Hún. 1880. Hjú í Kvennaskólanum, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1901. Vinnukona á Litlabergi í Reykjavík. Saumakona á Undirfelli, Undirfellssókn, A-Hún. 1930.
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 4.11.2019
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
®GPJ ættfræði
Lögberg, 46. tölublað (12.11.1936), Blaðsíða 1. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2199547