Haukur Guðjónsson (1947-2018) frá Seljatungu

Original Digital object not accessible

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Haukur Guðjónsson (1947-2018) frá Seljatungu

Parallel form(s) of name

  • Haukur Guðjónsson frá Seljatungu

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

27.12.1947 - 16.9.2018

History

Haukur Guðjónsson fæddist á Selfossi 27. desember 1947.
Haukur ólst upp í Gaulverjabæ, þar sem foreldrar hans bjuggu ásamt börnum og sinntu búskap. Haukur hóf skólagöngu sína í barnaskóla Gaulverja og lauk henni með því að útskrifast sem búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri. Í framhaldi af því fór hann til Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum. Þar starfaði hann hjá veitingaþjónustu sem rekin var af föðursystur hans. Eftir dvöl sína í Bandaríkjunum flutti hann aftur heim í Gaulverjabæ til foreldra sinna þar sem hann sinnti ýmsum störfum, meðal annars sem steypubílstjóri og síðar við lagningu vatnsveitu í flóanum. Í framhaldi af því hóf hann störf hjá Reykjalundi í Mosfellsbæ þar sem hann starfaði við plastsuðu. Hann flutti með starfi sínu til Reykjavíkur og síðar í Mosfellsbæ þar sem hann bjó lengst. Haukur ferðaðist víða um land í tengslum við störf sín sem plastsuðumeistari en við það starfaði hann þangað til hann lét af störfum sökum heilsubrests.
Hann lést 16. september 2018 á Hjúkrunarheimili Eiri í Grafavogi.
Útför Hauks fór fram frá Lágafellskirkju 25. september 2018, og hófst athöfnin klukkan 13.

Places

Selfoss; Seljatunga; Hvanneyri; Reyjavík:

Legal status

Búfræðingur Hvanneyri;

Functions, occupations and activities

Plastsuðumeistari, starfaði lengst af hjá Reykjalundi.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans voru Guðjón Helgi Sigurðsson, f. 26. nóvember 1927, d. 24. ágúst 2014, frá Seljatungu í Gaulverjabæjarhreppi, og Margrét Valdimarsdóttir, f. 26. apríl 1921, d. 13. október 1982, frá Teigi í Vopnafirði.

Systkini Hauks eru;
1) Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir, f. 6. desember 1952, d. 5. apríl 2009, maki Ólafur Árnason.
2) Erla Sigríður Guðjónsdóttir, f. 27. maí 1958, maki Oddur Ólason.
3) Valdimar Guðjónsson, f. 21. janúar 1961, maki Kristín Ólafsdóttir.

Kona hans 1980; Jóhann Baldursdóttir, f. 29. maí 1948, árið 1980. Þau slitu samvistum árið 2001. Synir þeirra eru:
1) Baldur Hauksson, f. 7. nóvember 1979, sambýliskona Laufey Bjarnadóttir, f. 15. mars 1988. Börn þeirra eru Jóhann Helgi, f. 25. október 2012, og Bríet Sól, f. 22. september 2016.
2) Grétar Hauksson f. 18. apríl 1981. Eiginkona Eva Ósk Svendsen Engelhartsdóttir, f. 2. júlí 1982. Börn þeirra eru Helga Katrín, f. 28. mars 2005, og Rúnar Óli, f. 29. janúar 2008.

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH05025

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 29.8.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places