Guðmundur Jónsson (1864) Alviðru í Dýrafirði
- HAH04077
- Person
- 29.9.1864 -
Guðmundur Jónsson 29. september 1864 Bóndi á Alvirðu , Núpssókn, V-Ís. 1930. Söðlasmiður í Alviðru i Dýrafirði.
Guðmundur Jónsson (1864) Alviðru í Dýrafirði
Guðmundur Jónsson 29. september 1864 Bóndi á Alvirðu , Núpssókn, V-Ís. 1930. Söðlasmiður í Alviðru i Dýrafirði.
Guðmundur Jónsson (1868-1904) Auðólfsstöðum
Guðmundur Jóhannes Jónsson 23. apríl 1868 - 28. apríl 1904 Bóndi á Auðólfsstöðum.
Guðmundur Jónsson (1883-1945) Sauðanesi
Guðmundur Jónsson 25. júlí 1883, d 28. nóv. 1945 Sauðanesi
Guðmundur Jónsson (1885-1946) Vesturhópshólum
Guðmundur Jónsson 14. júní 1885 - 26. mars 1946 Bóndi á Vesturhópshólum, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Bóndi í Vesturhópshólum, V-Hún.
Guðmundur Jónsson (1893-1961) Hvammi í Svartárdal
Guðmundur Jónsson 10. júní 1893 - 13. júlí 1961 Bóndi á Stapa í Tungusveit, Skag. og víðar, síðar póstur og verkamaður á Sauðárkróki. Verkamaður á Siglufirði 1930. Verkamaður í Neðri-Höfn í Siglufirði 1932. Bóndi Héraðsdal 1920.
Guðmundur Jónsson (1896-1979) Ásbjarnarstöðum
Guðmundur Jónsson 27. desember 1896 - 16. september 1979. Fór 1898 frá Brekku í Þingeyrasókn að Þóreyjarnúpi í Víðidalstungusókn. Lausamaður á Ásbjarnarstöðum, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930. Var á Ásbjarnarstöðum, Kirkjuhvammshr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Kirkjuhvammshreppi. Niðursetningur Gröf 1910.
Guðmundur Jónsson (1902-2002) skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri
Guðmundur Jónsson, fyrrverandi skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri, fæddist á Torfalæk í Austur-Húnavatnssýslu 2. mars 1902. Hann andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði að morgni fimmtudagsins 28. nóvember síðastliðins. Foreldrar Guðmundar voru Jón Guðmundsson bóndi á Torfalæk Guðmundssonar, f. 22.1. 1878, d. 7.9. 1967, og Ingibjörg Björnsdóttir bónda frá Marðarnúpi í Vatnsdal, f. 28.5. 1875, d. 10.9. 1940. Bræður Guðmundar: Björn Leví veðurfræðingur og læknir, f. 4.2.1904, d. 15.9. 1979, kona hans var Halldóra Guðmundsdóttir, Jóhann Frímann umsjónarmaður, f. 5.2. 1904, d. 20.3. 1980, kona hans var Anna Sigurðardóttir, Jónas Bergmann, fv. fræðslustjóri í Reykjavík, f. 8.4. 1908, kona hans er Guðrún Ögmundsdóttir Stephensen, Ingimundur, f. 18.6. 1912. d. 20.5. 1969, Torfi fv. bóndi á Torfalæk, f. 28.7. 1915, kona hans var Ástríður Jóhannesdóttir. Þá ólu foreldrar Guðmundar upp þrjár stúlkur, Ingibjörgu Pétursdóttur, Sigrúnu Einarsdóttur og Björgu Gísladóttur.
Guðmundur kvæntist 21.5. 1926 Maríu Ragnhildi Ólafsdóttur frá Brimnesgerði í Fáskrúðsfirði, f. 16.2. 1896, d. 12.9. 1980, dóttur Ólafs Finnbogasonar bónda og konu hans Sígríðar Bjarnadóttur húsfreyju. Börn Guðmundar og Ragnhildar: Jón Ólafur, f. 10.11. 1927, d. 26.5. 1985, deildarstjóri Bútæknideildar landbúnaðarins á Hvanneyri, en kona hans var Sigurborg Ágústa Jónsdóttir, f. 24.5. 1930. Þau eignuðust fimm börn, Ragnhildi Hrönn, Jón, Guðbjörgu, Guðmund og Sigríði Ólöfu. Sigurður Reynir, f. 6.7. 1930, fv. skólastjóri við Heiðarskóla í Borgarfirði, kona hans var Katrín Árnadóttir kennari, f. 10.8. 1930. Þau eignuðust fimm börn, Guðbjörgu, Guðmund, Reyni, Ernu og Ragnhildi, sonur Sigurðar og Lísbet Gestsdóttur er Haukur. Sambýliskona Sigurðar er Laufey Kristjánsdóttir. Ásgeir, f. 16.1. 1933, fv. forstjóri Námsgagnastofnunar, kona hans er Sigríður Jónsdóttir, fv. námsstjóri, f. 20.8. 1933, en börn þeirra eru Brynhildur, Ingibjörg, og Margrét. Kjördóttir er Sólveig Gyða blómaskreytingarkona, f. 17.7. 1946, maður hennar er Gunnar Ólafsson vélstjóri, f. 22.1. 1951, en börn þeirra eru Guðmundur Freyr, Inga María, Sigrún Klara, látin, og Gunnar Óli.
Guðmundur varð búfræðingur frá Hólum í Hjaltadal 1921. Búfræðikandídat frá Búnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1925. Guðmundur var settur skólastjóri á Hólum í Hjaltadal 1925-1926, vann við mælingar hjá Búnaðarfélagi Íslands 1926-1928. Kennari við Bændaskólann á Hvanneyri 1928-1947, settur skólastjóri á Hvanneyri 1944-45 og síðan skipaður skólastjóri þar 1947-1972. Guðmundur og Ragnhildur fluttu til Reykjavíkur er hann lét af störfum.
Guðmundur hafði forgöngu um stofnun framhaldsdeildar við Bændaskólann 1947 sem var fyrsti vísir að háskólanámi í búfræði hér á landi. Forstöðumaður Búreikningaskrifstofu ríkisins var hann frá stofnun 1936 til 1947. Formaður Verkfæranefndar ríkisins 1946-1965. Í verðlagsnefnd landbúnaðarafurða (sexmannanefndin) 1943. Formaður Búnaðarráðs 1945-1947. Formaður nefndar um starfshætti framhaldsdeildar á Hvanneyri 1954-1956 og 1959-1960. Í tilraunaráði búfjárræktar 1960-1965. Formaður nefndar til að endurskoða lög um bændaskóla 1960-1962. Auk starfa sinna var Guðmundur virkur í félagsmálum; fyrsti formaður Búnaðar- og garðyrkjukennarafélags Íslands 1972-1973, var meðal stofnenda Rotary og Oddfellowa í Borgarfirði, formaður í deild Norræna félagsins í Borgarfirði, einn af stofnendum Félags sjálfstæðismanna á Vesturlandi 1960 og formaður til 1964 og formaður kjördæmaráðs 1963-1968. Heiðursfélagi Búnaðarfélags Íslands 1972, Búnaðar- og garðyrkjukennarafélags Íslands 1974 og Félags íslenskra búfræðikandidata 1981. Guðmundur var sæmdur riddarakrossi fálkaorðunnar 1964.
Guðmundur var stofnandi og ritstjóri Búfræðingsins 1934-1954. Samdi form fyrir búreikninga 1930-1932, leiðbeindi bændum um færslu þeirra og gerði skýrslur um niðurstöður þeirra. Samdi og fjölritaði kennslubækur fyrir bændaskólana. Árið 1939 tók hann saman sögu Bændaskólans á Hvanneyri 50 ára og aftur er skólinn varð 90 ára 1979. Hann skrifaði greinar um landbúnað í blöð og tímarit og flutti erindi á bændafundum, námskeiðum og í útvarp. Eftir að embættisstörfum lauk skrifaði hann og ritstýrði þessum bókum: Tilraunaniðurstöður í landbúnaði 1900-1965 og 1966-1980. Íslenskir búfræðikandidatar 1974 og 1985. Bókatal 1978. Þá ritstýrði hann bókaflokknum Bóndi er bústólpi í 7 bindum sem út komu á árunum 1980-1986.
Útför Guðmundar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði.
Guðmundur Jónsson (1904-1988) Botnastöðum
Guðmundur Jónsson 6. mars 1904 - 25. desember 1988. Ársmaður í Síðumúla, Gilsbakkasókn, Mýr. 1930. Bóndi á Fjalli og Botnastöðum í Svartárdal, síðar verkamaður í Reykjavík. Síðast bús. á Seltjarnarnesi.
Guðmundur ólst upp í foreldrahúsum fram að fermingu en þá réð hann sig í vinnu að Síðumúla í Borgarfirði hjá Andrési Eyjólfssyni og Ingibjörgu Guðmundsdóttur. Vann hann þar við landbúnaðarstörf og var því lítið um menntun hjá Guðmundi þar sem menntun var aðeins að fá í farskólum.
Hann lést á Landspítalanum Guðmundur Jónsson eftir stutta sjúkrahúslegu á 85 aldursári. Jarðarför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Guðmundur Jónsson (1925-2015) Sólvöllum Hvst.
Guðmundur Jónsson 7. maí 1925 - 22. desember 2015 Var í Hlíð, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930. Var á Sólvöllum, Hvammstangahr., V-Hún. 1957. Trésmiður á Hvammstanga.
Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Hvammstanga 22. desember 2015.
Útför Guðmundar fer fram frá Hvammstangakirkju í dag, 4. janúar 2016, klukkan 15.
Guðmundur Jónsson (Gúi) (1925-1983) frá Sölvabakka
Guðmundur Jón Jónsson [Gúi] 17. mars 1925 - 13. maí 1983 Verkamaður á Blönduósi. Var á Sölvabakka, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Var á Akri í Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi.
Guðmundur Jósafatsson (1894-1982) Austurhlíð
Guðmundur Sigurjón Jósafatsson 30. október 1894 - 16. júní 1982 Lausamaður á Brandsstöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Var í Austurhlíð, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi.
Guðmundur Jósefsson (1886-1966) Staðarhóli
Guðmundur Jósefsson 9. desember 1886 - 20. júlí 1966 Var á Syðri-Völlum, Melstaðarsókn, Hún. 1890. Hjú á Refsteinsstöðum, Þingeyrasókn, Hún. 1901. Var á Staðarhóli, Hafnarhr. Gull. 1910, 1920 og 1930. Síðast bús. í Keflavík. ókv. bl.
Guðmundur Jósefsson (1898-1966) Nýpukoti
Guðmundur Helgi Jósefsson 1. mars 1898 - 8. september 1966 Var í Nýpukoti, Þorkelshólshr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Þorkelshólshreppi.
Guðmundur Karl Ellertsson (1972) Blönduósi
Guðmundur Karl Ellertsson 19. ágúst 1972 símsmiður Blönduósi.
Guðmundur Klemensson (1848-1931) Bólstaðahlíð
Guðmundur Jónas Klemensson 26. september 1848 - 15. júlí 1931 Bóndi í Bólstaðarhlíð frá 1883 til æviloka.
Guðmundur Klemenzson (1927-1998) Bólstaðarhlíð
Guðmundur Klemenzson fæddist í Bólstaðarhlíð í Austur-Húnavatnssýslu 27. febrúar 1927. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 24. desember 1998.
Guðmundur var ókvæntur og barnlaus. Hann tók stúdentspróf frá MA og síðan kennarapróf og var barnakennari alla sína starfsævi, lengst af í Varmahlíð í Skagafirði.
Útför Guðmundar var gerð frá Bólstaðarhlíðarkirkju laugardaginn 2. janúar 1999
Guðmundur Kolka (1917-1957) kaupmaður Blönduósi
Guðmundur Pálsson Kolka 21. október 1917 - 23. mars 1957 Var á Kirkjuvegi 27, Vestmannaeyjum 1930. Verslunarmaður Hemmertshúsi á Blönduósi og í Reykjavík.
Guðmundur Kristjánsson (1888-1939) Höllustöðum
Guðmundur Kristjánsson 17. mars 1888 - 8. apríl 1939 Bóndi í Sléttárdal, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Ólst upp hjá móðurafa sínum Arnljóti Guðmundssyni f. 1836. Bóndi á Hafgrímsstöðum í Tungusveit, síðar í Sléttárdal í Svínavatnshr. og víðar í Húnaþingi.
Guðmundur Kristmundsson (1890-1950) Melrakkadal
Guðmundur Kristmundsson Meldal 24. mars 1890 - 13. ágúst 1950 Bóndi Melrakkadal, Höllustöðum, Þröm, Auðkúlu og í Litladal, A-Hún.
Guðmundur Lárusson (1929-2002) frkvstj Skagaströnd
Guðmundur Lárusson, byggingameistari frá Skagaströnd, fæddist á Vindhæli í Austur-Húnavatnssýslu 5. júní 1929. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 15. október síðastliðinn. Sex ára gamall fluttist Guðmundur ásamt fjölskyldu sinni á Skagaströnd. Þar ólst hann upp við leik og störf, gekk þar í skóla og lauk þaðan skyldunámi, fór síðan í Iðnskólann á Siglufirði og lauk þaðan prófi árið 1949. Síðar fór hann suður til Reykjavíkur og lauk meistaraprófi frá Iðnskólanum í Reykjavík.
Útför Guðmundar var gerð frá Grafarvogskirkju 24. október 2002. Jarðsett var í Gufuneskirkjugarði sama dag.
Guðmundur Ingi Leifsson 23. desember 1946 Skólastjóri Kópavogi
Guðmundur M Eiríksson (1891-1973)
Guðmundur Magnússon Eiríksson 17. mars 1891 - 19. apríl 1973 Bóndi á Valdalæk, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Bóndi á Valdalæk á Vatnsnesi. Síðast bús. í Þverárhreppi. Kjörforeldrar: Ari Eiríksson, f .9.2.1850, bóndi Valdalæk og k.h. Valgerður Kristín Jóhannsdóttir, 30.1.1848.
Guðmundur Magnússon (1863-1924) prófessor
Guðmundur Magnússon 25. september 1863 - 23. nóvember 1924 Húsbóndi í Reykjavík 1910. Prófessor og skurðlæknir.
Guðmundur Magnússon (1874-1934) Sunnuhlíð
Guðmundur Magnússon 21. júlí 1874 - 20. september 1934 Bóndi í Torfustaðakoti í Áshr., A-Hún og Sunnuhlíð í Vatnsdal. Bóndi og refaskytta í Koti, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Varð úti.
Guðmundur Magnússon (1881) Halakoti Álftanesi
Guðmundur Magnússon 20. nóvember 1881 Var í Halakoti, Bessastaðasókn, Gull. 1890. Var á Hverfisgötu 4f í Reykjavík 1910. Klæðskeri.
Guðmundur Magnússon (1884-1937) Guðrúnarstöðum
Guðmundur Magnússon 5. febrúar 1884 - 10. apríl 1937 Bóndi á Guðrúnarstöðum, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Guðrúnarstöðum í Vatnsdal, Áshr., A-Hún, og á Ægissíðu í Vesturhópi.
Guðmundur Freyr Matthíasson 23. mars 1980 Blönduósi
Guðmundur Ólafs Ásgrímsson (1934) Ásbrekku
Guðmundur Ólafs Ásgrímsson 26. desember 1934 Var á Ásbrekku, Áshr., A-Hún. 1957.
Guðmundur Ólafsson (1830-1915) Ytra-Hóli
Guðmundur Ólafsson 10. febrúar 1830 - 21. apríl 1915 Var á Sveinsstöðum, Ingjaldshólssókn, Snæf. 1835. Var á Hjaltabakka, Hjaltabakkasókn, Hún. 1845. Húsmaður og söðlasmiður í Kollugerði, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1870. Bóndi og Söðlasmiður á Ytra-Hóli. Fór til Vesturheims 1889 frá Syðri Ey, Vindhælishreppi, Hún. Bóndi nálægt Garðar í N-Dakota.
Guðmundur Ólafsson (1861-1930) Lundum í Stafholtstungnahreppi.
Bóndi og oddviti á Lundum í Stafholtstungnahreppi. stjúpsonur Ásgeirs Finnbogasonar dbrm Lundum Mýrarsýslu.
Guðmundur Ólafsson (1867-1936) Ási
Guðmundur Ólafsson 13. október 1867 - 10. desember 1936 Þingmaður á Ási, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Bóndi og alþingismaður í Ási í Vatnsdal.
Guðmundur Ólafsson (1878-1950) ljósmyndari Hafnarfirði
Netagerðarmaður í Hafnarfirði 1930. Netagerðarmaður. Húsbóndi í Hafnarfirði.
Guðmundur Ólafsson (1941-2012) Náttúrufræðingur
Guðmundur Páll Ólafsson 2. júní 1941 - 30. ágúst 2012 Náttúrufræðingur, náttúruljósmyndari og náttúruverndarsinni, rithöfundur og fyrirlesari, bús. í Stykkishólmi. Hlaut fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir störf sín. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 30. ágúst 2012.
Útför Guðmundar fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 6. september 2012, og hefst athöfnin kl. 15.
Guðmundur Ólafsson (1949) rafvirki Skagaströnd
Guðmundur Ólafsson 4.6.1949 rafvirki Skagaströnd
Guðmundur Ólafsson kennari (1885-1958)
Guðmundur Ólafsson kennari var jarðsunginn í gær, en hann var landskunnur maður vegna kennslustarfa á Laugarvatni og víðar. Guðmundur fæddist 11. febrúar 1885 að Fjósatungu í Fnjóskadal, en andaðist hinn 16. þ.m. Guðmundur var sonur Ólafs Guðmundssonar, sem lengst var bóndi á Sörlastöðum í Fnjóskadal og konu hans Guðnýjár Jónsdóttur. Stóðu að Guðmundi traustar ættir norðanlands. Guðmundur sótti Gagnfræðaskóla Akureyrar og lauk þar prófi 1904 með ágætiseinkunn. Var hann hinn bezti námsmaður í skóla og fékk brátt mjög mikið orð á sig, er hann tók að sér kennslustörf að loknu gagn- fræðaprófi, á ýmsum stöðum norðanlands og austan. Kennarapróf tók hann vorið 1910 og hélt eftir það áfram kennslustörfum, en árið 1921 var hann um tíma við nám í Englandi og síðar í Danmörku. Guðmundur var kennari við Hvítárbakkaskóla árin 1910—12 og var síðan kennari í heimasveitinni, Fnjóskadalnum, 1912—20 og var hann með afbrigðum vinsæll kennari í sveitinni. Þegar hér var komið var kennaraorðstir Guðmundar floginn mjög víða og árið 1920 varð hann kennari við barnaskólann á Akranesi, en frá 1928—55 var hann kennari við héraðsskólann á Laugarvatni. Hvar sem Guðmundur starfaði var hann talinn í röð hinna allra nýtustu manna í sinni grein. Guðmundur var mjög fjölfróður maður og ákaflega lifandi í hugsun og fjörugur í framsetningu og naut hann sín þess vegna sérstaklega vel í kennarastóli. Má segja, að hann væri hinn fæddi kennari. Hann var alla tíð ungur í anda og léttur í lund, og kunni flestum betur að umgangast ungt fólk. Fór ekki hjá því, að nemendur hans hrifust af áhuga og eldmóði Guðmundar, enda mun öllum nemendum hans, á hinni löngu kennaraævi Guðmundar, hafa borið sarnan um að hann væri afburða maður í því starfi. Guðmundur var kennari af lífi og sál og hæfileikar hans voru svo fjölbreyttir að segja mátti að hann væri jafnvígur á að kenna næstum því allar greinar. Þó mun náttúrufræðin og tungumál hafa staðið honum næst, hann mat íslenzka náttúru og íslenzkt tungutak mikils, enda þekkti hann hin fjölbreyttu fyrirbrigði íslenzks umhverfis flest um betur og íslenzkt mál hafði hann á valdi sínu, svo frábært var. Guðmundur var kvæntur Ólöfu Sigurðardóttur frá Dyrhólum í Mýrdal og lifir hún mann sinn. Er hún góð kona og var manni sínum traustur förunautur. Þeim hjónum varð 8 barna auðið og lifa 7 þeirra sem eru: Ólafur lögreglumaður í Reykjavík, Guðný, gift á Akranesi, Sigurður, lögreglumaður á Akranesi, Guðbjörg, gift í Vesturheimi, Karl verkfræðingur, Björn, klæðskera meistari og Ingólfur, kennari, allir í Reykjavík. Eru börn Guðmundar öll hin mannvænlegustu. Islenzk kennarastétt hefur misst mikils við fráfall Guðmundar og mun hans lengi verða minnst. Hann var stétt sinni til sóma og hann varð þjóðinni til gagns og bar í öllu tilliti hreinan og flekklausan skjöld. E. Á
Guðmundur Óskarsson (1968) Skagaströnd
Guðmundur Sigurbjörn Óskarsson 29. september 1968 Skagaströnd
Guðmundur Pálsson (1836-1886) Sýslumaður Arnarholti
Guðmundur Pálsson 9. ágúst 1836 - 2. júlí 1886 Var á Borg, Borgarsókn, Mýr. 1845. Sýslumaður Arnarholti
Guðmundur Pálsson (1886-1976) Sjómaður á Jaðri í Höfðakaupstað
Guðmundur Pálsson 1. desember 1886 - 14. desember 1976 Útgerðarmaður í Skagastrandarkaupstað 1930. Sjómaður á Jaðri í Höfðakaupstað , Höfðahr., A-Hún. Var í Karlsminni, Höfðahr., A-Hún. 1957. Ókvæntur og barnlaus.
Guðmundur Pálsson (1975) Blönduósi
Guðmundur Pálsson 14. september 1975 Blönduósi:
Guðmundur Paul Jónsson (1950) bakari og skjalavörður Blönduósi
Guðmundur Paul Scheel Jónsson f. 11.9.1950 á Langanesi við Selfoss.
Guðmundur Pétursson (1897-1987) Blöndubakka
Guðmundur Pétursson 8. febrúar 1897 - 30. júní 1987 Leigjandi á Skólavegi 7, Vestmannaeyjum 1930. Heimili: Björnólfsst., Hún. Var í Höfðakoti, Höfðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Höfðahreppi. Blöndubakki 1930-1944. Karlsminni 1910. Hann var ókvæntur og barnlaus.
Guðmundur Pétursson frá Höfðakoti andaðist 30. júní á Héraðshælinu Blönduósi.
Síðustu árin dvaldi hann á Ellideild Héraðshælisins. Útför Guðmundar fór fram frá Hólaneskirkju 7. júlí og var hann jarðsettur í Spákonufellskirkjugarði.
Guðmundur Pétursson (1910-1978) Pétursborg
Guðmundur Pétursson 16. apríl 1910 - 5. nóvember 1978 Var á Blönduósi 1930. Verkstjóri og verkamaður. Síðast bús. í Reykjavík.
Guðmundur Rafnsson (1890-1968) Ketu
Guðmundur Rafnsson 20. maí 1890 - 23. september 1968 Bóndi í Ketu á Skaga, Skag. Síðar á Skagaströnd. Síðast bús. í Reykjavík.
Guðmundur Ragnar Sverrisson (1973) Blönduósi
Guðmundur Rósmundsson (1894-1960) Urriðaá í Miðfirði
Guðmundur Rósmundsson 4. maí 1894 - 29. janúar 1960 Bóndi á Urriðaá, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930. Hann fæddist að Spena í Miðfirði. Búfræðingur og bóndi á Urriðaá í Miðfirði, síðar kennari í Landeyjum og næturvörður í Reykjavík.
Útför Guðmundar; sál. fer fram í dag frá Fossvogskirkju í Reykjavík.
Guðmundur Scheving (1861-1909) Læknir Hólmavík
Guðmundur Scheving Bjarnason 27. júlí 1861 - 24. janúar 1909 Var í foreldrahúsum í Noisomhed, Vestmannaeyjasókn 1870. Læknir í Liverpool, Dvergasteinssókn, N-Múl. 1890. Héraðslæknir á Hólmavík. Læknir Liverpool Seyðisfirði 1890. Barnlaus.
Guðmundur Sigfússon (1906-1993) Eiríksstöðum
Guðmundur Sigfússon 20. maí 1906 - 27. mars 1993. Bóndi á Eiríksstöðum. Bóndi á Eiríksstöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Var á Eiríksstöðum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957.
Guðmundur Sigfússon (1963) Blönduósi
Guðmundur Sigfússon 12. október 1963 rafvirki Blönduósi.
Guðmundur Sigurðsson (1845-1919) Vatnshlíð
Guðmundur Sigurðsson 10. mars 1845 - 26. maí 1919 Vinnumaður í Þverárdal, Bólstaðarhlíðarsókn, Hún. 1870. Bóndi í Vatnshlíð á Skörðum, A-Hún.
Guðmundur Sigurðsson (1853-1928) Fossum í Svartárdal
Guðmundur Sigurðsson 14. febrúar 1853 - 28. mars 1928 Bóndi á Fossum í Svartárdal.
Guðmundur Sigurðsson (1875-1923) Svertingsstöðum
Guðmundur Sigurðsson 26. mars 1875 - 14. janúar 1923 Bóndi á Svertingsstöðum í Miðfirði, V-Hún. og síðar kaupfélagsstjóri á Hvammstanga. Giftingarár hans er rangt í ÍÆ. Einbirni.
Guðmundur Sigurðsson (1876-1956) Klæðskeri
Guðmundur Sigurðsson 18. september 1876 - 21. júní 1956 Var á Nýjabæ, Arnarbælissókn, Árn. 1880. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Ekkill Bergstaðastræti 11a, 1920. Klæðskeri í Bergstaðastræti 11 a, Reykjavík 1930.
Guðmundur Sigurðsson (1878-1921) Kringlu
Guðmundur Sigurðsson 6. apríl 1878 - 19. desember 1921 Bóndi í Kringlu á Ásum í A-Hún.
Guðmundur Sigurðsson (1889-1960) Rútsstöðum
Guðmundur Sigurðsson [Mundi] 28.9.1889 - 13.11.1960 í British Columbia. Var á Rútsstöðum, Auðkúlusókn, Hún. 1890. Fór til Ameríku
Guðmundur Sigurðsson (1922-1996) Leifsstöðum
Guðmundur Sigurðsson fæddist á Leifsstöðum í Svartárdal 29. janúar 1922. Hann lést á heimili sínu á Leifsstöðum 4. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru þau Sigurður Benediktsson, f. 11.11. 1885, d. 2.6. 1974, og Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 23.9. 1894, d. 2.2. 1959. Bjuggu þau á Leifsstöðum. Guðmundur var einn af 12 systkinum, en fjögur þeirra dóu ung. Hin eru: Soffía, f. 30.6. 1917, d. 11.9. 1968, Guðrún Sigríður, f. 18.4. 1924, d. 15.12. 1975, Þóra, f. 18.7. 1925, Sigurður, f. 28.12. 1926, d. 5.7. 1984, Aðalsteinn, f. 22.2. 1929, Björn, f. 5.5. 1930, d. 6.12. 1988, og Sigurbjörg, f. 3.7. 1931. Aðalsteinn og Sigurbjörg búa á Leifsstöðum en Þóra í Hvammi í Svartárdal.
Árið 1957 giftist Guðmundur Sonju S. Wiium og eignuðust þau fjögur börn. Þau skildu árið 1978. Sonja átti áður dótturina Sonju Guðríði, f. 2.11. 1953, og gekk Guðmundur henni í föðurstað. Eiginmaður Sonju Guðríðar er Ragnar Bjarnason og eiga þau fimm börn og eitt barnabarn. Börn Guðmundar og Sonju eru: Sigurður Ingi, f. 16.1. 1957, maki Birgitta H. Halldórsdóttir og eiga þau einn son; Óskar Leifur, f. 13.7. 1958, maki Fanney Magnúsdóttir og eiga þau einn son en Fanney átti áður eina dóttur; Daníel Smári, f. 6.11. 1961, maki Anna Rósa Gestsdóttir, eiga þau eina dóttur en Daníel átti áður einn son; Sólveig Gerður, f. 6.11. 1961, d. 24.10. 1965. Guðmundur og Sonja ólu upp tvo fóstursyni, Ketil Kolbeinsson, f. 10.1. 1962, og Pétur Kolbeinsson, f. 31.6. 1963. Eru þeir báðir kvæntir og á Pétur tvö börn.
Guðmundur hafði brennandi áhug á búskap, enda varð hann snemma sjálfstæður bóndi og stundaði búskap alla tíð síðan. Á sínum yngri árum vann hann ýmis störf meðfram búskapnum, í byggingar- og vegavinnu og vann mörg haust við sláturhúsið á Blönduósi. Hann hafði áhuga á félagsmálum í sinni sveit, átti lengi sæti í hreppsnefnd Bólstaðarhlíðarhrepps og söng með Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps um árabil. Hann starfaði í Veiðifélagi Blöndu og Svartár enda var veiðiskapur ýmiskonar honum mikið áhugamál. Ungur byrjaði hann að stunda grenjavinnslu með föður sínum. Hann var mikill náttúruunnandi og útivistarmaður. Eyvindarstaðaheiðin og sveitin hans voru honum einkar hjartfólgnar, enda var hann baráttumaður fyrir verndun landsins. Hann var mikill dýravinur og báru störf hans þess vott alla tíð.
Útför hans fer fram frá Bergstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Guðmundur Sigurgeirsson (1967)
Guðmundur Jóhann Sigurgeirsson 6. ágúst 1967 Kópavogi
Guðmundur Sigurjónsson (1928-2011) Reykjavík
Guðmundur Sigurjónsson 10. des. 1928 - 18. jan. 2011. Var á Laugavegi 42, Reykjavík 1930. Sjómaður og síðar verkstjóri í Reykjavík. Reykjaskóla 1945-1946.
Guðmundur Sigurjónsson (1933) Rútsstöðum
Guðmundur Ólafs Sigurjónsson 24. febrúar 1933 Var á Rútsstöðum, Svínavatnshr., A-Hún. 1957. Húnavöllum, Rútsstöðum
Guðmundur Sigursteinsson (1957-1976) Blönduósi
Guðmundur Elías Sigursteinsson 18. nóvember 1957 - 2. mars 1976 Sjómaður, síðast bús. á Blönduósi. Drukknaði er vélskipið Hafrún ÁR-28 fórst 3-4 mílur suður af Hópsnesi í Grindavík með allri áhöfn á leið til veiða aðfaranótt 2. marz 1976.
Á Hafrúnu voru átta manns. [ATHS. Nafn hans er víðast í fréttum sagt vera Guðmundur S. Sigursteinsson]
Guðmundur Sigvaldason (1854-1912) Vindhæli
Guðmundur Sigvaldason 25. ágúst 1854 [1.9.1854] - 14. október 1912 Húsbóndi í Neðri-Lækjardal, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1880. Fjarverandi. Bóndi á Vindhæli, Vindhælishr., A-Hún. Bóndi í Vindhæli, Spákonufellssókn, Hún. 1901.
Guðmundur Snorrason (1843-1914) Gröf
Guðmundur Snorrason 1. apríl 1843 - 30. desember 1914 Var á Klömbrum í Breiðabólsstaðarsókn, Hún., 1845. Hjú í Gröf, Þingeyrasókn, Hún. 1901.
Guðmundur St Ragnarsson (1969) Blönduósi
Guðmundur St. Ragnarsson 1. maí 1969 lögmaður, fasteignasali Reykjavík
Guðmundur Stefánsson (1948) Túni
Guðmundur Stefánsson 19. des. 1948, bóndi Hraungerði Hraungerðishreppi.
Guðmundur Steindórsson 12. ágúst 1947. Svíþjóð
Guðmundur Steinsson (1872-1956) Hnjúkum
Guðmundur Steinsson 12. september 1872 - 12. júní 1956 Sjómaður á Blönduósi 1930. Verkamaður í Bolungarvík. Hnjúkum 1920-1933
Guðmundur Svavarsson (1965) Öxl
Guðmundur Jakob Svavarsson 1. maí 1965 bóndi Öxl og frkvstjóri Blönduósi.
Guðmundur Sveinbjarnarson (1900-1977) Akranesi og Kópavogi
Guðmundur Sveinbjarnarson f. 1. apríl 1900 - 12. júlí 1977. Vinnumaður í Geirshlíðarkoti, (Giljahlíð) í Flókadal í Borgarfirði. Ráðsmaður á bæjum í Vatnsdal. Sjómaður á Akranesi, var síðar lengi starfsmaður Olíuverslunar Íslands. Síðast bús. í Kópavogi
Guðmundur Sveinsson (1867-1950) Eiríksstöðum
Guðmundur Sveinsson 2. september 1867 [4.9.1867] - 22. mars 1950 Vinnumaður Stóru Giljá 1890, og Eiríksstöðum.
Guðmundur Sveinsson (1868-1945) Enniskoti
Guðmundur Sveinsson 4. september 1868 - 15. júlí 1945 Lausamaður í Enniskoti í Víðidal 1901. Daglaunamaður í Vestmannaeyjum 1930. Flutti til Vesturheims frá Kóngsgarði, bróðir Sigurbjörns rithöfundar. Ólst upp í Enniskoti. Leysingjastöðum 1910
Guðmundur Sveinsson (1965) Blönduósi
Guðmundur Þór Sveinsson 17. apríl 1965 hestamaður Blönduósi, starfsmaður Vilkó. Bóndi Brandsstöðum
Guðmundur Theodórs (1880-1972) Stórholti, Saurbæ, Dal
Guðmundur Friðriksson Theodórs 11. desember 1880 - 20. ágúst 1972 Var á Efri-Brunná, Hvolssókn, Dal. 1890. Bóndi og hreppstjóri í Stórholti, Saurbæ, Dal. Sýslunefndarmaður.
Guðmundur Theodórsson (1931-2020) Blönduósi
Mjólkurfræðingur á Blönduósi. Var í Húsi Guðmundar Theodórssonar, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Bæjarstjórnarmaður og gengdi margvíslegum félags- og trúnaðarstörfum.
Guðmundur var jarðsunginn frá Blönduóskirkju 7. mars 2020, og hófst athöfnin klukkan 14.
Guðmundur Þorbjörn Sigurgeirsson (1894-1977) frá Fallandastöðum. Siðast á Drangsnesi
Guðmundur Þorbjörn Sigurgeirsson 28.10.1894 - 6.8.1977. Oddsstöðum Staðarsókn 1901, Litla Ósi 1910. Katadal, Þverárhreppi, V-Hún. 1920, Ásbjarnarstöðum 1926. Bóndi á Hvammstanga 1930. Síðast bús. í Kaldrananeshreppi.
Guðmundur Þorbjörnsson (1943) frá Kornsá
Guðmundur Karl Þorbjörnsson 21. október 1943 Var á Kornsá, Áshr., A-Hún. 1957. Hveragerði.
Guðmundur Þórðarson (1857-1912) Vesturheimi
Guðmundur Jón Þórðarson 24. október 1857 - 9. mars 1912 Var á Efri-Torfustöðum, Staðarbakkasókn, Hún. 1860. Fór til Vesturheims 1887 sennilega frá Ytri Reykjum, Torfastaðahreppi, Hún.
Guðmundur Þorkelsson (1846-1919) Miðgili
Guðmundur Þorkelsson 4. maí 1846 - 27. desember 1919 Bóndi á Miðgili, Engihlíðarhr. og víðar í A-Hún. Talinn bóndi í Barkarstaðagerði í Svartárdal, A-Hún. 1879. Húsbóndi, bóndi á Torfastöðum, Bergsstaðasókn, Hún. 1880. Húsbóndi á Refsstöðum, Holtastaðasókn, Hún. 1890.
Guðmundur Þorsteinsson (1847-1931) Holti í Svínadal
Guðmundur Þorsteinsson 18. febrúar 1847 - 11. febrúar 1931 Bóndi á Rútsstöðum og síðar í Holti í Svínadal, Svínavatnshr., A-Hún. Bóndi í Holti, Auðkúlusókn, Hún. 1890.
Guðmundur Þorsteinsson (1879-1924) Héraðslæknir
Guðmundur Þorsteinsson 14. ágúst 1879 - 8. mars 1924 Var í Þorsteinshúsi í Reykjavik 1880. Héraðslæknir á Sauðárkróki 1910-11, á Þórshöfn 1911-15 og á Bakkagerði í Borgarfirði eystra 1915-24.
„Lá örendur í rúminu í morgun er fólk vaknaði til fótaferðar, hafði því orðið bráðkvaddur í svefninum. Vanheill hafði hann verið í mörg ár, og þó sérstaklega í vetur. Lá hann lengi í lungnahimnubólgu fyrri hluta vetrar, og fylgdi tæplega fötum oft síðan. Guðmundur sál. var fæddur 14. ág. 1879 og því rúml. 44 ára gamall, og verið starfandi læknir í 15 ár. Að öðru leyti verður hans nánar minnst í næsta blaði. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4990042
Guðmundur Þorsteinsson (1910-2000) Grund
Guðmundur Þorsteinsson fæddist að Grund í Svínadal, Austur-Húnavatnssýslu, 11. október 1910. Hann lést á Sjúkrahúsi Blönduóss 6. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Þorsteinn Þorsteinsson, f. 4.12. 1842, d. 1.8. 1921 og Ragnhildur Sveinsdóttir, f. 27.7. 1871, d. 24.2. 1951, bændur á Grund. Alsystkini Guðmundar voru: Ingríður, starfsmaður á Landspítalanum, f. 4.10. 1902, d. 29.10. 1990, unnusti hennar var Þorsteinn Sölvason, hann dó úr lömunarveiki 1942; Steinunn, f. 15.8. 1905, d. 5.10. 1993, verkakona í Alþýðubrauðgerðinni og Rúgbrauðsgerðinni, hennar dóttir Ásta Sigfúsdóttir; Þóra, talsímavörður í Reykjavík, f. 19.9. 1908, d. 16.8. 2000 og Þórður, f. 27.6. 1913, d. 8.8. 2000, bóndi á Grund, kona Guðrún Jakobsdóttir. Þeirra börn eru Lárus, Valdís, Ragnhildur og Þorsteinn Trausti. Hálfsystkini Guðmundar samfeðra voru stúlka, f. 9.7. 1867, d. 9.7. 1867; Oddný, húsfrú í Reykjavík, f. 31.8. 1868, d. 24.11. 1934; Ingiríður, ógift, f. 3.2. 1871, d. 11. júní 1894; Þorsteinn, bóndi á Geithömrum, f. 12.3. 1873, d. 27.1. 1944; Jakobína, húsfrú í Hnausum, f. 3.5. 1876, d. 3.5. 1948; Jóhanna, kennslukona í Reykjavík, f. 29.5. 1879, d. 13.7. 1957 og Sigurbjörg, húsfrú í Hnausum, f. 29.5. 1879, d. 4.11. 1948. Þeirra móðir var Guðbjörg Sigurðardóttir.
Hinn 1. apríl 1944 gekk Guðmundur að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Guðrúnu Sigurjónsdóttur frá Rútsstöðum í Svínadal, f. 16. júlí 1922. Foreldar Guðrúnar voru Sigurjón Oddsson, bóndi að Rútsstöðum og Guðrún Jóhannsdóttir húsfrú. Guðrún og Guðmundur eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) drengur, f. 12. júní 1944, d. 12. júní 1944. 2) Valgerður, f. 18. desember 1945. 3) Sigrún, f. 18. september 1947, maki Finnur Eiríksson, þau skildu, þeirra börn eru a) Guðrún Birna, f. 1970, maki Snorri Sturluson, f. 1969, dóttir þeirra er Sif, f. 1996, b) Þórir, f. 1972, maki hans er Jóhanna Kristín, f. 1970, þeirra barn er Arndís Þóra, f. 1998. c)Una Eydís, f. 1975 og d)Ragnhildur Lára, f. 1981. Núverandi maki Sigrúnar er Einar Sigurðsson, f. 8. júlí 1944. 4) Þorsteinn, f. 27. nóvember 1952, maki hans er Sigrún Jónsdóttir, f. 21. nóvember 1958, sonur þeirra er Máni Sveinn, f. 1998. 5) Sveinn Helgi, f. 17. janúar 1956, búsettur í Noregi, kvæntur Karin Roland, f. 25. mars 1960. Þeirra börn eru a) Silja, f. 1983. b) Guðrún, f. 1985. c) Ingunn Valdís, f.1989. d)Gunnar Arvid, f. 1992.
Guðmundur var bóndi á Grund í Svínadal ásamt Þórði, bróður sínum, en síðan skiptu þeir jörðinni á milli sín og Guðmundur reisti nýbýlið Syðri-Grund og þar bjó hann alla sína búskapartíð. Frá árinu 1994 bjó hann á Hnitbjörgum á Blönduósi.
Útför Guðmundar fer fram frá Blönduósskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Blönduósskirkjugarði.
Guðmundur Þorsteinsson (1930) Dómprófastur
Guðmundur Ólafs Þorsteinsson 23. desember 1930 Dómprófastur.
Guðmundur Tómasson (1870-1909) Ljótshólum
Guðmundur Tómasson 22. nóvember 1870 - 13. mars 1909 Bóndi á Ljótshólum, Auðkúlusókn, Hún. 1901, bl.
Guðmundur Traustason (1947-1986) Sauðárkróki
Guðmundur Traustason 14. okt. 1947 - 30. ágúst 1986. Síðast bús. á Sauðárkróki.
Guðmundur Tryggvason (1908-2005) Kollafirði
Guðmundur Tryggvason fæddist á Klömbrum í Vestur-Húnavatnssýslu 1. september 1908.
Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 3. febrúar 2005 og var útför hans gerð frá Grafarvogskirkju 14. febrúar.
Guðmundur Tryggvason lést 3. febrúar sl., á tíræðisaldri. Á barnsaldri átti sá sem þetta ritar Guðmund að læriföður og hefur það sem hann kenndi reynst ómetanlegt vegarnesti.
Guðmundur var kenndur við Kollafjörð enda var hann bóndi þar um skeið. Hann var Húnvetningur, fæddur 1. september 1908 á Klömbrum í Vesturhópi, og þaðan í föðurkyn en Austur-Skaftfellingur í móðurætt. Guðmundur gekk á Samvinnuskólann og hlaut framhaldsmenntun í Þýskalandi. Á yngri árum starfaði hann m.a. við verslunar- og félagsmálastörf. Hann var lengi endurskoðandi Búnaðarbankans.
Guðmundur kvæntist 20. febrúar 1937 Helgu Kolbeinsdóttur frá Kollafirði. Hún lést árið 1985. Þau Helga eignuðust fimm börn sem öll eru á lífi, dæturnar Guðrúnu, Steinunni og Kristínu og synina Björn Tryggva og Kolbein. Afkomendahópurinn er orðinn fjölmennur. Árið 1948 tóku þau Helga og Guðmundur við búi í Kollafirði og bjuggu þar til 1961. Guðmundur var stórhuga og sá fyrir sér nýjungar og tilraunir. Sumt tókst og annað ekki, og það skiptust á skin og skúrir. Eftir að þau brugðu búi starfaði Guðmundur sem skrifstofustjóri fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík.
Guðmundur Tryggvason (1918-2009) Finnstungu
Guðmundur Tryggvason var fæddur 29. apríl 1918 í Finnstungu, Blöndudal í Austur-Húnavatnssýslu. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks 9.11. 2009. Guðmundur bjó lengst af í Finnstungu og stundaði þar búskap og smíðar. Hann bjó í Húnaveri frá 1976-1983 þar sem hann var húsvörður samhliða búskap. Á þessum árum fór hann að huga að skógrækt við Sölvatungu, sem er partur úr landi Finnstungu. Þar byggði hann sér hús og bjó þar frá árinu 1984. Á efri árum átti skógrækt, útskurður og rennismíði hug hans allan. Guðmundur var virkur í félagslífi sveitarinnar. Hann starfaði fyrir Búnaðarfélag Bólstaðarhlíðarhrepps og Veiðifélag Blöndu og Svartár auk þess sem hann var frá unga aldri í Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps. Útför Guðmundar Tryggvasonar verður frá Blönduóskirkju laugardaginn 21. nóvember og hefst kl. 13.30. Guðmundur verður jarðsettur í Bergsstaðakirkjugarði.
Guðmundur Unnþór Stefánsson (1948)
Guðmundur Unnþór Stefánsson 6. júní 1948.
Guðmundur Valdimar Elíasson (1894-1977) vélstjóri Hafnarfirði
Vélstjóri í Hafnarfirði 1930. Vélstjóri í Hafnarfirði. Síðast bús. í Hafnarfirði.
Guðmundur Valtýsson (1951) Eiríksstöðum
Guðmundur Valtýsson 1. ágúst 1951 Var í Bröttuhlíð, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Eiríksstöðum frá 1970.
Guðmundur Vigfússon (1810-1870) Melstað
Guðmundur Vigfússon 22. desember 1810 - 18. október 1870 Prestur á Stóranúpi í Gnúpverjahreppi 1837-1846. Prestur á Stóranúpi, Stórunúpssókn, Árn. 1845. Prestur á Borg á Mýrum 1846-1859 og síðast á Melstað í Miðfirði frá 1859 til dauðadags. „Mikill atorkumaður, höfðingi, vel efnaður... Snilldarskrifari“, segir í Borgfirzkum.
Guðni A. Jónsson (1890-1983) úr- og gullsmiður
Guðni A. Jónsson 25. september 1890 - 5. desember 1983 Bókbindari, úr- og gullsmiður í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík. Millinafnið A stendur fyrir Önnu móður hans:
Guðni Ágústsson (1949) frá Brúnastöðum
Guðni Ágústsson 9. apríl 1949, Alþingismaður, ráðherra og formaður Framsóknar flokksins; Selfossi og Reykjavík.
Guðni Karlsson (1920-2008) Þorlákshöfn
Guðni Karlsson fæddist á Gunnfríðarstöðum í Svínavatnshreppi 9. maí 1920. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 21. mars síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Karls Jónssonar, bónda frá Gunnfríðarstöðum, og Guðrúnar Sigurðardóttur frá Hamri í Svínavatnshreppi. Guðni var þriðji yngsti af 10 systkina hópi en hin voru: Halldóra, f. 15. okt. 1906, látin, Anna, f. 23. febr. 1908, búsett á Blönduósi, Katrín, f. 6. ágúst 1909, látin, Jón, f. 18. ágúst 1912, látinn, Herdís Gróa, f. 23. júlí 1915, látin, Björn, f. 23. mars 1917, látinn, Ingibjörg, f. 16. apríl 1919, búsett á Blönduósi, Jón Pálmi, f. 9. jan. 1922, látinn, Júlíus, f. 20. okt. 1923, látinn.
Guðni kvæntist 28. des. 1948 Helgu Þorsteinsdóttur frá Langholti í Hraungerðishreppi, f. 3. nóv. 1917, d. 10. febr. 1994. Þau eignuðust 4 börn, þau eru: 1) Guðrún, f. 16. sept. 1948, gift Jóni Dagbjartssyni, f. 27. júlí 1941, synir þeirra eru a) Guðni, f. 29. júlí 1968, kvæntur Hafrúnu Ástu Grétarsdóttir, börn þeirra: Ingvi Már og Guðrún Petra, og b) Dagbjartur, f. 13. mars 1973. 2) Helga, f. 4. maí 1951, gift Páli Bergssyni, f. 4. júlí 1945, d. 1. maí 1992, synir þeirra eru a) Karl, f. 8. ágúst 1972, sambýliskona Ásrún Björgvinsdóttir; börn Karls eru Aron Páll og Sigrún Þóra og börn Ásrúnar eru Selma og Íris. b) Sveinn, f. 24. mars 1978, sambýliskona Theodóra Friðbjörnsdóttir, dóttir þeirra Birgitta. Sambýlismaður Helgu er Sæmundur Gunnarsson, f. 6. mars 1947. 3) Þorsteinn, f. 21. maí 1953, kvæntur Lovísu Rúnu Sigurðardóttur, f. 20. des. 1955, börn þeirra eru a) Sigurður, f. 1. okt. 1975, kvæntur Helgu Helgadóttur, synir þeirra eru Þorsteinn Helgi og Þorkell Hugi. b) Helga Rúna, f. 27. okt. 1982, sambýlismaður Bjarni Gunnarsson. 4) Katrín, f. 17. maí 1959, gift Sigurði Magnússyni, f. 9. nóv. 1955. Dóttir Katrínar er Drífa Heimisdóttir, f. 6. sept. 1974, gift Herði Sigurjónssyni; dóttir Drífu er Þórdís Anna, dóttir Harðar er Hafrún. Börn Drífu og Harðar: Sigurjón Daði og Andrea Katrín. Börn Katrínar og Sigurðar eru a) Magnús, f. 14. feb. 1982, sambýliskona Gerður Skúladóttir, sonur þeirra Sigurður Darri, b) Anna Linda, f. 26. apríl 1988, og c) Eyþór Almar, f. 28. febr. 1989.
Guðni ólst upp í Austur-Húnavatnssýslu og vann við hefðbundin sveitastörf. Guðni og Helga stofnuði heimili á Selfossi og fluttu síðan í Þingborg í Hraungerðishreppi og þaðan í Þorleifskot í sömu sveit en lengst af bjuggu þau í Þorlákshöfn. Þangað fluttu þau 1957 þegar Þorlákshöfn var að byggjast upp og myndast þar þéttbýliskjarni. Guðni fór í vélstjóranám á fyrstu árum sínum í Þorlákshöfn og var síðan á sjó sem vélstjóri á bátum þar, en vann síðan við ýmis störf í landi þegar hann hætti sjómennskunni og endaði sinn starfsferil hjá Olíufélaginu Esso sem afgreiðslumaður.
Guðni hafði mikið dálæti á hestum og var einn af frumkvöðlum og stofnendum hestamannafélagsins Háfeta í Þorlákshöfn og fyrsti formaður þess félags. Hann var einnig einn af stofnendum Félags eldri borgara í Þorlákshöfn og fyrsti formaður þess.
Útför Guðna fer fram frá Þorlákskirkju í Þorlákshöfn í dag og hefst athöfnin klukkan 14.