Showing 10352 results

Authority record

Gorm Erik Hjort (1917-2003)

  • HAH01249
  • Person
  • 11.9.1917 - 16.11.2006

Gorm Erik Hjort fæddist í Stövring í Danmörku 11. september 1917. Hann lést í Árósum 16. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Arne Hjort læknir og kona hans Erna Claudía María Hjort.
Gorm Erik giftist 24. júlí 1949 Salóme (Lóu) Gísladóttur húsmæðrakennara og skólaárið 1947 til 1948 skólastýru Kvennaskólans á Blönduósi, f. 29. okt. 1913 í Þórormstungu í Vatnsdal. Hún andaðist 21. ágúst 1990. Heimili þeirra hjóna var á Alphavej 21 í Árósum í Danmörku og þar heima andaðist Gorm Erik eftir skamma sjúkdómslegu þar í borg.

Í samræmi við lærdóm sinn og próf frá Danmarks Tekniske Höjskole árið 1943 varð ævistarf Gorm Eriks hjá ýmsum fyrirtækjum í Danmörku er nutu sérhæfni hans, m.a. Landbohöjskolen í Frederiksberg og frá árinu 1949 til starfsloka 1982 hjá Aarhus Oliefabrik A/S. Börn þeirra hjóna eru: 1) Níels Arne Hjort, f. 9. maí 1949 í Árósum. Hann veiktist í frumbernsku af heilahimnubólgu er stöðvaði andlegan þroska hans og mótaði líf hans upp frá því og fjölskyldunnar allrar. Hann lifði móður sína en dó fyrir nokkrum árum. 2) Katrín Erna Hjort, f. 21. júlí 1951 í Árósum, sál- og viðskiptafræðingur m.m. Hún hefir starfað við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn og Kaupmannahafnarháskóla. Sambýlismaður hennar er Ole Bundgaard, tónsmiður og rithöfundur, f. 11. sept 1947 í Österild í Danmörku og eru synir þeirra Andreas Hjort Bundgaard, f. 18. des. 1987, og Jacob Hjort Bundgaard, f. 23. okt. 1994. 3) Aase Hjort, f. 14. júní 1955 í Árósum, kennari í Kaupmannahöfn. Eiginmaður Aase er Lars Níelsen, f. 21. sept. 1953 í Nordborg á Suður-Jótlandi, lögfræðingur. 4) Anna Hjort, f. 14. júní 1955 í Árósum, hjúkrunarfræðingur í Árósum. Eiginmaður Önnu er Steen Andersen, f. 26. júní 1952 í Esbjerg í Danmörku, lærður bakari og sjúkraliði. Synir þeirra eru Rune Hjort, f. 16. sept. 1986, og Theis Hjort, f. 13. ágúst 1991.

Útför Gorm Eriks var gerð frá Fredens Kirken í Árósum laugardaginn 22. nóvember.

GPJ

Grænahlíð í Torfalækjarhreppi

  • HAH00551
  • Corporate body
  • 1948 -

Nýbýli stofnað 1948 úr hálfu Smyrlabergslandi. Bærinn stendur skammt vestan Svínvetningabrautar suðaustan í Smyrlabergsbungunni. Túninu hallar að þjóðveginum. Landið nær frá Laxárvatni austur að Blöndu. Við Blöndu eru grónar valllendiseyrar, svo tekur við votlendisræma, þá brekkurnar, hólarnir og loks mýrar meðfram þjóðveginum, nú framræstar og að hluta ræktað tún. Beitilandi óskipt við Smyrlaberg. Íbúðarhús byggt 1948, 342 m3. Fjós fyrir 10 gripi. Fjárhús yfir 200 fjár. Hesthús yfir 12 hross. Hlöður 528 m3. Geymsla 187 m2. Tún 25 ha. Veiðiréttur í Laxá á Ásum og Laxárvatni.

Grænamýri 1921

  • HAH00652
  • Corporate body
  • 1921 -

Hús þetta var í fyrstu geymsluskúr er tilheyrði Vegamótum, enda stóð það á lóð þess húss. Sumarið 1921 er húsi þessu breytt í íbúðarhús.

Grenjaðarstaðakirkja í Kinn

  • HAH00855
  • Corporate body
  • 1865

Heimildir eru fyrir því að prestur var að Grenjaðarstað árið 1106 og hefur verið þar síðan. Kirkjan var lénskirkja þar til að með biskupsbréfi dags. 28. ágúst 1896 að hún er afhent söfnuðinum til eignar og varðveislu. Núverandi kirkja var reist af sr. Magnúsi Jónssyni 1865 og á aldarafmæli hennar 1965 var hún endurbætt og stækkuð. Bætt var við hana kór og forkirkju og reistur var turn á vesturstafni.

Grenjaðarstaður í Kinn

  • HAH00746
  • Corporate body
  • 1865 -

Grenjaðarstaður var landnámsjörð samkvæmt því er segir í Landnámu, og bjó þar landnámsmaðurinn Grenjaður Hrappsson. Grenjaðarstaður var höfðingjasetur til forna og þar bjó meðal annars Kolbeinn Sighvatsson, sonur Sighvats Sturlusonar. Hann féll í bardaganm á Örlygsstöðum 1238 en var jarðsettur á Grenjaðarstað.

Grenjaðarstaður var eitt af bestu brauðum landsins. Var staðurinn lagður til jafns við Odda, sem þótti besta brauð í Sunnlendingafjórðungi. Átti staðurinn fjölda jarða auk hjáleigna, reka, laxveiði og önnur ítök en heimaland var mikið og gagnsamt. Á meðal presta á Grenjaðarstað má nefna Þorkell Guðbjartsson (d. 1483), Jón Pálsson Maríuskáld (d. 1471) og Sigurð Jónsson (d. 1595), son Jóns biskups Arasonar, sem gerði skrá um eignir biskupsstólsins á Hólum og eignir kirkna á Norðurlandi. Þá má nefna Gísla Magnússon (1712-1779), síðar biskup á Hólum, sem lét byggja kirkjuna þar.

Árið 1931 var Grenjaðarstað skipt í 5 býli og er prestssetrið nú aðeins fimmtungur jarðarinnar.

Greta Björg Arelíusdóttir (1935-2013) Blönduósi

  • HAH01250
  • Person
  • 11.2.1935 - 24.4.2013

Greta Björg Arelíusdóttir fæddist í Grindavík 11. febrúar 1935. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 24. apríl 2013. Foreldrar hennar voru Arelíus Sveinsson bifreiðarstjóri og Fanney Bjarnadóttir húsmóðir.
Greta Björg var elst þriggja systra, en eftirlifandi eru Ardís Ólöf og Ruth Jóhanna.

Greta Björg giftist 22. maí 1953 Zophoníasi Zophoníassyni framkvæmdastjóra, f. 24. febrúar 1931, d. 21. apríl 2002, dætur þeirra eru: 1) Fanney, f. 15. mars 1953, gift Matthíasi L. Sigursteinssyni, þeirra börn eru Greta, f. 1968, Brigitta, f. 1971 og Guðmundur Freyr, f. 1980. 2) Sigrún, f. 12. febrúar 1957, gift Lárusi B. Jónssyni, þeirra börn eru Zophonías Ari, f. 1975, Eysteinn Pétur, f. 1978, Kristín Ingibjörg, f. 1980, Greta Björg, f. 1981 og Grímur Rúnar, f. 1992. 3) Sólveig, f. 5. júní 1965, gift Guðmundi Engilbertssyni, þeirra synir eru Þeyr, f. 1983, Kolbeinn Ali, f. 1988, Zophonías Tumi, f. 2001. Langömmubörnin eru 21 talsins.

Greta Björg ólst upp í Grindavík og Reykjavík. Hún var við nám í Kvennaskólanum á Blönduósi veturinn 1951-1952. Auk hefðbundinna húsmóðurstarfa vann hún á saumastofu Pólarprjóns hf. Stofnaði síðan saumastofuna Evu ásamt manni sínum. Seinni árin rak hún litla saumastofu á heimili sínu að Húnabraut 8. Greta Björg starfaði í Kvenfélaginu Vöku í mörg ár.

Útför Gretu Bjargar fer fram frá Blönduóskirkju í dag, 4. maí 2013, kl. 14.

Grétar Árnason (1947-2001) Birkihlíð í Víðidal

  • HAH02230
  • Person
  • 22.11.1947 - 8.4.2001

Grétar Ástvald Árnason fæddist í Reykjavík 22. nóvember 1947. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 8. apríl 2001.
Grétar ólst upp á Lækjamóti í Víðidal. Grétar og Sesselja hófu búskap þar og síðan í Enniskoti þar til þau keyptu Birkihlíð í Víðidal og hafa búið þar síðan. Hann starfaði mestallan sinn starfsaldur hjá Búnaðarsambandi Vestur-Húnavatnssýslu sem frjótæknir. Auk þess vann hann við veiðar, veiðivörslu og leiðbeindi laxveiðimönnum.
Útför Grétars fór fram frá Víðidalstungukirkju laugardaginn 14. apríl 2001 og hófst athöfnin klukkan 14.

Gretar Grímsson (1940-2003)

  • HAH03803
  • Person
  • 20.6.1940 - 19.9.2003

Gretar Bíldsfells Grímsson 20. júní 1940 - 19. september 2003 Verktaki á Syðri-Reykjum í Biskupstungum 1963-72, síðan bóndi þar, 1972-85 með blandaðan búskap en síðan alfarið í garðyrkju. Síðast bús. í Biskupstungnahreppi. Einkabarn foreldra sinna.

Grétar Guðmundsson (1948) Kópavogi

  • HAH03798
  • Person
  • 4.7.1948 -

Grétar Finndal Guðmundsson 4. júlí 1948. Var í Finnstungu, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957.

Grétar Haraldsson (1945)

  • HAH03799
  • Person
  • 4.7.1945 -

Grétar Jón Haraldsson 4. júlí 1945 Var á Iðavöllum, Höfðahr., A-Hún. 1957. Stýrimaður Skagaströnd og Kópavogi.

Grétar Sveinbergsson (1938-1992) Skuld

  • HAH03802
  • Person
  • 13.10.1938 - 2.10.1992

Grétar Sveinbergsson 13. október 1938 - bráðkvaddur 2. október 1992 Var í Skuld, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Bifreiðarstjóri, síðast bús. í Blönduóshreppi.

Grettir Ásmundsson (1913-1972) frá Ásbúðum

  • HAH03789
  • Person
  • 18.2.1913 - 10.4.1972

Grettir Ásmundsson 18. febrúar 1913 - 10. apríl 1972 Var í Ásbúðum, Ketusókn, A-Hún. 1930. Vélstjóri í Reykjavík. Síðast bús. þar. Kjörsonur: Gunnar Grettisson, f. 28.4.1947.

Grettir Björnsson (1931-2005) harmonikuleikari

  • HAH01251
  • Person
  • 2.5.1931 - 20.10.2005

Grettir Björnsson harmonikuleikari fæddist á Bjargi í Miðfirði 2. maí 1931. Hann lést á blóðlækningadeild Landspítala - háskólasjúkrahúsi 20. október síðastliðinn.
Grettir ólst upp hjá móður sinni, á Bjargi fyrstu 2 árin. Árið 1933 giftist Margrét Arinbirni Árnasyni, frá Neðri-Fitjum. Ári síðar flytjast þau til Hafnarfjarðar og síðar til Reykjavíkur. Hann fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Kanada árið 1952. Eftir níu ára búsetu þar fluttist hann heim til Íslands ásamt konu sinni og fjórum börnum. Grettir hefur m.a. verið kjörinn heiðursfélagi Félags harmónikuunnenda í Reykjavík. Grettir var húsamálari að mennt og vann við þá iðngrein alla tíð ásamt spilamennskunni.

Útför Grettis fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Grettishæð á Kili

  • HAH00979
  • Corporate body
  • 874 -

Grettishæð er nálægt miðjum Stórasandi. Er það móbergsdrangur, sem stendur upp úr sandinum. Segir sagan að þar hafi Grettir Ásmundarson setið og hugað að mannáferðum yfir sandinn og munu þær hafa verið meiri þá en nú.
í Grettissögu er frásögn um för Þorbjarnar önguls, er hann reið til þings og ætlaði að hafa höfuð Grettis með sér þangað. Halldór Önguls, hitti hann á leiðinni og réð honum frá þeirri fyrirætlan. „Þá voru þeir komnir á veg og ætluðu að ríða Sand suður. Öngull lét þá taka höfuð Grettis og grafa það í sandþúfu eina. Er það kölluð Grettisþúfa". Þannig segir höfundur Grettissögu frá. Hér getur tæplega verið átt við aðra leið en þá, sem nú heitir Skagfirðingavegur. Stórisandur var jafnan kallaður Sandur og ber það heiti enn hjá flestum, sem næstir honum búa. Grettisþúfunafnið er ekki lengur notað, en Grettishæð heitir alkunnur og mjög áberandi staður á Stórasandi fast við Skagfirðingaveg. Sést hún langt að úr öllum áttum.

Grettishellir í Kjalhrauni

  • HAH00352
  • Corporate body
  • (1950)

Kjalvegirnir voru tveir, annar lá um miðjan Kjöl og yfir Kjalhraun, en hinn um Þjófadali og suður með Fúlukvísl. Um síðustu aldamót var vegurinn yfir Mið-Kjöl leitaður uppi og varðaður fyrir atbeina danska höfuðsmannsíns Daniels Bruun. Hann varð þó aldrei fjölfarinn. Vestari leiðin var vörðuð sumarið 1920.

Kunn er harmsaga Reynistaðarbræðra og förunauta þeirra. Þeir urðu úti á Kjalvegi árið 1780. Beinhóll er kenndur við beinaleifar af sauðfé og hestum þeirra. Á hólnum er minnisvarði um þá. Látið beinaleifarnar liggja óhreyfðar. Grettishellir er 2 km sunnan Rjúpnafells, stór hraunhóll með mörgum vörðum. Í honum er hellir, opinn í báða enda, nefndur Grettishellir. Ekki er vitað, hvort Grettir var þar.
Förum frá hestarétt hjá Múla við Fúlukvísl í norðausturátt, austur fyrir Kjalfell, þaðan sem leiðin er vörðuð. Síðan með fellinu að austanverðu og áfram norður um Beinhól og Grettishelli og vestan við Rjúpnafell. Á veg 35 sunnan við Þúfunefsfell, með honum vestur að Hveravöllum.

Grettistak vestan undir Suðurmanna Sandfelli

  • HAH00275
  • Corporate body
  • (1900)

Grettistak vestan undir Suðurmanna Sandfelli norðanvert.

Grettistök heita stóreflisbjörg, sem sagt er, að Grettir sterki hafi lyft upp á smærri steina, sem þau hvíla á. Grettistak er á Þingmannaheiði og annað á Trékyllisheiði. Grettir lifði fram á 11. öld, og er til saga af honum, sem er allmjög þjóðsagnakennd. Hefur hún nýlega verið gefin út á Hólum. Steinatök þessi eru svo stór, að óhugsandi er, að nokkur maður hefði getað náð tökum á þeim til þess að hreyfa þau, enda þótt hann hefði haft næga krafta til þess. En í fornöld, þegar landið var miklu fólksfleira en nú og menn riðu í hópum um fjallvegu þessa, þá er trúlegt, að margir menn í sameiningu hafi lyft þessum björgum, en það gátu þeir auðveldlega, ef þeir hafa haft með sér reipi. En líklega hafa þeir skemmt sér við tilhugsunina um það, að seinni tíma menn héldu, að forfeður þeirra hafi verið svo miklu sterkari og stærri en þeir, og þekkjast þess dæmi frá öðrum stöðum. Á Grettistakið á Þingmannaheiði er krotaður rúnastafur, sem sagt er, að sé nafn Grettis, en þetta er einungis 100 ára gamalt fangamark og því enginn eiginlegur rúnastafur.

Frá Álkuskála til Arnarvatns.
Álkuskáli er kenndur við Álftaskálará á Haukagilsheiði. Dæmigerð reiðleið um opnar og víðfeðmar heiðar Húnavatnssýslna. Að miklu leyti er landið gróið á þessari leið norðan Fellaskála. Mestur hluti hennar er á jeppaslóð, sem liggur úr Víðidal upp á Víðidalstunguheiði. Síðari hluti leiðarinnar, þegar komið er suður fyrir Fellaskála, er í vesturjaðri Stórasands. Þar lá hinn forni Skagfirðingavegur úr Borgarfirði eftir að ferðir lögðust að mestu af um Kjöl. Stórisandur er lítt gróið hæðaland, í 700-800 m hæð, í Húnaþingi norðan Langjökuls. Milli Arnarvatnsheiðar og Kjalvegar norðan Seyðisár. Þarna eru jökulsorfin og víða stórgrýtt grágrýtishraun, sem eru þó víða greiðfær. Borgfirðingar riðu þessa leið til Örlygsstaðabardaga 1238.
Förum frá Álkuskála í 560 metra hæð eftir reiðgötu til vesturs og suðvesturs að slóð norðan úr Víðidal. Fylgjum þeirri slóð til suðurs, í tæplega 600 metra hæð, vestur fyrir Litla-Sandfell og Suðurmanna-Sandfell. Komum að Fellaskála austan við Kolgrímsvötn. Fylgjum jeppaslóðinni áfram til suðurs vestan við Fossabrekkur, unz við komum hjá Grettishöfða að jeppaslóð yfir Stórasand. Förum þá slóð til vesturs að Skammá, sem rennur úr Réttarvatni í Arnarvatn. Förum yfir ána og síðan suður fyrir Arnarvatn og vestur fyrir það að Hnúabaksskála norðvestan við vatnið, í 540 metra hæð.

Suðurmannasandfell är ett berg i republiken Island. Det ligger i regionen Norðurland vestra, 130 km nordost om huvudstaden Reykjavík. Toppen på Suðurmannasandfell är 713 meter över havet, eller 107 meter över den omgivande terrängen. Bredden vid basen är 2,0 km.
Trakten runt Suðurmannasandfell är nära nog obefolkad, med mindre än två invånare per kvadratkilometer. Det finns inga samhällen i närheten. Trakten runt Suðurmannasandfell består i huvudsak av gräsmarker.

Grímstunga í Vatnsdal

  • HAH00044
  • Corporate body
  • (950)

Forn kirkjujörð og prestssetur til 1847. Bærinn stendur á sléttu hólbarði rétt sunnan Álku spöl neðan brekkna. Takmarkast jörðin af Vatnsdalsá að austan, en Álku að vestan. Beitarhús [Kvisthagi] móti Forsæludal. Þar hét Litlidalur áður. Fyrrum átt jörðin alla Grímstunguheiði suður á há Stórasand. Fjölfarinn reiðvegur lá yfir yfir heiðarnar niður hjá Grímstugu. Heimagrafreitur er efst í túni. Í túnjaðri var Grímstungukot, en sel við Selkvísl, er skilur heimaland og heiði. Skútabær við Álku á Skúteyrum. Grímstungusel var í Fremridal. Íbúðarhús byggt 1921, 754 m3. Fjós fyrir 11 gripi. Fjárhús yfir 255 fjár. Hlaða 450 m3. Votheysgryfjur 120 m3. Haughús 160 m3. Tún 29,3 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá og Álku.

Grímstunguheiði

  • HAH00017
  • Corporate body
  • (1950)

Þorgils skarði og Sturla Þórðarson sendu framvarðarsveit á undan sér um Grímstunguheiði, þegar þeir fóru að Ásgrími Þorsteinssyni í Hvammi í Vatnsdal árið 1255. “Þeir höfðu hestakost lítinn og fórst þeim seint; en þeir Bergur riðu ákaft norður eftir heiðinni og gátu tekið njósnarmenn Nikuláss hjá Grímstungumannaseljum; voru þeir þegar bundnir og barðir mjög.” Þessi heiði var á Sturlungaöld sjaldnar farin til Vatnsdals en Haukagilsheiði, sem er næst fyrir vestan hana. Báðar höfðu þann kost, að þær lágu ekki um byggðir, svo að minni líkur voru á, að njósn bærist þeim, sem riðið var að.
Förum frá Grímstungu beint suður Tunguna á Grímstunguheiði og suðsuðaustur um Hestás og Sílvatnsás. Síðan til suðurs vestan við Sílvatn og Austara-Gilsvatn og suður Illaflóa. Þar förum við austan við Þórarinsvatn og vestan við Svínavatn, síðan til suðsuðausturs austan við Gedduvatn og vestan við Galtarvatn að vegamótum. Þar er slóði um þrjá kílómetra austur í fjallakofann í Öldumóðu.

Nálægar leiðir: Stórisandur, Öldumóða, Forsæludalur.
Öldumóða: N65 10.928 W19 54.823.

Helstu vötnin á Grímstunguheiði eru Þórarinsvatn Svínavatn, Galtarvatn og Refkelsvatn. Úr Refkelsvatni rennur Refkelslækur. Góð bleikju veiði er í þessum vötnum og lækjunum sem renna í/úr þeim

Grímur Eiríksson (1916-1993) Ljótshólum í Svínadal

  • HAH01252
  • Person
  • 23.4.1916 - 22.5.1993

Grímur Eiríksson fæddist 23. apríl 1916 í Ljótshólum í Svínadal, Austur-Húnavatnssýslu.
Við andlát Eiríks bónda í Ljótshólum 1932 tóku bræðurnir Grímur og Jónmundur við búskapnum 16 og 18 ára gamlir ásamt Ingiríði móður sinni. Geta má nærri að þrautseigja, nægjusemi og dugnaður hefur í ríkum mæli einkennt þeirra fyrstu búskaparár svo að takast mætti að halda fjölskyldunni saman í miðri kreppunni. Grímur kvæntist 15. júní 1947 Ástríði Sigurjónsdóttur frá Rútsstöðum í Svínadal og stunduðu þau búskap í Ljótshólum.

Grímur Gíslason (1912-2007) Saurbæ

  • HAH01253
  • Person
  • 10.1.1912 - 31.3.2007

Grímur Gíslason fæddist í Þórormstungu í Vatnsdal hinn 10. janúar 1912.
Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi hinn 31. mars 2007.
Útför Gríms var gerð frá Blönduóskirkju10.4.2007 og hófst athöfnin klukkan 13.

Grímur Gíslason (1913-1979)

  • HAH03807
  • Person
  • 6.10.1913 - 8.8.1979

Grímur Gíslason 6. október 1913 - 8. ágúst 1979 Var á Smiðjustíg 12, Reykjavík 1930. Verslunarmaður í Reykjavík 1945. Framkvæmdastjóri í Reykjavík. Síðast bús. í Kópavogi.

Grímur Lárusson (1926-1995)

  • HAH01254
  • Person
  • 3.6.1926 - 23.10.1995

Grímur Heiðlund Lárusson fæddist á Blönduósi 3. júní 1926. Hann lést í Landspítalanum 23. október síðastliðinn. Útför Gríms fór fram frá Hallgrímskirkju 31. október.

Grímur Ögmundsson (1906-1991)

  • HAH01255
  • Person
  • 3.9.1906 - 1.7.1991

Ráðsmaður og bryti í Laugarvatnsskóla, Miðdalssókn, Árn. 1930. Síðast bús. í Biskupstungnahreppi. Grímur átti góða konu, Ingibjörgu Guðmundsdóttur frá Bíldsfelli, sem lést fyrir fáum árum. Þau eignuðust einn son, Grétar, sem nú býr á Syðri-Reykjum.

Grjótá á Kjalvegi

  • HAH00279
  • Corporate body
  • (1950)

Vegagerð ríkisins lét smíðabrú yfir Grjótá sumarið 1992 yfir Grjótá á Kjalvegi undir Bláfelli . Grjótá er að jafnaði vatnslítil en varð gjarnan örðugur farartálmi í vatnavöxtum vor og haust. Smíði 23 metra langrar brúar yfir ána hófst í lok júlí og lauk framkvæmdum á þriðjudaginn þegar lokið var tengingu vegar beggja vegna árinnar við brúna. Yfirsmiður við brúarsmíðina á Grjótá var Jón Valmundsson.

Fyrrum var Kjölur afréttur og eign Auðkúlu í Austur-Húnavatnssýslu en núna er hann afréttur Biskupstungna. Sundurdráttur fjár fór fram í Gránunesi, þegar svæðið tilheyrði Auðkúlu, en eftir að mæðiveikisgirðingin var sett upp norðan Hveravalla hefur slíkt verið óþarft. Önnur (Jón Eyþórsson) byggir á landslaginu í Kjalhrauni, sem lítur út eins og bátur á hvolfi séð sunnanfrá.Tvær kenningar eru uppi um tilurð nafns svæðisins, Kjölur. Hin (Guðmundur Kjartansson) gerir ráð fyrir að norska nafnið hafi verið yfirfært. Þetta örnefni er víða notað á landinu, þar sem eru vatnaskil, s.s. á Vestfjörðum. Kjalvegur er u.þ.b. 200 km langur á milli Gullfoss og Blöndudals. Eftir að Grjótá, Sandá og Seyðisá voru brúaðar er vegurinn orðinn fær öllum bílum á sumrin. SBA-Norðurleið hf. heldur uppi áætlunarferðum um Kjalveg á sumrin.

Grjótá í Vatnsdal

  • HAH00801
  • Corporate body
  • 874-

Gilá og Grjótá falla úr Vatnsdalsfjalli í Vatnsdalsá. Þær eru báðar vatnslitlar, einkum Grjótá, enda nær hún aðeins skammt upp fyrir fjallsbrúnina.

Gróa Bjarnadóttir (1878-1964) Reykjavík

  • HAH03811
  • Person
  • 14.8.1878 - 2.6.1964

Gróa Bjarnadóttir 14. ágúst 1878 - 2. júní 1964 Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Skothúsvegi 7, Reykjavík 1930. Móðursystir: Anna Bjarnadóttir.

Gróa Bjarnadóttir Blöndal (1854-1918)

  • HAH03812
  • Person
  • 6.3.1854 - 28.2.1918

Guðrún Gróa Bjarnadóttir Blöndal 6. mars 1854 - 28. febrúar 1918 Var á Stað, Staðarsókn, Strand. 1880. Húsfreyja í Steinnesi 1885. Húsfreyja á Breiðabólstað í Neðri Vatnsdal. Húsfreyja á Hvammi, Undirfellssókn, Hún. 1890. Húsmóðir á Brúsastöðum, Undirfellssókn, Hún. 1901.

Gróa Helgadóttir (1890-1947)

  • HAH03813
  • Person
  • 4.8.1890 - 19.3.1947

Gróa Helgadóttir Sæmundsson, Fædd 4. ágúst 1890 - 19.3.1947 í Victoria, B.C. Seattle, Wash.

Gróa Jónsdóttir (1875-1905) Strjúgsstöðum

  • HAH03814
  • Person
  • 16.1.1875 - 23.12.1905

Gróa Jónsdóttir 16. janúar 1875 - 23. desember 1905 Var í Hvammi, Bólstaðarhlíðarsókn, Hún. 1890. Var á Auðólfsstöðum, Holtastaðasókn, Hún. 1901. Húsfreyja á Oddeyri 1905.

Gróa Oddsdóttir (1898-1985) Þóroddsstöðum í Hrútafirði

  • HAH03818
  • Person
  • 2.9.1898- 29.12.1985

Gróa María Oddsdóttir 2. september 1898 - 29. desember 1985 Húsfreyja á Þóroddsstöðum og Þorvaldsstöðum, síðar í Reykjavík. Var í Teitsbæ, Stykkishólmssókn, Snæf. 1901. Húsfreyja á Þóroddsstöðum, Staðarsókn, V-Hún. 1930. Síðast bús. í Reykjavík.

Gróa Sigurðardóttir (1864)

  • HAH03819
  • Person
  • 12.4.1864 -

Gróa Sigurðardóttir 12.4.1864 Tökubarn í Syðratungukoti, Blöndudalshólasókn, Hún. 1870. Fór til Vesturheims 1873 frá Gautsdal, Bólstaðarhlíðarhreppi, Hún.

Grund / Syðri-Grund í Svínavatnshreppi

  • HAH00525
  • Corporate body
  • [1300]

Grund er ættarjörð, Þorteinn Helgason og Sigurbjörg Helgadóttir kona hans fluttu þangað 1846 við skiptin 1950 þegar nýbýlið Syðri-Grund var stofnað, hélt gamla jörðin efti flatlendinu norðan þjóðvegarins, allt norður að Svínavatni. Mikill hluti þess er ákjósanlegt ræktunarland. Gamlatúnið og og byggingarnar eru uppvið fjallsræturnar. Svínadalsfjallið er þarna hátt og bratt, en gott til beitar neðan til. Miðhlíðis er stallur eða skálar. Þar eru tvær tjarnir [Grundartjarnir] og í þeim talsverð silungaveiði. Úr norðari tjörninni fellur lækur niður hlíðina og við hann reist heimilisrafstöð fyrir grundarbæina 1953. Hún framleiðir enn rafmagn til húshitunnar. Íbúðarhús byggt 1937 og 1959, 485 m3. Fjós fyrir 16 gripi með mjólkurhúsi og og áburðargeymslu. Fjárhús yfir 240 fjár. Hesthús yfir 16 hross. Hlöður 2020 m3. Tún 23 ha. Veiðiréttur í Svínavatni, Grundartjörnum og Svínadalsá.

Syðri-Grund var skipt út úr Grund 1950. Nýbýlið hlaut land sunnan þjóðvegarins sem liggur þvert yfir dalinn. Þetta land er jafnlent mýrlendi, með góðum halla til uppþurrkunar. Auk þess er notagott beitiland í fjallinu. Íbúðarhús byggt 1950, 469 m3. Fjós fyrir 12 gripi með áburðargeymslu og mjólkurhúsi. Fjárhús yfir 200 fjár og önnur yfir 200 fjár. Gömul torfhús yfir 20 hross. Hlöður 800 m3. Tún 27 ha. Veiðiréttur í Svínavatni, Grundartjörnum og Svínadalsá..

Grund Blönduósi (1897-1930) /Klaufin

  • HAH00651
  • Corporate body
  • 1897 -

Bærinn byggður 1897. Fyrsta íbúðarhúsið, ásamt Litla-Enni sem reist var utan ár á Blönduósi. Bærinn var í daglegutali kallaður Klaufin, eftir Reiðmannaklauf, sem er upp af bænum. Voru íbúarrnir mjög ósáttir við nafngiftina.

Grundarás í Miðfirði 1964

  • Corporate body
  • 1964 -

Nýbýli byggt 1964 af Aðalbirni Benediktssyni (1925-2008) héraðsráðunautar og Guðrúnu Benediktsdóttur (1928-2015)

Grundarkirkja Eyjafirði 1904

  • HAH00223
  • Corporate body
  • 1904-

Grundarkirkja 1904 er í Laugalandsprestakalli í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Grund er bær og kirkjustaður frá fornu fari í Hrafnagilshreppi. Þar voru katólskar kirkjur helgaðar heilögum Lárentíusi. Grund tilheyrði Grundarþingum fyrrum. Magnús Sigurðsson, bóndi á Grund, byggði núverandi kirkju árið 1904-05 fyrir eigið fé. Grundarkirkja er með veglegri kirkjum landsins og sú langstærsta sem einstaklingur hefur byggt.

Yfirsmiður var Ásmundur Bjarnason frá Eskifirði. Glerið í gluggana skar Magnús sjálfur. Málari var norskur Muller að nafni. Nokkrir merkir munir sem áður tilheyrðu kirkjunni eru nú varðveittir í Þjóðminjasafni svo sem kaleikur frá 15. öld svo og kirkjustóll úr tíð Þórunnar Jónsdóttur Arasonar. Kirkjan er bændakirkja.

Guðberg Stefánsson (1909-1991) Rjúpnafelli Skagströnd

  • HAH03822
  • Person
  • 27.7.1909 - 15.9.1991

Guðberg Stefánsson, Skagaströnd fœddur 27. júlí 1909 að Mörk á Laxárdal, dáinn 15. september 1991 á Héraðshælinu á Blönduósi. Ókvæntur barnlaus. Var í Rjúpnafelli, Höfðahr., A-Hún. 1957. Verkamaður í Höfðahreppi.

Guðbergur Magnússon (1946-)

  • HAH10046
  • Person
  • 1946-

Guðbergur Magnússon f. 3.janúar 1946 bróðursonur Hermanns Þórarinssonar föður Sigurlaugar Hermannsdóttur Brekkubyggð 17 540 Blönduósi.

Guðbjartur Guðjónsson (1904-1992)

  • HAH01257a
  • Person
  • 2.2.1904 - 10.2.1992

Petrína Ásgeirsdóttir. Guðbjartur Guðjónsson. Petrína Fædd 7. júní 1904 Dáin 16. ágúst 1992 Guðbjartur Fæddur 2. febrúar 1904 Dáinn 10. febrúar 1992 Okkur er ljúft að minnast með fáeinum orðum afa okkar og ömmu þegar við kveðjum þau við leiðarlok.
Guðbjartur og Petrína hófu búskap í Efri-Húsum í Önundarfirði. Þegar þau hættu búskap fluttu þau til Flateyrar og bjuggu þar í 15 ár, eða þar til þau fluttu til Ísafjarðar og eyddu þau síðustu æviárum sínum þar. Glatt var ávallt í húsum þeirra og mannmargt því þau eignuðust þrettán börn og eru tólf þeirra enn á lífi.

Guðbjartur Guðmundsson (1937-2015) ráðunautur Blönduósi

  • HAH01258
  • Person
  • 1.12.1937 - 12.1.2015

Guðbjartur ólst upp í Tálknafirði, hann fór á sjóinn og vann við almenn sveitarstörf. Árið 1959 fór hann til náms á Hvanneyri, Akranesi og Akureyri og útskrifaðist frá Hvanneyri sem búfræðikandídat árið 1965.
Árið 1965 fluttu hann og Margrét á Blönduós og starfaði hann þar sem ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Austur-Húnvetninga í yfir fjörutíu ár ásamt því að starfa við Ræktunarsamband Austur-Húnvetninga.
Guðbjartur var mikill félagsmálamaður, hafði mikinn áhuga á íþróttum, spilaði bridge og var ötull stuðningsmaður Umf. Hvatar og heiðursfélagi í Ungmennasambandi Austur-Húnvetninga. Hann var virkur félagi í Lions í yfir fjörutíu ár og starfaði mikið að bæjarmálum og var virkur þátttakandi í Framsóknarflokknum.
Útför Guðbjarts fór fram frá Blönduóskirkju 24. janúar 2015, og hófst útförin kl. 14.

Guðbjartur Ingi Bjarnason (1949-2005) Feigsdal

  • HAH05034
  • Person
  • 26.4.1949 - 25.12.2005

Guðbjartur Ingi Bjarnason fæddist á Bíldudal 26. apríl 1949. Hann andaðist á sjúkrahúsinu á Patreksfirði 25. desember 2005.
Bóndi og refaskytta í Feigsdal í Bakkadal.
Guðbjartur Ingi ólst upp í foreldrahúsum í Fremri-Hvestu og vandist þar almennri sveitavinnu. Útför Guðbjarts Inga var gerð frá Bíldudalskirkju 7.1.2006 og hófst athöfnin klukkan 14. Jarðsett var í Bíldudalskirkjugarði.

Guðbjartur Oddsson (1925-2009) frá Flateyri

  • HAH04883
  • Person
  • 20.3.1925 - 12.8.2009

Guðbjartur Þórir Oddsson fæddist á Flateyri við Önundarfjörð 20. mars 1925. Hann lést á heilbrigðisstofnuninni á Hvammstanga 12. ágúst 2009.

Á 19. aldursári fluttist Guðbjartur til Keflavíkur og stundaði þar sjómennsku þar til hann hóf nám í málaraiðn hjá Magnúsi Sæmundssyni í Reykjavík 1946. Eftir það vann hann allan sinn starfsaldur sem málari víða um land, þótti hann góður fagmaður og var annálaður fyrir snyrtimennsku. Guðbjartur var mjög listfengur og eru til eftir hann mörg málverk og skreytingar. Guðbjartur dvaldist síðustu ellefu ár ævinnar á Heilbrigðisstofnunni á Hvammstanga. Útför Guðbjartar fer fram frá Hvammstangakirkju í dag, 21. ágúst, og hefst athöfnin kl. 14.

Guðbjörg Ágústsdóttir (1923-1974) Syðri Löngumýri

  • HAH03865
  • Person
  • 21.8.1923 - 2.2.1974

Guðbjörg Sveinsína Ágústsdóttir 21. ágúst 1923 - 2. febrúar 1974 Var í Litladal, Svínavatnssókn, A-Hún. 1930. Var í Syðri Löngumýri, Svínavatnshr., A-Hún. 1957. Húsfreyja þar. Síðast bús. í Svínavatnshreppi. Kjördóttir skv. Hún.: Birgitta Hrönn Halldórsdóttir, f. 20.6.1959.

Guðbjörg Bebensee (1879-1933) Akureyri

  • HAH03827
  • Person
  • 12.12.1879 - 19.9.1933

Guðbjörg Bebensee Bjarnadóttir 12. desember 1879 - 19. september 1933 Var á Illugastöðum, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1880. Húsfreyja á Akureyri 1930.

Guðbjörg Benónýsdóttir (1919-1947) Akri

  • HAH07868
  • Person
  • 30.5.1919 - 13.3.1947

Guðbjörg heitin var fædd á Sveinseyri við Dýrafjörð [10. apríl 1919], dóttir merkishjónanna Guðmunda Guðmundsdóttur og Benónýs Stefánssonar. Andaðist í Landsspítalanum að morgni 13.8.1947 og jarðsett 27.3.1947.
Guðbjörg Benónýsdóttir 30. maí 1919 - 13. mars 1947. Var á Akri, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Kvsk á Blönduósi 1940-1941.

Guðbjörg Bjarnadóttir (1877-1967) Ísafirði

  • HAH03828
  • Person
  • 21.1.1877 - 6.6.1967

Guðbjörg Bjarnadóttir 21. janúar 1877 - 6. júní 1967 Verkakona á Akureyri 1930. Húsfreyja á Ísafirði, síðar á Akureyri. Síðast bús. á Akureyri. Kvsk á Blönduósi.

Guðbjörg Brynjólfsdóttir (1898-1982)

  • HAH03830
  • Person
  • 12.11.1898 - 3.7.1982

Guðbjörg Brynjólfsdóttir 12. nóvember 1898 - 3. júlí 1982 Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Starfsmaður Vkf. Framsóknar og í stjórn þess til fjölda ára.

Guðbjörg Eggertsdóttir (1870-1950) Vatnahverfi

  • HAH03831
  • Person
  • 20þ8þ1870 - 27.12.1950

Guðbjörg Eggertsdóttir 20. ágúst 1870 - 27. des. 1950. Húsfreyja í Vatnahverfi, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja í Vatnahverfi. Ógift og barnlaus.

Guðbjörg Gísladóttir (1895-1943) Vindfelli í Vopnfirði

  • HAH03834
  • Person
  • 2.5.1895 - 3.11.1943

Guðbjörg Gísladóttir 2. maí 1895 - 3.nóv. 1943. Var í Brattagerði, Bjarnanessókn, A-Skaft. 1930. Var í Hornafirði. Húsfreyja Vindfelli í Vopnafirði 1920
Húsmæðraskólinn Akureyri 1916.

Guðbjörg Guðjónsdóttir (1891-1981) Kambakoti

  • HAH03842
  • Person
  • 23.9.1891 - 3.7.1981

Hallbera Guðbjörg Guðjónsdóttir 23. september 1891 - 3. júlí 1981 Síðast bús. í Höfðahreppi. Nefnd Guðbjörg Hallbera í Hún. Ógift.
Um fjölda ára var Guðbjörg á vist með þeim hjónum í Vallholti í Skagafirði Jóhannesi Guðmundssyni og konu hans Sigríði Ólafsdóttur góðkunnum að reisn og mannkostum. Hafði Guðbjörg son sinn Sigurbjörn með sér og leið þeim vel í vistinni.
Guðbjörg fluttist til Höfðakaupstaðar árið 1951. Mátti nú segja að hún yrði fyrst sjálfrar sín á æfinni. Undi hún hag sínum í fiskvinnu og komst vel af og var vel látin af sínum samborgurum. Á sumrin heimsótti hún vinafólk sitt í Vallholti, þar til elli fór að segja til sín og slit eftir vinnusama æfi.
Sigurbjörn sonur hennar bauð henni til Þýskalands, dvaldist Guðbjörg þar í góðum fagnaði á heimili sonar síns sumarlangt, og gaf hann henni úr að skilnaði.
Árið 1965 fór Guðbjörg á ellideild Héraðshælisins á Blönduósi. Guðbjörg var trúkona og oftlega bað hún mig fyrir áheit til bænahússins í Furufirði er var vígt 1926 en byggð hélst í Furufirði til 1940. Guðbjörg var jarðsett í Blönduóss grafreit 11. júlí 1981.

Guðbjörg Guðmundsdóttir (1861-1933) Auðkúku ov

  • HAH03838
  • Person
  • 7.3.1861 - 18.10.1933

Guðbjörg Guðmundsdóttir 7. mars 1861 - 18. október 1933 Niðursetningur í Koti, Grímstungusókn, Hún. 1870. Vinnukona á Hjaltabakka, Hjaltabakkasókn, Hún. 1890. Leigjandi í Auðkúlu, Auðkúlusókn, Hún. 1901.

Guðbjörg Guðmundsdóttir (1945-2011) Keflavík

  • HAH08473
  • Person
  • 25.2.1945 - 9.11.2011

Guðbjörg Sigrún Guðmundsdóttir fæddist í Keflavík 25. febrúar 1945. Guðbjörg átti heima í Keflavík meiri hluta ævinnar fyrir utan tvö ár í Bandaríkjunum.
Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 9. nóvember 2011. Útför Guðbjargar fór fram í kyrrþey frá Keflavíkurkirkju 22. nóvember 2011.

Guðbjörg Gunnarsdóttir (1894-1985)

  • HAH03841
  • Person
  • 27.12.1894 - 30.8.1895

Guðbjörg Gunnarsdóttir 27. desember 1894 - 30. ágúst 1985 Var á Björnólfsstöðum, Holtastaðasókn, Hún. 1901. Fór til Vesturheims 1914.

Guðbjörg Halldórsdóttir (1908-1928)

  • HAH03872
  • Person
  • 17.6.1908 - 13.8.1928

Guðbjörg Þóra Halldórsdóttir 17. júní 1908 - 13. ágúst 1928 Skógum í Fnjóskadal 1910. Hlíð á Akureyri 1920

Guðbjörg Hjartardóttir (1889-1974) Hofi Vopnafirði

  • HAH03843
  • Person
  • 31.1.1889 - 30.10.1974

Guðbjörg Hjartardóttir 31. janúar 1889 - 30. október 1974 Var í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Hofi, Hofssókn, N-Múl. 1930. Kennari á Hofi í Vopnafirði.

Guðbjörg Jónasdóttir (1853-1916) Hurðarbaki

  • HAH03846
  • Person
  • 17.5.1853 - 26.3.1916

Guðbjörg Jónasdóttir 17. maí 1853 - 26. mars 1916 Var á Orrastöðum, Þingeyrarsókn, Hún. 1860. Var á Tindum, Svínavatnssókn, Hún. 1870. Vinnukona á Tindum, Svínavatnssókn, Hún. 1880, var þar einnig 1882. Húsfreyja á Hurðarbaki á Ásum. Fór til Vesturheims 1888 frá Tindum, Svínavatnshr., Hún. Winnipeg.

Guðbjörg Jónsdóttir (1864-1959) Björgum

  • HAH03850
  • Person
  • 28.6.1864 - 13.9.1959

Guðbjörg Jónsdóttir 28. júní 1864 - 13. september 1959 Tökubarn í Ytrilöngumýri, Svínavatnssókn, Hún. 1870. Húsfreyja á Björgum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Björgum í Skagahreppi. Var á Björgum I, Skagahr., A-Hún. 1957.

Results 2801 to 2900 of 10352