Grímur Gíslason (1913-1979)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Grímur Gíslason (1913-1979)

Parallel form(s) of name

  • Grímur Gíslason

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

6.10.1913 - 8.8.1979

History

Grímur Gíslason 6. október 1913 - 8. ágúst 1979 Var á Smiðjustíg 12, Reykjavík 1930. Verslunarmaður í Reykjavík 1945. Framkvæmdastjóri í Reykjavík. Síðast bús. í Kópavogi.

Places

Sýslumannshúsið á Blönduósi [síðar Hótel]; Reykjavík:

Legal status

Functions, occupations and activities

1976 réðst Grímur sem starfsmaður hjá Tryggingastofnun ríkisins, og mætti ætla að hann hafi kosið sér það, er væri honum umsvifaminna starf. Það lætur nærri að slíkur maður, sem Grímur Gíslason er hafði margvísleg störf á hendi, auk þess sem hann var heilsutæpur um skeið, hefði orðið einmana, hefði hann eigi kvænst. Þá hefði lífið í veröldinni orðið honum erfiðara án eigin heimilis og góðs lífsförunauts, eftir slíkan ástvinamissi er hann í æsku mátti þola og hlaut jafnan að sakna síns góða fóður. En hér var Grímur Gíslason gæfumaður.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans; Gísli Ísleifsson 22. apríl 1868 - 9. september 1932 Skrifstofustjóri á Smiðjustíg 12, Reykjavík 1930. Ekkill. Sýslumaður á Blönduósi, síðar skrifstofustjóri fjármálaráðuneytisins og kona hans 20. ágúst 1900; Lucinda Josefa Augusta Möller f. 19. apríl 1879 d. 28. apríl 1927.
Systkini hans;
1) Alvilda Ása Gísladóttir f. 22. júní 1902 - 5. október 1917.
2) Karítas Gísladóttir f. 1. júlí 1903 - 11. mars 1917.
3) Jóhanna Gísladóttir f. 10. febrúar 1905 - 15. júní 1918.
4) Ísleifur Gíslason f. 1. júní 1906 - 24. ágúst 1921.

Kona hans 1934; Ingibjörg Jónsdóttir 26. júní 1912 - 4. nóvember 1999 Var á Grettisgötu 30, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Húsfreyja. Síðast bús. í Hafnarfirði.
Börn þeirra;
1) Margrét Grímsdóttir 3. september 1934 - 10. desember 1934
2) Gísli Ísleifur Grímsson 22. febrúar 1938 - 1. apríl 1939
3) Lucinda Grímsdóttir 26. júlí 1940 Var í Reykjavík 1945, Maður hennar; Eiður Ágúst Gunnarsson 22. febrúar 1936 - 15. júní 2013 Óperusöngvari í Austurríki og Þýskalandi, síðar söngkennari í Reykjavík. Sonur hennar; Grímur Ingi Lúðvígsson 11. janúar 1961, faðir hans fyrri maður hennar; Lúðvíg Björn Albertsson 30. júlí 1938 - 8. ágúst 2014 Skrifstofustjóri, framkvæmdastjóri, heildsali og síðast kirkjuvörður í Reykjavík. Þau skildu.
4) Almar Grímsson 16. apríl 1942 lyfjafræðingur, Kona hans; Anna Björk Guðbjörnsdóttir 25. október 1938 frá Hafnarfirði.

General context

"Þann 8. ágúst lést Grímur Gíslason verslunarmaður. Hann var fæddur 6. október 1913 í Reykjavík. Hann bar nafn frænda síns í föðurætt, Gríms Thomsens skálds. Voru foreldrar hans Gísli Isleifsson sýslumaður og kona hans Lucinda Jóhannsdóttir Möller kaupmanns á Blönduósi og konu hans Alvildu Thomsen. Gísli ísleifsson hafði sýsluvöld í Húnaþingi um 15 ára skeið.
Var heimili þeirra hjóna mjög rómað fyrir höfðingsskap, og Gísli vinsæll meðal Húnvetninga, en faðir hans var ísleifur Einarsson er sat á Geitaskarði, var sýslumaður í Húnaþingi í 10 ár þar til hann gjörðist yfirdómari og flutti til Reykjavíkur. Gísli Ísleifsson flutti til Reykjavíkur 1913 og gjörðist aðstoðarmaður í stjórnarráðinu og var síðan skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu. Hann var hið mesta glæsimenni á yngri árum, sem hann átti kyn til. Var haft á orði er hann flutti suður með konu og börn hve fjölskyldan væri mannvænleg. En sá vágestur, er þá var mesta mannamein, var berklaveikin, og kom sú veiki upp í fjölskyldunni og 1927 hafði andast kona Gísla og börn þeirra hjóna utan það yngsta, Grímur. Var þetta mikið áfall fyrir þá feðga. En þó Gísli ísleifsson væri eigi heilsuhraustur vann hann sitt starf við góðan orðstír, starfsamur og glöggur embættismaður. Hlaut það nú að vera hans hugðarmál að koma einkasyni sínum Grími til manns og hann mætti heilsuhraustur vera. Enda var Grímur efnilegur, fríður sýnum, sem hann á ætt til, ljóshærður og mikill á velli. Hann var glaðlyndur og lét vel um bóklegt nám.
Mátti því vænta þess að hann gengi menntabrautina og sneri sér þá að lögfræði. Faðir hans lét sér mjög hugar haldið um hann sem vænta mátti, enda var Grímur þess vel verður. Hann var reglusamur, og stundaði námið ágætlega. Settist hann í menntaskóla 1927 og undi sér þar vel. En er hann kom að lokatakmarkinu og var í sjötta bekk 1932—33 kenndi hann heilsubrests þess, er þjáð hafði systkini hans og varð hann að hverfa frá námi. Komst hann þó yfir sjúkdóminn og lifði við góða heilsu um tugi ára. En eigi varð af frekara námi hjá honum enda hafði faðir hans Gísli ísleifsson andast 9. sept. 1932. Þeim feðgum var það mikil stoð að Kristín Björnsdóttir, húnvetnsk kona er hafði dvalið um áratugi á heimili sýslumanns, fyrst á Blönduósi og svo í Reykjavík, veitti því forstöðu eftir lát sýslumannsfrúarinnar og hélt svo heimili síðar með Grími. Grímur Gíslason fór nú út á vinnumarkaðinn og kom þá fram hneigð hans til skrifstofustarfa, viðskipta og umsvifa. Þótti hann kappsamur að öllu sem hann gekk og fljótur til úrskurða. Hóf hann störf í versluninni Penninn 1933 og var síðan við störf á póststofunni og póstmálaskrifstofunni í Reykjavík. Vann hann þar á árunum 1933—45. En póstmeistari var þá Sigurður Briem, mágur föður hans. Grímur mun hafa þráð að verða sjálfs síns húsbóndi. Réðst hann þá til íslendingasagnaútgáfunnar og var framkvæmdastjóri og meðeigandi hennar frá 1947—52 ásamt Gunnari Steindórssyni. Þá varð Grímur starfsmaður bókaútgáfunnar Norðra og er síðan forstjóri Bókabúðar Norðra frá 1952-56. Öll þessi margháttuðu störf Gríms Gíslasonar við bókaútgáfu og bókasölu, gáfu honum margháttaða þekkingu um þessi mál, enda mátti segja að þau yrðu hans æfistörf. Mun það hafa orðið til þess að hann þótti kjörinn til þess að verða framkvæmdastjóri Innkaupasambands bóksala hf. frá stofnun þess 1957 og gegndi hann því starfi þar til í árslok 1975. Ég tel víst að hann hafi unnið að stofnun þessara samtaka, og starf hans hafi þar verið metið að verðleikum, þar sem hann um svo langt árabil hafði það á hendi.
Þeim hjónum Grími og Ingibjörgu búnaðist vel og komust þannig vel áfram og studdu hvort annað með ráðum og dáð á lífsleiðinni. Eignuðust ágætt heimili í eigin íbúð. Þó leiðir Gríms og skólabræðra hans skildu fyrr en ætlað var í upphafi, þá var hann ávallt í góðum tengslum við þá. Voru þau hjón Grímur og Ingibjörg jafnan á Stúdentamótum okkar og nutu gleðskaparins og lífsfagnaðar með okkur. Voru þau síðast með okkur á 45 ára stúdentaafmæli okkar 1978. Grímur Gíslason var sjúkur hið síðasta ár ævi sinnar og lá á sjúkrahúsi. Hann hafði verið starfsamur um ævina og fljótur að átta sig á hlutunum. Verið vel virtur af samstarfsfólki sínu. Lífið hafði lánast honum vel við góða hagi. Hann er hér kvaddur af skólabræðrum sínum með hlýjum huga."
Pétur Þ. Ingjaldsson.

Relationships area

Related entity

Sýslumannshúsið Blönduósi Aðalgötu 6 (1900 -)

Identifier of related entity

HAH00134

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1913

Description of relationship

fæddur þar?

Related entity

Gísli Ísleifsson (1868-1932) sýslumaður Blönduósi (22.4.1868 - 9.9.1932)

Identifier of related entity

HAH02144

Category of relationship

family

Type of relationship

Gísli Ísleifsson (1868-1932) sýslumaður Blönduósi

is the parent of

Grímur Gíslason (1913-1979)

Dates of relationship

6.10.1913

Description of relationship

Related entity

Katrín Grímsdóttir (1875-1956) Saurbæ í Vatnsdal (18.10.1875 - 13.9.1956)

Identifier of related entity

HAH05429

Category of relationship

family

Type of relationship

Katrín Grímsdóttir (1875-1956) Saurbæ í Vatnsdal

is the parent of

Grímur Gíslason (1913-1979)

Dates of relationship

10.1.1912

Description of relationship

Related entity

Alvilda Ása Gísladóttir (1902-1917) (22.6.1902 - 5.10.1917)

Identifier of related entity

HAH02287

Category of relationship

family

Type of relationship

Alvilda Ása Gísladóttir (1902-1917)

is the sibling of

Grímur Gíslason (1913-1979)

Dates of relationship

6.10.1913

Description of relationship

Related entity

Jóhanna Gísladóttir (1905-1918) Sýslumannshúsinu Blönduósi (10.2.1905 - 15.6.1918)

Identifier of related entity

HAH02248

Category of relationship

family

Type of relationship

Jóhanna Gísladóttir (1905-1918) Sýslumannshúsinu Blönduósi

is the sibling of

Grímur Gíslason (1913-1979)

Dates of relationship

6.10.1913

Description of relationship

Related entity

Karítas Gísladóttir (1903-1917) (1.7.1903 - 11.3.1917)

Identifier of related entity

HAH02457

Category of relationship

family

Type of relationship

Karítas Gísladóttir (1903-1917)

is the sibling of

Grímur Gíslason (1913-1979)

Dates of relationship

6.10.1913

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH03807

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

®GPJ ættfræði

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places