Guðberg Stefánsson (1909-1991) Rjúpnafelli Skagströnd

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Guðberg Stefánsson (1909-1991) Rjúpnafelli Skagströnd

Parallel form(s) of name

  • Guðberg Stefánsson

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Bergur

Description area

Dates of existence

27.7.1909 - 15.9.1991

History

Guðberg Stefánsson, Skagaströnd fœddur 27. júlí 1909 að Mörk á Laxárdal, dáinn 15. september 1991 á Héraðshælinu á Blönduósi. Ókvæntur barnlaus. Var í Rjúpnafelli, Höfðahr., A-Hún. 1957. Verkamaður í Höfðahreppi.

Places

Mörk á Laxárdal fremri; Holtastaðir 1918; Miðgil í Langadal; Kambakot; Rjúpnafell á Skagaströnd 1950-1990:

Legal status

Functions, occupations and activities

Póstur; verkamaður:

Mandates/sources of authority

Bergur naut ekki langrar skólagöngu. En hann var þó vel að sér um ýmsa hluti enda bókhneigður. Meðal annars hafði hann gaman af rímna- og ljóðabókum. Hann kunni þá fornu íslensku list að kveða rímur og gerði það vel.
Hann hafði dálæti á íslendingasögunum og kunni talsvert utanbókar úr þeim. Hann hafði einnig ánægju af tónlist og var söngelskur.
Bergur hefur eflaust verið einn hraustasti og þrekmesti maður í Húnavatnssýslu þegar hann var upp á sitt besta. Það er því sérstakt til þess að hugsa að þessi stórgerði maður var hagleiksmaður og gat skorið út fíngerða hluti af mikilli nákvæmni. Með vasahníf skar hann af sérstakri natni út fugla, fálka, hesta, menn á hestbaki, tófur og önnur dýr, krakka að leik og báta. Hann hafði einnig fallega og sérkennilega rithönd og æfði skrautskrift þegar hann var ungur maður.

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans; Salóme Jósefsdóttir 18. september 1887 - 22. júní 1978 Húsfreyja, síðast bús. í Höfðahreppi. Var í Kambakoti, Höfðahr., A-Hún. 1957 og maður hennar; Stefán Stefánsson 22. september 1884 - 25. september 1945 Bóndi í Hafursstaðakoti og Kambakoti, Vindhælishr., A.- Hún.
Af systkinum Bergs eru sex á lífi
1) Stefanía Valgerður Stefánsdóttir 11. janúar 1914 - 3. janúar 1998 Var í Kambakoti, Hofssókn, A-Hún. 1930. Síðast bús. í Reykjavík 1994. Stefán Stefánsson 22. september 1884 - 25. september 1945 Bóndi í Hafursstaðakoti og Kambakoti, Vindhælishr., A.- Hún.
2) Sigurlaug Stefánsdóttir 14. janúar 1915 - 15. október 1987 Var í Kambakoti, Höfðahr., A-Hún. 1957. Verkakona á Skagaströnd og í Reykjavík. Ógift.
3) Þorgerður Helga Stefánsdóttir 28. febrúar 1918 - 23. september 1995 Var í Viðarholti í Glerárþorpi, Lögmannshlíðarsókn, Eyj. 1930. Fósturfor: Kristján Guðni Tryggvason og Ingiríður Jósefsdóttir sem er einnig móðursystir hennar. Húsfreyja í Ytri Ey, Vindhælishr., A-Hún. Var þar 1957.
4) Ingibjörg Stefánsdóttir 7. mars 1924 - 16. febrúar 1999 Var í Kambakoti, Hofssókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja. Síðast bús. í Stykkishólmi.
5) Jósef Stefánsson 25. júní 1922 - 9. desember 2001 Sjómaður. Var í Kambakoti, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var í Reykholti, Höfðahr., A-Hún. 1957.
6) Þórunn Stefánsdóttir 15. ágúst 1926 - 31. ágúst 2014 Var í Kambakoti, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var í Kambakoti, Höfðahr., A-Hún. 1957.
7) Margrét Stefánsdóttir 23. júní 1929 Var í Kambakoti, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var í Kambakoti, Höfðahr., A-Hún. 1957.
Er Bergur fluttí í Rjúpnafell fékk inni hjá honum miðaldra ekkja, Þóra Frímannsdóttir, ásamt fóstursyni sínum og gerðist ráðskona hjá honum. Það var Bergi mikil gæfa. Hún hélt honum gott heimili í Rjúpnafelli í sextán ár, eða þar til hún varð að flytja suður sakir vanheilsu. Bergur mat Þóru ákafiega mikils og sá til þess að aldrei skorti neitt til heimilisins. Fóstursonur Þóru var;
Eðvarð Ragnarsson sem nú býr í Grindavík.
Tengslin við Eðvarð voru Bergi mikils virði, enda talaði hann alltaf um Eðvarð eins og son sinn og heimsótti hann og fjölskyldu hans oft til Grindavíkur. Börn Eðvarðs voru fyrir honum eins og þar væri um að ræða barnabörn hans.

General context

Níu ára gamall flutti Bergur frá foreldrum sínum að Holtastöðum í Langadal og var þar um árabil. En síðar flutti hann aftur heim til foreldra sinna og systkina sem þá bjuggu að Kambakoti í Vindhælishreppi. Á síðari hluta fimmta áratugarins flutti Bergur til Skagastrandar og skömmu eftir 1950 kom hann sér upp eigin húsi, nálægt sjónum og nefndi það Rjúpnafell.
Þar var heimili hans til haustsins 1990 er hann flutti í íbúð hjá dvalarheimilinu Sæborg.
Hann lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi.
Bergur fór snemma að vinna enda lífsbaráttan hörð á bernsku og unglingsárum hans. Hann varð fljótt mikill vexti og þótti óvenju hraustur og sterkur til átaka, auk þess sem hann var afkastamikill til vinnu. Þetta átti eftir að einkenna hann alla tíð enda var hann nefndur „Bergur sterki".
Hann stundaði nokkuð sjómennsku á yngri árum og átti sjálfur lítinn bát um tíma. Hann fór þrettán vertíðir á Reykjanes, oftast til Grindavíkur. Bergur var þó meira við að vinna ýmis störf í landi og var eftirsóttur verkmaður. Einnig átti hann lengi talsvert margar kindur, en smábúskapur tíðkaðist mjög á Skagaströnd áður fyrr.
Þegar ófært var milli Skagastrandar og Blönduóss var Bergur fenginn til að fara gangandi með póst á milli staðanna með sleða í togi og oft var hann fenginn til að hafa meðferðis ýmislegt fleira og þyngra en póstinn. Þessar póstferðir hans, er hann dró byrðina alla þessa leið í gegnum djúpan snjóinn eru meðal þeirra afreksverka hans sem fáir hefðu getað leikið eftir.
Meðal þess sem Bergur hafði einna mesta ánægju af í lífinu var veiðiskapur. Hann var góð skytta og lagði mikið upp úr því að eiga góðar byssur. Kom hreysti hans sér vel í veiðiferðunum, er hann gekk upp um fjöll og heiðar og veiddi rjúpu af þeim ákafa sem einkenndi veiðiskap hans. Á þessum veiðiferðum fór hann yfir gífurlegt landsvæði. Hann lá einnig mikið á grenjum ásamt bræðrum sínum.
Er Bergur fluttí í Rjúpnafell fékk inni hjá honum miðaldra ekkja, Þóra Frímannsdóttir, ásamt fóstursyni sínum og gerðist ráðskona hjá honum. Það var Bergi mikil gæfa. Hún hélt honum gott heimili í Rjúpnafelli í sextán ár, eða þar til hún varð að flytja suður sakir vanheilsu. Bergur mat Þóru ákafiega mikils og sá til þess að aldrei skorti neitt til heimilisins. Fóstursonur Þóru var;
Eðvarð Ragnarsson sem nú býr í Grindavík.
Tengslin við Eðvarð voru Bergi mikils virði, enda talaði hann alltaf um Eðvarð eins og son sinn og heimsótti hann og fjölskyldu hans oft til Grindavíkur. Börn Eðvarðs voru fyrir honum eins og þar væri um að ræða barnabörn hans. Það duldist engum að Guðberg Stefánsson var ákaflega sérkennilegur maður. Þessi stóri sterki maður varðveitti alla tíð barnið í sjálfum sér. Hann var náttúrubarn sem lét einfaldleik hjartans ráða gjörðum sínum. Hann var stoltur af eigin hreysti enda hafði hann fulla ástæðu til þess. Hann hafði mikið skap, og gat sárnað mjög ef honum fannst sér gjört rangt til. Hann naut þess að segja sögur af afreksverkum og af ævintýralegum veiðiferðum er hann fór með byssuna á heiðar og fjöll.

Var oft sem hann endurlifði atburðina þegar hann sagði frá þeim. Trygglyndi Bergs við þá sem hann tengdist vináttuböndum var einstakt. Þó var hann einfari á vegi lífsins. Hann fór alltaf sínar eigin leiðir enda var fjarri honum að móta sig að vilja annarra Útför Bergs var gerð frá Höskuldsstaðakirkju 29. september.
Egill Hallgrímsson

Relationships area

Related entity

Kambakot ((1950))

Identifier of related entity

HAH00340

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

Description of relationship

var þar

Related entity

Mörk á Laxárdal fremri ([1200])

Identifier of related entity

HAH00914

Category of relationship

associative

Dates of relationship

27.7.1909

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Jósef Stefánsson (1922-2001) Reykholti Skagaströnd (25.6.1922 - 9.12.2001)

Identifier of related entity

HAH01624

Category of relationship

family

Type of relationship

Jósef Stefánsson (1922-2001) Reykholti Skagaströnd

is the sibling of

Guðberg Stefánsson (1909-1991) Rjúpnafelli Skagströnd

Dates of relationship

25.6.1922

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH03822

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 11.7.2018

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places