Showing 1161 results

Authority record
Corporate body

Hraun í Ölfusi

  • HAH00031
  • Corporate body
  • (1950)

Hraun er sveitabær í sveitarfélaginu Ölfusi. Á Hrauni var eitt af síðustu mjólkurbýlunum í Ölfusi en þau hlupu á mörgum tugum en í dag er einungis eitt eftir á sveitarbænum Hvammi. Þar er mikils sölvatekja í dag.

Á bökkum Ölfusár er dys ein, en í henni eru taldar vera jarðneskar leifar Lénharðs fógeta á Bessastöðum.
Í Öldinni okkar árið 1502 segir meðal annars um dráp Lénharðs fógeta: „Torfi Jónsson, sýslumaður í Klofa á Landi, hefur látið drepa Lénharð, fógeta á Bessastöðum. Fór Torfi að fógetanum, er hann var staddur á bæ í Ölfusi, rauf á honum húsin og felldi hann.“ „Lénharður var staddur að Hrauni í Ölfusi, er Torfi kom með menn sína, og bjóst um í húsum inni, þegar hann varð ófriðarins var. Varð þeim Torfa ekki greitt inngöngu, því að piltur úr liði Lénharðs, Eysteinn Brandsson að nafni, varði dyrnar svo fimlega, að þeim vannst ekki á, nema hætta sér undir vopn hans. Torfi greip þá til þess ráðs að láta rjúfa þekjuna á bæjarhúsunum, og féll fógeti eftir skamma viðureign, er menn Torfa voru inn komnir.“
Í landi Hrauns liggur Ölfusá og er þar góður veiðistaður og mikil sölvafjara.

Veitingarstaðurinn Hafið Bláa er við ósa Ölfusár í landi Hrauns

Hrafntinnuhryggur við Kröflu

  • Corporate body

Hrafntinnuhryggur (685m) er skammt austan og suðaustan Kröflu á Mývatnsöræfum. Hann myndaðist líklega í gosi undir jökli. Eftir honum endilöngum er stór og mikill gangur úr hrafntinnu og víða umhverfis, þ.m.t. í skriðunum, eru misstór brot úr henni. Gæta verður varúðar, þegar fólk brýtur hana, því að hún er glerkennd og flísar geta skotist í augu þess.

Hrafntinna var numin úr Skerinu til skreytingar á Þjóðleikhúsinu 1936.

Hrafnabjörg Svínavatnshreppi

  • HAH00527
  • Corporate body
  • [1300]

Hrafnabjörg er fremsta jörðin í Svínadal austanverðum og hefur jafnan verið talin ágæt beitarjörð. Jörðin fór í eyði 1936 en eftir 1960 var hafin endurbygging jarðarinnar og þá sem hálflend. Föst búseta hefur verið þar síðan 1969. Íbúðarhús byggt 1967, 372 m3. Fjárhús með grindum í gólfi yfir 200 fjár önnur yfir 450 fjár. Geymsluhús 39m3. Hlöður 1300 m3. Tún 24,5 ha. Veiðiréttur í Svínadalsá.

Höskuldsstaðir Vindhælishreppi

  • HAH00327
  • Corporate body
  • (1950)

Öldum saman hefur bærinn staðið undir brattri brekku neðan Núpa. Jörðin er land mikil og er þar gott til ræktunar. Á höskuldsstöðum hefur verið kirkjustaður frá fornu fari og prestssetur til 1964. Íbúðarhús byggt 1973 428 m3, annað íbúðarhús byggt 1927. Fjós yfir 12 kýr, fjárhús yfir 160 fjár. Hlöður 976 m3 og votheysgeymsla 40 m3. Tún 24.6. ha. Veiðiréttur í Ytri-Laxá, einnig hrognkelsaveiði. Eigandi Ríkissjóður.

Höskuldsstaðir er bær, kirkjustaður og áður prestssetur á Skagaströnd í Austur-Húnavatnssýslu. Prestssetrið var flutt í kauptúnið á Skagaströnd árið 1964.
Á Höskuldsstöðum sátu ýmsir þekktir prestar fyrr á öldum. Einn hinna þekktustu var séra Einar Hafliðason, sagna- og annálaritari, sem var þar prestur 1334-1343. Síðar á 14. öld var Marteinn Þjóðólfsson prestur á Höskuldsstöðum (d. 1383). Legsteinn úr stuðlabergi, sem líklega hefur verið settur yfir hann, með rúnaáletruninni her : huilir : sira : marteinn : prestr er í kirkjugarðinum og er hann talinn annar elsti legsteinn sem varðveist hefur á landinu.

Árið 1722 varð prestur á Höskuldsstöðum Stefán Ólafsson, faðir Ólafs Stefánssonar stiftamtmanns og ættföður Stephensenættar. Hann drukknaði í Laxá 17. apríl 1748.
Núverandi kirkja á Höskuldsstöðum var vígð 1963.

Björn Bjarnason bæjarfulltrúi í Reykjavík fæddist á Höskuldsstöðum.

Höskuldsstaðakirkja (1963) Vindhælishreppi

  • HAH00326
  • Corporate body
  • 31.3.1963 -

Höskuldsstaðakirkja er í Skagastrandarprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi. Höskuldsstaðir eru bær og kirkjustaður á Skagaströnd. Þar var prestssetur til 1964, þegar það var flutt til Skagastrandar og kaþólskar kirkjur voru helgaðar Maríu guðsmóður og Pétri postula.

Kirkjan, sem nú stendur á Höskuldsstöðum, var vígð 31. mars 1963. Hún er úr steinsteypu og tekur 100 manns í sæti. Litað gler er í gluggum. Yfir sönglofti er herbergi. Trékross er efst á turninum. Skrúðhúsið er sunnan kórs. Kaleikur og patina eru frá 1804 og altaristaflan er eftir Þórarin B. Þorláksson. Klukkurnar tvær eru frá árunum 1733 og 1737.

Hornafjarðarfljót

  • HAH00241
  • Corporate body
  • (1950)

Hornafjarðarfljót er stutt og vatnsmikið og fær mestan hluta vatnsins frá Suðurfljóti,sem kemur úr Viðborðsdal og undan Heiðnabergsjökli í Svínafellsjökli, og Austurfljóti,sem kemur undan Hoffellsjökli. Yfir að sjá er fljótið eins og fjörður, sem var erfiðuryfirferðar áður en brýr voru byggðar. Þá var fljótið riðið á allt að 5 km breiðu vaði og ekin,þegar bílar voru komnir til sögunnar.

Brúin var byggð árið 1961 og var þá önnur lengsta brú landsins, 255 m. Hún er talsvert missigin og það verður að aka hægt yfir hana. Hreppamörk Mýra og Nesja liggja um fljótið.

Hornafjarðarfljót ber fram möl og leir í ósinn og úthafsaldan brotnar á töngunum, Suðurfjöru- og Austurfjörutanga, sem gera Hornafjarðarhöfn að einhverri skjólbestu höfn hér á landi.
Brúin er 254 metrar.

Núverandi þjóðvegur um Hornafjörð liggur meðfram fjöllunum í talsverðum hlykk. Með nýju brúarstæði er hægt að taka hann af og ná þannig 11,8 kílómetra styttingu með því að leggja veginn sunnar. 

Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra með nýrri brú yfir Hornafjarðarfljót, sem áætlað er að kosti yfir fjóra milljarða króna. (2015)

Hörghóll í Vesturhópi

  • HAH00810
  • Corporate body

Í bókinni Húnaþing 2 segir m.a.: Syðsti bær í Þverárhreppi,vestan Reyðarlækjar,stendur hátt og túnið er brattlent.Útsýni er mest til norðurs yfir Vesturhópshólavatn,og austurs en þar eru björgin mest áberandi.Land jarðarinnar er ekki stórt,og frekar hrjóstrugt eins og nafnið bendir til.Jörðin var lengi í ríkiseign en er nú í eigu ábúenda.
Ábúendur og eigendur árið 1978: Agnar Traustason og móðir hans Sigríður Sigfúsdóttir

Hópið

  • HAH00300
  • Corporate body
  • (880)

Holtastaðir í Langadal

  • HAH00212
  • Corporate body
  • [900]

Holtastaði. Landnámsjörð. Þar bjó Holti Ísröðarson. Skammt norðan heimatúns var hjáleigan Holtastaðakot sem lögð var undir jörðina 1946. Kirkjan sem var bændakirkja þar til hún var afhent söfnuðinum stendur miðsvæðis mill bæjar og þjóðvegar. Jörðinni tilheyrir eyðibýlið Eyrarland á Laxárdal fremri, dalverpi er gengur suður úr Skarðsskarði, nefnt Brunnárdalur, og landspilda vestan Blöndu í Svínavatnshreppi er nefnist Holtastaðareitur og var áður smábýli. Jörðin er í eigu sömu ættar frá árinu 1863. Íbúðarhús byggt 1914, endurbætt 1968 641 m3, fjós fyrir 48 gripi, fjárhús fyrir 200 fjár. Hesthús fyrir 10 hross. Hlöður 1457 m3, votheysgeymslur 48 m3. Tún 27,4 ha. veiðiréttur í Blöndu og Ytri Laxá

Holtastaðareitur

  • HAH00696
  • Corporate body
  • (1900)

Holtastaðareitur er eyðibýli frá um 1920. Það liggur gengt Holtastöðum og er þannig nyrst í Svínavatnshreppi við Blöndu. Býlið hefur lengi verið eign Holtastaðabænda og notað þaðan, mest til Hrossabeitar síðan ábúð féll þar niður. Þarna er jarðsælt um vetur og landið að mestu graslendi og gott ræktunarland. Nú hefur eigandinn hafið þar mikla ræktun. Hús eru öll fallin. Veiðiréttur í Blöndu.

Holtastaðakirkja í Langadal

  • HAH00621
  • Corporate body
  • (1930)

Á Holtastöðum var kirkja helguð heilögum Nikulási í kaþólskum sið. Þar var útkirkja frá Blöndudalshólum en 1880 var sóknin lögð til Hjaltabakka og til Höskuldsstaða 1881, síðan til Bergsstaða 1907 en heyrir nú til Bólstaðarhlíðar.
Núverandi kirkja var vígð 1893. Hún er úr timbri, járnvarin, og byggð að tilhlutan kirkjueigenda, Jósafats Jónatanssonar, bónda á Holtastöðum, og Stefáns Jónssonar, bónda á Kagaðarhóli. Yfirsmiður var Þorsteinn Sigurðsson á Sauðárkróki. Altaristafla er gömul, eftirmynd af kvöldmáltíðarmynd Leonardo da Vinci. Prédikunarstóll er gerður af dönskum manni, Simon Reifeldt, árið 1792. Á honum eru málaðar myndir.
Merkilegur gripur, sem fyrrum var í Holtastaðakirkju en er nú í Þjóðminjasafni Íslands, er svokallað vatnsdýr, vatnskanna í ljónslíki sem notuð var undir skírnarvatn. Er hún frá miðöldum.

Annexían var Holtastaðir í Holtum, segir í Pétursmáldaga). Á Holtastöðum var kirkja hins heilaga Nikulásar. Þar var þá „tveggja presta skyld", og fylgdi hálfkirkja að (Geita-) Skarði og tvö bænhús. 2. janúar 1360 selur Jón Eiriksson skalli biskup á Hólum Brandi bónda Ásgrímssyni og Guðnýju Sólmundardóttur konu hans jörðina Holtastaði fyrir jörðina Flugumýri. — 1. nóvember 1397 selur Einar prestur Þorvarðsson Ingiríði Þórðardóttur jörðina Holtastaði í Langadal „með gögnum og gæðum" fyrir lausafé. — Holtastaðir hafa aldrei verið „staður" að því er bezt er vitað, heldur jafnan bændaeign.

Holt í Svínadal

  • HAH00518
  • Corporate body
  • [1200]

Ættarjörð síðan 1886 er Guðmundur Þorsteinsson frá Grund eignaðist hana. Þetta er væn jörð með gnægð ræktunarlands. Lega þess er ákjósanleg með hæfilegum halla mót vestri í um 200 mys. Beitilandið er ekki mjög víðáttumikið, en notagott. Jörðin liggur í austanverðum Svínadal næst Auðkúlu. Íbúðarhús byggt 1956, 646 m3. Fjós fyrir 22 gripi með mjólkurhúsi og áburðargeymslu, geldneytisfjós yfir 25 gripi. Fjárhús yfir 400 fjár. Hlöður 1200 m3. Tún 43 ha. Veiðiréttur í Svínadalsá.

Holt á Ásum

  • HAH00552
  • Corporate body
  • (1250)

Bærinn stendur á bakkanum sunnan við Laxá á Ásum. Landareignin takmarkast að norðan af Laxá og nær suður að Húnsstaðalæk eða Jarðbrúarlæk. Holtsbungan er mest áberandi í landinu og er þaðan víðsýni mikið. Annars er landið mýrar, flóar og holt vaxin hrísi, allt mjög grasgefið. Holt er líklega landnámsjörð, þar bjó Máni sem frægur var fyrir veiðisæld. Mánakot er á merkjum Holts og Laxholts, þar etu einhverjar rústir. Mánafoss er svo við Laxárvatn. Íbúðarhús byggt 1936 og viðbygging 1964, 460 m3. Fjós 1965 fyrir 35 gripi með áburðarkjallara og mjólkurhúsi. Fjárhús yfir 300 fjár. Hesthús yfir 13 hross. Hlöður 955 m3. Votheysturn 80 m3. Geymsla 160 m3. Tún 34,7 ha. Veiðiréttur í Laxá á Ásum.

Hólmi á Skaga

  • HAH00299
  • Corporate body
  • 1952 -

Bærinn stóð áður í hólma í Fossá, en er nú norðan við ána. 1952 jörðinni skipt úr Hróarsstaðalandi og gert að lögbýli.íbúðarhús 1952. Fjós 1953 úr asbesti, fjárhús 1935 úr torfi og grjóti, fjárhús úr asbesti 1951 yfir 80 fjár. Hlaða 1950 100 m3. Tún 5,5 ha.

Höllustaðir Svínavatnshreppi

  • HAH00528
  • Corporate body
  • 1655 -

Höllustaðir I mun vera byggð um 1600 af ¼ hluta Guðlaugsstaðalands. Seinna var svonefndur Hólareitur, sem er væn landspilda gegnt Blöndudalshólum, lagður undir jörðina. Í gömlum skjölum er talið að nafnið sé dregið af halllendi sem býlið stendur í. Má það teljast sennilegt, því landið er í halla en ekki bratt. Um lýsingu á landinu vísast til lýsingar á Höllustöðum II. Íbúðarhús byggt 1943, 446 m3. Fjós fyrir 22 gripi með mjólkurhúsi og áburðargeymslu. Fjárhús yfir 180 fjár og torfhús yfir 100 fjár. Hlöður 600 m3. Votheysturn 65 m3. Bílskúr 45 m3. Tún 25,4 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Höllustaðir II. Nýbýli stofnað 1958 á hálfu landi Höllustaða. Ræktunarland niðri í lágdalnum er nú uppunnið að mestu, en ofan við bæjarbrún í um 200 metra hæð yfir sjávarmáli er gnægð ræktarlands og hefur talsverður hluti þess verið þurrkaður. Félagsbú hefur verið rekið á býlunum nokkur síðustu ár [1975]. Íbúðarhús byggt 1958, 490 m3. Fjárhús yfir 180 fjár og önnur jarnklædd yfir 100 fjár. Hesthús yfir 7 hross torfhús. Hlöður 539 m3 og önnur 212 m3. Véla og verkfærageymslur 134 m3. Tún 42 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Hóll í Svartárdal

  • HAH00166
  • Corporate body
  • [1300]

Bærinn Hóll er vestan Svartár, byggður á bröttum hól í norður tagli Oksans. Þar er víðsýnt út um svartársal allt till Laxárdalsfjalla. Hólsdalur liggur vestan Oksans og á jörðin þar mikið land, gott og víðáttumikið, allt til Eyvindastaðarheiðar. Tún er rækrað norðan Oxans til merkja við Steiná og einnig fram með Svartá. Er þar valllendisræktun að mestu. Íbúðarhús byggt 1956 180 m3. Fjárhús með áburðarkjallara fyrir 300 fjár. Hesthús fyrir 8 hross. Hlaða 820 m3. Tún 14 ha. Veiðiréttur í Svartá.

Hólanesshúsin Höfðakaupsstað

  • HAH00444
  • Corporate body
  • 1733 -

Árið 1877 þegar Fr. Hillebrandt eldri lét reisa verslunarhús á Blönduósi, stóð verslun hans á Hólanesi fremur höllum fæti. Sonur hans og nafni var þá verslunarstjóri á báðum stöðum. Fr. Hillebrandt eldri hafði upphaflega stofnað verslunina árið 1835 á Hólanesi ásamt Ferdinand Bergmann. Hólanesverslun var fyrsta beina samkeppnisverslunin við Húnaflóa við gömlu Skagastrandarverslunina. Mjög stutt var á milli þeirra, þótt venja hafi verið að tala um „Hólanes og Höfða" sem tvo aðskilda verslunarstaði. Gamli verslunarstaðurinn á Skagaströnd var ýmist nefndur eftir Spákonufellshöfðanum eða sveitinni. Brugðust Skagastrandarmenn þá illa við nágrönnum sínum, en gátu þó ekki hindrað það að þeir fengju verslunarleyfi. Hólanesverslunin þótti ganga vel framan af og þótti jafnvel betri en Skagastrandarverslunin.

Árið 1850 gekk Bergmann út úr fyrirtækinu og Hillebrandt eignaðist það einn. Sama ár þurfti hann að taka lán til að halda verslun sinni gangandi og var þá einnig kominn með útibú í Reykjafirði. Rúmum áratug seinna, veturinn 1862, birtist frétt í Þjóðólfi þess efnis að „Hildebrandt á Skagaströnd" hefði selt bú sitt gjaldþrota í Kaupmannahöfn. Þetta mun þó ekki vera rétt. Þennan vetur varð Skagastrandarverslun aftur á móti gjaldþrota. Það voru „Sören Jacobsens sönner" sem boðnir voru upp, og Gudmann kaupmaður á Akureyri keypti verslun þeirra.

Um þetta leyti þurfti Hillebrandt hins vegar að taka stórt lán í Danmörku til að halda sinni verslun gangandi, og var umboðsaðili lánardrottinsins þar J. Chr. V. Bryde. Þar er kominn sá hinn sami og átti seinna eftir að lána Hillebrandt umtalsverðar fjárhæðir. Þetta er einnig sá sami sem lét honum í té verslunarlóðina á Blönduósi, þar sem Hillebrandtshúsið stendur nú. Kaupmaðurinn Fr. Hillebrandt eldri, bjó alla tíð í Kaupmannahöfn og hafði verslunarstjóra yfir versluninni á Íslandi. Sonur hans og nafni, sá Hillebrandt sem Húnvetningar þekktu, mun fyrst hafa komið til Íslands um 1860. Kom hann oft eftir það, oftast bara yfir sumartímann. Frits Berndsen kaupmaður í Karlsminni, sem var skammt frá verslunarstaðnum á Skagaströnd, þekkti Hillebrandt yngra vel. Frits var beykir hjá Skagastrandarverslun þegar hann dvaldi hér mikið á sumrin og segir að Hillebrandt hafi þar löngum verið „en ugelig gjest".

Árið 1866 hjálpaði faðir hans honum til að koma á fót verslun í Kaupmannahöfn, en hún gekk ekki lengi. Árið 1874 setti Hillebrandt eldri son sinn sem verslunarstjóra Hólanesverslunar sinnar. Þá hafði þáverandi verslunarstjóri látist. En í millitíðinni „lánaði" Bryde kaupmaður einn starfsmanna sinna frá Borðeyri, J.G. Möller, þar til Hillebrandt yngri kom til landsins. Bróðir hans Konráð kom einnig til Hólaness, var þar í tvö ár og stytti sér svo aldur. Þriðji bróðirinn, Julius Hillebrandt, mun einnig hafa komið til landsins. Hann var skipstjóri á einu skipa Hólanesverslunar árið 1878, en það strandaði. Hann var að sögn ólíkur bræðrum sínum og föður, glaðlegur og vingjarnlegur. Hillebrandt þótti fremur sérstakur, og hefur Magnús Björnsson frá Syðra-Hóli skráð lýsingu á honum: Hár maður, grannur, útlimalangur, hendur stórar. Allur hrikalegur. Ljóshærður? Ljóst skegg (alskegg). Stórskorinn í andliti og óaðlaðandi, enda mállaus (talaði dönsku alla tíð). Prúðmenni í framgöngu og mesta góðmenni, en drykkfeldur mjög; drakk oft einn. Mjög illa við, að menn hans drykkju. En er hann trúlofaðist og giftist Lucindu Thomsen hætti hann að drekka og varð sem nýr og betri maður þá tíð sem þau nutust.

Við fráfall hennar hvarf lífshamingja hans á ný; hneigðist hann þá enn meir til drykkjuskapar og lifði ekki glaðan dag úr því. Ári eftir að þau giftu sig lést Lucinda af barnsförum, í janúar 1877. Næsta vor reisti Hillebrandt verslunarhúsið á Blönduósi. En ekki var liðið ár þegar kaupmennirnir Munch og Bryde keyptu Hólanesverslunina með öllu tilheyrandi, bæði á Hólanesi, Blönduósi og Borðeyri, auk tveggja skipa og annarra lausamuna. Er ekki annað að sjá en Hillebrandt hafi skuldað þeim orðið andvirði hluta eigna sinna. Hillebrandt yngri hélt samt starfi sínu áfram sem verslunarstjóri á báðum stöðum, var mest á Blönduósi á sumrin og á Hólanesi á veturna.

Magnús Björnsson á Syðra Hóli segir svo frá þessari sölu: Nú skiftu þeir faðir Hillebrandt's og Bryde á Borðeyri (eigendurnir að versluninni á Hólanesi). Bryde sest á Borðeyri. Munck gyðingur keypti þá verslunina á Hólanesi og jafnframt lét hann byggja á Blönduósi verslunarhús.

Ekki er vel ljóst hvernig skilja ber viðskipti þeirra Hillebrandts og Bryde. Til er þinglýstur sölusamningur, og ekki annað að sjá en að þar sé um sölu á eignum Hólanesverslunar að ræða. Greinilegt er þó að mikil tengsl hafa verið milli Hólanesverslunar og Bryde kaupmanns, og síðan „Munch og Bryde". Ekki er þó ljóst á hvern hátt þau voru. Skulduðu Hillebrandtar þeim e.t.v. stórar fjárhæðir, og hlupu þeir þess vegna undir bagga með þeim með byggingalóðir, starfsmenn og peningalán? Munch og Bryde áttu Hólanesvershmina á Blönduósi ekki lengi. Munch keypti Bryde út árið 1881. Tveimur árum síðar var Tryggvi Gunnarsson eigandi hennar. Árið eftir keypti J. G. Möller húsið til að nota sem pakkhús með verslun sinni. Þar með lauk hlutverki hússins sem krambúðar. Lítum nánar á hina upphaflegu krambúð á verslunarstaðnum á Skagaströnd.

Hólaneskirkja (1928)

  • HAH10126
  • Corporate body
  • 1928

Skóflustunga að núverandi Hólaneskirkju var tekin af sr. Pétri Þ. Ingjaldssyni árið 1979 en hann var sóknarprestur á Skagaströnd frá 1941 til ársins 1981. Bygging kirkjunnar stóð með nokkrum hléum fram til ársins 1991.
Kirkja hefur líklega verið á Skagaströnd frá því um 1200. Hún stóð við rætur Spákonufells ofan kauptúnsins og nefndist Spákonufellskirkja. Staðurinn er kenndur við Þórdísi spákonu sem þar bjó til forna og getið er um í nokkrum Íslendingasögum. Kirkjan var bændakirkja allt til ársins 1919 er hún komst í eigu safnaðarins. Síðasta kirkjan á Spákonufelli var timburkirkja sem byggð var 1852 og stóð til 1928. Kirkjugarður hefur frá upphafi kirkjuhalds verið á Spákonufelli.
Árið 1928 var ný kirkja vígð í kauptúninu sjálfu og nefndist hún Hólaneskirkja og dregur nafn af nesi því sem hún stendur rétt ofan við. Þessi kirkja var steinkirkja og teiknuð af Guðjóni Samúelssyni. Hún var sóknarkirkja Skagstrendinga til 1991 er ný kirkja hafði verið reist rétt framan við þá gömlu sem var þá rifin.

Hóladómkirkja og Hólar í Hjaltadal

  • HAH00009
  • Corporate body
  • (1930)

Hólar í Hjaltadal eru bær, kirkjustaður og skólasetur í Hjaltadal í Skagafjarðarsýslu. Þar var settur biskupsstóll árið 1106 þegar Norðlendingar kröfðust þess að fá sinn eigin biskup til mótvægis við biskupinn í Skálholti. Fyrsti biskup á Hólum var Jón Ögmundsson.
Hólar voru í raun höfuðstaður og helsta menningarsetur Norðurlands frá því í upphafi tólftu aldar til upphafs nítjándu aldar og frá fornu fari hafa Norðlendingar og þó einkum Skagfirðingar talað um að fara „heim að Hólum“. Biskupsstóllinn átti geysimiklar eignir og um siðaskipti var um fjórðungur af öllum jörðum í Norðlendingafjórðungi í eigu stólsins. Á Hólum var löngum rekinn skóli, þó líklega ekki óslitið nema frá því um siðaskipti, og prentsmiðja var starfrækt þar lengi. Aðalhöfn fyrir Hóla fram að siðaskiptum var Kolbeinsárós (Kolkuós). Þar komu að landi þau skip sem biskupsstóllinn átti í förum á miðöldum.

Hólabiskupar voru 23 í kaþólskum sið og 13 í lútherskum sið. Margir biskupanna á 14. og 15. öld voru þó erlendir og stóðu stutt við á Hólum eða komu jafnvel aldrei til landsins en dvöldust erlendis og létu fulltrúa sína sinna málefnum biskupsdæmisins. Af atkvæðamestu biskupum í kaþólskum sið má auk Jóns Ögmundssonar nefna Guðmund góða Arason (biskup 1203-1237), Norðmanninn Auðun rauða Þorbergsson (biskup 1313-1322), sem meðal annars reisti Auðunarstofu hina fyrri, og Jón Arason (1524-1550), síðasta biskup á Hólum í kaþólskum sið.

Fyrsti lúterski biskupinn á Hólum var Ólafur Hjaltason en atkvæðamestur lútherskra biskupa þar var Guðbrandur Þorláksson, sem sat staðinn í meira en hálfa öld, eða frá 1571 til 1627 og lét meðal annars þýða og prenta biblíuna sem við hann er kennd og kölluð Guðbrandsbiblía. Gísli Magnússon (biskup 1755-1779) lét reisa steinkirkjuna sem enn stendur á Hólum. Síðasti biskup á Hólum var Sigurður Stefánsson (biskup 1789-1798) en eftir lát hans voru biskupsdæmin tvö sameinuð og Hólastóll lagður niður en skólinn fluttur suður og sameinaður Hólavallarskóla. Eftir að biskupsstóllinn var lagður af og eignir hans seldar voru Hólar prestssetur til 1868 en þá var prestssetrið flutt í Viðvík. Hólar urðu aftur prestssetur 1952 og frá Hólum hefur þar verið vigslubiskupssetur.
Skagafjarðarsýsla keypti jörðina 1881 og árið eftir var bændaskóli stofnaður á Hólum, Frá 2003 hefur nám þar verið á háskólastigi og kallast skólinn nú Háskólinn á Hólum. Ýmsar stofnanir eru einnig á Hólum, þar á meðal Sögusetur íslenska hestsins, Guðbrandsstofnun, sem er rannsókna- og fræðastofnun í tengslum við skólann, og fiskeldisstöðin Hólalax. Á Hólum er grunnskóli og leikskóli. Þar er umfangsmikil ferðaþjónusta og á sumrin er rekið þar gistihús og veitingahús. Þar er einnig sundlaug.

Auðunarstofa eða Timburstofan var reist á Hólum á árunum 1316 til 1317 og stóð í tæp 500 ár eða uns hún var rifin árið 1810. Auðunn rauði Þorbergsson, biskup á Hólum, hafði með sér viði í timburstofuna, þegar hann kom til Íslands 1315. Viðirnir voru dregnir að vetrarlagi frá Seleyri í Borgarfirði, yfir Stórasand, til Hóla, þar sem timburstofan var reist.

Timburstofan var hluti af staðarhúsunum á Hólum, stóð fast sunnan við kirkjugarðinn. Hún var tvískipt, annars vegar bjálkahús eða stokkahús, þ.e. hin eiginlega timburstofa, og hins vegar stafverkshús sem var sambyggt timburstofunni. Stafverkshúsið var á tveimur hæðum, var neðri hæðin stundum kölluð Anddyr eða Forstofa, og sú efri Studium eða Studiumloft. Hugsanlegt er að svalagangur hafi í öndverðu verið meðfram Timburstofunni. Nafnið Auðunarstofa kemur fyrst fyrir í Árbókum Espólíns, þegar sagt er frá niðurrifi stofunnar árið 1810.

Árið 1995 orðaði Bolli Gústavsson vígslubiskup þá hugmynd í Hólanefnd að láta endurgera Auðunarstofu á Hólum. Tókst með samvinnu íslenskra og norskra aðila að koma því í kring, og var Auðunarstofa hin nýja fullfrágengin sumarið 2002. Húsið er allnákvæm endurgerð stofunnar fornu, að öðru leyti en því að stafverkshlutinn er nokkru stærri, til þess að auka notagildi hússins.

Hólabyrða (1.244 m.y.s.)

  • Corporate body
  • 874 -

Náttúra Hólastaðar er tilkomumikil. Hólar eru líka sögustaður. Á miðöldum var þar fjölmennt þorp, skóli, prentsmiðja og eins konar miðstöð kirkju og veraldlegra málefna. Hér spígsporuðu ýmsar þekktar persónur Íslandssögunnar sem þið getið eflaust margar nafngreint…. Enn er mikið um að vera á Hólum. Þar er til dæmis háskóli!

Byggðin er falleg og stílhrein. Kirkjan stillir sér fremst, turninn upphefur hana og svo er reisulegt skólahúsið að baki. Að baki þorpsins rís fjallið Hólabyrða í öllu sínu veldi. Þess má geta að fjallið er hæsta fjall við byggð á Íslandi! En Hólabyrða er ekki eina fjallið. Dalurinn er umkringdur fallegum fjöllum sem halda utan um Hóla ef svo má segja.

Gvendarskál er sylla í Hólabyrðu sem nefnd er eftir Guðmundi biskupi góða. Þaðan féll stór skriða og myndaði hólana sem þorpið stendur á. Á láglendinu var votlent (fyrir tíma framræslu) en á hólunum sem stóðu uppúr votlendinu var tilvalið að setja niður hús. Víða sjást lækjarsprænur renna í átt til Hjaltadalsár og í fjöllunum eru gil.

Hólabak í Sveinstaðahreppi

  • HAH00702
  • Corporate body
  • (1450)

Bærinn stendur skammt vestan Vatnsdalshólanna á lágri Ásbungu syðst á Haganum [Bak hólum]. Gamla túnið kringum bæinn, en suður af því nýræktir. Engi var áður vestur við Gljúfurárósa og einnig ítak austur við Vatnsdalsá í Sveinsstaðalandi. Það er nú orðið tún. Beitiland er aðallega vestur frá bænum allt til Gljúfurár og Hóps, talið gott sauðaland. Ræktunarskilyrði allgóð. Jörðin er gamalt býli, fyrr klausturjörð, bændaeign nú um skeið. Íbúðarhús byggt 1953, 474 m3. Fjós 1975 fyrir 45 kýr og 30 geldneyti með mjaltarbás, mjólkurhúsi og haughúsi. Fjárhús yfir 350 fjár. Hlöður 1350 m3. Tún 22,6 ha. Veiðiréttur í Gljúfurá og Hóp.

Hólabær í Langadal

  • HAH00165
  • Corporate body
  • (1930)

Hólabær. Gamalt býli byggt 1955. Bærinn stendur húsaveg norðan Gunnsteinsstaða í hólnum, sem nær þar fram á árbakkann. Eyðibýliðið Kárahlíð á Laxárdal er eign bænda í Hólabæ og Gunnsteinsstaða. Íbúðarhús byggt 1955- 345 m3 Fjós fyrir 12 gripi. Fjárhús yfir 270 fjár. Hlöður 950 m3. Tún 27 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Hofsós

  • HAH00297
  • Corporate body
  • (1950)

Hofsós er þorp á Höfðaströnd við austanverðan Skagafjörð, báðum megin við ósa Hofsár. Þar er ágætt skipalægi frá náttúrunnar hendi, einkum í norðaustanátt, og betra en annars staðar við Skagafjörð. Talið er að verslun hafi hafist á staðnum á 16. öld, og er Hofsós því einn elsti verslunarstaður landsins. Þangað sóttu Skagfirðingar nær alla sína verslun þar til byggð hófst á Sauðárkróki upp úr 1870. Íbúar voru 161 árið 2015.

Föst búseta hófst á Hofsósi á 19. öld og flestir urðu íbúar þorpsins um 300 um miðja 20. öld. Aðalatvinnuvegurinn var lengst af fiskveiðar og vinnsla sjávarafla og þjónusta við sveitirnar í kring en á síðustu árum hefur ferðamannaþjónusta skipað æ stærri sess. Á Hofsósi er að finna eitt elsta bjálkahús landsins, Pakkhúsið, vörugeymslu frá tíma einokunarverslunarinnar. Það var reist árið 1772. Í Pakkhúsinu er nú Drangeyjarsafn, helgað Drangey og nýtingu hennar fyrr og nú. Þar er einnig Vesturfarasetrið, safn og rannsóknarsetur tengt vesturferðum Íslendinga 1870-1914. Það er í gömlu timburhúsi þar sem Kaupfélag Austur-Skagfirðinga var áður til húsa, og í nýbyggingu sem reist var í sama stíl. Allmörg önnur gömul hús eru í þorpinu, einkum á Plássinu svonefnda, niður við sjóinn, sem hafa flest verið gerð upp og eru sum þeirra notuð sem sumarhús.

Stuðlaberg í fjöru nálægt Hofsósi

Örskammt sunnan við Hofsós er annar gamall verslunarstaður, Grafarós, og spölkorn innar á ströndinni sá þriðji, Kolkuós. Strandlengjan í nágrenni Hofsóss þykir falleg og þar eru merkilegar stuðlabergsmyndanir, einkum í Staðarbjargavík og þó enn frekar í Þórðarhöfða, sem gengur út frá Höfðaströnd spölkorn utan við þorpið.
Ný sundlaug á Hofsósi var vígð um páskana 2010 og er hún gjöf frá athafnakonunum Lilju Pálmadóttur og Steinunni Jónsdóttur, sem eiga jarðir á Höfðaströnd og búa þar eða dvelja löngum.
Upphaflega var Hofsós í Hofshreppi, en þorpið og næsta nágrenni þess var gert að sérstökum hreppi, Hofsóshreppi, 1. janúar 1948. 10. júní 1990 var Hofsóshreppur sameinaður Hofshreppi á ný, ásamt Fellshreppi.
Hinn 6. júní 1998 sameinaðist svo Hofshreppur 10 öðrum sveitarfélögum í Skagafirði og mynduðu þau saman Sveitarfélagið Skagafjörð.

Hofskirkja Skagaströnd

  • HAH00570
  • Corporate body
  • (1950)

Hofskirkja á Skagaströnd er í Höskuldsstaðaprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi. Hof var prestsetur á Skagaströnd, u.þ.b. 9 km norðan Höfðakaupsstaðar (Skagastrandar). Þar eru tóttir, sem kunna að vera af hofi, kallaðar Goðatóttir. Í kaþólskum sið voru kirkjur staðarins helgaðar Ólafi hinum helga, Noregskonungi.

Prestakallið var lagt niður 1907 og sóknir hennar lagðar til Höskuldsstaða. Timburkirkjan, sem nú stendur, var byggð árið 1876. Veggir hennar eru múrhúðaðir að utan og þakið járnklætt. Hún er turnlaus en með krossi á stafni. Bogalagaðir gluggar tóku við af fernyrndum og ekkert söngloft er í kirkjunni. Prédikunarstóllinn er ævagamall, trénegldur, með myndum af guðspjallamönnunum. Altaristaflan er gömul og sýnir upprisuna og er talið að hún sé íslensk.
Hofskirkja er timburhús, 10,06 m að lengd og 6,41 m á breidd. Þakið er krossreist og upp af framstafni er trékross. Kirkjan er klædd listaþili, þak trapisustáli og stendur á steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru fjórir póstagluggar með tveimur fjögurra rúða römmum og einn heldur minni er á framstafni. Fyrir kirkjudyrum eru tvöfaldar vængjahurðir, okahurðir utan en spjaldahurðir að innan. Trétröppur með fimm þrepum eru framundan kirkjudyrum.
Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Hofskirkja Skagafirði

  • HAH00448
  • Corporate body
  • (1950)

Hofskirkja er í Hólaprestakalli í Skagafjarðarprófastsdæmi. Þar voru kaþólskar kirkjur helgaðar Pétri postula og tilheyrðu Hofsþingum.

Timburkirkjan, sem þar stendur nú, var byggð á árunum 1868-70. Henni hefur verið breytt nokkuð að innan. Söngloftið, sem var yfir framkirkju, var tekið niður og nú er sungið á palli vinstra megin við dyrnar.
Altaristaflan er frá 1655 og prédikunarstóllinn frá 1650. Innrammaður silfurskjöldur er til minningar um Jakob Havsteen, kaupmann á Hofsósi og konu hans.

Hofsá á Skaga

  • HAH00462
  • Corporate body
  • (1000-2019)

Hofsá er bergvatnsá og rennur úr Langavatni á Skagaheiði
Ný brú var byggð 1985.

Fyrirhugað var að virkja hana um 1942

Höfnin á Skagaströnd

  • HAH00442
  • Corporate body
  • (1900)

„Ég kom til Skagastrandar í sumar og sá höfn þá, sem verið er að vinna að þar, og þá rak ég mig á einkennilegt fyrirbrigði, sem ég vona; að verði hægt að ráða bót á. — Þannig er, að sjórinn hefur borið sand inn í höfnina, og kveður svo rammt að þessu, að þar sem áður gátu legið nokkuð stór skip, þar er nú þurrt land. Nú er verið að byggja garð innan við höfnina til þess að fyrirbyggja þetta, en menn eru þó hræddir um, að það takist ekki, en vona samt hið bezta. Hvort verksmiðjan þar er miðuð við hafnarmannvirkin, skal ég ekki dæma um.“ Hermann Jónasson á Alþingi 26.8.1942.

Hafnarnefnd samþykkti nýlega á fundi sínum að nefna hafnarkantana nýjum nöfnum og bera þeir framvegis nöfnin Útgarður, Sægarður, Ásgarður, Miðgarður, Skúffugarður og Smágarðar sem eru flotbryggjurnar fyrir smábátanna. Unnið er að gerð öryggisplans fyrir höfnina og þótti mikilvægt að fyrir lægi formlega hver væru nöfn bryggjanna og nauðsynlegt að festa nöfnin í sessi. Í framhaldi af þessari ákvörðun verða bryggjurnar merktar í samræmi við þessi nýju nöfn. Þar með falla út nöfn eins og Löndunarbryggja, Bræðslubryggja og Suðurgarður svo einhver séu nefnd af þeim nöfnum sem notuð hafa verið í gegnum tíðina á bryggjunum og einhverjum kann að þykja eftirsjá í.
Skagaströnd 8.3.2004

Syðsti endi Spákonuhöfða ber tvö nöfn, Hólsnef og Höfðatá. Þar er legu merki fyrir höfnina frá þeim tíma er stærri skip lögðust ekki að bryggju heldur lágu við festar þar sem merkið bar í annað legumerki sem stendur hæst á Höfða num. Sams konar merki voru á Hólanesi austan við víkina. Þegar gengið er frá bílastæðinu norður eftir Höfðanum, sjávarmegin, er eftir nokkurn spöl komið að sér kennil egum litlum kletti sem nefndist Tröllamey. Einhvern tímann hefur efsti hlutinn þó brotnað af klettinum og nú er eins og höfuðið vanti. Hún sat með bók eða prjóna í kjöltu sér og beið forðum eftir að bóndi sinn kæmi úr róðri en dagaði uppi.

Nokkru norðar er stór vík sem gengur inn í Höfðann að vestanverðu og heitir Vækilvík eða Vékelsvík en litlar skýringar er að finna á þessum sérkennilegu nöfnum. Sagnir eru um að fyrsti verslunarstaðurinn hafi verið þarna og kaup skip jafnvel legið á víkinni en þar er aðdjúpt. Einnig eru til heimildir um að festarhringir fyrir skip hafi verið við víkina. Vælugil nefnist gilskora í sunnanverðri Vækilvík. Skýringin á nafninu er sú að í ákveð num vindáttum hvín í gilinu. Norðan við víkina er Reiðingsflöt en þar voru bændur sagðir hafa búið upp á hesta sína eftir að hafa átt viðskipti í skipum sem lágu á víkinni. Á Reiðingsflöt er gott að nema staðar og skoða sig um. Framan við flötina er lítill hólmi sem nefnist Sauðsker og má ganga þangað þurrum fótum á fjöru. Enn utar er lítið sker og er Músasund á milli, hyldjúpt og má fara á báti um sundið. Nokkru norðan við Reiðingsflöt er Arnarstapi, tignarlegur klettur við norður enda Höfðans. Nálægt Arnarstapa er lægð sem ber nafnið Leynidalur eða Fagridalur og handan hennar er Réttarholtshæð. Austan hæðarinnar stendur bærinn Réttarholt. Efst á Réttarholtshæð er Spánskadys en þar mun spænskur sjómaður hafa verið greftraður og staðurinn valinn vegna útsýnisins. Þar sem Höfðinn og láglendið mætast heitir Landsendi og var Landsendarétt þar við sjóinn. Hún var hlaðin úr grjóti en er nú hrunin, þó sjást leifar hennar. Sunnan við Réttarholtshæð er bærinn Laufás. Norðan við Spákonufellshöfða er stór vík sem nefnist Bót og nær hún út að Finnsstaðanesi. Árið 1910 strandaði strandferðaskipið Laura í víkinni í dimm viðri en mannbjörg varð.

Höfðaver hf. (1965)

  • HAH10075
  • Corporate body
  • 1965

Höfðaver hf. var stofnað 1965 á Skagaströnd, tilgangur þess var rekstur vinnslustöðvar fyrir sjávarafurðir.
Í stjórn voru:
Ingvar Jónsson formaður
Jón Stefánsson varaformaður
Páll Jónsson ritari
Ráðinn var Björgvin Brynjólfsson sem framkvæmdastjóri fyrir félagið frá 1. júní 1965

Höfðaskóli (1958)

  • HAH10116
  • Corporate body
  • 1958

Saga skólahalds á Skagaströnd nær allt aftur á síðustu öld. Þá var farkennsla við lýði og svo var einnig fyrstu fjóra áratugi þessarar aldar. Kennslan var þá allt frá 2-3 vikum og upp í 2-3 mánuði á ári. Kennslustaðirnir voru margir allt til ársins 1922 að keypt var sérstakt húsnæði undir skólann í kauptúninu. Var það hús úr steinsteypu, byggt árið 1912 sem verslunarhús og stóð á Hólanesi við sjóinn. Þar var kennt til ársins 1958. Kennslustofur voru tvær.
Árið 1939 varð kauptúnið að sjálfstæðu sveitarfélagi og það sama haust var komið á fót ,,fastaskóla”. Fyrsta skólaárið, 1939-1940, var kennt frá 17. október til 10. maí, alls 135 daga. Nemendur voru þá samtals 46 í 2 bekkjardeildum. Einn kennari starfaði við skólann, Páll Jónsson, og var hann jafnframt skólastjóri.Eftir því sem fólki fjölgaði í kauptúninu óx nemendafjöldinn smátt og smátt, fleiri deildir komu til og kennurum fjölgaði. Kennt var 6 daga vikunnar og var það gert allt til ársins 1973. Skólinn var tvísetinn og þrengsli mikil, sérstaklega eftir að unglingadeild var bætt við árið 1948. Því var brugðið á það ráð að byggja nýtt skólahús og var það tekið í notkun 2. nóvember 1958. Þá voru 117 nemendur í 7 bekkjardeildum. Hins vegar voru kennslustofur aðeins 4 og því skólinn áfram tvísetinn.
Nemendum hélt áfram að fjölga fram yfir 1960 og náði hámarki, um 150, skólaárið 1963-1964. Vegna slæms árferðis á sjötta og sjöunda áratugnum fækkaði aftur í kauptúninu og þar með nemendum sem urðu fæstir, rúmlega 100, skólaárið 1971-1972. Þá fór þeim aftur að fjölga, með betri tíð og blómum í haga, og voru nemendur að meðaltali um 140 á níunda áratugnum. Síðan hefur leiðin legið aftur niður á við og skólaárið 2011-2012 voru nemendur alls 100.
Árið 1982 var tekin í notkun ný viðbygging við skólann og batnaði þá hagur hans töluvert er ýmsar sérgreinastofur og bókasafn bættust við. Nýtt íþróttahús var svo tekið í notkun 14. mars 1998. Í því eru einnig þrjár kennslustofur og þá var loksins hægt að einsetja skólann að fullu en það var gert þá um haustið.
Fjöldi kennara var nokkuð jafn fram yfir 1970, eða um 4-6. Með lengingu skólans, fleiri vikustundum og minni kennsluskyldu hefur þeim fjölgað jafnt og þétt síðan og nú eru 13 stöðugildi í kennslu við skólann. Af kennurum starfaði Elínborg Jónsdóttir lengst, fyrst sem fastur kennari frá 1945-1985 og síðan sem bókavörður og stundakennari í tíu ár í viðbót, alls hálfa öld. Þá hefur Ólafur Bernódusson kennt við skólann frá árinu 1972, að undanskildu einu orlofsári og einu ári þegar hann ætlaði sér að hætta að kenna. Ólafur hefur því starfað við skólann í 43 ár.
Skólastjórar Höfðaskóla
Páll Jónsson frá 1939-1966
Jón Pálsson frá 1966-1973
Jóhanna Kristjánsdóttir frá 1973-1974
Jón Pálsson frá 1974-1986
Páll Leó Jónsson frá 1986-1991
Ingibergur Guðmundsson frá 1991-2001
Stella Kristjánsdóttir frá 2001-2002
Ingibergur Guðmundsson frá 2002-2005
Hildur Ingólfsdóttir frá 2005-2014
Vera Valgarðsdóttir frá 2014-2019
Sara Diljá Hjálmarsdóttir frá 2019-
Í upphafi var nafn skólans: Barnaskólinn í Höfðakaupstað, síðar Barna- og unglingaskólinn í Höfðakaupstað en svo var ákveðið að gefa skólanum sérstakt nafn og hlaut hann þá nafnið Höfðaskóli.

Höfðahreppur(1939-2007)

  • HAH10078
  • Corporate body
  • 1939-2007

Skagaströnd áður Höfðakaupsstaður er þorp á vestanverðum Skaga sem hefur verið sjálfstætt sveitarfélag, Höfðahreppur, síðan Vindhælishreppi var skipt í þrennt 1. janúar 1939. 11. september 2007 var tilkynnt um að nafni sveitarfélagsins hefði verið breytt í Sveitarfélagið Skagaströnd.

Höfðahólar Höfðakaupsstað

  • HAH00450
  • Corporate body
  • (1930)

Meirihluti Höfðakaupsstaðar er byggður í Höfðahólalandi. Höfðahólar stóðu á fallegum stað neðan svokallaðrar Hólabergja. Land jarðarinnar náði frá landamerkjum Spákonufells suður að Spákonufellshöfða, sem var í eigu Spákonufells. Mikið af landi Höfðahóla hefur verið ræst fram og ræktað. Núverandi eigandi er Höfðahreppur.

Hof í Vatnsdal

  • HAH00048
  • Corporate body
  • um 880 -

Landnámsjörð Ingimundar gamla. Höfuðból að fornu og nýju. Bærinn stendur í fögrum hvammi milli Hofsmela og Kötlustaðamela og er mjög skýlt þar, enda grær óvíða fyrr á vorin. Aðalheyskaparland jarðarinnar er norðan Hofsmela og að mestu ræktað. Undir jörðina er nú lögð eyðijörðin Kötlustaðir, lítið býli, sem var í byggð til 1935. Jörðin er miðsvæðis í dalnum. Tveir skógræktarreitir og heimagrafreitur í öðrum. Norðan Hofsmela voru til forna Gróustaðir. Á Hofi gerði Skinnapilsa fyrst vart við sig. Íbúðarhús byggt 1946 og 1955, 700 m3. Fjárhús yfir 860 fjár. Hesthús yfir 10 hross. Hlöður 2100 m3. Votheysturn 144 m3. Verkfærageymsla 600 m3. Geymsla og bílskúr. Tún 64 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.
Kristfjárjörð;

Hof á Skaga

  • HAH00422
  • Corporate body
  • (1930)

Bærinn stendur stuttan spöl norðan Hofsár, skammt vestan við Hjallahólsbrekku, sem er grasi gróin hólbrekka. Á Hofi er graslendi mikið og gott, túnstæði víðlent. Auk þess á Hof mikið engjaland austan fjalls. Hofsselsengi. ‚ibúðarhús steypt 1946 376 m3. Fjós steypt 1950 yfir 12 gripi, fjárhús steypt 1975 yfir 400 fjár. Hesthús byggt 1935 úr torfi og grjóti fyrir 20 hross. Tvær hlöður steyptar 984 m3, Voteysgeymsla byggð 1960 35 m3. Steypt geymsla 1960 130 m3, blásarahús og súgþurkun byggt 1972 85 m3. Tún 26,5 ha.

Höepfnerverslun Blönduósi

  • HAH00110
  • Corporate body
  • 1877 - 1930

Höphnerverslun 1877. Rifið 1930 og endureist á Blöndudalshólum.
Hillebrandt fékk í fyrstu útmælda lóð á sjávarbakkanum skammt innan við Skúlahorn en þar voru þá 3 útmældar verslunarlóðir, auk hans voru það Grafaróskaupmenn og Höephnersverslun á Skagaströnd sem reistu þar söluskúr sem síðar var fluttur inn fyrir á og reistur vestan Pétursborgar fyrstu sölubúð Höephners.

Þessi skúr ásamt skúr Thomsen eru því fyrstu byggingarnar sem reistar voru á Blönduósi

Hnjúkur í Þingi

  • HAH00501
  • Corporate body
  • (880)

Bærinn stendur austan Vatnsdalsvegar vestri sunnan undir Hnjúkahnjúk, beint á móti Jörundarfelli. Gamlatúnið og nokkrar nýræktir eru austan vegar, en aðrar vestan hans, sumar spölkorn vestur í hálsinum. Engjar eru í óshólmum Vatnsdalsár og beitiland víðlent á hálsinum. Ræktunarskilyrði heima við nálega full nýtt. Jörðin er fornbýli getið í Hallfreðarsögu, klausturjörð fyrr meir, nú um skeið bændaeign og ættarból í 5 ættliði [1975]. Íbúðarhús byggt 1951, 716 m3. Fjós fyrir 24 gripi og mjólkurhús. Fjárhús yfir 630 fjár. Hesthús yfir 30 hross. Hlöður 800 m3. Vothey 80 m3 Gömul fjárhús. Tún 64 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Hnitbjörg dvalarheimili aldraðra (1980)

  • HAH10130
  • Corporate body
  • 1980

Laugardaginn 1. mars var haldin vígsluhátíð í fyrri áfanga dvalarheimilis aldraðra á Blönduósi. Fyrri áfanginn er 2 hæðir og kjallari og í honum eru 10 íbúðir, 50 fm, ætlaður hjónum.
Hverri íbúð fylgir 6 fm geymslupláss í kjallara en þar er einnig samkomusalur og föndurherbergi, auk þvottaherbergis. „Það er ætlunin að föndurherbergið verði notað fyrir alla þá á
þessum aldri á Blönduósi og nágrenni sem óska eftir því”, sagði Sigursteinn Guðmundsson, yfirlæknir á Blönduósi, í samtali við Tímann.
„Framkvæmdir við byggingu dvalarheimilisins hófust 1975, en fyrstu íbúarnir fluttust inn 21. des. 1979 og húsið var fullskipað í janúar 1980. Arkitektastofan sf. (Ormar Þ. Guðmundsson og Örnólfur Hall) hönnuðu húsið, verktakar voru Fjarhitun hf. Rafteikning hf og verktakar frá Blönduósi”. Í seinni áfanganum verða íbúðir fyrir einstaklinga en í 4 af
10 fyrstu íbúðunum er þannig gengið frá hlutunum að 2 einstaklingar geta búið í þeim með því að deila með sér eldhúsi”. Húsinu var gefið nafn á vígsluhátíðinni og var það skírt Hnitbjörg.
Bætt

Hnitbjörg Blönduósi

  • HAH00295
  • Corporate body
  • 1.3.1980

Hnitbjörg er kjarni átta íbúða í eigu Blönduóssbæjar. Það eru íbúðir fyrir aldraða með sjálfstæða búsetu, án stuðnings. Sveitarfélögin í A-Hún. og Skagaströnd eiga þessar íbúðir saman. Svo er öldrunardeild við heilbrigðisstofnunina á Blönduósi.

Sveitarfélögin veita heimilishjálp og heimsendingu á mat og styðja við félagsstarf aldraðra, en þessi þjónusta er að tilstuðlan byggðasamlagsins. - Heilsugæslustöð á Skagaströnd er nýbyggð, þar er hjúkrunarfræðingur með fasta viðveru og læknir kemur reglulega frá Blönduósi. Dvalar- og hjúkrunarheimili aldraðra, Sæborg, er starfrækt á Skagaströnd. Þar eru níu búseturými og allt að 10 starfsmenn. Óttast er að rýmum verði fækkað vegna niðurskurðar.

Hnífsdalur

  • HAH00296
  • Corporate body
  • (1950)

Hnífsdalur er lítið þorp sem stendur við utanverðan Skutulsfjörð og er í mynni samnefnds dals. Þar búa um tæp 200 manns (2015). Þorpið er á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar og er hluti af sveitarfélaginu Ísafjarðarbæ. Í Hnífsdal starfar Hraðfrystihúsið Gunnvör.

Árið 1910, þann 18. febrúar fórust 20 manns í snjóflóði.

Mynni dalsins er markað af tveimur hyrnum og heitir sú nyrðri Búðarhyrna eftir bæ að nafni Búð sem liggur við fjallsræturnar en sú syðri heitir Bakkahyrna eftir Bakka sem er bær við rætur þess. Eftir dalnum rennur Hnífsdalsá.

Fjallið sem skilur að Hnífsdal og Ísafjörð heitir Eyrarfjall.

Hnausar í Vatnsdal

  • HAH00294
  • Corporate body
  • (1950)

Hnausar I. Bærinn stendur framarlega á láglendinu milli Hnausatjarnar og Vatnsdalsár, á samnefndu landsvæði, litlu sunnar en móts við Skriðuskarð í Vatnsdalsfjalli. Tún hafa verið ræktuð um Hnausana á árökkunum og nú síðast austur við fjallsrætur, engjar norður frá túni og beitiland til fjallsins. Býlið er byggt í landi Skíðastaða hinna fornu sem fóru undir skriðu 1545 og fyrst í ábúð 1711, áður nýtt frá Þingeyrum. Íbúðarhús byggt 1942, 446 m3. Fjós fyrir 10 gripi og mjólkurhús. Fjárhús yfir 350 fjár. Hesthús yfir 10 hross. Hlöður 1160 m3. Votheys 40 m3. Tún 30,6 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá og Hnausatjörn.

Hnausar II. Bærinn stendur samtýnis Hnausum I örskotslengd þaðan, á grunni hins gamla bæjar, sem brann 1942. Tvíbýli hefir verið í Hnausum og sinn eigandi að hvorri hálflendu síðan 1915 og nú er þarna um að ræða tvö sjálfstæð býli með sér skiptum engjum, áveitu og ræktunarlendum en óskiptu beitarlandi. Hálfur Sauðadalur tilheyrir Hnausabæjum keyptur undan Stóru-Giljá í tíð Skaptaen læknis. Íbúðarhús byggt 1942, 287 m3 viðbygging 53 m3. Fjós fyrir 22 gripi. Fjárhús yfir 210 fjár. Hlöður 1010 m3. Tún 42 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá og Hnausatjörn.

Hnausakvísl og brúin

  • HAH00266
  • Corporate body
  • (1950)

Þingeyrar standa í miðju héraði, á lágri hæðarbungu er veit suður og austur að óshómum Hnausakvíslar þar sem hún rennur í Húnavatn.
Flóðið er stöðuvatn við mynni Vatnsdals. Í það fellur Vatnsdalsá. Vatnsfallið skiptir um nafn við Flóðið og heitir Hnausakvísl þegar það fellur úr Flóðinu. Hnausakvísl er 7 km löng og fellur til sjávar í Húnaós.
Brúarsmíði þar 1919.

Verkfræðingurinn hefir áætlað að brúin á Hnausakvísl muni kosta um 20 þús. kr., og er það ekki mikið fje. Nefndin bar verkfræðinginn fyrir því, að vegurinn kæmi ekki að notum, ef að eins yrði unnið að honum fyrra árið. Jeg hefi talað við verkfræðinginn, og skildi jeg hann ekki svo; er líka nægilega kunnugur þarna til þess að geta dæmt um það, og háttvirtur framsögumaður nefndarinnar hefir svo mikinn kunnugleik á þessu, að hann hlýtur að vita að jeg fer hjer með rjett mál. Ef veitt er fje til vegarins fyrra árið, kemst vegurinn yfir kvíslina, og gjörir þá minna til þó frestað verði áframhaldi hans seinna árið. Ef nauðsynlegt er að fresta einhverju, finst mjer að Húnvetningum sje ekki gjört beint ranglæti, ef fyrra árs veitingin er látin standa. Jeg játa að það þarf að spara, en jeg get ekki samþykt að taka einstakar fjárveitingar þannig út úr. Menn verða að gæta að því, að þetta er löng braut og nýlega byrjað að leggja hana, og þar að auki má geta þess, að fje það, sem veitt hefir verið til hennar undanfarandi, hefir ekki verið unnið upp. Mjer var auðheyrt að háttv. fjárlaganefnd hefir ekki góða samvisku af þessari tillögu, af því að hv. framsögumaður sá ástæðu til að forsvara hana sjerstaklega, og jeg vona að hv. deild komist ekki að þeirri niðurstöðu, að rjett sje að láta annað gilda um þennan veg en aðra vegi.
Guðmundur Ólafsson: 04.09.1915
Efri deild: 52. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 31 í B-deild Alþingistíðinda. (12)

  1. mál, fjárlög 1916 og 1917

Hnappastaðir Höfðakaupsstað

  • HAH00447
  • Corporate body
  • (1920)

Bærinn stóð á Hnappstaðatúni sem er við Oddagötu niður af Bogabraut. Bærinn er löngu horfinn....

Hlöðufell Blönduósi

  • HAH00105
  • Corporate body
  • 1916 -

Hlöðufell um 1916. Sjá umfjöllun um Hest og Reynivelli. Jóhannsbær 1910 og 1920.

Hljóðaklettar við Jökulsá á Fjöllum

  • HAH00240
  • Corporate body
  • (1950)

Hljóðaklettar eru fornar eldstöðvar þar sem Jökulsá hefur skolað í burtu öllu lausa gosefninu og skilið eftir innviði gíganna. Jarðmyndanir eru á heimsmælikvarða, sjá má stuðla vefjast í alls konar form, býkúpuveðrara kletta og hella af ýmsum stærðum. Gengið er frá bílastæði og niður að fyrsta klettinum, Tröllinu. Þaðan er gengið austan megin við klettana, leið sem er nokkuð grýtt og erfið yfirferðar, þar til komið er að fallegum helli sem fengið hefur nafnið Kirkjan. Stuttu eftir Kirkjuna sveigir stígurinn til vesturs og svo til baka í suður, leiðin greikkar og gengið er meðfram hellunum í Skuggakletti. Stígurinn sameinast síðan upphafsleiðinni á ný.

Hér er hægt að fara einfalda og stutta leið frá bílastæði niður að Hljóðaklettum. Fyrsti kletturinn sem komið er að ber nafnið Tröllið og er einn af fáum klettum í Hljóðaklettum sem ber ákveðið nafn. Sé farið rétt austur fyrir Tröllið (til hægri) og gengið nokkra metra yfir klettana, er hægt að sjá afar fallega stuðlabergsröðum og býkúpuveðrun í klettunum. Sama leið er farin til baka.

Hljóðaklettar í Jökulsárgljúfrum eru sérkennileg þyrping stuðlabergskletta ímynni Vesturdals niðri við Jökulsá á Fjöllum. Þessir klettar munu vera gígtappargígaraðar, sem síðara hamfarahlaup Jöklu skolaði í burtu fyrir u.þ.b. 3000 árum.Stuðlarnir hafa alls konar legu og framkalla ýmsar kynjamyndir og rósettur.

Nafnið er dregið af smábergmáli árniðarins, sem líkist helzt suði. Það er upplagt að gangafrá Hljóðaklettum suður í Hólmatungur (2½-3 klst.).
Skammt sunnan Klettanna eru Karl og Kerling, tveir hraunstandar neðst í gljúfrinu. Karlinn er 60 m hár en Kerlingin lægri og grennri. Tröllahellir, handan árinnar, var bústaður þeirra áður.

Hlíðarfjall / Hlíðará í Bólstaðarhlíðarhreppi

  • HAH00781
  • Corporate body
  • 874 -

Hlíðará / Hlíðarfjall. Ævarsskarð er dalsmynnið milli Hlíðarfjalls [Bólstaðarhlíðarfjalls] og Skeggsstaðafjalls. Bæði þessi fjöll liggja frá austri til vesturs. Í daglegu tali er Bólstaðarhlíðarfjall kallað Hlíðarfjall. Það er eins og skjólgarður fyrir norðanátt og liggur vel móti sólu. Er því talið eitt af sólríkustu fjöllum þessa lands. Vanalega er það snjólétt. Á milli þeirra er djúpur dalur, er líkist skarði, á milli Svartárdals og Langadals. Utarlega í skarði þessu telja sumir að bær Ævars hins gamla hafi staðið.

Hlíð á Skaga

  • HAH00421
  • Corporate body
  • (1937)

Hlíð á Skaga er nýbýli, byggt í Örlygsstaðalandi af Sigurbirni Björnssyni og Gurrid konu hans. Þar er bæjarstæði skjóllegt og land gott til ræktunar, eins og annarsstaðar undir Brekku.. Íbúðarhús steypt 1937, 25 m3. Fjós steypt 1937 yfir 6 gripi, fjós steypt 1972-73 yfir 16 gripi með 190 m3 haughúsi, fjárhús með kjallara byggð 1961 járnklædd yfir 214 fjár. Haughús byggt 1941, steypt 30m3. Geymsla byggð 1962 járnklædd 143 m3. Tvær hlöður 936 m3, blásarahús steypt 1962 45 m3. Tún 25 ha.

Hjarðartunga í Vatnsdal

  • HAH00047
  • Corporate body
  • 1962

Nýbýli úr Grímstungu stofnað 1962 úr 1/3 jarðarinnar. Bærinn stendur á þurru sléttlendi spöl frá brekkurótum nærri þeim stað sem er gamli bærinní Grímstungu stóð, sem var rifinn 1921.

Hjaltabakki

  • HAH00643
  • Corporate body
  • (950)

Á Hjaltabakka var kirkjustaður um aldaraðir, en 1895 var kirkjan flutt á Blönduós. Jörðin er víðlend, nær frá Draugagili við Blönduós og fram að Laxá. Hið efra eru melar og hrísmóar, en er kemur niður fyrir bakkann, sem bærinn stendur á, verður landið mýrlendaa. Upp af fjörunni eru bakkar sem hækka eftir því sem norðar dregur og enda við Háubrekku. Íbúðarhús byggt 1912, 467 m3 og viðbót 1975 45 m3. Fjós 1958 fyrir 16 gripi, breytt 1975 í fjárhús. Fjárhús yfir 440 fjár. Tvær hlöður 1040 m3. Votheysturn 40 m3. Geymsla. Tún 41,1 ha. Veiðiréttur í Laxá á Ásum.

Hjallaland í Vatnsdal

  • HAH00292
  • Corporate body
  • (1950)

Bærinn stendur á skriðubungu vestur frá Jörundarfelli skammt frá austustu kvísl Vatnsdalsár. Túnið er ræktað á skriðu, en engjar í óshólmum Vatnsdalsár og á bökkum hennar, mikið af engjum er áborið. Beitiland er í flóum og grundum meðfram fjallinu og í því sjálfu - Deildarhjalli. Býlið er landnámsjörð og hét þá Grund undir Felli. Með jörðinni er nú metið Grundarkot sem lá áður til Másstaða. Hjallaland var fyrrum klausturjörð en varð bændaeign snemma á 19. öld. Skriðuhætt hefir löngum verið á Hjallalandi. Tók bæinn af við skriðuhlaup árið 1390. Íbúðarhús byggt 1883, 580 m3. Fjós fyrir 30 gripi. Fjárhús yfir 320 fjár. Hesthús. Hlöður 1280 m3. Tún 42 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Eigandi jarðarinnar 1975; Magdalena Margrét Sæmundsen 27. maí 1921 - 31. okt. 1998. Var á Blönduósi 1930. Verslunarmaður í Reykjavík og á Blönduósi. Var í Sæmundsenshúsi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi. Fósturdóttir: Sigríður Hermannsdóttir f. 3.3.1955.

Hítará, Brúarfoss, Kolbeinsstaðafjall, Fagraskógarfjall, Grettisbæli, Barnaborgarhraun.

  • HAH09274
  • Corporate body
  • 874 -

Kolbeinsstaðafjall 675 mys
Fagraskógarfjall er um 684 m. fjall í Hnappadal í Borgarbyggð, sunnan við Hítardal. Við suðaustanvert fjallið er fellið Grettisbæli.
Þann 7. júlí 2018 féll skriða eða berghlaup úr fjallinu sem stíflaði um tíma Hítará. Við það myndaðist vatn sem nefnt var Bakkavatn. Skriðan var einfaldlega nefnd Skriðan.
Grettisbæli er 426 m hátt móbergsfjall, er gengur suðaustur úr Fagraskógarfjalli (684 m). Efst í fjallinu eru skörðóttir móbergstindar er standa upp úr annars snarbröttum skriðunum. Í Grettis sögu segir að Grettir Ásmundarson hafi haft aðsetur í hellisskúta í fjallinu í þrú ár, enda hafi fjallið verið mjög svo ákjósanlegt vígi til varna frá náttúrunnar hendi. Aðrar heimildir segja hann hafa dvalist þar nokkuð skemur, eða í um eitt ár. Mun Grettir hafa gengið svo frá hellismuna að lítið bæri þar á mannaferðum og síðan herjað á nágrannabyggðir um vistir og viðurværi.
Hítará er bergvatnsá sem rennur úr Hítarvatni eftir Hítardal og fellur í Akraós. Hítará afmarkar Mýrasýslu og Snæfells- og Hnappadalssýslu.
Í ánni eru fossarnir Kattarfoss og Brúarfoss og er í henni góð laxveiði en hún er nú laxgeng allt til upptaka. Selir ganga stundum upp í ána allt að Brúarfossi. Jóhannes á Borg byggði sér veiðihús á árbakkanum og kallaði Lund. Þar er að finna mikið safn uppstoppaðra fugla sem Jóhannes viðaði að sér.
Barnaborgarhraun og Barnaborg eru í Kolbeinsstaðahreppi, Snæfellsnessýslu. Þetta er úfið apalhraun frá nútíma, víða lyngi og kjarri vaxið, runnið frá Barnaborg, eldvarpi í miðju hrauninu.

Hindisvík á Vatnsnesi

  • HAH00291
  • Corporate body
  • (1900)-1957

Bæjarstæðið sérkennilegt og fagurt, vestan í klettarima, við litla vík sem skerst inn í Vatnsnesið norðanvert. Jörðin er sögð hálf í sjó að gæðum, svo eru þar hlunnindi mikil ef nýtt væru. Í Hindisvík er löggilt höfn. Þar hefur sami karlleggur búið frá 1830, síðast sra Sigurður Norland. Íbúðarhús það er síðast var var notað reisti Jóhannes Sigurðsson faðir sra Sigurðar. Þar standa auk þess tvö smá íbúðarhús sem sra Sigurður lét byggja. Eigendur Sverrir Norland og Agnar Norland. Íbúðarhús byggt 1953 349 m3. Fjárhús yfir 160 fjár. Hlaða 1313 m3. Tún 18,4 ha. Selveiði, æðavarp og reki.

Hillebrantshús Blönduósi 1877, Blöndubyggð 2

  • HAH00104
  • Corporate body
  • 1877 -

Hillebrandtshús 1877. Byggt úr viði úr gömlu verslunarhúsunum á Skagaströnd. Björnsbær 1940. Blönduósbær kaupir húsið 1992.
Yfirsmiður við Hillebrandtshúsið var Sverrir Runólfsson steinsmiður þá hafði hann nýlokið við að hlaða Þingeyrarkirkju, síðar fékk hann útmælda lóð á „Sverrishorni“ (Einarsnesi). Ekki entist honum þó ævin til að reisa sér hús þar. Héðan sigldi hann áleiðis til Borðeyrar með hund sinn, sem hann kallaði Magnús berfætta, en ekkert spurðist til þeirra eftir það. Sagt er, að menn hafi tekið til þess, hvað hundurinn var tregur að fara í bátinn.

Hestur (1894) Blönduósi (Guðmundarbær 1901 / Jóhannshús/bær 1908)

  • HAH00731
  • Corporate body
  • 1894 -

Bæ þennan byggði Guðmundur Benediktsson 1894. Guðmundur bjó þar í húsinu til 1901 að hann flutti vestur um haf. Hjá honum var um tíma Guðbjörg móðir hans sem lést haustið 1900. Hún er ásamt Birni Erlendssyni, fyrsta manneskjan sem grafin er í kirkjugarðinum.
Eftir brottför Guðmundar eignast Halldór Halldórsson kennari húsið. Hann býr þar til 1908 og var verslunarstjóri fyrir kaupfélagið.
Verslaði hann hann í herbergi er tekið var á leigu í Vertshúsinu. 1908-1909 var Halldór til húsa hjá Þorsteini Bjarnasyni, en söludeildin hafði verið flutt út fyrir á, í skúr er kaupfélagið átti þar.
Halldór byggði sér eigið hús utan ár 1909, þar bæði bjó hann og verslaði til dauðadags.
Halldór seldi Jóhanni Jóhannssyni, Guðmundarbæ 1908.

Hesputré

  • HAH00990
  • Corporate body
  • 874-

Hesputré er áhald úr tré til að vinda garn. Hesputré er handsnúið áhald þar sem ullarþráðurinn er undinn upp í hespur.

Herðubreið

  • HAH00239
  • Corporate body
  • (1950)

Herðubreið er 1682 metra hátt móbergsfjall norðan Vatnajökuls. Hún er í Ódáðahrauni og er oft nefnd „Drottning íslenskra fjalla“ (sjá listann yfir gælunöfn) vegna þess hve mörgum finnst hún formfögur. Fjallið myndaðist við eldgos undir jökli. Á toppi þess eru hraunlög og hefur gosið því náð upp úr jöklinum. Slík fjöll, þ.e.a.s. móbergsfjöll með hraunlögum að ofan, kallast stapar. Herðubreið var valin þjóðarfjall Íslendinga í kosningu árið 2002.

Fyrst var gengið á Herðubreið með vissu árið 1908 en fram að því hafði hún verið talin ógeng. Það gerðu Sigurður Sumarliðason og þýski jarðfræðingurinn Dr. Hans Reck í ágúst það ár nánar tiltekið 13. ágúst 1908. Þann 21.apríl 2009, 101 ári seinna, fór Björn Böðvarsson vélsleðakappi úr Mývatnssveit á topp Herðubreiðar á vélknúnu ökutæki fyrstur manna, er hann náði toppnum á vélsleða sínum.

Héraðsskólinn á Laugum

  • HAH00290
  • Corporate body
  • 1925 -

Framhaldsskólinn á Laugum í Þingeyjarsveit er íslenskur framhaldsskóli. Skólinn var stofnaður haustið 1925 en hefur starfað í núverandi mynd frá árinu 1988. Skólameistari hans er Hallur Reynir Birkisson.

Frá upphafi skólahalds á Laugum árið 1925 hafa um 7000 manns stundað nám, fyrst í lýðsskóla, síðan alþýðuskóla, þá héraðsskóla og loks í Framhaldsskólanum á Laugum eins og hann heitir nú. Framhaldsskólinn á Laugum er heimavistarskóli og þangað koma nemendur alls staðar að af landinu.
Tildrög stofnunar Laugaskóla má rekja til hinnar svokölluðu Þingeysku menningarbyltingar sem stóð frá sjöunda áratug 19. aldar til þriðja áratugs 20. aldar, en þá var skólinn stofnaður. Segja má að forverar skólans hafi verið fjórir. Fyrstur var stofnaður Hléskógaskóli en hann starfaði ekki lengi og kenndu margir slæmri staðsetningu um. Seinna var skólahúsið fært að Ljósavatni og var þá stofnaður Ljósavatnsskóli og starfaði hann í 11 ár. Unglingaskólinn á Breiðumýri var svo stofnaður árið 1918 og Lýðsskólinn á Laugum var arftaki hans.
Á fundi hjá Sambandi Þingeyskra ungmennafélaga (síðar HSÞ), 24. apríl 1915, var samþykkt tillaga þess efnis að allar deildir sambandsins innu að stofnun héraðsskóla. Í framhaldi af því var farið að huga að stað fyrir skólann. Upphaflega var horft til Grenjaðarstaðar, en á endanum var ákveðið að hinn nýi skóli skyldi rísa á Laugum í Reykjadal. Á Laugum var nægilegt heitt vatn og Sigurjón Friðjónsson á Litlu-Laugum gaf land undir skólann. Var Arnór Friðjónsson, sonur Sigurjóns, fyrsti skólastjóri þess skóla.
Skólinn er nú með heimavistir fyrir 150 nemendur.

Húsakostur Laugaskóla er mikill og hefur skólasvæðið byggst upp jafnt og þétt á þeim rúmu 80 árum sem skólinn hefur starfað.
Fyrstur var reistur Gamli skóli eins og hann er kallaður í dag, en einungis tvær burstir og sundlaug í kjallara hans, árið 1925. Þriðja burstin var reist árið 1928. Íþróttahúsið Þróttó var reist árið 1931 og var það um tíma stærsta íþróttahús landsins. Dvergasteinn með heimavist og nýjum smíðasal var reistur árið 1949 og kennaraíbúðir við Dvergastein árið 1957. Norðurálma við Gamla-Skóla með nýjum matsal og heimavistum var reist árið 1961 og kom húsið að góðum notum við Landsmót UMFÍ sem haldið var á Laugum þá um sumarið. Fjall var byggt árið 1967 með heimavist og íbúðarhúsnæði, nýtt Íþróttahús reist árið 1978 og loks Tröllasteinn árið 2000 en í honum eru herbergi fyrir allt að 70 nemendur. Árið 2005 var svo reist vegleg útisundlaug. Árið 2012 var vistin Álfasteinn tekin aftur í notkun eftir hún hafði verið lagfærð.

Haustið 1926 var ráðist í blaðaútgáfu og hafa ýmis blöð komið út á vegum félagsins síðan þá. Fyrstu árin var gefið út Ársrit Nemendasambands Laugaskóla og eru eintök af því til varðveislu á bókasafni Framhaldsskólans á Laugum. Þar er að finna góðar heimildir um starfið í skólanum fyrstu ár hans.
Ýmsar hefðir eru í félagslífi nemenda á Laugum og eiga margar þeirra sér langa sögu. Ein þeirra langlífustu er sú að nýnemar sem það vilja syndi yfir tjörnina á Laugum og séu þannig formlega orðnir Lauganemar. Þá stendur NFL fyrir Tónkvíslinni sem er árleg söngkeppni meðal nemenda skólans annars vegar og hins vegar meðal grunnskóla úr Þingeyjarsýslum.

Héraðsskólinn á Laugarvatni og Laugarvatn

  • HAH00028
  • Corporate body
  • 1928-

Ketilbjörn gamli Ketilsson nam Grímsnes frá Höskuldslæk, Laugardal og Biskupstungur til Stakksár. Hann bjó á Mosfelli.
Ketilbjörn Ketilsson hinn gamli, landnámsmaðurá Mosfelli var tvímælalaust fulltrúi heiðins siðar og fornra gilda. En Mosfellingar og Haukdælir, afkomendur hans og Helgu konu hans, voru fyrstu menntamenn íslendinga, vel á undan samtíð sinni og báru af flestum íslendingum á þjóðveldisöld.

Skólaþorpið Laugarvatn hefur verið vagga menntunar á svæðinu allt frá 1928, þar eru nú öll skólastig frá leikskóla til háskóla. Við Laugarvatn er Vígða laug, en margir trúa á lækningarmátt vatnsins. Við kristnitökuna árið 1000 voru heiðingjar skírðir í þessari volgu laug. Fjölbreytt þjónusta er í boði á Laugarvatni og nágrenni og ýmsir afþreyingarmöguleikar. Tjaldsvæði, farfuglaheimili, bændagisting, hótel og veitingastaðir. Hægt að leigja bát og sigla á vatninu, veiða í ám og vötnum eða bregða sér í golf eða sund. Fallegar gönguleiðir eru í nágrenninu og boðið er upp á hellaskoðun, kanóferðir og útiafþreyingu fyrir hópa. Fjölbreytt fuglalíf er í skóginum og við vatnið og fallegar gönguleiðir. Laugarvatnsfjall býður upp á víðáttumikið útsýni. Upp frá Miðdal, um 3 km frá Laugarvatni, er vinsæl gönguleið upp að Gullkistu þar sem fjársjóður Ketilbjarnar á að hafa verið grafinn..

Héraðskólinn á Laugarvatni var héraðsskóli sem var stofnaður 1.nóvember árið 1928 í skólahúsi sem Guðjón Samúelsson teiknaði. Hús héraðsskólans var friðað árið 2003 og tekur friðunin til ytra útlits og stigagangs.

Við setningu fræðslulaga árið 1946 tók héraðsskólinn upp kennslu til landsprófs. Haustið 1947 tók til starfa við héraðsskólann framhaldsdeild sem kenndi námsefni fyrsta árs menntaskóla og var hún nefnd Skálholtsdeild. Menntaskólinn að Laugarvatni var svo stofnaður árið 1953.

Árið 1932 var Íþróttakennaraskóli Íslands stofnaður og var hann í húsakynnum héraðsskólans, bókasafni, sundlaug og íþróttahúsi.

Hús gamla héraðsskólans stóð autt um nokkuð skeið eftir að skólahald fluttist í aðrar byggingar á Laugavatni. Listahátíðin Gullkistan var haldin í héraðsskólanum sumarið 2005. Gamli héraðsskólinn hefur nú verið gerður upp og mun Háskóli Íslands fá hluta gamla héraðsskólans fyrir starfsemi sína á Laugarvatni en þar er íþróttafræðanám innan Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.

Árið 1928 létu Laugarvatnshjónin, Ingunn Eyjólfsdóttir (1873 – 1969) og Böðvar Magnússon (1877 – 1966) ættaróðal sitt af hendi til að veita stofnun Héraðsskóla á Laugarvatni brautargengi. Þau hjónin tóku við búi á Laugarvatni 1907 og bjuggu á Laugarvatni alla tíð.

Héraðsskjalasafn Kópavogs (2000)

  • HAH 10124
  • Corporate body
  • 2000

Héraðsskjalasafn Kópavogs var stofnað 12. desember árið 2000. Aðdragandi stofnunar þess var Bæjarskjalasafn Kópavogs sem starfaði á bæjarskrifstofum Kópavogs frá árinu 1978.
Leo W. Ingason var héraðsskjalavörður frá stofnun árið 2000 til 2005.
Hrafn Sveinbjarnarson hefur verið héraðsskjalavörður frá því í ársbyrjun 2006.

Héraðsskjalasafn Austur-Húnavatnssýslu (1966)

  • HAH10111
  • Corporate body
  • 1966

Héraðsskjalasafn Austur–Húnavatnssýslu var formlega stofnað með bréfi þjóðskjalavarðar dags. 5.des. 1966 en í raun var farið að safna skjölum þegar lögin um héraðsskjalasöfn tóku gildi, en þau voru nr. 7 frá l2. feb. l947. Nú gilda lög um Þjóðskjalasafn Íslands nr. 66 frá 27. júní 1985, 12. - 16. gr., fjalla um héraðsskjalasöfn. Það var sýslunefnd Austur-Húnavatnssýslu, sem hafði forgöngu um að stofna safnið og veitti fjárframlög til þess og síðar arftaki sýslunefndarinnar, héraðsnefnd Austur - Húnavatnssýslu frá og með árinu 1989 - 2010 en þá var hún lögð niður.

Skjalasafnið er til húsa að Hnjúkabyggð 30. Aðstaðan samanstendur af einni skrifstofu og lessal ásamt geymslu fyrir gögn og myndir sem afhentar hafa verið til varðveislu.

Skjalasafnið heyrir undir stjórn Byggðarsamlags atvinnu- og menningarmála.
Hana skipa:
Halldór Ólafsson, Skagaströnd, formaður og meðstjórnendur
Guðmundur Haukur Jakobsson, Blönduósi,
Magnús Björnsson, Syðra-Hóli
Ragnhildur Haraldsdóttir, Húnavatnshrepp,
Valdimar O. Hermannsson, Blönduósi, framkvæmdastjóri nefndarinnar.
Skjalavörður er Svala Runólfsdóttir.

En safnið er ekki bara skjalasafn heldur hefur það tekið á móti og varðveitt ljósmyndir, málverk o.fl. Þegar Páll V.G. Kolka gaf út árið 1950 bókina Föðurtún, sem er héraðslýsing og ættasaga Húnvetninga, safnaði hann miklu af myndum til bókarinnar og fékk þær ýmist gefins eða að láni. Lánsmyndunum var skilað, en hann varðveitti hinar og þegar hann fór úr héraðinu afhenti hann Lionsklúbbi Blönduóss myndirnar til varðveislu.
Þá þegar höfðu nokkrar bæst við og margir vissu um þetta myndasafn. Og reyndin varð sú að fólk kom með eða sendi myndir hvaðanæva af landinu og einnig vestan frá Norður-Ameríku.

Það kom því svona af sjálfu sér, að Héraðsskjalasafnið tók myndasafnið að sér. Nú eru í safninu á annan tug þúsunda mynda af fólki, atburðum, mannvirkjum og landslagsmyndum með eða án bygginga. Allar þessar myndir hafa verið skráðar og velflestar verið settar á tölvuskrá og eru varðveittar á þann veg, sem nútíma þekking telur bestan.

Safnið hvetur Húnvetninga og alla aðra, sem eiga myndir af fólki eða atburðum tengdum Húnvetningum eða Húnavatnssýslu að senda safninu þær til varðveislu öldnum og óbornum kynslóðum til gleði og ánægju. Þeir sem taka við af okkar kynslóð geta alltaf sótt um grisjun til Þjóðskjalasafnsins.
Þá hefir safnið tekið til geymslu málverk, teikningar o.fl., sem það vill að verði varðveitt þar uns varanlegur samastaður fæst heima í héraði, sem þá yrði vísir að listasafni.
Ennfremur hefir safninu verið afhentir gripir, sem ætlaðir eru væntanlegu muna og minjasafni, sem stofnað verður með tíð og tíma.

Héraðsskjalaverðir frá stofnun skjalasafnsins:
Pétur B. Ólason 1966-1979
Þórhildur Ísberg 1979-2000
Þórarinn Torfason 2001-2003
Kolbrún Zophoniasdóttir 2005-2006
Svala Runólfsdóttir 2006-

Héraðsnefnd Austur Húnavatnssýslu (1988-2008)

  • HAH10030
  • Corporate body
  • 30.11. 1988 - 1.7. 2008

Í héraðsnefndinni sem stofnuð var formlega 30. nóvember eiga sæti 16 fulltrúar frásveitarfélögunum í Austur-Húnavatnssýslu. Héraðsnefndin mun leysa af hólmi sýslunefnd A-Hún. um næstu áramót. Oddviti héraðsnefndar AusturHúnvetninga var kjörinn Valgarður Hilmarsson oddviti á Fremstagili í Engihlíðarhreppi.
Helstu mál á fyrsta fundi héraðsnefndarinnar voru kosningar oddvita héraðsnefndar svo og í héraðsráð sem skipað er tveim mönnum auk oddvita héraðsnefndar. Auk oddvita héraðsnefndar voru kosnir í héraðsráð Guðmundur Sigvaldason sveitarstjóri á Skagaströnd og Ófeigur Gestsson bæjarstjóri á Blönduósi.
Miklar umræður urðu um umboð nefnda þeirra sem sýslunefnd skipaði á sínum tíma en umboð sýslunefndar A-Hún. fellur niður um áramót með tilkomu héraðsnefndarinnar. Samkomulag varð um að fá úrskurð félagsmálaráðuneytis um hvernig með þessi mál skuli farið. Ennfremur urðu töluverðar umræður um hvernig að uppgjöri sýslu sjóðs yrði staðið og ennfremur að hraðað yrði gerð fjárhagsáætlunar fyrir komandi ár.
Sýslunefndin sem lætur að störfum um áramót var skipað 10 mönnum auk sýslumanns og átti hvert sveitarfélag einn fulltrúa í nefndinni. Með tilkomu héraðsnefndar A-Hún. fjölgar fulltrúum í 16 og eiga þéttbýlissveitarfélögin Blönduós og Skagaströnd helming fulltrúa en sveitahrepparnir sinn fulltrúan hver.

Héraðshæli Austur Húnvetninga Blönduósi (1955-)

  • HAH10014
  • Corporate body
  • 31.12.1955

„Á árunum 1952 til 1955 var Héraðshælið á Blönduósi byggt. Var það sameiginlegt átak allra sýslubúa. Í þeirri stofnun er m.a. að finna dvalarheimili aldraðra fyrir 27 vistmenn, sjúkradeild fyrir 26 sjúklinga, sem jafnframt er langlegudeild fyrir sjúk gamalmenni, heilsugæslustöð, þjónustudeild og fleira . . .

Þetta stóra hús hefur aðeins verið í byggingu í 32 mánuði. Það kostar um 6 milljónir króna. Við það bætast allir innanstokksmunir og lækningaáhöld, sem áætlað er að kosti allt að einni milljón króna. Gjafir frá einstaklingum og félögum nema um 660 þús. kr. Hafa Húnvetningar sjálfir sýnt hið mesta örlæti gagn vart þessari heilbrigðisstofnun. Ríkissjóður mun greiða 2/3 hluta byggingakostnaðarins. Kemur þá í hlut Austur-Húnavatnssýslu að standa undir tveimur milljónum króna af honum.

Héraðshælið er 9 þús. rúmmetrar að stærð. Það er fjórar hæðir og kjallari. Stórar svalir eru á öllum hæðum og sjúkralyfta gengur frá kjallara til þakhæðar. Ennfremur er í húsinu matarlyfta frá eldhúsi til fjórðu hæðar. Geislahitun er í byggingunni og hreinlætistæki öll hin fullkomnustu. Í henni eru sjö baðherbergi og níu snyrtiklefar með salernum. Í kjallara eru kynditæki, frystir, rafstöð, geymslur, smíðahús: þvottahús og fleiri nauðsynlegar vistarverur. Er öllu mjög haganlega fyrir komið. Er hægt að aka sjúklingum beint inn að sjúkralyftu.

Á fyrstu hæð er m.a. íbúð aðstoðarlæknis, eldhús, búr, borðstofa starfsfólks, ráðskonuherbergi og líkhús. Á annari hæð er aðal anddyri hússins. Liggja upp að því breiðar tröppur. Yfir vængjahurðum anddyranna er áformað að setja skjaldarmerki Austur-Húnavatnssýslu, birnu með tvo húna. Á þessari hæð er biðstofa fyrir sjúklinga, skrifstofa, rannsóknarstofa, skiptistofa og slysastofa ásamt viðtalsstofu læknis. Þá er þar lesstofa yfirlæknis og íbúð hans, ljóslækningastofa, röntgenstofa, klefi fyrir nudd og rafmagnsmeðferð, dagstofa fyrir sjúklinga, sem hafa fótavist og íbúðir hjúkrunarkvenna.

Á þriðju hæð er aðalsjúkradeild hælisins. Eru þar fjórar fjórbýlisstofur, tvær þríbýlisitofur og fjórar tvíbýlisstofur. Ennfremur er þar sérstök fæðingarstofa. Í þessum herbergjum er rúm fyrir 31 sjúkling. Á þessari hæð er einnig rúmgóð skurðstofa búin hinum fullkomnustu tækjum, þar á meðal skurðstofulampa með níu kvikasilfursljósum. sem auðvelt er að hagræða, hvernig sem bezt hentar við skurðaðgerðir. Kvað Kolka læknir lampa þennan vera hið mesta þing og af nýjustu gerð. Var vissulega ánægjulegt að fylgjast með lýsingum hins ágæta og reynda skurðiæknis á tækjum og fyrirkomulagi skurðstofunnar, sem leikmenn hljóta að telja hið „allra helgasta" á sjúkrahúsi.

Á fjórðu og efstu hæð héraðshælisins er svo hjúkrunardeild fyrir rólfæra sjúklinga og gamalmenni. Eru þar 5 herbergi fyrir vistmenn, flest tveggja manna herbergi. Þar er því rúm fyrir 30—40 manns. Samtals tekur þvf héraðshælið 60—70 sjúklinga og gamalmenni. Hafa Austur-Húnvetningar sameinað hér á myndarlegan og merkilegan hátt rekstur fullkomins sjúkrahúss og notalegs elliheimilis. Á efstu hæðinni er einnig „baðstofa", sem er setustofa hjúkrunar- og elliheimilisdeildarinnar. Er hún stór og rúmgóð með glugg um móti austri, suðri og vestri. Stórt yfirbyggt sólskýli er fram af henni. Hefur gamla fólkið og sjúklingar deildarinnaí þarna hina ákjósanlegustu aðstöðu til þess að láta fara vel um sig.

Þetta fallega og fullkomna sjúkrahús og elliheimili AusturHúnvetninga er um ýmsa hluti sérstætt. Það hefur í raun og veru fremur á sér svip heimilis fólksins, sem dvelur þar en opinberrar stofnunar og sjúkrahúss. Okkur finnst athyglisvert að tjöldin fyrir gluggum íbúðarherbergjanna eru rósótt og veggir og loft eru máluð ýmsum litum, mjúkum og mildum. Þetta gefur húsakynnunum persónulegri og hlýlegri blæ en tíðkast á sjúkrastofum. Við heilsum upp á nokkra sjúklinga sem þarna liggja. Þeir taka brosandi á móti yfirlækni sínum og okkur, sem erum í fylgd með honum. Fólkinu hérna í Húnavatnssýslu þykir þegar vænt um Héraðshælið segir Kolka læknir. Það hefur unnið að stofnun þess af miklum áhuga og fórnfýsi. Þessi heilindismiðstöð og rekstur hennar verður merkur þáttur í lífi héraðsins."

Hemmertshús Blönduósi 1882

  • HAH00102
  • Corporate body
  • 1882 -

Byggt 1882 sem íbúðarhús fyrir verslunarstjóra Höepfnerversluna. Hemmertshús 1882. Nefndist fyrst Verslunarstjórahús Höepnersverslunar, eftir 1884 nefnist það Sæmundsenhús og með tilkomu Hemmerts fær það nafnið sem ég nota,
Á tíma bar það nafnið Guðmundarhús [Kolka} og síðast Snorrahús [Arnfinnssonar]. Augljóst er að fyrstu 2 nöfnin henta ekki enda kom nýtt Sæmundsenhús 1921-1922.

Fyrsti verslunarstjóri var Friðrik Valdemar Davíðsson. Hann var búsettur þar í árslok 1882, en dó næsta ár kornungur. Starfsfólk verslunarinnar bjó í húsinu næstu mánuði.

Árið 1884 kom nýr verslunarstjóri Pétur Sæmundsen að versluninni. Hann bjó í þessu húsi til 1913.
Evald sonur hans bjó þar til 1922 er hann byggði sér nýtt hús og yfirfærðist nafnið þá á það hús.

Síðasti íbúinn (2018) var Erlendur Finnbogason tálgmeistari.

Helgavatn í Vatnsdal

  • HAH00287
  • Corporate body
  • (1000)

Bærinn stendur austan Vatnsdalsvegar vestari á hólbarði, sem gengur austur úr Vatnsdalshálsinum ofanundir dálitla tjörn - Helgavatnið. Gamalt tún er neðan vegar en nýræktir upp með hálshlíðina, ræktun er erfið. Engjar eru meðfram Vatnsdalsá, nú að mestu ábornar, en beitiland allvíðlent á álsinum og flói í dalbotni. Jörðin er fornbýli, getið í Vatnsdælu, gæti verið um tilfærslu og nafnbreytingu að ræða á Sleggjustöðum. Klausturjörð áður, nú um alllangt skeið bændaeign. Íbúðarhús byggt 1930, 389 m3. Fjós fyrir 26 gripi, mjólkurhús og haughús. Fjárhús yfir 300 fjár. Hesthús yfir 15 hross. Hlöður 1173 m3. Bílskúr. Tún 33 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá og Helgavatnstjörn.

Helgafell á Snæfellsnesi

  • HAH00286
  • Corporate body
  • (1950)

Helgafell er bær og kirkjustaður og samnefnt fell í Helgafellssveit á Snæfellsnesi. Bærinn stendur á Þórsnesi, sunnan Stykkishólms. Þar var löngum stórbýli og á miðöldum var þar munkaklaustur, Helgafellsklaustur.
Helgafell er í landnámi Þórólfs Mostrarskeggs og í Eyrbyggju segir um fellið: „Í því nesi stendur eitt fjall. Á því fjalli hafði Þórólfur svo mikinn átrúnað að þangað skyldi engi maður óþveginn líta og engu skyldi tortíma í fjallinu, hvorki fé né mönnum, nema sjálft gengi í brott. Það fjall kallaði hann Helgafell og trúði að hann mundi þangað fara þá er hann dæi og allir á nesinu hans frændur.“
Þorstein þorskabítur, sonur Þórólfs Mostrarskeggs, byggði fyrstur bæ á Helgafelli. Synir hans voru þeir Börkur digri og Þorgrímur, mágur Gísla Súrssonar, sem Gísli drap. Sonur hans og Þórdísar Súrsdóttur var Snorri goði Þorgrímsson, sem bjó fyrst á Helgafelli og lét gera þar kirkju, en hafði svo jarðaskipti við Guðrúnu Ósvífursdóttur og Ósvífur föður hennar. Bjó Guðrún lengi á Helgafelli, fyrst með fjórða manni sínum, Þorkatli Eyjólfssyni, og síðan lengi ekkja eftir að hann drukknaði.[1]
Munkaklaustur sem stofnað hafði verið í Flatey á Breiðafirði var flutt til Helgafells árið 1184 eða 1185 og var þar mennta- og fræðamiðstöð næstu aldir og voru þar skrifaðar margar bækur. Klaustrið var lagt niður um siðaskipti og var þá auðugast íslenskra klaustra að jarðeignum. Konungur tók jarðirnar undir sig og gerði að léni eða umboði sem leigt var umboðsmönnum. Fyrstu árin var Helgafell aðaljörð umboðsins og það kennt við klaustrið en árið 1565 varð Arnarstapi aðaljörðin og eftir það kallaðist umboðið Stapaumboð.
Kirkjan sem nú er á Helgafelli var byggð árið 1903. Hún á ýmsa góða gripi, þar á meðal kirkjuklukku frá 1545.

Helgafell á Heimaey

  • Corporate body

Helgafell er 226 metra hátt eldfjall suðaustan á Heimaey.
„Sólu roðið sumarský, svífur yfir Helgafelli“.
Þannig orti Sigurbjörn Sveinsson í ,,þjóðsöng Vestmannaeyinga", „Yndislega eyjan mín“. Helgafell gaus síðast fyrir um fimm þúsund árum, fullvíst er talið, að gos úr fellinu hafi tengt saman Norðurklettana, Dalfjall og Stórhöfða og myndað Heimaey eins og við þekkjum hana í dag. Kaupstaðurinn stendur allur á Helgafellshrauni, sem ber þó mörg nöfn, t.d. Agðahraun og Strembuhraun.

Nafngift Helgafells er sögð vera sú að írskur þræll að nafni Helgi, sem hafði flúið eftir vígið á Hjörleifi, hafi verið drepinn þar af Ingólfi Arnarsyni og hans mönnum. Það er algengur misskilningur að eitthvað sé heilagt við Helgafell.

Vörðurnar á brún fellsins eru leifar frá vaktstöðu heimamanna eftir Tyrkjaránið 1627. Vökumenn áttu að vera komnir á Helgafell fyrir sólarlag og vera fram á miðmorgun. Ef þeir yrðu varir við eitthvað grunsamlegt, skyldi annar þeirra hlaupa niður á Skans. Hinn átti að hringja kirkjuklukkunum.

Í hlíðum Helgafells er Helgafellsvöllur, knattspyrnuvöllur sem var gerður eftir gos.

Heimilisiðnaðarsafnið Blönduósi (1976)

  • HAH10071
  • Corporate body
  • 1976

Heimilisiðnaðarsafnið var upphaflega opnað árið 1976 á 100 ára afmæli Blönduósbæjar sem verslunarstaðar. Það voru konur innan raða Sambands austur-húnvetnskra kvenna, sem eru samtök kvenfélaganna í hérðinu, sem lögðu grunninn að safninu.
Ef horft er aðeins lengra aftur í sögunni að þá hafði verið starfandi byggðasafnsnefnd á vegum sýslunnar sem hafði það að markmiði að koma á fót byggðasafni fyrir báðar Húnavatnssýslur og Strandasýslu. Til hliðar og stuðnings við þessa nefnd var safnanefnd Sambands austur-húnvetnskra kvenna en á þessum tíma voru 10 kvenfélög þar starfandi.

Ekki var einhugur um hvar safnið ætti að vera og urðu niðurstöður þær að Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna var staðsett á Reykjum í Hrútafirði.
Margar kvenfélagskonur sem og fleiri voru afar óánægðar með þessa tilhögun, en ljóst var að ekki var grundvöllur fyrir öðru byggðasafni. Þær breyttu því heiti nefndarinnar í Heimilisiðnaðarsafnsnefnd og lögðu aðal áherslu á að safna munum sem hægt var að tengja við heimilisiðnað.
Konurnar fengu til afnota gamalt hús sem hafði verið byggt sem fjós og hlaða við Kvennaskólann á Blönduósi. Mikið verk var að koma þessu húsi í viðunandi horf og lögðu margir til hendi og gáfu vinnu sína og kvenfélögin lögðu til fjármagn eftir getu hvers og eins.
Safn var orðið til – og fyrst um sinn var það haft opið um helgar en er fram liðu stundir var opnunartími safnsins lengdur.
Það kom fljótlega í ljós að í raun gátu lítil félagasamtök ekki rekið safnið með sómasamlegum hætti. Það var þó ekki fyrr en árið 1993 sem mynduð var sjálfseignarstofnun um safnið með aðild sveitarfélaga héraðsins. Í framhaldi fékk safnið afsal fyrir gamla safnhúsinu en það var rétt eins og Kvennaskólinn í eigu ríkisins að 75% hluta og héraðsins 25% hluta. Einnig fylgdu aukin lóðarréttindi.
Þá var farið að huga alvarlega að stækkun húsnæðis og var leitað álits fagaðila á svið textíla og sérfræðinga í safnastarfsemi og að vel athuguðu máli var ákveðið að byggja nýtt hús sem tengdist gamla safnhúsinu.Framkvæmdir hófust í október árið 2001 og var nýja húsið vígt með pompi og prakt í maí 2003. Rúmum tveimur árum síðar var stofnkostnaður að fullu greiddur.
Það má segja að Heimilisiðnaðarsafnið geymi fyrst og fremst hina gleymdu iðju frá fortíð til nútíðar. Lögð er áhersla á að veita innsýn í vinnu kvenna og karla sem fram fór á heimilum og var stór þáttur hins daglega lífs. Þessi tóvinna var útflutningsiðnaður um aldir – „stóriðja þess tíma“ – þar sem ullinni var breytt í verslunarvöru. Það hefur verið hljótt um þessa vinnu og hvernig hvert heimili var sjálfbjarga um að breyta ull í fat og nýta til fullnustu það hráefni sem til féll.
Í safninu má greina hluta af atvinnusögu þjóðarinnar og sjá hvernig sjálfþurftarbúskabur og heimilisiðja mæta nútíma viðskiptabúskap á seinni hluta nítjándu aldar og fram á þá tuttugustu. Safnið er menningarstofnun sem gegnir margþættu hlutverki, við sýningahald, rannsóknir, fræðslu og miðlun menningar.
Ísland er heimili okkar og ríkt af náttúru, menningu og sögu, sem ber að varðveita, miðla og koma á framfæri til komandi kynslóða.
Heimilisiðnaðarsafnið er virkur þátttakandi í því.

Heilbrigðisstofnun Norðurlands Blönduós (2014)

  • HAH10129
  • Corporate body
  • 2014

Heilbrigðisstofnun Norðurlands tók til starfa þann 1. október 2014 við sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi annarra en Sjúkrahússins á Akureyri og nokkurra hjúkrunar- og dvalarheimila. Heilbrigðisstofnun Norðurlands veitir heilsugæsluþjónustu, sjúkrahúsþjónustu auk öldrunarþjónustu í formi hjúkrunar- og dvalarrýma.
Áður fyrr um áramótin 1955-1956 var hið nýja hús tekið í notkun og hét stofnunin þá Héraðshæli Austur-Húnvetninga. Þar var veitt öll almenn læknisþjónusta og m.a. rekin bæði skurðdeild og fæðingardeild. Þar var einnig hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Í húsinu voru einnig nokkrar íbúðir fyrir starfsmenn. Í seinni tíð hafa þær aðallega verið nýttar fyrir afleysingafólk. Lengstum hefur sú starfsemi sem fram fer í húsinu verið tvískipt rekstrarlega og kallast Sjúkrahús Austur-Húnvetninga og Heilsugæslan á Blönduósi. Við þessar aðstæður hefur rekstur skipst á tvö viðfangsefni í fjárlögum og sérstakt stjórnkerfi verið yfir hvorri stofnun um sig. Árið 1998 voru þessar tvær stofnanir sameinaðar í Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi.

Heggstaðanes

  • HAH00577
  • Corporate body
  • (874)

Landamerki jarðarinnar Heggsstaða í Melstaðarsókn og Ytri Torfalækjahreppi.

Milli Útibleiksstaða og tjeðra jarða liggja merkin úr fremstu flöguodda á svokölluðum Landamerkjaranga beina sjónhendingu, norðanve3rt í bölum, í flatan stein á Lyngás, norðanverðan Árnaþúfu, á hvern að eru klappaðir stafirnir L.M, og svo áfram allt upp á tanga, sem gengur norður í Þorgeirsvatn. Beri hval eða anna reka að landi, á flögu þá er merkin liggja um, skal hann tilheyra báðum jörðunum, sinn helminginn hvorri. Milli Bálkastaða og tjeðrar jarðar liggja merkin úr áðurnefndum Þorgeirsvatnstanga beina sjónhending í norður um þúfu, sem stendur suðvestan á Heggsstaðaheiði, og þá beint áfram um slakka, er liggur frá norðri til suðurs vestanvert við háheiðina, og er þar settur marksteinn með stöfunum L.M., og svo í stein, merktan L.M., sem stendur austanvert í miðri vík, sem er sú næsta fyrir austan Hvítabjarnargjá. Flaga gengur í sjó fram undan steininum, beri hval eða annan reka á þá flögu, skal hann til helminga skiptast milli jarðanna. Tólf vætta ítak í tvítugum hval og stærri telur fjárráðari Gilsbakkakirkju í Hvítársíðu hana eiga í hvalreka á Heggsstöðum.

Heggsstöðum, 20. maí 1889.
P.Leví, eigandi jarðarinnar Heggstaða
Jón Skúlason, eigandi Útibleiksstaða.
Jóhann Zakariasson eigandi ½ Bálkastaða
Þorvaldur Bjarnason, prestur að Mel, umráðandi ½ Bálkastaða.

Haukagil í Vatnsdal

  • HAH00046
  • Corporate body
  • (900)

Frá fornufari hefur bærinn staðið uppi við túnhólana, en 1936 var hann færður þangað, sem nú er. Umhverfi slétt og þurrt, ræktunarskilyrði góð. Áður tilheyrði jörðinni Haukagilsheiðin öll, hálfar Lambatungur og Kornsártungur. Voru lönd þessi seld 1883. Til 1925 var eyðibýlið Gilhagi hluti af jörðinni. Þar fór í eyði 1931. Vatnsdalsá og Álka falla samana niður undan bænum, Suður við Álku stóð býlið Gilsbakki áður fyrr. Fram með Álku stóðu tvö sel. Fremstasel sunnan Gilhaga en Ystasel að norðan, Heimagrafreitur er í skógarlundi. Jörðin er ættarjörð. Íbúðarhús byggt 1937, 288 m3. Fjárhús yfir 550 fjár. Hesthús yfir 5 hross. Hlöður 856 m3. Votheysgryfja 40 m3. Geymsla og smiðja. Tún 46,6 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá og Álka.

Haugur í Miðfirði V-Hvs

  • HAH00836
  • Corporate body

Er vestan Núpsár, gegnt Núpsdalstungu. Bærinn stendur á túni ofan vegar. Landið nær vestur á háls gegnt Skeggjastöðum. Sæmilegt til beitar en ræktunarskilyrði takmörkuð.
Ábúendur og eigendur (1978): Stefán Davíðsson og k.h. Guðný Gísladóttir. Einnig Haukur Stefánsson.

Hátún í Kálfshamarsvík

  • HAH00420
  • Corporate body
  • 1906

Ofarlega á Nesinu, torfbær með timburhlið að framan byggður 1906

Hátún nú tópt. Um 18m austur af fjárhús tóft nr. 52 og 8m vestur af grunni Skólahússins eru tóftir býlisins Hátúns. Lýsing Tóftin er tvískipt og snýr norðaustur-suðvestur, syðra húsið er 2,3x3,4m (NV-SA) með dyr til suðausturs. Norðan við er stærra hús 3x6m (SV-NA) með dyr til suðausturs og steyptan skorstein fyrir miðjum norðvesturvegg. Veggirnir eru úr torfi, strenghlaðnir, um 20-150sm háir, og um 1m breiðir.

Á upplýsingaskilti við tóftina segir: „Hátún var byggt 1906 af Jóhanni Helgasyni. Síðast bjó hér Jóhannes Einarsson útgerðarmaður 1961. Hann var síðasti íbúinn á Kálfshamarsnesi.“ Grunnur svonefnds Skólahúss er austan við tóftina, Skólahús fær ekki númer í fornleifaskránni þar sem minjarnar eru hvorki úr torfi og grjóti né nægilega gamlar til að teljast til fornleifa

Hannes Gunnlaugsson Blöndal Stephensen (1863-1952) / H Blöndal, ljósmyndari Reykjavík.

  • HAH06639
  • Corporate body
  • 25.10.1863 - 9.9.1932
  1. okt. 1863 - 9. sept. 1932. Skáld og bankaritari. Verslunarmaður á Akureyri til 1893, svo á Ísafirði, Hjörsey og Borgarfirði.
    Fór til Vesturheims 1900 frá Hjörsey, Hraunhreppi, Mýr. Blaðamaður og ritstjóri í Winnipeg 1899-1907.
    Húsbóndi í Reykjavík 1910. Bankaritari á Njálsgötu 10 a, Reykjavík 1930.

Hannahús Blönduósi

  • HAH00657
  • Corporate body
  • 1924 -

Byggt 1924 af Jóhanni Kristjánssyni. Húsið stóð á sömulóð Vertshús foreldra hans áður en það brann 1918. Þar sem nú stendur fv útibí KH.

Hamrakot Torfalækjarhreppi

  • HAH00700
  • Corporate body
  • [1300]

Eyðibýli milli fremri Laxár og Orrastaða. Byggingar er fallnar og tún lítíð, þýft og ógirt. Rétt norðan við Laxárbrú hefur Ólafur Pálsson frá Sauðanesi eigandi jarðarinnar steypt upp Stóran sumarbústað. Veiðiréttur í Fremri-Laxá, Laxárvatni og Laxá á Ásum. Eignadinn hefur lánað Hrossaræktarfélagi Torfalækjarhrepps mikinn hluta landsins í nokkurn tíma á ári [1975] og hefur félagið girt af landið og hefur þar kynbótahest að vorinu, en félagsmenn láta hryssur sínar þangað. Ábúendaskipti voru tíð í Hamrakoti, enda slægjur takmarkaðar og jörðin landlítil og frekar kostarýr.

Hamarsrétt á Vatnsnesi

  • HAH00285
  • Corporate body
  • (1950)

Hamarsrétt stendur á einstökum stað í fjörukambinum á vestanverðu Vatnsnesi. Réttin er notuð á haustin þegar bændur á Vatnsnesi rétta fé sitt sem þeir smala saman úr fjallinu. Sunnan við Hamarsrétt er Hamarinn, klettaberg sem fengið hefur nafnið Kallhamar, tilkomið vegna þess að á árum áður var mikið útræði frá Vatnsnesi og þegar koma þurfti boðum til báta á sjó var farið fram á hamarinn og gefið merki eða kallað til nærliggjandi báta. Sunnan við Hamarinn má enn finna rústir frá sjóbúðum og útræði sem þar var mikið. Litlu norðan við fjárréttina stendur Hamarsbúð, félagsheimili húsfreyjanna á Vatnsnesi. Þar halda þær sína árlegu sumarhátíð, Bjartar nætur og bjóða uppá mikið Fjöruhlaðborð sem svignar af fjölda kræsinga og sjaldséðum mat, sem byggir á gömlum hefðum og hráefni úr sjó og af landi á Vatnsnesi.

Hamar á Bakásum

  • HAH00526
  • Corporate body
  • 1648 -

Hamar er meðalstór jörð, sem á land austan í Hálsinum gegnt Stóra-Búrfelli og niður að Blöndu. Þar er gnægt ræktarlands. Íbúðarhús jarðarinnar brann 1959 og síðan hefur ekki verið föst búseta á jörðinni [1975], en jörðin er þó nytjuð að fullu. Ábúendur hafa haft íbúð á Ásum. Jörðin var kristfjárjörð. Íbúðarhús byggt um1976. Fjárhús yfir 200 fjár. Hesthús yfir 14 hross gömul torfhús. Hlaða 200 m3. Votheysturn 40 m3. Tún 30,8 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Kristfjárjörð

Hallormsstaður á Skógum

  • HAH00238
  • Corporate body
  • 1903 -

Hallormsstaður er þéttbýliskjarni og áður kirkjustaður og prestssetur í Hallormsstaðaskógi. Þar var stofnaður hússtjórnarskóli árið 1930 en áður hafði verið þar einkarekinn kvennaskóli. Með tímanum reis upp dálítið byggð í kringum hann og starfsemi Skógræktar ríkisins og er það eina skógarþorpið á Íslandi. Á Hallormsstað bjuggu 48 manns 1. janúar 2011. Hallormsstaður tilheyrir sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði.

Hallormsstaður er við austurbakka Lagarfljóts, um 27 km sunnan Egilsstaða. Hallormsstaðaskógur er stærsti skógur á Íslandi. Upphaflega var skógurinn í landi jarðarinnar friðaður 1905 en friðunarsvæðið hefur mikið stækkað síðan. Skógræktarstöð var stofnuð á Hallomrsstað 1903 og nú er þar aðsetur skógarvarðarins á Austurlandi og starfsstöð Skógræktar ríkisins. Trjásafn er í skóginum og margvísleg aðstaða fyrir ferðamenn.

Tjaldsvæðin í skóginum eru tvö í Atlavík og Höfðavík. Atlavík er innan við þéttbýliskjarnan á Hallormsstað. Margar litlar og stórar flatir eru þar undir birkiskermi. Höfðavík er utan við þéttbýliskjarnan á Hallormsstað, svæðið skiptist niður í 4 svæði og er afmarkanir á þeim með birkiskógi. Neðsta svæðið er niður við fallega vík.

Halldórshús utan ár

  • HAH00656
  • Corporate body
  • 1909 -

Byggt af Halldóri Halldórssyni kennara 1909. Hann hóf verslun í húsinu þá þegar.

Halldórshús innan ár 1924

  • HAH00655
  • Corporate body
  • 1924 -

Halldórshús innan ár 1924. Byggt við húsið 1935, brann um 2002 en endurreist.

Hallárdalur Vindhælishreppi

  • Corporate body
  • 874 -

Hallárdalur gengur upp í fjöllin skammt fyrir innan Höfðakaupstað. Hann er klukkutíma gangur í sæmilegur færi af Kjölunum hjá Kjalarlandi og upp að Þverá. Dalurinn er snjóléttur neðan til og þar er góð útbeit en engjar minni en snjóþungur framar og betri engjar.

Fimm bæir eru í dalnum, Bláland neðst að sunnan, að norðan eru Vakursstaðir, Sæunnarstaðir, Bergsstaðir og Þverá. Dalurinn er fríður að sumrinu og helst á Sæunnarstöðum, þar er engi fallegt og minnir á engjajarðirnar í Vatnsdal. Sæunnarstaðir hafa líka haft mikið orð fyrir engið og þrír bæir hafa átt þar ítök frá fornu fari í skiptum fyrir annað, sem þá hefur verið álitið að Sæunnarstaðir gætu ekki verið án. Þannig átti Bláland í enginu á móti sauðabeit að vetrinum, Vindhæll besta stykki úr enginu móti skipsuppsátri og Hafursstaðir engjateig gegn sölvatekju.

Úr gilum falla feikna ár
fossa gjalla strengir.
Þar eru stallar, gil og gjár
grundir, falleg engi.

Fögur kallast kann hér sveit,
krappur fjallasalur.
Þó hefur galla, það ég veit,
þessi Hallárdalur.

[Baldvin skáldi]

Hagi - Norðurhagi í Þingi

  • HAH00500
  • Corporate body
  • (1950)

Hagi. Gamalt býli. Bærinn stendur á lágum ási skammt austur frá Hópinu, við norðurjaðar núverandi landeignar, áður nálægt miðju hennar, tún eru til vesturs og suðurs frá bænum, beitiland til suðurs og austurs, svo til allt graslendi og að verulegu leyti vaxið mýrargróðri, ræktunar skilyrði eru mjög góð. Jörðin var fyrr meir klausturjörð, nú um alllangt skeið bændaeign. Íbúðarhús byggt 1927 og 1946, 329 m3. Fjós fyrir 15 gripi, mjólkurhús og haughús. Fjárhús yfir 200 fjár. Hlöður 520 m3. Vothey 50 m3. Geymslur 90 m3. Tún 30 ha. Veiðiréttur í Hópinu.

Norður-Hagi. Nýbýli úr Hagalandinu, stofnað 1972. Bærinn stendur í sama túni og Hagi, aðeins lítið lækjardrag milli húsa. Tún vestur og norður frá bænum og beitiland til norðurs og austurs að meiginhluta mýrlendim nú að verulegu leyti framræst, ræktunarskilyrði mjög góð. Íbúðarhús byggt 1972, 660 m3. Fjárhús yfir 500 fjár. Hlöður 100 m3. Tún 16,7 ha. Veiðiréttur í Hópinu.

Results 701 to 800 of 1161