Helgafell á Heimaey

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Helgafell á Heimaey

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

History

Helgafell er 226 metra hátt eldfjall suðaustan á Heimaey.
„Sólu roðið sumarský, svífur yfir Helgafelli“.
Þannig orti Sigurbjörn Sveinsson í ,,þjóðsöng Vestmannaeyinga", „Yndislega eyjan mín“. Helgafell gaus síðast fyrir um fimm þúsund árum, fullvíst er talið, að gos úr fellinu hafi tengt saman Norðurklettana, Dalfjall og Stórhöfða og myndað Heimaey eins og við þekkjum hana í dag. Kaupstaðurinn stendur allur á Helgafellshrauni, sem ber þó mörg nöfn, t.d. Agðahraun og Strembuhraun.

Nafngift Helgafells er sögð vera sú að írskur þræll að nafni Helgi, sem hafði flúið eftir vígið á Hjörleifi, hafi verið drepinn þar af Ingólfi Arnarsyni og hans mönnum. Það er algengur misskilningur að eitthvað sé heilagt við Helgafell.

Vörðurnar á brún fellsins eru leifar frá vaktstöðu heimamanna eftir Tyrkjaránið 1627. Vökumenn áttu að vera komnir á Helgafell fyrir sólarlag og vera fram á miðmorgun. Ef þeir yrðu varir við eitthvað grunsamlegt, skyldi annar þeirra hlaupa niður á Skans. Hinn átti að hringja kirkjuklukkunum.

Í hlíðum Helgafells er Helgafellsvöllur, knattspyrnuvöllur sem var gerður eftir gos.

Places

Vestmaanneyjar

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Helgafellið er 226 m á hæð og varð til í gosi, sem mun hafa tengt saman norðurklettana, Dalfjall og suðurhlutann þannig að Heimaey varð til eins og hún leit út fram að Heimaeyjargosinu 1973. Tiltölulega auðvelt er að ganga á fellið, þótt bratt sé, líta augum grasi gróinn gíginn, og njóta útsýnis til allra átta. Eftir Tyrkjaránið 1627 var hver ábúandi í Eyjum skyldugur til þess að taka þátt í vöktum á fellinu, tveir menn í senn, og átti annar að bera fréttir niður á Skans, ef sást til grunsamlegra skipaferða, en hinn að hringja kirkjuklukkunum. Héldust vaktirnar fram yfir 1700. Á 7. áratug seinustu aldar komst sú saga í hámæli, að Helgafell ætti eftir að hefna harma sinna vegna mikils malarnáms, sem átti sér stað í suðurhlíð þess. Var á meðal bæjarbúa talað um hefnd Helgafells, sem listmálarinn Guðni Hermansen túlkaði í samnefndu málverki, þar sem sjá mátti fellið spúa eldi og eimyrju. Ári síðar hófst eldgos við rætur Helgafells!

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Related entity

Vestmannaeyjar

Identifier of related entity

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Talið er að Helgafell hafi gosið 3000 árum fyrir okkar tímatal

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

Institution identifier

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation, revision and deletion

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places