Sýnir 10349 niðurstöður

Nafnspjald

Sigurjón Ólafsson (1922-1971) Brandsstöðum

  • HAH01966
  • Einstaklingur
  • 8.10.1922 - 13.1.1971

Var á Hóli, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Var á Brandsstöðum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Bóndi á Brandsstöðum. Hann var fæddur 8. október 1922 á Bergsstöðum í Svartárdal. Sigurjón ólst upp með foreldrum sínum, er bjuggu á ýmsum jörðum í Svartárdal. Er faðir þeirra bræðra andaðist 1944, fluttu þeir í Mjóadal, en þar var og systir þeirra, Soffía.
Mjóidalur var vel hýst gamalt höfuðból, er hefur beðið sömu örIög og Þverá í Hallárdal, að þau hafa dæmzt úr leik, sökum nýrra sjónarmiða um búskap og samgöngur.
Þeir bræður fluttu því 1949 að Brandsstöðum, er þeir keyptu ásamt móður sinni, er hafði verið ráðskona þeirra. Það var mikið ræktað og byggt á Brandsstöðum.
Og er bærinn brann, var þar byggt myndarlegt hús. En þó finnst flestum miklu af létt og margt gert fyrir hin komandi ár, er vér ætlum oss að búa í grænum dal við árniðinn og rafljósin, segja myrkrinu stríð á hendur á bæjum vorum. En svo var eigi um Sigurjón. Árið 1964 hlaut hann vanheilsu og leitaði sér meðal annars læknisdóms í Höfn og hlaut nokkra bót, en fékk eigi fulla heilsu.

Anna Sigurðardóttir (1899-1976) Brekkoti í Þingi

  • HAH02415
  • Einstaklingur
  • 6.4.1899 - 3.10.1976

Anna Sigurðardóttir 6. apríl 1899 - 3. október 1976. Var í Brekkukoti, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Húsfreyja þar. Síðast bús. í Sveinsstaðahreppi.

Ingibjörg Jónsdóttir (1928-2022) Blönduósi

  • HAH06446
  • Einstaklingur
  • 25.9.1928 - 12.4.2022

Ingibjörg Þórkatla Jónsdóttir 25. september 1928, Imma. Var á Sölvabakka, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Var í Húsi Einars Guðlaugssonar, Blönduóshr., A-Hún. 1957.

Sigþór Sigurðsson (1922-2010) Brekkukoti

  • HAH09469
  • Einstaklingur
  • 12.6.1922 - 27.11.2010

Sigþór Sigurðsson, Brekkukoti. Fæddur 12. júní 1922. Var í Brekkukoti, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var í Brekkukoti, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Ókvæntur barnlaus.
Andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 27.11.2010 og var útför hans gerð frá Þingeyrakirkju þann 4. desember 2010.

Kúfustaðir í Svartárdal

  • HAH00695
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1500]

Kúfustaðir í Svartárdal eru vænni bæjarleið norðan Stafns. Þar er ekki íbúðarhús og bóndinn heimili sitt í Stafni. Nokkuð er þar harðlent og aðkreppt af Svartárdalsfjalli. Túnið ræktað á vallendisgrund og að nokkru uppgróinni skriðu. Flálendi gott er til fjalls. Fjárhús 270 fjár. Hlaða 458 m3. Tún 7 ha. Veiðiréttur í Svartá.

Þorbjörn Sigurðsson (1937-2013) Fornastöðum

  • HAH02138
  • Einstaklingur
  • 12.4.1937 -20.7.2013

Þorbjörn Sigurðsson fæddist í Brekkukoti, Þingi, Austur-Húnavatnssýslu 12. apríl 1937. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Blönduóss 20. júlí 2013. Þorbjörn ólst upp í Brekkukoti og bjó þar fram yfir tvítugt og stundaði þar hefðbundin sveitastörf og fluttist síðan á Blönduós og bjó þar til dauðadags.
Útför Þorbjörns fer fram frá Blönduóskirkju í dag, 27. júlí 2013, og hefst athöfnin kl. 14.

Sigmar Ólafsson (1921-1991) Brandsstöðum

  • HAH09470
  • Einstaklingur
  • 12.1.1921 - 30.10.1991

Hann fæddist á Eiríksstöðum í Svartárdal. Var á Hóli, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi og smiður á Brandsstöðum. Ókvæntur.
Sigmar Olafsson var jarðsunginn í Bergsstaðakirkju 9. nóvember 1991.

Bólstaðarhlíð

  • HAH00148
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [900]

Bólstaðarhlíð I.
Kirkjustaður og löngum stórbýli í Ævarsskarði hinu forna. Bærinn er byggður á sléttri grund norðan við kirkjuna með útsýn vestur skarðið allt til Svínadalsfjalls. Hlíðarfjall rís upp frá túninu með stílhreinum hnjúkum. Túnið er ræktað af valllendisgrundum og er harðlent. Í Hlíðarfjalli grær snemma ef vel vorar og landrými er til fjalls. Bólstaðarhlíðareigninni tilheyra gömul eyðibýli á Laxárdal og Skörðum. Eigandi og ábúandi stundar kennslu og símavörslu, en lánar nytjar af jörðinni.
Íbúðarhús byggt 1950, steinsteypt 355 m3. Tvíbýlishús með Bólstaðarhlíð III sem er í eyði. Tún 7 ha. Veiðiréttur í Svartá og Hlíðará.

Bólstaðarhlíð II.
Nýbýli stofnað 1954. Bærinn er við gamla þjóðveginn, nokkru ofar en Bólstaðarhlíð I. Ábúandi jarðarinnar og eigandi að hálfu fær lánaðar nytjar af hinum Bólstaðarhlíðarbýlunum, þar sem ekki er áhöfn. Bak Hlíðarfjalls er eyðibýlið Skyttudalur á Laxárdal fremri og fylgir það eigninni. Einnig er svokallaður Hlíðarpartur í Svartárdal, milli Botnastaða og Gils. Þar er nokkurt tún.
Íbúðarhús byggt 1954 steinsteypt 312 m3. Fjós yfir 12 gripi. Fjárhús yfir 150 fjár. Hlöður 400 n3. Tún 12 ha. Veiðiréttur í Svartá og Hlíðará.

Bólstaðarhlíð III.
Skipt út úr Bólstaðarhlíðareigninni, jafnt að dýrleika og Bólstaðarhlíð I. Landi utan túns óskipt. Þar hefur ekki verið búið frá 1967, en nytjar lánaðar, Helmingur Hlíðarpartsins fylgir Bólstaðarhlíð III.
Íbúðarhús byggt 1950 355 m3 [Tvíbýlishús með Bólstaðarhlíð I] Fjós fyrir 22 gripi. Fjárhús fyrir 170 fjár. Hlöður 475 m3. Tún 10 ha. Veiðiréttur á Svartá og Hlíðará.

Ingvi Guðnason (1914-1991) Valhöll, Skagaströnd

  • HAH09201
  • Einstaklingur
  • 11.6.1914 - 31.12.1991

Ingvi Sveinn Guðnason fæddist í Bólstaðarhlíð. Var í Valhöll, Höfðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Höfðahreppi.
Útför Ingva Sveins Guðnasonar fór fram frá Hólaneskirkju 11. janúar, 1992.

Guðrún Sigurðardóttir (1923-1975) Finnstungu

  • HAH04436
  • Einstaklingur
  • 18.4.1923 - 15.12.1975

Guðrún Sigríður Sigurðardóttir 18. apríl 1923 - 15. des. 1975. Húsfreyja í Finnstungu í Blöndudal, A-Hún. Var á Leifsstöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Var í Finnstungu, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Var í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.

Eðvarð Árdal Ingvason (1948-2011) Valhöll

  • HAH03051
  • Einstaklingur
  • 28.8.1948 - 29.5.2011

Eðvarð Árdal Ingvason 28. ágúst 1948 - 29. maí 2011 Var í Valhöll, Höfðahr., A-Hún. 1957. Tryllusjómaður, vann síðar við skipasmíðar og rak eigið fyrirtæki, starfaði loks við smíðar á Skagaströnd. Eðvarð fluttist tveggja ára til Skagastrandar og þar bjó hann alla tíð.
Eðvarð var jarðsunginn frá Hólaneskirkju mánudaginn 6. júní 2011, og hófst athöfnin kl. 15.

Sigurbjörn Magnússon (1871-1925) Glerárskógum

  • HAH09022
  • Einstaklingur
  • 12.6.1871 - 7.12.1925

Sigurbjörn Magnússon 12. júní 1871 - 7. des. 1925. Var í Glerárskógum, Hvammssókn, Dal. 1880. Bóndi í Glerárskógum í Hvammssveit, Dal. frá 1904 til æviloka. Varð úti.

Hans Klingenberg Jörgensson (1912-2001) skólastjóri Vesturbæjarskóla í Reykjavík

  • HAH01382
  • Einstaklingur
  • 5.6.1912 - 24.10.2001

Hans Jörgensson fæddist í Merkigerði á Akranesi 5. júní 1912. Hann lést á Heilsustofnuninni í Hveragerði 24. október síðastliðinn.
Hans ólst upp á Akranesi. Hann tók sveinspróf í húsasmíði 1932, stundaði nám við Alþýðuskólann á Laugarvatni 1932-34, tók íþróttakennarapróf 1936 og tók kennarapróf 1938. Hann lauk meistaraprófi í húsasmíði 1937 og öðlaðist réttindi til að teikna hús til byggingar á Akranesi 1948. Hans var kennari við Barnaskólann á Akureyri 1938-40, við Bændaskólann á Hvanneyri 1940-43 og Barnaskólann á Akranesi 1943-58. Hann var skólastjóri Vesturbæjarskóla í Reykjavík 1958-80.
Hans var byggingarfulltrúi á Akranesi 1944-47 og bæjarfulltrúi þar 1950-58, í rafveitustjórn og formaður 1946-58. Hann sat í fræðsluráði 1950-58, stofnaði Námsflokka Akraness 1957 og var formaður tónlistarfélags Akraness 1957. Hann stjórnaði karlakór á Akranesi í tvö ár og starfaði í leikfélagi þar. Hann var formaður Átthagafélags Akraness 1962-66, formaður Skátafélags Akraness 1952-56, einn af stofnendum St. Georgsgildis Reykjavíkur 1959 og gildismeistari 1961-66. Hann vann að stofnun St. Georgsgildisins á Íslandi 1963, var landsgildismeistari 1969-1971 og stofnaði Akranesgildið í Reykjavík 1971. Hans var formaður Skólastjórafélags Íslands frá stofnun þess 1960-76. Hann var fulltrúi þess félags við sameiningu félaga skólastjóra og yfirkennara árið 1977. Hann var framkvæmdastjóri og formaður Samtaka aldraðra árin 1977-1990 og stóð m.a. fyrir byggingarframkvæmdum félagsins. Hann var sæmdur íslensku fálkaorðunni fyrir störf að félagsmálum 1. janúar 1992.
Útför Hans fer fram frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Broddi Jóhannesson (1916-1994) rektor Kennaraháskóla Íslands

  • HAH01154
  • Einstaklingur
  • 21.4.1916 - 10.9.1994

Broddi Jóhannesson, fyrrum var fæddur í Litladalskoti í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði 21. apríl 1916. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 10. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 16. september. Var í Framnesi, Flugumýrarsókn, Skag. 1930. Fósturfor: Björn Sigtryggsson og Helga Sigtryggsdóttir? Sálfræðingur og rektor í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík.

Sigurdór Jónsson (1845-1919) Lækjarskógi Dölum

  • HAH09027
  • Einstaklingur
  • 26.11.1845 - 27.9.1919

Sigurdór Jónsson 26. nóv. 1845 - 27. sept. 1919. Var á Geitastekk, Snóksdalssókn, Dal. 1845. Bóndi í Blönduhlíð í Hörðudal 1872-74, á Sámsstöðum og í Lækjarskógi í Laxárdal 1883 til æviloka. Nefndur Sigurdör í Dalamönnum. Tvíburi.

Guðmundur Björnsson (1902-1989) kennari frá Núpsdalstungu

  • HAH09555
  • Einstaklingur
  • 24. mars 1902 - 17. nóv. 1989

Guðmundur Bjömsson fæddist í Núpsdalstungu í Miðfirði 24. mars 1902. Þar ólst Guðmundur upp við fremur góð efni í fjölmennum systkinahópi og urðu þau öll hið mesta atgervisfólk. Foreldrar hans voru Björn Jónsson bóndi þar og kona hans Ásgerður Bjarnadóttir. Ættfeður Guðmundar höfðu um aidir búið í Núpsdalstungu.

Guðmundur stundaði nám í Al þýðuskólanum á Hvammstanga 1918-1919 og lauk gagnfræðaprófi frá Flensborgarskóla vorið 1921. Að því loknu hóf hann kennslustörf í sinni heimabyggð og fer þar um sveitir enn orð af frammistöðu þessa glæsilega kennara og félagsmálafrömuðar.
í Kennaraskólann hélt Guðmundur haustið 1933 og lauk þar prófi
árið 1934. Hann hóf kennslu á Akranesi sama ár. Því starfi gegndi hann samfellt um 38 ára skeið. Þar á ofan sinnti hann kennslustörfum við Iðnskóla Akraness í tuttugu ár.

Hvammur í Vatnsdal

  • HAH00049
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Hvammur 1. Fornt höfuðból. Sýslumannssetur í tíð Björns Blöndals, ættföðurs Blöndalsættarinnar. [Björn Auðunsson Blöndal (1787-1846)]. Bærinn stendur á bungulagaðri hæð í rótum Vatnsdalsfjalls sunnanundir Hvammshjalla [Deildarhjalla], en litlu norðar rís hæsti tindur fjallsins, Jörundarfell. Útsýni fagurt frá bænum, undirlendi mikið en votlent. utan bakkar Vatnsdalsár, sem eru eggsléttir og sem besta tún. Norðan túns eru Hvammsurðir og Hvammstjörn [Urðarvatn]. Hátt í syðri urðinni lifa enn nokkrar reyniviðarhríslur við harðan kost. Íbúðarhús byggt 1911, 443 m3. Fjárhús yfir 485 fjár. Hlöður 1461 m3. Verkfærageymsla 232 m3. Hesthús yfir 16 hross. Fóðurbætisgeymsla og fuglahús. Tún 32,6 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Hvammur 2; Hefur frá upphafi sagna verið stórbýli og fyrr á öldum kirkjustaður. Á Sturlungaöld bjó þar Þorsteinn Jónsson en synir hans voru Eyjólfur ofsi, sem féll á Þveráreyrum í orrustu við Þorgils skarða og Þorvarð Þórarinsson. Hans synir voru einnig Ásgrímur og Jón sem sóru Hákoni gamla skatt árið 1262. Nokkrar hjáleigur fylgdu jörðinni svo sem; Hvammkot; Syðra-Hvammkot; Eilífsstaðir og Fosskot. Jörðinni var skipt í 2 býli 1926. Íbúðarhús byggt 1911 og 1952, 545 m3. Fjós fyrir 40 gripi. Fjárhús yfir 520 fjár. Hlöður 1534 m3. Haughús 520 m3; Mjólkurhús og vélageymsla. Tún 38,7 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Kúskerpi á Refasveit

  • HAH00214
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1935

Byggingar standa allhátt, kippkorn frá vegi á hólahjalla ofarlega í hallandi túni. Í landi Kúskerpis eru örnefni sem til þess bendir að þar hafi fyrrum verið skógur, Skógargötur, en örnefni kennd til skóga eru fátíð í hreppnum og raunar héraðinu öllu.
Íbúðarhús byggt 1935, viðbygging 1969 182 m3. Fjós fyrir 7 gripi, fjárhús fyrir 280 fjár, hesthús fyrir 12 hross. Vorheysgeymsla 80 m3. Tún 18,6 m3.

Guðlaug Sigurðardóttir (1907-2002) Kúskerpi

  • HAH01070
  • Einstaklingur
  • 15.10.1907 - 17.1.2002

Árný Guðlaug Sigurðardóttir frá Kúskerpi fæddist í Hvammi í Laxárdal í Austur-Húnavatnssýslu 15. október 1907. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Blönduóss 17. janúar síðastliðinn. Guðlaug hóf búskap með manni sínum á Illugastöðum en árið 1939 fluttu þau hjón að Kúskerpi í Engihlíðarhreppi og bjuggu þar í fimmtíu ár. Árið 1989 fluttust þau hjón til Blönduóss og hélt Guðlaug þar ein áfram heimili eftir lát manns síns.
Útför Árnýjar Guðlaugar fer fram frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður að Höskuldsstöðum.

Þverárdalur á Laxárdal fremri

  • HAH00179
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1300]

Fremsti bær á Laxárdal, byggður á háum bröttum hól. Blasir hann við af Norðurlandsvegi ofan Húnavers. Þröngidalur gengur norðaustur í fjallgarðinn sunnan túns í Þverárdal og er brú á Hlíðará neðan við bæjarhólinn. Sunnan ár gnæfa Ógöngin, syðstihluti Laxárdalsfjalla ofan túnsins. Túnið er grasgefið, en sumt af því mjög brattir hólar. Norðan túns er víðáttu mikið flólendi óframræst. Íbúðarhús byggt 1948 358 m3. Fjós yfir 9 gripi. Fjárhús fyrir 280 fjár. Hesthús fyrir 15 hross. Tún 10 ha. Veiðiréttur í Hlíðará.

Kleppsspítali

  • HAH00354
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1907 -

Kleppur eða Kleppsspítali, er geðspítali sem tilheyrir geðsviði Landspítalans. Kleppur er einnig örnefni í Reykjavík

Fyrstu lög um Kleppsspítala voru nr. 33/1905, samþykkt af konungi þann 20. október 1905 (frumvarp um stofnun Kleppsspítala var þó innlent fyrirbæri) og var spítalinn opnaður árið 1907. Kleppsspítali var fyrsta sjúkrastofnunin sem var reist og rekin alfarið af landsjóði. Markmið stofnunarinnar var að létta miklum vanda af heimilum geðsjúkra og búa geðsjúkum mannsæmandi aðbúnað og gæslu, frekar en að stunda eiginlegar lækningar. Upprunalega var pláss fyrir 50 sjúklinga, og þurftu aðstandendur að borga með sjúklingum, ýmist 50 aura eða 1 krónu á dag, eftir aðstæðum. Yfirstjórn spítalans samanstóð af landlækni og aðila sem stjórnarráðið skipað

Sem fyrr segir var vandi geðsjúkra og aðstandaenda þeirra mikill á þeim tíma er Kleppsspítali var stofnaður. Einnig var farið illa með geðsjúka og lífsskilyrði þeirra voru engan veginn á við þau sem heilbrigðir höfðu. Árið 1901 var gerð úttekt á hversu margir væru geðsjúkir í landinu (samkvæmt þess tíma skilgreiningu) og reyndust þeir 133, þar af 124 sem voru á sveit. Árið 1880 reyndust geðsjúkir vera 81, var því um mikla fjölgun að ræða á þessum rúmu tveimur áratugum.
Spítalinn breytti miklu, þó að hann gæti ekki tekið alla inn sem þurftu, og lét Guðmundur Björnsson þau orð falla á Alþingi um þremur mánuðum eftir opnun spítalans, að sjúkrahúsið hefði „getið sjer þann orðstír, að það sje einhver gagnlegasta stofnun þessa lands“.
Starfsemin í dag er gerbreytt með breyttum áherslum og tilkomu nýrra og betri meðferðarúrræða. Í dag eru reknar nokkrar deildir á Kleppsspítala, starfsemi þeirra felst aðallega í endurhæfingu og að veita fólki margvíslega meðferð, sem er haldið geðröskunum eða talið vera að veikjast af þeim -- til dæmis geðklofa, geðhvarfasýki, þunglyndi, fíkn eða persónuleikaröskun. Á Kleppsspítala eru nú göngudeild, þrjár endurhæfingargeðdeildir, öryggisgeðdeild og réttargeðdeild.

Böðvar Magnússon (1877-1966) Laugarvatni

  • HAH02969
  • Einstaklingur
  • 25.12.1877 - 18.10.1966

Böðvar Magnússon 25. desember 1877 - 18. október 1966 Bóndi og hreppstjóri á Laugarvatni í Laugardalshr., Árn. Bóndi á Laugarvatni 1930. Síðast bús. í Laugardalshreppi.

Lára Böðvarsdóttir (1913-2010) frá Laugarvatni

  • HAH01699
  • Einstaklingur
  • 25.8.1913 - 12.7.2010

Lára Böðvarsdóttir, Barmahlíð 54 í Reykjavík, fæddist á Laugarvatni hinn 25. ágúst 1913. Hún lést á dvalarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík þann 12. júlí 2010. Útför Láru fer fram frá Háteigskirkju í dag, 29. júlí 2010, kl. 15. Lára og Haukur hófu búskap á Bárugötu 14 í Reykjavík, en fluttu síðar að Lokastíg 18. Árið 1948 fluttu þau í Barmahlíð 54, hús sem þau byggðu ásamt sveitungum og vinum, og bjuggu þar uns þau færðu sig yfir á Dvalarheimilið Hrafnistu í Reykjavík fyrir tæpum sex árum.

Anna Sigurðardóttir (1907-1995) frá Guðlaugsvík

  • HAH01030
  • Einstaklingur
  • 3.7.1907 - 18.8.1995

Anna Sigríður Sigurðardóttir frá Guðlaugsvík var fædd á Akureyri 3. júlí 1907. Árið 1914, eftir lát móður sinnar, flyst Anna að Guðlaugsvík þar sem hún ólst upp hjá Ragúel Ólafssyni afa sínum.
Anna andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir 18. ágúst 1995. Útför Önnu verður gerð frá Prestbakkakirkju í Hrútafirði í dag 25. ágúst 1995, og hefst athöfnin kl. 14.

Sigurður Sigurðsson (1874-1923) bóksali Akureyri

  • HAH09315
  • Einstaklingur
  • 23.7.1874 - 22.5.1923

Sigurður Sigurðsson 23. júlí 1874 - 22. maí 1923. Var í Vestra-Fróðholti, Oddasókn, Rang. 1880. Bóksali og bókbindari á Akureyri.

Skúli Jónsson (1901-1999) Þórormstugu og Selfossi

  • HAH01998
  • Einstaklingur
  • 3.8.1901 - 12.7.1999

Skúli Jónsson fæddist í Þórormstungu í Vatnsdal 3. ágúst 1901. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi, 12. júlí síðastliðinn. Árið 1959 brugðu þau Skúli og Ásta búi og fluttust til Selfoss.
Skúli á Undirfelli var í framvarðarliði ungra manna í dalnum á þessu tímabili. Hann varð harðskeyttur fundarmaður, annar besti skautamaður sveitarinnar og einmitt á þessum árum átti hann atgerfis gæðinginn Létti, sem var svifléttur klárhestur með tölti.
Útför Skúla fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Guðmundur Gíslason (1900-1955) skólastjóri Reykjum

  • HAH04017
  • Einstaklingur
  • 22.5.1900 - 14.8.1955

Guðmundur Gíslason 22. maí 1900 - 14. ágúst 1955 Kennari í Laugarvatnsskóla, Miðdalssókn, Árn. 1930. Skólastjóri á Laugarvatni og á Reykjum í Hrútafirði.

Ólafía Ragúelsdóttir (1877-1913) Akureyri

  • HAH07253
  • Einstaklingur
  • 5.8.1877 - 1.5.1913

Ólafía Guðríður Ragúelsdóttir 5. ágúst 1877 - 1. maí 1913. Var í Unaðsdal 2, Unaðsdalsssókn, N-Ís. 1880. Var í Guðlaugsvík, Prestbakkasókn, Strand. 1890. Húsfreyja á Akureyri, Eyj. 1901. Húsfreyja á Akureyri.

Snæbjörn Jónsson (1897-1985) Snæringsstöðum í Vatnsdal

  • HAH07200
  • Einstaklingur
  • 30.10.1897 - 27.4.1985

Snæbjörn Jónsson 30. október 1897 - 27. apríl 1985. Bóndi á Snæringsstöðum, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Snæringsstöðum, Áshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Reykjavík

Ágúst Jóhannsson (1926-2019) Sporði

  • HAH02303
  • Einstaklingur
  • 31.7.1926 - 25.2.2019

Ágúst Jóhannsson 31. júlí 1926 Var í Bolungarvík 1930. Var á Sporði, Þorkelshólshr., V-Hún. 1957.

Magnús Tómasson Hallgrímsson (1901-1918) Akranesi

  • HAH07291
  • Einstaklingur
  • 14.1.1901 - 17.11.1918

Magnús Tómasson Hallgrímsson 14. jan. 1901 - 17. nóv. 1918 í spönskuveikinni. Akranesi. Kjörfor.: Ragnheiður Magnúsdóttir f. 23. des. 1867 - 17. nóv. 1918, móðursystir. Húsfreyja á Syðstu-Söndum á Akranesi og Hallgrímur Guðmundsson 4. des. 1856 - 18. des. 1922. Verslunarmaður og bóndi á Syðstu-Söndum.

Möðrudalur á Fjöllum

  • HAH00841
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (900)

Möðrudalur á Fjöllum er bær á Möðrudalsöræfum á Norðurlandi eystra. Jörðin er ein sú landmesta á Íslandi og sú sem stendur hæst (469 metra yfir sjávarmáli). Bærinn stóð við Hringveginn þar til Háreksstaðaleið var tekin í notkun.

Ferjufjall (547m) er vestan Jökulsár á Fjöllum, nokkru sunnar en Möðrudalur. Þar var fyrrum ferjustaður fyrir þá, sem fóru um Ódáðahraunsveg. Þaðan eru 55-60 km að Suðurárbotnum og 70 km að Skjálfandafljóti. Forn vörðubrot benda til mannaferða. Líklega fór Sámur á Leikskálum (Hrafnkelssaga) þessa leið.
Austan Möðrudals liggja vegir inn á Brúaröræfi og til Kverkfjalla.
Vegalengdin frá Reykjavík er 522 km um Hvalfjarðargöng.

Á Möðrudal hefur verið rekin veðurathugunarstöð um árabil, en þar og á Grímsstöðum á Fjöllum mældist mesti kuldi sem mælst hefur á Íslandi, -38°C, þann 21. janúar 1918.

Arnheiður Árnadóttir (1895-1967) Skagaströnd

  • HAH07276
  • Einstaklingur
  • 4.5.1895 - 24.6.1967

Arnheiður Þóra Árnadóttir 4. maí 1895 - 24. júní 1967. Húsfreyja í Reykjavík. Var á Vestustu-Sámsstöðum, Fljótshlíð, Rang. 1910. Húsfreyja á Nýja Kleppi, Reykjavík 1930.

Guðrún Einarsdóttir (1909-1986) frá Neðri Mýrum

  • HAH01312
  • Einstaklingur
  • 28.2.1909 - 28.12.1986

Guðrún Einarsdóttir Vestmannaeyjum Fædd 28. febrúar 1909. Dáin 28. desember 1986 Norður í Húnavatnssýslu, austan Blöndu, liggur blómlegt hérað, Engihlíðarhreppur. Í þeirri sveit, á bænum Neðri-Mýrum, fæddist Guðrún Einarsdóttir, hinn 28. febrúar árið 1909. Hún lést í sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum 28. desember sl., eftir stranga sjúkdómslegu.
Foreldrar hennar voru þau Einar Guðmundsson, bóndi á Neðri-Mýrum, og kona hans, Guðrún Margrét Hallgrímsdóttir. Þar ólst amma upp næstelst fjögurra systkina. Af þeim systkinum er nú auk hennar eldri bróðirinn, Guðmundur, látinn en hin tvö yngri, Unnur og Hallgrímur, lifa. Þau búa bæði á æskuslóðunum á Neðri-Mýrum.
Blönduós er skammt frá NeðriMýrum og í kvennaskólanum þar stundaði hún gagnfræðanám. Leið hennar lá síðan til Reykjavíkur er hún var átján ára að aldri. Fyrstu árin sem hún starfaði þar hafði hún þann hátt á að fara norður á sumrin og koma aftur að hausti til starfa í Reykjavík. Eftir að hún hóf nám og síðan fullt starf við saumaskap hjá Andrési klæðskera varð aðstaða til norðurferða erfiðari. Síðustu ár sín í Reykjavík annaðist hún heimili fröken Ingibjargar H. Bjarnason, skólastýru Kvennaskólans í Reykjavík. Sú dvöl varð henni lærdómsrík og ánægjuleg og hún minntist frk. Ingibjargar jafnan með miklum hlýhug.

Kaflaskipti urðu í lífi hennar árið 1935. Það sumar lá leið hennar til Vestmannaeyja. Þar hitti hún afa, Jóhannes Gíslason frá Eyjahólum við Hásteinsveg í Vestmannaeyjum, og örlög þeirra voru ráðin. Brúðkaup þeirra fór fram 30. ágúst ári síðar, 1936.

Ég heyrði hana sjaldan hafa orð á því, en sjálfsagt hafa viðbrigðin verið mikil að flytjast úr sveitum Húnavatnssýslu til Vestmannaeyja, þar sem aðstæður allar eru gjörólíkar. Allur þeirra búskapur eftir þetta var í Vestmannaeyjum, ef gostímabilið er frátalið. Dvölin í Reykjavík varð þó ekki lengri en brýnasta nauðsyn krafði. Út í Eyjar voru þau komin aftur í byrjun árs 1974. Hjónabandið var farsælt og samheldnin mikil. Gullbrúðkaup þeirra var orðin staðreynd hinn 30. ágúst á sl. sumri.

Á þeim árum, sem ég man fyrst eftir mér, bjuggu amma og afi enn á Kanastöðum við Hásteinsveg, þarsem búskapur þeirra hófst. Vegalengdir milli húsa í Vestmannaeyjum voru þá ekki eins langar og síðar varð. Það var ekki lengi gengið frá Kirkjubæjarbraut að Kanastöðum. Seinna, eða árið 1963, fluttu þau á Brimhólabraut 31. Börnin urðu tvö, Erna Margrét, gift Sveinbirni Hjálmarssyni í Vestmannaeyjum, og Hjálmar Þór, vélvirki hjá Ísfélaginu hf. Barnabörnin urðu sex og barnabarnabörnin fimm.

Barnaskólinn á Blönduósi / Blönduskóli

  • HAH00062
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1908

Með lögum frá 1880 var gerð lagaskylda um kennslu barna í skrift og reikningi en fram til þess tíma þótti lítil þörf á að stúlkur kynnu að draga til stafs. Húnvetningar voru þó framar mörgum öðrum í kennslu stúlkna og var kvennaskóli settur að Undirfelli í Vatnsdal 1879 og var skólinn fullsettur þann vetur. Auk séra Hjörleifs var þar einnig kennslukona, Björg Schou, síðar prestmaddama í Landeyjum, skólinn var svo fluttur að Lækjarmóti næsta ár, að Hofi þarnæsta og að Ytri-Ey 1883.

Skólinn varð samstarfsverkefni Skagfirðinga og Húnvetninga sem kostuðu hann hvor um sig að hálfu, jafnframt var samningur gerður um Bændaskólann á Hólum á sömu kjörum.

Eftir nýsett lög var skipuð nefnd um hvar hentugast yrði að setja upp almennan barnaskóla og skilaði nefndin áliti sínu í febrúar 1880. Niðurstaðan var sú að Blönduós teldist hentugasti staðurinn.

Fáum sögum fer um skólastarfsemina fyrstu árin og fór kennsla víða fram, líklega hefur Sigríður Hjálmarsdóttir, dóttir Bólu-Hjálmars, verið með fyrstu kennslukonunum jafnframt ljósmóðurstörfum ásamt sr Þorvaldi Ásgeirssyni á Hjaltabakka og heimiliskennurum hjá Möller og Sæmundsen. Fyrsti nafngreindi kennarinn 1888, var Hannes G Blöndal skáld.

Ekki var hreyft aftur við barnakólamálum fyrr en 1889. „Messað á Hjaltabakka. Út á Blönduós um kveldið, hélt þar fund um barnaskólamálið. Ekkert fast afráðið. Nótt hjá Sæm.“ Skrifar Bjarni Pálsson í Steinnesi í dagbók sína, 7. apríl 1889. og þannig verður það næstu 10 árin.

Starfræksla barnaskóla hófst innan árinnar og hélst þar í hendur við uppbyggingu þorpsins þar. Blönduóskauptún var gert að sérstöku skólahéraði árið 1908 og keypti sveitarfélagið efri hæð húss sem kallað er „Tilraun“ árið 1908 fyrir barnaskólann. Hús þetta stendur enn við Aðalgötu númer 10.

Kennarar voru ma; Björn Magnússon (1887-1955) Rútsstöðum. Bjarni Jónasson (1891-1984) Blöndudalshólum.
1920- Kristófer Kristófersson (1885-1964) og Dómhildur Símonía Jóhannsdóttir (1886-1967) og Þuríður Sæmundsen.

Starfræksla barnaskóla hófst innan árinnar og hélst þar í hendur við uppbyggingu þorpsins þar. Blönduó sk auptún var gert að sérstöku skólahéraði árið 1908 og keypti sveitarfélagið efri hæð húss sem kallað er „Tilraun“ árið 1912 fyrir barnaskólann. Hús þetta stendur enn og kallast Aðalgata 10. Árið 1946 var hins vegar tekið í notkun nýtt og glæsilegt hús fyrir barnaskólann norðan árinnar (Guðrún Jónsdóttir, 1996, bls. 42), skammt frá brúnni yfir Blöndu.

Baldur Ármann Þorvaldsson (1946-1977)

  • HAH02539
  • Einstaklingur
  • 9.12.1946 - 28.4.1977

Baldur Ármann Þorvaldsson 9. desember 1946 - 28. apríl 1977 Var í Bræðraborg, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Vélvirki á Blönduósi. Baldur ólst upp á Blönduósi hjá foreldrum sínum en vorið 1960 missti hann móður sína. Ævi Baldurs varð ekki löng en töluvert innihaldsrík. Við minnumst ekki sjúkdómsins nú, heldur mannsins sem þroskaðist þrátt fyrir sjúkdómmn. Baldur vissi um nálægð dauðans. Hann vissi að kallið gæti komið á hverri stundu. Þessari vitneskju tók hann skynsamlega. Athafnir hans einkenndust af stefnufestu. Aldrei brá fyrir vonleysi eða uppgjöf.
Hann gekk að hverju verki með áhuga og dugnaði, bjó í haginn fyrir konu sína og börn.
Þá var Baldur mikill hvatamaður að og einn af stofnendum Hjálparsveitar skáta á Blönduósi. Þessu málefni var hann drjúgur liðsmaður. Hann eignaðist marga trausta vini þótt ævin yrði ekki löng. Síðustu árin gekk Baldur ekki heill til skógar. Vorið 1971 fékk hann fyrst aðkenningu heilablæðingar. Hann náði sér að mestu eftir það áfall, en fleiri komu á eftir. Síðustu tvö ár ævinnar dvaldi hann mest á sjúkrahúsum.
Hann andaðist á Landsspítalanum í Reykjavík 28. apríl 1977

Bryndís Bragadóttir (1959)

  • HAH02936
  • Einstaklingur
  • 9.9.1959 -

Bryndís Bragadóttir fædd á Ísafirði 9. september 1959 Hárgreiðslukona á Blönduósi

Búnaðarsamband Austur Húnavatnssýslu (1928-2016)

  • HAH10001
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1928-2016

Félagið var stofnað árið 1928, þann 14. desember á fulltrúafundi búnaðafélaga Austur Húnavatnssýslu, sem haldinn var á Blönduósi. Kosnir voru í nefnd til að koma með lagafrumvarp:
Björn Guðmundsson, Þorsteinn Bjarnason, Jónatan Líndal, Hafsteinn Pétursson og Ágúst Jónsson.
Tilgangur félagsins er að styðja og efla umbætur og framfarir í búnaði í Húnavatnssýslu og sameina krafta hinna einstöku búnaðarfélaga til alls konar verklegra framkvæmda í landbúnaði.1
Samþykkt var á aðalfundi Búnaðarsambandsins í Ásbyrgi 19.apríl 2016 að leysa félagið upp og leggja það formlega niður. Var það samþykkt samhljóða.2

Guðný Pálsdóttir (1927-2015) Blönduósi

  • HAH01298
  • Einstaklingur
  • 30.3.1927 - 3.12.2015

Guðný Pálsdóttir fæddist á Blönduósi 30. mars 1927. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Blönduóss 3. desember 2015.
Guðný ólst upp á Blönduósi og bjó þar alla tíð fyrir utan nokkur ár sem hún bjó með eiginmanni sínum á Skagaströnd.
Veturinn 1945-46 stundaði hún nám í Kvennaskólanum á Blönduósi. Guðný og Kristinn byggðu sér heimili að Húnabraut 10 á Blönduósi og bjuggu þar í 40 ár. Jarðarförin fór fram 18. desember 2015.

Ingibjörg Skarphéðinsdóttir (1916-1974) Héðinshöfða

  • HAH07714
  • Einstaklingur
  • 23.7.1916 - 27,8,1974

Ingibjörg Skarphéðinsdóttir 23. júlí 1916 - 27. ágúst 1974. Var í Ytra-Tungukoti, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Akureyri og bókavörður á Blönduósi. Var í Héðinshöfða, Blönduóshreppi, A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi.

Húnabraut 24 Blönduósi

  • HAH00825/24
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1960)

Húnabraut 24 Jón Baldurs og Arndís Baldurs efri hæð
Bókabúð KH neðri hæð

Húnabraut 23 Blönduósi

  • HAH00825/23
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1960)

Húnabraut 23 Ragnar Jónsson, Ingibjörg Skarphéðinsdóttir
Bókasafn Blönduóss

Húnabraut 34 Blönduósi

  • HAH00825/34
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1960)

Húnabraut 34 Skúli Jakobsson og Gunnhildur Þórmundsdóttir

Húnabraut 32 Blönduósi

  • HAH00825/32
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1960)

Húnabraut 32 Sigurður Kr.Jónsson og Guðrún Ingimarsdóttir

Húnabraut 36 Blönduósi

  • HAH00825/36
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1960)

Húnabraut 36 Finnur Guðmundsson og Ingibjörg Jónsdóttir

Húnabraut 28 Blönduósi

  • HAH00825/28
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1960)

Húnabraut 28 Ari Guðmundsson og Guðmunda Guðmundsdóttir

Húnabraut 10 Blönduósi

  • HAH00825/10
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1960)

Húnabraut 10 Kristinn Pálsson og Guðný Pálsdóttir

Ingibjörg Eysteinsdóttir (1927 - 2023) Beinakeldu

  • HAH10006
  • Einstaklingur
  • 1927-

Ingibjörg Eysteinsdóttir frá Beinakeldu, f. 18. júlí 1927, kvæntist, Jóhanni Eiríki Jónssyni f. 19. ágúst 1921 d. 20. mars 2004, 5. júní 1954 . Synir þeirra eru Eysteinn, f. 1953, kvæntur Huldu V. Arthúrsdóttur, Jón, f. 1956, og Guðráður, f. 1958.

Húnabraut 11 Blönduósi

  • HAH00825/11
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1960)

Byggt af Kára Snorrasyni og Kolbrúnu Ingjaldsdóttur

Jakob Skúlason (1947) rafveitustjóri Borgarnesi

  • HAH05855
  • Einstaklingur
  • 14.7.1947 -

Jakob Þór Skúlason 14. júlí 1947. Rafvirki Selfossi og rafveitustjóri Borgarnesi. Var í Húsi Skúla Jakobssonar, Blönduóshr., A-Hún. 1957.
Foreldrar hans; Skúli Jakobsson 7. júlí 1918 - 17. nóvember 1963 af slysförum. Mjólkurfræðingur Selfossi og Blönduósi. Var á Neðri-Mýrum, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Heimili: Litla-Enni. Var í Húsi Skúla Jakobssonar, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Kona hans; Gunnhildur Erla Þórmundsdóttir 3. júní 1930, faðir hennar var Þómundur Gupmundsson verkstæðisformaður Selfossi bróðir Vigfúsar föður Guðna kennara.

Guðbjartur Guðmundsson (1937-2015) ráðunautur Blönduósi

  • HAH01258
  • Einstaklingur
  • 1.12.1937 - 12.1.2015

Guðbjartur ólst upp í Tálknafirði, hann fór á sjóinn og vann við almenn sveitarstörf. Árið 1959 fór hann til náms á Hvanneyri, Akranesi og Akureyri og útskrifaðist frá Hvanneyri sem búfræðikandídat árið 1965.
Árið 1965 fluttu hann og Margrét á Blönduós og starfaði hann þar sem ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Austur-Húnvetninga í yfir fjörutíu ár ásamt því að starfa við Ræktunarsamband Austur-Húnvetninga.
Guðbjartur var mikill félagsmálamaður, hafði mikinn áhuga á íþróttum, spilaði bridge og var ötull stuðningsmaður Umf. Hvatar og heiðursfélagi í Ungmennasambandi Austur-Húnvetninga. Hann var virkur félagi í Lions í yfir fjörutíu ár og starfaði mikið að bæjarmálum og var virkur þátttakandi í Framsóknarflokknum.
Útför Guðbjarts fór fram frá Blönduóskirkju 24. janúar 2015, og hófst útförin kl. 14.

Finnur Guðmundsson (1891-1971) Skrapatungu og Blönduósi

  • HAH03427
  • Einstaklingur
  • 9.3.1891 - 10.5.1971

Finnur Guðmundsson 9. mars 1891 - 10. maí 1971 Var í Húsi Finns Guðmundssonar, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Bóndi í Skrapatungu í Vindhælishr., A-Hún. Síðast bús. í Blönduóshreppi.

Kristján Sigurðsson (1883-1970) kennari Brúsastöðum

  • Einstaklingur
  • 27. ágúst 1883 - 10. ágúst 1970

Barnakennari á Brúsastöðum, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Kennari og bóndi á Brúsastöðum í Vatnsdal, Áshr., A-Hún. Síðast bús. í Mosfellsbæ.

Kristján Sigurðsson, kennari frá Brúsastöðum í Vatnsdal, lést þ. 10. ágúst s.l. (1970) á Héraðshælinu á Blönduósi, 87 ára að aldri. Útför hans var gerð frá Undirfellskirkju þann 15. ágúst. — Hann var fæddur 27. ágúst 1883 í Pálsgerði í Dalsmynni í Suður-Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Pálsson og kona hans, Kristbjörg Hólmfríður Árnadóttir, Bjarnasonar bónda að Fellsseli í Kinn. Árið 1890, er Kristján var 7 ára gamall, fluttist hann ásamt foreldrum sínum og fimm systkinum að Heiðarhúsum á Flateyjardalsheiði. Árið 1896 hleypti Kristján heimdraganum og fór að Stóruvöllum í Bárðardal til hjónanna Karls Finnbogasonar og konu hans, Pálínu Jónsdóttur. Þar var þá vinnumaður Sveinn, föðurbróðir hans, og mun hann hafa ráðið miklu um vistráðningu Kristjáns að Stóruvöllum. Á Stóruvöllum var þá þríbýlt og mannmargt. Var þar mikið menningarheimili og unglingum góður skóli. Næstu árin dvaldi Kristján á ýmsum bæjum á bernskuslóðum m. a. á Hálsi í Kinn og Garði í Fnjóskadal. Með litlum efnum komst hann í Hólaskóla haustið 1904, en sumarið næsta réðist hann til starfa hjá Jósef Björnssyni, kennara á Hólum, er þá bjó á Vatnsleysu í Viðvíkursveit. Þá um sumarið tók hann lömunarveiki og bar þess merki til æviloka. Þá um haustið hélt hann námi áfram í Hólaskóla með veikum mætti og hjálp góðra manna. Hvarf Kristján um skeið frá landbúnaðarstörfum. En haustið 1906 fór hann til skósmíðanáms til Árna Pálssonar, skósmiðs á Sauðárkróki. Hvarf Kristján síðan frá því námi. Hugur hans hafði jafnan staðið til mennta, en árið 1908 fór hann í Alþýðuskólann á Hvítárbakka í Borgarfirði og dvaldi þar um eins veturs skeið. En árið eftir tók hann inntökupróf í Kennaraskóla íslands og lauk þaðan burtfararprófi með góðum vitnisburði. Á þessum árum tók Kristján virkan þátt í störfum Ungmennafélags Reykjavíkur og voru honum hugsjónir ungmennafélaganna mjög hugstæðar æ síðan. Vorið 1910 var Kristján ráðinn kennari í Vatnsdal og fluttist hann þá sama vor að Brúsastöðum og bjó þar um 40 ára skeið og stundaði jafnframt farkennslu. Hafði hann nokkurn búskap í félagi við mág sinn og sambýlismann, Benedikt Björnsson Blöndal. Þann 4. júlí 1914 gekk hann að eiga Margréti Sigríði Björnsdóttur Blöndal Benediktssonar bónda og umboðsmanns frá Hvammi í Vatnsdal. Eignuðust þau hjón 3 börn, en þau eru: Gróa, kennari í Reykjavík, Björn kennari á Blönduósi og Ingibjörg, húsfreyja, búsett í Hlíðartúni í Mosfellssveit. Eins og áður er sagt var Kristján mikill félagshyggjumaður og samvinnumaður alla ævi. Hann var góður íslenzkumaður, ritaði m. a. æviminningar sínar er hann nefndi: „Þegar veðri slotar.“ Einnig var hann einn af stofnendum sveitarblaðsins „Ingimundur gamli“, er Ungmennafélag Vatnsdæla gaf út og ritaði hann manna mest í blaðið um nokkurra ára skeið. Síðustu æviár sín dvaldi Kristján hjá dóttur sinni, Ingibjörgu, og manni hennar á Akranesi og síðar Álafossi, þangað til hann fór á Héraðshælið á Blönduósi. Kristján var mikill persónuleiki, góður kennari og vinsæll meðal samsveitunga sinna og minnisstæður þeim, er honum kynntust.

Ingibjörg Samúelsdóttir (1852) Kanada, frá Brekkulæk V-Hún

  • HAH09521
  • Einstaklingur
  • 16.6.1852 -

Ingibjörg Samúelsdóttir Walan 16.6.1852. Var á Brekkulæk, Staðarbakkasókn, Hún. 1860. Var í Grafarkoti, Melstaðarsókn, Hún. 1870. Vinnukona á Söndum, Melstaðarsókn, Hún. 1880. Fór til Vesturheims 1887, óvíst hvaðan. M.: Walan, enskur að uppruna. [sra George Walen frá Hanaka?]

Tómas R Jónsson (1903-1986) fulltrúi

  • HAH04971
  • Einstaklingur
  • 8.7.1903 - 10.5.1986

Tómas Ragnar Jónsson f. 8. júlí 1903 Karlsminni, d. 10. maí 1986. Fulltrúi á Blönduósi. Var á Sólvöllum, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi. Sólvöllum, Árbæ 1924. Halldórshúsi 1947.

Tónlistarskóli Austur Húnvetninga (1971)

  • HAH10135
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1971

Tónlistarskóli Austur Húnavatnssýslu var stofnaður árið 1971 og kennsla hófst um haustið. Kennslustaðir urðu strax þrír, Blönduós, Húnavellir og Skagaströnd.
Í fyrstu var ráðinn einn kennari við skólann og stundarkennari. Nú starfa fimm kennarar í fullu starfi.
Í fyrstu var skólinn rekinn af sveitarfélögunum að 1/3, Tónlistarfélaginu að 1/3 og skólagjöldum að 1/3 en nú er skólinn rekinn af Byggðasamlagi um tónlistarskóla.

Kaupfélag Húnvetninga (1895-2002)

  • HAH10057
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1895-2002

Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi, var stofnað 16. desember 1895 í „vertshúsinu" á Blönduósi. Fyrsta stjórn: Þorleifur Jónsson, alþm., Syðri-Löngumýri, form., Benedikt G. Blöndal, umboðsm., Hvammi, Árni Á. Þorkelsson, hreppstjóri, Geitaskarði. Félagið gekk í Samb. 1917. Félagið rak umfangsmikla verzlun á Blönduósi, í aðalverzlun þess voru seldar matvörur, byggingavörur og vefnaðarvörur og auk þess rak það vörugeymslu, þar sem seld var sekkjavara, timbur o. fl. Líka rak félagið eitt verzlunarútibú á Blönduósi og einnig söluskála sem einkum þjónaði ferðamönnum og líka sá það um vöruflutninga innan héraðs og á leíðinni til Reykjavíkur. Þá var félagið aðaleigandi Vélsmiðju Húnvetninga, ásamt búnaðarsambandinu í héraðinu, en það fyrirtæki rak bílaverkstæði á Blönduósi. Á Skagaströnd rak félagið tvær verzlanir. Fastir starfsmenn voru 65, en félagsmenn 669.

Kaupfélag Húnvetninga stofnað 1896 [1895 skv auglýsingu í Sjómannadagsblaðinu 1 tbl 1941 og Auglýsing í Húnavöku 1971]. Haldið var uppá 50 ára afmælið 7.7.1946.
STARFRÆKJUM: Útibú innan Blöndu, Kornmyllu, Benzínsölu, Bifreiðaakstur, Samvinnutryggingar, Eggjasölusamlag, Skipaafgrreiðslu, Saumastofu, Innlánadeild,

Mjólkursamlag (þurrmjólkurvinsla) tekur væntanlega til starfa næsta sumar [1947] á vegum S. A. H. Væntir félagið þess, að Húnvetningar standi fast saman um þetta fyrirtæki, því aðeins mun það koma að fullum notum, og uppfylla þær vonir, sem við það eru tengdar.
SÍMI 10 (2 LÍNUR). SAMBAND FRÁ SKIPTIBORÐI VIÐ: Skrifstofu framkv.stjóra. Almenna skrifstofu. Sölubúðina. Vörugeymslu. Saumastofu. Sláturhús. Jón S. Baldurs heima. Tómas R. Jónsson heima Sími 2: a. Útibúið innan Blöndu b. Kristinn Magnússon heima [Auglýsing Tíminn 24.12.1946].

Gíslína Torfadóttir (1937-2007) Óslandi ov

  • HAH01248
  • Einstaklingur
  • 8.6.1937 - 17.9.2007

Gíslína Torfadóttir fæddist á Kringlu í Grímsnesi 8. júní 1937. Hún lést á kvennadeild Landspítalans við Hringbraut mánudaginn 17. september 2007.
Foreldrar Gíslínu voru Torfi Sigurjónsson frá Kringlu í Grímsnesi, f. 14.3. 1906, d. 13.2. 1996, og Margrét Sæmundsdóttir úr Reykjavík, f. 9.6. 1914, d. 16.1. 2003.
Gíslína fluttist með foreldrum sínum að Miðhúsum í Garði árið 1940 þar sem foreldrar hennar hófu búskap.

Lína, eins og hún var alltaf kölluð, ólst upp með stórum systkinahópi í Miðhúsum þar sem verkefnin voru alltaf næg, svo fór hún að vinna í fiski í Garðinum og vann einnig í bakaríi í Reykjavík. Eftir að hún giftist Gústa byrjuðu þau að búa á Lambastöðum í Garði en fluttu á Blönduós vorið 1965, að Óslandi fyrst um sinn en byggðu sér svo hús á Urðarbraut 1 og bjuggu þar frá árinu 1971 þar til þau fluttu suður í Garð í desember 1998. Eftir að þau fluttu suður í Garð starfaði Lína við heimilishjálp. Útför hennar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag kl. 14.

Björn Magnússon (1921-2010) Syðra-Hóli

  • HAH01141
  • Einstaklingur
  • 26.6.1921 - 13.11.2010

Björn Magnússon fæddist á Syðra-Hóli 26. júní 1921. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 13. nóvember síðastliðinn.
Útför hans fer fram frá Blönduóskirkju í dag, 20. nóvember 2010, og hefst athöfnin kl. 14.

Helgi Árnason (1949-2012) Patreksfirði

  • HAH05026
  • Einstaklingur
  • 19.3.1949 - 29.3.2012

Helgi Árnason var fæddur að Hvallátrum í Rauðasandshreppi 19. mars 1949. Búfræðingur, húsasmiður, útgerðarmaður og vörubílstjóri á Patreksfirði. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum.
Helgi ólst upp í Neðri-Tungu í Örlygshöfn. Hann byggði húsið Ás í Örlygshöfn og bjó þar frá árinu 1976 til ársins 1998. Frá árinu 1998 til dauðadags bjó hann á Patreksfirði
Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 29. mars 2012.
Útför Helga fór fram frá Patreksfjarðarkirkju 7. apríl 2012, kl. 14.

Elísabet Guðmundsdóttir Thoroddsen (1938-2009) Blönduósi

  • HAH03250
  • Einstaklingur
  • 11.8.1938 - 15.3.2009

Elísabet ólst upp á Hólmavík og sótti þar barna- og unglinganám. Hún gekk í Húsmæðraskólann á Varmalandi veturinn 1955-1956.
Útför Elísabetar fór fram frá Fossvogskapellu 25. mars 2009, í kyrrþey.

Sveinbjörn Sigurðsson (1938) Blönduósi

  • HAH02269
  • Einstaklingur
  • 6.2.1938 -

Sveinbjörn Sigurðsson f. 6. febrúar 1938 Var á Hafursstöðum, Vindhælishr., A-Hún. 1957. Starfsmaður Mjólkursamlagsins.

Sigurður Magnússon (1915-2000) Hnjúki og Blönduósi

  • HAH06843
  • Einstaklingur
  • 4.8.1915 - 6.8.2000

Var á Brekku, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Verkamaður og vinnumaður á ýmsum stöðum. Vinnuvélastjóri í Reykjavík. Var á Hnjúki, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Bóndi þar 1955-94. Síðast bús. á Blönduósi.

Trésmiðjan Fróði (1957-1982)

  • HAH10077
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1957-1982

Trésmiðjan Fróði var stofnuð 1957 og tilgangur félagsins var að starfrækja trésmiðju og versla með framreiðsluvörur hennar og ef til vill byggingarvörur. Starfaði félagið allt til ársins 1982 er það var lagt niður.
Fyrsta stjórn félagsins:
Einar Evensen formaður
Knútur Berndsen gjaldkeri
Sigurður Kr. Jónsson ritari

Ari Jónsson (1906-1979) sýsluskrifari Blönduósi

  • HAH01543
  • Einstaklingur
  • 8.5.1906 - 3.12.1979

Ari Jónsson bifreiðarstjóri frá Blönduósi andaðist 3. desember 1979 á Landspítalanum í Reykjavík.
Hann var fæddur 8. maí 1906 á Balaskarði. Voru foreldrar hans hjónin Jón Sigurðsson lengst af bóndi á Balaskarði í Laxárdal. Hann var fæddur Þingeyingur á Undirvegg í Kelduhverfi og kona hans var Guðný Pálsdóttir Jónssonar hreppstjóra á Syðri-Ey. Alls voru börn þeirra Balaskarðshjóna 14 að tölu.
Ari var yngstur sinna systkina, flutti með foreldrum sínum að Hofi á Skagaströnd. Hann fór snemma að heiman og stundaði sjó. Þótti hann efnismaður til allra starfa. Ari kvæntist Guðríði Björnsdóttur Kristóferssonar bónda frá Hnausum 18. október 1930 og settust þau að á Blönduósi. Þau eignuðust hús Friðfinns hreppstjóra 1946 en nokkrum árum síðar reistu þau sér stórt og glæsilegt hús utan við ána. Ari var mörgum kunnur, því um áratugi ók hann langferðabílum milli Reykjavíkur og Akureyrar, fyrst á vegum Kristjáns Kristjánssonar á Akureyri og síðar á vegum póststjórnarinnar. Ara farnaðist þessi starfi vel, hann var prúðmenni og reglusamur og snyrtimenni og öruggur bifreiðarstjóri. Þetta var lýjandi starf meðan vegir voru eigi góðir, einkum er vetrarríki var mikið og geðslag farþega með ýmsu móti.
Þá greiddu langferðabílstjórar oft fyrir fólki á ýmsan hátt og var Ari manna liprastur við það. Er Ari þreyttist á langferðaakstrinum hóf hann rekstur á leigubíl til farþegaflutninga á Blönduósi og lánaðist
það vel. Hann er sá eini sem hefur haft þetta að aðalatvinnu á Blönduósi.

Ara Jónssyni var boðið sýsluskrifarastarf á Blönduósi og tók hann þá stöðu. Þó að Ari hefði ekki stundað mikið skriftir um æfina skrifaði hann ágæta hönd sem Páll bróðir hans. Ari var hneigður til búskapar, átti kindur og hross og stundaði kartöflurækt í Selvík og laxveiði sér til skemmtunar. Þau hjón Guðríður og Ari eignuðust tvö börn. Björn stúdent er var um árabil kennari á Reykjaskóla í Hrútafirði, nú búsettur í Borgarnesi og rekur þar verslun. Hann er kvæntur Guðrúnu Jósafatsdóttur frá Sauðárkróki. Ingibjörgu, er var áður deildarstjóri hjá Kaupfélagi Húnvetninga nú hjá Hagkaup í Reykjavík. Arið 1975 fluttu þau hjón til Borgarness og stundaði Ari þar verslunarstörf.
Hann var jarðsettur í Reykjavík 10. desember 1979.

Sr. Pétur Þ. Ingjaldsson

Niðurstöður 7701 to 7800 of 10349