Bóndi í Kistu, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Bóndi á Sigríðarstöðum í Vesturhópi, síðast bús. í Reykjavík. Ólafur fæddist að Litladalskoti í Lýtingsstaðahreppi 24.11 1889. Dýrmundur faðir hans var einnig fæddur þar 1862, Ólafsson bónda þar Guðmundssonar. Móðir Ólafs (kona Dýrmundar) Signý Hallgrímsdóttir bónda á Víðivöllum í Fnjóskadal, var sögð gáfuð kona, sérlega bókhneigð og vel hagorð og mun eitthvað af vísum hennar varðveitt enn. Í skagfirzkum æviskrám segir einnig, að Dýrmundur
faðir Ólafs hafi verið hlédrægur, en viðurkennt valmenni. Þetta gátu því verið ættareinkenni, hagmælskan og hlédrægnin og hefði mér ekki þurft að koma hagmælskan með öllu á óvart, þar sem ég vissi að hann var hálfbróðir hins kunna hestamanns og rithöfundar Ásgeirs í Gottorp, en hann var líka að ýmsu Iíkur föður sínum á Þingeyrum, sem margar snillivísur lifa eftir.
Albróðir Ólafs var Aðalsteinn bóndi á Stóruborg en Pétur sonur hans er einn af þeim sem hefði átt að vera í Húnvetningaljóðum eitt af sönnunargögnum þess, að full ástæða væri til að gefa út framhald þeirra og hlaupa þar ekki yfir þá ungu og forðast að láta hlédrægnina valda því, að samtíðin fái ekki að njóta góðra hæfileika. Kona Ólafs, Guðrún Stefánsdóttir, hefur líka vel kunnað að meta þessa hæfileika bónda síns, enda sjálf hagmælt og því vonandi að þau fjögur börn er þau hafa eignazt, hafi ekki orðið afskipt af ljóðhneigðinni, og er mér raunar kunnugt um að svo er ekki.
Frá 6 ára aldri dvaldist Ólafur í Vestur Húnavatnssýslu og bjuggu þau Guðrún á ýmsum bæjum þar, en síðast að Vallanesi við Hvammstanga. Heilsufarið veldur oft háttabreytni manna og mun sjúkleiki Guðrúnar hafa valdið því, að þau fluttu til Reykjavíkur 1951. Allt frá því og til síðustu áramóta, vann Ólafur hjá Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins. Nú eftir svo langan starfsdag og marga þraut frá harðari tímum en við höfum lifað nú um skeið, má segja að lúinn eigi skilið að hvílaast, en þá er rík nauðsyn, að eiga hugðarefni til að grípa til og svo andlega heil sem þau hjón eru, mun slíkt ekki bresta þau eins og horfir, en ekki er ég í vafa um, að marga þunga stund hafi Ijóðskur andi létt þeim og vona að svo megi enn verða sem lengst. Þó heilsa og kraftar séu á þrotum, er drjúgur ávöxtur lífsins við að gleðjast, 4 börn vel komin í lífsstöðu, 14 barnabörn og 12 barnabarna börn.